Færslur: Snjóflóð janúar 2020

Rúmlega 28 milljóna fjárstyrkur vegna snjóflóða
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita Ísafjarðarbæ og stofnunum fjárstyrk úr almennum varasjóði til að mæta útgjöldum vegna viðbragða og framkvæmda í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri í janúar.
Tæpar 40 milljónir í nýsköpunaraðgerðir á Flateyri
Ríkisstjórnin fór á fundi sínum í gær yfir það hvernig framkvæmd og eftirfylgni aðgerða verði háttað á Flateyri í samræmi við tillögur aðgerðahóps sem skipaður var í kjölfar snjóflóðanna í janúar síðastliðnum. 
15.04.2020 - 11:38
Traustar ofanflóðavarnir, fiskeldi og íbúðir á Flateyri
Uppbygging heilsugæslusels, nýtt íbúðarhúsnæði og fiskeldi í Önundarfirði er meðal þess sem hægt er að gera til þess að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri við Önundarfjörð.
06.03.2020 - 18:15
Viðtal
Sér eftir bátnum sem hefur reynst sem annað heimili
Útgerð og fiskvinnsla á Flateyri eru í lamasessi eftir snjóflóðin sem féllu um miðjan janúar. Sjómaður segir að hann hrylli við að fara um borð í bát sinn, eftir að hann hafði legið á kafi í höfninni í átján daga.
03.02.2020 - 19:53
Hlusta á börnin og nota skynsemi þegar talað er um vá
Mestu skiptir að vera skynsamur og hlusta á það sem vísindamennirnir segja, segir sálfræðingur um hvernig best er að takast á við hugsanlega yfirvofandi hættu. 
Myndskeið
Stærsti báturinn sem sökk í snjóflóðinu náðist á flot
Stálbáturinn Eiður ÍS er kominn á flot. Björgunarmenn sem hafa unnið að því undanfarið að ná upp bátunum sem sukku í Flateyrarhöfn í snjóflóðum í síðasta mánuði náðu honum upp í dag. Þar með er búið að ná fimm af sex bátum sem sukku á flot eða koma þeim í land. Aðeins er einn bátur eftir, sá er hálfur á kafi í höfninni, og óvíst hvað verður gert við hann.
01.02.2020 - 19:04
Gríðarstór aðgerð að koma stærsta bátnum upp á Flateyri
Vonast er til að geta komið stálbátnum Eiði, þeim stærsta sem sökk í höfninni á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna þar fyrr í mánuðinum, á land á morgun. Eiður liggur nú á hvolfi í höfninni, en unnið er að því að rétta hann við neðansjávar svo hægt sé að dæla upp úr honum og koma á flot.
29.01.2020 - 11:26
Starfslokasamningur við Guðmund bíður samþykkis
Samkomulag hefur náðst við Guðmund Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, um starfslokasamning. Samningurinn bíður þess að vera samþykktur af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Engin gögn eru til í skjalakerfi Ísafjarðarbæjar sem varða brotthvarf Guðmundar úr bæjarstjórastólnum.
28.01.2020 - 11:29
Myndskeið
Náðu fjórða bátnum á land á Flateyri
Báturinn Sjávarperlan náðist úr höfninni á Flateyri í dag og var flutt á land. Kjartan Jakob Hauksson, framkvæmdastjóri Sjótækni, segir að það hafi gengið vel í dag. Sex bátar slitnuðu frá bryggju og sukku í snjóflóði í síðustu viku.
24.01.2020 - 17:44
Björgunarskip verður til taks á Flateyri
Forsætisráðherra varð við ósk Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um að styrkja félagið til að standsetja björgunarskip sem verður til taks á Flateyri. Styrkurinn nemur hálfri milljón króna. Björgunarskipið er á Rifi á Snæfellsnesi, en það verður við bryggju á Flateyri í vetur.
24.01.2020 - 16:55
Telja íbúa ekki nægilega vel upplýsta um hættuástandið
Íbúar á Suðureyri telja að upplýsingum um hættuástand hafi ekki verið komið nægilega vel til skila í aðdraganda snjóflóðanna í síðustu viku. Þetta kom fram á íbúafundi í kvöld. 
20.01.2020 - 22:13
Viðtal
Lýstu vonbrigðum á tilfinningamiklum fundi á Flateyri
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að fundur sem haldinn var með íbúum á Flateyri í kvöld hafi verið tilfinningaríkur. Fólk hafi grátið og verið reitt. Um mikilvægan fund hafi verið að ræða.
20.01.2020 - 20:11
Myndskeið
Kraftur flóðsins sem fór yfir garða mikið áhyggjuefni
Snjóflóðaverkfræðingur segir að kraftur flóðsins sem fór yfir varnargarðana á Flateyri sé mikið áhyggjuefni. Brýnt sé að leggja strax mat á það hvort bæta þurfi snjóflóðavarnir ofan við þorpið.
