Færslur: Spánn

Frosthörkur á Spáni
Miklar frosthörkur torvelda snjómokstur eftir mikið fannfergi um miðbik Spánar og austanvert landið um helgina. Spænska ríkissjónvarpið sagði í morgun að í Guadalajara hefði frostið mælst 33,6 stig í nótt. Í höfuðborginni Madrid hefði verið nærri ellefu stiga frost.
12.01.2021 - 12:05
Erlent · Evrópa · Spánn
Fjögur létust í stórhríð og stormi á Spáni
Fjögur dauðsföll hafa verið rakin til mikils storms sem gekk yfir stóran hluta Spánar á föstudag og laugardag. Umferð bíla, lesta og flugvéla gekk öll úr skorðum inn til landsins, þar sem stormurinn Filomena fór yfir sem hríðarbylur. Mikið öngþveiti myndaðist í og umhverfis höfðuborgina Madríd, þar sem spáð var 20 sentímetra jafnföllnum snjó á laugardag.
10.01.2021 - 01:19
Erlent · Evrópa · Veður · Spánn · Óveður
Ákveða að fella Gíbraltar inn í Schengen-svæðið
Gíbraltar verður hluti af Schengen-svæðinu og þar af leiðandi ytri landamærum Evrópusambandsins. Þetta segir Arancha Gonzalez Laya, utanríkisráðherra Spánar. Þannig verður hægt að tryggja opin landamæri Gíbraltar við Spán.
31.12.2020 - 16:56
Skrásetja Spánverja sem afþakka bólusetningu
Spænsk yfirvöld hyggjast halda sérstaka skrá yfir fólk sem neitar að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Þetta upplýsir heilbrigðisráðherrann Salvador Illa. Hann segir að bólusetning gegn veirusjúkdómnum, sem kostað hefur yfir 50.000 Spánverja lífið, sé vissulega ekki skyldubundin, en þau sem fái boð um bólusetningu og afþakki hana verði engu að síður færð til bókar sem óbólusett, rétt eins og þau sem bólusett eru verði skráð sem slík.
Messi bætti 46 ára gamalt met Pelés
Lionel Messi, sá mikli markahrókur, sló í gær áratugagamalt met Brasilíumannsins Pelés, þegar hann skoraði 644. mark sitt fyrir Barcelona. Þar með hefur hann skorað fleiri mörk fyrir eitt og sama liðið en nokkur maður annar.
23.12.2020 - 03:18
Ferðamenn sagðir velkomnir til Tenerife
Svo virðist sem hertar sóttvarnaaðgerðir á Tenerife hafi ekki áhrif á komur ferðamanna til landsins. Rúmlega 230 Íslendingar eiga bókað far með ferðaskrifstofunni Vita til Tenerife á þriðjudag í næstu viku. 
17.12.2020 - 12:15
Frelsuðu rúmlega 20 manns úr þrælakistu á Spáni
Lögregla á Spáni bjargaði á dögunum hópi farandverkafólks úr hörmulegum aðstæðum í vöruskemmu í bænum Fuente Álamo í Murcia-héraði. Í tilkynningu lögreglu segir að fólkið hafi verið neytt til að vinna langa vinnudaga við ömurlegan aðbúnað í flokkunarstöð fyrir notuð föt, sem safnað er á Spáni og seld til Afríku. Fyrir stritið fengu þau greiddar tvær evrur á tímann, um þrjú hundruð krónur íslenskar.
Minnst tveir fórust í eldsvoða í Badalona
Að minnsta kosti tveir fórust og sautján slösuðust í eldi í vörugeymslu í Badalona í Katalóníu, norður af Barcelona. Eldurinn blossaði þar upp í nótt og var fjölmennt slökkvilið þar enn við störf í morgunsárið, en óttast var að byggingin hryndi.
