Færslur: Sjálfstæðisflokkurinn

Minni flokkar huga að framboðslistum
Þegar rúmir þrír mánuðir eru til alþingiskosninga hefur fengist nokkuð skýr mynd á framboðslista flestra þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis.
Sigþrúður: Hefði viljað sjá fleiri konur á listanum
Sigþrúður Ármann sóttist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en hafnaði í sjötta sæti. Hún segist fyrst og fremst vera þakklát eftir gærdaginn en hefði viljað sjá hlut kvenna betri í prófkjörinu.
Arnar Þór ætlar að þiggja fimmta sætið
Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sóttist eftir 2.-3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en hafnaði í fimmta sæti. Arnar Þór hyggst þiggja sætið en flokkurinn fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum.
Nýjustu tölur: Bryndís Haraldsdóttir í öðru sæti
Nýjustu tölur liggja fyrir úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en þær voru birtar nú klukkan níu. Nú hafa verið talin 2984 atkvæði og leiðir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, listann með 2441 atkvæði í fyrsta sæti. Ekki sóttust fleiri eftir fyrsta sætinu.
12.06.2021 - 21:15
Þingmenn í efstu fjórum sætum
Fyrstu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi voru birtar nú klukkan sjö. Þegar talin hafa verið 1.419 atkvæði leiðir Bjarni Benediktsson formaður flokksins listann með 1.169 atkvæði í fyrsta sæti.
Myndskeið
Einstaklingurinn alltaf í öndvegi
„Efla þurfi verðmætasköpun í landinu og ná kröftugri viðspyrnu eftir hinn óhjákvæmilega samdrátt sem faraldurinn hafði i för með sér. Þá sé verðmætasköpun nauðsynleg til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem við höfum vanist." Þetta kom fram í Eldhúsdagsræðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, núverandi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Hann var kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á laugardagskvöld.
„Gauragangur í kringum mín störf“ kunni að spila inn í
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, lenti ekki í einu af efstu átta sætunum í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær. Hún sóttist eftir öðru sæti. Sigríður segir erfitt að finna skýringu á niðurstöðunni.
06.06.2021 - 11:34
Guðlaugur Þór ánægður með öflugan lista
Guðlaugur Þór Þórðarson segir Sjálfstæðisfólk í Reykjavík hafa valið öflugan og sigurstranglegan lista þar sem saman fer nýliðun og reynsla. Þetta skrifar hann á Facebook-síðu sína í nótt eftir að lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík voru kunngjörðar.
06.06.2021 - 03:11
Tæp 6.000 hafa kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
Rúmlega 5.800 hafa kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem tveir ráðherrar berjast um forystusætið. Kosningu lýkur klukkan sex í kvöld en kjörsókn er nú þegar orðin næstum sjötíu prósentum meiri en hún var í síðasta prófkjöri flokksins í Reykjavík árið 2016. Í prófkjörinu þar áður tóku hins vegar um 7.500 manns þátt.
05.06.2021 - 15:54
„Ömurlegt að draga prófkjörsbaráttu inn í þingsal“
Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi utanríkisráðherra á Alþingi í dag fyrir samráðsleysi og fyrir að nota nýgerðan fríverslunarsamning við Bretland í prófkjörsbaráttu Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
04.06.2021 - 19:25
Guðlaugur kvartar undan Áslaugu til yfirkjörstjórnar
Umboðsmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að framboð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur hafi brotið prófkjörsreglur flokksins og hefur sent formlega kvörtun til yfirkjörstjórnar. Bæði berjast þau um oddvitasæti flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.
03.06.2021 - 17:31
Gauti hafnar þriðja sætinu
Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, ætlar ekki að taka þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Gauti sóttist eftir því að leiða listann en lenti í þriðja sæti í prófkjöri sem fram fór í gær.
Guðrún efst eftir fyrstu tölur
Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri er efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi þegar talin hafa verið þúsund atkvæði. Guðrún er með 554 af þúsund atkvæðum í fyrsta sætið samkvæmt fyrstu tölum. Hún og Vilhjálmur Árnason þingmaður kepptust um leiðtogasætið eftir að Páll Magnússon ákvað að hætta þingmennsku. Vilhjálmur er í öðru sæti með 521 atkvæði.
Fimm berjast um annað sætið
Tólf gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, stefnir á að leiða listann, Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, stefnir á eitt af þremur efstu sætunum og vel flestir frambjóðendur stefna á annað eða þriðja sæti listans.
Bjarni um Samherjamál: „Menn ganga mjög langt“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki vera ánægður með að stórir öflugir aðilar í fyrirtækjarekstri beiti sér af fullum krafti í fjölmiðlaumfjöllun sem þeir eru ósáttir við.
25.05.2021 - 15:16
Sjónvarpsfrétt
Þingmenn úr flestum flokkum ætla að kveðja þingið
Að minnsta kosti þrettán Alþingismenn, tvær konur og ellefu karlar, ætla ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingstarfa í komandi kosningum. Hlutfallið er hæst hjá Pírötum þar sem nær helmingur sitjandi þingmanna flokksins ætlar að hætta eftir kjörtímabilið.
Sigríður sækist eftir öðru sæti í Reykjavík
Sigríður Á. Andersen, þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, býður sig fram 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í haust.
Hildur sækist eftir 3. til 4. sæti í Reykjavík
Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Stendur ekki í vegi laga um hálendisþjóðgarð
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir að taka verði tillit til ábendinga sveitarstjórna og annarra hagsmunaaðila þegar kemur að því að ákveða hvort frumvarp um miðhálendisþjóðgarð verður að lögum. Í stjórnarsáttmála gaf ríkisstjórnin fyrirheit um að slíkur þjóðgarður yrði að veruleika. Bjarni segist ekki ætla að standa í vegi fyrir því að frumvarpið verði að lögum. 
Brynjar stefnir á annað oddvitasætanna
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Gangi það eftir leiðir hann lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Áður hafa Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnt að þau sækist eftir efsta sæti í prófkjörinu, sem gefur oddvitasætið á framboðslista.
Dómari stefnir á þingframboð
Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sækist eftir sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningar í haust. Hann segist hafa áhyggjur af því í hvaða átt lýðræðið sé að þróast og hafi komist að þeirri niðurstöðu að kannski væri kröftum hans betur varið í embætti þar sem ætlast væri til að menn tjáðu sig en í embætti þar sem ekki væri vaninn að menm tjáðu sig.
Kastljós
Ólíkar áherslur varðandi lækkun hámarkshraða í borginni
Meirihlutinn í Reykjavík hefur samþykkt að lækka hámarkshraða víða í borginni niður í 30 til 40 kílómetra á klukkustund. Umferðaröryggi eru helstu rökin fyrir lækkun hámarkshraðans. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar tókust á um þessi mál í Kastljósi kvöldsins.
Diljá Mist stefnir á þriðja sæti í Reykjavík
Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Prófkjörið verður háð dagana 4. og 5. júní næstkomandi. 
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Guðlaugur Þór vill halda efsta sætinu í Reykjavík
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist áfram eftir efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjörið verður háð dagana 4. til 5. júní næstkomandi samkvæmt ákvörðun Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.