Færslur: Sjálfstæðisflokkurinn

Framboð Þórdísar tvisvar sinnum dýrara en Haraldar
Kostnaður við framboð Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var tvöfalt dýrara en framboð Haraldar Benediktssonar. Þau sóttust bæði eftir að leiða lista flokksins í kjördæminu í komandi þingkosningum.
Vörðu minnst 30 milljónum í prófkjör í Reykjavík
Fimm frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vörðu samtals 30 milljónum í prófkjörsbaráttu sína. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem bæði sóttust eftir að verða oddviti flokksins í höfuðborginni, skera sig úr þótt það sé ekki endilega ávísun á gott gengi í prófkjöri að eyða miklum peningi.
Prófkjör Guðlaugs Þórs kostaði 11,5 milljónir
Kostnaður við prófkjör Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, þar sem hann sóttist eftir að verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, nam um 11,5 milljónum.
„Þurfum engar kanínur eða uppblásin kosningaloforð“
„Við erum ekki komin hingað í dag til þess að draga upp einhverjar kanínur úr hatti og segja abrakadabra þetta ætlum við að gera. Við erum þekkt fyrir stefnufestu, einföld mál, trú á einstaklinginn og við berjumst gegn óþarfa ríkisafskiptum, “ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, á stefnumótunarfundi flokksráðs og formanna flokksins síðdegis í dag.
Mikið um að vera í dag í aðdraganda alþingiskosninga
Það verður mikið um að vera í pólitíkinni í dag. Vinstri græn halda seinni landsfund rafrænan og flytur Katrín Jakobsdóttir formaður og forsætisráðherra ávarp fyrir hádegi. Sjálfstæðisflokkurinn heldur stefnumótunarfund formanna og flokksráðs, og Viðreisn heldur seinni hluta landsþings líka í dag.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bæta við sig
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka með 23,4 prósenta fylgi í nýrri könnun Maskínu fyrir Stöð 2. Fylgi flokksins eykst milli mánaða en er þó litu undir kjörfylgi.
Sitjandi þingmaður með pólitískan umræðuþátt
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokkins, mun stýra pólitískum umræðuþætti á Hringbraut í aðdraganda alþingiskosninga. Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá flokknum og lítur ekki á pólitísk störf sín sem vandamál sem fjölmiðlamaður.
Þórdís í fyrsta og Haraldur í öðru
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmaráðs flokksins í dag.
Brynjar tekur þriðja sætið í Reykjavík norður
Brynjar Níelsson, þingmaður, verður í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Flokkurinn hlaut þrjá menn kjörna þar í síðustu kosningum. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, eru í heiðusæti listans í kjördæminu.
Haraldur sættir sig við annað sætið
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur ákveðið að sætta sig við 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Hann lýsti því yfir áður en niðurstöður prófkjörs voru ljósar að það væri óheppilegt að vera í aftursætinu hjá nýjum oddvita og stóð við þau orð þegar hann var inntur eftir þeim eftir að Þórdís hafði hreppt 1. sætið. Nú er hann hins vegar tilbúinn í framboðsslaginn.
Brynjar hættur við að hætta
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að þiggja sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar, standi það enn til boða.
Alls ekki óþægilegt að hafa Harald á lista
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Haraldur Benediktsson, sem einnig sóttist eftir að leiða listann, segist standa við orð sín um að það sé ekki gott fyrir nýjan oddvita að hafa gamlan oddvita í aftursætinu en ætlar þó ekki að taka ákvörðun um framtíð sína fyrr en hann hefur rætt við kjörnefnd og forystu flokksins.
Þórdís hafði betur í Norðvestur - Haraldur annar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra varð efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi  með 1.347 atkvæði í fyrsta sætið. Haraldur Benediktsson sem var oddviti flokksins í kosningunum 2017 lenti í öðru sæti..
Haraldur upp um sæti í nýjustu tölum
Fyrstu og aðrar tölur hafa verið birtar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Norðvesturlandi. Samkvæmt þeim er Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir með forystu í baráttunni um oddvitasætið í kjördæminu.
Myndskeið
Bjartsýn á lokaspretti prófkjörs
Mun meiri kjörsókn er í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú en í síðasta prófkjöri í kjördæminu. Búist er við lokatölum á þriðja tímanum í nótt. Bæði oddvitaefnin kveðast bjartsýn á góð úrslit.
Úrslitastund í Norðvesturkjördæmi
Tvö prófkjör fara fram í dag. Í Norðvesturkjördæmi er harður slagur um að leiða lista Sjálfstæðisflokksins og barist er um annað sætið hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi.
Páli sagt hafnað í kjördæmisráðinu
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafnaði tillögu um að Páll Magnússon, fráfarandi oddviti flokksins í kjördæminu skipaði heiðurssæti á lista flokksins fyrir næstu þingkosningar. Þetta kemur fram á Vísi í dag. Þess í stað var ákveðið að Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra flokksins, skipaði heiðurssætið. Hann var áður þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Minni flokkar huga að framboðslistum
Þegar rúmir þrír mánuðir eru til alþingiskosninga hefur fengist nokkuð skýr mynd á framboðslista flestra þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis.
Sigþrúður: Hefði viljað sjá fleiri konur á listanum
Sigþrúður Ármann sóttist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en hafnaði í sjötta sæti. Hún segist fyrst og fremst vera þakklát eftir gærdaginn en hefði viljað sjá hlut kvenna betri í prófkjörinu.
Arnar Þór ætlar að þiggja fimmta sætið
Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sóttist eftir 2.-3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en hafnaði í fimmta sæti. Arnar Þór hyggst þiggja sætið en flokkurinn fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum.
Nýjustu tölur: Bryndís Haraldsdóttir í öðru sæti
Nýjustu tölur liggja fyrir úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en þær voru birtar nú klukkan níu. Nú hafa verið talin 2984 atkvæði og leiðir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, listann með 2441 atkvæði í fyrsta sæti. Ekki sóttust fleiri eftir fyrsta sætinu.
12.06.2021 - 21:15
Þingmenn í efstu fjórum sætum
Fyrstu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi voru birtar nú klukkan sjö. Þegar talin hafa verið 1.419 atkvæði leiðir Bjarni Benediktsson formaður flokksins listann með 1.169 atkvæði í fyrsta sæti.
Myndskeið
Einstaklingurinn alltaf í öndvegi
„Efla þurfi verðmætasköpun í landinu og ná kröftugri viðspyrnu eftir hinn óhjákvæmilega samdrátt sem faraldurinn hafði i för með sér. Þá sé verðmætasköpun nauðsynleg til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem við höfum vanist." Þetta kom fram í Eldhúsdagsræðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, núverandi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Hann var kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á laugardagskvöld.
„Gauragangur í kringum mín störf“ kunni að spila inn í
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, lenti ekki í einu af efstu átta sætunum í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær. Hún sóttist eftir öðru sæti. Sigríður segir erfitt að finna skýringu á niðurstöðunni.
06.06.2021 - 11:34
Guðlaugur Þór ánægður með öflugan lista
Guðlaugur Þór Þórðarson segir Sjálfstæðisfólk í Reykjavík hafa valið öflugan og sigurstranglegan lista þar sem saman fer nýliðun og reynsla. Þetta skrifar hann á Facebook-síðu sína í nótt eftir að lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík voru kunngjörðar.
06.06.2021 - 03:11