Færslur: Sjúkratryggingar Íslands

Semja við Klíníkina um aðgerðir vegna endómetríósu
Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þeir sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs.
Verðhækkanir lækna mögulega langt umfram verðlag
Boðaðar hækkanir á þjónustu sérgreinalækna virðist vera talsvert umfram verðlag, segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Samningur milli sérgreinalækna og ríkisins um greiðsluþátttöku hefur ekki verið í gildi í fjögur ár.
Allt að tólf niðurgreiddir tímar í nýjum rammasamningi
Börn geta fengið allt að tíu meðferðartíma hjá sálfræðingi niðurgreidda samkvæmt rammasamningi sem Sjúkratryggingar Íslands bjuggu til á milli sín og sálfræðinga. Fullorðnir geta fengið allt að tólf tíma. Þetta kemur fram í svörum SÍ við fyrirspurn fréttastofu.
Fleiri sækja læknismeðferð erlendis vegna biðtíma
Umsóknum til Sjúkratrygginga Íslands vegna meðferða erlendis hefur fjölgað verulega síðustu ár, vegna langs biðtíma eftir meðferðum hér á landi. Aukning hefur orðið á umsóknum í nær öllum málaflokkum og stofnunin afgreiðir einnig mun fleiri lyfjaskírteini.
Samningur við sálfræðinga gerður einhliða af SÍ
Nýr rammasamningur um sálfræðiþjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga var gerður einhliða af Sjúkratryggingum. Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir að það væri vænlegra að eiga samtal við stéttina sem á að veita þjónustuna.
Kastljós
Ráðherra vill endurskoða reglugerð um sjúkraflug
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir fullt tilefni til að endurskoða reglugerð um Sjúkratryggingar Íslands, sem myndi heimila að greiða sjúkraflug erlendis frá í ákveðnum tilvikum. Hann segir það hafa komið sér á óvart að slík heimild væri ekki til staðar.
Kastljós
„Við erum hætt að skilja hvað er í gangi“
Sigurður Kristinsson, 71 árs Akureyringur, hefur verið fastur á sjúkrahúsi á Spáni síðan hann fékk heilablæðingu þar í landi. Ferðatrygging hans er runnin út en sjúkratrygging hans hér á landi er gild. Dætur hans hafa annast hann og sjá fyrir sér að þurfa að leggja út milljónir króna til að koma honum heim. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að í lögum sé ekki gert ráð fyrir greiðslu fyrir sjúkraflug að utan.
06.10.2022 - 11:35
Sjónvarpsfrétt
Flýgur heim um helgina
Tekist hefur að safna langleiðina fyrir sjúkraflugi þriggja barna föður á fertugsaldri sem hefur legið þungt haldinn á sjúkrahúsi á Spáni í rúman mánuð. Aðstandendur mannsins segjast afskaplega þakklát.
Ótækt að gleyma að endurnýja svo mikilvæga reglugerð
Aðeins stopular viðræður hafa verið milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi lækna frá 2018, þegar síðasti samningur um niðurgreiðslu kostnaðar sjúklinga rann út, að sögn formanns Læknafélags Reykjavíkur. Hluti lækna og læknastöðva hafa hætt að senda rafræna reikninga til Sjúkratrygginga. 
Mistök ollu að sjúklingar urðu að greiða fullt gjald
Reglugerð um niðurgreiðslu kostnaðar sjúklinga vegna sérgreinalækninga rann út í morgun án endurnýjunar fyrir mistök. Því var útlit fyrir að Sjúkratryggingar Íslands tækju ekki lengur þátt í kostnaði sjúklinga við læknisþjónustu. Mistökin hafa nú verið leiðrétt en margir sjúklingar þurftu að greiða fullt gjald fyrir þjónustu í morgun.
Sjúkratryggingar fóru ekki að lögum um hópuppsagnir
Sjúkratryggingar Íslands fóru ekki að lögum um hópuppsagnir þegar fjórtán stjórnendum var sagt upp vegna skipulagsbreytinga.
Ekki gistirými á sjúkrahóteli á Akureyri
Ekki er hægt að fá gistingu á sjúkrahóteli á Akureyri þar sem öll herbergi eru nýtt af ferðamönnum. Þunguð kona frá Egilsstöðum, sem er ráðlagt að fæða á Akureyri og dvelja þar frá 38. viku meðgöngu, fær þau svör frá Sjúkratryggingum að hægt sé að fá herbergi á sjúkrahóteli í Reykjavík.
