Færslur: Spegillinn

Spegillinn
Telur vexti hafa verið lækkaða of skarpt í faraldrinum
Seðlabankinn fór of skarpt í vaxtalækkanir til að bregðast við faraldrinum og átti þannig þátt í því að fasteignamarkaðurinn fór að nokkru leyti úr böndunum. Það má sjá núna, að dómi Jóns Þórs Sturlusonar forseta Viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, en auðvitað hafi aðstæður verið fordæmalausar á sínum tíma.
Spegillinn
Apabóla er harðger veira en stór faraldur ólíklegur
Skylt er að tilkynna um apabólusmit ef það kemur upp en þrír hafa greinst með veiruna hér. Sóttvarnalæknir hefur lagt áherslu á fræðslu og upplýsingagjöf til að lágmarka útbreiðslu veirunnar. Ekki hefur verið talin þörf á að grípa til opinberra ráðstafana, hvorki samfélagslegra takmarkana né skimunar. Apabóla hefur lengi fundist í Vestur- og Mið-Afríku, í að minnsta kosti hálfa öld, og afbrigðið sem nú verður helst vart veldur oftast vægum veikindum.
17.06.2022 - 09:45
Spegillinn
Norsk stjórnvöld örvuðu um of í faraldrinum
Á tímum pestarinnar var boðið upp á örvunarsprautur fyrir mannfólkið og örvunarpakka fyrir atvinnulífið. Örvunarsprauturnar þóttu góðar en í Noregi hallast ráðamenn nú að því að örvunarpakkarnir hafi verið of örvandi. Hagkerfið er farið á fyllerí, hagvöxtur óstöðvandi, vextir leika lausum hala og leitun að ráðum til að hemja ölvunina.
01.06.2022 - 10:51
Spegillinn
„Svo miklar drykkjulýsingar að svífur nánast á mann"
Nafnið Sue Gray hefur verið viðkvæðið í breskum fréttum undanfarna mánuði. Gray er breskur embættismaður sem fáir vissu af þar til henni var fengið það hlutverk að kanna veislustand og hugsanleg brot á Covid reglum á skrifstofu forsætisráðherra í Downing stræti. Í dag kom margboðuð skýrsla Gray út. Við báðum Sigrúnu Davíðsdóttur að segja okkur frá niðurstöðunum og viðbrögðunum. En heyrum fyrst í Boris Johnson forsætisráðherra þegar hann ávarpaði þingið í dag. 
25.05.2022 - 17:38
Hversu jarðskjálftaþolin eru húsin okkar?
Undanfarna mánuði hafa íbúar á suðvesturhorni landsins fengið að finna fyrir talsverðum jarðhræringum. Vísindamenn segja að höfuðborgarbúar þurfi að vera viðbúnir skjálfta allt að 6,5 að stærð með upptök nærri borginni. Nú er sem sagt góður tími til að tryggja að jarðskjálftavarnir séu í lagi.
24.05.2022 - 17:27
Misskipting í Svíþjóð
Auðugasta hluti Svía - oft kallaður eina prósentið - á stærri hluta af heildarauði landsmanna en eina prósentið í Bandaríkjunum. Rúmlega fimm hundruð ríkustu Svíarnir eiga jafn mikið og áttatíu prósent landsmanna. Þótt fátækt í Svíþjóð sé með því minnst sem þekkist, er að sumu leyti mikil og vaxandi efnahagsleg misskipting í Svíþjóð.
23.05.2022 - 15:44
Spegillinn
Vill fræðslu um skjánotkun í ungbarnavernd
Prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands vill að hugað verði að fræðslu um skaðsemi skjánotkunar strax í ungbarnavernd. Sífellt fleiri börn leita á barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna skjáfíknar. Þó þarf fíkn ekki að vera til staðar til að skjánotkun hafi neikvæð áhrif á heilsu barna og unglinga.
