Færslur: Samherji

Mikilvægt að fjölmiðlar geti rækt hlutverk sitt
Forsenda fyrir því að fjölmiðlar geti rækt hlutverk sitt er að þeir geti aflað upplýsinga um mál sem hafa þýðingu fyrir almenning og miðlað þeim án afskipta annarra. Þetta segir í yfirlýsingu sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Heiðar Örn Sigurfinnson, fréttastjóri RÚV, sendu frá sér nú síðdegis.
Silfrið
Skiptar skoðanir á lögreglurannsókn
Tekist var á um þá ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi eystra að veita fjórum blaðamönnum réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á meintum brotum gegn friðhelgi einkalífs, í Silfrinu á RÚV í hádeginu.
20.02.2022 - 14:10
Fordæma rannsókn á hendur fjölmiðlafólki
Stjórn Samtaka kvenna um Nýja stjórnarskrá fordæmir lögreglurannsókn gegn fjórum blaðamönnum. Sömuleiðis styður stjórnin fjöldafundi vegna málsins sem haldnir verða samtímis í Reykjavík og á Akureyri næstkomandi laugardag.
„Lögreglan er bara að vinna sína vinnu“
„Ég hef í sjálfu sér enga skoðun á því. Ég held að lögreglan sé bara að vinna sína vinnu skv. þeim lögum sem um það gilda,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Fréttastofa RÚV innti hann eftir skoðun á því að fjórir blaðamenn séu með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á meintum brotum gegn friðhelgi einkalífs.
Sjónvarpsfrétt
Afar ólíklegt að blaðamennirnir fjórir verði ákærðir
Hæstaréttarlögmaður telur afar ólíklegt að ákæra verði gefin út á hendur blaðamönnunum fjórum fyrir meint brot gegn friðhelgi einkalífs með skrifum sínum um starfsmenn Samherja. Þekkt sé að mál gegn blaðamönnum sé höfðað til að fæla þá frá fréttaskrifum.
Kæra Páls beinist ekki gegn blaðamönnunum fjórum
Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, segist enga aðkomu eiga að því að fjórir blaðamenn hafi verið kallaðir inn til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra og séu með réttarstöðu sakbornings. Hann segist aðeins hafa kært stuld á síma en ekki neina einstaklinga. Garðar Gíslason, lögmaður Samherja og lögmaður Páls, fullyrðir að síma Páls hafi verið stolið á meðan hann lá á sjúkrahúsi.
15.02.2022 - 12:34
Þóra Arnórsdóttir einnig kölluð til yfirheyrslu
Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, hefur verið kölluð til yfirheyrslu af lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna aðkomu hennar að umfjöllunar um skæruliðadeild Samherja.
Sjónvarpsviðtal
Áratugs langri deilu við það að ljúka
Átökum Samherja og Seðlabankans sem hafa staðið yfir í nærri áratug var framhaldið í Landsrétti í morgun þar sem aðalmeðferð fór fram í skaðabótamáli Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, gegn bankanum. Þorsteinn Már segir að ekki séu frekari málaferli framundan og telur komið að endapunkti. Lögmaður Samherja sagði Seðlabanka hafa haldið málinu áfram þrátt fyrir að vita betur. Lögmaður Seðlabanka sagði málið ekki jafn klippt og skorið og Samherjamenn vilji láta.
14.02.2022 - 18:30
Þrír blaðamenn í yfirheyrslu vegna „skæruliðadeildar“
Þrír blaðamenn hafa verið boðaðir í yfirheyrslu í næstu viku hjá rannsóknarlögreglumanni frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Það eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum. Þeir hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi einkalífs með umfjöllun sinni um „skæruliðadeild“ Samherja.
14.02.2022 - 18:26
Sjónvarpsfrétt
Tvöfalda fiskeldi Samherja í Öxarfirði
Til stendur að tvöfalda framleiðslugetu fiskeldisstöðvar Samherja í Öxarfirði. Framkvæmdir er farnar af stað og er áætlað að verkið kosti hátt í tvo milljarða.
14.02.2022 - 13:02
Telja Arion banka hafa hunsað reglur fyrir Samherja
Svo virðist sem eitt félaga Samherja Holding hafi opnað bankareikning á Íslandi árið 2020, eftir að félagið var rekið úr viðskiptum við norska bankann DNB í kjölfar Namibíumálsins. Stundin greinir frá þessu, og segir að áreiðanleikakönnun vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka hafi ekki verið gerð við umsókn um kennitölu eins og lög gera ráð fyrir.
14.01.2022 - 16:52
2,7 milljarða króna krafa á hendur Samherja
Namibísk stjórnvöld krefja Samherja holding um 2,7 milljarða króna vegna endurálagningar skatta.
