Færslur: Samningaviðræður

Pattstaða í deilu Serbíu og Kósóvó
Samningamönnum Evrópusambandsins tókst ekki í gær að lægja öldurnar í alvarlegri deilu um notkun serbenskra skráningarnúmera bifreiða í Kósóvó. Málið er sagt í pattstöðu vegna afstöðu Kósóvómanna, sem segja deiluna rista dýpra.
Biden hvattur til að ræða við Rússa um lausn stríðsins
Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hvetja Bandaríkjaforseta til að koma á samkomulagi við Rússa um að binda enda á stríðið í Úkraínu.
Sammála um að finna leiðir til að tryggja neytendur
Leiðtogum Evrópusambandsins tókst snemma í nótt að komast að samkomulagi um vegvísi að færum leiðum í glímunni við síhækkandi orkuverð vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Tilraunum Norður-Kóreu ætlað að prófa kjarnaflaugabúnað
Allar sjö eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna undanfarnar vikur hafa snúið að prófunum á kjarnaflaugabúnaði landsins. Leiðtoginn, Kim Jong-un, er sjálfur sagður hafa haft yfirumsjón með æfingunum.
Forsætisáðherra Ísraels vill stöðva kjarnorkusamning
Forsætisráðherra Ísraels vill að helstu iðnríki heims hætti við að gera kjarnorkusamkomulag við Írani. Ráðherrann kom til Þýskalands í gær þar sem hann hyggst sannfæra ráðamenn um að óráð sé að ljúka samkomulaginu.
SAS: Samningaviðræðum frestað til morguns
Marianne Hærnes, einn aðalsamningamanna flugfélagsins SAS í kjaradeilu við flugmenn þess, kveðst miður sín yfir því að viðsemjendurnir vildu gera hlé á viðræðum í nótt. Frestur fyrir fyrirhugað verkfall var á laugardag framlengdur til hádegis á mánudag.
Verkfalli flugmanna SAS frestað fram á mánudag
Frestur fyrir fyrirhugað verkfall 900 flugmannna skandinavíska flugfélagsins SAS hefur verið framlengdur fram á mánudag. Samningaviðræður milli stjórnenda og stéttarfélaga hafa staðið yfir í nótt en náist ekki samkomulag munu hátt í 900 flugmenn félagsins leggja niður störf.
Verkfalli flugmanna SAS frestað þar til í fyrramálið
Samningaviðræðum milli stjórnenda skandínavíska flugfélagsins SAS og stéttarfélaga flugmanna verður haldið áfram í nótt. Fyrirhuguðu verkfalli flugmannana hefur verið frestað til klukkan ellefu í fyrramálið að staðartíma.
Bandaríkjamenn vonsviknir yfir viðræðum við Írana
Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru vonsvikin yfir síðustu lotu samningaviðræðna við ráðamenn í Íran um kjarnorkusamning Írans við vestræn ríki. Viðræðurnar hafa staðið síðan í nóvember og Bandaríkjamönnum er mikið í mun að samningar takist sem fyrst.
30.06.2022 - 03:50
Innrás í Úkraínu
Stríðið í Úkraínu eykur enn á flóttamannavanda heimsins
Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að fjöldi fólks á flótta í heiminum er kominn yfir hundrað milljónir og hefur aldrei verið meiri að mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Rússar segjast tilbúnir til friðarviðræðna við Úkraínumenn.
Leggja kapp á að koma hermönnum brott úr verksmiðjunni
Enn hefst nokkur fjöldi hermanna við í Azov-stálverksmiðjunni og verst tilraunum Rússa við að ná svæðinu á sitt vald. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir hermennina einnig hafa lagt sitt af mörkum við að koma almennum borgurum á brott. Kapp verði lagt á að koma hermönnunum burt.
Hlýleg bréfaskipti á Kóreuskaga
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu þakkaði í morgun Moon Jae-in fráfarandi forseta Suður-Kóreu skriflega fyrir tilraunir hans til að bæta samskipti ríkjanna. Enn andar þó köldu þar á milli og ekki útlit fyrir að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkuvopnatilraunum sínum í bráð. Moon svaraði bréfum Kims þó hlýlega.