Viðtal
Geta staðið straum af stórum tjónum
Náttúruhamfaratryggingar Íslands standa vel fjárhagslega og gætu staðið undir stórum tjónum, segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri þeirra. Allir fasteignaeigendur á Íslandi greiði til Náttúruhamfaratrygginga af iðgjöldum brunatrygginga. Fari tjón af einstökum atburði yfir tíu milljarða hafi Náttúruhamfaratryggingar endurtryggingar á erlendum markaði til að standa straum af þeim.
20.01.2020 - 08:22
Myndskeið
Halldór Halldórsson: „Þetta er bara hneyksli“
Halldór Halldórsson, stjórnarmaður í ofanflóðasjóði og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir það algjörlega ófyrirgefanlegt að þeir peningar sem hafi runnið í sjóðinn skuli ekki hafa verið nýttir í ofanflóðavarnir. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, segir að stjórnvöld frá árinu 1997 beri þarna ábyrgð. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það ömurlega stöðu að það sé skammtað svona í þessi verkefni. „Falskt öryggi,“ segir Hanna Katrín Friðriksson.
19.01.2020 - 12:09
Halda áfram að hífa báta þegar veðuraðstæður leyfa
Beðið er eftir að veður skáni á Flateyri svo hægt sé að halda áfram að hífa báta upp úr höfninni. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.
19.01.2020 - 12:04
Viðtal
Nýttu tímann í dag á meðan vel viðraði
Tíminn var vel nýttur á Flateyri í dag við hreinsun úr höfninni. Þar eru sex bátar sem þarf að ná upp eftir snjóflóðið á þriðjudagskvöld. Gott veður var í dag en spáð er vonskuveðri seint í kvöld.
18.01.2020 - 17:04
Stefna á að hífa fyrsta bátinn upp úr höfninni í dag
Íbúar á Flateyri og fleiri þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum kalla eftir aukinni heilbrigðisþjónustu á stöðunum eftir atburði síðustu daga. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða mun draga lærdóm af atburðunum. Stefnt er að því að hífa fyrsta bátinn upp úr höfninni í dag.
Myndskeið
„Hversdagsleikinn að fara að taka við“
„Þetta er náttúrlega fyrsta skipti í dag sem að skóli og leikskóli er, kannski hversdagsleikinn að fara að taka við,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri.
17.01.2020 - 19:24
Viðtal
Leggjast yfir áætlanir og reyna að flýta uppbyggingu
Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, finnst skjóta skökku við að gjald sé innheimt í ákveðnum tilgangi en hluti þess svo notaður í eitthvað annað. Þeir ætla að fara yfir áætlanir um uppbyggingu snjóflóðavarna með það að markmiði að reyna að flýta framkvæmdum. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Almannavarnir stefna á þjónustumiðstöð fyrir vestan
Óvissustig almannavarna á norðanverðum Vestfjörðum er enn í gildi. Liðsauki björgunarmanna sem var sendur vestur í kjölfar snjóflóðanna kemur aftur til Reykjavíkur seinnipartinn og það er ekki búið að biðja um fleiri í staðinn fyrir þá.
17.01.2020 - 10:26
Flotbryggjan á Flateyri er ótryggð
Einn bátur sem var í höfninni á Flateyri er líklega ótryggður. Þá fæst flotbryggjan ekki bætt. Þetta segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands sem er fyrir vestan að meta umfang tjóns eftir snjóflóðin.
17.01.2020 - 10:05
Myndskeið
Hafa tapað tugum milljóna vegna raskana á flugi
Air Iceland Connect hefur fellt niður nærri helming ferða sinna það sem af er ári vegna veðurs. Flogið var til Ísafjarðar í dag í fyrsta sinn í nærri viku. Farþegar taka röskuninni af rósemi.
16.01.2020 - 22:37
Myndskeið
„Aldrei of seint að vinna úr áföllum“
Snjóflóðin sem féllu á Flateyri á miðvikudagskvöld geta rifjað upp minningar frá því fyrir aldarfjórðungi, en 20 manns létust þegar flóð féll á þorpið árið 1995. Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur LSH, segir að nú gæti verið tækifæri fyrir fólk að vinna úr fyrri áföllum.
16.01.2020 - 20:57
Myndskeið
Hefði átt að vera hægt að koma í veg fyrir skemmdirnar
Flóðbylgjan sem skall á Suðureyri olli tjóni á bílum, húsum og tækjum. Sjómaður á Suðureyri telur að brimvarnargarðurinn við þorpið hefði átt að koma í veg fyrir skemmdirnar en gerði það ekki. Umfang þeirra er ekki komið í ljós ennþá.
16.01.2020 - 19:57