10.12.2020 - 08:16
Sárafátækt gæti blasað við vegna COVID-19
Alþjóðabankinn áætlar að sárafátækt blasi við 150 milljónum manna á næsta ári. Átta af hverjum tíu er talið að verði íbúar landa sem búa við miðlungs afkomu og búi í borgum. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett líf milljóna jarðarbúa úr skorðum og fjöldinn allur hefur misst vinnuna og lífviðurværi sitt.
02.12.2020 - 04:16
Nýtt sjúkrahús reist á þremur mánuðum
Nýtt sjúkrahús var tekið í notkun í Madríd í dag, þremur mánuðum eftir að byggingaframkvæmdir hófust. Þar verður pláss fyrir meira en eitt þúsund sjúklinga meðan neyðarástand ríkir vegna COVID-19 farsóttarinnar.
01.12.2020 - 16:06
Minnst átta drukknuðu við strönd Lanzarote
Minnst átta fórust þegar bát fullum af flótta- og förufólki hvolfdi skammt frá strönd Kanaríeyjunnar Lanzarote á þriðjudag. Tuttugu og átta var bjargað í land, nokkurra er enn saknað en ekki vitað með vissu hversu mörg þau eru. Fjögur lík fundust strax á þriðjudag og fjögur til viðbótar í gær, miðvikudag. Bátnum hvolfdi rétt áður en hann náði landi í sjávarplássinu Orzola á norðurodda Lanzarote.
26.11.2020 - 04:30
Mannskaði við Kanaríeyjar
Fjórir hafa fundist látnir eftir að báti flóttamanna og hælisleitenda hvolfdi nærri Kanaríeyjum í gær, skammt norður af eynni Lanzarote. Nokkurra er saknað, en um þrjátíu og fimm voru í bátnum.
25.11.2020 - 11:53
Á Spáni býðst öllum bólusetning án endurgjalds
Framlínustarfsfólk, íbúar og starfsfólk elli- og hjúkrunarheimila og sambýla mikið fatlaðs fólks verða í forgangi þegar bólusetning við COVID-19 hefst á Spáni. Öllum mun þó standa bólusetning til boða með tíð og tíma, og verður hún gjaldfrjáls. Þetta tilkynnti Salvador Illa, heilbrigðisráðherra Spánar að loknum ríkisstjórnarfundi í gær, þar sem farið var yfir bólusetningaráætlun stjórnarinnar.
25.11.2020 - 05:43
Spænskir bankar sameinast
Undanfarnar vikur og mánuði hafa nokkrir bankar á Spáni sameinast, til að mynda sameinuðust Caixa og Bankia í september en hinn sameinaði banki verður sá stærsti í landinu.
22.11.2020 - 05:27
Erlent · Spánn · Evrópa · COVID-19 · Bankar · Fjármál · Barcelona
Fréttaskýring
Hvert komumst við og hvað gerum við svo?
Þau sem ráða hér lögum og reglum hvetja okkur Íslendinga að ferðast ekki til áhættusvæða að óþörfu. Skilgreind áhættusvæði: Heimurinn allur. Handan við hornið er jólahátíðin 2020, sem verður sennilega lengi höfð í minnum okkar flestra. En samkomutakmarkanir, grímuskylda, boð og bönn eru ekki bundin við Ísland, heldur gilda sóttvarnarreglur í öllum þeim löndum sem Íslendingar hafa sótt heim yfir hátíðarnar. Þeim skal fylgja, ef maður á annað borð kemst inn í landið.
16.11.2020 - 17:53
Mikill niðurskurður hjá stærsta banka Spánar
Santander bankinn á Spáni tilkynnti stéttarfélögum starfsfólksins í dag að fækkað yrði um fjögur þúsund störf hjá fyrirtækinu. Um það bil eitt þúsund starfsmenn til viðbótar verða færðir til. Samkvæmt úttekt á þjónustunni er útlit fyrir að viðskipti sem fara fram í bönkum fyrirtækisins dragist saman um helming á næstu tveimur árum.
