Færslur: Spánn

Leiðtogafundur NATO
Tyrkir, Svíar og Finnar funda með Stoltenberg
Leiðtogar Finnlands, Svíþjóðar og Tyrklands hittast á fundi með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Madríd á morgun, daginn sem ársfundur NATO hefst þar í borg og daginn fyrir eiginlegan leiðtogafund bandalagsins.
Madríd
Mótmæltu NATO og stríði og kröfðust friðar
Nokkur þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Madrídar á sunnudag til að mótmæla NATO og stríði og krefjast friðar. Ársfundur Atlantshafsbandalagsins hefst í spænsku höfuðborginni á morgun og stendur fram á fimmtudag en hinn eiginlegi leiðtogafundur hefst á miðvikudag.
27.06.2022 - 03:45
Átján fórust er þúsundir stormuðu spænska hólmlendu
Minnst átján manns úr hópi afrísks flótta- og förufólks lét lífið og á þriðja hundrað manns slasaðist þegar fjöldi fólks freistaði þess að komast inn í spænsku hólmlenduna Melilla á norðurströnd Marokkó í gær. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir spænskum og marokkóskum yfirvöldum.
25.06.2022 - 04:35
Reyna að draga úr drykkjulátum ferðamanna á Mallorca
Fjöldi veitingahúsa á spænsku eyjunni Mallorca hefur tekið upp strangar reglur um klæðaburð viðskiptavina, til þess reyna að draga úr drykkjulátum ferðamanna.
21.06.2022 - 03:38
Sögulegur sigur hægri manna í þingkosningum í Andalúsíu
Íbúar Andalúsíu gengu til kosninga í dag í fjölmennasta sjálfstjórnarhéraði Spánar þar sem búa yfir átta milljónir manna.
19.06.2022 - 23:05
Berjast við að hemja gróðurelda í hitabylgju á Spáni
Miklir gróðureldar hafa geysað á Spáni síðustu daga, en skæð hitabylgja gengur nú yfir vestanvert meginland Evrópu. Veðurspár út mánuðinn benda til þess að júní verði einn sá heitast í landinu í áratugi, en hitatölur víða fóru vel yfir 40 gráður á Spáni í dag. Það telst óvenju mikill hiti á þeim slóðum svo snemma að sumri.
18.06.2022 - 23:39
Hitabylgja gengur yfir meginland Evrópu
Margir viðburðir sem áttu að fara fram í Frakklandi um helgina hafa verið blásnir af vegna hitabylgju sem gengur yfir meginland Evrópu. Aldrei áður hefur mælst eins hár hiti í Frakklandi í júní.
18.06.2022 - 03:15
Skógareldar geisa í Katalóníu
Skógareldar geisa á nokkrum svæðum á Spáni. Hitabylgja hefur riðið yfir landið síðustu daga og hefur hitinn náð allt að 43 gráðum, sem þykir óvenjulegt svo snemma sumars. Stærstu skógareldarnir eru nærri Baldomar í Katalóníu. Fimm hundruð hektarar skógar hafa þegar brunnið og óttast er að eldurinn geti orðið allt að 20.000 hekturum lands að bráð.
16.06.2022 - 10:43
Krefjast rannsóknar á ofbeldi gegn andófskonum
Mannréttindasamtökin Amnesty International krefja stjórnvöld í Marokkó um að rannsaka umsvifalaust ásakanir fimm andófskvenna um ofbeldi öryggissveita ríkisins gegn þeim. Tvær þeirra segja að brotið hafi verið á þeim kynferðislega.
Útlægir Katalónar endurheimta þinghelgi
Dómstóll Evrópusambandsins hefur ákveðið að veita Carles Puigdemont, Evrópuþingmanni og útlægum fyrrverandi forseta Katalóníuhéraðs, og Evrópuþingmönnunum Clöru Ponsati og Antoni Comín, þinghelgi á nýjan leik. Evrópuþingið svipti þau þinghelgi í mars.
Maí óvenju heitur víða á Spáni
Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn heitt á Spáni í maímánuði og þessa dagana. Einhver mesta hitabylgja síðustu ára hefur gengið yfir nokkur héruð landsins.
23.05.2022 - 02:40
Ekki tilefni til aðgerða vegna apabólu
Sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af apabólu hérlendis, enn sem komið er. Fylgjast þurfi vel með stöðunni enda veiran ný í okkar heimshluta. Hún er skyld bólusótt og algengust á afskekktum svæðum í Mið- og Vestur Afríku. Lítið er vitað um hversu skæð veiran kunni að vera.
20.05.2022 - 11:31
Ástralir og fleiri rannsaka tilfelli apabólu
Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð og Ástralíu rannsaka nú hvort apabóla hafi komið upp þar í löndum. Staðfest er að smit hafa komið upp í Bandaríkjunum, á Spáni, Bretlandi og í Portúgal og Kanadamenn eru enn að rannsaka hvort vísbendingar um þrettán smit þar í landi eigi við rök að styðjast.
