Færslur: Samkeppni

Sjónvarpsfrétt
Vilja ekki kaupa Mílu á óbreyttu verði
Franski fjárfestingasjóðurinn Ardian vill ekki kaupa Mílu af Símanum samkvæmt óbreyttum kaupsamningi því breyta þarf skilyrðum fyrir kaupunum svo Samkeppniseftirlitið gefi grænt ljós. Samningurinn var meðal annars skilyrtur því að Síminn yrði í viðskiptum við Mílu í 20 ár.
Salan á Mílu í óvissu
Franska fyrirtækið, Ardian, sem ætlar að kaupa Mílu af Símanum segist ekki vilja ljúka tugmilljarða viðskiptum samkvæmt kaupsamningi við Símann. Það er vegna þess að skilyrði sem fram hafi komið í sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið séu íþyngjandi og hafi neikvæð áhrif á kaupsamninginn sem geri það að verkum að eitt skilyrði í kaupsamningnum sé ekki uppfyllt.  Orri Hauksson forstjóri Símans segir vonast til að þetta gangi fyrir 18. ágúst þegar sáttaviðræðum á að ljúka. 
Fákeppni skýri líka hátt verðlag
Ríkið getur dregið úr fákeppni með því að afnema gjald sem lagt er á póstsendingar til landsins. Formaður Neytendasamtakanna segir fákeppni ýta undir hærra vöruverð. Vöruverð hér er með því hæsta í ríkjum Evrópusambandsins og EES.
03.07.2022 - 12:32
Breki Karlsson: Fákeppni bankanna bitnar á korthöfum
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, kallar eftir samkeppni milli banka varðandi þóknanir við notkun kreditkorta í útlöndum. Hann segir enga samkeppni nú um stundir.
Facebook krefst frávísunar í einokunarmáli
Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook krefjast þess að alríkisdómari í Washington vísi máli vegna ásakana Alríkisráðs viðskiptamála um einokunartilburði fyrirtækisins frá dómi.
Fyrsta skóflustungan að fyrstu Krónuverslun Norðurlands
Tekin hefur verið fyrsta skóflustungan að nýrri verslun Krónunnar við Tryggvabraut á Akureyri og fara framkvæmdir strax af stað. Gert er ráð fyrir að verslunin verði opnuð haustið 2022.
16.06.2021 - 09:00
Kallar eftir aukinni samkeppni á lyfjamarkaði
Minni hömlur á netverslun með lyf og auknar heimildir til sölu lausasölulyfja utan apóteka eru líkleg til að auka samkeppni og lækka verð til neytenda. Þetta kemur fram í áliti Samkeppniseftirlitsins sem sent hefur verið heilbrigðisráðherra.
02.06.2021 - 08:56
FÍB segir skýringar á iðgjaldahækkunum ekki standast
Iðgjöld tryggingafélaga á Íslandi hafa hækkað um 38% frá árinu 2015, á sama tíma fækkaði umferðarslysum um 15% og slösuðum um 23%. Hækkunin er umfram vísitölu neysluverðs að því er fram kemur í máli framkvæmdastjóra FÍB.
Segir hærra endurgreiðsluhlutfall skapa ótal störf
Með einu litlu lagafrumvarpi væri hægt að skapa ótal störf í í ferðaþjónustu, listgeiranum, tónlist, iðngreinum og  tækniþróun sagði Sara Elísa Þórðardóttir varaþingmaður Pírata í sérstakri umræðu um atvinnuleysi og stöðu atvinnuleytenda á Alþingi í dag.
16.03.2021 - 14:59
Verðmunur á bensínlítra getur numið allt að 47 krónum
Algengasta verð á bensínlítra hjá N1 er 236,90 krónur en lítrinn kostar 189,90 hjá Costco í Garðabæ. Verðmunurinn er því 47 krónur á hvern lítra. Innkoma Costco á markaðinn hefur haft mikil áhrif á verðmyndun og samkeppni á eldsneytismarkaðnum.
Háskólanemum býðst að þróa græn svæði í borginni
Reykjavíkurborg hefur lagt til afmarkað svæði í Efra-Breiðholti til alþjóðlegrar samkeppni á vegum samtakanna C40 Reinventing Cities, sem gengur undir heitinu Students Reinventing Cities.
11.12.2020 - 16:42
Vilja refsitolla á íslenskan kísilmálm
Tvö bandarísk fyrirtæki hafa skorað á þarlend stjórnvöld að setja hömlur á innflutning kísilmálms frá þremur ríkjum í Evrópu og tveimur í Asíu. Ísland er þar á meðal.
02.07.2020 - 07:03
Gagnrýna stuðning til sumarnáms 
Félag atvinnurekenda gagnrýnir stuðning menntamálaráðherra til sumarnáms á þeim grundvelli að hann skaði samkeppni. Félagið fer fram á að menntamálaráðherra rétti samkeppnisstöðu á fræðslumarkaði og tryggi að stuðningurinn nái einnig til einkarekinna fyrirtækja.
Segir tilboð Vodafone brjóta gegn samkeppnislögum
Vodafone ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum Enska boltann í gegnum sjónvarp Vodafone á þúsund krónur á mánuði. Forstjóri Símans segir þetta augljósa undirverðlagningu og gerir ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið taki málið upp að eigin frumkvæði.
09.06.2020 - 13:17
Kastljós
Hart tekist á um samkeppnismálin í Kastljósi
„Ef eitthvað er þá þyrftu samkeppnisreglur og samkeppniseftirlit að vera beittari hér á þessum örmarkaði en á milljóna mörkuðum Evrópu,“ segir fyrrverandi stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins. Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir að með frumvarpi um breytingar á samkeppnislögum sé verið að færa íslenska löggjöf nær löggjöf Norðurlandanna og Evrópu. Það hljóti að vera til bóta.