Færslur: Sovétríkin

Hjón sem tóku upp nöfn látinna barna grunuð um njósnir
Hjón sem höfðu verið búsett í Bandaríkjunum um áratugaskeið hafa verið ákærð fyrir auðkennisþjófnað og samsæri gegn ríkisstjórninni. Hjónin tóku upp nöfn látinna barna en þau eru sterklega grunuð um njósnir.
Lavrov segir járntjald kalda stríðsins fallið að nýju
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, líkir samskiptunum við vesturlönd við tíma kalda stríðsins. „Járntjaldið er í raun fallið að nýju,“ segir hann. Hugtakið járntjald vísar til þeirra hugmyndafræðilegu marka sem aðgreindu Sovétríkin og bandalagsríki þeirra frá vestrænum ríkjum frá lokum síðari heimsstyrjaldar og til um 1990.
Pistill
Fjórða valdið sem fékk ekki að lifa
Í þriðja pistli Victoriu Bakshinu í Víðsjá Rásar 1 um sögu Rússlands eftir fall Sovétríkjanna, er fjallað um blaðamennsku, eða fjórða valdið. Farið er gaumgæfilega yfir hvernig rússneskir fjölmiðlar blómstruðu á tíunda áratug síðustu aldar, samdráttarskeiðið í kjölfar þess og hvernig þeir eru nú, árið 2022, undir miklum þrýstingi.
25.06.2022 - 11:30
Pistill
Rússnesk menning er dauð, lengi lifi rússnesk menning
Í öðrum pistli sínum um Rússland eftir fall Sovétríkjanna fyrir Víðsjá Rásar 1, fjallar Victoria Bakshina um menningu og listir. Getur mögnuð menningararfleið rússnesku þjóðarinnar þvegið hendur hennar af ofstæki valdhafa hennar undanfarið, eða verður að endurreisa menningarhefðina og byggja hana frá grunni með hliðsjón af myrkri fortíð?
22.06.2022 - 09:19
McDonalds í Rússlandi selt og fær nýtt heiti
Bandaríska skyndibitakeðjan McDonalds hefur fundið kaupanda að rekstri fyrirtækisins í Rússlandi. Eftir að innrásin í Úkraínu hófst ákvað keðjan að loka öllum veitingastöðum sínum í landinu. Keðjan skiptir um nafn eftir kaupin.
Rússar hyggjast endurlífga fornfrægt bílamerki
Fjöldi alþjóðlegra bílaframleiðslufyrirtækja hefur yfirgefið Rússland eftir að Vladimír Pútín forseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu 24. febrúar. Rússar hafa fundið leið til að bregðast við því og hyggjast endurlífga fornfrægt bílamerki.
Fyrsti forseti Úkraínu látinn
Leonid Kravtjuk, fyrsti forseti Úkraínu, er látinn, 88 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi. Úkraínskir fjölmiðlar greina frá þessu og hafa eftir nánustu aðstandendum forsetans fyrrverandi. Andriy Yermak, starfsmannastjóri forsetaembættisins, segir þetta sorgarfréttir og mikinn missi fyrir Úkraínu, enda hafi Kravtjuk verið „vitur föðurlandsvinur“ og traustur leiðtogi í sjálfstæðisbaráttu Úkraínu.
Telur ekki líklegt að Rússar beiti kjarnavopnum
Bill Burns, forstjóri leyniþjónustu Bandaríkjanna CIA, segir engin merki um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggist beita kjarnavopnum. Hins vegar megi hann ekki við því að tapa í stríðinu í Úkraínu og hafi því ákveðið að herða enn sóknina.
Lavrov segir að snúið hafi verið útúr viðvörunum hans
Utanríkisráðherra Rússlands segir vestræna fjölmiðla og stjórnmálamenn hafa snúið út úr varnaðarorðum hans um að þriðja heimsstyrjöldin gæti verið yfirvofandi.
Duda hyggst leita réttar Pólverja vegna Katyn
Andrzej Duda forseti Póllands greindi frá því í dag að Pólverjar hygðust leita réttar síns vegna fjöldamorðanna í Katyn-skógi í apríl 1940. Þá myrtu sovéskar sveitir 22 þúsund Pólverja að skipun Jósefs Stalín.
„Ekki efast um getu Finna til skjótra ákvarðana“
Finnar búa sig undir að taka sögulega ákvörðun á næstu vikum, það er að ganga til lið við Atlantshafsbandalagið. Fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands segir að ekki megi efast um getu landa sinna til að taka skjótar ákvarðanir.
Friðarviðræður í bígerð milli Asera og Armena
Leiðtogar Aserbaísjan og Armeníu undirbúa nú friðarviðræður en í lok síðasta mánaðar blossuðu að nýju upp deilur ríkjanna um héraðið Nagorno-Karabakh. Það hefur verið ásteitingarsteinn í samskiptum Asera og Armena áratugum saman og iðulega slegið í brýnu milli ríkjanna.
