Færslur: Sjúkratryggingar Íslands

Segir ríkið skulda sveitarfélaginu 130-140 milljónir
Vigdísarholt tekur við rekstri hjúkrunarheimila af Sveitarfélaginu Hornafirði um næstu mánaðamót. Bæjarstjórinn segir ríkið skulda sveitarfélaginu á annað hundrað milljónir króna sem enn sé ósamið um.
Aukin bjartsýni eftir fund með Sjúkratryggingum
Formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar segir að loks sé að komast skriður á yfirtöku ríkisins á rekstri hjúkrunarheimila eftir að fjögur sveitarfélög sögðu samningunum upp á síðasta ári. Málin hafi skýrst nokkuð á fundi með Sjúkratryggingum Íslands í morgun.
Með 20 milljóna yfirdrátt: „Ég er bara búin á því“
Hjúkrunarheimilið Lundur á Hellu hefur neyðst til að taka 20 milljóna króna yfirdrátt vegna COVID-kostnaðar, launahækkana og vanreiknaðra daggjalda. Hjúkrunarforstjórinn segir að heimilið hafi aldrei verið jafnilla sett fjárhagslega. Hún segir að hún hafi neyðst til þess að segja upp starfsfólki, og að hún sjálf sé „búin á því“.
Hjúkrunarheimili með yfirdrátt og einhver stefna í þrot
Hjúkrunarheimili hafa þurft að fá yfirdrátt og sum stefna í þrot vegna þess að greiðslur frá Sjúkratryggingum vegna aukakostnaðar í tengslum við faraldurinn hafa ekki borist. Þetta segir formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann segir að heimilin eigi rúman milljarð inni. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að gögn vanti svo hægt sé að greiða peningana út.
Fjögur sveitarfélög hætta að reka hjúkrunarheimili
Fjögur sveitarfélög hafa tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands að þau framlengi ekki samninga um rekstur hjúkrunarheimila þegar núgildandi samningar renna út. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að nú þegar hafi verið gengið frá samkomulagi um rekstur hjúkrunarheimilisins á Höfn, en Sjúkratryggingar hafa auglýst eftir stofnunum, félögum eða fyrirtækjum til að taka yfir rekstur hjúkrunarheimila í hinum þremur sveitarfélögunum.
Ekkert banaslys á sjó árið 2020
Enginn lést við störf á sjó á síðasta ári þannig að 2020 verður fjórða árið í röð sem svo háttar til. Slysum á sjó fækkaði einnig á árinu. Drætti báta og skipa til hafnar fjölgaði hins vegar árið 2020.
Veita átta milljörðum næstu fjögur ár í heimahjúkrun
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfestu síðdegis samning um stóraukna heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu næstu fjögur árin. Samningurinn tekur gildi fyrsta janúar og nemur árlegur kostnaður við hann um tveimur milljörðum króna, segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 
Vonbrigði að geta ekki skilað rekstri öldrunarheimila
Bæjarstjórinn á Akureyri segir það vonbrigði að ekki hafi náðst samningar við ríkið um að bærinn skilaði af sér rekstri Öldrunarheimila Akureyrar um áramót. Sams konar samningar eru við þrjú önnur sveitarfélög.
Myndskeið
Hjúkrunarrými verði í húsnæði sem þegar hefur risið
Gert er ráð fyrir að opna níutíu ný hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári. Það er sami fjöldi og nú bíður á Landspítalanum eftir að komast á hjúkrunarrými. Gert er ráð fyrir 1.350 milljónum í fjárlögum í hjúkrunarrýmin. Önnur umræða um fjárlögin stendur yfir á Alþingi. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að rýmin þurfi að vera í húsnæði sem þegar er búið að byggja.
15 Covid-sjúklingar hafa sótt um sjúkradagpeninga
Sjúkratryggingum Íslands hafa borist 15 umsóknir á árinu um greiðslu sjúkradagpeninga vegna Covid-19. Tryggingastofnun ríkisins hefur enn ekki upplýsingar um fjölda þeirra sem eru óvinnufærir vegna sjúkdómsins. Alls hafa rúmlega 5.500 manns sýkst á Íslandi af Covid-19 á þessu ári.
Mat Háskólans nauðsyn til að greiða meðferð barna
Sjúkratryggingar Íslands samþykkja ekki greiðsluþátttöku í meðferð barna sem fæðast með skarð í gómi nema tannréttingasérfræðingur hjá Háskóla Íslands meti meðferðina nauðsynlega og tímabæra. Fjölskyldur tveggja barna með skarð í gómi ætla að höfða mál gegn ríkinu vegna synjunar Sjúkratrygginga um greiðsluþátttöku.
Myndskeið
Nauðbeygð til að stefna ríkinu eftir áralanga baráttu
Fjölskyldur tveggja barna sem fæddust með skarð í gómi ætla á næstu dögum í mál við íslenska ríkið þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað neitað þeim um greiðsluþátttöku. Móðir annars barnsins segir fjölskyldurnar komnar á endastöð eftir margra ára baráttu fyrir lögbundnum réttindum barnanna.
