Færslur: Spegillinn

Spegillinn
Segir fjárlögin boða kjaragliðnun
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki kynna neina raunverulega kjarabót fyrir öryrkja eða aldraða og að verið sé að boða áframhaldandi kjaragliðnun. Steinunn Þóra Ingadóttir, þingmaður Vinstri Grænna, er ósammála og segir að verið sé að auka fjárveitingar í mikilvægum málaflokkum sem varði tekjulægstu hópa samfélagsins.
30.11.2021 - 19:15
Spegillinn
Áfengissala í Ríkinu jókst um 40%
Vefverslun jókst um 152% á síðasta ári og nam um 7% af innlendri verslun. Erlend kortavelta dróst saman um 60 af hundraði. Áfengissala í ÁTVR jókst um 40% eða um 10 milljarða króna.
Spegillinn
Átak í íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál
Reykjavíkurborg ætlar að bæta verulegu fjármagni í íslenskukennslu fyrir börn sem hafa annað móðurmál en íslensku. Formaður Skóla- og frístundaráðs segir þetta mjög mikilvægt enda þörfin mikil.
Spegillinn
Fleiri kvarta vegna galla í húsnæði
Kvörtunum vegna galla á húsnæði hefur fjölgað hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Herdís Hallmarsdóttir lögfræðingur stofnunarinnar segir að skoða þurfi hvort ekki eigi að setja í lög ákvæði um að húsnæði sé skoðað og vottað áður en það er selt. 
Spegillinn
„Ólíklegt en alls ekki fráleitt að Trump vinni“
„Það er ólíklegt en alls ekki fráleitt að Trump vinni,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 3. nóvember. Síðustu fjórar vikur kosningabaráttunnar verða mjög spennandi.
Spegillinn
Bill Gates vúdúdúkka COVID samsæriskenninga
Bill Gates er helsti skotspónn samsæriskenninga um COVID-19. Hann á að stjórna samsæri heimselítunnar, vilja fækka jarðarbúum, lögbinda bólusetningar og koma örtölvuflögum fyrir í fólki. Í raun hefur hann manna mest styrkt framleiðslu á bóluefni gegn sjúkdómnum og fyrir fimm árum varaði hann við mannskæðum veirufaraldri sem gæti kostað milljónir jarðarbúa lífið.
03.10.2020 - 08:22
Spegillinn
Samsæriskenningar og hryðjuverk
Donald Trump er eina von Bandaríkjanna til að sigra þau satanísku öfl sem stjórna djúpríki Bandaríkjanna. Þetta er mat hins dularfulla Q og fylgismanna hans í QAnon. Áhangendum hefur fjölgað stjarnfræðilega í kórónuveirufaraldrinum og fjölmörg ofbeldisverk eru rakin til þeirra.
Spegillinn
„Trump er miskunnarlaus og grimmur“
Donald Trump hefur engin prinsipp og honum er ekkert heilagt, segir systir hans í upptökum sem birtar voru um helgina. Maryanne Trump Barry er eldri systir forsetans og fyrrverandi alríkisdómari. Hún gagnrýnir bróður sinn harkalega og segir hann hugsjónalausan með öllu. Hann hafi engin grunngildi og hugsi eingöngu um sig sjálfan.
Spegillinn
Frá Guantanamo til Hollywood
Mohamedou Slahi var ranglega vistaður í Guantanamo í meira en 14 ár. Nú er verið að gera kvikmynd í Hollywood, með stórleikurunum Benedict Cumberbatch og Jodie Foster í aðalhlutverkum, um manninn sem segist hafa fyrirgefið kvölurum sínum.
13.06.2020 - 08:22
Spegillinn
COVID-19 og stéttaskipting í Brasilíu
Stéttaskipting og félagslegt misrétti eru meðal ástæðna þess að Brasilía hefur farið mjög illa út úr kórónuveirufaraldrinum. Sægur vinnukvenna ferðast daglega á milli hverfa fátæklinga og hinna betur stæðra. Stéttaskipting og félagslegt misrétti eru meðal ástæðna þess að Brasilía hefur farið mjög illa út úr kórónuveirufaraldrinum. Sægur vinnukvenna ferðast daglega á milli hverfa fátæklinga og hinna betur stæðra. Nú hafa 618 þúsund greinst smitaðir í Brasilíu og 34 þúsund er skráðir látnir.
