Færslur: Samherjaskjölin

Rannsókn Wikborg Rein lokið - funda með saksóknara
Rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu er lokið. Niðurstöður skýrslu lögmannsstofunnar hafa verið kynntar fyrir stjórn félagsins. Forsvarsmenn lögmannsstofunnar munu eiga fund með embætti héraðssaksóknara í haust.
29.07.2020 - 17:06
Dómari í Namibíu: „Rán um hábjartan dag“
Duard Kesslau, dómari í Windhoek í Namibíu, lýsir meintum brotum Bernhardts Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Tamsons Hatukuilipi, tengdasonar hans, sem „ráni um hábjartan dag".
23.07.2020 - 12:33
Fá ekki lausn úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingu
Bernard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Tamson Hatuikulipi, tengdasonur hans, verða áfram í gæsluvarðhaldi vegna Samherjamálsins og fá ekki lausn gegn tryggingu. Þetta er niðurstaða dómara í morgun.
Rannsókn sögð hafin á skattamálum Samherja í Namibíu
Fjármálaráðuneyti Namibíu er sagt vera með skattamál Samherja vegna starfsemi fyrirtækisins í landinu til athugunar. Rannsóknin er sögð mega rekja til eiðsvarinnar yfirlýsingar frá Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstraranum í Samherjaskjölunum til namibísku spillingarlögreglunnar. Þar segir Jóhannes að fyrirtækið hafi flutt rúman milljarð til samstæðufélaga á Máritíus og Bretlandi til að komast hjá skattgreiðslum.
21.07.2020 - 12:09
Forsetinn sver af sér styrki tengda kvótahneyksli
Hage Geingob, forseti Namibíu, sór í gær fyrir að hann eða flokkur hans hefði fengið nokkra beina styrki sem tengdust meintum glæpum eða spillingu sem fjallað var um í Samherjaskjölunum. Dagblaðið The Namibian segir gögn sýna að greiðslur frá Samherja hafi farið inn á reikning sem flokkurinn stjórnar. Lögmaður spillingarlögreglunnar sagði fyrir dómi í síðustu viku að hluti fjárins sem sakborningar fengu hafi verið notað til að fjármagna kosningabaráttu Swapo, stjórnarflokksins í Namibíu.
Sagður hafa beðið Samherja að hylja slóð sína
Namibíska spillingarlögreglan segir að James Hatuikulipi hafi haft samband við Samherja til að hylja slóð sína vegna greiðslna frá fyrirtækinu. Þetta kom fram í dómsal í dag vegna málaferla yfir namibískum ráðamönnum og athafnamönnum sem komu við sögu í Samherjaskjölunum. Lögreglan segist hafa komist yfir síma Hatuikulipi og komist að raun um að hann bað Samherja að segja að ákveðnar greiðslur hefðu ekki verið lagðar inn á reikning félags hans í Dúbaí heldur greiddar félagi í Angóla.
Myndskeið
Héraðssaksóknari upplýstur um eignatilfærslu Samherja
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið upplýsti héraðssaksóknara í desember um að Samherji hefði tilkynnt að stærstur hluti félagsins væri kominn í eigu barna fyrri eigenda. Tilkynningunni fylgdu ekki upplýsingar um kaupverð. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV. 
19.06.2020 - 19:05
Telst erlendur aðili og stýrir 3,5% íslenska kvótans
Baldvin Þorsteinsson stýrir í gegnum eignahlut sinn í fyrirtækjum Samherja um 3,5% hlut af öllum fiskveiðikvóta Íslands. Beint eignarhald hans á íslenskum veiðiheimildum er 2,55%. Baldvin er búsettur í Hollandi og telst því samkvæmt skilningi íslenskra laga vera erlendur aðili.
Tilkynntu um erlendan fjárfesti skömmu fyrir Kveiksþátt
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu barst nokkrum dögum áður en fjallað var um mál Samherja í fréttaskýringaþættinum Kveik tilkynning um kaup erlends aðila á stórum hlut í Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafði nokkrum dögum áður hafnað beiðni Kveiks um viðtal. Ekki var hins vegar tilkynnt opinberlega um viðskiptin fyrr en í maí á þessu ári.
18.06.2020 - 12:02
Namibía leitar til Interpol vegna Samherjaskjalanna
Namibísk yfirvöld hafa óskað eftir aðstoð Interpol við rannsókn á Samherjaskjölunum í níu löndum, meðal annars á Íslandi og í Noregi. Þetta kemur fram á vef namibíska fjölmiðilsins Informante. Mennirnir sex sem eru ákærðir í málinu, verða ekki látnir lausir.
03.06.2020 - 12:33
Rannsókn á Samherjaskjölum teygir sig til níu landa
Ed Marondedze, ríkislögmaður Namibíu, segir að stjórnvöld þurfi þrjá mánuði til viðbótar til að ljúka rannsókn á spillingarmáli tengdu Samherjaskjölunum. Þetta kom fram við réttarhöld í dag þegar Marondedze, krafðist þess að mennirnir sjö sem eru ákærðir í málinu verði áfram í haldi. Hann sagði rannsóknina flókna og yfirgripsmikla og að hún væri unnin í samstarfi við yfirvöld í níu löndum, meðal annars hér á landi og í Noregi. Þinghaldi í málinu sjálfu hefur verið frestað til 4. september.
29.05.2020 - 22:40
Börn stærstu hluthafa fá nær öll hlutabréfin í Samherja
Aðaleigendur Samherja hf., þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir, hafa framselt hlutabréfaeign sína í Samherja hf. til barna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. Áttu þau samtals 86,5% hlut í fyrirtækinu sem verður 2% eftir breytingarnar.
