Færslur: Samherjaskjölin

Börn stærstu hluthafa fá nær öll hlutabréfin í Samherja
Aðaleigendur Samherja hf., þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir, hafa framselt hlutabréfaeign sína í Samherja hf. til barna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. Áttu þau samtals 86,5% hlut í fyrirtækinu sem verður 2% eftir breytingarnar.
15.05.2020 - 14:21
Sexmenningunum ekki sleppt úr haldi
Sexmenningarnir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi í Namibíu grunaðir um spillingu í tengslum við uppljóstranir í Samherjaskjölunum fá ekki lausn úr fangelsi eins og þeir höfðu vonast til. Mennirnir hafa reynt að fá dómstóla til að úrskurða heimildir lögreglu í aðraganda handtöku þeirra ólögmætar. Æðsti dómstóll landsins vísaði kröfu sexmenninganna frá dómi í morgun.
30.04.2020 - 10:29
Tafir á rannsókn Wikborg Rein á Samherjaskjölunum
Tafir hafa orðið á rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á Samherjaskjölunum, og rannsókninni verður ekki lokið á þeim tíma sem stefnt var að. Þetta kemur fram í svörum lögmannsstofunnar og forstjóra Samherja við fyrirspurn fréttastofu. Kórónuveirufaraldurinn skýrir þessar tafir að hluta, samkvæmt upplýsingum frá lögmannsstofunni.
28.04.2020 - 20:24
Málum sexmenninganna frestað vegna COVID-19
Meðferð mála sexmenninganna, sem handteknir voru í Namibíu stuttu eftir umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherjaskjölin, var í dag frestað til 29. maí vegna útbreiðslu COVID-19. Útgöngubann er í Namibíu og hafa stjórnvöld lýst yfir neyðarástandi þar í landi.
24.04.2020 - 14:43
Tveir sexmenninganna ákærðir fyrir símasmygl
James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarmaður Fischor í Namibíu, og Pius Mwatelulo, hafa verið ákærðir fyrir að smygla tveimur farsímum, hleðslutækjum og snjallúrum inn í fangelsið í Windhoek. Þeir voru ekki viðstaddir þegar ákæran var þingfest vegna kórónuveirufaraldursins..
09.04.2020 - 15:33
Þorsteinn Már forstjóri Samherja á ný
Þorsteinn Már Baldvinsson tekur á ný við stjórnartaumunum í Samherja, að því er kemur fram í fréttatilkynningu félagsins. Stjórn Samherja ákvað á fundi sínum í dag að Þorsteinn snúi aftur og muni gegna starfi forstjóra við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. Búast megi við töfum á rannsókn sem félagið lætur nú vinna um starfsemina í Namibíu.
27.03.2020 - 15:51
Sexmenningar áfram í fangelsi
Dómari í Namibíu tilkynnti í gær að hann hygðist úrskurða eftir tæpa tvo mánuði hvort handtaka sex manna í spillingarmálum tengdum Samherjaskjölunum sé lögmæt. Sakborningarnir sex hafa freistað þess að fá handtöku sína 27. nóvember síðastliðinn úrskurðaða ólögmæta. Þeir voru handteknir eftir að umræða hófst um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu og um spillingu og mútuþægni þarlendra ráðamanna.
28.02.2020 - 11:38
Snerist um að ná tangarhaldi á Heinaste
Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, segir að dómsmál hans í Namibíu hafi allan tímann snúist um yfirráð á skipinu Heinaste. Hann hafi aldrei ætlað að játa sök í málinu en neyðst til þess þegar hann sá fram á að málið gæti dregist langt fram á þetta ár.
19.02.2020 - 22:16
Óvíst hvort innri athugun Samherja verði gerð opinber
Innri athugun norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu á að ljúka í apríl. Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri hættir og reiknar með að fyrri forstjóri snúi aftur.
19.02.2020 - 19:15
Sexmenningum birt ákæra í Namibíu
Fyrrverandi ráðherrarnir Bernhard Esau og Sacky Shanghala mættu í gær fyrir dóm vegna ákæru um spillingu og fjársvik. Málið varðar 75,6 milljónir namibíudollara sem voru sviknir út úr ríkisfyrirtækinu Fishcor.
19.02.2020 - 15:55
Viðtal
Reiknar með að Þorsteinn Már taki aftur við Samherja
„Ég er ekki framtíðarforstjóri félagsins,“ segir Björgólf­ur Jó­hanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja. Hann ætlar að láta af störfum hjá fyrirtækinu fyr­ir lok næsta mánaðar. Hann tók við af Þorsteini Má Baldvinssyni eftir að Samherjaskjölin svokölluðu voru afhjúpuð í umfjöllun Kveiks.
19.02.2020 - 12:30
Björgólfur ætlar að hætta sem forstjóri Samherja
Björgólfur Jóhannsson ætlar að hætta sem forstjóri Samherja á fyrsta ársfjórðungi þessa árs; fyrir lok mars. Hann hefur verið tilnefndur í stjórn Sjóvá á ný en hann steig til hliðar 19. nóvember til þess að taka við forstjórastöðu Samherja tímabundið af Þorsteini Má Baldvinssyni eftir að Samherjaskjölin svokölluðu voru afhjúpuð.
