Færslur: Samherji

Börn stærstu hluthafa fá nær öll hlutabréfin í Samherja
Aðaleigendur Samherja hf., þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir, hafa framselt hlutabréfaeign sína í Samherja hf. til barna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. Áttu þau samtals 86,5% hlut í fyrirtækinu sem verður 2% eftir breytingarnar.
15.05.2020 - 14:21
Tafir á rannsókn Wikborg Rein á Samherjaskjölunum
Tafir hafa orðið á rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á Samherjaskjölunum, og rannsókninni verður ekki lokið á þeim tíma sem stefnt var að. Þetta kemur fram í svörum lögmannsstofunnar og forstjóra Samherja við fyrirspurn fréttastofu. Kórónuveirufaraldurinn skýrir þessar tafir að hluta, samkvæmt upplýsingum frá lögmannsstofunni.
28.04.2020 - 20:24
Samherji sleppur við yfirtökuskyldu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur veitt Samherja Holding undanþágu frá því að gera öðrum hluthöfum í Eimskipafélaginu tilboð í hlutabréf sín í Eimskipi.
31.03.2020 - 19:52
Samherji óskar eftir undanþágu á yfirtöku Eimskips
Útgerðarfélagið Samherji hefur óskað eftir undanþágu frá yfirtökuskyldu á Eimskipafélagi Íslands. Félagið jók hlut sinn í félaginu í 30,1 prósent fyrir tíu dögum en níu dögum eftir að tilkynnt var um kaupin segir félagið að á „örfáum dögum hafi allt efnahagsumhverfi breyst stórlega, langt umfram það sem spár gerðu ráð fyrir.“ Undanþágubeiðnin er til skoðunar hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.
21.03.2020 - 09:59
Samherji kominn með yfirtökuskyldu í Eimskip
Samherji Holding hefur aukið hlut sinn í Eimskipafélagi Íslands hf. um 3,05% í 30,11% í fyrirtækinu. Samherji mun nú, innan fjögurra vikna, gera öðrum hluthöfum tilboð í allt hlutafé í fyrirtækinu í samræmi við lög. 
10.03.2020 - 21:36
Snerist um að ná tangarhaldi á Heinaste
Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, segir að dómsmál hans í Namibíu hafi allan tímann snúist um yfirráð á skipinu Heinaste. Hann hafi aldrei ætlað að játa sök í málinu en neyðst til þess þegar hann sá fram á að málið gæti dregist langt fram á þetta ár.
19.02.2020 - 22:16
Óvíst hvort innri athugun Samherja verði gerð opinber
Innri athugun norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu á að ljúka í apríl. Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri hættir og reiknar með að fyrri forstjóri snúi aftur.
19.02.2020 - 19:15
Viðtal
Reiknar með að Þorsteinn Már taki aftur við Samherja
„Ég er ekki framtíðarforstjóri félagsins,“ segir Björgólf­ur Jó­hanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja. Hann ætlar að láta af störfum hjá fyrirtækinu fyr­ir lok næsta mánaðar. Hann tók við af Þorsteini Má Baldvinssyni eftir að Samherjaskjölin svokölluðu voru afhjúpuð í umfjöllun Kveiks.
19.02.2020 - 12:30
RÚV leiðréttir fullyrðingu um Samherja
Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu í frétt um þróunaraðstoð og spillingu sem birtist á fimmtudag þar sem sagt var að Samherji hefði aflað sér kvóta með því að múta embættismönnum í Namibíu og vísað til umfjöllunar Kveiks. Þetta kom fram í tíu-fréttum Sjónvarps. Hið rétta sé að Samherji hafi verið borinn þeim sökum, segir í leiðréttingunni.
17.02.2020 - 19:30
Björgólfur segir DNB leka upplýsingum um Samherja
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að rannsókn norsku efnahagsbrotadeildarinnar beinist að norska bankanum en ekki Samherja.
12.02.2020 - 19:48
DNB segir upp öllum viðskiptum við Samherja
Norski bankinn DNB hefur sagt upp öllum viðskiptum sínum við Samherja. Þetta staðfesta heimildamenn tengdir bankanum við RÚV. Ástæðan er aðkoma Samherja í spillingarmálum í Namibíu.
12.02.2020 - 16:41
Samherji telur haldlagningu Heinaste ekki standast lög
„Við teljum að endurnýjuð kyrrsetning skipsins standist ekki namibísk lög og við munum grípa til ráðstafana til að hnekkja henni fyrir namibískum dómstólum ef nauðsyn krefur,“ segir Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja á vef fyrirtækisins.
10.02.2020 - 16:30
Kyrrsetning Heinaste líklega fyrir dómstóla
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir mjög líklegt að fyrirtækið fari fram á að kyrrsetningu skipsins Heinaste verði aflétt fyrir dómi.
