Færslur: Sorpa

Stefnir Sorpu vegna uppsagnar
Björn H. Hall­dórs­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sorpu, hefur stefnt fyrirtækinu og krefur það um 167 milljónir í skaðabætur, miskabætur og vegna uppgjörs námsleyfis.
Myndskeið
Efnagreiningar eiga að sanna að moltan standist kröfur
Framkvæmdastjóri Sorpu segir að teknar verði reglulegar efnagreiningar úr moltunni sem framleidd verður í Gaju, gas-og jarðgerðarstöðinni á Álfsnesi, til að slá á efasemdaraddir um hvort hún standist gæðakröfur.
18.06.2020 - 19:00
Innlent · Sorpa · GAJA
Engin formleg aðgerðaáætlun um fjárhagsvanda Sorpu
Engin formleg áætlun hefur verið lögð fram til lausnar á fjárhagsvanda Sorpu. Þetta segir starfandi framkvæmdastjóri félagsins. Stjórn Sorpu bókaði aftur á móti á fundi sínum að lögð hefði verið fram tillaga að slíkri áætlun og mat lagt á hana.
07.05.2020 - 17:54
Innlent · Sorpa · GAJA · Borgarráð
Fréttaskýring
Sorpa situr uppi með afurðirnar
Sorpa hefur enn ekki fundið kaupendur fyrir 3 milljónir rúmmetra af metangasi og 12 þúsund tonn af moltu sem ný gas - og jarðgerðarstöð á Álfsnesi mun framleiða á ári. Það kostaði rúma fimm milljarða að byggja stöðina sem verður tilbúin í lok mánaðar.
22.03.2020 - 19:20
Myndskeið
Efast um að 600 milljóna króna lán dugi
Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn segja að með auknum lánveitingum til Sorpu upp á sex hundruð milljónir sé verið að boða gjaldskrárhækkun og efast um að þetta dugi til að rétta af fjárhaginn. 
Viðtal
Hækkun á gjaldskrá Sorpu bs. til skoðunar
Sveitarfélögin sem eiga Sorpu bs. þurfa að ábyrgjast sex hundruð milljóna króna lán til að rétta af rekstur byggðasamlagsins. Stjórnarformaður Sorpu og nýráðinn framkvæmdastjóri segir að skoðað verði hvort hækka þurfi gjaldskrár til að mæta þessu. Svipuðum aðferðum verður beitt til að rétta af rekstur Sorpu bs. og gert var hjá Orkuveitunni eftir bankahrunið. Nýr framkvæmdastjóri Sorpu segir að aðgerðaáætlunin verði þó ekki nefnd Stóra planið eins og hjá Orkuveitunni.
Rekstur Sorpu í endurvinnslu
Á fundi eigendahóps SORPU bs. í morgun voru kynntar áætlanir um heildarendurskoðun á rekstri og fjármögnun fyrirtækisins. Þær áætlanir eiga að liggja fyrir í júní. Stjórn Sorpu ætlar að fara þess á leit við sveitarfélögin að þau ábyrgist 600 milljóna króna lánalínu sem sótt verður til viðskiptabanka SORPU.
24.02.2020 - 09:56
Segir Sorpu á leið í greiðsluþrot um miðjan mars
Sorpa er, að óbreyttu, á leið í greiðsluþrot um miðjan mars. Félagið fer fram á 600 milljóna lán frá eigendum sínum á mánudag. Þetta sagði bæjarstjóri Mosfellsbæjar á bæjarstjórnarfundi í gær.
Stjórn Sorpu fer yfir andmæli framkvæmdastjórans
Stjórn Sorpu bs. fékk á þriðjudag andmæli Björns H. Halldórssonar framkvæmdastjóra við skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem gerð var eftir að í ljós kom að 1,4 milljarða króna vantaði inn í áætlanir Sorpu.
Stjórn Sorpu illa upplýst
Þrír rýnihópar sem áttu að hafa eftirlit með framvindu framkvæmda gas og jarðgerðarstöðvar Sorpu ræktu hlutverk sitt illa að mati innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Upplýsingagjöf frá framkvæmdastjóra var langt frá því að vera viðunandi.
24.01.2020 - 12:29
Stjórn Sorpu og fleiri sinntu ekki eftirlitshlutverki
Stjórn Sorpu sinnti ekki eftirlitshlutverki sínu nógu vel og margir aðrir sem áttu að hafa eftirlit með gerð gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi voru lítt virkir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar fyrir stjórn Sorpu. 
Vilja ekki svara spurningum um Sorpu
Hvorki stjórnarmenn né fráfarandi framkvæmdastjóri Sorpu vildu tjá sig um skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar á starfsemi fyrirtækisins þegar eftir því var leitað í dag. Báðir aðilar sendu frá sér fréttatilkynningu í gær.
23.01.2020 - 14:02
Þórdís Lóa vill minni pólitík og meiri fagmennsku
Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á starfsemi Sorpu er áfellisdómur að mati Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem félag í eigu borgarinnar lendir í þessari stöðu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir Eyþór bera saman epli og appelsínur.
23.01.2020 - 10:00
Myndskeið
Áfellisdómur, segir stjórnarformaður Sorpu
Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur um Sorpu er áfellisdómur, segir stjórnarformaður Sorpu bs. Stjórnin setti framkvæmdastjórann í leyfi. Hann segir skýrsluna ranga. 
