Færslur: Sjúkratryggingar Íslands

ÖBÍ segja greiðsluþakið hálfgerðan blekkingarleik
Öryrkjabandalag Íslands segir þak á greiðsluþátttöku sjúklinga hriplekt. Í nýrri skýrslu þess kemur fram að sjúklingar greiði á annan milljarð í komugjöld til sérfræðilækna og sjúkraþjálfara framhjá greiðsluþakinu. Formaður bandalagsins segir viðbótarkostnaðinn bitna verst á þeim sem mest þurfa á þjónustunni að halda. 
Ekki hægt að horfa á starfsreynsluákvæðið eitt og sér
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að forgangsröðun í þjónustu talmeinafræðinga sé eitt af því sem verði að ræða áður en ákvæði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga verður endurskoðað og gengið frá samningum.
Sjónvarpsfrétt
Segir tvöfalt kerfi í uppsiglingu og að börn líði fyrir
Náist ekki samningar á milli Félags talmeinafræðinga og Sjúkratrygginga Íslands verður til tvöfalt kerfi sem bitnar fyrst og fremst á börnum í viðkvæmri stöðu. Þetta segir talmeinafræðingur, og bætir við að ítrekaðir samningafundir hafi ekki borið árangur og það sé engu líkara en samninganefnd Sjúkratrygginga stundi málþóf meðan beðið sé eftir því hver verði heilbrigðisráðherra. 
Skoðar kröfur talmeinafræðinga „með jákvæðum augum“
Heilbrigðisráðherra segist skoða kröfur talmeinafræðinga með jákvæðum augum. Félag talmeinafræðinga krefst þess að ráðherra beiti sér fyrir því að tveggja ára starfsákvæði í rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands verði fellt úr gildi tafarlaust.
„Óraunhæfar kröfur“ gerðar til hjúkrunarheimila
Íbúar á Hrafnistuheimilunum fá ekki lengur fylgd til og frá hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofum sem eru reknar á heimilunum. Þeir þurfa sjálfir að koma sér milli staða eða fá aðstoð aðstandenda.
Vilja að SÁÁ endurgreiði 134 milljónir
Sjúkratryggingar Íslands hafa krafið SÁÁ um endurgreiðslu á 134 milljónum króna þar sem þjónusta hafi ekki verið í samræmi við gildandi samninga. Formaður SÁÁ telur að málið byggi á misskilningi og reiknar með því að krafan verði felld niður.
21.06.2021 - 22:05
100 ný hjúkrunarrými ekki komin í notkun
Hundrað ný hjúkrunarrými sem samþykkt voru í fjárlögum, og til stóð að tekin yrðu í notkun fyrir hálfum mánuði, eru ekki komin í notkun. Rýmin áttu að vera í húsnæði sem þegar hefði verið byggt og væri unnt að breyta lítilsháttar. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í frétt á vef ráðuneytisins í desember að með þessari fjölgun yrði lyft grettistaki til fjölgunar hjúkrunarrýma. Í tilkynningunni kom fram að stefnt væri að útboði og rekstri nýrra rýma sem fyrst eftir áramót.
1,2 milljarðar vegna sóttkvíarhótela - mest í leigu
Ríkið þarf að greiða einn komma tvo milljarða króna vegna sóttkvíarhótela. Langstærsti útgaldaliðurinn er leigan á hótelunum eða níu hundruð milljónir króna. Rúmlega þrjú hundruð manns dvelja núna á sóttkvíarhótelum. Matur fyrir hótelgesti hefur kostað 164 milljónir króna.
Fara yfir fjölda mála vegna tryggingadóms Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur úrskurðað að tryggingafélagi hafi verið óheimilt að beita svokallaðri hlutfallsreglu við útreikning örorkubóta manns sem slasaðist í reiðhjólaslysi árið 2015. Lögmaður mannsins segir málið hafa víðtækt fordæmisgildi, ekki bara fyrir tryggingafélögin heldur mögulega Sjúkratryggingar Íslands.
Framlengja reglugerð svo sjúklingar fái niðurgreiðslu
Samninganefnd Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur átti nokkurra klukkustunda fund í dag. Læknar hafa verið samningslausir síðan 2018. Ákveðið hefur verið að framlengja reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar Sjúkratrygginga en hún gilti áður til 31. maí. 
Myndskeið
Fær greiddar 703.938 krónur á dag
52 ára sjálfstætt starfandi svæfingalæknir trónir á toppi lista yfir þá lækna sem Sjúkratryggingar Íslands greiða mest fyrir hvern vinnudag. Sá læknir fær að meðaltali greiddar 703.938 krónur á dag. Hann vann 129 daga á árinu 2020 og voru heildargreiðslur til hans því tæp 91 milljón króna, en hann hitti að meðaltali 5,8 sjúklinga á hverjum vinnudegi.
