Færslur: Sjálfstæðisflokkurinn

Gallup: Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt
Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt milli kannana og myndi bæta við sig borgarfulltrúa, en núverandi minnihluti missa tvo ef kosið yrði nú. Þetta er meginniðurstaða skoðanakönnunar sem Gallup gerði og birt er í Fréttablaðinu í dag.
Haraldur vill vera efstur í Norðvesturkjördæmi
Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokks og oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi hefur lýst því yfir að hann sækist eftir fyrsta sætinu á ný fyrir alþingiskosningarnar í haust.
Guðrún vill efsta sæti hjá Sjálfstæðismönnum
Guðrún Hafsteinsdóttir, einn af eigendum Kjöríss í Hveragerði, tilkynnti félögum sínum á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis í kvöld að hún ætlaði að sækjast eftir fyrsta sæti á lista flokksins fyrir alþingiskosningarnar í haust í Suðurkjördæmi.
Stefnir í átök um efstu sætin
Útlit er fyrir að nokkur barátta verði um efstu sæti á framboðslistum flokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 25. september. Stjórnmálaflokkarnir hafa ýmsan hátt á því hvernig valið er á lista en viðbúið er að nokkrar breytingar verði í efstu sætunum víða, enda eru þau takmörkuð auðlind.
Vilhjálmur skorar Pál á hólm í Suðurkjördæmi
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir því yfir á Facebook-síðu sinni í dag að hann sækist eftir oddvitasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir þingkosningar í haust. Páll Magnússon, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, var oddviti fyrir síðustu kosningar.
Vopnaburður og valdheimildir lögreglu rædd í þinginu
Þingmenn ræddu rannsóknar- og valdheimildir auk vopnaburðar lögreglu í umræðum um störf þingsins í dag. Kveikja umræðnanna var skotárás sem leiddi til bana manns á laugardagskvöldið.
Morgunútvarpið
Telur þriðja sæti í Reykjavík verða baráttusæti
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur þriðja sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum verða baráttusæti. Hann sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun bæði hreina uppstillingu á framboðslista og prófkjör annmörkum háð.
Sjálfstæðismenn boða prófkjör í Suðurkjördæmi
Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi ákváðu á aðalfundi kjördæmaráðs í gær að efna til prófkjörs laugardaginn 29. maí. Þetta er fyrsta prófkjör sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar í haust.
Viðtal
Ríkislögreglustjóri fundar um skotárásir
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í næstu viku um öryggismál í kjölfar skotárása á húsnæði flokkanna.Hún segir alla verða að sameinast um að vinna gegn hatursorðræðu. 
Eyþór: „Þetta er eitthvað sem á ekki að gera“
„Ég fordæmi þessi ummæli og öll ummæli sem ýta undir ofbeldisumræðu eða ofbeldi,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um ummæli flokksbróður síns og varaborgarfulltrúans Ólafs Kr. Guðmundssonar, um skotárásina á bíl borgarstjóra.
29.01.2021 - 11:59
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fordæma skotárásir
Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, og stjórn Samfylkingarinnar sendu frá sér sitthvora yfirlýsinguna í kvöld vegna skotárásanna undanfarna daga sem hafa beinst gegn stjórnmálaflokkum og kjörnum fulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn fordæmir athæfin og Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum. Báðir flokkar segja þetta aðför að lýðræðinu.
Fulltrúar minnihluta gegn byggingu húss við Furugerði
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn byggingu þrjátíu íbúa húss við Furugerði 23 á fundi borgarráðs í gær. Rökin byggðu á andstöðu íbúa sem meðan annars telja umferð og hraðakstur í hverfinu aukast vegna þessa nýja húss.
Viðtal
Þótti nóg komið þegar hún óttaðist um öryggi dætranna
„Ég gat ekki sagt neitt opinberlega þegar ég hætti, ég var svo leið og miður mín,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir sem sagði af sér ráðherraembætti eftir lekamálið svokallaða og sagði skilið við stjórnmálin tveimur árum síðar fyrir fullt og allt. Hanna hefur aldrei litið um öxl en er þakklát fyrir stuðning og traust sem hún fann fyrir. Í dag býr hún í New York og starfar fyrir UN Women sem er algjör draumur að rætast, að eigin sögn.
