Færslur: Sameining sveitarfélaga
Segir sameiningu sveitarfélaga góða fyrir skólastarf
Mikill munur er á rekstrarumhverfi grunnskóla í stórum og litlum sveitarfélögum, sagði Gerður G. Óskarsdóttir, á Morgunvaktinni í morgun. Hún er meðal höfunda greinar um ávinning og áskoranir í rekstri sveitarfélaga á grunnskólum.
27.04.2022 - 08:50
Flestir kusu nafnið Þingeyjarsveit
Nýtt sameinað sveitarfélag Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps á að öllum líkindum eftir að bera nafnið Þingeyjarsveit. Íbúar tóku þátt í skoðanakönnun um nafngiftina og niðurstöðurnar voru afgerandi enda allir íbúar þess Þingeyingar.
26.04.2022 - 11:36
Oddvitar gömlu sveitarfélaganna efstir á nýjum listum
Oddvitar Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar skipa fyrsta sæti á þeim tveimur framboðslistum sem kosið verður um í sameinuðu sveitarfélagi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hafin er rafræn söfnun á hugmyndum að nafni á nýtt sveitarfélag.
12.04.2022 - 16:08
Hugmyndasmiðir fóru hamförum — Aftökusveit og Húnabyggð
Bangsabyggð, Aftökusveit, Húnvetningabyggð, Svínavatnsþing og Húnabyggð eru meðal fjörutíu og tveggja tillagna sem bárust í hugmyndasöfnun um nafn á nýtt sameinað sveitarfélag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.
04.04.2022 - 12:51
Sveitarfélögum fækkar enn
Sveitarfélögum þar sem íbúar eru færri en hundrað, fækkar um tvö eftir sameiningarkosningar á laugardag. Samrekstur er þegar mikill og fólk á líklega ekki eftir að finna mikið fyrir breytingum.
28.03.2022 - 12:04
Kosið um sameiningu í 19 sveitarfélögum á níu mánuðum
Á laugardag verður kosið um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi og við Langanes. Að þeim kosningum loknum hafa íbúar í samtals 19 sveitarfélögum kosið um sameiningu frá því í sumar.
23.03.2022 - 13:03
„Við erum öll Skagfirðingar“
Þann 19. febrúar kusu íbúar fjögurra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um fækkun í tvö. Nú stendur yfir hugmyndasöfnun fyrir nafn á annað þeirra en ekki hefur verið ákveðið hvernig nafn verður fundið á hitt.
19.03.2022 - 11:06
Segir ekkert kalla á hraða sameiningu sveitarfélaga
Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir að ekkert kalli á að hraða skuli sameiningu við sveitarfélagið Voga eða önnur sveitarfélög á svæðinu. Sveitarstjórn Voga hafi leitað óformlega eftir samtali um sameiningu.
17.03.2022 - 08:55
Nátengd fólkinu á Hólmavík og jákvæð fyrir sameiningu
Sveitarstjóri í Reykhólahreppi segir hreppsbúa jákvæða gagnvart sameiningu við nágranna sína Strandabyggð. Fjárhagsörðugleikar hjá Strandamönnum er ekki litið sem vandamál að svo komnu máli.
17.03.2022 - 08:05
Enginn sveitarstjóri í nýju sveitarfélagi
Í nýrri sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps verður ekki eiginlegur sveitarstjóri, heldur framkvæmdastjórn. Hugmyndin er að deila ábyrgð og auka sérhæfingu.
15.03.2022 - 08:55
Hugmyndasöfnun nafna á nýtt sveitarfélag
Þann 19. febrúar síðastliðinn samþykktu íbúar Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps sameiningu sveitarfélaganna. Nafn sameinaðs sveitarfélags hefur ekki verið ákveðið en byrjað er að safna hugmyndum.
13.03.2022 - 11:20
Byrjað að kjósa utankjörfundar um sameiningu
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er nú hafin um sameiningartillögu í fjórum sveitarfélögum. Komi til sameiningar verða til tvö ný sveitarfélög, annað á Norðurlandi eystra og hitt á Vesturlandi.
