Færslur: Sprengjuárás

Einn auðugasti maður Úkraínu féll í sprengjuárás
Einn auðugasti kaupsýslumaður Úkraínu fórst í sprengjuárás á borgina Mykolaiv, sunnanvert í landinu. Úkraínuforseti segir árásir Rússa á borgina nú einhverjar þær allra grimmilegustu frá upphafi innrásar og þeirra verði ekki látið óhefnt. Kornflutningaskip hélt úr höfn við Svartahaf í morgun.
Almenningi skipað að yfirgefa Donetsk-hérað
Úkraínuforseti hvetur almenna borgara í Donetsk héraði að yfirgefa svæðið. Harðir bardagar geisa þar nú milli herliðs Úkraínumanna og Rússa. Meginþungi innrásar Rússa hefur beinst að héraðinu.
Zelensky segir sprengjuárás á fangelsi stríðsglæp Rússa
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir sprengjuárás sem gerð var á fangelsi í Donetsk-héraði síðastliðna nótt vera stríðsglæp sem Rússar frömdu af ráðnum hug.
Málaliðar Wagner taldir í fremstu víglínu
Sprengjum var varpað á Kharkiv, næststærstu borg Úkraínu, í nótt. Ihor Terekhov borgarstjóri segir sprengjurnar hafa fallið norðaustanvert í borginni og meðal annars hæft tveggja hæða íbúðahús og menntastofnun. Breska varnarmálaráðuneytið segir málaliða Wagner í fremstu víglínu austast í Úkraínu.
Sprengingar heyrðust víða um Úkraínu í nótt
Rússar skutu í nótt eldflaugum að skotmörkum í Vyshhorod í Kyiv-héraði norðan við höfuðborg Úkraínu. Oleksy Kuleba ríkisstjóri greindi frá þessu og segir árásirnar hafa beinst að mikilvægum byggingum á svæðinu.
Napalm-stúlkan liðsinnir úkraínsku flóttafólki
Phan Thị Kim Phúc, sem margir kannast við sem Napalm-stúlkuna, aðstoðaði við að koma 236 flóttamönnum frá Úkraínu til Kanada í gær. Á búk flugvélarinnar var myndin heimsfræga af Phúc, þar sem hún hljóp nakin og skaðbrennd í átt að ljósmyndaranum Nick Ut eftir eldsprengjuárás í Víetnam árið 1972.
Lavrov segir járntjald kalda stríðsins fallið að nýju
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, líkir samskiptunum við vesturlönd við tíma kalda stríðsins. „Járntjaldið er í raun fallið að nýju,“ segir hann. Hugtakið járntjald vísar til þeirra hugmyndafræðilegu marka sem aðgreindu Sovétríkin og bandalagsríki þeirra frá vestrænum ríkjum frá lokum síðari heimsstyrjaldar og til um 1990.
Zelensky segir Rússa ástunda hryðjuverk
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir Rússa ástunda hryðjuverk en á þriðja tug allmennra borgara féll í loftskeytaárás á bæinn Serhiivka í Odesa-héraði snemma í gærmorgun.
Fréttamaður lést í sprengjuárás í Úkraínu
Franskur fréttamaður lést í dag í sprengjuárás í borginni Severodonetsk í austurhluta Úkraínu. Fréttamaðurinn, hinn 32 ára gamli Frédéric Leclerc-Imhoff, var í Úkraínu að fjalla um stríðið þar í landi fyrir frönsku fréttastöðina BFMTV. 
30.05.2022 - 21:35
Einn fórst í árás á rússneskt landamæraþorp
Minnst einn almennur borgari fórst og nokkrir særðust í stórskotaliðsárás á þorp í Kursk-héraði suðvestanvert í Rússlandi í morgun. Úkraínumenn hafa hvorki neitað né viðurkennt að standa að baki árásinni á þorpið sem er skammt frá landamærum ríkjanna.
Mannskæðar árásir við kjörstaði á Filippseyjum
Þrír öryggisverðir féllu í skotárás á kjörstað á sunnanverðum Filippseyjum. Níu særðust þegar handsprengju var varpað á kjörstað fyrr í nótt. Milljónir landsmanna ganga nú að kjörborðinu til að velja sér forseta.
