Færslur: Spánn

Efnahagskreppa á Spáni
Landsframleiðsla á Spáni dróst saman um 18,5 prósent á öðrum ársfjórðungi. Á þeim fyrsta nam samdrátturinn 5,2 prósentum. Tæknilega séð er þar með brostin á efnahagskreppa í landinu.
31.07.2020 - 09:46
Ferðaskrifstofur endurmeta Spánarferðir
Fjölgun kórónuveirusmita á Spáni hefur orðið til þess að íslenskar ferðaskrifstofur endurmeta stöðuna daglega gagnvarvart vinsælum ferðamannastöðum. Morgunblaðið greinir frá þessu.
29.07.2020 - 06:16
Reglur hertar í Madríd vegna veirusmita
Borgaryfirvöld í Madríd á Spáni hafa að nýju hert reglur eftir að kórónuveirusmitum tók að fjölga í landinu. Meðal annars verður fólk skyldað til að vera með andlitsgrímur alls staðar. Einungis tíu manns mega koma saman að hámarki. Mælst er til þess að sú regla gildi einnig á heimilum. Börum í borginni verður lokað klukkan eitt eftir miðnætti.
28.07.2020 - 14:49
Spænsk yfirvöld segja aðgerðir Breta ósanngjarnar
Bresk yfirvöld hafa fyrirskipað fjórtán daga sóttkví fyrir alla sem koma til landsins frá Spáni og ráðið fólki frá ferðum þangað. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir ákvörðunina „ósanngjarna“.
Norðmönnum ráðið frá Spánarferðum
Norsk stjórnvöld ráðleggja fólki að ferðast ekki til Spánar nema það eigi þangað brýnt erindi. Ástæðan er sú að kórónuveirusmitum hefur fjölgað þar að undanförnu. Tilkynnt var í dag að Spáni og Andorra hefði verið bætt á rauða listann svonefnda yfir lönd sem fólki er ráðið frá að ferðast til. Þeir sem koma frá rauðu löndunum þurfa að fara í tíu daga sóttkví við heimkomuna.
24.07.2020 - 15:46
Beðnir að nota andlitsgrímurnar líka heima
Borgaryfirvöld í Madrid á Spáni biðja borgarbúa nú að nota andlitsgrímur ekki einungis á almannafæri heldur líka heima við, séu þeir þar með öðrum en þeim sem þar búa.
23.07.2020 - 13:48
Fundu rómverska fornmuni í fiskbúð á Spáni
Spænskir lögreglufulltrúar sem voru við hefðbundið eftirlit í verslunum sem selja frosnar sjávarafurðir fundu rómverskar krukkur og 18. aldrar akkeri í einni búðinni.
23.07.2020 - 09:51
Þúsundum hótela og veitingastaða lokað
Vegna kórónuveirufaraldursins hefur um 40.000 hótelum og veitingastöðum verið lokað til frambúðar á Spáni eða um þrettán prósent fyrirtækja í slíkum rekstri. Þetta segir José Luis Izuel, forstöðumaður Hosteleria de Espana, samtaka fyrirtækja í hótel- og veitingageiranum á Spáni. 
21.07.2020 - 16:11
Hunsuðu tilmæli yfirvalda og fóru á ströndina
Barcelonabúar hunsuðu í dag aðvörunarorð yfirvalda um að fólk haldi sig heima eftir að kórónuveirutilfellum tók að fjölga á ný. Reuters fréttaveitan segir fólk hafa fjölmennt á strendur borgarinnar þar sem það hafi leikið sér í sjónum og farið í sólbað.
19.07.2020 - 20:07
Íbúum Barcelona gert að halda sig heima
Fjórum milljónum íbúa borgarinnar Barcelona á Spáni var sagt að halda sig heima við í dag eftir að kórónuveirutilfellum tók á fjölga á ný. 
17.07.2020 - 22:37
Milljón minkum lógað vegna kórónuveirunnar
Heilbrigðisyfirvöld í Hollandi fyrirskipuðu í dag að rúmlega ellefu hundruð minkum á minkabúi í þorpinu Westerbeek, nærri þýsku landamærunum yrði lógað. 25 minkar reyndust smitaðir af kórónuveirunni. Á minkabúi á Spáni reyndust hátt í níu dýr af hverjum tíu vera smituð.
17.07.2020 - 17:45
Látinna minnst í Madrid
Við konungshöllina í Madrid var í morgun minningarathöfn um þá sem látist hafa úr COVID-19. Þar voru auk spænsku konungsfjölskyldunnar, spænskir stjórnmálamenn og heilbrigðisstarfsfólk. Enn fremur forsvarsmenn Evrópusambandsins, og leiðtogar og erindrekar frá Evrópuríkjum.
