Færslur: Singapúr

Víðsjá
Myndlist frá ólíkum löndum
Á nýrri sumarsýningu Gerðarsafns í Kópavogi má verða vitni að óvenjulegum samslætti íslenskrar samtímamyndlistar og myndlistar frá Singapúr. Sýningarstjórarnir, Dagrún Aðalsteinsdóttir og Weixin Chong, segja líkindi með myndlistarlífinu í þessum tveimur ólíku löndum en samt sé einhvern veginn lengra í náttúruna í verkum listamanna í Singapúr en gerist og gengur í hérlendri myndlist.
05.06.2021 - 09:00
Hjúkrunarfræðingur fékk fyrstu sprautuna
Sandra Lindsay, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Long Island Jewish Medical Center sjúkrahússins í New York ríki í Bandaríkjunum, fékk fyrstu kórónuveirusprautuna í bólusetningunum vestanhafs sem hefjast í dag. Þetta er ein stærsta heilbrigðisaðgerð sögunnar, en í þessari fyrstu afhendingu bóluefnis lyfjaframleiðandanna Pfizer og BioNTech eru þrjár miljónir skammta.
Slakað á viðbúnaði í Singapúr
Verslanir og kaffihús voru opnuð í Singapúr í dag eftir að yfirvöld slökuðu á viðbúnaði vegna COVID-19 farsóttarinnar. Meira en tveir mánuðir eru síðan útgöngubanni var lýst yfir í landinu til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar.
19.06.2020 - 10:44
Kynlíf samkynhneigðra áfram bannað í Singapúr
Dómstóll í Singapúr hafnaði í gær kröfu um að afglæpavæða kynlíf samkynhneigðra í landinu. Þrír samkynhneigðir karlmenn sóttu málið og sögðu lögin stangast á við stjórnarskrána. Þar segir að karlmenn sem stunda saman kynlíf, hvort sem er á heimili eða opinberum vettvangi, geti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Dómarinn sagði lögin mikilvæg endurspegla viðhorf almennings og trú. 
31.03.2020 - 06:46
Dauðsföllum fækkar, fleiri læknast, en veiran fer víðar
Kínversk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í morgun að 71 dauðsfall hefði orðið þar í landi af völdum COVID-19 veirunnar síðasta sólarhringinn, helmingi færri en í gær. Svo fá dauðsföll vegna veirunnar hafa ekki orðið á einum sólarhring í Kína síðan 7. febrúar. Nær 28.000 manns hafa náð sér af COVID-19 veirusýkingu, sem nú hefur skotið upp kollinum í 37 ríkjum heims.
25.02.2020 - 05:29
Hong kong
14 daga einangrun skylda eftir komu frá Kína
Viðvörunarstig vegna 2019-kórónaveirunnar hefur verið hækkað í Singapúr og fólk hamstrar nauðsynjar í verslunum. Staðfest andlát vegna veirunnar eru orðin 722, öll nema tvö á meginlandi Kína. Í Hong kong er ferðalöngum frá Kína skylt að vera í einangrun í 14 daga eftir komuna þangað.
08.02.2020 - 13:11
Ný smit í Taílandi, Singapúr og Malasíu
Þrjú Asíuríki staðfestu í dag ný tilfelli kórónaveirusýkingarinnar sem kennd er við Wuhan í Kína, en veiran hefur nú greinst í meira en tuttugu löndum.
04.02.2020 - 13:27
Erlent · Asía · Kórónaveiran · Kína · Taíland · Singapúr · Malasía
Loka landamærum fyrir ferðafólki frá Kína
Stjórnvöld í Singapúr hafa lokað landamærum sínum fyrir fólki frá meginlandi Kína, fyrst ríkja í Suðaustur-Asíu. Þar á meðal eru erlendir ríkisborgarar sem hafa dvalið í í Kína síðastliðinn hálfan mánuð.
31.01.2020 - 14:35
Fleiri grípa til ráðstafana
Flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8 fá ekki að fljúga til eða frá Ástralíu. Flugmálayfirvöld þar greindu frá þessu í morgun og vísuðu í flugslysið í Eþíópíu í fyrradag.
12.03.2019 - 09:27
Erlent · Afríka · Asía · Eyjaálfa · Ástralía · Singapúr · Eþópía
Hakkarar tóku yfir milljón heilsufarsskýrslur
Hakkarar stálu á dögunum fjölda heilsufarsskýrslna í Singapúr, þar á meðal skýrslu forsætisráðherra borgríkisins. Alls tóku þeir eina og hálfa milljón skýrslna. Þetta er mesti gagnastuldur sem átt hefur sér stað í Singapúr.
20.07.2018 - 16:35