Færslur: Samherjaskjölin

Kvörtunum Samherja vegna dómara og saksóknara vísað frá
Nefnd um dómarastörf og eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafa vísað frá tveimur kvörtunum Samherja vegna annars vegar dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og hins vegar saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. Málið snerist um úrskurð héraðsdóms þar sem endurskoðunarfyrirtækinu KPMG var gert að afhenda embætti héraðssaksóknara upplýsingar og gögn um bókhald allra félaga fyrirtækja innan Samherjastæðunnar frá árunum 2011 til ársins 2020 vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum svokölluðu.
13.04.2021 - 17:49
Stjórn RÚV aðhefst ekki vegna erindis Samherja
Stjórn Ríkisútvarpsins ætlar ekki að taka afstöðu til kröfu útgerðarfélagsins Samherja um að fréttamaður RÚV fjalli ekki meira um málefni fyrirtækisins. Stjórn RÚV ákvað þetta á fundi sínum í gær, 30. mars, eftir að erindi útgerðarinnar var beint til stjórnarinnar.
31.03.2021 - 12:39
Fjarlægja ein ummæli Helga Seljan úr úrskurði
Siðanefnd RÚV hyggst leiðrétta úrskurð sinn í máli Samherja gegn 11 starfsmönnum RÚV. Ein ummæli sem nefndin taldi alvarlegt brot á siðareglum snérust alls ekki um Samherja.
Rannsókn hafin á Samherja í Færeyjum
„Mín fyrsta hugsun var: Hér er skítamál á ferðinni,“ sagði Eyðun Mørkøre, yfirmaður færeyska Skattsins, aðspurður um þær fréttir að Samherji hafi misnotað sér skattareglur í Færeyjum til þess að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu. Færeysk skattayfirvöld hafa formlega hafið rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja í Færeyjum.
12.03.2021 - 12:36
Þorsteinn Már kærir Jóhannes fyrir rangar sakargiftir
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kært uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir rangar sakargiftir vegna fullyrðinga um tilraun til manndráps og frelsissviptingar. Þorsteinn segir Jóhannes nú freista þess að blekkja fólk til að leggja fé í söfnun undir þeim formerkjum að honum hafi verið sýnt banatilræði.
09.03.2021 - 16:47
Spillingarlögregluna skortir fé til rannsókna
Namibísku spillingarlögregluna, ACC, skortir töluvert fé ef hún á að geta sinnt öllum sínum verkefnum, sagði Paulus Noa, yfirmaður hennar, í viðtali við dagblaðið The Namibian. Hann sagði meðal annars að nýjar upplýsingar meinta spillingu í tengslum við Samherja verði ekki rannsakaðar nema fjárveitingar spillingarlögreglunnar verði auknar.
01.03.2021 - 15:06
Kveikur
„Við erum hvergi stopp í þessu“
Á sama tíma og umfjöllun hófst um Samherjaskjölin gaf uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson sig fram við yfirvöld á Íslandi og afhenti þeim gögn og eigin framburð og með því hófst rannsókn málsins á Íslandi.
Úrskurður héraðsdóms um gögn Samherja ómerktur
Landsréttur ómerkti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. desember um að Héraðssaksóknari ætti að fá afhentar upplýsingar og gögn um þjónustu sem KPMG veitti Samherja og dótturfélögum þess. Landsréttur úrskurðaði að málsmeðferð í héraðsdómi hefði ekki verið sem skildi því saksóknari var ekki boðaður til þinghalds og málsgögn lágu ekki fyrir. Því verður Héraðsdómur Reykjavíkur að taka málið til meðferðar að nýju.
Samherjaskjölin
Þriðji stjórnmálamaðurinn grunaður um mútuþægni
Ríkisfyrirtækið Fishcor er ekki eina stofnun namibíska ríkisins sem grunur leikur á að hafi verið misnotuð í því skyni að afla Samherja kvóta, með ólögmætum hætti.
Samherjaskjölin
Samstarfsmenn Samherja telja útgerðina hafa rænt sig
Rannsóknarendurskoðendur sem ráðnir voru af samstarfsfólki Samherja í Namibíu telja útgerðina hafa haft rangt við og svikið fé af þeim. Lagt er til að málið verið kært til lögreglunnar og Samherji krafið um milljarða króna.
18.02.2021 - 20:26
Samherjaskjölin
Milljarða umsvif á skrifstofu 102
Segja má að hjarta erlendrar starfsemi Samherja sé staðsett hér í borginni Limassol á miðjarðarhafseynni Kýpur. Kýpur má líka heita miðpunktur rannsóknar íslenskra yfirvalda á Samherja, ef marka má gögn úr nýlegum dómsmálum heima á Íslandi.
18.02.2021 - 20:05
Viðtal
Rannsóknin stór og tekur örugglega þó nokkurn tíma
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að rannsókn embættisins á Samherjaskjölunum sé umfangsmikil og kalli á samstarf við erlendar löggæslustofnanir. Rannsóknin er nokkuð stór að umfangi og tekur örugglega þó nokkurn tíma segir Ólafur Þór í viðtali sem birtist í Kveik í kvöld. Hluti þess var spilaður í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
Senda fjármálaeftirliti gögn úr DNB-rannsókn
Norski ríkissaksóknarinn sem felldi í gær niður rannsókn á DNB bankanum sendi gögn málsins til norska fjármálaeftirlitsins. Hann segir að ekki séu tilefni til ákæru vegna málsins en að fjármálaeftirlitið geti beitt stjórnvaldsákvörðun ef tilefni þykir til. Fram kom í desember í fyrra að fjármálaeftirlitið skoðaði þann möguleika að leggja metsekt á DNB fyrir að fylgja ekki regluverki um varnir gegn peningaþvætti. Það var vegna viðskipta bankans við Samherja.
12.02.2021 - 17:00
Björgólfur hættir sem forstjóri
Björgólfur Jóhannsson hefur látið af starfi forstjóra Samherja sem hann hefur gegnt frá því í nóvember 2019. Hann hefur tekið við formennsku í hlítingarnefnd Samherja sem hefur yfirumsjón með regluvörslu og stjórnarháttum innan samstæðu Samherja.
12.02.2021 - 14:13
Fella niður mál DNB
Saksóknari hefur fellt niður mál þar sem norski bankinn DNB sætti rannsókn vegna viðskipta sinna við Samherja. Rannsóknin hófst á grundvelli upplýsinga sem komu fram í Samherjaskjölunum sem Wikileaks birti og fjallað var um í fjölmiðlum.
12.02.2021 - 11:01
Ingvar fær ekki upplýsingar um namibískar réttarbeiðnir
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í desember kröfu Ingvars Júlíussonar, fjármálastjóra Samherja á Kýpur, varðandi réttarbeiðnir sem sendar voru frá Namibíu til embættis héraðssaksóknara. Ingvar vildi meðal annars að lögmaður hans fengi afrit af öllum skjölum sem afhent voru namibískum yfirvöldum á grundvelli réttarbeiðna í tengslum við rannsókn þeirra á Samherjaskjölunum.
05.01.2021 - 16:16
myndskeið
Segir Samherjamálið vekja spurningar um DNB-bankann
Norskur skattasérfræðingur segir Samherjamálið vekja upp spurningar um hvort norski bankinn DNB hafi hleypt vafasömum greiðslum frá fleirum en dótturfyrirtækjum útgerðarfyrirtækisins í gegn. 
15.12.2020 - 19:25
Fishrot-rannsókn lokið og fleiri handtökur fyrirhugaðar
Réttarhöld í Fishrot-málinu svokallaða verða flutt í yfirrétti Namibíu næsta vor. Sakborningarnir verða í fangelsi þangað til, nema þeim verði veitt heimild að losna gegn tryggingu. Málið er á dagskrá 22. apríl 2021. Frá þessu var greint í namibískum fjölmiðlum í morgun. Rannsókn málsins er formlega lokið. Fleiri handtökur eru væntanlegar.
14.12.2020 - 12:09
Kveikur
Skýringar Samherja dugðu ekki DNB
Norski bankinn DNB sleit viðskiptum við Samherja fyrir þar sem skýringar fyrirtækisins á millifærslum til þriggja aflandsfélaga og félags tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu þóttu ófullnægjandi.
13.12.2020 - 19:07
Kveikur
Óttuðust að rannsakendur fyndu leynifélag í Dúbaí
Einn þeirra sem nú situr í fangelsi í Namibíu, vegna aðildar að Samherjamálinu, átti í samskiptum við starfsmann Samherja um áhyggjur af því að yfirvöld kæmust á snoðir um leynigreiðslur til Dúbaí.
11.12.2020 - 19:00
Samherjamaður vildi svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Einn af stofnendum og eigendum útvegsfyrirtæksins Samherja, Kristján Vilhelmsson, fór þess á leit við Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademínuna (ÍKSA) að Helgi Seljan fréttamaður RÚV yrði sviptur Edduverðlaunum í byrjun síðasta árs.
Leyfðu sölu Heinaste gegn haldi í söluvirðinu
Namibísk yfirvöld afléttu kyrrsetningu af togaranum Heinaste og leyfðu sölu hans gegn því að söluvirðið yrði áfram kyrrsett til tryggingar mögulegum upptökukröfum vegna sakamálsins sem þar er rekið á grunni Samherjaskjalanna. Þetta kemur fram í samningi um kaupin og einnig í bréfi sem lögfræðingur namibíska dómsmálaráðuneytisins sendi í byrjun síðustu viku. Fréttastofa hefur bæði skjölin undir höndum.
Eitt ár frá afhjúpun Samherjaskjalanna
Í dag er eitt ár síðan Kveikur, í samstarfi við Stundina, Wikileaks og sjónvarpsstöðina Al Jazeera, fjallaði um viðskiptahætti Samherja í Afríku og greindi frá því að útgerðarrisinn hefði á síðustu árum greitt háttsettum mönnum í Namibíu og venslamönnum þeirra meira en milljarð króna til að komast yfir fiskveiðikvóta.
Segir sig frá rannsókn á Samherjaskjölunum
Pål Lønseth, yfirmaður norsku efnahagsbrotadeildarinnar Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að stýra rannsókn á norska bankanum DNB í tengslum við Samherjaskjölin. Rannsóknin verður nú flutt yfir á forræði annars saksóknara í öðru lögreguumdæmi. Þetta er í þriðja sinn sem Lønseth lýsir sig vanhæfan til að stýra rannsókn á vegum Økokrim.
29.09.2020 - 10:57
Vilja ekki lengur kenna götu við Esau vegna spillingar
Yfirvöld í borginni Swakopmund í Namibíu hafa fengið beiðni um að breyta nafni á götu í borginni. Ástæðan er sú að hún er nú kennd við Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn af þeim sem sakaður er um spillingu í tengslum við Samherja-skjölin.
24.09.2020 - 23:46