Færslur: Sri Lanka

Umhverfisfræðingur gagnrýnir aðgerðir við Sri Lanka
Umhverfisfræðingur óttast umhverfis-stórslys undan ströndum Sri Lanka, þar sem flutningaskipið X-Press Pearl er við það að sökkva. Mikill eldur logaði í skipinu í tvær vikur, áður en loks tókst að slökkva í því fyrr í vikunni. Talið er að kviknað hafi í út frá saltpéturssýru, sem er í tonnatali í farmi skipsins. 
03.06.2021 - 06:57
Óttast ógurlegt mengunarslys við strendur Sri Lanka
Yfirvöld á Sri Lanka segjast óttast að eitthvað mesta mengungarslys í sögu landsins sé í uppsiglingu eftir að brak úr brennandi flutningaskipinu Pearl barst að ströndum þess.
30.05.2021 - 10:05
Viðtal
„Hefði aldrei trúað að ég myndi upplifa þessa hluti“
„Manni fallast hendur, það er svo lítið sem maður getur gert,“ segir Snorri Már Skúlasson sem gekk í gegnum þungbæra reynslu á Sri Lanka þar sem hann upplifði blóðbað og eymd fólks sem hann gat ekki bjargað. Með hjálp æðri máttarvalda hefur honum tekist að vinna úr áfallinu, sigrast á alkóhólisma og óttanum við að verða einmana, sem hann fann fyrir eftir að hann skildi.
27.01.2021 - 09:21
Fellibylur við suðurodda Indlands
Viðvaranir hafa verið gefnar út í ríkjunum Tamil Nadu og Kerala á sunnanverðu Indlandi, en þangað stefnir fellibylurinn Burevi og er búist við að hann komi að landi í kvöld eða nótt.
03.12.2020 - 08:49
Erlent · Asía · Indland · Sri Lanka
Sri Lanka sendir rusl aftur til Bretlands
21 ruslagámur verður sendur aftur til Bretlands frá Sri Lanka eftir að hættuleg efni fundust í þeim. Alls voru 263 gámar fullir af rusli sendir frá Bretlandi til eyríkisins í Asíu. Tollverðir í Sri Lanka fundu sorp frá sjúkrahúsum í mörgum gámanna, auk plastúrgangs.
28.09.2020 - 04:12
Enn logar eldur í New Diamond
Enn hefur ekki tekist að slökkva eldinn í oliuskipinu New Diamond sem er um 34 sjómílur undan Sangamankanda-odda á austurströnd Sri Lanka. Eldur kviknaði eftir sprengingu í vélarrúmi á fimmtudag og fórst þá einn skipverja. 
08.09.2020 - 08:20
Erlent · Asía · Sri Lanka · Indland · Líbería
Eldur í olíuskipi á Indlandshafi
Einn fórst en tuttugu og tveimur var bjargað eftir að eldur blossaði upp í olíuskipi á Indlandshafi í gær skammt undan austurströnd Sri Lanka. Her- og björgunarskip sem send voru á vettvang reyna nú að slökkva eldinn og hindra það að hann berist í farm olíuskipsins.
04.09.2020 - 08:19
Forsetinn staðfestir andlát þeirra sem er saknað
Forseti Sri Lanka viðurkenndi í fyrsta sinn í gær að þær þúsundir sem hefur verið saknað síðan í borgarastríðu í landinu séu látnar. Um 100 þúsund létu lífið og um 20 þúsund hurfu í borgarastríðinu sem varði í 26 ár fram til ársins 2009, þegar uppreisn Tamiltígra var loks brotin á bak aftur.
21.01.2020 - 04:48
Herða gæslu svo rannsóknarlögreglumenn flýji ekki land
Eftirlit hefur verið hert á flugvöllum  á Sri Lanka til að hindra það að rannsóknarlögreglumenn flýi land. Margir lögreglumenn hafa fengið morðhótanir eftir að nýir valdhafar tók við í landinu.
26.11.2019 - 09:52
Forsætisráðherra Sri Lanka segir af sér
Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, tilkynnti í dag afsögn sína, fjórum dögum eftir að frambjóðandi stjórnarflokks landsins beið niðurlægjandi ósigur fyrir Gotabaya Rajapaksa, helsta frambjóðanda stjórnarandstöðunnar. Forsætisráðherrann lætur af embætti á morgun til að hægt verði að mynda nýja minnihlutastjórn í landinu.
20.11.2019 - 14:20
Sri Lanka-stjórn auglýsir eftir böðlum
Yfirvöld á Sri Lanka auglýstu á dögunum tvær stöður böðla lausar til umsóknar, þar sem ætlunin er að taka fjóra sakamenn af lífi innan skamms, þá fyrstu í 43 ár. Ætlunin er að hengja sakamennina fjóra, sem allir voru dæmdir til dauða fyrir fíkniefnabrot.
30.06.2019 - 04:41
Vígamenn drepnir eða handteknir
Allir þeir vígamenn sem viðriðnir voru hryðjuverkin á Sri Lanka um páskana eða tóku þátt í skipulagningu þeirra hafa verið drepnir eða handteknir. Ríkislögreglustjórinn á Sri Lanka greindi frá þessu í morgun.
