Færslur: Spánn

Flóttamenn létu lífið á leið til Kanaríeyja
Fjórir fundust látnir um borð í bát fullum af flóttamönnum nærri 200 kílómetrum suður af eyjunni El Hierro við Kanaríeyjar. Sjómenn urðu varir við bátinn og höfðu samband við viðbragðsaðila.
12.04.2021 - 01:53
Erlent · Afríka · Evrópa · Flóttamenn · Spánn
Myndskeið
Útgöngubönn og lokanir aðra páskana í röð
Útgöngubönn og lokanir blasa við Evrópubúum aðra páskana í röð. Á Ítalíu voru reglur hertar þannig að ströngustu takmarkanir gilda um allt land um helgina.
03.04.2021 - 20:30
Erlent · Evrópa · COVID-19 · Ítalía · Spánn · Frakkland · Belgía
Grímuskylda utandyra á Spáni
Forsvarsfólk ferðaþjónustunnar á Spáni er heldur óhresst með þá reglu að skylda verði að bera grímu alls staðar utandyra þar í landi. Þetta þýðir að á ströndinni og við sundlaugar þarf fólk að ganga með grímur, jafnvel þó að passað sé upp á að samskiptafjarlægðin sé næg. Óttast er að fjórða bylgjan skelli á þar í landi og því hefur ríkisstjórnin gripið til þessa ráðs. 
31.03.2021 - 21:58
Þurfa ekki á sóttkvíarhótel við komu frá Spáni
Fólk sem kemur til Íslands frá Spáni þarf ekki að fara á sóttkvíarhótel í fimm daga frá og með morgundeginum eins og útlit var fyrir. Á morgun taka gildi nýjar reglur um að fólk sem kemur frá áhættusvæðum verði að fara á sóttkvíarhótel, og frá 11. apríl verður fólk að greiða fyrir hverja nótt á slíku hóteli. Þetta miðast við landalista sóttvarnalæknis. Nú hefur heilbrigðisráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi mátt skilgreina Spán sem áhættusvæði á grundvelli fyrirliggjandi gagna.
31.03.2021 - 13:58
Fimm þúsund neikvæðir tónleikagestir í Barselóna
Fimm þúsund manns fengu að standa þétt saman á tónleikum í Barselóna á laugardagskvöld. Tónleikagestir voru jafnframt tilraunadýr, því allir fóru þeir í skimun fyrir kórónuveirunni fyrr um daginn. Þeir sem fengu neikvæða niðurstöðu úr sýnatökunni fengu að mæta á tónleika hljómsveitarinnar Love of Lesbian í Sant Jordi íþróttahöllinni.
29.03.2021 - 04:55
Lögreglan lagði hald á kafbát í smíðum
Spænska lögreglan tilkynnti í gær að hún hefði lagt hald á heimasmíðaðan kafbát sem nota átti til eiturlyfjaflutninga. Báturinn fannst í síðasta mánuði, á meðan hann var enn í smíðum. Hann er níu metra langur, búinn tveimur 200 hestafla mótorum og með pláss fyrir um tvö tonn af frakt. 
14.03.2021 - 04:15
Katalónskir Evrópuþingmenn sviptir friðhelgi
Evrópuþingið aflétti í dag friðhelgi Carles Puigdemonts,forseta katalónsku heimastjórnarinnar, og tveggja annarra evrópuþingmanna sem eru eftirlýstir af spænskum yfirvöldum vegna baráttu þeirra fyrir sjálfstæði Katalóníu. Puigdemont ætlar að áfrýja til Evrópudómstólsins.
09.03.2021 - 17:42
Hestafólk varað við alvarlegum sjúkdómi í hrossum
Alvarlegur smitsjúkdómur af völdum hestaherpes-veiru kom upp í febrúar á stóru hestamóti í Valencia á Spáni. Veiran smitar ekki menn en veldur heilabólgu og lömun í hestum. Íslenskt hestafólk er hvatt til að fara að ströngum reglum til varnar smitsjúkdómum.
09.03.2021 - 17:37
Tugir komust til Melilla
Tugum hælisleitenda tókst í morgun að komast frá Marokkó inn á spænska sjálfstjórnarsvæðið Melilla. Til þess þurftu þeir að klifra yfir háa gaddavírsgirðingu sem umlykur svæðið. Að sögn yfirvalda reyndu yfir 150 að klifra yfir og 59 komust alla leið.
