Færslur: Skattar

Bjartsýni gætir um flugrekstur í Færeyjum
Nokkur batamerki er að sjá á rekstri færeyska flugfélagsins Atlantic Airways og alþjóðaflugvallarins í Vogum eftir nokkur erfið ár. Halli á rekstri flugfélagsins minnkaði mjög milli áranna 2020 og 2021.
Færeyjar
Nemendur vilja að fjármál verði skyldufag í skólum
Nemendur í efri bekkjum grunnskóla í Færeyjum vilja að fjármál einstaklinga verði skyldufag í skólum. Á fjórða tug ungmenna sat sérstakt lögþing í Færeyjum fyrr í vikunni og lögðu að því loknu þrettán tillögur fyrir landsstjórnina.
Trump og tvö elstu börn hans boðuð til yfirheyrslu
Letitia James, ríkissaksóknari í New York, hefur stefnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, syni hans Don yngri og dótturinni Ivönku fyrir dóm vegna yfirstandandi rannsóknar á viðskiptaveldi fjölskyldunnar.
Um 35% fleiri nýskráðir bílar 2021 en 2020
Ríflega tólf þúsund nýjar fólksbifreiðar voru nýskráðar í landinu frá áramótum og til jóla. Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem fyrir lágu á jóladag fjölgaði nýskráningum milli áranna 2020 og 2021 um 35,5%.
02.01.2022 - 07:30
Launahækkanir á móti sköttum og gjaldskrárbreytingum
Samningsbundnar launahækkanir taka gildi um áramótin og persónuafsláttur hækkar. Á móti kemur að hinar ýmsu hækkanir verða á gjöldum og þjónustu á vegum ríkis og sveitarfélaga.
01.01.2022 - 18:36
Stakkaskipti möguleg á breytingum skattaívilnunar
Útlit er fyrir að breyting sem gera átti á ívilnunum til kaupa á tengiltvinnbíl verði með öðru móti um komandi áramót en áður var fyrirhugað. Ívilnunin er í formi lækkaðs virðisaukaskatts og nemur í dag að hámarki 960 þúsund krónum.
Viðtal
Getur krafist slita á 1600 fyrirtækjum eða félögum
Sextán hundruð félög eða fyrirtæki eiga yfir höfði sér að skatturinn beiti nýju úrræði og krefjist slita og skiptingu á búi félagsins. Skattalögfræðingur segir að þetta þýði aukinn kostnað fyrir ríkissjóð þar sem ríkið þarf þá að greiða fyrir gjaldþrotaskiptin. Þetta geti hins vegar komið í veg fyrir kennitöluflakk og undanskot.
13.11.2021 - 19:25
Musk spyr fylgjendur sína ráða um sölu hlutafjár
Stofnandi Tesla og SpaceX, frumkvöðullinn og auðkýfingurinn Elon Musk spurði fylgjendur sína í dag á Twitter hvort hyggilegt væri af honum að selja tíu prósent hlutafjár síns í bílaframleiðslunni.
07.11.2021 - 00:27
G20: Ræða loftslagsmál og endurreisn efnahagslífsins
Búist er við að endurreisn efnahags heimsins eftir kórónuveirufaraldurinn og baráttan við loftslagsvána verði helstu umræðuefni leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heimsins nú um helgina. G20 ráðstefnan hefst í Róm höfuðborg Ítalíu í dag.
Poppstjörnur og fótboltamenn eru í Pandora skjölunum
Nafn kólumbísku söngkonunnar Shakiru kemur fyrir í Pandora skjölunum, en það á einnig við um margar aðrar stjörnur. Pandora skjölin koma frá fjórtán aflandsþjónustufyrirtækjum og afhjúpa meðal annars fjármál og vafasöm milljarðaviðskipti fyrrverandi eða núverandi þjóðarleiðtoga og kaupsýslumanna.
05.10.2021 - 00:34
Johnson ætlar að þrýsta á Bezos um skattgreiðslur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að ræða skattgreiðslur Amazon-netverslanarisans við Jeff Bezos stofnanda fyrirtækisins í dag.
20.09.2021 - 05:44
Hagfræðingar telja framtíð bjarta fyrir stjórn Støres
Norskir hagfræðingar álíta framtíðina bjarta fyrir nýja ríkisstjórn Jónasar Gahr Støre formanns Verkamannaflokksins. Efnahagurinn sé á uppleið, bæði í Noregi og helstu viðskiptalöndum og kórónuveirusmitum sé jafnframt tekið að fækka.