13.11.2020 - 16:33
1.600 flóttamenn til Kanaríeyja um helgina
Yfir 1.600 flóttamenn sigldu frá Afríku til Kanaríeyja um helgina að sögn spænskra yfirvalda. Í gær komu um þúsund flóttamenn á land í tuttugu illa búnum bátum. Einum var þegar í stað komið á sjúkrahús með þyrlu eftir að hann kom í land. Viðbragðsaðilar sóttu lík um borð í bát sem kom að landi á El Hierro. Vitað er af 414 sem hafa látið lífið við að reyna að komast þessa leið það sem af er ári.
08.11.2020 - 23:11
Erlent · Afríka · Evrópa · Flóttamenn · Spánn
Spegillinn
Spánverjar mótmæla takmörkunum vegna Covid
Ferðatakmörkunum og útgöngubanni á Spáni var mótmælt í að minnsta kosti 15 borgum víðs vegar um landið um helgina. Meira en 60 mótmælendur voru handteknir og á annan tug lögreglumanna slasaðist í mótmælunum.
03.11.2020 - 11:49
Spánverjar mótmæla Covid-takmörkunum
Lögregla hefur handtekið tugi manna í mótmælum á Spáni síðustu tvo daga. Mótmælendurnir telja frelsi sitt skert vegna nýrra ráðstafana í COVID-19 faraldrinum.
01.11.2020 - 18:21
Segir þrjár milljónir Spánverja hafa sýkst
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, segir að ein milljón Spánverja hafi ekki sýkst af kórónuveirunni, heldur þrjár milljónir. Mótefnamælingar hefðu leitt í ljós að mun fleiri smituðust í upphafi farsóttarinnar en áður var talið.
23.10.2020 - 15:05
Yfir milljón kórónuveirusmit á Spáni
Kórónuveirusmitin eru komin yfir eina milljón á Spáni. Síðastliðinn sólarhring voru staðfest smit tæplega sautján þúsund og eru þar með orðin rúmlega ein milljón og fimm þúsund. Hið fyrsta var greint 31. janúar á La Gomera, einni Kanaríeyja.
21.10.2020 - 17:52
Frakkar setja á útgöngubann um nætur
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í ávarpi nú rétt í þessu að frá og með næsta laugardegi verði í gildi útgöngubann í París og átta öðrum borgum, frá klukkan níu að kvöldi til sex að morgni. Bannið verður í gildi í fjórar vikur og tilgangurinn með því er að stemma stigu við mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19.
14.10.2020 - 18:34
Börum og veitingahúsum lokað í Katalóníu
Börum og veitingahúsum verður lokað í Katalóníu frá og með föstudegi til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar, það því er Pere Aragones, bráðabirgðaleiðtogi heimastjórnarinnar heimastjórnarinnar tilkynnti í dag. Lokunin varir í fimmtán daga að minnsta kosti. Aragones kvaðst harma að þurfa að grípa til þessara ráðstafana, en þær væru nauðsynlegar í ljósi ástandsins.
14.10.2020 - 14:07
Krefst handrita og afsökunarbeiðni frá páfa
Forseti Mexíkó krefur páfagarð um afsökunarbeiðni vegna þáttar kaþólsku kirkjunnar í kúgun innfæddra þegar Spánverjar réðust inn í landið fyrir 500 árum. Krafan er lögð fram í tveggja síðna bréfi sem Andres Manuel Lopez Obrador sendi Frans páfa í byrjun mánaðarins. Þar biður hann einnig um að fá handrit að láni sem Spánverjar höfðu með sér og eru geymd í bókasafni Vatíkansins.
11.10.2020 - 07:50
Metfjöldi flóttafólks nær landi á Kanaríeyjum
Yfir eitt þúsund flóttamenn frá Afríku hafa náð landi á Kanaríeyjum undanfarna tvo sólarhringa. Annar eins fjöldi flóttafólks hefur ekki sést á eyjunum í meira en áratug.