08.03.2021 - 13:39
Myndskeið
Mótmælendur gengu berserksgang í Barselóna
Mótmælendur í Barselóna kveiktu í lögreglubíl og brutust inn í verslanir í gær. Hörð mótmæli hafa verið víða á Spáni, þá sérstaklega í Barselóna, síðan tónlistarmaðurinn Pablo Hasel var handtekinn af lögreglu 16. febrúar.
28.02.2021 - 06:29
Síðasta styttan af Franco felld
Síðasta styttan af fyrrum einræðisherranum Franco á spænskri grund var tekin af stalli sínum í gær. Styttan stóð við borgarhlið Melilla, hólmlendu Spánar á norðvesturströnd Afríku. 
24.02.2021 - 06:28
Erlent · Evrópa · Spánn
Hærri dánartíðni í Evrópu árið 2020
Rúmlega 40 prósentum fleiri létust í ESB- og EFTA-ríkjum í nóvember í fyrra en fjögur árin á undan. Þá náði önnur bylgja COVID-19 hámarki. Andlát umfram meðaltal er 1,6 prósent á Íslandi samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, hefur birt um andlát í ríkjum sambandsins og EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi, Liechtensten og Sviss árið 2020. Þar má glöggt sjá áhrif COVID-19 faraldursins. Dánartíðni í Evrópulöndum 25 prósentum hærri í apríl er fyrsta bylgjan var í hámarki.
22.02.2021 - 12:04
Mótmæli í Barselóna, sjötta kvöldið í röð
Sjötta daginn í röð flykktust mótmælendur út á götur Barselónaborgar til að segja álit sitt á fangelsun rapparans Pablos Haséls, sem dæmdur var og fangelsaður fyrir óvirðingu við konungsfjölskylduna og það sem dómurinn segir vera „upphafningu hryðjuverka" í textum hans og færslum á Twitter. Líkt og fimm undanfarin kvöld tók að hitna í kolunum þegar kvölda tók, en þó ekki jafn mikið og áður, enda farið að fækka nokkuð í hópi mótmælenda.
21.02.2021 - 23:56
Myndskeið
Átök og skemmdarverk í mótmælum í Barcelona
Átök urðu á milli mótmælenda og lögreglu í Barcelona í kvöld, þar sem þúsundir komu saman til þess að mótmæla dómi yfir rapparanum Pablo Hasel. Einhverjir úr hópi mótmælenda brutu rúður í verslunum og stálu úr þeim.
20.02.2021 - 22:49
Erlent · Evrópa · Spánn
Fangelsun rappara mótmælt fjórða kvöldið í röð
Mótmælendur hafa flykkst út á stræti Barselóna og fleiri spænskra borga í kvöld, fjórða kvöldið í röð, til að mótmæla dómi og fangelsun rapparans Pablos Haséls. Mótmælin voru þó heldur fámennari í kvöld en áður. Í Barselóna söfnuðust nokkur hundruð mótmælenda saman á torgi í miðborginni, kröfðust frelsis fyrir Hasél og sökuðu spænska fjölmiðla um að ganga erinda yfirvalda.
20.02.2021 - 00:18
Handtöku rappara mótmælt þriðja kvöldið í röð á Spáni
Efnt var til mótmæla í Barselóna og fleiri borgum Spánar í gærkvöld, þriðja kvöldið í röð, vegna handtöku og fangelsunar rapparans Pablos Haséls, sem dæmdur var í níu mánaða fangelsi fyrir óvirðingu við konungsfjölskylduna og „upphafningu hryðjuverka" í textum sínum og færslum á Twitter. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í gærkvöld líkt og fyrri kvöldin tvö.
19.02.2021 - 02:51
Þúsundir mótmæla handtöku rappara á Spáni
Til harðra átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í Barcelona og Madríd á miðvikudagskvöld, eftir handtöku rapparans Pablo Hasél. Hasél, sem var dæmdur fyrir að móðga spænsku konungsfjölskylduna og hvetja til hryðjuverka, var handtekinn síðdegis á þriðjudag. Þá strax brutust út harkaleg mótmæli í nokkrum borgum, sem víða þróuðust út í átök og óspektir. Grímuklæddir mótmælendur köstuðu flöskum og öðru lauslegu að óeirðalögreglu, veltu ruslatunnum og reistu götuvígi.