20.05.2022 - 06:48
Jóhann Karl staddur á Spáni fyrsta sinn í tvö ár
Jóhann Karl, fyrrverandi Spánarkonungur, er staddur í heimalandi sínu í fyrsta sinn síðan hann hélt í sjálfskipaða útlegð fyrir tveimur árum. Þungt er yfir ríkisstjórn Spánar vegna heimsóknarinnar.
20.05.2022 - 05:50
Apabólutilfelli í Portúgal og á Spáni
Um það bil fjörutíu tilfelli af því sem talið er vera apabóluveira hafa greinst á Spáni og í Portúgal. Bretar greindu frá sjö tilfellum veikinnar í síðasta mánuði.
19.05.2022 - 00:30
Erlent · Afríka · Evrópa · Heilbrigðismál · Náttúra · Tækni og vísindi · apabóla · Spánn · Portúgal · Bretland · Veirur · Madrid · Lissabon · apar · nagdýr · Kongó · dropasmit · bólusótt
Yfirmaður spænsku leyniþjónustunnar rekinn
Yfirmaður spænsku leyniþjónustunnar var rekinn úr starfi í dag eftir að í ljós kom að farsímar fjölda stjórnmálamanna voru hleraðir, þar á meðal sími forsætisráðherrans. Málið veldur togstreitu milli stjórnvalda í Madríd og heimastjórnarinnar í Katalóníu.
10.05.2022 - 16:17
Lifnar yfir ferðaþjónustunni á Spáni
Fjöldi erlendra ferðamanna sem lögðu leið sína til Spánar á fyrstu þremur mánuðum ársins áttfaldaðist frá sama tíma í fyrra. Stjórnendur ferðamála segjast vongóðir um að atvinnugreinin sé að rétta úr kútnum eftir erfið ár af völdum heimsfaraldursins.
05.05.2022 - 16:49
Gögnum stolið úr farsímum spænskra ráðherra
Tölvuglæpamönnum tókst með njósnaforritinu Pegasus að brjótast ínn í farsíma Pedros Sánchez, forsætisráðherra Spánar og Margaritu Robles varnarmálaráðherra. Enn er ekki ljóst hvort þeir komust yfir viðkvæmar upplýsingar.
02.05.2022 - 13:02
Vinstrimenn geta ráðið úrslitum á sunnudaginn
Luiz Inacio Lula da Silva, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Brasilíu, hvetur franska kjósendur til að sigrast á stjórnmálaöflum lengst til hægri með því að flykkjast um Emmanuel Macron núverandi forseta. Stjórnmálaskýrendur telja að niðurstöður seinni umferðar forsetakosninganna séu í höndum vinstrimanna.
Handtaka vegna rannsóknar á sprengingunni í Beirút
Portúgali var handtekinn í Suður-Ameríkuríkinu Síle í gær en alþjóðalögreglan Interpol hafði leitað hans vegna rannsóknar á sprengingunni miklu í Beirút, höfuðborg Líbanon, árið 2020.
Fresta framsali á „Kjúklingnum“ til Bandaríkjanna
Landsréttur á Spáni hefur frestað framsali á Hugo Armando Carvajal, fyrrverandi yfirmann leyniþjónustu hersins í Venesúela til Bandaríkjanna. Þar er hann eftirlýstur grunaður um stórfelld fíkniefnabrot.
25.03.2022 - 16:36
Sjónvarpsfrétt
Óku 6.000 km til að koma fólki á flótta til hjálpar
Spænskir leigubílstjórar hafa ekki látið sitt eftir liggja vegna neyðarinnar í Úkraínu. Hópur þeirra ók um sex þúsund kílómetra til að koma Úkraínumönnum á flótta til Spánar.
18.03.2022 - 19:35
Hjóla í flugfélag sem ítrekað aflýsti heimferð
Hópur kvenna í hjólaferð á Spáni hefur ekki komist heim þrátt fyrir að brottför hafi verið áætluð á mánudag með spænska flugfélaginu Vueling. Þórdís Rósa Sigurðardóttir, ein kvennanna, segist ósátt með biðina og skýringar flugfélagsins.
17.03.2022 - 19:14
30 handtökur og 40 rassíur vegna kókaínsmyglhrings
Lögregluembætti í Suður-Ameríku og Evrópu gerðu rassíur á fjörutíu stöðum og handtóku um þrjátíu manns í Brasilíu og á Spáni í vikunni í tengslum við umfangsmikla lögregluaðgerð á vegum Europol. Hald var lagt á mikið magn fíkniefna, skotvopna og reiðufjár.
18.02.2022 - 10:26
Spænskur togari sökk við Kanada: 10 fórust og 11 saknað
Tíu fórust þegar spænskur togari sökk undan austurströnd Kanada í gærmorgun og ellefu skipverja er enn saknað. Kanadískt björgunarlið staðfesti í kvöld að tíu lík hafi fundist. Þremur skipverjum var bjargað en ellefu þeirra er enn leitað, að sögn Isabel Rodriguez, talskonu spænskra stjórnvalda.
16.02.2022 - 00:47