Færslur: Samherji

Segir Samherjaumfjöllun byggjast á vanþekkingu
Umfjöllun um viðskiptahætti Samherja í Namibíu einkennist af skilningsleysi á alþjóðlegum viðskiptum og uppbyggingu fyrirtækja sem starfa á alþjóðavettvangi. Þetta segir Björgólfur Jóhannsson í yfirlýsingu á heimasíðu Samherja, en tilefnið er nýleg umfjöllun um Samherja. Hann segir þar að Samherji hafi greitt yfir 400 milljónir namibískra dollara, jafnvirði 3,7 milljarða íslenskra króna, í skatta og skyldur í Namibíu í gegnum árin.
21.07.2020 - 17:50
Mótmælir sönnunargildi bókar um gjaldeyriseftirlitið
Hlutar greinargerða Seðlabankans í skaðabótamálum Samherjamanna voru afmáðir að beiðni Samherja áður en fréttastofa fékk þær afhentar. Bankinn mótmælir því sérstaklega í greinargerðunum að bók um gjaldeyriseftirlitið og sjónvarpsþáttur á Hringbraut hafi sönnunargildi í málunum.
21.07.2020 - 17:45
Meirihluti nefndarinnar svarar Þórhildi Sunnu
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur gefið út yfirlýsingu í tilefni af afsögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur úr embætti formanns. Í yfirlýsingunni segir að frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á hæfi sjávarútvegsráðherra hafi í einu og öllu verið í samræmi við hlutverk nefndarinnar og verklag hafi verið eðlilegt.
Myndskeið
Héraðssaksóknari upplýstur um eignatilfærslu Samherja
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið upplýsti héraðssaksóknara í desember um að Samherji hefði tilkynnt að stærstur hluti félagsins væri kominn í eigu barna fyrri eigenda. Tilkynningunni fylgdu ekki upplýsingar um kaupverð. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV. 
19.06.2020 - 19:05
Telst erlendur aðili og stýrir 3,5% íslenska kvótans
Baldvin Þorsteinsson stýrir í gegnum eignahlut sinn í fyrirtækjum Samherja um 3,5% hlut af öllum fiskveiðikvóta Íslands. Beint eignarhald hans á íslenskum veiðiheimildum er 2,55%. Baldvin er búsettur í Hollandi og telst því samkvæmt skilningi íslenskra laga vera erlendur aðili.
Segir rök um hæfi Kristjáns ekki standast skoðun
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir það ekki standast skoðun að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sé ekki með nokkru móti tengdur Samherja í skilningi stjórnsýslulaga, líkt og meirihluti nefndarinnar hefur komist að niðurstöðu um.
Ekki þörf á könnun á hæfi Kristjáns Þórs í Samherjamáli
Meiri­hluti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis vill hætta frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, vegna stöðu hans gagn­vart útgerðarfyrirtækinu Sam­herja. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og einn nefndarmanna, segir niðurstöðuna til þess fallna að veikja Alþingi og traust almennings á því.
Rannsókn á meintum leka hefur tafist vegna faraldursins
Rannsókn Lögreglunnar á Vestfjörðum á meintum leka frá Seðlabankanum til RÚV hefur lítið þokast áfram. Ástæðan er COVID-19 faraldurinn, að sögn Karls Inga Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum. Hann segir að faraldurinn hafi haft áhrif á rannsóknir fleiri mála en þessa. Nú horfi hins vegar til betri vegar. Það sé þó ekkert hægt að segja til um það hvenær rannsókninni ljúki.
29.05.2020 - 15:04
Börn stærstu hluthafa fá nær öll hlutabréfin í Samherja
Aðaleigendur Samherja hf., þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir, hafa framselt hlutabréfaeign sína í Samherja hf. til barna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. Áttu þau samtals 86,5% hlut í fyrirtækinu sem verður 2% eftir breytingarnar.
15.05.2020 - 14:21
Tafir á rannsókn Wikborg Rein á Samherjaskjölunum
Tafir hafa orðið á rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á Samherjaskjölunum, og rannsókninni verður ekki lokið á þeim tíma sem stefnt var að. Þetta kemur fram í svörum lögmannsstofunnar og forstjóra Samherja við fyrirspurn fréttastofu. Kórónuveirufaraldurinn skýrir þessar tafir að hluta, samkvæmt upplýsingum frá lögmannsstofunni.
28.04.2020 - 20:24
Samherji sleppur við yfirtökuskyldu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur veitt Samherja Holding undanþágu frá því að gera öðrum hluthöfum í Eimskipafélaginu tilboð í hlutabréf sín í Eimskipi.