Leggur áherslu á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið gert til þess að jafna aðgengi fólks að sérgreinalæknum. Kostnaður fólks á landsbyggðinni annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar við að sækja sér heilbrigðisþjónustu hafi þó ekki verið jafnaður að fullu.
Hagkvæmara að veita meiri þjónustu í heimabyggð
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir samfélagið ekki hafa staðið sig í að veita jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Hagkvæmara væri að veita meiri þjónustu í heimabyggð.
Myndskeið
„Læknar eru bara fólk eins og annað fólk“
Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni á ábyrgð stjórnvalda, ekki læknanna sjálfra. Læknar séu eins og annað fólk og í misgóðri aðstöðu til þess að vera lengi að heiman.
Segir ekki jafnræði með íbúum landsins
Kona á Akureyri sem þarf að sækja læknisþjónustu í Reykjavík mun oftar en Sjúkratryggingar greiða fyrir, segir ekki jafnræði með íbúum landsins. Hún vill fá að velja sér sjálf lækni eins og í allri annarri þjónustu.
Myndskeið
Tilviljanir ráða komu sérgreinalækna út á land
Ekkert skyldar sérgreinalækna til að veita þjónustu úti á landi. Þjónusta þeirra á landsbyggðinni er því tilviljanakennd og oftar en ekki vegna tengsla við heimamenn. Óásættanleg staða, að mati forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Myndskeið
Spara ríkinu með heilbrigðisþjónustu í gegnum netið
Talmeinafræðingur segir Sjúkratryggingar geta sparað háar fjárhæðir með fjarþjónustu. Hundruð milljóna fara í ferðakostnað árlega. Hann segir fimm talmeinafræðinga hafa þannig sparað nærri 50 milljónir á þremur árum. 
Stokkað upp í Sjúkratryggingum en engar uppsagnir
Stjórn Sjúkratrygginga Íslands kynnti í dag nýtt skipurit fyrir stofnunina. Það byggir á nýrri langtímastefnu stofnunarinnar sem stjórn Sjúkratrygginga setti af stað seinasta sumar. Engum starfsmönnum verður sagt upp en stjórnendum verður fækkað og þeir færðir til í starfi.
25.09.2020 - 20:43
Ætla að koma til móts við hjúkrunarheimilin
Stjórnvöld ætla að koma til móts við þau hjúkrunarheimili sem hafa þurft að standa straum af aukakostnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í svörum frá Sjúkratryggingum Íslands. Fullyrðingar formanns Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um málið séu ekki réttar.
Lýsir þungum áhyggjum af skeytingarleysi ríkisins
Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir þungum áhyggjum af því sem hún kallar skeytingarleysi ríkisins varðandi rekstur hjúkrunarheimila í landinu. Bæjarstjórnin sagði upp samningi við Sjúkratryggingar um rekstur hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í sumar.
Krabbameinsfélagið krefst að fréttir verði fjarlægðar
Krabbameinsfélagið krefst þess að fréttir, þar sem starfsmaður, sem gerði mistök við greiningu leghálssýnis, er nafngreindur verði fjarlægðar. Starfsmaðurinn kom fram undir nafni í viðtali við Mannlíf í gær og birtist fréttin í kjölfarið í fleiri fjölmiðlum. Mistökin urðu til þess að leghálskrabbamein konu á fimmtugsaldri greindist ekki og er það nú ólæknandi. 
Viðtal
Ræða nýfundið skjal við landlækni og Krabbameinsfélagið
Sjúkratryggingar Íslands fundu síðdegis í dag skjal sem kann að varpa ljósi á orð Tryggva Björns Stefánssonar skurðlæknis sem sagði í Kastljósi í síðustu viku að gæðaeftirlit Krabbameinsfélags Íslands hefði verið í lamasessi árið 2017. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í kvöldfréttum í sjónvarpi að fara yrði yfir tilurð skjalsins, hverjir hefðu séð það og í hvaða ferli það hefði farið.
Kannast ekki við mat um hæfni Krabbameinsfélagsins
Starfsmenn Krabbameinsfélagsins kannast ekki við að í vinnu við endurskoðun kröfulýsinga fyrir leitarstöðina árið 2017 hafi farið fram mat á því hvort Krabbameinsfélagið væri hæft til að skima fyrir krabbameinum eins og fram kom í Kastljósi í gær. Krabbameinsfélagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þetta kemur fram.
Segir hjúkrunarheimili alltaf þung í rekstri
Forstjóri heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir hjúkrunarheimili alltaf þung í rekstri, þau falli hins vegar ágætlega að starfsemi stofnunarinnar. HSN mun reka Öldrunarheimili Akureyrar frá áramótum og forstjórinn er vongóður um að úttekt á rekstri öldrunarheimila skili auknu fjármagni.