Komið að ögurstundu hermanna í Mariupol
Úkraínumenn óttast að aukinn þungi færist í aðgerðir rússneska innrásarliðsins og að allt kapp verði lagt á að ná yfirráðum yfir Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol í dag. Loftvarnaflautur hljómuðu um nær alla Úkraínu seint í nótt og í morgun.
Heimsókn bandarískra ráðherra til Úkraínu óstaðfest enn
Bandarísk yfirvöld hafa ekki staðfest þau orð Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta að Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna væri væntanlegur til Kyiv.
Minnst sextán fórust í sprengjuárásum í Afganistan
Að minnsta kosti sextán fórust í tveimur sprengjuárásum á afganskar borgir í dag. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst verknaðinum á hendur sér.
21.04.2022 - 23:10
Íbúar Mariupol hjálpast að meðan sprengjum rignir
Íbúar hafnarborgarinnar Mariupol í sunnaverðri Úkraínu hafa gripið til þess ráðs að bræða snjó og elda sér mat við opinn eld utandyra. Sprengjum hefur rignt yfir borgina í meira en viku og nú er svo komið að hún er nánast rústir einar.
„Skothríðinni linnir ekki“
Miklar eldflaugaárásir voru gerðar á Kharkiv næst stærstu borg Úkraínu í gær. Talið er að tugir almennra borgara hafi fallið í árásunum en Igor Terekhov borgarstjóri segir íbúðabyggð hafa verið skotmark Rússa. Hann fordæmir árásirnar harkalega.
Tveimur eldflaugum skotið að græna svæðinu í Bagdad
Tveimur eldflaugum var skotið í nótt að græna svæðinu svokallaða í Bagdad, höfuðborg Íraks. Þar er mikil öryggisgæsla þar sem ráðuneyti, stofnanir og fjölda erlendra sendiráða er þar að finna.
19.12.2021 - 03:25
Illræmdur FARC liði sagður fallinn í valinn
Fyrrverandi leiðtogi Byltingarhers Kólumbíu, FARC er sagður hafa verið skotinn bana í nágrannaríkinu Venesúela. Tilræðismennirnir eru sagðir vera aðrir uppreisnarmenn.
ISIS-K hreiðra um sig í Afganistan og valda miklum usla
Hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur vaxið mjög fiskur um hrygg í Afganistan. Í raun er svo komið að fylkingar þeirra hafa hreiðrað um sig um allt land og hafa valdið miklum usla.
Heitir aðstoð við rannsókn árásarinnar á Kadheimi
Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmdi í dag atlöguna að Mustafa al-Kadhemi forsætisráðherra Íraks. Biden hét aðstoð bandarískra öryggissveita við að hafa uppi á hinum seku.
07.11.2021 - 23:24
Forsætisráðherra Íraks heill á húfi eftir drónaárás
Mustafa al-Kadhemi forsætisráðherra Íraks slapp óskaddaður frá drónaárás á opinbert aðsetur hans á svokölluðu grænu svæði í höfuðborginni Bagdad nú í nótt.
07.11.2021 - 02:29
Háttsettur herforingi Talibana féll í árás á sjúkrahús
Yfirmaður herafla Talibana í Kabúl, Hamdullah Mokhlis var einn þeirra sem féllu í árás vígamanna Khorasan-héraðs arms samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki á Sardar Daud Khan sjúkrahúsið í borginni í gær.
03.11.2021 - 06:18
Sprengjuárásir í Jalalabad í Afganistan
Að minnsta kosti þrír fórust og yfir átján særðust í þremur sprengingum í borginni Jalalabad í austurhluta Afganistan í gær. Grunur leikur á að Talibanar hafi verið skotmörk tilræðismannana.
19.09.2021 - 05:48
Mannfall við trúarhátíð í Pakistan
Að minnsta kosti þrennt fórst og fimmtíu særðust í sprengjutilræði í borginni Bahawalnagar í Punjab-héraði í Pakistan í morgun. Í dag er sorgardagur Sjíta og undanfarna áratugi hefur komið til blóðugra átaka milli þeirra og Súnníta vegna ólíkrar túlkunar á gildi dagsins.
Samstöðufundir vegna Palestínu víða um Evrópu í dag
Tugir þúsunda Evrópubúa fóru í göngur til stuðnings málstað Palestínu í dag. Skipuleggjendur fullyrða að 150 þúsund manns hafi gengið um götur Lundúna, nærri Hyde Park, með skilti með áletrunum á borð við „Hættið sprengjuárásum á Gaza“.
15.05.2021 - 21:45