Færslur: Spánn

Segir þrjár milljónir Spánverja hafa sýkst
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, segir að ein milljón Spánverja hafi ekki sýkst af kórónuveirunni, heldur þrjár milljónir. Mótefnamælingar hefðu leitt í ljós að mun fleiri smituðust í upphafi farsóttarinnar en áður var talið.
23.10.2020 - 15:05
Yfir milljón kórónuveirusmit á Spáni
Kórónuveirusmitin eru komin yfir eina milljón á Spáni. Síðastliðinn sólarhring voru staðfest smit tæplega sautján þúsund og eru þar með orðin rúmlega ein milljón og fimm þúsund. Hið fyrsta var greint 31. janúar á La Gomera, einni Kanaríeyja.
21.10.2020 - 17:52
Frakkar setja á útgöngubann um nætur
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í ávarpi nú rétt í þessu að frá og með næsta laugardegi verði í gildi útgöngubann í París og átta öðrum borgum, frá klukkan níu að kvöldi til sex að morgni. Bannið verður í gildi í fjórar vikur og tilgangurinn með því er að stemma stigu við mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19.
14.10.2020 - 18:34
Börum og veitingahúsum lokað í Katalóníu
Börum og veitingahúsum verður lokað í Katalóníu frá og með föstudegi til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar, það því er Pere Aragones, bráðabirgðaleiðtogi heimastjórnarinnar heimastjórnarinnar tilkynnti í dag. Lokunin varir í fimmtán daga að minnsta kosti. Aragones kvaðst harma að þurfa að grípa til þessara ráðstafana, en þær væru nauðsynlegar í ljósi ástandsins.
14.10.2020 - 14:07
Krefst handrita og afsökunarbeiðni frá páfa
Forseti Mexíkó krefur páfagarð um afsökunarbeiðni vegna þáttar kaþólsku kirkjunnar í kúgun innfæddra þegar Spánverjar réðust inn í landið fyrir 500 árum. Krafan er lögð fram í tveggja síðna bréfi sem Andres Manuel Lopez Obrador sendi Frans páfa í byrjun mánaðarins. Þar biður hann einnig um að fá handrit að láni sem Spánverjar höfðu með sér og eru geymd í bókasafni Vatíkansins.
11.10.2020 - 07:50
Metfjöldi flóttafólks nær landi á Kanaríeyjum
Yfir eitt þúsund flóttamenn frá Afríku hafa náð landi á Kanaríeyjum undanfarna tvo sólarhringa. Annar eins fjöldi flóttafólks hefur ekki sést á eyjunum í meira en áratug.
Stefnir í neyðarástand í Madríd
Ríkisstjórn Spánar hefur verið boðuð til skyndifundar í dag til að ræða hvort lýsa skuli yfir neyðarástandi í Madríd vegna kórónuveirufaraldursins. Landsréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hefðu ekki haft heimild til að lýsa yfir ferðabanni til og frá borginni til að takmarka útbreiðslu veirunnar. Slíkt bryti gegn mannréttindum íbúanna. Einungis borgarstjórnin sjálf hefði lögsögu til að setja á ferðabann.
09.10.2020 - 09:03
Boða strangar ferða- og samkomutakmarkanir í Madríd
Spænska ríkisstjórnin boðar ferðabann til og frá höfuðborginni Madríd og næsta nágrenni hennar, og strangar ferða- og samkomutakmarkanir innan sama svæðis. Samkvæmt þeim mega milljónir Madrídinga og nágranna ekki fara út fyrir borgarmörkin og utanaðkomandi ekki heimsækja borgina, nema brýna nauðsyn beri til. Þá mega ekki fleiri en sex koma saman á einum stað. Borgaryfirvöld mótmæla og segja aðgerðirnar, sem ætlað er að stemma stigu við aukinni útbreiðslu kórónaveirunnar, ekki standast lög.
01.10.2020 - 01:47
Borgaraþjónustan sinnir enn máli veiku Íslendinganna
Öll venjubundin aðstoð borgarþjónustu utanríkisráðuneytisins er áfram veitt þeim tveimur Íslendingum sem liggja veikir með COVID-19 á Kanaríeyjum. Þetta kemur fram í samtali fréttastofu við upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.
30.09.2020 - 12:26
Myndskeið
600 þúsund ferðaþjónustufyrirtæki á barmi gjaldþrots
Eitt af hverjum fimm ferðaþjónustufyrirtækjum í Evrópu er á barmi gjaldþrots vegna kórónuveirufaraldursins að mati sérfræðinga. Aðgerðir hafa verið hertar enn frekar víða í Evrópu.
28.09.2020 - 22:10
Quim Torra sviptur forsetaembætti
Hæstiréttur Spánar staðfesti í dag niðurstöðu undirréttar um að Quim Torra, forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu, sé óhæfur til að gegna embættinu. Hann er sagður hafa óhlýðnast landsstjórninni í Madríd.
28.09.2020 - 16:32
Heimskviður
Uppgjörið við Franco
Í fyrra voru liðin 80 ár frá lokum borgarastríðsins á Spáni. Það stóð í 3 ár og var blóðugt og sorglegt. Við tók 36 ára valdatíð Francos einsræðisherra, sem var ekki síður blóðug. Þjóðinni hefur tekist vel að feta einstigið frá einræði til lýðræðis, en svo virðist sem mikið uppgjör eigi sér nú stað við valdatíð Francos. Heimskviður brugðu sér til Sánar og tóku uppgjörið við Franco-tímann fyrir í síðasta þætti.
