Færslur: smálán

„ASÍ styður Neytendasamtökin í sinni baráttu“
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að ASÍ styðji Neytendasamtökin í baráttu þeirra við BPO Innheimtu ehf. Fjármálaeftirlitið þurfi að einbeita sér að slíkum fyrirtækjum.
16.04.2021 - 15:39
Breyta umdeildum innheimtukröfum
Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir gögnum frá fyrirtækinu sem sendi innheimtukröfur á fólk vegna smálána. Neytendastofa hefur málið einnig til skoðunar. Fyrirtækið ætlar að breyta kröfunum þannig að þær endurspegla einungis höfuðstól lánanna.
15.04.2021 - 18:12
Rukka fólk um skuld sem búið er að greiða
Á annað þúsund manns hafa sett sig í samband við Neytendasamtökin eftir að innheimtukröfur vegna smálána voru sendar út seint á þriðjudag. Formaður samtakanna segir dæmi um að verið sé rukka fólk um skuld sem þegar er búið að greiða. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur kallað eftir gögnum frá innheimtufyrirtækinu út af þessum kröfum.
15.04.2021 - 12:48
Neytendasamtökin vara við innheimtu smálána
Neytendasamtökin hvetja alla sem fengið hafa innheimtukröfu frá BPO innheimtu að kalla eftir gögnum um kröfuna. Ástæða sé til að ætla að stór hluti krafna sem verið er að innheimta varði ólögleg lán.
14.04.2021 - 14:50
Neytendasamtökin vara við tilboðum vegna smálána
Neytendasamtökin vara fólk sem tekið hefur smálán við tilboðum frá innheimtufyrirtækinu Almennri innheimtu um að ganga frá greiðslu skulda á grundvelli bréfa sem send hafa verið á skuldara. Neytendasamtökin, sem hafa lengi deilt á Almenna innheimtu, segja að orðalagið í bréfunum sé villandi. Bréfin hafi verið send á fólk með nokkrar skuldir og talað sé um heildarskuld en þegar betur er að gáð eigi boð fyrirtækisins aðeins við um hluta af skuldum hvers og eins.
24.09.2020 - 11:07
Slítur viðskiptatengslum við smálánafyrirtæki
Stjórn Sparisjóðs Strandamanna tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að slíta viðskiptatengslum við þá sem nota innheimtukerfi sparisjóðsins til þess að innheimta smálán. Innheimta og önnur umsýsla slíkra lána verður ekki heimiluð í gegnum innheimtukerfi og tengingar í nafni Sparisjóðs Strandamanna lengur.
Segja ólögleg viðskipti þrífast í skjóli sparisjóðs
Formaður Neytendasamtakanna fullyrðir að ólögleg viðskipti þrífist í skjóli Sparisjóðs Strandamanna en bankinn veitir innheimtufyrirtækinu Almennri innheimtu ehf., sem sér um innheimtu smálána, aðgang að greiðslumiðlunarkerfi bankanna. Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Strandamanna segir að viðskiptin séu nú til endurskoðunar.
Staðfestir að íslensk lög gildi um smálánafyrirtæki
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfesti ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálaánafyrirtækið eCommerce. Þar með stendur sú ákvörðun Neytendastofu að smálánafyrirtækið hafi brotið lög um neytendalán.
22.05.2020 - 13:58
Stofna málsvarnasjóð gegn smálánum
Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtök Íslands tóku í morgun höndum saman um að berjast gegn smálánastarfsemi. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að smálánin séu samfélagsmein og að viðskiptamódel fyrirtækjanna gangi út á að níðast á þeim sem standa höllum fæti.
07.02.2020 - 11:02
„Enginn vill una við óbreytt ástand varðandi smálán“
„Enginn vill una við óbreytt ástand varðandi smálán,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Nefndin hefur til umfjöllunar frumvarp ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja. Óli Björn er bjartsýnn á að unnt verði að afgreiða frumvarpið úr nefnd fyrir jól. 
22.11.2019 - 11:11
Gjöf frá Guði að verða stórskuldugur
Langflestir þurfa einhvern tímann að taka lán. En hvenær verður lán að óláni og hvað þarf að hafa í huga ætli maður sér að taka lán?
14.11.2019 - 09:53
Eiga ekki að geta sniðgengið lög
Iðnaðarmálaráðherra segir að frumvarp um smálánafyrirtæki, sem hún mælti fyrir á Alþingi í dag, sé liður í því að taka á óhagstæðum, óskynsömum og ólöglegum smálánum. Lögin eigi að tryggja að ólögmæt smálánastarfsemi standi ekki undir sér en mega ekki bitna á lögmætri lánastarfsemi, samkeppni og framboði á neytendalánum.
16.10.2019 - 19:33
Krefjast lögbanns í tengslum við smálán
Neytendasamtökin hafa krafist lögbanns á fyrirtæki sem innheimtir skuldir hjá fólki sem tekið hefur lán hjá smálánafyrirtækjum. Dæmi er um einnar og hálfrar miljónar króna skuld sem hækkaði í þrjár milljónir á einu ári, segir formaður samtakanna.  Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hvað starfsemi fyrirtækisins virðist umfangsmikil og óskammfeilin. 