31.03.2020 - 19:52
Samherji óskar eftir undanþágu á yfirtöku Eimskips
Útgerðarfélagið Samherji hefur óskað eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu á Eimskipafélagi Íslands. Félagið jók hlut sinn í félaginu í 30,1 prósent fyrir tíu dögum en níu dögum eftir að tilkynnt var um kaupin segir félagið að á „örfáum dögum hafi allt efnahagsumhverfi breyst stórlega, langt umfram það sem spár gerðu ráð fyrir.“ Undanþágubeiðnin er til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.
21.03.2020 - 09:59
Samherji kominn með yfirtökuskyldu í Eimskip
Samherji Holding hefur aukið hlut sinn í Eimskipafélagi Íslands hf. um 3,05% í 30,11% í fyrirtækinu. Samherji mun nú, innan fjögurra vikna, gera öðrum hluthöfum tilboð í allt hlutafé í fyrirtækinu í samræmi við lög. 
10.03.2020 - 21:36
Snerist um að ná tangarhaldi á Heinaste
Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, segir að dómsmál hans í Namibíu hafi allan tímann snúist um yfirráð á skipinu Heinaste. Hann hafi aldrei ætlað að játa sök í málinu en neyðst til þess þegar hann sá fram á að málið gæti dregist langt fram á þetta ár.
19.02.2020 - 22:16
Óvíst hvort innri athugun Samherja verði gerð opinber
Innri athugun norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu á að ljúka í apríl. Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri hættir og reiknar með að fyrri forstjóri snúi aftur.
19.02.2020 - 19:15
Viðtal
Reiknar með að Þorsteinn Már taki aftur við Samherja
„Ég er ekki framtíðarforstjóri félagsins,“ segir Björgólf­ur Jó­hanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja. Hann ætlar að láta af störfum hjá fyrirtækinu fyr­ir lok næsta mánaðar. Hann tók við af Þorsteini Má Baldvinssyni eftir að Samherjaskjölin svokölluðu voru afhjúpuð í umfjöllun Kveiks.
19.02.2020 - 12:30
RÚV leiðréttir fullyrðingu um Samherja
Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu í frétt um þróunaraðstoð og spillingu sem birtist á fimmtudag þar sem sagt var að Samherji hefði aflað sér kvóta með því að múta embættismönnum í Namibíu og vísað til umfjöllunar Kveiks. Þetta kom fram í tíu-fréttum Sjónvarps. Hið rétta sé að Samherji hafi verið borinn þeim sökum, segir í leiðréttingunni.
17.02.2020 - 19:30
Björgólfur segir DNB leka upplýsingum um Samherja
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að rannsókn norsku efnahagsbrotadeildarinnar beinist að norska bankanum en ekki Samherja.
12.02.2020 - 19:48
DNB segir upp öllum viðskiptum við Samherja
Norski bankinn DNB hefur sagt upp öllum viðskiptum sínum við Samherja. Þetta staðfesta heimildamenn tengdir bankanum við RÚV. Ástæðan er aðkoma Samherja í spillingarmálum í Namibíu.
12.02.2020 - 16:41
Samherji telur haldlagningu Heinaste ekki standast lög
„Við teljum að endurnýjuð kyrrsetning skipsins standist ekki namibísk lög og við munum grípa til ráðstafana til að hnekkja henni fyrir namibískum dómstólum ef nauðsyn krefur,“ segir Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja á vef fyrirtækisins.
10.02.2020 - 16:30
Kyrrsetning Heinaste líklega fyrir dómstóla
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir mjög líklegt að fyrirtækið fari fram á að kyrrsetningu skipsins Heinaste verði aflétt fyrir dómi.
Arngrímur játaði sök í Namibíu
Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, játaði í dag fyrir dómi að hafa verið að ólöglegum veiðum undan ströndum Namibíu. Dómur yfir honum verður kveðinn upp á miðvikudag.
31.01.2020 - 16:29
Sjómenn á Samherjaskipi í óvissu
Sjómenn á Sögu, skipi Samherja í Namibíu, hafa áhyggjur af framtíð sinni eftir að skipinu var fyrirvaralaust siglt, án þeirra, til Las Palmas á Kanaríeyjum. Skipið er að sögn á leið þangað í viðgerð en sjómennirnir fengu sms-skilaboð um að þeir þyrftu að sækja eigur sínar um borð án tafar.
31.01.2020 - 13:38
Tugmilljóna tjón Samherja
Tjón Samherja af völdum óveðursins sem gekk yfir norðanvert landið á dögunum hleypur á tugum milljóna, þótt ekkert tjón hafi orðið á tækjabúnaði og skipum.
Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja
Norska lögmannsstofan Wikborg Rein, sem stjórn Samherja, réði til að framkvæma athugun á starfsemi fyrirtækisins í Namibíu og víðar eftir uppljóstrun Samherjaskjalanna, hefur á undanförnum vikum komið fram fyrir hönd útgerðarinnar í deilum vegna sölu á risatogaranum Heinaste. Kaupandi skipsins vill hætta við þau, meðal annars vegna ásakana um mútugreiðslur Samherja.
18.12.2019 - 18:00