Færslur: Steinar Bragi

Orð um bækur
Elísabet Jökulsdóttir og Steinar Bragi tilnefnd
Þegar klukkan sló tólf á hádegi í Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi sló hún eitt eftir hádegi í Helsinki og ellefu fyrir hádegi í Reykjavík. Á þessum klukkuslögum var samtímis á nefndum stöðum tilkynnt hvaða bókmenntaverk væru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2022 þegar sextíu ár eru liðin frá því verðlaunin voru fyrst afhent.
Bók vikunnar
Truflunin – Steinar Bragi
Hvernig lýsir maður því þegar manneskja fer úr einum heimi yfir í annan, sem er alveg eins, og það er engin leið til baka? Þetta segir rithöfundurinn Steinar Bragi að hafi verið verkefni sitt þegar hann skrifaði nýjustu skáldsögu sína, Truflunina.
29.01.2021 - 16:11
Gagnrýni
Utan úr heljarmyrkri framtíðarinnar
„Höfundur í algjörum sérflokki sendir hérna frá sér sína bestu bók,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson, gagnrýnandi, um nýjustu bók Steinars Braga, Truflunina.
Gagnrýni
„Rosalega þéttur pakki“ frá Steinari Braga
Nýjasta bók Steinars Braga, vísindaskáldsagan Truflunin, er hugmyndafræðilega hlaðin ráðgáta segja gagnrýnendur Kiljunnar. „Alveg lygilegt hvað honum tekst og hvað hann einsetur sér að halda þessum boltum á lofti og gera upp þræðina.“
12.11.2020 - 14:43
„Ég þekki sársaukann og þjáninguna“
Rithöfundurinn Steinar Bragi segir að nýútkomin bók hans fjalli voðalega mikið um ást, hræðilegar afleiðingar hennar og sambandsslit. Hann segir að ástarsambönd fari venjulega afskaplega illa, í það minnsta endar helmingur þeirra með skilnaði.
05.12.2016 - 11:59
Steinar Bragi leikur sér að lesendum
„Ímyndunarafl hans er takmarkalaust, hann sprengir áður óþekktar víddir sem bæði skelfa og hrella,“ segir Sigríður Albertsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, um smásagnasafn Steinars Braga, Allt fer.