19.02.2020 - 11:38
RÚV leiðréttir fullyrðingu um Samherja
Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu í frétt um þróunaraðstoð og spillingu sem birtist á fimmtudag þar sem sagt var að Samherji hefði aflað sér kvóta með því að múta embættismönnum í Namibíu og vísað til umfjöllunar Kveiks. Þetta kom fram í tíu-fréttum Sjónvarps. Hið rétta sé að Samherji hafi verið borinn þeim sökum, segir í leiðréttingunni.
17.02.2020 - 19:30
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Fishcor handtekinn
Namibíska lögreglan hefur handtekið Mike Nghipunya, fyrrverandi framkvæmdastjóra ríkisrekna útgerðarfélagsins Fishcor í Namibíu. Heimildarmenn innan lögreglunnar staðfesta þetta við Namibian Sun.
17.02.2020 - 14:06
Björgólfur segir DNB leka upplýsingum um Samherja
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að rannsókn norsku efnahagsbrotadeildarinnar beinist að norska bankanum en ekki Samherja.
12.02.2020 - 19:48
DNB segir upp öllum viðskiptum við Samherja
Norski bankinn DNB hefur sagt upp öllum viðskiptum sínum við Samherja. Þetta staðfesta heimildamenn tengdir bankanum við RÚV. Ástæðan er aðkoma Samherja í spillingarmálum í Namibíu.
12.02.2020 - 16:41
Samherji telur haldlagningu Heinaste ekki standast lög
„Við teljum að endurnýjuð kyrrsetning skipsins standist ekki namibísk lög og við munum grípa til ráðstafana til að hnekkja henni fyrir namibískum dómstólum ef nauðsyn krefur,“ segir Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja á vef fyrirtækisins.
10.02.2020 - 16:30
Kyrrsetning Heinaste líklega fyrir dómstóla
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir mjög líklegt að fyrirtækið fari fram á að kyrrsetningu skipsins Heinaste verði aflétt fyrir dómi.
Hyggjast leigja Heinaste til namibískrar útgerðar
Samherji segir að unnið sé að því að gera út verksmiðjutogarann Heinaste í Namibíu og að finna viðeigandi lausnir í samráði við namibísk yfirvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. Heinaste verði leigður að minnsta kosti tímabundið til namibískrar útgerðar.
06.02.2020 - 17:10
Skýrslubeiðnin „pólitískur loddaraskapur“ og „lýðskrum“
Stjórnarliðar á Alþingi sökuðu stjórnarandstöðuna um ómerkilegan pólitískan loddaraskap og lýðskrum í umræðum um beiðni til sjávarútvegsráðherra um skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Flutningsmaður skýrslubeiðninnar var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, en beiðnin var í nafni þingmanna Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata. Skýrslubeiðnin var að lokum samþykkt eftir nokkuð langar og harðorðar umræður.
06.02.2020 - 12:42
Viðtal
Hafa áhuga á skipum Samherja ef þau tengjast rannsókn
Komi í ljós að skip í eigu Samherja í Namibíu tengist með einhverjum hætti rannsókn á mútum og spillingu, vill spillingarlögreglan í Namibíu fá skipin aftur til landsins. Yfirmaður lögreglunnar segir að rannsókn málsins gangi vel.
03.02.2020 - 22:11
Annað Samherjaskip sagt hafa siglt frá Namibíu
Samherjaskipið Geysir er í namibískum fjölmiðlum sagt hafa siglt frá Namibíu án þess að áhöfninni væru gefnar neinar skýringar. Meira en hundrað eru í áhöfn skipsins. Eina sem áhöfnin fékk að vita er að skipið myndi snúa aftur þegar það væri komið með nýjan kvóta.
03.02.2020 - 10:03
Ætlar að fylgjast með ferðum Samherjaskipa frá Namibíu
Namibíska spillingarlögreglan, ACC, hefur ráðlagt stjórnvöldum í Namibíu að leyfa ekki fleiri skipum eða fólki sem með einhverjum hætti tengjast rannsókn yfirvalda á Samherjaskjölunum að yfirgefa landið nema að ACC eða lögreglan verði látin fyrst.
03.02.2020 - 08:56
Arngrímur játaði sök í Namibíu
Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, játaði í dag fyrir dómi að hafa verið að ólöglegum veiðum undan ströndum Namibíu. Dómur yfir honum verður kveðinn upp á miðvikudag.
31.01.2020 - 16:29
Sjómenn á Samherjaskipi í óvissu
Sjómenn á Sögu, skipi Samherja í Namibíu, hafa áhyggjur af framtíð sinni eftir að skipinu var fyrirvaralaust siglt, án þeirra, til Las Palmas á Kanaríeyjum. Skipið er að sögn á leið þangað í viðgerð en sjómennirnir fengu sms-skilaboð um að þeir þyrftu að sækja eigur sínar um borð án tafar.
31.01.2020 - 13:38