Þrír fengið bætur vegna covid-bólusetningar hérlendis
Þrír hafa fengið bætur vegna líkamlegs tjóns eftir bólusetningu gegn kórónuveirunni hérlendis. Alls hafa 40 sótt um bætur en tveimur umsóknum hefur nú þegar verið hafnað, hinar eru enn í vinnslu hjá Sjúkratryggingum Íslands sem sjá um að greiða bæturnar út. Íslenska ríkið er ábyrgt fyrir hvers konar tjóni sem fólk verður fyrir í kjölfar bólusetninga.
„Ekki nóg að heyra bara með öðru eyranu“
Sigríður Matthildur Aradóttir, sem er heyrnarlaus, hefur haft betur gegn Sjúkratryggingum Íslands. Hún kærði stofnunina þegar henni var neitað um kuðungsígræðslu á hægra eyra í lok síðasta árs. 
Bið barns eftir lífsbjargandi meðferð umhugsunarverð
Formaður Geðhjálpar segir ánægjulegt að drengur með alvarleg geðræn vandamál hafi fengið meðferð í Hollandi niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Aftur á móti sé umhugsunarefni hvers vegna barn hafi þurft að bíða svo lengi eftir lífsnauðsynlegri meðferð að eina leiðin hafi verið að leita út fyrir landsteinana.
Átti ekki von á að lífsbjörg sonarins yrði niðurgreidd
Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt að niðurgreiða milljónakostnað við geðræna meðferð þrettán ára drengs í Hollandi. Móðir drengsins vonar að þetta ryðji brautina fyrir aðra í sömu stöðu.
Harmar ófullnægjandi vinnslu umsóknar talmeinafræðings
Sjúkratryggingar Íslands harma það að íslenskum talmeinafræðingi hafi verið synjað um að fá að sinna fjarþjónustu við börn frá Danmörku. Vinnsla starfsumsóknarinnar hafi verið ófullnægjandi.  
Ófullnægjandi eldvarnir í dvalarheimilinu Hlíð
Slökkvilið Akureyrar hefur gert alvarlegar athugasemdir við eldvarnir í dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Bæjarstjórinn segir aðgerðir við endurbætur þegar hafnar en ágreiningur er um hver eigi að bera kostnaðinn.
Frestuðum aðgerðum lokið í apríl og biðlistar lengjast
Klíníkin í Ármúla hefur starfsemi á nýjan leik á mánudag. Fyrr í þessum mánuði var öllum fjórum skurðdeildum lokað og rúmlega 200 skurðaðgerðum frestað þegar starfsfólkið hljóp undir bagga með Landspítalanum.
Enn stendur árslöng leit að húsnæði fyrir hjúkrunarrými
Heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar hafa ekki gefið upp von um að finna húsnæði sem hentar undir rekstur hjúkrunarrýmis. Leitin hófst fyrir rúmu ári. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að nú sé til skoðunar húsnæði sem gæti mögulega hentað en þá eigi eftir að finna rekstraraðila. 
Semja við einkaaðila um covid-flutninga í fyrsta sinn
Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line um að flytja covid-sjúklinga á höfuðborgarsvæðinu. Það er ætlað til þess að létta á álagi á Slökkviliðið sem hefur séð um alla covid flutninga fram þessu. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem samið er við einkafyrirtæki til þess að sjá um flutningana.
Enginn vildi kaupa Tryggingastofnunarhúsið
Svokallaður Laugavegsreitur á horni Laugavegar og Snorrabrautar, þar sem Sjúkratryggingar og Tryggingastofnun voru áður til húsa, er nú kominn í almennt söluferli eftir að engin tilboð bárust. Á reitnum standa byggingar sem eru yfir átta þúsund fermetrar og tilheyra fjórum húsnúmerum.
Sjónvarpsfrétt
Tunguhaftsaðgerðir sextánfaldast hjá tannlæknum
Fjöldi aðgerða sem tannlæknar gera á tunguhöftum barna hefur sextánfaldast frá 2016. Ríkið þarf að borga nærri tvöfalt meira fyrir aðgerðina hjá tannlækni en sérgreinalækni. Undirskriftasöfnun er í gangi meðal foreldra vegna skoðunar Embættis landlæknis á tunguhaftaaðgerðum. 
ÖBÍ segja greiðsluþakið hálfgerðan blekkingarleik
Öryrkjabandalag Íslands segir þak á greiðsluþátttöku sjúklinga hriplekt. Í nýrri skýrslu þess kemur fram að sjúklingar greiði á annan milljarð í komugjöld til sérfræðilækna og sjúkraþjálfara framhjá greiðsluþakinu. Formaður bandalagsins segir viðbótarkostnaðinn bitna verst á þeim sem mest þurfa á þjónustunni að halda. 
Ekki hægt að horfa á starfsreynsluákvæðið eitt og sér
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að forgangsröðun í þjónustu talmeinafræðinga sé eitt af því sem verði að ræða áður en ákvæði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga verður endurskoðað og gengið frá samningum.

Mest lesið