Færslur: Samherjaskjölin

Óskar ekki eftir upplýsingum um rannsókn á Samherjamáli
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, ætlar ekki að beita ákvæði í lögum um meðferð sakamála til að svara spurningu þingmanns Flokks fólksins um rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum Samherja í tengslum við útgerð félagsins í Namibíu. Ráðherra segir þessu ákvæði hafa verið beitt af mikilli varfærni og í algerum undantekningartilvikum.
17.05.2022 - 08:29
Lögreglan ekki vanhæf til að rannsaka fréttamenn
Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra um að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra og staðgengill hans séu ekki vanhæf til að fara með rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra.
Héraðsdómi þótti ummæli saksóknara óheppileg
Dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra hafnaði í dag kröfu Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kveiks, um að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, og Eyþór Þorbergsson, staðgengill lögreglustjóra yrðu lýst vanhæf til að fara með rannsókn á meintum brotum Þóru gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra. Dóminum þótti engu að síður að ummæli sem Eyþór lét falla í viðtali við visir.is vera óheppileg og að ummæli hans í greinargerð væru óviðeigandi.
26.04.2022 - 16:49
Gert að greiða málskostnað namibísks saksóknara
Dómari við dómstól í Namibíu hefur gert sex fyrirtækjum í íslenskri eigu að greiða allan málskostnað namibísks saksóknara eftir að dómstóll í Namibíu hafnaði kröfu þeirra. Fyrirtækin kröfðust þess saksóknarinn og Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjaskjölunum, yrðu kallaðir fyrir dóm þannig að fyrirtækin gætu spurt þau út í ákveðin mál.
01.04.2022 - 07:27
Ekki brot þegar gögn voru send á dulkóðuðum USB-lykli
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að hvorki héraðssaksóknari né dómsmálaráðuneytið hafi brotið persónuverndarlög þegar safn tölvupóstsamskipta var miðlað til dómsmálayfirvalda í erlendu landi í tengslum við sakamálarannsókn. Gögnin voru send framkvæmdastjóra í dómsmálaráðuneyti viðkomandi lands á dulkóðuðum USB-lykli sem varinn var með lykilorði.
16.03.2022 - 17:14
Skýrslutökum frestað
Skýrslutökum lögreglu af fjórum blaðamönnum vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs, hefur verið frestað þar til Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðar um lögmæti þeirra.
Kæra Aðalsteins þingfest í héraðsdómi í morgun
Krafa Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns um úrskurð um lögmæti skýrslutöku lögreglu í tengslum við svonefnt skæruliðamál Samherja var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Lögregla fær frest til að skila greinargerð um málið.
Sjónvarpsfrétt
Uppljóstrari verðlaunaður - Samherji á að endurgreiða
Stjórnendur Samherja á Íslandi ættu að þurfa að endurgreiða allt sem þeir tóku frá Namibíu og þá þarf að sakfella fyrir dómstólum. Þetta segir Jóhannes Stefánsson uppljóstrari sem hlaut í dag sjálfbærniverðlaun Gautaborgar. 
Hærri fjárhæðir, fleiri sakborningar og ítrekuð samtöl
Ný gögn í Samherjamálinu sýna að svo virðist sem víðtæk vitneskja hafi verið innan fyrirtækisins um mútugreiðslur og vafasama starfshætti Samherja í Namibíu. Gögnin eru hluti af rannsókn héraðssaksóknara á málinu. Átta eru nú með réttarstöðu sakbornings í málinu hér á landi.
Samherjamenn ræddu greiðslur til leiðtoga i Namibíu
Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi stjórnarmaður í Samherja og umsjónarmaður Afríkuútgerðar fyrirtækisins, skrifaði í skilaboðum til Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara að á einhverju stigi kunni „að skipta máli að múta einhverjum leiðtoga þessara manna.“
Skipverjar Heinaste ekki fengið krónu vegna uppsagnar
Hópur skipverja á togaranum Heinaste ætlar að leita til dómstóls í Namibíu til að fá þá peninga sem gerðardómur hafði gert útgerðarfélaginu ArticNam að greiða þeim vegna uppsagnar. ArticNam er í eigu Samherja og þriggja namibískra félaga. Íslenskir stjórnendur félagsins eru sagðir hafa sent frá yfirlýsingu þar sem þeir segjast hafa frétt af því í fjölmiðlum að gerðardómur hefði komist að niðurstöðu í máli skipverjanna.
24.08.2021 - 21:44
Saksóknari fékk gögn um Samherja frá Seðlabankanum
Embætti héraðssaksóknara fékk afhenta þrjá diska frá Seðlabanka Íslands með 6.000 GB af gögnum sem lagt var hald á við húsleit bankans í höfuðstöðvum Samherja fyrir níu árum. Gögnin voru borin undir Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra í tengslum við rannsókn embættisins á Samherjaskjölunum.
