Færslur: Samherjamálið

KPMG skylt að afhenda héraðssaksóknara gögn um Samherja
Endurskoðunarfyrirtækið KPMG verður að afhenda embætti héraðssaksóknara umbeðnar upplýsingar og gögn um bókhald og reikningsskil allra félaga og fyrirtækja innan Samherjasamstæðunnar frá árunum 2011 til ársins 2020. Einnig ber KPMG að afhenda héraðssaksóknara upplýsingar og gögn varðandi eina, tiltekna skýrslu, sem fyrirtækið vann um starfsemi Samherja á árunum 2013 og 2014. Kjarninn greinir frá þessu.
myndskeið
Segir Samherjamálið vekja spurningar um DNB-bankann
Norskur skattasérfræðingur segir Samherjamálið vekja upp spurningar um hvort norski bankinn DNB hafi hleypt vafasömum greiðslum frá fleirum en dótturfyrirtækjum útgerðarfyrirtækisins í gegn. 
15.12.2020 - 19:25
Kveikur
Skýringar Samherja dugðu ekki DNB
Norski bankinn DNB sleit viðskiptum við Samherja fyrir þar sem skýringar fyrirtækisins á millifærslum til þriggja aflandsfélaga og félags tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu þóttu ófullnægjandi.
13.12.2020 - 19:07
Samherjamaður vildi svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Einn af stofnendum og eigendum útvegsfyrirtæksins Samherja, Kristján Vilhelmsson, fór þess á leit við Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademínuna (ÍKSA) að Helgi Seljan fréttamaður RÚV yrði sviptur Edduverðlaunum í byrjun síðasta árs.
Leyfðu sölu Heinaste gegn haldi í söluvirðinu
Namibísk yfirvöld afléttu kyrrsetningu af togaranum Heinaste og leyfðu sölu hans gegn því að söluvirðið yrði áfram kyrrsett til tryggingar mögulegum upptökukröfum vegna sakamálsins sem þar er rekið á grunni Samherjaskjalanna. Þetta kemur fram í samningi um kaupin og einnig í bréfi sem lögfræðingur namibíska dómsmálaráðuneytisins sendi í byrjun síðustu viku. Fréttastofa hefur bæði skjölin undir höndum.
Namibíska lögreglan leitar að Samherjamönnum
Lögreglan í Namibíu hefur um nokkurt skeið reynt að grafast fyrir um dvalarstað Ingvars Júlíussonar, fyrrverandi fjármálastjóra Samherja á Kýpur, og Egils Helga Árnasonar, sem var framkvæmdastjóri Namibíustarfsemi Samherja, í því skyni að fá þá framselda til Namibíu. Þetta sýna gögn sem lögð voru fram við namibískan dómstól nýlega í tengslum við rannsókn þarlendra yfirvalda á meintum mútugreiðslum og spillingu við gerð milliríkjasamnings við Angóla.
01.12.2020 - 21:59
Saksóknari segir ólöglegan ágóða Samherja 4,7 milljarða
Ólöglegur ávinningur Samherja af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda, sem nú er til rannsóknar vegna gruns um mútur og spillingu, er metinn á 548 milljónir Namibíudollara, jafnvirði um 4,7 milljarða íslenskra króna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir þarlendum dómstól um kyrrsetningu á eignum fjölmargra félaga vegna rannsóknar á þessum hluta Samherjamálsins, þeirra á meðal sex félaga á vegum Samherja.
30.11.2020 - 21:51
Viðurkennir brot á þagnarskyldu
Fyrrverandi starfsmaður Seðlabankans viðurkennir að hafa brotið þagnarskyldu þegar hann ræddi Samherjamálið við ráðgjafa sem vann fyrir útgerðarfyrirtækið. Brotið átti sér stað rúmu hálfu ári eftir að gjaldeyriseftirlit Seðlabankans gerði húsleit hjá fyrirtækinu.
