Færslur: Skotland

Hertar reglur í Skotlandi og allt skólahald á netið
Hertar reglur taka gildi í Skotlandi á miðnætti og gilda út mánuðinn til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra landsins, tilkynnt þetta í ávarpi nú á þriðja tímanum. Í aðgerðunum felst meðal annars að allir skólar í landinu verða lokaðir og kennsla færist á netið.
04.01.2021 - 15:01
Sturgeon segir Skotland senn snúa aftur í sambandið
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og formaður Skoska þjóðarflokksins segir að stutt sé í að Skotland snúi aftur í Evrópusambandið.
Evrópuleiðtogar fagna Brexit-samningi
Samkomulagi Breta og Evrópusambandsins hefur verið fagnað víða í dag og þeir leiðtogar Evrópusambandsríkja sem hafa tjáð sig um samninginn allir verið á jákvæðu nótunum. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, segir samninginn sögulegan og leggja grunninn að nýjum kafla í sambandi Bretlands og Evrópusambandsins.
25.12.2020 - 01:02
Tími til að Skotland verði sjálfstætt
Fyrsti ráðherra Skota, Nicola Sturgeon, segir Brexit-samkomulagið gert gegn vilja þjóðar sinnar. Tími sé til kominn að Skotar verði sjálfstætt ríki sem tilheyri Evrópu.
24.12.2020 - 15:16
Brexit-viðræður standa enn yfir
Brexit viðræður virðast vera á lokametrunum og fundað var fram á nótt. Fyrsti ráðherra Skota, Nicola Sturgeon, segir útkomuna hörmulega fyrir skoska bændur, þegar kemur að útflutningi grænmetis.
24.12.2020 - 13:42
Þriðji maðurinn ákærður í Lockerbie-málinu
Bandarísk yfirvöld tilkynntu í gær, mánudag að ákæra hafi verið gefin út gegn Líbíumanninum Abu Agila Mohammad Masud fyrir hryðjuverk. Masud er grunaður um að hafa sett saman sprengjuna sem grandaði þotu bandaríska flugfélagsins Pan Am yfir bænum Lockerbie í Skotlandi fyrir réttum 32 árum.
22.12.2020 - 02:18
Faraldur fíkniefnadauða í Skotlandi
Sjötta árið í röð eru andlát í Skotlandi vegna fíkniefnaneyslu hlutfallslega fleiri en í nokkru öðru landi í Evrópu. Tæplega 300 af hverri milljón íbúa dó vegna fíkniefnaneyslu árið 2018, Svíþjóð er í öðru sæti en langt á eftir, þar er sambærilega dánartala þriðjungur af því sem hún er í Skotlandi.
18.12.2020 - 15:01
Sprengjugerðarmaður verður ákærður í Lockerbie-málinu
Bandarísk yfirvöld hafa í hyggju að opna á ný fyrir ákæru á hendur líbískum manni sem grunaður er um að hafa sett saman sprengjuna sem grandaði bandarískri þotu yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988.
„Aldrei verið vissari“ um sjálfstæði Skotlands
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og formaður Skoska þjóðarflokksins, hefur „aldrei verið vissari" um að sjálfstætt Skotland verði að veruleika. Þetta mun koma fram í ræðu hennar á ársfundi Skoska þjóðarflokksins í dag, að því er segir í tilkynningu frá flokknum.
Dómsorði í Lockerbie-máli lofað eins fljótt og verða má
Þriggja daga málfutningi lauk fyrir æðri dómstól í Skotlandi í dag þar sem tekist var á um sekt eða sakleysi Abdelbaset Mohmet Al-Megrahi að honum látnum.
26.11.2020 - 21:59
Tíðavörur eru nú ókeypis í Skotlandi
Skotland varð í gær fyrsta landið í heiminum þar sem tíðavörur standa öllum sem þær þurfa til boða, án endurgjalds. Lagafrumvarp þessa efnis var einróma samþykkt þegar það var borið undir atkvæði á skoska þinginu að kvöldi þriðjudags. Samkvæmt lögunum ber sveitarstjórnum og heilbrigðisyfirvöldum á hverjum stað að tryggja að tíðatappar, tíðabindi og aðrar tíðavörur séu jafnan aðgengilegar „öllum sem á þeim þurfa að halda," viðkomandi að kostnaðarlausu.
25.11.2020 - 01:27
Áfrýjun Lockerbie-sprengjumannsins tekin fyrir í dag
Málaferli sem ætlað er að snúa við dómi yfir Abdelbaset Mohmet Al-Megrahi að honum látnum, hefjast í Edinborg í Skotlandi í dag. Al-Megrahi var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2001 fyrir að hafa sprengt farþegaþotu bandaríska flugfélagsins Pan-Am í loft upp, yfir bænum Lockerbie í Skotlandi í desember1988.
Frumraun Douglas Stuart fær Booker bókmenntaverðlaunin
Skoski rithöfundurinn Douglas Stuart hlaut í dag hin virtu Booker-verðlaun fyrir frumraun sína Shuggie Bain.