15.05.2020 - 14:21
Sexmenningunum ekki sleppt úr haldi
Sexmenningarnir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi í Namibíu grunaðir um spillingu í tengslum við uppljóstranir í Samherjaskjölunum fá ekki lausn úr fangelsi eins og þeir höfðu vonast til. Mennirnir hafa reynt að fá dómstóla til að úrskurða heimildir lögreglu í aðraganda handtöku þeirra ólögmætar. Æðsti dómstóll landsins vísaði kröfu sexmenninganna frá dómi í morgun.
30.04.2020 - 10:29
Tafir á rannsókn Wikborg Rein á Samherjaskjölunum
Tafir hafa orðið á rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á Samherjaskjölunum, og rannsókninni verður ekki lokið á þeim tíma sem stefnt var að. Þetta kemur fram í svörum lögmannsstofunnar og forstjóra Samherja við fyrirspurn fréttastofu. Kórónuveirufaraldurinn skýrir þessar tafir að hluta, samkvæmt upplýsingum frá lögmannsstofunni.
28.04.2020 - 20:24
Málum sexmenninganna frestað vegna COVID-19
Meðferð mála sexmenninganna, sem handteknir voru í Namibíu stuttu eftir umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherjaskjölin, var í dag frestað til 29. maí vegna útbreiðslu COVID-19. Útgöngubann er í Namibíu og hafa stjórnvöld lýst yfir neyðarástandi þar í landi.
24.04.2020 - 14:43
Tveir sexmenninganna ákærðir fyrir símasmygl
James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarmaður Fischor í Namibíu, og Pius Mwatelulo, hafa verið ákærðir fyrir að smygla tveimur farsímum, hleðslutækjum og snjallúrum inn í fangelsið í Windhoek. Þeir voru ekki viðstaddir þegar ákæran var þingfest vegna kórónuveirufaraldursins..
09.04.2020 - 15:33
Þorsteinn Már forstjóri Samherja á ný
Þorsteinn Már Baldvinsson tekur á ný við stjórnartaumunum í Samherja, að því er kemur fram í fréttatilkynningu félagsins. Stjórn Samherja ákvað á fundi sínum í dag að Þorsteinn snúi aftur og muni gegna starfi forstjóra við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. Búast megi við töfum á rannsókn sem félagið lætur nú vinna um starfsemina í Namibíu.
27.03.2020 - 15:51
Sexmenningar áfram í fangelsi
Dómari í Namibíu tilkynnti í gær að hann hygðist úrskurða eftir tæpa tvo mánuði hvort handtaka sex manna í spillingarmálum tengdum Samherjaskjölunum sé lögmæt. Sakborningarnir sex hafa freistað þess að fá handtöku sína 27. nóvember síðastliðinn úrskurðaða ólögmæta. Þeir voru handteknir eftir að umræða hófst um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu og um spillingu og mútuþægni þarlendra ráðamanna.
28.02.2020 - 11:38
Snerist um að ná tangarhaldi á Heinaste
Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, segir að dómsmál hans í Namibíu hafi allan tímann snúist um yfirráð á skipinu Heinaste. Hann hafi aldrei ætlað að játa sök í málinu en neyðst til þess þegar hann sá fram á að málið gæti dregist langt fram á þetta ár.
19.02.2020 - 22:16
Óvíst hvort innri athugun Samherja verði gerð opinber
Innri athugun norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu á að ljúka í apríl. Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri hættir og reiknar með að fyrri forstjóri snúi aftur.
19.02.2020 - 19:15
Sexmenningum birt ákæra í Namibíu
Fyrrverandi ráðherrarnir Bernhard Esau og Sacky Shanghala mættu í gær fyrir dóm vegna ákæru um spillingu og fjársvik. Málið varðar 75,6 milljónir namibíudollara sem voru sviknir út úr ríkisfyrirtækinu Fishcor.
19.02.2020 - 15:55
Viðtal
Reiknar með að Þorsteinn Már taki aftur við Samherja
„Ég er ekki framtíðarforstjóri félagsins,“ segir Björgólf­ur Jó­hanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja. Hann ætlar að láta af störfum hjá fyrirtækinu fyr­ir lok næsta mánaðar. Hann tók við af Þorsteini Má Baldvinssyni eftir að Samherjaskjölin svokölluðu voru afhjúpuð í umfjöllun Kveiks.
19.02.2020 - 12:30
Björgólfur ætlar að hætta sem forstjóri Samherja
Björgólfur Jóhannsson ætlar að hætta sem forstjóri Samherja á fyrsta ársfjórðungi þessa árs; fyrir lok mars. Hann hefur verið tilnefndur í stjórn Sjóvá á ný en hann steig til hliðar 19. nóvember til þess að taka við forstjórastöðu Samherja tímabundið af Þorsteini Má Baldvinssyni eftir að Samherjaskjölin svokölluðu voru afhjúpuð.
19.02.2020 - 11:38
RÚV leiðréttir fullyrðingu um Samherja
Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu í frétt um þróunaraðstoð og spillingu sem birtist á fimmtudag þar sem sagt var að Samherji hefði aflað sér kvóta með því að múta embættismönnum í Namibíu og vísað til umfjöllunar Kveiks. Þetta kom fram í tíu-fréttum Sjónvarps. Hið rétta sé að Samherji hafi verið borinn þeim sökum, segir í leiðréttingunni.
17.02.2020 - 19:30
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Fishcor handtekinn
Namibíska lögreglan hefur handtekið Mike Nghipunya, fyrrverandi framkvæmdastjóra ríkisrekna útgerðarfélagsins Fishcor í Namibíu. Heimildarmenn innan lögreglunnar staðfesta þetta við Namibian Sun.
17.02.2020 - 14:06