Færslur: Skotland

Skoskir þingmenn vilja vernda gelísku
Þingmenn skoska þingsins kalla eftir því að gelískumælandi svæðum verði gefinn meiri gaumur til að koma í veg fyrir að tungumálið deyi út. Skipa verði málinu stærri sess bæði opinberlega og meðal almennings.
06.07.2020 - 06:55
Myndskeið
Hnífstunguárás í miðborg Glasgow
Sex særðust þegar maður réðst á fólk á hóteli í miðborg Glasgow í dag. Lögreglumaður særðist alvarlega í árásinni, en er ekki í lífshættu, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá varalögreglustjóra borgarinnar. Árásarmaðurinn var skotinn til bana.
26.06.2020 - 13:35
Alex Salmond sýknaður
Alex Salmond, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, var í dag sýknaður af ákærum um nauðgunartilraun og fleiri kynferðisglæpi. Ákærur á hendur honum voru þrettán talsins. Hann neitaði því jafnan að hafa brotið af sér. Málið á hendur Salmond var flutt fyrir rétti í Edinborg. Málflutningur stóð í ellefu daga.
23.03.2020 - 16:01
Spegillinn
Samþjöppun eignarhalds jarða vekur víða spurningar
Líkt og á Íslandi er samþjöppun eignarhalds á landi stórmál í Skotlandi. Jarðakaup Jims Ratcliffes hafa gert hann að stærsta jarðeiganda á Íslandi. Í nýju stjórnarfrumvarpi um fasteignakaup eru meðal annars kröfur um gagnsæi og kvaðir til að hindra samþjöppun eignarhalds. Skotar glíma einnig við samþjöppun eignarhalds þar sem stór hluti lands er í eigu örfárra stóreignamanna.
26.02.2020 - 14:07
Tíðavörur verða ókeypis í Skotlandi
Meirihluti þingmanna á skoska þinginu hyggst í dag samþykkja frumvarp um að dömubindi, túrtappar og álíka hreinlætisvörur fyrir konur verði ókeypis þar í landi. Skotland verður þar með fyrsta þjóðin þar sem þessar vörur verða aðgengilegar öllum konum að kostnaðarlausu í skólum, apótekum, félagsmiðstöðvum og frístundaheimilum.
25.02.2020 - 14:56
Meira en helmingur fylgjandi sjálfstæði
Meira en helmingur Skota er fylgjandi því að Skotland verði sjálfstætt ríki ef marka má niðurstöður könnunar sem birtar voru í gærkvöld. Fimmtíu og tvö prósent aðspurðra kváðust fylgjandi sjálfstæði.
04.02.2020 - 13:34
Myndskeið
Skoskir mótmælendur vilja vera áfram í ESB
Það er langt í frá að það ríki sátt um veruna utan Evrópusambandsins. Andstæðingar Brexit í Skotlandi komu saman við þinghúsið í Edinborg í dag. Öðrum megin götunnar mótmælti fólk sem telur framtíð Skotlands best borgið innan Evrópusambandsins en sem kunnugt er tók útganga Bretlands úr sambandinu gildi í gærkvöld.
01.02.2020 - 19:34
Skotar sækjast eftir auknum tengslum við Norðurlandaráð
Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, og Oddný G. Harðardóttir, varaforseti, fóru í dag í opinbera heimsókn í skoska þingið í Edinborg. Þetta er í fyrsta skipti sem forseti Norðurlandaráðs heimsækir Skotland formlega. Skoska þingið hefur að undanförnu sóst eftir auknum tengslum við Norðurlandaráð og segir Silja það tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
30.01.2020 - 18:14
Tugir þúsunda kröfðust sjálfstæðis
Tugir þúsunda tóku þátt í kröfugöngu í Glasgow á laugardag, þrátt fyrir leiðindaveður, og kröfðust sjálfstæðis fyrir Skotland og annarrar atkvæðagreiðslu þar um. Gangan var skipulögð af samtökum sem kalla sig All Under One Banner, eða Öll undir einum fána, og er sú fyrsta af átta sem samtökin hyggjast efna til á þessu ári. Skipuleggjendur áætla að um 80.000 manns hafi tekið þátt í göngunni.
12.01.2020 - 02:14
Sturgeon knýr á um atkvæðagreiðslu
Skoska heimastjórnin mun íhuga alla hugsanlega möguleika til að tryggja sjálfsákvörðunarétt Skota reyni breska stjórnin að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.
19.12.2019 - 11:54
Leiðtogi Frjálslyndra féll af þingi
Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, missti þingsæti sitt til ríflega tólf ára þegar Bretar gengu til kosninga í gær. Swinson, sem setið hefur á þingi fyrir íbúa Dunbartonshire eystra í norðurhluta Glasgow í hálft þrettánda ár, tapaði afar naumlega fyrir frambjóðanda Skoska þjóðarflokksins, hinni 27 ára Amy Callahan.
13.12.2019 - 05:32
Fréttaskýring
Íhaldsflokknum spáð meirihluta en spenna samt
Bretar ganga til þingkosninga í dag, í annað skiptið á tveimur árum og hið þriðja á síðustu fimm árum. Kannanir benda til sigurs Íhaldsflokksins, en dregið hefur saman með stóru flokkunum tveimur svo töluverð spenna ríkir um úrslitin. Kosningarnar í dag eru þær fyrstu í nær heila öld sem haldnar eru í desember.