Arngrímur játaði sök í Namibíu
Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, játaði í dag fyrir dómi að hafa verið að ólöglegum veiðum undan ströndum Namibíu. Dómur yfir honum verður kveðinn upp á miðvikudag.
31.01.2020 - 16:29
Sjómenn á Samherjaskipi í óvissu
Sjómenn á Sögu, skipi Samherja í Namibíu, hafa áhyggjur af framtíð sinni eftir að skipinu var fyrirvaralaust siglt, án þeirra, til Las Palmas á Kanaríeyjum. Skipið er að sögn á leið þangað í viðgerð en sjómennirnir fengu sms-skilaboð um að þeir þyrftu að sækja eigur sínar um borð án tafar.
31.01.2020 - 13:38
Tugmilljóna tjón Samherja
Tjón Samherja af völdum óveðursins sem gekk yfir norðanvert landið á dögunum hleypur á tugum milljóna, þótt ekkert tjón hafi orðið á tækjabúnaði og skipum.
Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja
Norska lögmannsstofan Wikborg Rein, sem stjórn Samherja, réði til að framkvæma athugun á starfsemi fyrirtækisins í Namibíu og víðar eftir uppljóstrun Samherjaskjalanna, hefur á undanförnum vikum komið fram fyrir hönd útgerðarinnar í deilum vegna sölu á risatogaranum Heinaste. Kaupandi skipsins vill hætta við þau, meðal annars vegna ásakana um mútugreiðslur Samherja.
18.12.2019 - 18:00
Unnusta Shanghala talin í haldi
Önnur þeirra tveggja sem voru handtekin í Windhoek í Namibíu á laugardag, í tengslum við rannsókn á meintu spillingarmáli, sem tengist Samherja, er talin vera unnusta fyrrum dómsmálaráðherra landsins, Sachy Shanghala.
16.12.2019 - 11:10
Vilja mögulega fá Jóhannes sem vitni í Namibíu
Namibíska ríkið ætlar mögulega að kalla Jóhannes Stefánsson, uppljóstrara í Samherja-málinu og fyrrum verkefnastjóra Samherja í Namibíu, fyrir dóm sem vitni. Þetta er gert vegna rannsóknar á meintum brotum sex manna sem eru í haldi, þar á meðal eru tveir fyrrverandi ráðherrar.
04.12.2019 - 12:04
Ákærðir fyrir mútuþægni og skattsvik
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, og þrír aðrir hafa verið ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 milljónir namibískra dollara, jafnvirði 860 milljóna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja fyrirtækjum í eigu Íslendinga eftirsóttan kvóta í landinu. Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Samherja-málið í Namibíu verða í varðhaldi til 20. febrúar.
02.12.2019 - 14:02
Krefur DNB svara og segir bankann trausti rúinn
Sá langi tími sem það tók norska bankann DNB að loka vafasömum reikningum, sem tengjast meintu peningaþvætti og skattaundanskotum í Samherjamálinu, bendir til þess „að mjög margt hafi brugðist, og trúin á að DNB hafi yfirsýn yfir sína viðskiptavini er í algjöru núlli,“ segir Sigrid Klæboe Jacobsen, stjórnandi Tax Justice Network í Noregi, samtaka sem berjast gegn skattaundanskotum og peningaþvætti.
28.11.2019 - 03:54
Forsetinn vill tillögur gegn spillingu í sjávarútvegi
Forseti Namibíu hefur falið starfandi sjávarútvegsráðherra landsins að endurskoða stjórnun fiskiauðlinda og koma með tillögur að því hvernig koma megi í veg fyrir spillingu og frændhygli. Frá þessu greindi forsetinn á kosningafundi Swapo-flokksins í gær, þeim síðasta sem flokkurinn heldur fyrir kosningar á miðvikudag. 
24.11.2019 - 12:24
Viðtal
Vilja ná tali af eigendum Samherja á næstunni
Spillingarlögreglan í Namibíu handtók fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins og einn kaupsýslumann í dag. Þegar rannsókninni hefur undið fram vill embættið ná tali af eigendum Samherja og treystir á aðstoð íslenskra yfirvalda við það. 
23.11.2019 - 19:35
Geta ekki hlutast til um stjórn Eimskips
Lífeyrissjóðirnir geta ekki sammælst um breytingar í stjórnum fyrirtækja, líkt og formaður VR vill að gert verði í stjórn Eimskips, segja viðmælendur fréttastofu hjá lífeyrissjóðum.
22.11.2019 - 13:13
Dómari í Namibíu kyrrsetur Heinaste
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heinaste samkvæmt úrskurði dómara í dag sem fréttastofa hefur undir höndum. Togarinn er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri á Heinaste, var handtekinn og leiddur fyrir dómara í gær.
22.11.2019 - 11:42