Færslur: Samherjamálið

Landsréttur staðfestir niðurstöður í Samherjamálinu
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Þorsteins Más Baldvinssonar þar sem Seðlabanka Íslands var gert að greiða honum tæpar 2,7 milljónir í skaða-og miskabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Landsréttur staðfesti einnig dóm héraðsdóms þar sem Seðlabankinn var sýknaður af skaðabótakröfu Samherja.
11.03.2022 - 15:52
Skýrslutökum frestað
Skýrslutökum lögreglu af fjórum blaðamönnum vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs, hefur verið frestað þar til Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðar um lögmæti þeirra.
Kæra Aðalsteins þingfest í héraðsdómi í morgun
Krafa Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns um úrskurð um lögmæti skýrslutöku lögreglu í tengslum við svonefnt skæruliðamál Samherja var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Lögregla fær frest til að skila greinargerð um málið.
Fordæma rannsókn á hendur fjölmiðlafólki
Stjórn Samtaka kvenna um Nýja stjórnarskrá fordæmir lögreglurannsókn gegn fjórum blaðamönnum. Sömuleiðis styður stjórnin fjöldafundi vegna málsins sem haldnir verða samtímis í Reykjavík og á Akureyri næstkomandi laugardag.
Sjónvarpsfrétt
Afar ólíklegt að blaðamennirnir fjórir verði ákærðir
Hæstaréttarlögmaður telur afar ólíklegt að ákæra verði gefin út á hendur blaðamönnunum fjórum fyrir meint brot gegn friðhelgi einkalífs með skrifum sínum um starfsmenn Samherja. Þekkt sé að mál gegn blaðamönnum sé höfðað til að fæla þá frá fréttaskrifum.
Kæra Páls beinist ekki gegn blaðamönnunum fjórum
Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, segist enga aðkomu eiga að því að fjórir blaðamenn hafi verið kallaðir inn til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra og séu með réttarstöðu sakbornings. Hann segist aðeins hafa kært stuld á síma en ekki neina einstaklinga. Garðar Gíslason, lögmaður Samherja og lögmaður Páls, fullyrðir að síma Páls hafi verið stolið á meðan hann lá á sjúkrahúsi.
15.02.2022 - 12:34
Morgunútvarpið
Segja vegferðina grafalvarlega
Aðalsteinn Kjartansson, einn fjögurra blaðamanna sem hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintum brotum gegn friðhelgi einkalífs, segir vegferðina í málinu grafalvarlega. Málið snúist ekki um hann eða aðra blaðamenn í þessu máli.
15.02.2022 - 09:30
Þrír blaðamenn í yfirheyrslu vegna „skæruliðadeildar“
Þrír blaðamenn hafa verið boðaðir í yfirheyrslu í næstu viku hjá rannsóknarlögreglumanni frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Það eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum. Þeir hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi einkalífs með umfjöllun sinni um „skæruliðadeild“ Samherja.
14.02.2022 - 18:26
Sjónvarpsfrétt
Uppljóstrari verðlaunaður - Samherji á að endurgreiða
Stjórnendur Samherja á Íslandi ættu að þurfa að endurgreiða allt sem þeir tóku frá Namibíu og þá þarf að sakfella fyrir dómstólum. Þetta segir Jóhannes Stefánsson uppljóstrari sem hlaut í dag sjálfbærniverðlaun Gautaborgar. 
Samherjamenn ræddu greiðslur til leiðtoga i Namibíu
Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi stjórnarmaður í Samherja og umsjónarmaður Afríkuútgerðar fyrirtækisins, skrifaði í skilaboðum til Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara að á einhverju stigi kunni „að skipta máli að múta einhverjum leiðtoga þessara manna.“
Jóhannes Stefánsson heiðraður í namibískum tölvuleik
Ein af persónum nýr tölvuleiks sem ungur namibískur maður þróaði heitir Stefi, til heiðurs uppljóstraranum Jóhannesi Stefánssyni. Leikurinn heitir Fishrot og er í anda frægra leikja á borð við Super Mario Bros.
Segir Samherjamenn ekki ósnertanlega
Ríkissaksóknari Namibíu segist í nýrri yfirlýsingu til dómstóls þar ytra enn hafa fullan hug á að ákæra suma af starfsmönnum Samherja sem stýrðu dótturfyrirtækjum útgerðarinnar þar í landi. Sá skilningur Samherjamanna að þeir séu ósnertanlegir sé rangur.
