Færslur: Spánn

Spánn
Freista þess að bjarga hundum úr eldgosi með dróna
Drónafyrirtæki á Spáni fékk í gær leyfi frá yfirvöldum til að freista þess að bjarga fjórum hundum sem eru fastir á eldgosasvæðinu á Kanaríeyjunni La Palma. Eldgosið hófst 19. september og hafa hundarnir verið fastir síðan í bænum Toduque. Smærri drónar hafa verið nýttir til að koma mat til hundanna.
20.10.2021 - 10:54
Gosið á Kanaríeyjum mánaðargamalt
Einn mánuður er síðan eldgos hófst á Kanaríeyjunni La Palma. Það hefur valdið miklu tjóni og þúsundir eyjarskeggja hafa orðið að flýja að heiman. Jarðvísindamenn segja ógerlegt að spá fyrir um endalok þess. 
19.10.2021 - 15:56
Erlent · Evrópa · Spánn · kanaríeyjar · eldgos · La Palma
Myndskeið
Kvenkyns rithöfundur reyndist vera þrír karlmenn
Spænski bókmenntaheimurinn varð fyrir nokkru áfalli þegar í ljós kom að glæpasagnahöfundurinn Carmen Mola reyndist allt önnur en talið var. Þetta kom í ljós þegar hin virtu Planeta-bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Barcelona á föstudaginn var.
18.10.2021 - 10:09
Sósíalistar lofa - aftur - að útrýma vændi á Spáni
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hét því í gær að binda enda á vændissölu í landinu. Í lokaræðu sinni á þriggja daga flokksþingi Sósíalista, sem haldið var í Valencia, sagði Sanchez að með vændi væru konur í raun hnepptar í þrældóm. Bann við vændi var á stefnuskrá flokksins fyrir kosningarnar 2019.
18.10.2021 - 03:27
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Spánn · vændi
Yfir 1.800 byggingar horfnar undir hraun á La Palma
Rauðglóandi hraunelfar steypast enn niður hlíðar Kanaríeyjunnar La Palma, rúmum fjórum vikum eftir að gos hófst í eldfjallinu Cumbre Vieja. Á þessum tíma hafa 1.817 byggingar horfið undir hraunflauminn og eyðilagst samkvæmt frétt á spænsku sjónvarpsstöðinni RTVE, og hafa þá 269 byggingar farið undir hraun frá því síðast var talið.
17.10.2021 - 03:15
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Spánn · kanaríeyjar · eldgos
Fimm handteknir fyrir að undirbúa hryðjuverk á Spáni
Spænska lögreglan hefur handtekið fimm menn í Madríd og Barcelona, sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru allir alsírskir ríkisborgarar og eru þeir taldir meðlimir í sveit Íslamska ríkisins.
14.10.2021 - 11:17
Hundruð til viðbótar verða að forða sér
Sjö til átta hundruð íbúum Kanaríeyjarinnar La Palma var í dag skipað að forða sér að heiman vegna hraunstraums frá eldfjallinu Cumbre Vieja. Hraunið hefur þegar eyðilagt tólf hundruð íbúðarhús og aðrar byggingar á eyjunni. Það þekur orðið sex hundruð hektara og virðist ekkert lát á straumnum.
12.10.2021 - 17:01
Myndband
Ekkert lát á gosinu og 1.100 hús undir hrauni
Ekkert lát er á eldgosinu á eyjunni La Palma sem tilheyrir Kanaríeyjum. Gosið hófst fyrir þremur vikum, 19. september. Ný sprunga myndaðist í norðurhluta fjallsins Cumbre Vieja á laugardag og hafa yfirvöld fylgst náið með nýrri hrauná sem rennur þaðan og bætir enn á eyðilegginguna sem var mikil fyrir. Talið er að um 1.100 hús séu ónýt vegna gossins.
11.10.2021 - 13:31
Poppstjörnur og fótboltamenn eru í Pandora skjölunum
Nafn kólumbísku söngkonunnar Shakiru kemur fyrir í Pandora skjölunum, en það á einnig við um margar aðrar stjörnur. Pandora skjölin koma frá fjórtán aflandsþjónustufyrirtækjum og afhjúpa meðal annars fjármál og vafasöm milljarðaviðskipti fyrrverandi eða núverandi þjóðarleiðtoga og kaupsýslumanna.
05.10.2021 - 00:34
Puigdemont lofar að mæta til réttarhalda í október
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu á Spáni og Evrópuþingmaður kveðst snúa aftur til Belgíu á mánudag. Hann heitir því að snúa aftur til Ítalíu til að vera viðstaddur þinghald í byrjun október um framsal til Spánar.
Fella niður flug til La Palma vegna eldgossins
Búið er að loka flugvellinum á spænsku eyjunni La Palma vegna eldgoss. Það hófst á sunnudag og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín. Þykkan reyk leggur í allt að fjögurra kílómetra hæð yfir gígunum. Yfirvöld á eyjunni, sem tilheyrir Kanaríeyjum, lýstu þvi yfir í dag að ógerningur væri að leyfa flugumferð eins og staðan er. Einnig er hægt að komast frá eyjunni sjóleiðina.
25.09.2021 - 19:13
Puigdemont handtekinn á Ítalíu
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu á Spáni og Evrópuþingmaður, var handtekinn á Ítalíu í kvöld. Puigdemont hefur verið í útlegð í Belgíu frá árinu 2017, þegar hann flúði land eftir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins í óþökk spænska ríkisins.
