Færslur: Spánn

Spánverjar opna landamærin í júlí
Spánverjar ætla að opna landamærin sín aftur fyrir ferðamönnum í júlí. Pedro Sanchez forsætisráðherra tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag.
23.05.2020 - 16:04
Grikkir opna landið fyrir ferðafólki á ný
Ferðamannatíminn hefst að nýju í Grikklandi 15. júní. Frá fyrsta júlí verður millilandaflug heimilað að nýju til helstu ferðamannastaða landsins. Heimilt verður að opna flugvelli á Ítalíu eftir næstu mánaðamót.
20.05.2020 - 17:58
Elsti Spánverjinn sigrast á COVID-19
Maria Branyas frá Spáni er ein fjölmargra sem hefur sigrast á kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Hún lifði einnig spænsku veikina svokölluðu af, þegar hún var 11 ára gömul, spænska borgarastríðið og tvær heimsstyrjaldir svo eitthvað sé nefnt.
13.05.2020 - 02:14
Aukið atvinnuleysi á Spáni
Atvinnulausum fjölgaði um 282.000 á Spáni í síðasta mánuði vegna hruns í ferðaþjónustu af völdum kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá spænska atvinnumálaráðuneytinu.
05.05.2020 - 10:40
Dauðsföll vegna COVID-19 ekki verið færri síðan í mars
Dauðsföll vegna COVID-19 hafa ekki verið færri á einum sólarhring á Ítalíu, Spáni og í Frakklandi síðan í mars. 135 létust af völdum COVID-19 í Frakklandi síðastliðinn sólarhring. 164 létust á Spáni en tala látinna hefur ekki verið lægri þar síðan um miðjan marsmánuð. 174 létust á Ítalíu og hafa dauðsföll ekki verið færri á einum degi í tvo mánuði.
03.05.2020 - 23:18
Grímuskylda í almenningssamgöngum á Spáni
Frá og með mánudeginum verður fólk skyldað til þess að bera grímur þegar það notar almenningssamgöngur á Spáni. Pedro Sanchez forsætisráðherra tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrr í dag.
02.05.2020 - 14:01
Erlent · Evrópa · Spánn · COVID-19
Slakað á takmörkunum í áföngum
Stjórnvöld á Spáni tilkynntu í gær að slakað yrði á þeim takmörkunum sem innleiddar voru vegna kórónuveirufaraldursins þannig að stefnt væri að því að daglegt líf yrði að mestu komið í eðlilegt horf í lok júní. 
29.04.2020 - 09:00
Yfir 210.000 hafa látist úr COVID-19
Dauðsföll af völdum COVID-19 eru nú orðin fleiri en 210.000 á heimsvísu samkvæmt samantekt fréttastofunnar AFP. Yfir þrjár milljónir manna hafa greinst með kórónuveirusmit í heiminum.
28.04.2020 - 09:40
Atvinnuleysi eykst á Spáni
Atvinnuleysi hefur aukist umtalsvert á Spáni síðan kórónuveirufaraldurinn blossaði upp og komst í 14,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum spánsku hagstofunnar. Atvinnuleysið var 13,8 prósent á síðasta fjórðungi 2019.
28.04.2020 - 09:19
Lægsta dánartala á Spáni í rúman mánuð
Tvö hundruð áttatíu og átta létust á Spáni síðastliðinn sólarhring af COVID-19. Þetta eru lægsta dánartalan í rúman mánuð. Mun fleiri létust í gær eða 378. Í dag fengu börn yngri en fjórtán ára að fara út af heimilum sínum í fyrsta skipti í hálfan annan mánuð. Þau mega nú vera úti við í eina klukkustund á dag. Börnin mega þó ekki fara lengra en einn kílómetra frá heimilum sínum.
26.04.2020 - 21:10
Myndskeið
Spænsk börn fara út að leika í fyrsta sinn í sex vikur
Spænsk börn fá að fara út að leika sér í dag í fyrsta sinn í sex vikur. Þau mega þó bara vera úti í klukkutíma og ekki fara meira en kílómetra frá heimili sínu.
26.04.2020 - 12:05
Heimskviður
Barcelona - Meira en bara klúður
Barcelona er eitt sigursælasta og þekktasta íþróttafélag sögunnar. Meira en bara íþróttafélag, eins og segir í slagorði þess. Hvert klúðrið hefur rekið annað á síðustu mánuðum og misserum. Þjálfaramál og leikmannamál hafa verið í miklum ólestri og spilling og óstjórn virðist grassera innan félagsins. Ráðgjafarfyrirtæki hefur fengið fúlgur fjár til að mæra forseta félagsins en níða skóinn af andstæðingum hans og þekktum leikmönnum félagsins. Sex stjórnarmenn hafa sagt af sér í mótmælaskyni.
25.04.2020 - 07:30
Nautahlaupinu í Pamplona aflýst
Nautahlaupinu heimskunna í Pamplona á Spáni hefur verið aflýst í ár. Það fer fram dagana 6. - 12. júlí á hverju ári. Borgaryfirvöld tilkynntu í dag að San Fermín hátíðin yrði ekki haldin í ár vegna COVID-19 farsóttarinnar. Hana sækir alla jafna yfir ein milljón gesta til að fylgjast með hálfs tonns nautum þar sem þau hlaupa um þröngar götur borginnar á hverjum morgni og reyna að ná til fjölda ofurhuga sem hlaupa á undan þeim, iðulega klæddir hvítum skyrtum með rauða hálsklúta.
