Færslur: Samherji

Ámælisverðir viðskiptahættir viðgengust í Namibíu
Forstjóri Samherja biðst afsökunar á framferði fyrirtækisins í Namibíu en segir það eindregna afstöðu sína að engin refsiverð brot hafi verið framin þar, nema af hálfu Jóhannesar Stefánssonar fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu. Þá er einnig beðist velvirðingar á mistökum sem gerð voru í Færeyjum. Samherji birti í morgun niðurstöður rannsóknar norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfseminni í Namibíu. 
22.06.2021 - 08:16
Segir stöðu Samherja veikja tiltrú fólks á sjávarútvegi
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segir dapurt að horfa upp á þá stöðu sem hefur byggst upp í kringum sjávarútvegsfyrirtækið Samherja. Frá þessu greinir hann í viðtali við 200 mílur í Morgunblaðinu í dag.
Samherji axli ábyrgð á ákvörðunum og athöfnum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segja mikilvægt að Samherji axli ábyrgð á eigin ákvörðunum. Samtökin hafa ekki í hyggju að refsa fyrirtækinu.
„Alþingismenn skulda Samherja engar skýringar“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu málefni Samherja að umtalsefni í dag, bæði bréf fyrirtækisins til mennta- og menningarmálaráðherra og tengsl sjávarútvegsráðherra við fyrirtækið.
Hefur haft brýnni málum að sinna en að svara Samherja
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist hafa haft brýnni málum að sinna en að svara bréfi lögmanns Samherja þar sem hún er beðin um að útskýra orð sem hún lét falla um fyrirtækið á Alþingi í lok apríl. Hún segir að orð sín skýri sig sjálf og að alþingismenn njóti þinghelgi samkvæmt stjórnarskránni.
Ráðherra vissi ekki af fyrirspurnum um ferðir Helga
Utanríkisráðherra segist ekki hafa vitað af því að starfsmenn á vegum Samherja hefðu leitað eftir upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu um ferðir Helga Seljan, fréttamanns RÚV, vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja.
Myndskeið
Trúi því að Samherji hafi séð að sér
Samherji baðst í dag afsökunar á að stjórnendur fyrirtækisins hafi gengið of langt í að verjast neikvæðri umfjöllun. Fyrirtækið segir umræðuna innan svokallaðrar skæruliðadeildar óheppilega.
30.05.2021 - 19:01
Samherji biðst afsökunar
Útgerðarfélagið Samherji biðst afsökunar á harkalegum viðbrögðum stjórnenda félagsins við neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtækið. Félagið gengst við því að umræður svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja hafi verið óheppilegar.
30.05.2021 - 11:48
RSÍ fordæmir aðför Samherja að æru og málfrelsi
Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) segir í ályktun að með öllu ólíðandi sé að stundaðar séu ofsóknir, njósnir og skæruhernaður gegn fréttamönnum, rithöfundum og öðrum sem taka þátt í opinberri umræðu í samfélaginu.
Viðtal
Hefur talað við trillukarl hér og bónda þar
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist ekki hafa átt í samskiptum við svokallaða skæruliðadeild á vegum Samherja. Hann segist þó hafa átt í samskiptum við Pál Steingrímsson, skipstjóra hjá Samherja.
Ítrekar að hann telji Samherja ganga óeðlilega fram
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ítrekaði það á Alþingi í dag að honum fyndist Samherji hafa gengið óeðlilega fram í málum sem komið hafa fram í fréttum að undanförnu.
27.05.2021 - 13:49
Örskýring
Skæruliðadeild Samherja er ekki þáttur á Netflix
Í síðustu viku bárust fréttir unnar upp úr samskiptum fólks sem tengist Samherja með einhverjum hætti og tilraunum þeirra til að hafa áhrif á umræðu um fyrirtækið. Hópurinn kallar sig „skæruliðadeildina“ og var ræstur út árið 2019 eftir að ­greiðsl­ur til namib­ískra stjórn­mála­manna voru afhjúpaðar.
27.05.2021 - 12:55
Vilja að ÖSE fylgist með þingkosningum út af Samherja
Þingflokkur Pírata hefur sent formlegt erindi til ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, um að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit hér á landi í alþingiskosningunum í haust. Flokkurinn lýsir yfir áhyggjum af afskiptum Samherja af fjölmiðlum og prófkjörsmálum.
26.05.2021 - 13:44
Rannsaka kæru starfsmanns Samherja vegna þjófnaðar
Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar nú kæru starfsmanns Samherja vegna þjófnaðar, í kjölfar fréttaflutnings af því að síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hefði verið stolið. 
