Færslur: Sinn Fein

Sinn Fein hlýtur flest þingsæti á Norður-Írlandi
Michelle O'Neill, formaður Sinn Fein stærsta flokks lýðveldissinna á Norður-Írlandi, boðar nýja tíma eftir sögulegan sigur í þingkosningum í landinu. Sambandssinnar hafa ráðið ríkjum í landinu um áratuga skeið.
Heimsglugginn
Sinn Fein spáð sigri á Norður-Írlandi
Kosningar til þings Norður-Írlands gætu orðið sögulegar því lýðveldissinnar gætu orðið stærsti flokkur á þinginu í Stormont í fyrsta sinn. Kannanir benda til þess að stærsti flokkur lýðveldissinna, Sinn Fein, fái flest atkvæði. Þá er Alliance-flokknum spáð góðu gengi. Hann vill stuðla að samvinnu kaþólskra og mótmælenda.
05.05.2022 - 09:42
Heimskviður
Heimastjórn á ný á Norður-Írlandi
Samningar hafa loks tekist um að endurreisa heimastjórn og þing á Norður-Írlandi. Þrjú ár eru frá því að síðasta stjórn hrökklaðist frá er Sinn Féin, flokkur lýðveldissinna sem nýtur stuðnings flestra kaþólikka á Norður-Írlandi, sleit samstarfi við stærsta flokk sambandssinna, Democratic Unionist Party.
18.01.2020 - 11:03
Sprengju kastað að heimili Gerry Adams
Engan sakaði þegar einhverskonar sprengju var kastað á heimili stjórnmálamannsins Gerry Adams í Belfast á Norður-Írlandi í kvöld en hann er fyrrum formaður Sinn Fein, stærsta flokks kaþólskra í landinu. Auk þess var ráðist gegn heimili samflokksmanns hans Bobby Storey.
Sinn Fein styrkir stöðu sína á Norður-Írlandi
Tölur úr kosningum til þings Norður-Írlands, sem fram fóru í gær, benda til þess að Sinn Fein, stærsti flokkur kaþólskra, hafi styrkt stöðu sína umtalsvert. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn, DUP, sem er helsti flokkur mótmælenda, tapar lítillega. DUP myndaði stjórn með Sinn Fein uns samstarfið fór út um þúfur í janúar.
03.03.2017 - 16:55
Ekki von mikilla breytinga á Norður-Írlandi
Norður-Írar ganga í dag að kjörborðinu til að kjósa nýtt þing landsins. Boðað var til kosninganna eftir að stjórnarsamstarf stærstu flokka mótmælenda og kaþólikka fór út um þúfur. Kannanir benda til að ekki verði miklar breytingar á fylgi flokka. Þá gæti reynst erfitt að mynda nýja stjórn.
02.03.2017 - 13:06
Snúin staða á Norður-Írlandi
Kosningar verða til þings Norður-Írlands 2. mars næstkomandi. Boðað var til þeirra eftir að stjórnin þar féll fyrr í þessum mánuði. Spár benda til þess að stærsti flokkur sambandssinnaðra mótmælenda, Democratic Unionist Party, tapi fylgi. Fréttaskýrendur á Írlandi telja sumir að úrslitin í kosningunum geti orðið mjög óvænt.

Mest lesið