Færslur: Sjálfstæðisflokkurinn

Skipta með sér bæjarstjórastólnum
Samkomulag um myndun nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Hafnarfirði hefur náðst.
Viðræðum slitið á Akureyri
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur slitu í kvöld viðræðum við L-listann um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Formlegar viðræður á milli flokkanna þriggja hafa staðið yfir frá því á sunnudag, daginn eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Flokkarnir þrír hlutu samtals sjö menn í bæjarstjórn af þeim ellefu sem þar sitja.
Hefja viðræður um þriggja flokka meirihluta á Akureyri
Formlegar viðræður eru hafnar um myndun meirihluta á Akureyri.  
Stærsti sigur Framsóknar - versta tap Sjálfstæðismanna
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn biðu sinn versta ósigur í Reykjavík í sögunni á sama tíma og Framsóknarflokkurinn og Píratar vinna sinn stærsta sigur.
Framsókn bætir mestu við sig á landsvísu
Enginn flokkur vann jafn mikið á í sveitarstjórnarkosningunum í gær og Framsóknarflokkurinn. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt frá síðustu kosningum og fékk 22 fleiri fulltrúa kjörna nú en fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn töpuðu öll sveitarstjórnarsætum milli ára. Sjálfstæðisflokkurinn á sem fyrr langflesta kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum.
Myndband
Margar dyr opnar í meirihlutaviðræðum
Oddvitar flokkanna sem náðu inn í borgarstjórn lýstu allir vilja á að komast í meirihlutasamstarf í umræðum í sjónvarpssal en voru misjafnlega opinskáir um hvert væri óskasamstarfið. Oddviti Framsóknarflokksins sagðist engan hafa rætt við um hugsanlegt samstarf. Forystumenn núverandi meirihluta lýstu áhuga á að halda því samstarfi áfram í einhverri mynd og oddviti Sósíalista kallaði eftir félagshyggjustjórn vinstrimanna.
Meirihlutinn heldur í Eyjum
Litlar breytingar urðu á fylgi framboðanna þriggja í Vestmannaeyjum frá kosningunum fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærstur en Fyrir Heimaey og Eyjalistinn halda meirihluta sínum í bæjarstjórn, samkvæmt fyrstu tölum. Oddvitar tveggja síðastnefndu framboðanna segja eðlilegt fyrsta skref að ræða áframhaldandi samstarf ef þetta verða úrslit kosninganna.
Hildur bjartsýn þrátt fyrir lélegt gengi í könnunum
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segist ekki leggja neina sérstaka merkingu í nýja fylgiskönnun sem Prósent gerði og Fréttablaðið birti í morgun.
Áslaug bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ
Áslaug María Friðriksdóttir, er bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ í komandi kosningum. Hún var borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík kjörtímabilið 2014-2018.
Skoðanakönnun
Miklar sveiflur í fylgi flokka og ríkisstjórnin fallin
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír tapa allir umtalsverðu fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir Fréttablaðið. Þeir mælast samtals með tæplega fjörutíu prósenta fylgi og myndu tapa tólf þingmönnum af 38 ef kosið yrði nú og ríkisstjórnin því falla. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi samkvæmt þessari könnun, en Samfylking og Píratar bæta mestu við sig.
Miðflokkskona á þing fyrir Sjálfstæðismann
Tveir varaþingmenn taka sæti á Alþingi í dag. Annar þeirra er Erna Bjarnadóttir úr Miðflokki sem tekur sæti Birgis Þórarinssonar úr Sjálfstæðisflokki. Birgir var kosinn á þing fyrir Miðflokkinn í kosningum síðasta haust en sagði fljótlega skilið við flokkinn og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Þar með fækkaði þingmönnum Miðflokksins úr þremur í tvö en nú verða þeir þrír um skeið.
Sjónvarpsfrétt
Sjálfstæðisflokkurinn kynnir stefnumál í borginni
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar kynntu í dag helstu stefnumál sín, undir heitinu Reykjavík sem virkar. Þau vilja meðal annars búa betur að barnafólki, ráðast í kröftuga uppbyggingu húsnæðis og gera borgarkerfið skilvirkara. 