Merki virðast um spennu í Nagorno-Karabakh
Rússa grunar að stjórnvöld í Aserbaísjan virðast hafa ætlað að sæta færis meðan á hernaðinum í Úkraínu stendur og lauma hersveitum inn í Nagorno-Karabakh. Héraðið hefur verið ásteitingarsteinn í samskiptum Asera og Armena áratugum saman og iðulega slegið í brýnu. Héraðið tilheyrir Aserbaísjan, en er að mestu byggt Armenum.
Líkurnar á valdaráni í Kreml sagðar aukast sífellt
Líkurnar á að einhver eða einhverjir innan rússnesku leyniþjónustunnar FSB snúist gegn Vladimír Pútín forseta og reyni að ræna hann völdum aukast með hverri vikunni sem innrásin í Úkraínu dregst á langinn. The Guardian greinir frá þessu og vitnar í orð ónefnds háttsetts leyniþjónustumanns máli sínu til stuðnings.
Gagnrýni á framgöngu Rússa í þarlendum sjónvarpsþætti
Heyra mátti gagnrýni á innrásina í Úkraínu í þætti á sjónvarpsstöðinni Rossiya 1 nú í vikunni. Viðmælendur Vladimirs Soloviev, sem er mikill stuðningsmaður Vladimírs Pútín forseta, voru afar þungorðir og drógu réttmæti innrásinnar mjög í efa.
Fréttaskýring
Aldagömul útþensla Rússa til vesturs
Hefðbundin rússnesk og sovésk utanríkis- og varnarmálastefna hefur verið að tryggja að ekki yrði ráðist á Rússland úr vestri. Segja má að stöðug útþensla hafi ríkt öldum saman í því skyni að ná yfirráðum í grannlöndum Rússlands í vestri.  Ívan grimmi Rússakeisari herjaði í Eystrasaltsríkjunum á sextándu öld, Pétur mikli á öndverðri átjándu öld batt endi á áhrif Svía í Eystrasaltsríkjunum og á þeirri nítjándu varð Finnland einnig hluti rússneska keisaraveldisins. 
Japanskir geimferðalangar komu til jarðar í nótt
Japanski auðkýfingurinn Yusaku Maezawa og Yozo Hirano aðstoðarmaður hans lentu á steppum Kasastan í nótt eftir tólf daga dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni.
Ræddi Úkraínumálið við leiðtoga Austur-Evrópuríkja
Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi í dag símleiðis við forseta Úkraínu og leiðtoga níu NATÓ-ríkja í Austur-Evrópu. Hann hét Úkraínumönnum stuðningi ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið.
Réttarhöld að hefjast yfir fyrrverandi fangabúðaritara
Réttarhöld hefjast í dag í Þýskalandi yfir Irmgard Furchner 96 ára fyrrverandi ritara fangabúða nasista í Stutthof í Póllandi. Allnokkur mál eru enn rekin gegn fólki sem talið er bera ábyrgð á voðaverkum sem framin voru á tímum Þriðja ríkisins.
Ný ríkisstjórn Afganistan enn í mótun
Talibanar eiga enn eftir að leggja lokahönd á nýja ríkisstjórn landsins.Ólíklegt er að konur nái frama innan ríkisstjórnar en Talibanar lofa því að þeim verði heimilt að stunda háskólanám. Þrjár vikur eru síðan þeir tóku Kabúl, höfuðborg Afganistan, án nokkurar mótspyrnu.
Talibanar sækja enn fram í Panjshir-dal
Hersveitir Talibana hafa sótt enn lengri inn í Panjshir-dalinn í austurhluta Afganistan en uppreisnarmenn segjast ná að halda þeim í skefjum. Dalurinn er síðasta vígið í landinu sem hefur ekki fallið í hendur Talibana.
Steingrímur heiðursgestur í sjálfstæðisafmæli Eistlands
Forseti Alþingis er sérstakur heiðursgestur þjóðþings Eistlands og flutti í dag ávarp við hátíðahöld í Tallinn í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá endurreisn sjálfstæðis landsins.
20.08.2021 - 11:05
Vopnuð andspyrnuhreyfing undir stjórn varaforsetans
Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði frá því í dag að vopnuð andspyrnuhreyfing væri að myndast gegn Talibönum í Panjshir-dal, skammt frá Kabúl. Varaforseti Afganistan er einn þeirra sem sagður er fara fyrir hópnum.
Fréttaskýring
Hverjir eru þeir þessir talibanar?
Uppgangur afgönsku talibanahreyfingarinnar hófst á tíunda áratugnum og lyktaði með því að stærstur hluti Afganistan féll undir stjórn hennar. Talibanar voru hraktir frá völdum í aldarbyrjun en sækja nú mjög í sig veðrið að nýju.
Síðasti eftirlifandi Auschwitz-bjargvætturinn látinn
David Dushman, síðasti eftirlifandi hermaðurinn sem tók þátt í frelsun útrýmingarbúða nasista í Auschwitz, lést á dvalarheimili í München á laugardag, 98 ára að aldri. Dushman var 21 árs gamall skriðdrekastjórnandi í Sovéther þegar hann tók þátt í að rífa niður rafmagnsgirðingarnar í kringum úrtýmingabúðirnar í janúar 1945.