Færslur: Sameining sveitarfélaga

Segir sameiningu sveitarfélaga góða fyrir skólastarf
Mikill munur er á rekstrarumhverfi grunnskóla í stórum og litlum sveitarfélögum, sagði Gerður G. Óskarsdóttir, á Morgunvaktinni í morgun. Hún er meðal höfunda greinar um ávinning og áskoranir í rekstri sveitarfélaga á grunnskólum. 
27.04.2022 - 08:50
Flestir kusu nafnið Þingeyjarsveit
Nýtt sameinað sveitarfélag Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps á að öllum líkindum eftir að bera nafnið Þingeyjarsveit. Íbúar tóku þátt í skoðanakönnun um nafngiftina og niðurstöðurnar voru afgerandi enda allir íbúar þess Þingeyingar.
Oddvitar gömlu sveitarfélaganna efstir á nýjum listum
Oddvitar Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar skipa fyrsta sæti á þeim tveimur framboðslistum sem kosið verður um í sameinuðu sveitarfélagi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hafin er rafræn söfnun á hugmyndum að nafni á nýtt sveitarfélag.
Hugmyndasmiðir fóru hamförum — Aftökusveit og Húnabyggð
Bangsabyggð, Aftökusveit, Húnvetningabyggð, Svínavatnsþing og Húnabyggð eru meðal fjörutíu og tveggja tillagna sem bárust í hugmyndasöfnun um nafn á nýtt sameinað sveitarfélag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.
Sveitarfélögum fækkar enn
Sveitarfélögum þar sem íbúar eru færri en hundrað, fækkar um tvö eftir sameiningarkosningar á laugardag. Samrekstur er þegar mikill og fólk á líklega ekki eftir að finna mikið fyrir breytingum.
28.03.2022 - 12:04
Kosið um sameiningu í 19 sveitarfélögum á níu mánuðum
Á laugardag verður kosið um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi og við Langanes. Að þeim kosningum loknum hafa íbúar í samtals 19 sveitarfélögum kosið um sameiningu frá því í sumar.
„Við erum öll Skagfirðingar“
Þann 19. febrúar kusu íbúar fjögurra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um fækkun í tvö. Nú stendur yfir hugmyndasöfnun fyrir nafn á annað þeirra en ekki hefur verið ákveðið hvernig nafn verður fundið á hitt.
19.03.2022 - 11:06
Morgunútvarpið
Segir ekkert kalla á hraða sameiningu sveitarfélaga
Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir að ekkert kalli á að hraða skuli sameiningu við sveitarfélagið Voga eða önnur sveitarfélög á svæðinu. Sveitarstjórn Voga hafi leitað óformlega eftir samtali um sameiningu.
Nátengd fólkinu á Hólmavík og jákvæð fyrir sameiningu
Sveitarstjóri í Reykhólahreppi segir hreppsbúa jákvæða gagnvart sameiningu við nágranna sína Strandabyggð. Fjárhagsörðugleikar hjá Strandamönnum er ekki litið sem vandamál að svo komnu máli.
Enginn sveitarstjóri í nýju sveitarfélagi
Í nýrri sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps verður ekki eiginlegur sveitarstjóri, heldur framkvæmdastjórn. Hugmyndin er að deila ábyrgð og auka sérhæfingu.
15.03.2022 - 08:55
Hugmyndasöfnun nafna á nýtt sveitarfélag
Þann 19. febrúar síðastliðinn samþykktu íbúar Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps sameiningu sveitarfélaganna. Nafn sameinaðs sveitarfélags hefur ekki verið ákveðið en byrjað er að safna hugmyndum.
13.03.2022 - 11:20
Byrjað að kjósa utankjörfundar um sameiningu
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er nú hafin um sameiningartillögu í fjórum sveitarfélögum. Komi til sameiningar verða til tvö ný sveitarfélög, annað á Norðurlandi eystra og hitt á Vesturlandi.
07.03.2022 - 15:50
Sameining samþykkt á Norðurlandi
Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Norðurlandi samþykktu sameiningu á laugardag og fækkar þar með sveitarfélögum um tvö. Formenn sameiningarnefndanna beggja fagna niðurstöðum kosninganna og segja að þær muni gera sveitarfélögin að sterkari einingum.
21.02.2022 - 11:54
Sameining sveitarfélaga felld á Vesturlandi
Tillaga um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar var felld í dag eftir íbúakosningu sem fram fór í dag.
Kosið um sameiningu í þremur sveitarfélögum
Íslenskum sveitarfélögum fækkar um þrjú, verði sameining samþykkt í þrennum kosningum sem standa nú yfir á Vestur- og Norðurlandi. Kjörstaðir voru opnuðu klukkan tíu og er niðurstöðu að vænta í kvöld.
Sjónvarpsfrétt
„Auðvitað hafa ekki verið nein bitbein“
Oddvitar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps eru vongóðir um að íbúar samþykki að sameina sveitarfélögin. Stefnt er að því að kjósa um sameininguna 26. mars.
Tálknfirðingar ekki til í að hefja samtal við nágranna
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps þiggur ekki boð Vesturbyggðar um að ræða mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Hún beinir málinu til næstu sveitarstjórnar sem tekur til starfa eftir kosningar í maí.
Átta tillögur að nafni sendar til Örnefnanefndar
Átta tillögur að nafni á sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar verða sendar til Örnefnanefndar. 281 tillaga barst í rafrænni hugmyndasöfnun sem lauk í síðustu viku.
Viðtal
Kosið um sameiningu í tíu sveitarfélögum á næstunni
Í febrúar og mars kjósa íbúar í tíu sveitarfélögum um sameiningu þeirra við nágrannasveitarfélög. Verði allar þessar tillögur um sameiningu samþykktar, fá sveitarfélögin samtals um þrjá milljarða króna úr Jöfnunarsjóði.
02.02.2022 - 13:42
Hamingjuhreppur, Andabær, Gleðisveit, Vindbelgir...
Hamingjuhreppur, Andabær, Gleðisveit, Vindbelgir og Alþing eru meðal fjölda tillagna sem borist hafa að nafni á nýtt sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Á morgun rennur út frestur til að senda inn hugmynd að nafni.
Mánuður í kosningar um sameiningu í Skagafirði
Nú er mánuður þar til íbúar í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Formaður sameiningarnefndarinnar á von á góðri þátttöku í kosningunum.
Leitað að nafni á nýtt sveitarfélag
Í júní síðastliðnum samþykktu íbúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sameiningu sveitarfélaganna. Nafn hefur ekki verið ákveðið og er nú hafið ferli við val á heiti sameinaðs sveitarfélags.
17.01.2022 - 13:52
Kjósa um sameiningu í lok mars - íbúafundir næstu daga
Þrír íbúafundir hafa verið boðaðir í þessari viku til að kynna og ræða fyrirhugaða sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps. Áætlað er að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok mars.
Norðurþing býður Tjörnesingum til sameiningarviðræðna
Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að bjóða Tjörneshreppi til formlegra sameiningarviðræðna. Oddviti Tjörneshrepps segir ekki raunhæft að kosið verði um sameiningu í vor.
14.12.2021 - 11:46
Helgafellssveit og Stykkishólmsbær stefna að sameiningu
Nágrannasveitarfélögin Stykkishólmsbær og Helgafellssveit hefja nú formlegar sameiningarviðræður. Stefnt er að íbúakosningu um sameiningu sveitarfélaganna í mars á næsta ári.