05.06.2020 - 16:30
Spegillinn
„Virðir ekki leikreglur lýðræðisins“
Donald Trump er erkitýpa af þjóðernispopúlískum stjórnmálamanni sem virðir ekki endilega leikreglur lýðræðisins, segir Eiríkur Bergmann stórnmálafræðiprófessor. Trump Bandaríkjaforseti segist ekki hika við að beita hervaldi til að binda enda á óeirðirnar í landinu. Þjóðvarðlið hefur verið kallað út í meira en tuttugu ríkjum Bandaríkjanna til að hjálpa til við að koma á lögum og reglu.
Spegillinn
Drykkjuskapur og COVID á Paradísareyjum
Drykkjuskapur og kórónuveirufaraldurinn hafa lagt efnahag eyríkisins Saó Tóme og Prinsípe í rúst. Börnin drekka meira brennivín en mjólk, að því er segir í nýrri rannsókn en konan sem gerði rannsóknina er hötuð fyrir vikið. Eyjaskeggjar telja að rannsóknin skaði ímynd eyjarinnar sem ferðamannaparadísar.
24.05.2020 - 08:38
Spegillinn
Hrísgrjónaréttur gegn Covid-19
Þegar plágan herjaði á Yogyakarta á Jövu í Indónesíu segir þjóðsagan að soldáninn hafi fyrirskipað þegnum sínum að elda sayur lodeh og halda sig heima í 49 daga. Það virkaði þá og hefur oft virkað síðan. Enn á ný hefur verið gripið til þessa ráðs í COVID-faraldrinum, að fyrirskipan sóldánsins sem enn ræður ríkjum í Yogyakarta.
19.05.2020 - 14:08
Spegillinn
Ragnarök fótboltans
Fótboltavellir heimsins hafa verið tómir í faraldrinum sem nú geisar og fjárhagslegt tjón vegna þess er gríðarlegt. Allra leiða er leitað til að koma sirkusnum af stað að nýju svo peningarnir fari aftur að flæða í galtómar fjárhirslur félaganna. Enska knattspyrnan er krúnudjásn fótboltans og þar er allsendis óvíst um framhaldið. Hvert lið gæti tapað um 100 milljónum punda eða 18 milljörðum króna.
12.05.2020 - 15:41
Spegillinn
Vinsælasta sjónvarpsefni veraldar
170 milljónir Indverja horfa á 40 ára gamla sjónvarpsseríu, 10 sinnum fleiri en horfðu lokaþættina af The Big Bang Therory og Game of Thrones. Útgöngubann hefur verið í Indlandi í tvo mánuði og fátt sameinar kynslóðirnar meira en eldgamalt og endursýnt trúarlegt sjónvarpsefni.
12.05.2020 - 07:20
Spegillinn
Dómabátur í Amazon
Í Bailique eyjaklasanum í Amazon í Brasilíu lifa 14 þúsund íbúar við afar frumstæðar aðstæður. Svæðið er svo afskekkt að ríkisvaldið hefur afar takmörkuð áhrif. Á tveggja mánaða fresti kemur fljótabátur með lögmenn og dómara til að halda uppi röð og reglu.
05.04.2020 - 07:05
Spegillinn
Fyrirtækjaveldi Trumps biður Deutsche Bank um aðstoð
Fasteignaveldi Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur leitað ásjár Deutsche Bank og beðið um greiðslufrest á lánum. Samsteypa Trumps er eina fyrirtækið í Bandaríkjunum sem ekki má sækja um aðstoð í björgunarsjóð sem Bandaríkjaþing samþykkti að stofna í síðustu viku.
03.04.2020 - 17:36
Spegillinn
Einbúar: Hefur þeim fjölgað hér?