Lítil breyting á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu
Ný skoðanakönnun Zenter og Fréttablaðsins sýnir tiltölulega litlar breytingar á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu í heild en eilítið meiri sveiflur í fylgi einstakra flokka, einkum í stjórnarandstöðunni. Fréttablaðið greinir frá.
Kastljós
Brynjar segist vera búinn að skamma Bjarna „aðeins“
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki ætla að taka þátt í pólitískum upphlaupum og þess vegna hafi hann ákveðið að hætta í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Hann segir að formennska þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna í nefndum þingsins hafi skaðað ríkisstjórnarsamstarfið.
24.11.2020 - 21:11
Helmingur umsækjanda þegar með vernd í öðru landi
Um helmingur þeirra sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi í ár höfðu þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru landi, flestir í Grikklandi. Tveir umsækjendur hafa verið sendir til Grikklands í ár og fjórir fóru þangað sjálfviljugir.Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata um endursendingu flóttafólks til Grikklands.
Sundabraut í einkaframkvæmd og þar verði veggjöld
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einkaaðili annist heildarfjármögnun Sundabrautar og að veggjöld verði innheimt þar. Um sé að ræða eina dýrustu einstöku framkvæmd sem sé til skoðunar í íslenska vegakerfinu og til að standa straum af kostnaðinum þyrfti annaðhvort að auka umtalsvert opinber framlög til nýframkvæmda eða draga úr þeim á öðrum stöðum.
Nánast ómögulegt að fá að renna saman við haf eða fjöll
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks segir nánast ómögulegt hér á landi að fá að ráða sínum næturstað inn í eilífðina. Ríkisvaldið ákveði að jarðsett skuli í kirkjugarði eða hægt sé að sækja um að brenna líkamsleifar, um þetta gildi strangar reglur. Hún segist hafa lítinn skilning á aðkomu stjórnsýslunnar að þessum málum.
Mesti samdráttur frá 1920, sagði Birgir
Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks vakti athygli á hagspá ASÍ í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun.
Logi segir forsætisráðherra hafa mistekist
Leið forsætisráðherra, um samvinnu við formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi um stjórnarskrána, hefur mistekist. Þetta segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Hann spáir langmestum átökum á þingi um auðlindaákvæðið. 
„Þingmenn okkar hafa málfrelsi“
„Við höfum svosem engar skoðanir á því hvað menn setja á Facebook, við höfum ekkert rætt það,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um viðhorf þingflokksins til ummæla Ásmundar Friðrikssonar þingmanns um umsækjendur um alþjóðlega vernd á Facebook. „Ég meina, þingmenn okkar hafa málfrelsi, þeir hafa það,“ segir hann.
Mikil vonbrigði að lesa um golfhring Þorgerðar
Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hafi verið mikil vonbrigði að lesa fréttir um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar hafi farið svig við tilmæli sóttvarnaryfirvalda og spilað golf í Hveragerði. Þingmenn á landsbyggðinni leggi mikið á sig til að sinna störfum sínum í breyttu landslagi.
12.10.2020 - 14:13
Ráðherra, ungliðar og borgarfulltrúi gagnrýna Ágúst
„Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um orð sem Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar viðhafði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á laugardag. Ágúst hefur beðist afsökunar á ummælum sínum.
Myndskeið
Nokkrir sjálfstæðismenn óánægðir með aðgerðirnar
Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru mjög gagnrýnir á aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru á föstudaginn. Þetta segir formaður þingflokksins sem vill að Alþingi skoði hvort aðgerðirnar séu nauðsynlegar og gangi ekki of langt miðað við tilefnið.  
Ekki þjóðfélag sem við viljum lifa í
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að innan hennar flokks séu uppi áhyggjur um hversu mikið frelsi borgaranna hefur verið skert í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Hún telur að nýjar reglur á landamærunum gangi of langt og í þeim felist of mikil inngrip í friðhelgi einkalífsins.