Heitir hlutleysi verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla
Leiðtogi Breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, ætlar að vera hlutlaus varðandi Brexit og efna til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu verði hann forsætisráðherra. Þetta kom fram í sjónvarpsþætti breska ríkissjónvarpsins í gærkvöld þar sem gestir í sal sóttu hart að leiðtogum fjögurra stærstu flokkanna.
23.11.2019 - 12:08
Alex Salmond ákærður fyrir kynferðisofbeldi
Alex Salmond, fyrrverandi fyrsti ráðherra heimastjórnarinnar í Skotlandi, kom fyrir rétt í Edinborg í dag vegna ásakana tíu kvenna um að hann hafi beitt þær kynferðisofbeldi. Hann kveðst saklaus og ætla að verja sig af fremsta megni.
21.11.2019 - 16:19
Yfir 20.000 Skotar kröfðust sjálfstæðis
Minnst 20.000 Skotar söfnuðust saman í Glasgow í gær og kröfðust sjálfstæðis fyrir Skotland. Bretar ganga til kosninga 12. desember. Brexit - útganga Bretlands úr Evrópusambandinu - er helsta og nánast eina kosningamálið víðast hvar, en í Skotlandi er það nátengt öðru deilumáli, nefnilega sjálfstæðisbaráttu Skota.
03.11.2019 - 01:27
Sturgeon krefst nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu
Nicola Sturgeon, leiðtogi skoska Þjóðarflokksins, ætlar að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á næstu vikum. Þessu greindi hún frá á haustfundi Þjóðarflokksins í Aberdeen í dag. Hún sagði í viðtali á BBC að stuðningur Skota við sjálfstæði hafi aukist í könnunum.
14.10.2019 - 01:25
Erlent · Evrópa · Bretland · Brexit · Skotland
Handtóku rangan mann í Glasgow
Maður sem lögreglan í Glasgow í Skotlandi handtók síðastliðna nótt reyndist ekki vera sá sem leitað er að á alþjóðavísu grunaður um morð. Manninum var sleppt úr haldi eftir að DNA-prófanir leiddu það í ljós. Hinn eftirlýsti er talinn hafa myrt eiginkonu sína og fjögur börn árið 2011.
12.10.2019 - 17:56
Eftirlýstur morðingi handtekinn í Glasgow
Lögreglan í Glasgow í Skotlandi handtók franskan mann á alþjóðaflugvelli borgarinnar. Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur honum vegna gruns um að hann hafi myrt eiginkonu sína og fjögur börn árið 2011. 
12.10.2019 - 07:28
Banna foreldrum að flengja og slá börnin sín
Skoska þingið samþykkti í dag lög sem banna foreldrum og þeim sem annast börn að beita þau líkamlegum refsingum. Skotland varð þar með fyrsta ríki Bretlandseyja til að leiða þetta í lög en Wales gæti fylgt á eftir fljótlega. Lögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, 84 gegn 29 síðdegis í dag.
03.10.2019 - 23:14
Skoskir viskíframleiðendur uggandi vegna tolla
Áform Bandaríkjastjórnar um að leggja 25 prósenta verndartoll á skoskt viskí veldur framleiðendunum áhyggjum. Engin þjóð kaupir meira af þeim en Bandaríkjamenn.
03.10.2019 - 17:45
Loch Ness skrímslið er kannski áll
Nýsjálenskir vísindamenn tóku til við að reyna að kortleggja dýralíf í Loch Ness í Skotlandi. Vatnið er líklega þekktast fyrir skrímslið sem sagt er dvelja í því. Samkvæmt rannsókninni er útilokað að stór dýr á borð við hina löngu útdauðu svaneðlu eða stærri fiska á borð við styrju væri að finna í vatninu, sem og steinbít eða Grænlandshákarl. Helst telja vísindamennirnir að risaálar gætu skýrt hvers vegna margir telja skrímsli búa í Loch Ness.
06.09.2019 - 14:09
Óeirðarlögregla kölluð út í Glasgow
Óeirðarlögregla var kölluð út í skosku borginni Glasgow í gærkvöld. Átök urðu í borginni á milli þátttakenda í fjöldagöngu fyrir sameinuðu Írlandi og hundruð manna sem mótmæltu göngunni.
31.08.2019 - 07:56
Leiðtogi Íhaldsflokksins í Skotlandi hættir
Ruth Davidson, leiðtogi Íhaldsflokksins í Skotlandi, tilkynnti á fundi með fréttamönnum á ellefta tímanum að hún ætlaði að láta af embætti og ekki bjóða sig fram til þingsins í Edinborg á ný. Davidson sagði að persónulegar ástæður liggja til grundvallar, hún hefði eignast son á síðasta ári og óskaði að hafa meiri tíma fyrir fjölskylduna.
29.08.2019 - 11:50
Kona lést af völdum eldingar í Skotlandi
Kona á sextugsaldri lést eftir að hafa orðið fyrir eldingu á göngu um skosku hálöndin í gærkvöld. Hún var ásamt hópi á göngu nærri Glencoe, í vestanverðu Skotlandi, þegar elding hæfði hana og einn annan úr gönguhópnum.
09.06.2019 - 07:44
Yfir 30.000 kröfðust sjálfstæðs Skotlands
Tugir þúsunda tóku þátt í kröfugöngu í Glasgow í dag, þar sem þess var krafist að haldin yrði önnur atkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Stóra Bretlandi. Áætlað er að göngufólk hafi verið á bilinu 30 - 35.000 og mun þetta vera fjölmennasta samkoman af þessu tagi síðan Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skota, hóf fyrst máls á því að efna til annarrar atkvæðagreiðslu.
05.05.2019 - 02:24