Færslur: Sjálfstæðisflokkurinn

Kastljós
Brynjar segist vera búinn að skamma Bjarna „aðeins“
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki ætla að taka þátt í pólitískum upphlaupum og þess vegna hafi hann ákveðið að hætta í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Hann segir að formennska þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna í nefndum þingsins hafi skaðað ríkisstjórnarsamstarfið.
24.11.2020 - 21:11
Helmingur umsækjanda þegar með vernd í öðru landi
Um helmingur þeirra sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi í ár höfðu þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru landi, flestir í Grikklandi. Tveir umsækjendur hafa verið sendir til Grikklands í ár og fjórir fóru þangað sjálfviljugir.Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata um endursendingu flóttafólks til Grikklands.
Sundabraut í einkaframkvæmd og þar verði veggjöld
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einkaaðili annist heildarfjármögnun Sundabrautar og að veggjöld verði innheimt þar. Um sé að ræða eina dýrustu einstöku framkvæmd sem sé til skoðunar í íslenska vegakerfinu og til að standa straum af kostnaðinum þyrfti annaðhvort að auka umtalsvert opinber framlög til nýframkvæmda eða draga úr þeim á öðrum stöðum.
Nánast ómögulegt að fá að renna saman við haf eða fjöll
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks segir nánast ómögulegt hér á landi að fá að ráða sínum næturstað inn í eilífðina. Ríkisvaldið ákveði að jarðsett skuli í kirkjugarði eða hægt sé að sækja um að brenna líkamsleifar, um þetta gildi strangar reglur. Hún segist hafa lítinn skilning á aðkomu stjórnsýslunnar að þessum málum.
Mesti samdráttur frá 1920, sagði Birgir
Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks vakti athygli á hagspá ASÍ í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun.
Logi segir forsætisráðherra hafa mistekist
Leið forsætisráðherra, um samvinnu við formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi um stjórnarskrána, hefur mistekist. Þetta segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Hann spáir langmestum átökum á þingi um auðlindaákvæðið. 
„Þingmenn okkar hafa málfrelsi“
„Við höfum svosem engar skoðanir á því hvað menn setja á Facebook, við höfum ekkert rætt það,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um viðhorf þingflokksins til ummæla Ásmundar Friðrikssonar þingmanns um umsækjendur um alþjóðlega vernd á Facebook. „Ég meina, þingmenn okkar hafa málfrelsi, þeir hafa það,“ segir hann.
Mikil vonbrigði að lesa um golfhring Þorgerðar
Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hafi verið mikil vonbrigði að lesa fréttir um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar hafi farið svig við tilmæli sóttvarnaryfirvalda og spilað golf í Hveragerði. Þingmenn á landsbyggðinni leggi mikið á sig til að sinna störfum sínum í breyttu landslagi.
12.10.2020 - 14:13
Ráðherra, ungliðar og borgarfulltrúi gagnrýna Ágúst
„Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um orð sem Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar viðhafði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á laugardag. Ágúst hefur beðist afsökunar á ummælum sínum.
Myndskeið
Nokkrir sjálfstæðismenn óánægðir með aðgerðirnar
Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru mjög gagnrýnir á aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru á föstudaginn. Þetta segir formaður þingflokksins sem vill að Alþingi skoði hvort aðgerðirnar séu nauðsynlegar og gangi ekki of langt miðað við tilefnið.  
Ekki þjóðfélag sem við viljum lifa í
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að innan hennar flokks séu uppi áhyggjur um hversu mikið frelsi borgaranna hefur verið skert í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Hún telur að nýjar reglur á landamærunum gangi of langt og í þeim felist of mikil inngrip í friðhelgi einkalífsins.
Bjarni: Hegðun ferðamálaráðherra „óheppileg“
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að hegðun iðnaðar- og ferðamálaráðherra á laugardag hafi verið óheppileg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem er varaformaður flokksins, fór með vinkonum sínum út að borða og í búðir á Laugaveginum.
Myndskeið
Saka meirihlutann um að ritstýra áliti minnihlutans
Þingmenn Viðreisnar og aðrir þingmenn minnihlutans sökuðu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að ritskoða fyrirvara sem Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd gerði við stuðning sinn við nefndarálit um fjáraukalög.