26.05.2021 - 12:54
Leitaði upplýsinga frá ráðuneytisstjóra um ferðir Helga
Skipstjóri Samherja leitaði í byrjun árs til ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins eftir upplýsingum um möguleg ferðalög Helga Seljan, fréttamanns RÚV, í tengslum við umfjöllun Kveiks um Samherja.
26.05.2021 - 11:44
Bjarni um Samherjamál: „Menn ganga mjög langt“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki vera ánægður með að stórir öflugir aðilar í fyrirtækjarekstri beiti sér af fullum krafti í fjölmiðlaumfjöllun sem þeir eru ósáttir við.
25.05.2021 - 15:16
Viðtal
Hallgrímur veltir fyrir sér að kæra eftirlit
Hallgrími Helgasyni rithöfundi var brugðið við fréttir Kjarnans og Stundarinnar síðustu daga sem leiddu í ljós að svonefnd skæruliðadeild Samherja hafði hann í sigtinu og fletti honum meðal annars upp í opinberum skrám. Hallgrímur er harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og ekki síst sjávarútvegsráðherra.
„Þetta kemur mér ekki á óvart, þetta er pólitík”
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segir ummæli Samherjamanna um hann, sem Kjarninn greindi frá í dag, ekki hafa komið sér á óvart. „Þetta er pólitík,” segir Njáll, „en leiðinlegt að lesa þetta.” Starfsmenn Samherja virðast ekki vilja hafa Njál í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar og vonast heldur eftir „nothæfum” lista.
Samherjafólk reyndi að hafa áhrif á Blaðamannafélagið
Lykilstarfsmenn Samherja fóru í skipulagða áróðursherferð í aðdraganda formannskosninga í Blaðamannafélagi Íslands í síðasta mánuði til að reyna að koma í veg fyrir að starfsmaður RÚV ynni kosninguna. Þetta kemur fram í gögnum sem Kjarninn hefur undir höndum. Þar segir meðal annars að starfsmenn Samherja töldu RÚV ætla að nota Blaðamannafélagið gegn Samherja.
Myndskeið
Hafa varann á sér gagnvart Samherja
Sjávarútvegsráðherra Noregs segir breiða pólitíska samstöðu um að koma í veg fyrir að Samherji og önnur erlend sjávarútvegsfyrirtæki sölsi til sín kvóta. Þess vegna sé verið að herða eftirlit með eignarhaldi erlendra fyrirtækja í norskum sjávarútvegi.
Norskar reglur hertar vegna Samherja
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, hefur sent norsku fiskistofunni fyrirmæli um hvernig taka eigi á erlendu eignarhaldi í norskum sjávarútvegi. Hann segir að tilmælin séu tilkomin vegna þess að Samherji hefur keypt sig inn í norskt útgerðarfélag. Samkvæmt norskum lögum mega útlendingar ekki eiga meira en 40 prósent í norskum útgerðum. Ráðherrann segir ekki ástæðu til að taka sérstaklega vel á móti fyrirtækjum sem safna undir sig veiðiheimildum í mörgum löndum.
09.05.2021 - 15:59
Skýrslan ónákvæm en tengist Samherja ekki
Samherji segir skýrslu norska fjármálaeftirlitsins ónákvæma og gagnrýnir að ekki hafi verið haft samband við fyrirtækið við gerð hennar. Félagið tekur hins vegar einnig fram að efni skýrslunnar sé Samherja óviðkomandi og lúti eingöngu að málefnum norska bankans DNB.
Dótturfélag Samherja kært til lögreglu í Færeyjum
Skattayfirvöld í Færeyjum, hafa kært dótturfélag Samherja, Tindhólm, til lögreglu. Félagið hefur endurgreitt rúmar 340 milljónir til yfirvalda þar vegna vangoldinna skatta, að því er færeyska ríkissjónvarpið greindi frá í kvöld. 
03.05.2021 - 20:48
Myndskeið
Refsað með risasekt
Norski bankinn DNB hefur verið sektaður um sem nemur sex milljörðum íslenskra króna fyrir slælegt eftirlit með peningaþvætti. Sektin er sú hæsta sem gefin hefur verið út síðan ný lög um varnir gegn peningaþvætti voru sett. Norska fjármálaeftirlitið segir að bankinn hafi leitt hjá sér fjölda viðvarana um mögulegt peningaþvætti, meðal annars í viðskiptum milli félaga Samherja.
Fordæma framgöngu Samherja og styðja fréttamenn
Samtök namibískra fjölmiðlamanna lýsa samstöðu með íslenskum fréttamönnum og fordæma framgöngu Samherja gagnvart fréttamönnum sem fjallað hafa um fyrirtækið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu samtakanna á alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis.
03.05.2021 - 11:46