21.04.2020 - 12:30
Erlent · Evrópa · Mannlíf · Spánn · COVID-19
Ískyggilegar efnahagshorfur á Spáni
Seðlabankinn á Spáni spáir alvarlegum efnahagssamdrætti á þessu ári af völdum COVID-19 farsóttarinnar. Útlit er fyrir að atvinnuleysi aukist verulega. Yfir tvö hundruð þúsund kórónuveirutilfelli hafa greinst í landinu.
20.04.2020 - 15:36
Viðtal
„Það þekkja allir einhvern sem hefur veikst“
Útgöngubann verður framlengt á Spáni en börn fá að fara út úr húsi 27. apríl, eftir sex vikna inniveru. Óttar M. Norðfjörð, sem býr í Barcelona, segir að tveggja ára sonur hans sé búinn að gleyma því að það sé heimur utan veggja heimilisins.
19.04.2020 - 21:00
Erlent · Evrópa · Spánn · COVID-19
Kanna áhuga Íslendinga á flugferðum frá Spáni
Ferðaskrifstofan Air Atlanctic kannar hvort Íslendingar á Spáni hafi hug á því að kaupa flugmiða frá Mallorca, Tenerife, Gran Canaria og Malaga á Spáni til Stokkhólms í Svíþjóð 22. til 26. apríl. Í tilkynningu á Facebook-síðu utanríkisráðuneytisins segir að flugferðirnar séu háðar því að það verði nógu margir farþegar.
18.04.2020 - 08:22
Yfir 700.000 COVID-19 smit staðfest í Bandaríkjunum
Yfir 700.000 Covid-19 smit hafa nú verið staðfest í Bandaríkjunum og dauðsföll af völdum sjúkdómsins nálgast að vera 37.000 talsins. Þetta kemur fram á vef Johns Hopkins-háskólans í Maryland í Bandaríkjunum, sem heldur utan um tölulegar upplýsingar um útbreiðslu og áhrif farsóttarinnar um allan heim. Nær þrjú af hverjum fjórum allra dauðsfalla vegna COVID-19 hafa orðið í fimm löndum.
18.04.2020 - 03:32
Myndskeið
Hungur og fátækt blasir við mörgum
Stór hluti jarðarbúa býr enn við einhvers konar útgöngubann. Við mörgum blasir hungur og fátækt vegna strangra skilyrða. Á Spáni mega börn ekki fara út.
17.04.2020 - 19:50
Erlent · Asía · Evrópa · Spánn · Filippseyjar · Indland · COVID-19
Yfir 75.000 hafa dáið úr COVID-19
Fleiri en 75.000 hafa dáið úr COVID-19 sjúkdómnum síðan hann blossaði upp í Kína í desember samkvæmt samantekt fréttastofunnar AFP. Þar af hafa nærri 54.000 dáið í Evrópu. Ríflega 1,3 milljónir manna hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni á heimsvísu.
07.04.2020 - 10:45
Meira en 13.000 látnir á Spáni
Dregið hefur úr fjölda látinna af völdum COVID-19 á Spáni fjóra daga í röð, en greint var frá því í morgun að 637 hefðu þar látist undanfarinn sólarhring. Nú hafa 13.055 dáið úr COVID-19 á Spáni.
06.04.2020 - 10:30
Dauðsföll á Ítalíu ekki færri í hálfan mánuð
Dauðsföll vegna COVID-19 á Ítalíu hafa ekki verið færri á einum degi í hálfan mánuð. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi síðdegis.
05.04.2020 - 19:03
Erlent · Evrópa · Ítalía · Spánn · COVID-19
Segir framtíð ESB í húfi
Framtíð Evrópu er í húfi í stríðinu gegn kórónuveirunni. Þetta er yfirskrift greinar sem Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar birtir í 10 dagblöðum í Evrópu í dag. 
05.04.2020 - 17:49
Nýsmitum og dauðsföllum fækkar á Spáni
Annan daginn í röð fækkar þeim sem greinast með COVID-19 sýkingu á Spáni. Þá hafa dauðsföll vegna sjúkdómsins ekki verið færri á einum degi í landinu síðan 27. mars
04.04.2020 - 16:17
Erlent · Evrópa · Spánn · COVID-19
COVID-19: Meira en 900 dáið á Spáni tvo daga í röð
Meira en 900 hafa dáið á Spáni úr COVID-19 tvo daga í röð. Samkvæmt spænska heilbrigðisráðuneytinu dóu 932 síðasta sólarhring, þannig að dauðsföll af völdum kórónuveirunnar nálgast nú 11.000 þar í landi.
03.04.2020 - 11:04
Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni en þar hægir á nýsmiti
Dauðsföll af völdum COVID-19 voru eilítið fleiri á Spáni í gær en þar hafa áður orðið á einum sólarhring. Nýsmitum hélt áfram að fækka, sem vekur vonir um að farsóttin hafi þegar náð hámarki í landinu og sé nú í rénun. 864 dóu úr COVID-19 á Spáni síðasta sólarhringinn, fimmtán fleiri en daginn þar á undan. Var þetta fimmti sólarhringurinn í röð, sem yfir 800 dauðsföll voru rakin til sjúkdómsins.
02.04.2020 - 06:26