Kuleba og Lavrov báðir komnir til Tyrklands
Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu er kominn til Tyrklands til friðarviðræðna við Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands.
Óttast að innrásin tefji kjarnorkusamning við Írani
Frakklandsstjórn hefur lýst yfir áhyggjum um að innrás Rússa í Úkraínu verði til þess að hindra eða tefja endurlífgun kjarnorkusamnings við Íran. Rússar eru aðilar að samningaviðræðunum ásamt Bretum, Kínverjum, Þjóðverjum og Frökkum.
Noregsheimsókn Talibana kostaði um 93 milljónir króna
Heimsókn sendinefndar Talibana til Oslóar kostaði norska ríkið jafnvirði tæpra 93 milljóna íslenskra króna. Um þrjátíu menn undir forystu Amir Khan Muttaqi, utanríkisráðherra stjórnar Talíbana, héldu frá Afganistan í einkaþotu til Noregs í lok janúar.
26.02.2022 - 04:10
Pútín og Macron sammála um að draga beri úr spennu
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Emmanuel Macron forseti Frakklands eru sammála um nauðsyn þess að draga úr spennu í Úkraínudeilunni. Macron áréttaði stuðning Frakka við Úkraínu í samtali við Volodomyr Zelensky þarlendan starfsbróður sinn.
Segja mannréttindi og mannúðaraðstoð haldast í hendur
Fulltrúar vestrænna ríkja krefjast þess að Talíbanastjórnin í Afganistan geri gangskör í því að tryggja mannréttindi í landinu. Það haldist í hendur við mannúðaraðstoð í landinu. Sendinefnd Talíbana sneri aftur heim frá Noregi í gær eftir þriggja daga fundahöld með erindrekum Bandaríkjanna og Evrópu.
Sjö mótmælendur drepnir í Súdan
Öryggissveitir hers og lögreglu í Súdan drápu sjö mótmælendur í dag þegar þúsundir söfnuðust saman í nokkrum borgum til að mótmæla valdaráni hersins í október. Bandarísk sendinefnd er væntanleg til landsins til að aðstoða við að finna lausn á upplausninni í stjórnmálum landsins.
Tigray-hérað
Yfir 100 almennir borgarar hafa farist frá áramótum
Að minnsta kosti 108 almennir borgarar hafa fallið í Tigray-héraði í Eþíópíu frá áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna sem sömuleiðis vara við miklum matvælaskorti í héraðinu.
Forsetar Bandaríkjanna og Úkraínu ræða saman á morgun
Joe Biden Bandaríkjaforseti og úkraínskur kollegi hans Volodymyr Zelensky ætla að ræða saman í síma á morgun sunnudag. Rúm vika er í að samningaviðræður hefjist vegna þeirrar spennu sem ríkir við landamæri Úkraínu.
Viðurkenning ríkis Talibana ekki til umræðu
Fulltrúar Talibana funda nú með sameiginlegri sendinefnd Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í Katar. Ný stjórnvöld í Afganistan sækjast eftir viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og neyðaraðstoð vegna fátæktar og mikilla þurrka.Fulltrúi Evrópusambandsins segir ekki á dagskrá fundarins að samþykkja ríki Talibana.
Venesúela: samkomulag virðist að hluta í höfn
Útlit er fyrir að samkomulag sé að nást að hluta til í viðræðum stjórnvalda og stjórnarandstöðunnar í Venesúela. Það virðist þó nokkuð málum blandið.
Guterres stýrir viðræðum Kýpurgrikkja og Kýpurtyrkja
Leiðtogar grískra og tyrkneskra Kýpverja funda í Genf í Sviss dagana 27. til 29. apríl næstkomandi um endursameiningu eyjarinnar, undir stjórn Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Viðræður milli ESB og Bretlands standa enn yfir
Bretar hafa gefið mikið eftir í fiskveiðimálum í Brexit-viðræðum í dag til að forða því að þeir gangi úr sambandinu án samnings, að því er AFP fréttastofan hefur eftir heimildamanni sínum. Svo virðist sem enn ein ögurstundin í viðræðum fulltrúa Evrópusambandsins og Bretlands sé runnin upp.
23.12.2020 - 22:33

Mest lesið