Frelsi til að gera hlutina eftir eigin höfði án málamiðlana, hamingjan sem býr í því að vera sjálfum sér nægur. Það fylgja því ýmsir kostir að búa einn en það er dýrt og það getur verið einmanalegt. Spegillinn fjallar næstu daga um stöðu einbúa á Íslandi - í þessum fyrsta pistli skoðum við tölfræðina. Fjölgar í hópi þeirra sem búa einir? 
Viðtal
„Hvar klikkaði ég að verða svona gamall?“
Ertu orðinn svona gamall? Spyr fólk og Ásgeir Hólm, gantast með að honum líði stundum eins og hann hafi gert eitthvað af sér, tekið ranga beygju einhvers staðar. Hann er 78 og hætti aldrei að vinna, sneiddi í raun hjá þeim tímamótum sem fylgja starfslokum. Hann vinnur hjá Húsasmiðjunni en þar hafa stjórnendur ráðið og haldið í reynslumikið fólk. Spegillinn ræðir á næstunni við nokkra eldri borgara um lífið eftir 67 ára afmælið..
Fréttaskýring
Helmingur orðið fyrir kynferðisofbeldi
„Ég vildi óska þess að það hefði verið einhver sem hjálpaði henni, að hér væri einhver sem vissi hvernig maður hefði átt að hjálpa henni“. Á þessum orðum móður ungrar konu sem svipti sig lífi hefst heimildarmyndin „Bærinn þar sem börnin hverfa" sem sýnd var í danska ríkissjónvarpinu á dögunum. Myndin fjallar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á Grænlandi en sjónum er sérstaklega beint að bænum Tasiilaq á Austur-Grænlandi þar sem ofbeldið er hvað verst.
19.06.2019 - 17:53
Fréttaskýring
Hamslaus reiði á netinu og ýmsum brögðum beitt
Síðastliðnar tvær vikur hafa þrír atburðir orðið til þess að brotist hefur út hamslaus reiði á samfélagsmiðlum. Þeir æstustu hafa látið ýmis ókvæðisorð falla, hótað ofbeldi, jafnvel sent morðhótanir. Er þetta til marks um að fólk sé í auknum mæli farið að sleppa sér algerlega á samfélagsmiðlum? Er nettröllum að fjölga? Er mark takandi á morðhótunum frá ókunnugu fólki á Facebook? Eru reiðir netverjar í auknum mæli farnir að beita tölvuárásum? Spegillinn ræddi þessi mál við sérfræðinga.
12.06.2019 - 19:40
Fréttaskýring
Vísvitandi tafir á flugferðum
Flugvélar eru lengur á leiðinni milli áfangastaða en nauðsynlegt er. Flugfélög hafa vísvitandi lengt flugtímann til að lenda síður í seinkunum og jafnvel skaðabótum. Ferðamenn eru því lengur í háloftunum en nauðsynlegt er með tilheyrandi mengun.
17.04.2019 - 07:07
Sex staðbundin verkföll og svo ótímabundið
Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir VR og Eflingar miða að sex staðbundnum verkföllum á næstunni sem gætu staðið fram yfir miðjan apríl en þá tæki við ótímabundið verkfall. Hvert verkfall stæði yfir í tvo til fjóra daga. Samanlagt er um að ræða 18 verkfallsdaga.
25.02.2019 - 17:56
Kína: Hagvöxtur ekki minni síðan 1990
Hagvöxtur í Kína var 6,6 prósent í fyrra og hefur ekki verið minni síðan 1990. Helsta ástæða þess að hægt hefur á vextinum er viðskiptastríð Kínverja og Bandaríkjanna. Sérfræðingar spá því að enn hægi á hagvextinum á næstu árum.
21.01.2019 - 15:30
Fréttaskýring
Ný stjórnarkreppa yfirvofandi í Belgíu
Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, tilkynnti á þriðjudagskvöldið síðasta að hann ætli að fara á fund konungs og biðjast lausnar fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. Michel sagði af sér í kjölfar deilna við N-VA ríkisstjórnarflokkinn sem ákvað að segja sig úr stjórnarsamstarfinu vegna samþykktar Sameinuðu þjóðanna um flóttafólk og innflytjendur sem undirritaður var í síðustu viku.
20.12.2018 - 17:05