Færslur: Spilakassar
Þingmaður vill að velferðarnefnd fjalli um spilakassa
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, hefur farið fram á það að velferðarnefnd Alþingis fundi um spilafíkn og spilakassa. Búist er við að málið verði tekið upp í nefndinni á næstunni.
18.02.2021 - 14:20
Rauði krossinn kallar eftir innleiðingu spilakorta
Rauði krossinn á Íslandi hefur um árabil kallað eftir stefnu stjórnvalda um innleiðingu spilakorta, líkt og Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa lagt til. Það sé skref í átt til aðstoðar hópi fólks með spilafíkn og að norrænni fyrirmynd.
18.02.2021 - 09:13
Skoða allar hugmyndir sem beina spilun í ábyrgan farveg
Bryndís Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir unnið að lausn sem veiti þátttakendum tækifæri til að stýra sinni spilun með því setja sér eigin takmörk og/eða útiloka sig frá spilun. Metið sé að það verði best gert með því að auðkenna sig með rafrænum hætti.
17.02.2021 - 16:32
„Lokun spilakassa er ekki lækning á spilafíkn“
Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar, segist í samtali við fréttastofu á margan hátt geta tekið undir málstað Samtaka áhugafólks um spilafíkn en segir erfitt að mæta tilfinningaherferð með rökum.
16.02.2021 - 13:00
Kalla eftir afstöðu ráðherra til reksturs spilakassa
Samtök áhugafólks um spilafíkn segja niðurstöður könnunar sem Gallup gerði fyrir þau í apríl og maí 2020 sýni að mjög afmarkaður og lítill hópur leggi allt sitt í spilakassa HHÍ. Samtökin kalla eftir afstöðu menntamálaráðherra til áframhaldandi reksturs kassanna.
06.02.2021 - 17:06
Segir rekstur spilakassa samræmast gildum Háskólans
Rektor Háskóla Íslands hafnar því að það gangi í berhögg við gildi háskólans að taka þátt í rekstri spilakassa. Það sé stjórnvalda að breyta fyrirkomulaginu, ekki skólans.
12.12.2020 - 19:49
Stjórn SÁÁ ákveður að slíta samstarfi um Íslandsspil
Stjórn SÁÁ hefur ákveðið að hætta þátttöku í rekstri spilakassa. Þannig verða tengsl rofin við Íslandsspil, sameignarfélagi SÁÁ ,Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um rekstur kassanna.
01.11.2020 - 19:48
Landsbjörg fær 200 milljónir frá spilakössum
Alma Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi hjá Spilavanda gagnrýnir Slysavarnafélagið Landsbjörg fyrir að fjármagna starfsemi sína með spilakössum og segir það hræsni. Landsbjörg á fjórðung í Íslandsspilum. Formaður Landsbjargar segir það gefa tekjur sem félagið eigi erfitt með að vera án.
05.11.2019 - 09:11
Hafa beðið í 20 ár um að fá að fara á netið
Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil hafa óskað eftir því síðan um aldamót að fá að útvíkka starfsemi sína yfir á netið. Forstjóri Happdrættis Háskólans segir sorglegt að stjórnvöld hafi ekki brugðist við. Hún telur útvíkkaða starfsemi fjárhættuspila ekki ýta undir spilafíkn. Málið er til skoðunar í ráðuneytinu og verður mögulega tekið fyrir á næsta þingi.
02.07.2019 - 12:22
Engar vísbendingar um spilakassaþjófana
Lögreglan hefur engar vísbendingar um hverjir það voru sem brutust inn í veitingastað í Keflavík fyrir viku. Þjófarnir spenntu upp tólf spilakassa og tóku alla peninga sem í þeim voru. Forsvarsmenn Íslandsspila og Happdrættis Háskóla Íslands vilja litlar upplýsingar veita um málið.
20.03.2019 - 16:58
Ráðherra endurskoðar löggjöf um spilakassa
Dómsmálaráðherra undirbýr nú endurskoðun á lögum um starfsemi happdrætta með það fyrir augum að styrkja eftirlit og forvarnir í rekstri spilakassa. Frumvarp sem heimila átti Íslandsspilum og Happdrætti Háskólans að reka fjárhættuspil á netinu verður ekki lagt fram á þessu þingi eins og boðað hafði verið. Spilakassarekstur á Íslandi býr við fádæma lausatök í eftirliti hins opinbera í samanburði við aðrar þjóðir á Vesturlöndum.
25.04.2018 - 07:03
„Ég varð að fara að spila“
Rannsóknir segja rúmlega 2000 Íslendinga glíma við alvarlega spilafíkn - allt að þrefalt fleiri glími við fíknina í einhverri mynd. Daníel Ólason sálfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur rannsakað spilamarkaðinn íslenska frá 2002 – og rekist þar á sömu tengsl og erlendir kollegar hans.
20.03.2018 - 16:41