Bjóða fjölþætta endurhæfingu eftir COVID-veikindi
Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Reykjalund og Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) um þjónustu fyrir þá sem veikst hafa af COVID-19 og þurfa á endurhæfingu að halda. 
Framlengir reglugerð varðandi endurgreiðslu kostnaðar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur framlengt um einn mánuð núgildandi reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu þeirra sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.
Vilja gera Oddsson hótel að hjúkrunarheimili
Hótel Oddsson hefur verið boðið fram sem hjúkrunarrými. Sjúkratryggingar auglýstu eftir rekstraraðilum hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðatsliðnum. Sóltún öldrunarþjónusta var meðal umsækjaenda. Allt að eitt hundrað ný hjúkrunarrými verða tekin í notkun á höfuðborgarsvæðinu í sumar.
„Mikilvægt að fá þetta í hendur sem fyrst“
Sjúkratryggingum Íslands hafa ekki borist upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu um hvernig koma eigi til móts við aukinn launakostnað heilbrigðisstofnana í kjölfar styttingu vinnuvikunnar sem tekur gildi eftir tvær vikur. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segir mikilvægt að þetta liggi fyrir sem fyrst.
Heilsuvernd tekur við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar
Bæjarstjórinn á Akureyri gleðst yfir því að samningar um rekstur Öldrunarheimila Akureyrar séu nú loks í höfn. Heilsuvernd tekur við rekstrinum um næstu mánaðamót.
Gerir ráð fyrir að funda með forstjóra Hrafnistu
Forstjóri Hrafnistuheimilanna sér fram á þrjú til fjögur hundruð milljóna króna hallarekstur á árinu, þar sem fjárframlög dugi ekki fyrir rekstrinum. 30 hefur verið sagt upp störfum og þjónustuskerðing blasir við. Forstjóri sjúkratrygginga segir þær ekki hafa svigrúm til að endurskoða greiðslur til hjúkrunarheimila.
Miklar uppsagnir á hjúkrunarheimilum Hrafnistu
Tuttugu stjórn­endum, hjúkr­un­ar­fræðingum, ræsti­tæknum og öðru starfsfólki hefur verið sagt upp störfum á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg. Uppsagnirnar voru um síðustu mánaðamót og næstu á undan en á annan tug starfsmanna var sagt upp á öðrum Hrafnistuheimilum.
Öllum boðið að halda störfum sínum þegar HSU tekur við
Öllu starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmanneyjum býðst að halda störfum sínum og sömu kjörum og verið hefur þegar Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) tekur við rekstri þess 1. maí.
Væntir þess að yfirtökunni á ÖA ljúki í tæka tíð
Bæjarstjórinn á Akureyri segir allt benda til að samningar um yfirtöku á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar náist í tæka tíð. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að niðurstaða eigi að liggja fyrir innan skamms.
Óttast að fólk fari að neita sér um læknisþjónustu
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að það bitni á viðkvæmustu hópnunum í samfélaginu og þeim sem minnst mega sín geri sérfræðilæknar alvöru úr að hætta að hafa milligöngu um niðurgreiðslu Sjúkratrygginga til sjúklinga. 
Myndskeið
Sakar lækna um að ætla að beita sjúklingum fyrir sig
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ræða við sérgreinalækna og segir mjög alvarlegt að þeir ígrundi að láta sjúklinga greiða allan lækniskostnað og hafa ekki milligöngu um niðurgreiðslu ríkisins. Hún sakar sérgreinalækna um að beita sjúklingum fyrir sig í þágu eigin hagsmuna.
Margir hætti að leita læknis ef milligöngu verður hætt
Deila sérgreinalækna og stjórnvalda bitnar á sjúklingum, segir formaður Öryrkjabandalagsins. Hætti læknar milligöngu um niðurgreiðslu kostnaðar sjúklinga muni margir veigra sér við því að leita læknis. „Það er alveg ljóst að það mun veigra sér við að sækja læknisþjónustu og fullt af fólki sem mun ekki treysta sér til að fara sjálft upp á Vínlandsleið til Sjúkratrygginga,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Myndskeið
Bar sigur úr býtum tveimur vikum eftir andlát sitt
Umboðsmaður Alþingis telur að úrskurðarnefnd velferðarmála og Sjúkratryggingum Íslands hafi ekki verið lagalega heimilt að synja konu um styrk fyrir hjálpartæki fyrir hjólastól. Konan lést tveimur vikum áður en umboðsmaður komst að þessari niðurstöðu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að stofnunin muni hlíta nýrri niðurstöðu.
HSU tekur við hjúkrunarheimilinu í Vestmannaeyjum
Heilbrigðisstofnun Suðurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmannaeyjum um næstu mánaðarmót. Bæjarráð Vestmannaeyja segir fráleitt að ásaka sveitarfélög um að nota fjármagn, sem ætlað er til reksturs hjúkrunarheimila, í óskyldan rekstur.