Færslur: Sjálfstæðisflokkurinn

Myndskeið
Nokkrir sjálfstæðismenn óánægðir með aðgerðirnar
Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru mjög gagnrýnir á aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru á föstudaginn. Þetta segir formaður þingflokksins sem vill að Alþingi skoði hvort aðgerðirnar séu nauðsynlegar og gangi ekki of langt miðað við tilefnið.  
Ekki þjóðfélag sem við viljum lifa í
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að innan hennar flokks séu uppi áhyggjur um hversu mikið frelsi borgaranna hefur verið skert í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Hún telur að nýjar reglur á landamærunum gangi of langt og í þeim felist of mikil inngrip í friðhelgi einkalífsins.
Bjarni: Hegðun ferðamálaráðherra „óheppileg“
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að hegðun iðnaðar- og ferðamálaráðherra á laugardag hafi verið óheppileg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem er varaformaður flokksins, fór með vinkonum sínum út að borða og í búðir á Laugaveginum.
Myndskeið
Saka meirihlutann um að ritstýra áliti minnihlutans
Þingmenn Viðreisnar og aðrir þingmenn minnihlutans sökuðu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að ritskoða fyrirvara sem Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd gerði við stuðning sinn við nefndarálit um fjáraukalög.
23.06.2020 - 17:05
Segir tímabært að selja Íslandsbanka í áföngum
Tímabært er að selja Íslandsbanka í nokkrum áföngum og nota fjármunina sem fyrir hann fást til að fjárfesta í innviðum. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Nú þegar hagkerfið kólnar er augljós kostur að losa um eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum og verja fjármunum sem þannig fást í innviðafjárfestingar, segir Bjarni.
Bæjarstjóri skoðar mál Guðmundar Geirdal
Bæjarstjórinn í Kópavogi ætlar að skoða mál bæjarfulltrúa og samflokksmanns síns sem var nýverið dæmdur til að greiða 50 milljónir í sekt. Hann vill þangað til ekki tjá sig um hæfi bæjarfulltrúans til að gegna trúnaðarstörfum fyrir bæinn.
Keypti bátinn aftur eftir uppboð
Bátur sem var í eigu útgerðarfyrirtækis Guðmundar Gísla Geirdal, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem dæmdur var til að greiða þrotabúi útgerðarinnar 50 milljónir króna vegna gjafagjörnings, er nú skráður á son hans.
Spennt að takast á við nýju verkefnin
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, verður næsti dómsmálaráðherra og með því næstyngsti ráðherra sögunnar. Hún segir að tilfinningin sé góð. Hún sé þakklát fyrir að henni sé treyst fyrir þessu stóra verkefni. „Ég er spennt að takast á við öll þau stóru verkefni sem eru undir í þessu ráðuneyti.“
Þórdísi Kolbrúnu líst vel á arftaka sinn
„Mér líst mjög vel á arftaka minn. Ég treysti Áslaugu Örnu mjög vel og er ótrúlega stolt. Hún mun vanda sig og hafa auðmýkt til að leita sér ráðgjafar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem gegnt hefur embætti dómsmálaráðherra, um Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem brátt tekur við því. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti þingflokki Sjálfstæðisflokksins um skipun nýs ráðherra rétt í þessu. Lyklaskipti verði í byrjun næstu viku, segir Þórdís Kolbrún.
Áslaug næstyngsti ráðherra sögunnar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður næstyngsti ráðherra Íslands og yngst kvenna til að taka við ráðherraembætti í sögu landsins. Hún var útnefnd sem nýr dómsmálaráðherra á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í dag. Áslaug er 28 ára og 9 mánaða í dag en hún verður 29 ára í lok nóvember.
Viðtal
Áslaug Arna verður dómsmálaráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, verður dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti þingflokki Sjálfstæðisflokksins þetta rétt í þessu.
Nýr ráðherra kynntur þingflokknum í dag
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hittist á fundi nú klukkan 17 þar sem formaðurinn Bjarni Benediktsson mun að öllum líkindum tilkynna hver tekur við embætti dómsmálaráðherra.
Skila undirskriftum ekki fyrir atkvæðagreiðslu
Undirskriftum þeirra Sjálfstæðismanna sem krefjast atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann verður ekki skilað áður en Alþingi greiðir atkvæði um málið. Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi í Reykjavík, sem stendur að söfnuninni, segir það ekki þjóna neinum tilgangi þar sem forysta flokksins ætli ekki að taka undirskriftirnar til greina.
