Færslur: Skotland

Heimsglugginn
Heimsglugginn: Norður-Írland, Skotland og Hans-eyja
Breska stjórnin kynnti á mánudaginn frumvarp um einhliða breytingar á Norður-Írlandsákvæði útgöngusamnings Breta úr Evrópusambandinu. Ráðamenn ESB segja ákvæði frumvarpsins brot á samningnum og þar með alþjóðalögum. Sambandið hefur því ákveðið að draga Breta fyrir dóm. Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 við Boga Ágústsson.
Vilja tryggja aðgengi almennings að reiðufé
Bresk stjórnvöld heita almenningi því að reiðufé verði áfram aðgengilegt þrátt fyrir að stafrænar lausnir hafi orðið til þess að bankaútibúum er lokað í æ ríkari mæli.
Heimsglugginn
Sinn Fein spáð sigri á Norður-Írlandi
Kosningar til þings Norður-Írlands gætu orðið sögulegar því lýðveldissinnar gætu orðið stærsti flokkur á þinginu í Stormont í fyrsta sinn. Kannanir benda til þess að stærsti flokkur lýðveldissinna, Sinn Fein, fái flest atkvæði. Þá er Alliance-flokknum spáð góðu gengi. Hann vill stuðla að samvinnu kaþólskra og mótmælenda.
05.05.2022 - 09:42
Sjómenn segja sjaldan hafa verið jafn mikið um þorsk
Fulltrúar helstu fiskveiðiríkja við Norðursjó hafa gert með sér samkomulag svo bæta megi þær vísindarannsóknir sem leggja grunninn að ákvörðunum um alþjóðlegan þorskkvóta. Þeir segja sjaldan hafa verið jafn mikið um þorsk.
Framtíð afskekktasta öldurhúss Bretlandseyja tryggð
Fastagestum afskekktasta öldurhúss á Bretlandseyjum tókst að safna nægu fé til að tryggja áframhaldandi rekstur þess. Framtíð The Old Forge í Skotlandi var óráðin eftir að fyrri eigandi ákvað að selja.
03.04.2022 - 02:00
Biður fórnarlömb galdraofsókna afsökunar
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, bað fórnarlömb galdraofsókna formlega afsökunar í gærkvöldi. Alls er talið að um 4.000 Skotar hafi verið sakaðir um brot á lögum gegn fjölkynngi á árunum 1563 til 1736, segir í frétt breka ríkisútvarpsins um málið.
09.03.2022 - 07:23
Krefjast sakaruppgjafar til handa skoskum nornum
Tvær konur berjast nú fyrir því að allir sem dæmdir voru til dauða fyrir fjölkynngi í Skotlandi hljóti sakaruppgjöf. Eins vilja þær að reistur verði minnisvarði um fólkið.
Látið sem Ferrell vilji syngja fyrir Íslands hönd
Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell virðist halda áfram að sýna áhuga sinn á þátttöku Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Spurt var undir hans nafni á Twitter í kvöld hvort hann mætti syngja fyrir hönd landsins í keppninni í ár. Þarna fer þó ekki leikarinn sjálfur.
Völlur á Bandaríkjamönnum á vellinum
Bandaríkjaher hefur aukið umsvif sín undanfarið á Keflavíkurflugvelli. Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra telur það koma til vegna aukins eftirlits með ferðum Rússa. Það tengist aukinni spennu milli þeirra og Úkraínumanna.
Áætlun B gildir áfram til að vernda heilbrigðiskerfið
Áætlun B fyrir kórónuveirufaraldurinn gildir áfram á Englandi enda fer álag á heilbrigðiskerfið þar vaxandi. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir að það sé fásinna að halda að faraldurinn sé yfirstaðinn.
Yfir tíu þúsund á enskum sjúkrahúsum með COVID-19
Alls liggja nú yfir tíu þúsund á enskum sjúkrahúsum með COVID-19 sem er mesti fjöldi frá því 1. mars síðastliðinn. Smitum fjölgar mjög á Bretlandseyjum af völdum omíkron-afbrigðisins.
Óbreyttar takmarkanir í Englandi fram á næsta ár
Sóttvarnaaðgerðir verða ekki hertar í Englandi fyrir áramót, ólíkt því sem gert hefur verið annars staðar á Bretlandi. Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, greindi frá þessu í gærkvöld eftir samráðsfund ríkisstjórnar Borisar Johnsons.
28.12.2021 - 01:57
Smitum fjölgar hratt á Bretlandi og bólusetningum líka
Kórónuveirusmitum heldur áfram að fjölga á Bretlandi þar sem 122.186 manns greindust með COVID-19 á aðfangadag, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum sólahring. Meirihluti smita er rakinn til omíkron-afbrigðisins, sem er mun smitnæmara en önnur afbrigði en mögulega ekki jafn hættulegt. Skotar, Walesverjar ög Norður-Írar hafa innleitt harðari sóttvarnareglur vegna þessa en í Englandi bíða stjórnvöld enn átekta. Fleiri voru bólusett vikuna fyrir jól en nokkru sinni á jafn skömmum tíma.