Óttast að eiturgufur berist frá gosinu á Kanaríeyjum
Hraun flæðir enn úr fjallinu Rajada á eyjunni La Palma á Spáni í átt að sjó. Áhyggjur eru af því að eiturgufur leysist úr læðingi þegar hraunið flæðir í sjóinn og að sprengingar verði.
21.09.2021 - 22:30
Ný gossprunga opnaðist á La Palma
Yfirvöld á Kanaríeyjunni La Palma hafa rýmt um fjörutíu íbúðarhús í bænum El Paso eftir að ný sprunga opnaðist í eldfjallinu Cumbre Vieja og hraun tók að vella út úr henni. Á sjöunda þúsund íbúar eyjarinnar hafa orðið að forða sér eftir að eldgos hófst á sunnudag.
21.09.2021 - 16:27
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Spánn · eldgos · kanaríeyjar
Heldur virðist hafa dregið úr gosinu á La Palma
Heldur virðist hafa dregið úr krafti eldgossins í fjallinu Rajada á La Palma í Kanaríeyjaklasanum. Gosið hófst á sunnudag og hefur þegar valdið talsverðu eignatjóni.
21.09.2021 - 04:41
Erlent · Hamfarir · eldgos · kanaríeyjar · La Palma · Evrópa · Afríka · Pedro Sanchez · Spánn
Forsætisráðherra Spánar heimsækir La Palma
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er kominn til La Palma á Kanaríeyjum þar sem eldgos hófst í fjallinu Rajada í gær.
20.09.2021 - 07:55
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Spánn · eldgos
Myndskeið
Eldgos hafið á Kanaríeyjum
Eldgos er hafið í Rajada eldfjallinu sem er nærri bænum El Paso á eyjunni La Palma á Kanaríeyjum. Þórarinn Einarsson, sem er í fríi í bænum, hefur fylgst með gosinu. Hann segir að hættan virðist vera meiri af hugsanlegum skógareldum að svo stöddu en af hrauninu sjálfu.
19.09.2021 - 15:18
Viðræður hefjast milli Spánarstjórnar og Katalóna
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, fundar með Pere Aragones leiðtoga heimastjórnar Katalóníu á morgun, miðvikudag um samband héraðsins við ríkisstjórnina í Madrid. Ekki er talið að viðræðurnar skili árangri enda eru sjónarmið nánast óásættanleg.
Mörg hundruð flýja skógarelda á Spáni
Um tvö þúsund íbúar bæja og þorpa í Andalúsíu á Spáni hafa orðið að flýja heimili sín undanfarna daga vegna skógarelda í héraðinu. Spænska stjórnin hefur sent herinn til þess að aðstoða við slökkvistörf.
13.09.2021 - 00:43
Erfiðar aðstæður tefja slökkvistarf á Spáni
Óstöðugir vindar, torfært landslag og mikill hiti tefja baráttu slökkviliðs við skógarelda sem nú geisa á sunnanverðum Spáni. Grunur leikur á að eldarnir hafi verið kveiktir af ásetningi enda komu þeir upp á nokkrum stöðum samtímis.
10.09.2021 - 12:45
Erlent · Hamfarir · Náttúra · Umhverfismál · Veður · Spánn · Evrópa · Skógareldur · Malaga · íkveikja · Bruni · Bretar · ferðamenn · Þurrkur
Fyrrum leyniþjónustuforingi handtekinn á Spáni
Spænska lögreglan tilkynnti í gær að hún hafi handtekið Hugo Armando Carvajal, fyrrverandi yfirmann leyniþjónustu hersins í Venesúela. Carvajal er eftirlýstur í Bandaríkjunum, grunaður um stórfelld fíkniefnabrot.
Myndskeið
Hamfaraflóð á Spáni
Spænsk yfirvöld leggja nú allt kapp á hreinsunaraðgerðir í kjölfar þess að úrhellisrigningar orsökuðu mikil flóð sem skoluðu burt bílum, fylltu heimili með vatnsleðju og slógu út rafmagni í austurhluta landsins.
02.09.2021 - 14:15
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Spánn
Úrhellisrigning og flóð valda usla á Spáni
Gríðarlegt úrhelli olli flóðum á Spáni í dag, þúsundir voru án rafmagns auk þess sem loka þurfti vegum og járnbrautarlínum. Símasamband var einnig að skornum skammti.
02.09.2021 - 01:45
Erlent · Hamfarir · Náttúra · Umhverfismál · Veður · Spánn · Katalónía · Flóð · úrhelli · Rigning · Pedro Sanchez · Madrid · samgöngur
Katalónsk yfirvöld vilja framlengja útgöngubann
Heimastjórnin í Katalóníu á Spáni fer fram á leyfi til að framlengja útgöngubann sem dómstóll ógilti fyrr í vikunni. Einkum er horft til fjölmennustu borga sjálfstjórnarsvæðisins.
Tugir drukknuðu milli Afríku og Kanaríeyja
Fullvíst þykir að tugir flótta- og förufólks hafi drukknað í sjónum milli Afríkustranda og Kanaríeyja í vikunni. Einni konu var bjargað á fimmtudag en um fjörutíu til viðbótar er saknað og eru þau talin af.
20.08.2021 - 06:22