11.09.2020 - 19:10
Löngum degi í Samherjamálinu lokið
Dagurinn var langur hjá lögmönnum Samherja og Seðlabankans þegar þeir tókust á í skaðabótamáli fyrirtækisins gegn bankanum vegna Samherjamálsins svokallaða. Réttarhöldin hófust klukkan níu í morgun í litlum sal á 2. hæð í húsakynnum Héraðsdóms Reykjavíkur en lauk í aðalsalnum á 1. hæð rétt fyrir klukkan sex í kvöld.
09.09.2020 - 19:18
Segir Samherja hafa mistekist að verja dótturfélög sín
Enginn vafi leikur á að Samherja mistókst að verja dótturfélög sín gegn brotum einstaklinga, segir Björgólfur Jóhannsson annar forstjóra Samherja í bréfi sem hann skrifar og birt er á sjávarútvegsvefnum Undercurrent News.
25.08.2020 - 23:26
Segja Samherja beita áður óþekktum aðferðum í árásum
Útvarpsstjóri hafnar algjörlega þeim ásökunum sem settar eru fram í myndbandi útgerðarfyrirtækisins Samherja um fölsun gagna í Kastljósi 2012. Hann segir að þar séu RÚV og fréttamaður borin þungum sökum og það sé er verulegt umhugsunarefni hvernig fyrirtækið setur þær fram. Útvarpsstjóri, fréttastjóri RÚV og ritstjóri Kveiks segja Samherja nú setja ný viðmið í árásum á blaðamenn og fjölmiðlun og fordæma aðferðir fyrirtækisins.
11.08.2020 - 18:54
Dómari í Namibíu: „Rán um hábjartan dag“
Duard Kesslau, dómari í Windhoek í Namibíu, lýsir meintum brotum Bernhardts Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Tamsons Hatukuilipi, tengdasonar hans, sem „ráni um hábjartan dag".
23.07.2020 - 12:33
Fá ekki lausn úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingu
Bernard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Tamson Hatuikulipi, tengdasonur hans, verða áfram í gæsluvarðhaldi vegna Samherjamálsins og fá ekki lausn gegn tryggingu. Þetta er niðurstaða dómara í morgun.
Tilkynntu um erlendan fjárfesti skömmu fyrir Kveiksþátt
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu barst nokkrum dögum áður en fjallað var um mál Samherja í fréttaskýringaþættinum Kveik tilkynning um kaup erlends aðila á stórum hlut í Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafði nokkrum dögum áður hafnað beiðni Kveiks um viðtal. Ekki var hins vegar tilkynnt opinberlega um viðskiptin fyrr en í maí á þessu ári.
18.06.2020 - 12:02
Namibísku sjómennirnir segjast hafa það gott á Geysi
33 namibískir sjómenn í áhöfn Samherjaskipsins Geysis segjast una hag sínum vel við veiðar úti fyrir ströndum Máritaníu, þar sem skipið er á leigu til þarlendrar útgerðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem þeir undirrita og send hefur verið namibískum fjölmiðlum, og nú fréttastofu RÚV, í tilefni af orðum varaforseta namibíska verkalýðssambandsins, sem kvaðst hafa áhyggjur af þeim.
26.02.2020 - 18:16
Samherji hættir starfsemi namibísks dótturfélags
Samherji ætlar að hætta starfsemi dótturfélagsins Saga Seafood í Namibíu í lok mars. Varaforseti namibíska verkalýðssambandsins hefur áhyggjur af 32 namibískum sjómönnum sem fóru með Samherjaskipinu Geysi til Máritaníu á dögunum. Skattrannsóknarstjóri hér heima hafði Samherja til skoðunar í nokkrar vikur fyrir umfjöllun fjölmiðla.
26.02.2020 - 12:42
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Fishcor handtekinn
Namibíska lögreglan hefur handtekið Mike Nghipunya, fyrrverandi framkvæmdastjóra ríkisrekna útgerðarfélagsins Fishcor í Namibíu. Heimildarmenn innan lögreglunnar staðfesta þetta við Namibian Sun.
