Færslur: Spánn

Fjöldi hælisleitenda komst til Melilla
Á fjórða hundrað hælisleitendur reyndu í dögun að komast frá Marokkó yfir á spænska sjálfstjórnarsvæðið Melilla. Til þess þurftu þeir að klifra yfir háan múr með gaddavír á toppnum. 238 komust alla leið. Þeir voru umsvifalaust fluttir í móttökustöð þar sem þeir verða í sóttkví næstu daga í samræmi við COVID-19 reglur á Spáni.
22.07.2021 - 12:11
Um 70% Evrópubúa ætla að ferðast á næstu mánuðum
Um 70% Evrópubúa hafa í hyggju að ferðast næstu sex mánuði samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Evrópska ferðamálaráðið birti nú í júlí.  Könnunin var framkvæmd meðal helstu ferðamannaþjóða Evrópu en þær eru: Þýskaland, Bretland, Frakkland, Holland, Ítalía, Belgía, Sviss, Spánn, Pólland og Austurríki. 
16.07.2021 - 17:14
Hitabylgja skollin á Spán
Hitabylgja er lögst yfir stóran hluta Spánar og er hitastigið með þeim hætti að heimamenn og jafnt sem ferðamenn þyrpast í ofboði eftir því sem hægt er í næsta skugga eða vatn til kælingar.
11.07.2021 - 10:41
Erlent · Spánn · Madrid · Sevilla · veður · hitabylgja
Vara við ferðum til Spánar
Tæplega 22 þúsund ný kórónuveirutilfelli greindust á Spáni í gær, en smitum hefur fjölgað hratt þar síðustu daga og hafa ekki verið fleiri síðan í byrjun febrúar.
10.07.2021 - 20:18
Sjónvarpsfrétt
Vonar að Íslendingar komist til Bandaríkjanna í sumar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vonar að Íslendingar geti ferðast aftur til Bandaríkjanna fyrir lok sumars, en það hefur þó ekki verið staðfest. Fjöldi þeirra sem greinast með COVID-19 hefur fimmfaldast á milli vikna í Katalóníu og gripið hefur verið til hertra takmarkana.
06.07.2021 - 19:59
Sjónvarpsfrétt
Smitum fer aftur fjölgandi á Spáni
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað á ný á Spáni. Stærstur hluti þeirra sem nú greinist er ungt fólk, sem ekki hefur verið bólusett.
30.06.2021 - 22:15
McAfee fannst látinn í fangaklefa í Barselóna
Auðkýfingurinn John McAfee, sem auðgaðist einkum á vírusvarnarhugbúnaði sem kenndur er við hann sjálfan, fannst látinn í fangaklefa í Barselóna í gær. þar sem hann beið framsals til Bandaríkjanna. Þar átti hann yfir höfði sér ákæru vegna skattalagabrota og allt að 30 ára fangelsi, hefði hann verið sakfelldur. Spænskur dómstóll hafði þegar úrskurðað að McAfee skyldi framseldur vestur um haf. Sá úrskurður var þó ekki endanlegur, því hægt hefði verið að áfrýja honum til æðra dómsstigs.
Aðskilnaðarsinnum gefnar upp sakir
Spænska stjórnin gaf í dag níu katalónskum leiðtogum aðskilnaðarsinna upp sakir. Þeir hlutu níu til þrettán ára fangelsisdóma þegar þeir lýstu yfir sjálfstæði Katalóníuhéraðs árið 2017. 
22.06.2021 - 17:21
Veita tólf aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf
Forsætisráðherra Spánar hefur ákveðið að veita tólf katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf í vikunni. Tugþúsundir hafa mótmælt ákvörðuninni, en með henni á að draga úr spennu í Katalóníu.
21.06.2021 - 20:52
Ólga á Spáni vegna mögulegra náðana
Búist er við að spænska ríkisstjórnin náði tólf katalónska sjálfstæðissinna í vikunni. Tólfmenningarnir voru dæmdir árið 2019 fyrir hlut sinn í sjálfstæðisbaráttu Katalóníu.
20.06.2021 - 17:56
Dæmdur fyrir að borða móður sína
Spænskur maður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir að hafa drepið móður sína og lagt sér lík hennar til munns.
16.06.2021 - 16:10
Von der Leyen hefst handa við útdeilingu fjármagns
Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefst handa í dag við að samþykkja áætlanir þeirra ríkja sem sótt hafa um endurreisnarstyrki og lán úr voldugum björgunarpakka sambandsins.
Könnun sýnir að spilling hefur aukist í faraldrinum
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur aukið spillingu í ríkjum Evrópusambandsins. Um þriðjungur íbúa þess telur að spilling hafi aukist í faraldrinum.
Bólusettir sleppa við skimun og sóttkví á Spáni
Bólusettir ferðamenn frá Evrópu eru velkomnir til Spánar samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í dag. Spánverjar búa sig undir fjölgun ferðamanna eftir magurt ár í ferðaþjónustu í fyrra. 