12.09.2019 - 12:00
Smálánafyrirtæki braut íslensk lög
Smálánafyrirtækið eCommerce 2020 telur íslensk lög ekki gilda um starfsemi sína, heldur dönsk, og hyggst áfrýja ákvörðun Neytendastofu. Neytendastofa segir að félagið hafi brotið íslensk lög um neytendalán.
Fjármagna dómsmál gegn smálánafyrirtækjum
Stjórn VR samþykkti í kvöld að skera upp herör gegn smálána- og innheimtufyrirtækjum og fjármagna dómsmál gegn þeim og jafnvel bönkum sem innheimta lánin. Stéttarfélagið hyggst verða fjárhagslegur bakhjarl í baráttunni gegn smálánum og aðstoða þá sem hafa lent í vandræðum vegna lánanna.
14.08.2019 - 22:12
Segir okurlán Kredia Group heyra sögunni til
Forstjóri Kredia Group, sem farið hefur fremst í flokki þeirra sem boðið hafa smálán gegn okurvöxtum hér á landi, segir slík lán heyra sögunni til. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Kredia Group rekur nokkur smálánafyrirtæki á Íslandi, þar á meðal Hraðpeninga, 1909 og Kredia.
26.07.2019 - 04:39
Viðtal
Fara fram á að innheimta smálána verði stöðvuð
Neytendasamtökin hafa farið fram á að innheimtu smálána verði hætt á meðan lánin eru endurútreiknuð. Formaður samtakanna segir að það sé hulin ráðgáta hvers vegna smálán fá enn að viðgangast.
20.07.2019 - 12:56
Viðtal
„Þeir virðast finna allar smugur í kerfinu“
Smálán og skyndilán eru ein helsta ástæða þess að fólk leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara, segir Sara Jasonardóttir, verkefnastjóri fræðslu- og kynningarmála hjá embættinu. Hún segir þetta mikið áhyggjuefni, sem fari vaxandi. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdarstjóri Neytendasamtakanna, segir þau hafa fengið á borð til sín ófá slík mál. „Þetta er einhvern veginn ekki eitt, þetta er allt“, segir hún.
20.06.2019 - 22:58
Neytendastofa í samskiptum við dönsk yfirvöld
„Ef opinbert stjórnvald eins og Neytendastofa úrskurðar að lánastarfsemi ákveðinna fyrirækja sé ólögmæt ber Creditinfo skylda til að framfylgja þeirri ákvörðun stjórnvalda með því að rifta samningum og tryggja að slík fyrirtæki hafi ekki aðgang að skráningu vanskila.“ Þetta segir Sigríður Laufey Jónsdóttir forstöðumaður þjónustu- og lögfræðisviðs Creditinfo.
09.05.2019 - 14:17
Svona er hægt að láta taka sig af vanskilaskrá
Forstöðumaður lögfræðisviðs Creditinfo segir að fólk geti látið taka sig út af vanskilaskrá ef það hreyfir andmælum svo fremi að skuldin hafi ekki farið fyrir dómstóla. Dæmi séu um að smálánaskuldarar hafi verið teknir af vanskilaskrá eftir andmæli þeirra.
07.05.2019 - 17:00
Lenda á vanskilaskrá bara vegna smálána
Formaður Neytendasamtakanna segir það ótækt að Credit Info kanni ekki lögmæti krafna áður en það setur fólk á vanskilaskrá. Dæmi eru um að fólk lendi á vanskilaskrá eingöngu vegna smálána. Fólk losni ekki af vanskilaskrá nema það greiði smálánaskuldina og viðurkenni þar með ólögleg lán.
07.05.2019 - 08:06
Ígrunda að loka á smálánafyrirtæki
Sparisjóður strandamanna, sem veitir smálánafyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlunarkerfi bankanna, skoðar nú hvort unnt sé að loka á viðskiptin. Fjallað var um smálánafyrirtæki í fréttaskýringaþættinum Kveik síðastliðinn þriðjudag. Þar kom fram að Sparisjóður strandamanna er eina fjármálafyrirtækið sem aðstoðar smálánafyrirtækin við greiðslumiðlun. Björn Líndal sparisjóðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu RÚV í dag að málið sé í vinnslu.
06.05.2019 - 16:05
Fréttaskýring
Smálán, stór skuld
Eftir að íslensk stjórnvöld þrengdu að starfsemi smálánafyrirtækja hvarf þorri íslensku fyrirtækjanna af yfirborðinu en skaut upp höfðinu í Kaupmannahöfn skömmu síðar. Þaðan bjóða þau Íslendingum lán með árlegan kostnað upp á allt að 35 þúsund prósent. Það brýtur í bága við íslensk lög, segja talsmenn yfirvalda hér heima.
30.04.2019 - 20:05
Myndskeið
Ólögleg lán boðin frá Danmörku
Íslensku smálánafyrirtækin Kredia, Smálán, Hraðpeningar og 1909 eru nú í eigu skúffufyrirtækis í Danmörku. Þaðan eru áfram veitt smálán sem fara í bága við íslensk lög.
30.04.2019 - 12:05
Hefja fullorðinsárin á vanskilaskrá
Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir að sífellt fleiri leiti til embættisins vegna smálána. Sér í lagi sé ungt fólk þar sem veruleg aukning hefur orðið í þessum lánum, þrátt fyrir mikla umfjöllun um þau.
13.03.2018 - 08:34