20.11.2020 - 00:28
Spegillinn
Brexit, upphlaup og fjölmiðlafár
Rétt þegar Boris Johnson forsætisráðherra ætlaði að fara að treysta stefnu ríkisstjórnarinnar og koma henni á réttan kjöl eftir hræringar í teymi forsætisráðherra þurfti Johnson að fara í einangrun vegna Covid-19 smits. Stjórnin glímir við stöðug upphlaup í bland við örlagaríka Brexit-samninga við Evrópusambandið og veiruhremmingar.
18.11.2020 - 16:38
Póstkort frá Evrópu
Knúsfélagar í Belgíu og útgöngubann í Prag
Faraldurinn er enn í vexti í Evrópu og hafa mörg ríki gripið til hertra takmarkanna. Í Belgíu er mælt með svokölluðum knúsfélögunum og í Prag er útgöngubann eftir níu á kvöldin. Fréttastofa heyrði í nokkrum af þeim fjölda Íslendinga sem eru búsettir víða í álfunni
14.11.2020 - 19:50
Erlent · Evrópa · Innlent · COVID-19 · Danmörk · Belgía · England · Skotland · Svíþjóð · Tékkland
Spegillinn
Sjálfstæði Skota, Johnson, Brexit og COVID
Skoskir sjálfstæðissinnar töpuðu þjóðaratkvæðagreiðslu 2014 um sjálfstætt Skotland og það átti að útkljá allt sjálfstæðistal um ókomin ár. En nú blómstra sjálfstæðisvonirnar meir en nokkru sinni í krafti vinsælda Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skota og að Boris Johnson forsætisráðherra Breta er óvinsæll í Skotlandi. Brexit og svo glíman við COVID-19 efla sjálfstæðishugmyndirnar enn frekar.
Skoska lögreglan hefur stöðvað yfir 3.000 heimasamkvæmi
Skoska lögreglan hefur að undanförnu leyst upp hundruð samkvæma í heimahúsum í viku hverri, þar sem þau brjóta í bága við strangar sóttvarnareglur landsins. Þær kveða meðal annars á um bann við öllum heimsóknum í heimahús, með örfáum undantekningum þó. Þær undantekningar ná þó ekki til partístands og glasaglaums.
28.10.2020 - 05:20
Heimsglugginn
Meirihluti kjósenda vill sjálfstætt Skotland
Næstum sex af hverjum tíu kjósendum í Skotlandi vilja að landið fái sjálfstæði og slitið verði á tengslin við bresku krúnuna. Þetta er mesti stuðningur sem nokkru sinni hefur mælst við sjálfstæði Skotlands.
15.10.2020 - 11:15
Stuðningur við sjálfstæði Skotlands eykst enn
Stuðningur við að Skotland segi sig úr lögum við Stóra-Bretland og gerist sjálfstætt ríki hefur aldrei mælst meiri meðal skoskra kjósenda en nú, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun fyrirtækisins Ipsos Mori. Í henni sögðust 58 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi sjálfstæði Skotlands, en 42 prósent vildu halda í óbreytta stöðu landsins innan Bretaveldis.
Tókust á um Brexit-frumvarp sem talið er brot á lögum
Hart var tekist á um fyrirhugaðar breytingar á Brexit-samningnum á breska þinginu í dag. Leiðtogi Skoska þjóðarflokksins spurði hvers vegna breski forsætisráðherrann telji að hann sé hafinn yfir lög.
09.09.2020 - 22:30
Erlent · Brexit · Bretland · ESB · Evrópa · Stjórnmál · Skotland
Setja sjálfstæði á oddinn fyrir þingkosningar
Skosk yfirvöld stefna að því vera búin að skipuleggja framkvæmd og tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota næsta vor. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, greindi frá þessu í dag. „Við birtum frumvarpsdrög áður en þessu þingi lýkur,“ sagði hún.
01.09.2020 - 17:54
Rannsóknar krafist á breska lestarkerfinu
Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir rannsókn á öryggi járnbrautakerfisins eftir banaslys í Skotlandi í gær.
Þrennt látið eftir lestarslys í Skotlandi
Þrennt er látið eftir lestarslys sem varð vestur af Stonehaven í Aberdeen-skíri Skotlands í morgun. Sex hafa verið flutt á sjúkrahús með minniháttar áverka.
12.08.2020 - 15:48
Minnst einn talinn látinn í lestarslysi í Skotlandi
Lest fór út af sporinu vestur af Stonehaven í Aberdeen-skíri í Skotlandi rétt fyrir klukkan tíu í morgun.
12.08.2020 - 12:43
Ríflega 19 milljónir Covid-19 smita á heimsvísu
Yfir nítján milljónir hafa greinst með COVID-19 í heiminum öllum og rúmlega 712 þúsund látist úr sjúkdómnum svo vitað sé.