16.07.2020 - 09:47
Myndskeið
Gleðskapur fór úr böndunum á Majorka
Yfirvöld á Majorka tilkynntu í dag að skemmtistöðum við tvær baðstrendur í grennd við höfuðborgina Palma hefði verið lokað. Ungir ferðamenn frá Bretlandi og Þýskalandi gerðu sér þar glaðan dag um síðustu helgi og skeyttu ekkert um varnir vegna COVID-19 farsóttarinnar.
15.07.2020 - 18:05
Andlitsgrímur verða skylda í Katalóníu
Stjórnvöld í Katalóníu ætla að skylda alla í héraðinu til að bera andlitsgrímur á opinberum stöðum til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Þeir sem ekki hlýða verða sektaðir.
08.07.2020 - 15:59
Myndskeið
Rétt rúm 5% Spánverja eru með mótefni gegn COVID-19
Aðeins 5,2% Spánverja eru með mótefni fyrir COVID-19, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem heilbrigðisyfirvöld á Spáni kynntu í dag.
06.07.2020 - 22:33
Erlent · Evrópa · Spánn · COVID-19
Útgöngubann hert í Galisíu á Spáni
Yfirvöld í Galísíu-héraði á Spáni hafa hert útgöngubann næstu fimm daga á strandsvæðinu A Mariña. Ákvörðunin er tekin eftir nýja hrinu Covid-19 tilfella á svæðinu, en þar búa um 70 þúsund manns.
05.07.2020 - 17:33
Útgöngubann sett á 200 þúsund íbúa svæði í Katalóníu
Yfirvöld í Katalóníu á Spáni hafa sett á útgöngubann í héraðinu Segrià. Bannið nær til 200 þúsund manna hið minnsta. Bannið tók gildi klukkan tólf að hádegi í dag. Ástæðan fyrir aðgerðunum er hrina nýrra COVID-smita á svæðinu.
04.07.2020 - 15:50
María mey afmynduð í viðgerð
Spænskir sérfræðingar í varðveislu listaverka óska eftir hertri löggjöf við endurbætur á eldri listaverkum. Misheppnuð tilraun til lagfæringar á þekktu málverki eftir barokk-listamanninn Bartolomé Esteban Murillo er kornið sem fyllti mælinn.
23.06.2020 - 05:52
Spánverjar opna landamæri sín
Landamæri Spánar verða opnuð fyrir ferðamönnum frá löndum Evrópusambandsins og af Schengen-svæðinu eftir viku, sunnudaginn 21. júní. Ekki verður gerð krafa um að þeir sem koma til Spánar fari í sóttkví. 
14.06.2020 - 15:25
Rannsaka hvort konungurinn hafi þegið mútur
Hæstiréttur Spánar hefur hafið formlega rannsókn á því hvort Jóhann Karl, fyrrverandi konungur Spánar, þáði ólöglegar greiðslur í tengslum við lagningu járnbrautar í Sádi-Arabíu.
09.06.2020 - 15:55
Bönnuðu flutning veikra gamalmenna á sjúkrahús
Stjórnvöld í Madrid gáfu ítrekað út fyrirskipanir um að gamalt fólk sem veiktist á hjúkrunarheimilum skyldi ekki flutt á sjúkrahús borgarinnar. Um helmingur þeirra sem hafa látist í höfuðborginni voru vistmenn á hjúkrunarheimilum.
09.06.2020 - 13:18
Krókódíll leikur lausum hala á Spáni
Lögregla á Norðvestur-Spáni leitar nú með bátum og drónum að Nílar-krókódíl sem sást á bökkum Pisuerga-árinnar um helgina.
08.06.2020 - 14:06
Greiðir 5,5 milljónir til að sleppa við fangelsisvist
Spænski knattspyrnumaðurinn Diego Costa, sem leikur með Atlético Madrid í heimalandinu, var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar vegna skattsvika. Spænsk lög gera Costa hins vegar kleift að sleppa við að sitja inni.
04.06.2020 - 14:00
Jafna sig á COVID-19 með strandferðum
COVID-sjúklingum á sjúkrahúsinu Hospital del Mar í Barselóna hefur verið gefið leyfi til þess að heimsækja nálæga strönd sér til heilsubótar. 
03.06.2020 - 16:48
Bingó leiddi lögreglu á Spáni að níræðum morðingja
Karlmaður á níræðisaldri er grunaður um morð á 83 ára gamalli konu á Spáni í fyrra. Konan var rænd og myrt á heimili sínu í Fuenlabrada, nærri Madríd, í maí í fyrra. 
03.06.2020 - 06:23