Færslur: Samherji

Fishrot-rannsókn lokið og fleiri handtökur fyrirhugaðar
Réttarhöld í Fishrot-málinu svokallaða verða flutt í yfirrétti Namibíu næsta vor. Sakborningarnir verða í fangelsi þangað til, nema þeim verði veitt heimild að losna gegn tryggingu. Málið er á dagskrá 22. apríl 2021. Frá þessu var greint í namibískum fjölmiðlum í morgun. Rannsókn málsins er formlega lokið. Fleiri handtökur eru væntanlegar.
14.12.2020 - 12:09
Tilboð Samherja runnið út án yfirtöku á Eimskipi
Samherji Holding tekur ekki yfir eignarhaldi á Eimskipi. Yfirtökutilboð Samherja á fyrirtækinu rann út í gær og var því tekið af eigendum sem áttu 0.011 prósent af hlutafé Eimskips, í allt hlutafé þess. Þessi prósenta dugir þó ekki til yfirtöku hjá Samherja. Samherji er stærsti eigandi Eimskips og hefur myndast yfirtökuskylda hjá fyrirtækinu í tvígang á þessu ári, en það fékkst undanþága frá þeirri fyrri vegna faraldursins.
09.12.2020 - 12:15
Samherjamaður vildi svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Einn af stofnendum og eigendum útvegsfyrirtæksins Samherja, Kristján Vilhelmsson, fór þess á leit við Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademínuna (ÍKSA) að Helgi Seljan fréttamaður RÚV yrði sviptur Edduverðlaunum í byrjun síðasta árs.
Leyfðu sölu Heinaste gegn haldi í söluvirðinu
Namibísk yfirvöld afléttu kyrrsetningu af togaranum Heinaste og leyfðu sölu hans gegn því að söluvirðið yrði áfram kyrrsett til tryggingar mögulegum upptökukröfum vegna sakamálsins sem þar er rekið á grunni Samherjaskjalanna. Þetta kemur fram í samningi um kaupin og einnig í bréfi sem lögfræðingur namibíska dómsmálaráðuneytisins sendi í byrjun síðustu viku. Fréttastofa hefur bæði skjölin undir höndum.
Sjómannafélag Eyjafjarðar andmælir skipstjórnarmönnum
Trausti Jörundarson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar veltir þeirri spurningu upp hvernig það skaði ímynd undirmanna á fiskiskipum að félagar þeirra leiti réttar síns og fari fram á sjópróf. Skrif Trausta birtast á Facebook-síðu félagsins.
Eitt ár frá afhjúpun Samherjaskjalanna
Í dag er eitt ár síðan Kveikur, í samstarfi við Stundina, Wikileaks og sjónvarpsstöðina Al Jazeera, fjallaði um viðskiptahætti Samherja í Afríku og greindi frá því að útgerðarrisinn hefði á síðustu árum greitt háttsettum mönnum í Namibíu og venslamönnum þeirra meira en milljarð króna til að komast yfir fiskveiðikvóta.
Samherji auglýsir 22 milljarða yfirtökutilboð í Eimskip
Auglýsing fyrir yfirtökutilboð Samherja í Eimskip er birt í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt auglýsingunni stendur tilboðið frá þriðjudeginum 10. nóvember til 8. desember og tekur til þeirra sem eiga hlutabréf í félaginu þegar mörkuðum er lokað mánudaginn 9. nóvember. Á tímabilinu geta þeir hluthafar selt Samherja eign sína á 175 krónur fyrir hvern hlut. Markaðsgengi bréfa í Eimskipi er í dag 188,5 krónur á hlut. Auglýsingin hefur jafnframt verið birt í Kauphöllinni
05.11.2020 - 08:18
Samherji ætlar að áfrýja dómi í Seðlabankamáli
Samherji ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Seðlabankann í dag af rúmlega 300 milljóna króna kröfu Samherja. 
30.10.2020 - 18:17
Seðlabankinn sýknaður en þarf að greiða Þorsteini bætur
Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknaður af kröfum Samherja, sem krafðist rúmlega 300 milljóna króna í bætur frá bankanum. Seðlabankinn þarf hins vegar að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, skaðabætur upp á tæpar tvær og hálfa milljón með vöxtum.
Samherji stefnir á að gera yfirtökutilboð í Eimskip
Félagið Samherji Holding hefur aukið hlut sinn í Eimskipafélaginu og á nú yfir 30 prósent í félaginu. Í tilkynningu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, til Kauphallarinnar segir að félagið geri yfirtökutilboð til hluthafa Eimskips í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti og að Samherji stefni ekki á að skrá félagið úr Kauphöllinni.
21.10.2020 - 13:36
Samherji vill hefja laxeldi í Helguvík
Norðurál og Samherji hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup Samherja á lóð og byggingum Norðuráls í Helguvík. Þar hyggst Samherji koma á fót laxeldi og nýta þær byggingar sem þar eru og voru ætlaðar til að hýsa álver Norðuráls.
14.10.2020 - 11:35
Lögmaður Seðlabankans notaði Aserta-málið sem fordæmi
Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Seðlabankans, sagði varnir bankans af ýmsum toga og það væri rakið í greinargerð bankans. Í stuttu málið krefðist bankinn sýknu. Hann benti á að það hefðu aldrei fallið neinir efnislegar dómar um efni rannsóknar Seðlabankans og varði drjúgum tíma í að ræða Aserta-málið svokallaða.