Framkvæmdastjóra Sorpu vikið tímabundið úr starfi
Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur verið vikið frá störfum. Í tilkynningu frá stjórn Sorpu kemur fram að á stjórnarfundi Sorpu í dag hafi verið ákveðið að „afþakka vinnuframlag framkvæmdastjóra félagsins á meðan mál hans er til meðferðar innan stjórnar.“
22.01.2020 - 18:17
Svifryk vegna flugelda varasamt og heilsuspillandi
Afar mikið svifryk mældist í loftinu um síðustu áramót og svifryksmengun jókst verulega þá. Ljóst er að aukningin er af völdum flugelda. „Mengun frá flugeldum er raunverulegt vandamál hér á landi. Flugeldar eru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir,“ segir í skýrslu Umhverfisstofnunar. Björgunarsveitirnar selja nú svokölluð rótarskot auk flugelda.
23.12.2019 - 12:10
Keyptu 40 milljóna króna vél sem þau nota ekki
Tvö sveitarfélög sem jafnframt eru eigendur Sorpu nýta ekki rúmlega fjörutíu milljóna króna vélbúnað sem byggðarsamlagið keypti til flokkunar á plasti. Stjórnarformaður Sorpu telur brýnt að samræma flokkunaraðferðir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Núna er plastrusl ýmist sett í græna, bláa eða gráa tunnu eftir því hvar er drepið niður á höfuðborgarsvæðinu.
Myndskeið
Plastið fer ýmist í græna, bláa eða gráa tunnu
Umhverfisráðherra segir það ekki ganga upp að plast sé flokkað með mismunandi hætti í sveitarfélögum. Á höfuðborgarsvæðinu er plast ýmis sett í gráar tunnur, bláar eða grænar. Ráðherra undirbýr lagafrumvarp um samræmdar merkingar. Hann vonast til þess að það hljóti samþykki Alþingis fyrir þinglok í vor.
Spegillinn
Stór hluti metans ekki nýttur
Stórum hluta af því metani sem er framleitt hér á landi er brennt og nýtist því ekki sem orkugjafi. Þegar ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verður tekin í notkun næstum tvöfaldast framleiðslugetan. Framkvæmdastjóri Sorpu segist þess fullviss að hægt verði að nýta allt metan þó að það gerist ekki strax.
20.11.2019 - 08:40
 · Innlent · Sorpa · Umhverfismál
Hætta við sameiningu Kölku og Sorpu
Starfshópi sem falið var að meta kosti og galla þess að sameina sorpeyðingarstöðvarnar Sorpu og Kölku telur best að fallið verði frá þeim hugmyndum. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að hætta samningaviðræðum.
21.10.2019 - 14:07
Upptaka
„Haldiði að við séum einhverjir þvottapokar?“
Heitar umræður spunnust um hallarekstur Sorpu í borgarstjórn í gærkvöldi. Oddviti Sjálfstæðismanna gagnrýndi harðlega að meirihlutinn hygðist ábyrgjast 990 m.kr. lán til Sorpu og óskaði eftir því að fyrst yrði gerð úttekt á rekstrinum. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og fulltrúi í stjórn Sorpu, svaraði og sagði að stjórnin hefði sjálf lagt til úttekt. „Haldiði virkilega að við í stjórn höfum ekki verið að hugsa þessi mál, að við séum bara einhverjir þvottapokar,“ sagði Líf.
18.09.2019 - 09:20
Framúrkeyrsla Sorpu ekki nægilega skýrð
Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir ekki nægar skýringar hafa verið gefnar á framúrkeyrslu Sorpu. Borgarstjórn samþykkti í gærkvöldi að borgin árbyrgist 990 milljóna króna lán til Sorpu. Flestir í minnihlutanum greiddu atkvæði gegn tillögunni. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, furðar sig á því að borgin hafi aðeins einn fulltrúa í stjórn Sorpu.
18.09.2019 - 08:06
Reykjavík ábyrgist 990 milljóna lán til Sorpu
Reykjavíkurborg mun ábyrgjast 990 milljón króna lán til Sorpu frá Lánasjóði sveitarfélaga, til að fjármagna viðbótarkostnað við byggingu gas- og jarðagerðarstöðvar í Álfsnesi og kaup á nauðsynlegum tækjabúnaði í móttökustöð Sorpu. Þetta var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld, með þrettán atkvæðum meirihlutans og fulltrúa sósíalistaflokksins, gegn tíu atkvæðum fulltrúa annarra flokka í minnihlutanum.
18.09.2019 - 00:52
Viðtal
Ætla að endurvinna allan heimilisúrgang
Hætt verður að urða heimilissorp þegar ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verður tekin í notkun snemma á næsta ári. Stöðin markar tímamót í sögu úrgangs á höfuðborgarsvæðinu. Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir að stefnt verði að því að endurvinna allt heimilissorp sem fellur til á höfuðborgarsvæðinu.
26.07.2019 - 09:54
Sameining Kölku og Sorpu til skoðunar
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum meta nú kosti þess og galla að sameina Sorpu og Kölku. Capacent hefur unnið greiningu um málið sem verið er að kynna fyrir sveitarstjórnarfólki um þessar mundir. Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Kölku, segir að sorpmálin séu eitt af stóru málum samtímans og framtíðarinnar. Ríkar skyldur hvíli á sveitarfélögum og fyrirséð að reglur verði hertar. Því hafi verið ákveðið að skoða kosti og galla mögulegrar sameiningar.
17.02.2019 - 16:47