04.08.2021 - 15:31
Samherji axli ábyrgð á ákvörðunum og athöfnum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, segja mikilvægt að Samherji axli ábyrgð á eigin ákvörðunum. Samtökin hafa ekki í hyggju að refsa fyrirtækinu.
„Alþingismenn skulda Samherja engar skýringar“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu málefni Samherja að umtalsefni í dag, bæði bréf fyrirtækisins til mennta- og menningarmálaráðherra og tengsl sjávarútvegsráðherra við fyrirtækið.
Hefur haft brýnni málum að sinna en að svara Samherja
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist hafa haft brýnni málum að sinna en að svara bréfi lögmanns Samherja þar sem hún er beðin um að útskýra orð sem hún lét falla um fyrirtækið á Alþingi í lok apríl. Hún segir að orð sín skýri sig sjálf og að alþingismenn njóti þinghelgi samkvæmt stjórnarskránni.
Ráðherra vissi ekki af fyrirspurnum um ferðir Helga
Utanríkisráðherra segist ekki hafa vitað af því að starfsmenn á vegum Samherja hefðu leitað eftir upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu um ferðir Helga Seljan, fréttamanns RÚV, vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja.
Myndskeið
Trúi því að Samherji hafi séð að sér
Samherji baðst í dag afsökunar á að stjórnendur fyrirtækisins hafi gengið of langt í að verjast neikvæðri umfjöllun. Fyrirtækið segir umræðuna innan svokallaðrar skæruliðadeildar óheppilega.
30.05.2021 - 19:01
Samherji biðst afsökunar
Útgerðarfélagið Samherji biðst afsökunar á harkalegum viðbrögðum stjórnenda félagsins við neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtækið. Félagið gengst við því að umræður svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja hafi verið óheppilegar.
30.05.2021 - 11:48
Lilja um skæruliðadeild Samherja: „Ósmekklegt“
Menntamálaráðherra segir að tilraunir starfsmanna á vegum Samherja til að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélagi Íslands hafi verið ósmekklegar. Hún segir mikilvægt að tryggja frelsi fjölmiðla hér á landi.
28.05.2021 - 19:00
Viðtal
Hefur talað við trillukarl hér og bónda þar
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist ekki hafa átt í samskiptum við svokallaða skæruliðadeild á vegum Samherja. Hann segist þó hafa átt í samskiptum við Pál Steingrímsson, skipstjóra hjá Samherja.
Leitaði upplýsinga frá ráðuneytisstjóra um ferðir Helga
Skipstjóri Samherja leitaði í byrjun árs til ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins eftir upplýsingum um möguleg ferðalög Helga Seljan, fréttamanns RÚV, í tengslum við umfjöllun Kveiks um Samherja.
26.05.2021 - 11:44
Viðtal
Hallgrímur veltir fyrir sér að kæra eftirlit
Hallgrími Helgasyni rithöfundi var brugðið við fréttir Kjarnans og Stundarinnar síðustu daga sem leiddu í ljós að svonefnd skæruliðadeild Samherja hafði hann í sigtinu og fletti honum meðal annars upp í opinberum skrám. Hallgrímur er harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og ekki síst sjávarútvegsráðherra.
Myndskeið
Hafa varann á sér gagnvart Samherja
Sjávarútvegsráðherra Noregs segir breiða pólitíska samstöðu um að koma í veg fyrir að Samherji og önnur erlend sjávarútvegsfyrirtæki sölsi til sín kvóta. Þess vegna sé verið að herða eftirlit með eignarhaldi erlendra fyrirtækja í norskum sjávarútvegi.
Skýrslan ónákvæm en tengist Samherja ekki
Samherji segir skýrslu norska fjármálaeftirlitsins ónákvæma og gagnrýnir að ekki hafi verið haft samband við fyrirtækið við gerð hennar. Félagið tekur hins vegar einnig fram að efni skýrslunnar sé Samherja óviðkomandi og lúti eingöngu að málefnum norska bankans DNB.
Myndskeið
Refsað með risasekt
Norski bankinn DNB hefur verið sektaður um sem nemur sex milljörðum íslenskra króna fyrir slælegt eftirlit með peningaþvætti. Sektin er sú hæsta sem gefin hefur verið út síðan ný lög um varnir gegn peningaþvætti voru sett. Norska fjármálaeftirlitið segir að bankinn hafi leitt hjá sér fjölda viðvarana um mögulegt peningaþvætti, meðal annars í viðskiptum milli félaga Samherja.