09.09.2020 - 16:34
Sagði Seðlabankann hafa verið í veiðiferð
Garðar Gíslason, lögmaður Samherja, fór hörðum orðum um Seðlabankann þegar munnlegur málflutningur fór fram í skaðabótamáli útgerðarfyrirtækisins gegn Seðlabankanum í dag. Hann sagði að Seðlabankinn hefði aldrei haft neinn rökstuddan grun um meint brot félagsins þegar ráðist var í þessar umfangsmiklu aðgerðir. „Seðlabankinn var í veiðiferð.“
09.09.2020 - 15:06
Fyrrverandi fjármálastjóri óvinnufær vegna ásakananna
Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja segist meira og minna hafa verið óvinnufær frá árinu 2012 vegna andlegra erfiðleika sem fylgdu ásökunum Seðlabankans í hans garð. Hann kom fyrir dóm við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja gegn Seðlabankanum í morgun og lýsti því að hann hefði hætt fljótlega eftir að rannsókn Seðlabankans hófst vegna þess að hann hefði þá verið kominn á mjög slæman stað andlega.
09.09.2020 - 14:13
Jón Óttar fékk 135 milljónir fyrir Seðlabankamálið
Jón Óttar Ólafsson, afbrotafræðingur og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, hefur starfað fyrir Samherja frá árinu 2013 og ráðgjafastofa hans rukkaði útgerðarfélagið um 135 milljónir króna fyrir vinnu sína sem tengdist rannsókn Seðlabanka Íslands á meintum gjaldeyrislagabrotum félagsins. Þetta er stærsti hluti 305 milljóna króna skaðabótakröfu Samherja á hendur bankanum, að því er fram kom í máli lögmanns bankans fyrir dómi í dag.
09.09.2020 - 12:52
Þorsteinn ósáttur við spurningar um Afríkustarfsemi
Lögmaður Seðlabanka Íslands sýndi Afríkustarfsemi Samherja og fyrirtækjum útgerðarinnar á Kýpur, og skilum á gjaldeyri þaðan, sérstakan áhuga í aðalmeðferð skaðabótamáls Samherja gegn Seðlabankanum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Forstjóri Samherja sagði þau atriði málinu óviðkomandi, enda hefði húsleit og rannsókn Seðlabankans, sem málið nú snýst um, varðað meinta undirverðlagningu á fiski. Þorsteinn barði í borð undir spurningunum og dómari bað menn að halda stemmningunni við stofuhita.
09.09.2020 - 11:13
Myndskeið
Of lítill salur fyrir skaðabótamál Samherja
Aðalmeðferð skaðabótamála útgerðarfélagsins Samherja gegn Seðlabanka Íslands hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan níu í dag. Krafist er bóta fyrir fjárhagstjón og farið fram á að kostnaður vegna málareksturs Seðlabankans gegn Samherja verði bættur.
09.09.2020 - 10:06
Samherji kærir 11 starfsmenn RÚV til siðanefndar RÚV
Samherji hefur kært 11 frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins fyrir siðanefnd Ríkisútvarpsins þess vegna þátttöku þeirra í þjóðfélagsumræðu um málefni Samherja á samfélagsmiðlum.
01.09.2020 - 11:52
Þjóðskjalasafn óskar eftir svörum frá Verðlagsstofu
„Þetta sýnir mikilvægi þess að vista skjöl á réttan hátt,“ segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, um afdrif gagna hjá Verðlagsstofu skiptaverðs sem komu í leitirnar fyrir helgi. Þjóðskjalasafn undirbýr nú erindi til Verðlagsstofu skiptaverðs vegna málsins.
Segja lögmannsstofur milliliði Samherja og Swapo
Dótturfyrirtæki Samherja í Namibíu greiddi fyrir kvóta með því að millifæra beint inn á reikning lögmannstofa, að því er namibíski fjölmiðillinn The Namibian greinir frá í dag. Þar segir að þetta hafi verið greiðslur fyrir afmarkaðan hluta kvóta og að þær hafi átt að vera eyrnamerktar til að vinna að félagslegum umbótum í landinu. Það hafi þó ekki orðið raunin og er talið að Swapo-flokkurinn hafi að hluta nýtt þær í kosningabaráttu sinni.
19.08.2020 - 17:43
Greiddu mun lægra hlutfall í veiðigjöld í Namibíu
Á árunum 2012 til 2017 greiddi Samherji mun lægra hlutfall af aflaverðmæti í veiðigjöld í Namibíu heldur en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Nýtt frystihús Samherja á Dalvík tekið í notkun
Vinnsla í nýju frystihúsi Samherja á Dalvík hófst í dag. Frystihúsið er um níu þúsund fermetrar og hleypur fjárfesting fyrirtækisins á sex milljörðum króna.
14.08.2020 - 11:28
Verðlagsstofa skiptaverðs staðfestir tilvist gagnanna
Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman upplýsingar um karfaútflutning áranna 2010 og 2011 og sendi úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna vegna athugunar á máli sem var til umfjöllunar hjá nefndinni.
12.08.2020 - 15:24
Blaðamannafélagið fordæmir aðferðir Samherja
Stjórn Blaðamanannafélags Íslands lýsir furðu sinni á „tilraunum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan og fordæmir þær aðferðir sem fyrirtækið beitir til þess.“
12.08.2020 - 13:56
Kastljós
Sjáðu Kastljósþáttinn um Samherja
Samherji birti í dag myndband þar sem því er haldið fram að Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið hafi falsað gögn við gerð Kastljósþáttar árið 2012 um rannsókn Seðlabankans á Samherja.
11.08.2020 - 21:07