Færslur: Sergei Shoigu

Zelensky segir af og frá að Mariupol sé fallin
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir af og frá að hafnarborgin Mariupol sé komin undir yfirráð rússneska innrásarliðsins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti staðhæfði í gær að tekist hefði að frelsa borgina undan yfirráðum Úkraínumanna.
Pútín fagnar „frelsun“ Mariupol
Vladimír Pútín Rússlandsforseti fagnaði í morgun „frelsun“ hafnarborgarinnar Mariupol úr höndum Úkraínumanna. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands tjáði forsetanum að borgin væri öll undir rússneskum ráðum utan Azovstal málmverksmiðjunnar.
Varnarmálaráðherra fékk hjartaáfall eftir ávítur Pútíns
Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands er sagður hafa fengið hjartaáfall. Þetta kemur fram í máli ráðgjafa innanríkisráðherra Úkraínu í dag. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað lög sem banna dreifingu falsfrétta.