17.02.2020 - 14:06
Viðtal
Hafa áhuga á skipum Samherja ef þau tengjast rannsókn
Komi í ljós að skip í eigu Samherja í Namibíu tengist með einhverjum hætti rannsókn á mútum og spillingu, vill spillingarlögreglan í Namibíu fá skipin aftur til landsins. Yfirmaður lögreglunnar segir að rannsókn málsins gangi vel.
03.02.2020 - 22:11
Sjómenn á Samherjaskipi í óvissu
Sjómenn á Sögu, skipi Samherja í Namibíu, hafa áhyggjur af framtíð sinni eftir að skipinu var fyrirvaralaust siglt, án þeirra, til Las Palmas á Kanaríeyjum. Skipið er að sögn á leið þangað í viðgerð en sjómennirnir fengu sms-skilaboð um að þeir þyrftu að sækja eigur sínar um borð án tafar.
31.01.2020 - 13:38
Segir svör ráðuneytisins um hæfi Kristjáns ekki nægja
Sjávarútvegsráðherra mætir á opinn fund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á miðvikudag til að gefa nefndarmönnum frekari upplýsingar um hæfi sitt í málum sem tengjast Samherja. Formaður nefndarinnar segir svör ráðuneytisins sem kynnt voru nefndinni í morgun ekki fullnægjandi.
200 milljónir í skattsvika- og peningaþvættisvarnir
Héraðssaksóknari og skattayfirvöld fá 200 milljóna aukafjárveitingu úr ríkissjóði til að sinna peningaþvættisvörnum, skattrannsóknum og skattaeftirliti á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu sem birt var í morgun. Ákvörðunin kemur í framhaldi af yfirlýsingu stjórnvalda frá 19. nóvember „um aðgerðir til að auka traust á íslensku atvinnulífi“, eins og það var orðað. Sú yfirlýsing var send eftir umfjöllun Kveiks og fleiri fjölmiðla um Samherjamálið.
18.01.2020 - 11:12
Kristján Þór hefur sagt sig frá málum Samherja
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra hefur sagt sig frá málum sem tengjast Samherja og útgerðarfélagi Akureyringa vegna fiskeldis og nytjastofna við Ísland. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra ber nú ábyrð á þeim. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun.
20.12.2019 - 12:37
Hélt eftir gögnum af virðingu við starfsfólk Samherja
WikiLeaks hefur fleiri tölvupósta úr tölvu Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja, en nú þegar hafa verið birtir á vefsvæði WikiLeaks. Þetta segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, í opnu bréfi á Facebook til Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Samherja. Kristinn segir það rangt að Jóhannes hafi ekki látið WikiLeaks hafa nema hluta þeirra skjala sem voru í tölvunni hans. 
16.12.2019 - 18:52
Eru í sambandi við „þá sem hlut eiga að máli“ á Íslandi
ACC, spillingarlögreglan í Namibíu, hefur verið í sambandi við „þá sem hlut eiga að máli“ í Samherjamálinu hér á landi. Þetta segir framkvæmdastjóri ACC. Hann segir að rannsókn málsins gangi almennt vel og hann vonast til þess að fjölmiðlamenn sem hafa verið viðriðnir málið séu tilbúnir til þess að bera vitni fyrir dómstólum.
15.12.2019 - 17:58
Segist ekki trúa að nokkrum hafi verið mútað
„Ég trúi því ekki að nokkrum hafi verið mútað, né því að fyrirtækið hafi verið, eða tekið þátt í, ólögmætri starfsemi,“ segir Björgólfur Jóhanns­son, for­stjóri Sam­herja, í við­tali við norska við­skipta­blaðið Dag­ens Nær­ingsliv. „Afríka er annar heimur, en ég er viss um að við höfum fengið kvóta í samræmi við lög hvers lands.“
14.12.2019 - 21:31