20.05.2022 - 12:41
Spegillinn
Fæðuöryggi aðkallandi á tímum stríðs og faraldurs
Fæðuöryggi snýst um margt: framboð, verð, hollustu og heilnæmi og svo stöðugleika til lengri tíma og auðlindir, segir Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Segja megi að alvara hafi færst í umræðu um fæðuöryggi hér á landi á árunum 2010-2012 og vaxandi þungi svo eftir hamfarir, faraldur og stríðsrekstur í Úkraínu undanfarna mánuði.
19.05.2022 - 17:04
Spegillinn
Fjöldi kvartana vegna lýtaaðgerða í Svíþjóð
Að minnsta kosti 300.000 aðgerðir með bótoxi eða fylliefnum eru gerðar á ári hverju í Svíþjóð. Eftirlitið var hverfandi og litlar kröfur gerðar til þeirra sem framkvæmdu, þar til í fyrra, að ný lög voru sett. Síðan þá hafa meira en þúsund tilkynningar eða kvartanir borist til yfirvalda.
19.05.2022 - 14:03
Spegillinn
Fylgjast vel með öllum mælitækjum
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti yfir óvissustigi um helgina vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Þar hafa orðið 16 skjálftar yfir þremur að stærð síðustu tvo sólarhringa, þar af tveir yfir fjórum. Skjálfti 4,8 að stærð varð svo við Þrengslin á laugardag. Hvers má vænta á næstunni? Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur og dósent við Háskóla Íslands.
Spegillinn
Réttur almennings til að ferðast um landið 
Almannaréttur felur í sér að fólk á rétt á að ferðast fótgangandi um Ísland, kannski meira en margir gera sér grein fyrir, en þó ekki alveg án takmarkana. 
Spegillinn
Eðlilegast væri að draga uppsagnirnar til baka
Starfsemi Garðyrkjuskólans á Reykjum verður áfram þar eftir að námið færist til FSu og ríkið tekur yfir fasteignir á staðnum. Kennari við skólann segir of snemmt að fagna happi og að réttast væri að draga uppsagnir starfsfólks til baka. Sérstakur hópur verður skipaður um framtíð skólans, en forsvarsmenn skólans furða sig á því að atvinnulíf greinarinnar hafi ekki aðkomu að honum.
Spegillinn
Ósannsögli varð ráðherrum í Noregi að falli
Tveir ráðherrar hafa neyðst til að segja af sér á fyrsta hálfa árinu á valdatíma ríkisstjórnar Jonasar Gahr Störe í Noregi. Þessir ráðherrar voru þó ekki umdeildir og nutu trausts þingsins alveg þangað til fréttir fóru að berast af gömlum syndum þeirra. 
13.04.2022 - 11:45
Spegillinn
Eyddu þurrkar norrænni byggð á Grænlandi?
Ný og mjög vísindalega kenning er komin fram um af hverju byggð Norrænna manna lagðist af á Grænlandi á 15. öld. Ekki var það kuldinn og ekki var það vankunnátta við veiðar heldur óbærilegir þurrkar. Þarna er hugsanlega komið nýtt svar við gamalli gátu.
06.04.2022 - 10:49
Spegillinn
Rússar bæði í stríði á vígvellinum og á netinu
Netárásir færast sífellt í vöxt. Stríðsrekstur Rússa fer ekki aðeins fram á vígvellinum, heldur standa þeir einnig í netstríði en þar er aðallega verið að ráðast á þá, allstaðar að í heiminum. Vitund fólks um mikilvægi netöryggis hefur stóraukist eftir stóran öryggisgalla sem kom í ljós í fyrra.
02.04.2022 - 08:30
Spegillinn
Gervimenn taka yfir spilunarlista
Hópur alls óþekktra tónlistarmanna hefur náð mikilli spilun á streymisveitunni Spotify, með einfaldri, oft endurtekningasamri tónlist. Að baki tónlistarmönnunum er sænskt útgáfufyrirtæki sem hefur hagnast vel en forsvarsmenn þess vilja sem minnst segja um árangurinn.
29.03.2022 - 10:04
Spegillinn
Fær kaldan hroll þegar auðvaldið talar um lítið svigrúm
Vilhjálmur Birgisson var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins í morgun. Hann segir að það sé ekkert launungamál að deilur og klofningur sé innan verkalýðshreyfingarinnar og þau sjónarmið þurfi að sætta með einhverjum hætti. Framundan séu kjaraviðræður við flóknar aðstæður þar sem afleiðingar heimsfaraldurs, stríðs og verðbólgu séu ekki ákjósanlegar til kjaraviðræðna. 