26.08.2019 - 09:31
Gefur ekki upp fjölda undirskrifta
Undirskriftasöfnun innan Sjálfstæðisflokksins um atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann stendur enn yfir. Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi í Reykjavík, sem stendur að söfnuninni, gefur ekki upp hve mörgum undirskriftum hafi verið safnað. Hann kveðst ekki hafa kannað það og ætlar ekki að kanna það næstu daga.
Vörður vill að borgarstjóri víki vegna bragga
Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík krefst þess að borgarstjóri axli fulla ábyrgði í braggamálinu svokallaða og hvetur hann til að segja af sér embætti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Varðar í kvöld.
22.12.2018 - 23:10
Myndskeið
Borð fyrir báru ef á þarf að halda
Ríkisstjórnin sækir nú fram á sterkum grunni, sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hann sagði að sitt sýndist hverjum um fjárlagafrumvarp næsta árs en að allir hljóti að vera sammála um að stöðunni hafi verið breytt til hins betra og að nú sé sótt fram á sterkum grunni.
Sjálfstæðisflokkurinn braut fjarskiptalög
Sjálfstæðisflokkurinn braut fjarskiptalög í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í haust með því að hringja í mann sem var bannmerktur í símaskrá og kannaðist ekki við að vera skráður í flokkinn. Þetta er niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar, sem telur hringinguna vera brot á ákvæði fjarskiptalaga um óumbeðin fjarskipti.
Stíf fundahöld hjá Ármanni: „Skýrist á morgun“
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur fundað stíft með flokksmönnum sínum í dag til að freista þess að leysa úr þeirri pattstöðu sem komin er upp við meirihlutamyndun í bænum. „Við erum bara að spjalla saman – eitt á eitt, í smærri hópum og í stærri hópum,“ segir Ármann, sem var staddur á fundi með einum bæjarfulltrúa flokksins þegar fréttastofa náði tali af honum nú um klukkan sex. „Við erum að vinna ákveðna heimavinnu. Þetta skýrist á morgun,“ segir hann.
Útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, útilokar meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hann greindi frá þessu í þættinum Sprengisandi á Stöð 2, þegar hann var spurður út í möguleika á samstarfi, en saman hefðu flokkarnir 15 borgarfulltrúa.
Myndskeið
Hart sótt að borgarstjóra í oddvitaþætti
Hart var sótt að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í kvöld í umræðu um húsnæðismál í fyrri umræðuþætti oddvita framboðanna í borginni. 
Leiðtogar listanna á Akranesi
Akranes er 9. stærsta sveitarfélag landsins þar bjuggu um sjö þúsundþúsund og þrjúhundruð manns í byrjun árs og íbúum hefur fjölgað um átta prósent á fjórum árum. Í sveitarstjórnarkosningum fyrir fjórum árum voru fimm listar í kjöri, B - listi frjálsra með Framsókn, D-listi Sjálfstæðisflokksins, S- listi Samfylkingarinnar, V-listi Vinstri-grænna og Æ-listi Bjartar framtíðar.
Oddvitar mættust í Ísafjarðarbæ
Oddvitar framboðslita í Ísafjarðarbæ sátu fyrir svörum á Rás 2. Að þessu sinni eru þrír listar sem bjóða fram, B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks og Í-listinn. Oddvitar í Ísafjarðarbæ eru Marzellíus Sveinbjörnsson, Framsóknarflokki, Daníel Jakobsson, Sjálfstæðisflokki og Arna Lára Jónsdóttir, Í-lista.
Framboðsfundur í Árborg
Frambjóðendur í Árborg sátu fyrir svörum á Rás 2 og ræddu helstu áherslumál fyrir kosningarnar á laugardag. Kjósendur í Árborg geta nú valið á milli sex flokka, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og óháðra, Samfylkingar, Vinstri grænna, Miðflokks og Áfram Árborgar.
Viðtal
Oddvitar tókust á í Vikulokunum
Oddvitar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í borginni, þeir Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds, tókust á í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 nú fyrir hádegi.
Upptaka
Framboðsfundur á Fljótsdalshéraði
Frambjóðendur flokkanna sem bjóða fram í Fljótsdalshéraði sátu fyrir svörum á Rás 2. Að þessu sinnu eru fimm flokkar sem bjóða fram, Héraðslistinn, samtök félagshyggjufólks,Sjálfstæðisflokkur og óháðir, Framsókn á Fljótsdalshéraði og Miðflokkurinn