07.06.2021 - 22:00
Spánverjar vilja bólusetja ungmenni fyrir haustið
Spánverjar stefna að því að bólusetja öll ungmenni á aldrinum tólf til sautján ára við kórónuveirunni áður en nýtt skólaár hefst í haust. Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að bóluefni frá Pfizer-BioNTech verði notað fyrir þann aldurshóp.
04.06.2021 - 12:05
Segja alheimsfyrirtækjaskatt innan seilingar
Samkomulag G7-ríkjanna um alheimsfyrirtækjaskatt er innan seilingar. Þetta segja fjármálaráðherrar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Spánar í grein sem birt er í breska blaðinu Guardian í dag.
04.06.2021 - 10:52
Efnahagsmál · Erlent · G7 · Þýskaland · Bretland · Bandaríkin · Ítalía · Spánn · Frakkland · OECD
Svart og lyktarlaust kókaín haldlagt á Spáni
Þrír voru handteknir á Spáni í tengslum við tilraun til að smygla yfir átta hundruð kílóum af kókaíni til annarra Evrópuríkja. Kókaínið var litað svart og látið líta út eins og kolamola. Jafnframt var búið að eyða lyktinni af eiturlyfjunum svo það færi framhjá leitarhundum.
03.06.2021 - 05:35
Spánverjar bjóða ferðafólk velkomið
Spánverjar ætla frá sjöunda júní að opna landamæri sín fyrir ferðafólki hvaðanæfa að úr heiminum, svo fremi að það hafi verið full-bólusett gegn COVID-19. Breskir ferðalangar verða þó boðnir velkomnir frá næsta mánudegi. Sá galli er á gjöf Njarðar að þeir þurfa að fara í sóttkví við heimkomuna.
21.05.2021 - 16:24
Leyfðum tungumálum á bólusetningarvottorði ekki fjölgað
Fullbólusettur Íslendingur, sem búsettur er á Spáni og ætlar að koma til Íslands 3. júní, kveðst ekki sáttur við þær tungumálareglur sem gilda um bólusetningarvottorð sem sýnd eru við komuna hingað til lands. Hann vill að bæta megi við fleiri tungumálum en embætti landlæknis segir ekki í bígerð að gera það.
Um 5.000 förufólks komust til spænsku borgarinnar Ceuta
Minnst 5.000 flótta- og förufólks komust inn í spænsku hólmlenduna Ceuta, á norðurodda Marokkós, í gær, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum degi. Um eitt þúsund börn voru í þessum stóra hópi, samkvæmt frétt AFP. Spenna hefur færst í samskipti Spánar og Marokkós að undanförnu vegna sjúkrahúsvistar leiðtoga Polisario, sjálfstæðishreyfingar Vestur Sahara, á Spáni.
18.05.2021 - 01:16
Samstöðufundir vegna Palestínu víða um Evrópu í dag
Tugir þúsunda Evrópubúa fóru í göngur til stuðnings málstað Palestínu í dag. Skipuleggjendur fullyrða að 150 þúsund manns hafi gengið um götur Lundúna, nærri Hyde Park, með skilti með áletrunum á borð við „Hættið sprengjuárásum á Gaza“.
15.05.2021 - 21:45
Ferðafólki fjölgar og sóttkvíarhóteli bætt við á morgun
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnarhúsa, segir að bætt verði við sóttkvíarhótelum vegna fjölgunar flugferða til landsins. Fjórar farþegaþotur eru þegar komnar til landsins í dag og fjórar væntanlegar. Búist er við átta vélum á morgun en ferðum frá Osló og Munchen hefur verið aflýst. 
Evrópuríki vilja að Ísrael láti af landtöku
Stórveldi í Evrópu kalla eftir því að Ísraelar hætti útvíkkun landtökubyggða sinna á Vesturbakkanum. Byggja á yfir 500 heimili þar á næstunni.
Hlæjandi Spánverjinn látinn
Spænski grínistinn Juan Joya Borja, sem líka hefur verið þekktur undir gælunafninu El Risitas eða Flissarinn, lést á miðvikudag 65 ára að aldri. Þetta er ekki nafn sem margir þekkja en myndband með honum í sjónvarpsviðtali skellihlæjandi afar smitandi hlátri, í gervi verkfræðings, stjórnmálaráðgjafa eða annars sem fólki dettur í hug, er þó þekkt um alla heimsbyggðina.
30.04.2021 - 13:41
Erlent · Evrópa · Mannlíf · Spánn
Þrír handteknir fyrir að hóta hryðjuverkum
Spænska lögreglan og Europol handtók á þriðjudagsmorgun þrjá menn í Granada á Spáni fyrir að hvetja til hryðjuverkaárása gegn Frakklandi og hagsmunum ríkisins erlendis.
29.04.2021 - 17:30