Aðskilnaðarsinnar bæta við sig á katalónska þinginu
Flokkar aðskilnaðarsinna auka meirihluta sinn á katalónska þinginu í kosningum til hérðasþingsins í gær. Þegar búið er að telja 99 prósent atkvæða hafa aðskilnaðarflokkarnir þrír hlotið 74 þingsæti af 135, en þeir voru með 70 sæti eftir þingkosningarnar 2017.
14.02.2021 - 23:14
Metfjöldi flóttamanna til Kanaríeyja
Metfjöldi flóttamanna kom til Kanaríeyja á síðasta ári frá Afríku þar sem Evrópusambandið hefur lokað öðrum leiðum. Íslendingur á Tenerife óttast að þeir hafi litla möguleika á góðu lífi þar og stjórnmálafræðingur býst við að flestir þeirra verðir sendir aftur til síns heima. 
24.01.2021 - 19:14
Spánn
Bólusetningarhneyksli hrekur hershöfðingja frá völdum
Yfirhershöfðingi Spánarhers sagði af sér í dag eftir að upp komst að hann hafði verið bólusettur gegn COVID-19 þótt hann tilheyri engum forgangshópi í bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Hershöfðinginn, Migual Angel Villaroya, er einn af mörgum háttsettum spænskum embættismönnum sem hafa orðið uppvísir að því að svindla sér framfyrir röðina í bólusetningaraðgerðum stjórnvalda og vakið með því réttláta reiði almennings.
24.01.2021 - 02:45
Öflug sprenging í miðborg Madrídar
Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að mikil sprenging varð í sex hæða húsi í miðborg Madrídar í dag. Að sögn spænskra fjölmiðla voru níu slökkviliðsbílar og ellefu sjúkrabílar sendir á vettvang. Fjórar efstu hæðir hússins virðast vera ónýtar. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni, en hugsanlegt er talið að gasleka sé um að kenna. Húsið þar sem sprengingin varð stendur skammt frá hjúkrunarheimili.
20.01.2021 - 16:09
Erlent · Evrópa · Spánn
Frosthörkur á Spáni
Miklar frosthörkur torvelda snjómokstur eftir mikið fannfergi um miðbik Spánar og austanvert landið um helgina. Spænska ríkissjónvarpið sagði í morgun að í Guadalajara hefði frostið mælst 33,6 stig í nótt. Í höfuðborginni Madrid hefði verið nærri ellefu stiga frost.
12.01.2021 - 12:05
Erlent · Evrópa · Spánn
Fjögur létust í stórhríð og stormi á Spáni
Fjögur dauðsföll hafa verið rakin til mikils storms sem gekk yfir stóran hluta Spánar á föstudag og laugardag. Umferð bíla, lesta og flugvéla gekk öll úr skorðum inn til landsins, þar sem stormurinn Filomena fór yfir sem hríðarbylur. Mikið öngþveiti myndaðist í og umhverfis höfðuborgina Madríd, þar sem spáð var 20 sentímetra jafnföllnum snjó á laugardag.
10.01.2021 - 01:19
Erlent · Evrópa · Veður · Spánn · Óveður
Ákveða að fella Gíbraltar inn í Schengen-svæðið
Gíbraltar verður hluti af Schengen-svæðinu og þar af leiðandi ytri landamærum Evrópusambandsins. Þetta segir Arancha Gonzalez Laya, utanríkisráðherra Spánar. Þannig verður hægt að tryggja opin landamæri Gíbraltar við Spán.
31.12.2020 - 16:56
Skrásetja Spánverja sem afþakka bólusetningu
Spænsk yfirvöld hyggjast halda sérstaka skrá yfir fólk sem neitar að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Þetta upplýsir heilbrigðisráðherrann Salvador Illa. Hann segir að bólusetning gegn veirusjúkdómnum, sem kostað hefur yfir 50.000 Spánverja lífið, sé vissulega ekki skyldubundin, en þau sem fái boð um bólusetningu og afþakki hana verði engu að síður færð til bókar sem óbólusett, rétt eins og þau sem bólusett eru verði skráð sem slík.