27.09.2020 - 08:30
Aðgerðir gegn veirunni hertar í Madríd
Sóttvarnaaðgerðir í Madríd og nágrenni verða hertar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar að undanförnu. Til stendur að leita aðstoðar spænska hersins við skimun og sótthreinsun.
23.09.2020 - 16:39
Útgöngubann víða í Madríd - 1.000 smit á hverja 100.000
Útgöngubann tekur gildi í 37 hverfum í Madríd, höfuðborg Spánar, á mánudag. Þar er nýgengi smita um 1.000 á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar er nýgengið hér á landi nú tæplega 42 smit á hverja 100.000 íbúa. 
19.09.2020 - 19:39
Spegillinn
Heimilisofbeldi meinsemd í spænsku samfélagi
Meirihluti allra kvenna á Spáni hefur verið beittur ofbeldi af karlmanni einhvern tímann á lífsleiðinni. 40 prósent kvenna hafa verið áreittar kynferðislega og í meirihluta tilfella þekkja konurnar ofbeldismanninn. Jafnréttisráðuneytið á Spáni kynnti niðurstöður viðamikillar könnunar í lok síðustu viku undir titlinum „Ofbeldi gegn konum“. Ráðuneytið ætlar að grípa til aðgerða til að ráðast til atlögu við þessa meinsemd í spænsku samfélagi.
18.09.2020 - 07:14
Réttarhöld um framtíð Torra hafin
Réttarhöld yfir Quim Torra, forseta Katalóníu, hófust í hæstarétti Spánar í dag. Torra var dæmdur í eins og hálfs árs útilokun frá þátttöku í stjórnmálum á efra dómstigi í Katalóníu í desember síðastliðnum. Úrskurðinum var áfrýjað til hæstaréttar, þar sem endanlegur úrskurður bíður forsetans.
17.09.2020 - 14:56
Dæmdur í 133 ára fangelsi
Dómstóll á Spáni dæmdi í dag fyrrverandi ofursta í her El Salvador, Inocente Orlando Montano Morales að nafni, í 133 ára fangelsi fyrir að hafa fyrirskipað morð á fimm jesúítaprestum síðla árs 1989. Herforinginn fyrrverandi var einnig ákærður fyrir þrjú morð til viðbótar, en var ekki sakfelldur vegna þeirra.
Metfjöldi smita á Spáni
Hátt í tíu þúsund og átta hundruð kórónuveirusmit greindust á Spáni síðastliðinn sólarhring. Þau hafa ekki verið fleiri á einum degi þar í landi frá því að farsóttin braust þar út, að því er kemur fram í frétt spænska dagblaðsins El Pais. Þrátt fyrir að önnur bylgja faraldursins sé á uppleið tóku skólar að nýju til starfa í þessari viku eftir að hafa verið lokaðir síðastliðna sex mánuði.
11.09.2020 - 10:41
Spegillinn
Spritt og grímur í skólum á Spáni
Rúmlega átta milljónir spænskra barna og unglinga setjast aftur á skólabekk í þessari viku eftir að hafa verið heima í hálft ár. Gríðarlegar varúðarráðstafanir eru í öllum skólum landsins vegna COVID-19 farsóttarinnar og mikið álag á kennurum í menntakerfi sem hefur verið fjársvelt árum saman.
11.09.2020 - 07:14
Spánverjar kalla út herlið vegna útbreiðslu COVID-19
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti í dag að herlið yrði sent út til aðstoðar í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ekki þó til að ráðast gegn veirunni sjálfri, heldur til þess að ná til þeirra sem óttast er að hafi smitast.
25.08.2020 - 15:23
Veruleg fjölgun nýrra smita í Frakklandi
Kórónuveirusmitum fjölgar hratt í Frakklandi og greindust 4.800 ný tilfelli síðsta sólarhring. Eru það um eittþúsund fleiri en daginn áður og er þetta í fyrsta skipti frá því í maí að yfir 4.000 ný smittilfelli greinast á einum degi.
20.08.2020 - 23:49
Koeman á að koma Börsungum á beinu brautina á ný
Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, verður að öllu óbreyttu næsti knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Barcelona, sem rak forvera hans Quique Setien á mánudag, daginn eftir að liðið galt sögulegt afhroð gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu, þegar það tapaði fyrir þýsku meisturunum með tveimur mörkum gegn átta.
19.08.2020 - 06:16
Erlent · Evrópa · Íþróttir · Fótbolti · Spánn · Holland
Breskir ferðamenn þurfa að flýta heimför sinni
Nú styttist í að breskir ferðamenn þurfi að flýta för sinni heim frá Frakklandi og Hollandi. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að þau ríki væru tekin af lista yfir örugg lönd, vegna aukinnar útbreiðslu Covid-19.
14.08.2020 - 08:14
Myndskeið
Spánarferðir felldar niður - aflýst fyrir tvo milljarða
Öllum flugferðum frá Íslandi til meginlands Spánar með íslenskum ferðaskrifstofum hefur verið aflýst frá 20. ágúst og fram í október. Stóru ferðaskrifstofurnar þrjár hafa aflýst ferðum að verðmæti tæpum tveimur milljörðum til þessa vegna COVID-19.
13.08.2020 - 19:00
Banna reykingar á almannafæri vegna COVID
Yfirvöld í Galisíu á Spáni hafa nú bannað reykingar á almannafæri vegna ótta við að reykingarnar kunni að auka hættuna á kórónuveirusmiti. Eru reykingar nú bannaðar í héraðinu á götum úti og á veitingastöðum og börum í þeim tilfellum þar sem fjarlægðartakmörkum verður ekki við komið.
13.08.2020 - 17:31
 · Spánn · Kórónuveiran · COVID-19 · Reykingar