23.06.2020 - 17:05
Segir tímabært að selja Íslandsbanka í áföngum
Tímabært er að selja Íslandsbanka í nokkrum áföngum og nota fjármunina sem fyrir hann fást til að fjárfesta í innviðum. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Nú þegar hagkerfið kólnar er augljós kostur að losa um eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum og verja fjármunum sem þannig fást í innviðafjárfestingar, segir Bjarni.
Bæjarstjóri skoðar mál Guðmundar Geirdal
Bæjarstjórinn í Kópavogi ætlar að skoða mál bæjarfulltrúa og samflokksmanns síns sem var nýverið dæmdur til að greiða 50 milljónir í sekt. Hann vill þangað til ekki tjá sig um hæfi bæjarfulltrúans til að gegna trúnaðarstörfum fyrir bæinn.
Keypti bátinn aftur eftir uppboð
Bátur sem var í eigu útgerðarfyrirtækis Guðmundar Gísla Geirdal, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem dæmdur var til að greiða þrotabúi útgerðarinnar 50 milljónir króna vegna gjafagjörnings, er nú skráður á son hans.
Spennt að takast á við nýju verkefnin
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, verður næsti dómsmálaráðherra og með því næstyngsti ráðherra sögunnar. Hún segir að tilfinningin sé góð. Hún sé þakklát fyrir að henni sé treyst fyrir þessu stóra verkefni. „Ég er spennt að takast á við öll þau stóru verkefni sem eru undir í þessu ráðuneyti.“
Þórdísi Kolbrúnu líst vel á arftaka sinn
„Mér líst mjög vel á arftaka minn. Ég treysti Áslaugu Örnu mjög vel og er ótrúlega stolt. Hún mun vanda sig og hafa auðmýkt til að leita sér ráðgjafar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem gegnt hefur embætti dómsmálaráðherra, um Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem brátt tekur við því. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti þingflokki Sjálfstæðisflokksins um skipun nýs ráðherra rétt í þessu. Lyklaskipti verði í byrjun næstu viku, segir Þórdís Kolbrún.
Áslaug næstyngsti ráðherra sögunnar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður næstyngsti ráðherra Íslands og yngst kvenna til að taka við ráðherraembætti í sögu landsins. Hún var útnefnd sem nýr dómsmálaráðherra á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í dag. Áslaug er 28 ára og 9 mánaða í dag en hún verður 29 ára í lok nóvember.
Viðtal
Áslaug Arna verður dómsmálaráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, verður dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti þingflokki Sjálfstæðisflokksins þetta rétt í þessu.
Nýr ráðherra kynntur þingflokknum í dag
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hittist á fundi nú klukkan 17 þar sem formaðurinn Bjarni Benediktsson mun að öllum líkindum tilkynna hver tekur við embætti dómsmálaráðherra.
Skila undirskriftum ekki fyrir atkvæðagreiðslu
Undirskriftum þeirra Sjálfstæðismanna sem krefjast atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann verður ekki skilað áður en Alþingi greiðir atkvæði um málið. Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi í Reykjavík, sem stendur að söfnuninni, segir það ekki þjóna neinum tilgangi þar sem forysta flokksins ætli ekki að taka undirskriftirnar til greina.
26.08.2019 - 09:31
Gefur ekki upp fjölda undirskrifta
Undirskriftasöfnun innan Sjálfstæðisflokksins um atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann stendur enn yfir. Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi í Reykjavík, sem stendur að söfnuninni, gefur ekki upp hve mörgum undirskriftum hafi verið safnað. Hann kveðst ekki hafa kannað það og ætlar ekki að kanna það næstu daga.
Vörður vill að borgarstjóri víki vegna bragga
Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík krefst þess að borgarstjóri axli fulla ábyrgði í braggamálinu svokallaða og hvetur hann til að segja af sér embætti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Varðar í kvöld.
22.12.2018 - 23:10
Myndskeið
Borð fyrir báru ef á þarf að halda
Ríkisstjórnin sækir nú fram á sterkum grunni, sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hann sagði að sitt sýndist hverjum um fjárlagafrumvarp næsta árs en að allir hljóti að vera sammála um að stöðunni hafi verið breytt til hins betra og að nú sé sótt fram á sterkum grunni.