07.01.2022 - 15:36
Samherji skimar starfsfólk eftir jólafrí
Það færist í vöxt að fyrirtæki og stofnanir láti skima starfsfólk sitt áður en það mætir til vinnu eftir frí. Skólarnir í Dalvíkurbyggð sem og útgerðarfyrirtækið Samherji eru meðal þeirra sem prófuðu allt sitt starfsfólk þegar það snéri til starfa eftir jólafrí.
04.01.2022 - 12:01
Samherji stækkar landeldisstöð
Stjórn Samherja fiskeldis hefur ákveðið að stækka landeldisstöð félagsins í Öxarfirði um helming. Eftir stækkunina er áætlað að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn af laxi á ári.
25.10.2021 - 13:40
Sjónvarpsfrétt
Uppljóstrari verðlaunaður - Samherji á að endurgreiða
Stjórnendur Samherja á Íslandi ættu að þurfa að endurgreiða allt sem þeir tóku frá Namibíu og þá þarf að sakfella fyrir dómstólum. Þetta segir Jóhannes Stefánsson uppljóstrari sem hlaut í dag sjálfbærniverðlaun Gautaborgar. 
Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða
Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða á síðasta ári. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að heimsfaraldurinn hafi þó haft víðtæk áhrif á reksturinn. Stjórn Samherja ákvað á aðalfundi í gær að greiða ekki út arð til hluthafa vegna síðasta árs.
Hærri fjárhæðir, fleiri sakborningar og ítrekuð samtöl
Ný gögn í Samherjamálinu sýna að svo virðist sem víðtæk vitneskja hafi verið innan fyrirtækisins um mútugreiðslur og vafasama starfshætti Samherja í Namibíu. Gögnin eru hluti af rannsókn héraðssaksóknara á málinu. Átta eru nú með réttarstöðu sakbornings í málinu hér á landi.
Samherjamenn ræddu greiðslur til leiðtoga i Namibíu
Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi stjórnarmaður í Samherja og umsjónarmaður Afríkuútgerðar fyrirtækisins, skrifaði í skilaboðum til Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara að á einhverju stigi kunni „að skipta máli að múta einhverjum leiðtoga þessara manna.“
Segir Samherjamenn ekki ósnertanlega
Ríkissaksóknari Namibíu segist í nýrri yfirlýsingu til dómstóls þar ytra enn hafa fullan hug á að ákæra suma af starfsmönnum Samherja sem stýrðu dótturfyrirtækjum útgerðarinnar þar í landi. Sá skilningur Samherjamanna að þeir séu ósnertanlegir sé rangur.
04.08.2021 - 15:31
Ámælisverðir viðskiptahættir viðgengust í Namibíu
Forstjóri Samherja biðst afsökunar á framferði fyrirtækisins í Namibíu en segir það eindregna afstöðu sína að engin refsiverð brot hafi verið framin þar, nema af hálfu Jóhannesar Stefánssonar fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu. Þá er einnig beðist velvirðingar á mistökum sem gerð voru í Færeyjum. Samherji birti í morgun niðurstöður rannsóknar norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfseminni í Namibíu. 
22.06.2021 - 08:16
Segir stöðu Samherja veikja tiltrú fólks á sjávarútvegi
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segir dapurt að horfa upp á þá stöðu sem hefur byggst upp í kringum sjávarútvegsfyrirtækið Samherja. Frá þessu greinir hann í viðtali við 200 mílur í Morgunblaðinu í dag.
Samherji axli ábyrgð á ákvörðunum og athöfnum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segja mikilvægt að Samherji axli ábyrgð á eigin ákvörðunum. Samtökin hafa ekki í hyggju að refsa fyrirtækinu.
„Alþingismenn skulda Samherja engar skýringar“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu málefni Samherja að umtalsefni í dag, bæði bréf fyrirtækisins til mennta- og menningarmálaráðherra og tengsl sjávarútvegsráðherra við fyrirtækið.
Hefur haft brýnni málum að sinna en að svara Samherja
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist hafa haft brýnni málum að sinna en að svara bréfi lögmanns Samherja þar sem hún er beðin um að útskýra orð sem hún lét falla um fyrirtækið á Alþingi í lok apríl. Hún segir að orð sín skýri sig sjálf og að alþingismenn njóti þinghelgi samkvæmt stjórnarskránni.
Ráðherra vissi ekki af fyrirspurnum um ferðir Helga
Utanríkisráðherra segist ekki hafa vitað af því að starfsmenn á vegum Samherja hefðu leitað eftir upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu um ferðir Helga Seljan, fréttamanns RÚV, vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja.