Færslur: Samherjaskjölin

Ingvar fær ekki upplýsingar um namibískar réttarbeiðnir
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í desember kröfu Ingvars Júlíussonar, fjármálastjóra Samherja á Kýpur, varðandi réttarbeiðnir sem sendar voru frá Namibíu til embættis héraðssaksóknara. Ingvar vildi meðal annars að lögmaður hans fengi afrit af öllum skjölum sem afhent voru namibískum yfirvöldum á grundvelli réttarbeiðna í tengslum við rannsókn þeirra á Samherjaskjölunum.
05.01.2021 - 16:16
myndskeið
Segir Samherjamálið vekja spurningar um DNB-bankann
Norskur skattasérfræðingur segir Samherjamálið vekja upp spurningar um hvort norski bankinn DNB hafi hleypt vafasömum greiðslum frá fleirum en dótturfyrirtækjum útgerðarfyrirtækisins í gegn. 
15.12.2020 - 19:25
Fishrot-rannsókn lokið og fleiri handtökur fyrirhugaðar
Réttarhöld í Fishrot-málinu svokallaða verða flutt í yfirrétti Namibíu næsta vor. Sakborningarnir verða í fangelsi þangað til, nema þeim verði veitt heimild að losna gegn tryggingu. Málið er á dagskrá 22. apríl 2021. Frá þessu var greint í namibískum fjölmiðlum í morgun. Rannsókn málsins er formlega lokið. Fleiri handtökur eru væntanlegar.
14.12.2020 - 12:09
Kveikur
Skýringar Samherja dugðu ekki DNB
Norski bankinn DNB sleit viðskiptum við Samherja fyrir þar sem skýringar fyrirtækisins á millifærslum til þriggja aflandsfélaga og félags tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu þóttu ófullnægjandi.
13.12.2020 - 19:07
Kveikur
Óttuðust að rannsakendur fyndu leynifélag í Dúbaí
Einn þeirra sem nú situr í fangelsi í Namibíu, vegna aðildar að Samherjamálinu, átti í samskiptum við starfsmann Samherja um áhyggjur af því að yfirvöld kæmust á snoðir um leynigreiðslur til Dúbaí.
11.12.2020 - 19:00
Samherjamaður vildi svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Einn af stofnendum og eigendum útvegsfyrirtæksins Samherja, Kristján Vilhelmsson, fór þess á leit við Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademínuna (ÍKSA) að Helgi Seljan fréttamaður RÚV yrði sviptur Edduverðlaunum í byrjun síðasta árs.
Leyfðu sölu Heinaste gegn haldi í söluvirðinu
Namibísk yfirvöld afléttu kyrrsetningu af togaranum Heinaste og leyfðu sölu hans gegn því að söluvirðið yrði áfram kyrrsett til tryggingar mögulegum upptökukröfum vegna sakamálsins sem þar er rekið á grunni Samherjaskjalanna. Þetta kemur fram í samningi um kaupin og einnig í bréfi sem lögfræðingur namibíska dómsmálaráðuneytisins sendi í byrjun síðustu viku. Fréttastofa hefur bæði skjölin undir höndum.
Eitt ár frá afhjúpun Samherjaskjalanna
Í dag er eitt ár síðan Kveikur, í samstarfi við Stundina, Wikileaks og sjónvarpsstöðina Al Jazeera, fjallaði um viðskiptahætti Samherja í Afríku og greindi frá því að útgerðarrisinn hefði á síðustu árum greitt háttsettum mönnum í Namibíu og venslamönnum þeirra meira en milljarð króna til að komast yfir fiskveiðikvóta.
Segir sig frá rannsókn á Samherjaskjölunum
Pål Lønseth, yfirmaður norsku efnahagsbrotadeildarinnar Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að stýra rannsókn á norska bankanum DNB í tengslum við Samherjaskjölin. Rannsóknin verður nú flutt yfir á forræði annars saksóknara í öðru lögreguumdæmi. Þetta er í þriðja sinn sem Lønseth lýsir sig vanhæfan til að stýra rannsókn á vegum Økokrim.
29.09.2020 - 10:57
Vilja ekki lengur kenna götu við Esau vegna spillingar
Yfirvöld í borginni Swakopmund í Namibíu hafa fengið beiðni um að breyta nafni á götu í borginni. Ástæðan er sú að hún er nú kennd við Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn af þeim sem sakaður er um spillingu í tengslum við Samherja-skjölin.
24.09.2020 - 23:46
Fá frest til að klára rannsóknina
Dómari í Windhoek í Namibíu samþykkti í dag beiðni ríkislögmanns um frest til að klára rannsókn á máli þeirra sem ákærðir eru á grundvelli uppljóstrana um spillingu. Namibíska spillingarlögreglan fékk fyrir nokkru gögn frá Íslandi og Noregi vegna rannsóknarinnar sem tengist meðal annars málum sem fjallað var um í Panamaskjölunum. Sjö einstaklingar sem sætt hafa gæsluvarðhaldi vegna málsins verða því áfram í haldi lögreglu þar til málinu verður haldið áfram 14. desember.
14.09.2020 - 15:37
Myndskeið
Namibísku sakborningarnar sönkuðu að sér bílum og húsum
Namibíski fjölmiðillinn The Namibian, sem kom að vinnslu á þeim upplýsingum sem birtust í Samherjaskjölunum, birti í dag nærri 12 mínútna langt myndband á You Tube þar sem eignir namibísku sakborninganna eru raktar. Einn er sagður hafa elskað sviðsljósið og dýra bíla, annar er sagður hafa keypt fasteignir eins og vörur í stórmarkaði. Myndskeiðið er meðal annars skreytt myndum frá Íslandi.
10.09.2020 - 15:29
Namibísk yfirvöld komin með gögn frá Íslandi og Noregi
Namibísk yfirvöld eru komin með gögn frá Íslandi og Noregi sem eru sögð nýtast við rannsókn namibísku spillingarlögreglunnar ACC á einum anga af sakamálinu sem upp kom eftir uppljóstranirnar í Samherjaskjölunum. Ríkislögmaður Namibíu fór fram á það fyrir helgi að rannsakendur fengju lokafrest til að ljúka rannsókninni.
06.09.2020 - 10:33
Sex grunuð um mútur og peningaþvætti í Samherjamálinu
Sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja, þeirra á meðal forstjórinn, hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn Héraðssaksóknara á ætluðum mútum, peningaþvætti og fleiri brotum félagsins sem tengjast Namibíustarfsemi þess.
03.09.2020 - 19:06
Samherji kærir 11 starfsmenn RÚV til siðanefndar RÚV
Samherji hefur kært 11 frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins fyrir siðanefnd Ríkisútvarpsins þess vegna þátttöku þeirra í þjóðfélagsumræðu um málefni Samherja á samfélagsmiðlum.
01.09.2020 - 11:52
Segir Samherja hafa mistekist að verja dótturfélög sín
Enginn vafi leikur á að Samherja mistókst að verja dótturfélög sín gegn brotum einstaklinga, segir Björgólfur Jóhannsson annar forstjóra Samherja í bréfi sem hann skrifar og birt er á sjávarútvegsvefnum Undercurrent News.
25.08.2020 - 23:26
Pólitísk ákvörðun að stefna að lægri veiðigjöldum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir nýja skýrslu um veiðigjaldagreiðslur Samherja á Íslandi og í Namibíu sýna að löndin stefni í ólíkar áttir. Namibíumenn stefni að hærri veiðigjöldum og auknu gagnsæi meðan þau lækki á Íslandi.
18.08.2020 - 12:46
„Við höfnum því að hafa verið að múta fólki“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafnar því að þeir hafi greitt mútur í tengslum við rekstur félagsins í Namibíu. Þetta kom fram í viðtali við Þorstein á Sprengisandi á Bylgjunni. Hann sagði að þeir myndu sýna fram á það að „við höfum ekki verið að múta fólki.“
Rannsókn Wikborg Rein lokið - funda með saksóknara
Rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu er lokið. Niðurstöður skýrslu lögmannsstofunnar hafa verið kynntar fyrir stjórn félagsins. Forsvarsmenn lögmannsstofunnar munu eiga fund með embætti héraðssaksóknara í haust.
29.07.2020 - 17:06
Dómari í Namibíu: „Rán um hábjartan dag“
Duard Kesslau, dómari í Windhoek í Namibíu, lýsir meintum brotum Bernhardts Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Tamsons Hatukuilipi, tengdasonar hans, sem „ráni um hábjartan dag".
23.07.2020 - 12:33
Fá ekki lausn úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingu
Bernard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Tamson Hatuikulipi, tengdasonur hans, verða áfram í gæsluvarðhaldi vegna Samherjamálsins og fá ekki lausn gegn tryggingu. Þetta er niðurstaða dómara í morgun.
Rannsókn sögð hafin á skattamálum Samherja í Namibíu
Fjármálaráðuneyti Namibíu er sagt vera með skattamál Samherja vegna starfsemi fyrirtækisins í landinu til athugunar. Rannsóknin er sögð mega rekja til eiðsvarinnar yfirlýsingar frá Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstraranum í Samherjaskjölunum til namibísku spillingarlögreglunnar. Þar segir Jóhannes að fyrirtækið hafi flutt rúman milljarð til samstæðufélaga á Máritíus og Bretlandi til að komast hjá skattgreiðslum.
21.07.2020 - 12:09
Forsetinn sver af sér styrki tengda kvótahneyksli
Hage Geingob, forseti Namibíu, sór í gær fyrir að hann eða flokkur hans hefði fengið nokkra beina styrki sem tengdust meintum glæpum eða spillingu sem fjallað var um í Samherjaskjölunum. Dagblaðið The Namibian segir gögn sýna að greiðslur frá Samherja hafi farið inn á reikning sem flokkurinn stjórnar. Lögmaður spillingarlögreglunnar sagði fyrir dómi í síðustu viku að hluti fjárins sem sakborningar fengu hafi verið notað til að fjármagna kosningabaráttu Swapo, stjórnarflokksins í Namibíu.
Sagður hafa beðið Samherja að hylja slóð sína
Namibíska spillingarlögreglan segir að James Hatuikulipi hafi haft samband við Samherja til að hylja slóð sína vegna greiðslna frá fyrirtækinu. Þetta kom fram í dómsal í dag vegna málaferla yfir namibískum ráðamönnum og athafnamönnum sem komu við sögu í Samherjaskjölunum. Lögreglan segist hafa komist yfir síma Hatuikulipi og komist að raun um að hann bað Samherja að segja að ákveðnar greiðslur hefðu ekki verið lagðar inn á reikning félags hans í Dúbaí heldur greiddar félagi í Angóla.
Myndskeið
Héraðssaksóknari upplýstur um eignatilfærslu Samherja
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið upplýsti héraðssaksóknara í desember um að Samherji hefði tilkynnt að stærstur hluti félagsins væri kominn í eigu barna fyrri eigenda. Tilkynningunni fylgdu ekki upplýsingar um kaupverð. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV. 
19.06.2020 - 19:05