Spegillinn
Mjólkurneysla minnkar en osturinn aldrei vinsælli
Íslenska þjóðin borðar ekki nóg af grænmeti og ávöxtum miðað við lýðheilsuleg viðmið og ráðleggingar. Ávaxta-, kjöt- og mjólkurneysla hefur dregist saman seinustu ár og einungis 2% þátttakenda náðu að borða 500 grömm af grænmeti og ávöxtum daglega eins og ráðlagt er.
Spegillinn
Peningar flæða í olíusjóð Norðmanna
Stríðið í Úkraínu hefur valdið verulegri hækkun á olíu og gasi.Norðmenn hafa áhyggjur. Óvæntir peningar velta inn í sjóði landsmanna, og enginn veit hvað á að gera við þá. Tekjur ríkissjóðs af orkusölu gætu sexfaldast.
Spegillinn
Umdeildar sykurpabbasíður
Félagsþjónusta, lögregla og starfsmenn skóla í Svíþjóð vara við svokölluðum sykurpabba-vefsíðum, sem fjöldi ungmenna hefur skráð sig á undanfarin ár. Forsvarsmenn vefsíðnanna segjast tengja saman gjafmilt og veraldarvant fólk á miðjum aldri, og yngra fólk, fullt af æskufjöri. Gagnrýnendur segja hins vegar að fyrirkomulagið sé einfaldlega vændi í nýjum umbúðum. Og geti verið leið barna, allt niður í þrettán ára, inn í ljótan heim.
10.03.2022 - 09:12
Spegillinn
Stærsta flóttamannabylgja í langan tíma
Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að huga að fleiri þáttum en húsnæði við móttöku flóttamanna. Metfjöldi flóttamanna kom til landsins í gær. Talsverð óvissa er um hver endanlegur fjöldi verður. Ráðherrann segir að við séum sennilega að horfa upp á stærstu flóttamannabylgju síðari ára. Sviðstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að fólk hafi sett sig í samband og boðið fram húsaskjól.
09.03.2022 - 18:35
Spegillinn
Ógjörningur að fylgjast með öllum efnainnflutningi
Allt í kringum okkur eru efni af ýmsum toga. Við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því að sum þeirra geta valdið okkur og börnunum okkar, jafnvel ófæddum, skaða.
Spegillinn
Andóf í Rússlandi undir ægivaldi Pútíns
Mótmælendur í Rússlandi búast ekki endilega við því að mótmæli þeirra verði til að Vladimir Pútín Rússlandsforseta snúi innrásarliði sínu frá Úkraínu en þeir fara samt út á göturnar og hætta frelsi sínu. Fjölmargir Rússar styðja Pútín en þeir eru líka margir sem hafa fordæmt innrásina. Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, óttast að átökin í Úkraínu dragist langinn.
Spegillinn
Vonandi hægt að aflétta neyðarstigi á LSH á næstu dögum
Runólfur Pálsson, nýr forstjóri Landspítalans vonar að hægt verði að færa spítalann af neyðarstigi á allra næstu dögum. Nýr forstjóri vill færa verkefni út fyrir veggi spítalans, til að mynda öldrunarþjónustu, og efla vísindastarf og bráðaþjónustu á spítalanum. Spítalinn eigi erfitt með að keppa við einkarekna heilbrigðisþjónustu í launum, en spítalinn hafi upp á ýmislegt annað að bjóða til að fá fólk til starfa.
02.03.2022 - 18:48
Spegillinn
Fer í sögubækurnar sem einstakt efnahagstímabil
Öllum takmörkunum var aflétt á miðnætti, bæði innanlands og á landamærum. Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar hér á landi greindist seinasta dag febrúarmánaðar árið 2020, og því eru rétt tæp tvö ár síðan veiran byrjaði að hafa áhrif á allt samfélagið.
26.02.2022 - 09:08