Færslur: Skotland

Tókust á um Brexit-frumvarp sem talið er brot á lögum
Hart var tekist á um fyrirhugaðar breytingar á Brexit-samningnum á breska þinginu í dag. Leiðtogi Skoska þjóðarflokksins spurði hvers vegna breski forsætisráðherrann telji að hann sé hafinn yfir lög.
09.09.2020 - 22:30
Erlent · Brexit · Bretland · ESB · Evrópa · Stjórnmál · Skotland
Setja sjálfstæði á oddinn fyrir þingkosningar
Skosk yfirvöld stefna að því vera búin að skipuleggja framkvæmd og tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota næsta vor. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, greindi frá þessu í dag. „Við birtum frumvarpsdrög áður en þessu þingi lýkur,“ sagði hún.
01.09.2020 - 17:54
Rannsóknar krafist á breska lestarkerfinu
Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir rannsókn á öryggi járnbrautakerfisins eftir banaslys í Skotlandi í gær.
Þrennt látið eftir lestarslys í Skotlandi
Þrennt er látið eftir lestarslys sem varð vestur af Stonehaven í Aberdeen-skíri Skotlands í morgun. Sex hafa verið flutt á sjúkrahús með minniháttar áverka.
12.08.2020 - 15:48
Minnst einn talinn látinn í lestarslysi í Skotlandi
Lest fór út af sporinu vestur af Stonehaven í Aberdeen-skíri í Skotlandi rétt fyrir klukkan tíu í morgun.
12.08.2020 - 12:43
Ríflega 19 milljónir Covid-19 smita á heimsvísu
Yfir nítján milljónir hafa greinst með COVID-19 í heiminum öllum og rúmlega 712 þúsund látist úr sjúkdómnum svo vitað sé.
Holtasóley í hættu
Holtasóley, sem einnig gengur undir heitunum hárbrúða eða hármey, er nánast í útrýmingarhættu á Englandi. Þetta kemur fram á vef BBC.
17.07.2020 - 01:10
Erlent · England · Wales · Skotland · gróður · gróðurfar · Blóm · Bretland
Skylda að bera grímu í breskum búðum
Frá og með 24. júlí verður viðskiptavinum enskra verslana skylt að bera grímur fyrir vitum sér á meðan þeir stunda sín viðskipti þar innan dyra. Þau sem ekki fara eftir þessum fyrirmælum eiga yfir höfði sér sekt upp á allt að 100 pund, sem jafngildir ríflega 17.500 krónum. Með þessu fylgja bresk stjórnvöld fordæmi Skota og nokkurra ríkja á evrópska meginlandinu, þar á meðal Spánar, Þýskalands og Ítalíu.
14.07.2020 - 06:43
Hjólaði frá Skotlandi til Grikklands vegna COVID-19
Grikki sem var í háskólanámi í Skotlandi ákvað að hjóla heim, um 3.500 km leið, eftir að allar flugleiðir lokuðust vegna kórónuveirunnar.
13.07.2020 - 23:46
Skoskir þingmenn vilja vernda gelísku
Þingmenn skoska þingsins kalla eftir því að gelískumælandi svæðum verði gefinn meiri gaumur til að koma í veg fyrir að tungumálið deyi út. Skipa verði málinu stærri sess bæði opinberlega og meðal almennings.
06.07.2020 - 06:55
Myndskeið
Hnífstunguárás í miðborg Glasgow
Sex særðust þegar maður réðst á fólk á hóteli í miðborg Glasgow í dag. Lögreglumaður særðist alvarlega í árásinni, en er ekki í lífshættu, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá varalögreglustjóra borgarinnar. Árásarmaðurinn var skotinn til bana.
26.06.2020 - 13:35
Alex Salmond sýknaður
Alex Salmond, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, var í dag sýknaður af ákærum um nauðgunartilraun og fleiri kynferðisglæpi. Ákærur á hendur honum voru þrettán talsins. Hann neitaði því jafnan að hafa brotið af sér. Málið á hendur Salmond var flutt fyrir rétti í Edinborg. Málflutningur stóð í ellefu daga.
23.03.2020 - 16:01
Spegillinn
Samþjöppun eignarhalds jarða vekur víða spurningar
Líkt og á Íslandi er samþjöppun eignarhalds á landi stórmál í Skotlandi. Jarðakaup Jims Ratcliffes hafa gert hann að stærsta jarðeiganda á Íslandi. Í nýju stjórnarfrumvarpi um fasteignakaup eru meðal annars kröfur um gagnsæi og kvaðir til að hindra samþjöppun eignarhalds. Skotar glíma einnig við samþjöppun eignarhalds þar sem stór hluti lands er í eigu örfárra stóreignamanna.
26.02.2020 - 14:07
Tíðavörur verða ókeypis í Skotlandi
Meirihluti þingmanna á skoska þinginu hyggst í dag samþykkja frumvarp um að dömubindi, túrtappar og álíka hreinlætisvörur fyrir konur verði ókeypis þar í landi. Skotland verður þar með fyrsta þjóðin þar sem þessar vörur verða aðgengilegar öllum konum að kostnaðarlausu í skólum, apótekum, félagsmiðstöðvum og frístundaheimilum.