22.06.2021 - 14:21
Fá ekki að fara til Bandaríkjanna vegna spillingar
Bandaríska utanríkisráðuneytinu hefur bannað tveimur fyrrverandi ráðherrum í Namibíu að koma til landsins vegna spillingar. Þetta eru þeir Bernhardt Esau og Sacky Shangala sem hafa báðir verið ákærðir fyrir spillingu, fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Samherjaskjölin.
15.06.2021 - 14:11
Kvartað til Persónuverndar vegna rannsóknar á Samherja
Kvartað hefur verið til Persónuverndar vegna embættis héraðssaksóknara. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast þær kvartanir meðal annars rannsókn embættisins á Samherjaskjölunum sem fyrst voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik.
14.06.2021 - 10:34
Segir stöðu Samherja veikja tiltrú fólks á sjávarútvegi
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segir dapurt að horfa upp á þá stöðu sem hefur byggst upp í kringum sjávarútvegsfyrirtækið Samherja. Frá þessu greinir hann í viðtali við 200 mílur í Morgunblaðinu í dag.
Samherji axli ábyrgð á ákvörðunum og athöfnum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segja mikilvægt að Samherji axli ábyrgð á eigin ákvörðunum. Samtökin hafa ekki í hyggju að refsa fyrirtækinu.
„Hann er einfaldlega ekki að segja satt“
Fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samherja ráðast af miklum krafti gegn Jóhannesi Stefánssyni í staðfestum yfirlýsingum sínum til dómstóls í Namibíu. Þeir neita öllum ásökunum um spillingu og mútugreiðslur og segja að Jóhannes, sem er málaður upp sem fíkill og glæpamaður, sé ábyrgur. Lögmaður Samherja lýsir óþægilegum textaskilaboðum frá tengdasyni namibísks ráðherra og forstjórinn segir að baráttan við Seðlabankann á Íslandi hafi átt hug hans allan.
01.06.2021 - 20:02
„Alþingismenn skulda Samherja engar skýringar“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu málefni Samherja að umtalsefni í dag, bæði bréf fyrirtækisins til mennta- og menningarmálaráðherra og tengsl sjávarútvegsráðherra við fyrirtækið.
Samherji vildi að Lilja útskýrði orð sín um fyrirtækið
Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Samherja, sendi Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, bréf í lok apríl og bað hana að útskýra betur þau orð sín á Alþingi að hún teldi Samherja hafa gengið of langt. Stjórnendur Samherja viðurkenndu í yfirlýsingu í gær að þeir hefðu gengið of langt með viðbrögðum sínum við umfjöllun um fyrirtækið.
31.05.2021 - 17:55
Ráðherra vissi ekki af fyrirspurnum um ferðir Helga
Utanríkisráðherra segist ekki hafa vitað af því að starfsmenn á vegum Samherja hefðu leitað eftir upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu um ferðir Helga Seljan, fréttamanns RÚV, vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja.
Myndskeið
Trúi því að Samherji hafi séð að sér
Samherji baðst í dag afsökunar á að stjórnendur fyrirtækisins hafi gengið of langt í að verjast neikvæðri umfjöllun. Fyrirtækið segir umræðuna innan svokallaðrar skæruliðadeildar óheppilega.
30.05.2021 - 19:01
Samherji biðst afsökunar
Útgerðarfélagið Samherji biðst afsökunar á harkalegum viðbrögðum stjórnenda félagsins við neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtækið. Félagið gengst við því að umræður svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja hafi verið óheppilegar.
30.05.2021 - 11:48
Leitaði upplýsinga frá ráðuneytisstjóra um ferðir Helga
Skipstjóri Samherja leitaði í byrjun árs til ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins eftir upplýsingum um möguleg ferðalög Helga Seljan, fréttamanns RÚV, í tengslum við umfjöllun Kveiks um Samherja.
26.05.2021 - 11:44
„Þetta kemur mér ekki á óvart, þetta er pólitík”
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segir ummæli Samherjamanna um hann, sem Kjarninn greindi frá í dag, ekki hafa komið sér á óvart. „Þetta er pólitík,” segir Njáll, „en leiðinlegt að lesa þetta.” Starfsmenn Samherja virðast ekki vilja hafa Njál í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar og vonast heldur eftir „nothæfum” lista.
Samherjafólk reyndi að hafa áhrif á Blaðamannafélagið
Lykilstarfsmenn Samherja fóru í skipulagða áróðursherferð í aðdraganda formannskosninga í Blaðamannafélagi Íslands í síðasta mánuði til að reyna að koma í veg fyrir að starfsmaður RÚV ynni kosninguna. Þetta kemur fram í gögnum sem Kjarninn hefur undir höndum. Þar segir meðal annars að starfsmenn Samherja töldu RÚV ætla að nota Blaðamannafélagið gegn Samherja.