Fyrrverandi Sjálfstæðisþingmaður gagnrýnir bankasöluna
Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Páll Magnússon, gagnrýndi harðlega sölu hluta ríkisins í Íslandsbanka á Facebook síðu sinni í dag. Hann segir vel stæðan kunningja sinn hafa hlotið símtal um söluna sem tryggði honum tíu milljónir króna gróða á einni nóttu.
Listi Sjálfstæðisflokksins í borginni samþykktur
Fram­boðslisti Sjálfstæðisflokksins fyr­ir borgarstjórnar­kosn­ing­arn­ar í Reykja­vík var staðfest­ur síðdegis í dag. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík staðfesti tillögu kjörnefndar að fullskipuðum framboðslista.
Heimir Örn oddviti Sjálfstæðismanna á Akureyri
Heimir Örn Árnason er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Hann hlaut 388 atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins sem fram fór í dag. Greidd atkvæði í prófkjörinu voru 737, þar af voru 717 atkvæði gild. 20 atkvæði voru auð eða ógild.
Færð upp um sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var samþykktur á fundi Fulltrúarráðs í kvöld. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, skipar fyrsta sæti listans.
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og mun leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor í stað Eyþórs Arnalds, sem ekki bauð sig fram að nýju. Hún lenti i fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í borginni, sem fram fór um helgina. Hildur hlaut 2.603 atkvæði í 1. sætið, eða 47 prósent greiddra atkvæða.
Bragi nýr oddviti Sjálfstæðisflokks í Árborg
Bragi Bjarnason mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Þegar öll 1.432 atkvæðin sem greidd voru í prófkjörinu höfðu verið talin reyndist Bragi hafa fengi 575 atkvæði í 1. sætið. Fjóla St. Kristinsdóttir lenti í öðru sæti með 671 atkvæði í 1. og 2. sæti.
Hildur efst eftir aðrar tölur
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi er efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar búið er að telja 3.313 atkvæði, með 1.605 atkvæði í fyrsta sætið. Í öðru sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi með 1.464 atkvæði í 1. – 2. sæti. Í þriðja sæti er Kjartan Magnússon með 1.185 atkvæði í 1. – 3. sæti.
Anton Kári efstur í Rangárþingi eystra
Anton Kári Halldórsson varð efstur í skoðanakönnun Sjálfstæðismanna í Rangárþingi eystra. Árný Hrund Svavarsdóttir varð önnur og Sigríður Karólína Viðarsdóttir þriðja.
Berglind Harpa leiðir Sjálfstæðisflokk í Múlaþingi
Berglind Harpa Svavarsdóttir var í gær kosin nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og leiðir því listann í komandi sveitastjórnarkosningum. Berglind er starfandi bæjarfulltrúi og varaþingmaður.
Ásdís verður oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, varð efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fram fór í dag. Hún hlaut 1.881 akvæði í efsta sæti en 2.521 tók þátt í kjörinu.
Rósa áfram oddviti Sjálfstæðisfólks í Hafnarfirði
Rósa Guðbjartsdóttir vann afgerandi sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og leiðir lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Rósa er bæjarstjóri Hafnarfjarðar og hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2006. Hún hlaut 904 atkvæði í 1. sætið. Orri Björnsson lenti í öðru sæti með 384 atkvæði í 1. - 2. sæti, en Kristinn Andersen í því þriðja með 404 atkvæði í 1. - 3. sæti.
Þór leiðir lista Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi
Þór Sigurgeirsson bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í dag. Hann verður því nýr oddviti flokksins í bæjarstjórnarkosningum í vor. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri sem hefur leitt flokkinn í síðustu kosningum, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Ragnhildur stefnir á efsta sæti hjá Sjálfstæðisflokki
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir oddvitasæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hún etur þar kappi við Hildi Björnsdóttur sem skipaði annað sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Ljóst er að nýr oddviti leiðir Sjálfstæðisflokkinn sjöttu kosningarnar í röð eftir að Eyþór Laxdal Arnalds ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs.