Færslur: Spænska veikin

Bandaríkin: Fleiri látnir úr COVID en spænsku veikinni
COVID-19 hefur dregið fleiri Bandaríkjamenn til dauða en spænska veikin gerði fyrir rétt rúmri öld, fleiri en 675 þúsund manns. Spænska veikin lagði þó hlutfallslega mun fleiri Bandaríkjamenn en COVID-19 hefur gert, enda voru Bandaríkjamenn aðeins þriðjungur af þeim sem þeir eru nú.
Kiljan
Reykjavík var bær dauðans
Gunnar Þór Bjarnason gefur út í miðjum heimsfaraldri nýtt alþýðlegt sagnfræðirit um spænsku veikina. Farsóttin fór illa með Reykjavík og lýsir Gunnar Þór hrikalegum aðstæðum þar sem hundruð voru grafin í fjöldagröfum í Hólavallagarði á nokkurra vikna tímabili.
Morgunvaktin
Heimamenn lokuðu héruðum í spænsku veikinni
Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur lauk í sumar ritun bókar um spænsku veikina.
13.10.2020 - 10:14
Bjartsýnn að Covid-19 fari hraðar hjá en Spænska veikin
Mannkynið ætti að ná taumhaldi á kórónuveirufaraldrinum á skemmri tíma en þeim tveimur árum sem tók að ráða niðurlögum Spænsku veikinnar.
Átta milljónir hafa greinst með Covid-19
Nú hafa yfir átta milljónir tilfella COVID-19 verið skráð um allan heim. Meira en helmingur þeirra er í Evrópu og Bandaríkjunum.
16.06.2020 - 00:52
Víðsjá
Miðlar, skáld, dulúð og drykkjumenn í Farsóttarhúsinu
Það er mikil mystík yfir húsinu að Þingholtsstræti 25 sem stendur autt í dag. Þar var um árabil staðsett sjúkrahús og þangað leituðu ýmsir þjóðþekktir einstaklingar sér lækningar, meðal annars við spænsku veikinni og öðrum farsóttum. Kristín Svava Tómasdóttir rannsakar Farsóttarhúsið og sögu þess.
06.04.2020 - 12:46
Heimskviður
Farsóttir fyrri tíma, spænska veikin og COVID-19
COVID-19 er sennilega alvarlegasta farsótt sem hefur herjað á mannkynið í rúmlega öld eða frá því að spænska veikin svokallaða varð tugum milljóna að aldurtila 1918-19. Veikin var þó ekki upprunninn á Spáni, hún átti að öllum líkindum uppruna sinn í Bandaríkjunum.
30.03.2020 - 15:00
Fréttaskýring
Erfiðara að takast á við heimsfaraldur í dag
Heimsfaraldur sambærilegur spænsku veikinni gæti höggvið stórt skarð í íslensku þjóðina, orðið á fjórða þúsund manns að bana á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnalæknir segir að Landspítalinn gæti aldrei tekið við öllum þeim sem þyrftu á aðhlynningu að halda vegna slíks faraldurs. Yfirlæknir sýkingavarna á Landspítalanum segir að spítalinn hafi minni burði til að bregðast við heimsfaraldri nú en árið 2009. Þá „sprengdi“ svínaflensufaraldur gjörgæsluna. Sá faraldur þótti tiltölulega vægur.
„1918 endalok, ekki upphaf“
Íslendingar minnast haustsins 1918 fyrir margar sakir. Hver merkisviðburðurinn rak annan - þjóðinni bæði til góðs og ills. Eldstöðin Katla rumskaði um haustið eftir nokkurra áratuga blund og skömmu síðar barst til landsins skæð farsótt sem fékk viðurnefnið „spánska veikin“. Úti í heimi liðu svo síðustu dagar fjögurra ára heimsstyrjaldar.
08.10.2018 - 17:26