07.03.2022 - 15:50
Sameining samþykkt á Norðurlandi
Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Norðurlandi samþykktu sameiningu á laugardag og fækkar þar með sveitarfélögum um tvö. Formenn sameiningarnefndanna beggja fagna niðurstöðum kosninganna og segja að þær muni gera sveitarfélögin að sterkari einingum.
21.02.2022 - 11:54
Sameining sveitarfélaga felld á Vesturlandi
Tillaga um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar var felld í dag eftir íbúakosningu sem fram fór í dag.
19.02.2022 - 20:42
Kosið um sameiningu í þremur sveitarfélögum
Íslenskum sveitarfélögum fækkar um þrjú, verði sameining samþykkt í þrennum kosningum sem standa nú yfir á Vestur- og Norðurlandi. Kjörstaðir voru opnuðu klukkan tíu og er niðurstöðu að vænta í kvöld.
19.02.2022 - 16:28
„Auðvitað hafa ekki verið nein bitbein“
Oddvitar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps eru vongóðir um að íbúar samþykki að sameina sveitarfélögin. Stefnt er að því að kjósa um sameininguna 26. mars.
15.02.2022 - 15:34
Tálknfirðingar ekki til í að hefja samtal við nágranna
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps þiggur ekki boð Vesturbyggðar um að ræða mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Hún beinir málinu til næstu sveitarstjórnar sem tekur til starfa eftir kosningar í maí.
14.02.2022 - 13:29
Átta tillögur að nafni sendar til Örnefnanefndar
Átta tillögur að nafni á sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar verða sendar til Örnefnanefndar. 281 tillaga barst í rafrænni hugmyndasöfnun sem lauk í síðustu viku.
10.02.2022 - 13:11
Kosið um sameiningu í tíu sveitarfélögum á næstunni
Í febrúar og mars kjósa íbúar í tíu sveitarfélögum um sameiningu þeirra við nágrannasveitarfélög. Verði allar þessar tillögur um sameiningu samþykktar, fá sveitarfélögin samtals um þrjá milljarða króna úr Jöfnunarsjóði.
02.02.2022 - 13:42
Hamingjuhreppur, Andabær, Gleðisveit, Vindbelgir...
Hamingjuhreppur, Andabær, Gleðisveit, Vindbelgir og Alþing eru meðal fjölda tillagna sem borist hafa að nafni á nýtt sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Á morgun rennur út frestur til að senda inn hugmynd að nafni.
01.02.2022 - 13:29
Mánuður í kosningar um sameiningu í Skagafirði
Nú er mánuður þar til íbúar í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Formaður sameiningarnefndarinnar á von á góðri þátttöku í kosningunum.
18.01.2022 - 13:12
Leitað að nafni á nýtt sveitarfélag
Í júní síðastliðnum samþykktu íbúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sameiningu sveitarfélaganna. Nafn hefur ekki verið ákveðið og er nú hafið ferli við val á heiti sameinaðs sveitarfélags.
17.01.2022 - 13:52
Kjósa um sameiningu í lok mars - íbúafundir næstu daga
Þrír íbúafundir hafa verið boðaðir í þessari viku til að kynna og ræða fyrirhugaða sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps. Áætlað er að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok mars.
11.01.2022 - 17:18
Norðurþing býður Tjörnesingum til sameiningarviðræðna
Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að bjóða Tjörneshreppi til formlegra sameiningarviðræðna. Oddviti Tjörneshrepps segir ekki raunhæft að kosið verði um sameiningu í vor.
14.12.2021 - 11:46
Helgafellssveit og Stykkishólmsbær stefna að sameiningu
Nágrannasveitarfélögin Stykkishólmsbær og Helgafellssveit hefja nú formlegar sameiningarviðræður. Stefnt er að íbúakosningu um sameiningu sveitarfélaganna í mars á næsta ári.
10.12.2021 - 12:45