07.05.2019 - 09:10
Messufall á Sri Lanka á sunnudag
Kardináli kaþólsku kirkjunnar á Sri Lanka hefur afboðað guðsþjónustu í kirkjum landsins á sunnudaginn kemur. Að hans sögn hafa borist trúverðugar upplýsingar um mögulegar árásir á tvær kirkjur um næstu helgi. Upplýsingarnar segir hann að hafi borist frá erlendri leyniþjónustu.
02.05.2019 - 15:14
Sri Lanka: Hætt við messur á sunnudag
Messur verða ekki sungnar í kirkjum Rómversk-Kaþólsku kirkjunnar á Sri Lanka á sunnudag eins og fyrirhugað var. Talsmaður kardínálans á Sri Lanka greindi fréttamanni AFP frá þessu í morgun.
02.05.2019 - 09:13
Messað á ný um helgina
Kaþólska kirkjan Sri Lanka tilkynnti í morgun að messað yrði í kirkjum safnaðarins um helgina, hálfum mánuði eftir hryðjuverkin þegar yfir 250 létu lífið í sprengjutilræðum í kirkjum og hótelum í landinu.
30.04.2019 - 10:20
15 féllu í aðgerð lögreglu á Sri Lanka
Minnst fimmtán létu lífið, þar á meðal sex börn, þegar vígamenn sprengdu sig í loft upp eftir að lögregla króaði þá af í austurhluta Sri Lanka. AFP fréttastofan hefur þetta eftir lögreglu. Þrír menn virkjuðu sprengjur sem urðu þeim sjálfum, þremur konum og sex börnum að bana inni í húsi sem talið er að bækistöð vígahreyfingar íslamista hafi verið. Að auki fundust þrjú lík til viðbótar inni í húsinu, sem lögregla telur hafa verið af mönnum sem sprengdu sjálfa sig.
27.04.2019 - 04:28
Fengu veður af árásunum í byrjun mánaðar
Varnarmálaráðherra og yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Sri Lanka voru reknir í gær af forsetanum Maithripala Sirisena. Forsetinn greip til þessara ráðstafana eftir að í ljós kom að indverska leyniþjónustan hafði varað starfsbræður sína í Sri Lanka við skipulagningu hryðjuverka í byrjun mánaðarins. 
25.04.2019 - 05:14
359 látnir í Sri Lanka - Nærri 60 í varðhaldi
359 eru látnir eftir sjálfsmorðssprengjuárásir vígamanna á hótel og kirkjur í Sri Lanka á páskadag. AFP fréttastofan hefur þetta eftir lögreglu í landinu. Margir hafa látið lífið af sárum sem þeir hlutu eftir árásirnar, en að minnsta kosti 500 særðust í þeim.
24.04.2019 - 04:03
321 látin og hundruð liggja særð á sjúkrahúsum
Staðfest er að 321 er látinn í hryðjuverkunum á Sri Lanka á páskadag. Samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki segjast standa að baki árásunum.
23.04.2019 - 21:52
Varar við fleiri hryðjuverkum á Sri Lanka
Forsætisráðherra Sri Lanka, Ranil Wickremesinghe, varaði við því á blaðamannafundi að hugsanlega væru fleiri sprengjur að finna þar og enn væru hryðjuverkamenn á ferli eftir hryðjuverkárásirnar í landinu á páskadag.
23.04.2019 - 16:45
Íslamska ríkið segist standa að hryðjuverkunum
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki segjast hafa staðið að hryðjuverkunum á Sri Lanka á páskadag. Staðfest er að 321 er látinn, þar á meðal minnst 45 börn.
23.04.2019 - 12:02
Árásir á Sri Lanka hefnd fyrir Christchurch
Hryðjuverkaárásirnar í Sri Lanka á páskadag voru hefnd vegna hryðjuverkanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði. Þetta fullyrti varnarmálaráðherra Sri Lanka, Ruwan Wijewardene, í ræðu sem hann flutti á þingi. AFP greinir frá.
23.04.2019 - 08:50
310 látin, 40 handteknir á Sri Lanka
Fórnarlömb hryðjuverkanna á Sri Lanka á páskadag eru nú orðin 310 talsins, þar sem allmörg þeirra sem urðu illa úti í árásunum létust af sárum sínum í nótt. Talsmaður lögreglunnar í Kólombó, höfuðborg Sri Lanka, greindi frá þessu árla þriðjudagsmorguns og sagði um 500 manns hafa særst. Jafnframt sagði hann frá því, að 40 manns væru nú í haldi í tengslum við rannsóknina á árásunum.
23.04.2019 - 04:38
Myndskeið
Neyðarlög hafa tekið gildi í Sri Lanka
Neyðarlög hafa verið sett á Sri Lanka. Tuttugu og fjórir hafa verið handteknir vegna hryðjuverkaárásarinnar í gær sem varð nærri 300 að bana og særði um 500 til viðbótar.
22.04.2019 - 19:45
Reyndu að aftengja bílsprengju sem sprakk
Sprengjusveitir lögreglunnar í Sri Lanaka reyndu að aftengja bílsprengju í morgun sem fannst nærri kirkjunni þar sem fjöldi fólks fórst í gær. Sprengjan sprakk þegar átt var við hana. Engum varð meint af bílsprengingunni.
22.04.2019 - 11:12