Verðbólga á uppleið í takt við hækkandi hrávöruverð
Verði hækkun hrávöruverðs á heimsmarkaði varanleg þykir ljóst að verðbólga aukist í heiminum. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem segir að hrávöruverð hafi ekki verið jafnhátt í tæp tíu ár. Mikil óvissa ríki þó um framhaldið.
Spegillinn
Covid-áhrif gegn skattaskjólum
Skattareglur, sem gera stórfyrirtækjum kleyft að færa hagnað í skattaskjól, hafa lengi verið þyrnir í augum baráttufólks fyrir réttlátari sköttum. Covid hefur ýtt undir skilning á samhjálp og á laugardaginn var gerðu fjármálaráðherrar G7-ríkjanna samkomulag sem miðar að því að að afnema skattaskjól. Róttæk fyrirætlun þó það eigi enn eftir að koma í ljós hvað mun nákvæmlega felast í þessum nýju reglum.
08.06.2021 - 16:54
Sjónvarpsfrétt
Breyttar skattareglur geta haft veruleg áhrif á Íslandi
Ákvörðun G7-ríkjanna um að leggja skatta á alþjóðleg fyrirtæki getur haft veruleg áhrif hér á landi ef vel tekst til, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. Hvert ríki þarf að breyta eigin löggjöf í samræmi við komandi alþjóðasamninga.
06.06.2021 - 20:30
Sundurliðaðir álagningarseðlar aðgengilegir
Einstaklingar geta nú nálgast álagningarseðla á vef Skattsins, en þeir eru nú aðgengilegir með breyttum hætti. Nú er sett fram myndrænt hvernig skattarnir skiptast á milli ríkis og sveitarfélaga og í hvaða málaflokka þeir renna.
28.05.2021 - 08:48
Viðtal
Segir sameiningu skattrannsóknaembætta af hinu góða
Fjármálaráðherra segist sannfærður um að sameining embætta skattrannsókna sé af hinu góða og einfaldi skattrannsóknir. Fjöldi jákvæðra umsagna hafi borist við frumvarpið. Hann vísar gagnrýni fyrrverandi ríkisskattstjóra á bug.
07.05.2021 - 12:55
Myndskeið
Segir breytingar veikja stöðu skattrannsókna
Ákvörðun um að færa embætti skattrannsóknarstjóra undir ríkisskattstjóra veikir stöðu skattrannsókna, segir Indriði H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri. Hann segir að hlutverk skattrannsóknarstjóra sé nú óljóst. 
Ráðuneytið segir varnaðarorð byggð á misskilningi
Skattrannsóknarstjóri varar við að rannsókn refsiverðra skattalagabrota verði flutt til héraðssaksóknara og óttast að það leiði meðal annars til endurtekinna rannsókna. Fjármálaráðuneytið andmælir þessu í umsögn, vill að breytingarnar nái fram að ganga og álítur að skattrannsóknarstjóri misskilji frumvarpið.
Fjölmargar skattbreytingar taka gildi um áramótin
Ýmsar skattbreytingar taka gildi um áramótin sem snerta bæði heimilin og fyrirtækin í landinu. Samtals eru áhrif þeirra metin til um 18 milljarða lækkunar á tekjum ríkissjóðs og því til viðbótar nema tímabundnir skattastyrkir innan virðisaukaskattkerfisins um 13 milljörðum.
31.12.2020 - 15:49
Skuldsetning ríkisins gæti leitt af sér skattahækkanir
Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir íslenska ríkið þurfa meiri skattheimtu, niðurskurð eða hagvöxt til að grynnka á skuldum í framtíðinni.
16.12.2020 - 04:02
Skattaembætti sameinuð – tvöföld refsing útilokuð
Embætti skattrannsóknastjóra færist undir Skattinn í nýju frumvarpi fjármálaráðherra. Breytingarnar má rekja til dóma Mannréttindadómstólsins um óheimilar tvöfaldar refstingar við rannsókn og saksókn skattalagabrota. Fjármálaráðherra vonast til að hægt verði að tryggja betri samfellu og utanumhald um rannsókn og meðferð mála sem varða skattaundanskot og skattalagabrot með nýju frumvarpi.
Þurfti úrskurð til að fá Airbnb gögn
Skattrannsóknarstjóri metur nú hvort tilefni sé til að grípa til aðgerða vegna vangoldinna skatta vegna útleigu Airbnb íbúða. Upplýsingar um leigugreiðslur vegna hluta þeirra hér á landi bárust embættinu nýlega og námu þær rúmum 25 milljarði á árunum 2015-'18.  Leita þurfti til dómstóla á Írlandi til að fá gögnin afhent.
26.08.2020 - 15:41