25.12.2021 - 07:17
Allt að 70% minni líkur á innlögn vegna omíkron
Allt að 50 til 70% minni líkur eru á að fólk sem smitast af Omíkron afbrigði kórónuveirunnar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús en af völdum fyrri afbrigða veirunnar. Þetta eru niðurstöður nýrrar viðamikillar breskrar rannsóknar.
Bretland: Metfjöldi nýrra Covid-smita í gær
Tæplega 120 þúsund ný kórónuveirutilfelli greindust á Bretlandseyjum í gær. Það er enn eitt metið í fjölda smita en á miðvikudaginn greindust tæp 110 þúsund smit.
23.12.2021 - 16:55
Viðtal
1,5 gráða möguleg með pólitískum vilja og forystu
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, segir að hægt sé að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráðu með pólitískum vilja og forystu. Í viðtali við fréttstofu RÚV í gær sagðist hún vonast til þess að drögin sem rædd voru þann daginn yrðu efld og bætt svo hægt væri að halda í markmiðið um 1,5 gráður. Viðtalið við Sturgeon má sjá í fullri lengd í spilaranum hér að ofan.
Vonast til að afgreiða lokayfirlýsingu síðdegis í dag
26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lýkur að líkindum í Glasgow í dag og ljóst að ekki tókst að semja um aðgerðir sem nægja til að halda hlýnun Jarðar innan þeirra marka sem að var stefnt, einnar og hálfrar gráðu. Til þess að það náist telja helstu vísindamenn heims á sviði loftslagsmála að minnka þurfi losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030 og ná kolefnishluteysi ekki síðar en 2050.
Fjórir handteknir á leik Brøndby og Glasgow Rangers
Forystumenn danskrar knattspyrnu hafa áhyggjur af auknu ofbeldi í kringum knattspyrnuleiki. Iðulega sýður upp úr milli áhangenda fótboltaliða og lögregla þarf að hafa afskipti af þeim. Það gerðist seinast í gærkvöldi.
05.11.2021 - 02:35
Lockerbie
Líbíumenn ræða framsal Masuds til Bandaríkjanna
Utanríkisráðherra Líbíu kveðst vilja vinna með bandarískum yfirvöldum að framsali mannsins sem er grunaður um að hafa sett saman sprengjuna sem grandaði þotu bandaríska flugfélagsins Pan Am yfir bænum Lockerbie í Skotlandi fyrir næstum 33 árum, í desember 1988.
04.11.2021 - 02:28
G20: Ræða loftslagsmál og endurreisn efnahagslífsins
Búist er við að endurreisn efnahags heimsins eftir kórónuveirufaraldurinn og baráttan við loftslagsvána verði helstu umræðuefni leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heimsins nú um helgina. G20 ráðstefnan hefst í Róm höfuðborg Ítalíu í dag.
Bjartsýni á virkni nýs bóluefnis Valneva eftir prófanir
Helsti rannsakandi  fransk-austurríska lífefnafyrirtækisins Valneva kveðst vongóður um að nýtt bóluefni þess gegn COVID-19 leiki stórt hlutverk í að binda endi á kórónuveirufaraldurinn. Þriðja stigs prófanir lofa góðu.
Sjónvarpsfrétt
Kannski síðasta tækifærið til að bjarga heiminum
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow er síðasta tækifæri þjóða heimsins til að snúa þróuninni við, að mati fyrsta ráðherra Skotlands. Heimsbyggðin hafi ekki gert nóg síðan Parísarsamkomulagið var undirritað fyrir um sex árum og úr því þurfi að bæta.
16.10.2021 - 20:34
Myndskeið
Sturgeon færði Katrínu glæpasögu
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra eiga ýmislegt sameiginlegt. Þar á meðal er ástríða fyrir lestri glæpasagna. Þær hittust hér á landi í gær og þá afhenti Sturgeon Katrínu eina slíka að gjöf frá skoskum höfundi.
16.10.2021 - 14:26
Englendingar taldir flykkjast utan eftir reglubreytingu
Búist er við að Englendingar sækist í ferðalög til útlanda eftir að ríkisstjórnin tilkynnti einfaldaðar reglur um ferðalög milli landa í gær. Fullbólusett fólk sem kemur frá löndum sem ekki eru á rauðum lista þarf ekki lengur að fara í kórónuveirupróf fyrir brottför.
Bíða ráðgjafar landlækna um bólusetningu unglinga
Breska ríkisstjórnin lítur svo á að rök séu með því að bólusetja heilbrigð börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar bíða ráða landlækna þjóðanna fjögurra á Bretlandseyjum áður en endanleg ákvörðun verður tekin.