25.02.2020 - 14:56
Meira en helmingur fylgjandi sjálfstæði
Meira en helmingur Skota er fylgjandi því að Skotland verði sjálfstætt ríki ef marka má niðurstöður könnunar sem birtar voru í gærkvöld. Fimmtíu og tvö prósent aðspurðra kváðust fylgjandi sjálfstæði.
04.02.2020 - 13:34
Myndskeið
Skoskir mótmælendur vilja vera áfram í ESB
Það er langt í frá að það ríki sátt um veruna utan Evrópusambandsins. Andstæðingar Brexit í Skotlandi komu saman við þinghúsið í Edinborg í dag. Öðrum megin götunnar mótmælti fólk sem telur framtíð Skotlands best borgið innan Evrópusambandsins en sem kunnugt er tók útganga Bretlands úr sambandinu gildi í gærkvöld.
01.02.2020 - 19:34
Skotar sækjast eftir auknum tengslum við Norðurlandaráð
Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, og Oddný G. Harðardóttir, varaforseti, fóru í dag í opinbera heimsókn í skoska þingið í Edinborg. Þetta er í fyrsta skipti sem forseti Norðurlandaráðs heimsækir Skotland formlega. Skoska þingið hefur að undanförnu sóst eftir auknum tengslum við Norðurlandaráð og segir Silja það tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
30.01.2020 - 18:14
Tugir þúsunda kröfðust sjálfstæðis
Tugir þúsunda tóku þátt í kröfugöngu í Glasgow á laugardag, þrátt fyrir leiðindaveður, og kröfðust sjálfstæðis fyrir Skotland og annarrar atkvæðagreiðslu þar um. Gangan var skipulögð af samtökum sem kalla sig All Under One Banner, eða Öll undir einum fána, og er sú fyrsta af átta sem samtökin hyggjast efna til á þessu ári. Skipuleggjendur áætla að um 80.000 manns hafi tekið þátt í göngunni.
12.01.2020 - 02:14
Sturgeon knýr á um atkvæðagreiðslu
Skoska heimastjórnin mun íhuga alla hugsanlega möguleika til að tryggja sjálfsákvörðunarétt Skota reyni breska stjórnin að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.
19.12.2019 - 11:54
Leiðtogi Frjálslyndra féll af þingi
Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, missti þingsæti sitt til ríflega tólf ára þegar Bretar gengu til kosninga í gær. Swinson, sem setið hefur á þingi fyrir íbúa Dunbartonshire eystra í norðurhluta Glasgow í hálft þrettánda ár, tapaði afar naumlega fyrir frambjóðanda Skoska þjóðarflokksins, hinni 27 ára Amy Callahan.
13.12.2019 - 05:32
Fréttaskýring
Íhaldsflokknum spáð meirihluta en spenna samt
Bretar ganga til þingkosninga í dag, í annað skiptið á tveimur árum og hið þriðja á síðustu fimm árum. Kannanir benda til sigurs Íhaldsflokksins, en dregið hefur saman með stóru flokkunum tveimur svo töluverð spenna ríkir um úrslitin. Kosningarnar í dag eru þær fyrstu í nær heila öld sem haldnar eru í desember.
Heitir hlutleysi verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla
Leiðtogi Breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, ætlar að vera hlutlaus varðandi Brexit og efna til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu verði hann forsætisráðherra. Þetta kom fram í sjónvarpsþætti breska ríkissjónvarpsins í gærkvöld þar sem gestir í sal sóttu hart að leiðtogum fjögurra stærstu flokkanna.
23.11.2019 - 12:08
Alex Salmond ákærður fyrir kynferðisofbeldi
Alex Salmond, fyrrverandi fyrsti ráðherra heimastjórnarinnar í Skotlandi, kom fyrir rétt í Edinborg í dag vegna ásakana tíu kvenna um að hann hafi beitt þær kynferðisofbeldi. Hann kveðst saklaus og ætla að verja sig af fremsta megni.
21.11.2019 - 16:19
Yfir 20.000 Skotar kröfðust sjálfstæðis
Minnst 20.000 Skotar söfnuðust saman í Glasgow í gær og kröfðust sjálfstæðis fyrir Skotland. Bretar ganga til kosninga 12. desember. Brexit - útganga Bretlands úr Evrópusambandinu - er helsta og nánast eina kosningamálið víðast hvar, en í Skotlandi er það nátengt öðru deilumáli, nefnilega sjálfstæðisbaráttu Skota.
03.11.2019 - 01:27
Sturgeon krefst nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu
Nicola Sturgeon, leiðtogi skoska Þjóðarflokksins, ætlar að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á næstu vikum. Þessu greindi hún frá á haustfundi Þjóðarflokksins í Aberdeen í dag. Hún sagði í viðtali á BBC að stuðningur Skota við sjálfstæði hafi aukist í könnunum.
14.10.2019 - 01:25
Erlent · Evrópa · Bretland · Brexit · Skotland