Færslur: Sameining sveitarfélaga

Fá 1200 milljónir frá ríkinu við sameiningu
Ef Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær og Súðavík sameinast greiðir ríkið sameinuðu sveitarfélagi 1.2 milljarða króna. Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir að það sé skylda sveitarstjórna á Vestfjörðum að vinna betur saman. Umtalsverðir fjármunir séu í húfi.
Stjórnsýsla sameinaðs sveitarfélags verði á Skagaströnd
Fulltrúar Sveitarfélagsins Skagastrandar, í nefnd um sameningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, telja að stjórnsýslan eigi að vera á Skagaströnd komi til sameiningar. Sameiningarnefndin hefur lagt til að hafnar verði formlegar sameiningarviðræður.
09.10.2020 - 14:10
Ræða möguleika á frekara samstarfi eða sameiningu
Sveitarfélög við Eyjafjörð ræða um þessar mundir saman um hvaða möguleikar felist í frekara samstarfi eða sameiningu. Sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps segir afar mikilvægt að koma fram sem sterk heild. Gott samtal skipti miklu máli hvort sem það leiði til sameiningar eða ekki.
Niðurstöður liggja fyrir í Múlaþingi
Niðurstöður kosninga til sveitarstjórnar og heimastjórna í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi lágu fyrir skömmu eftir miðnætti.
70% vilja skoða sameiningu á höfuðborgarsvæðinu
Sjö af hverjum tíu íbúum á höfuðborgarsvæðinu telja að sameina megi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og flestir þeirra vilja að þau sameinist í eitt sveitarfélag. Mesta fylgið við sameininguna er í Reykjavík og minnst í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í könnun sem Fréttablaðið lét gera meðal íbúa á svæðinu og birt er í blaðinu í dag.
Fresta kvörðun um formlegar sameiningarviðræður
Ákvörðun um það hvort hefja skuli formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu verður tekin í september. Áður var gert ráð fyrir sveitarstjórnir tækju ákvörðun í apríl eða maí.
27.04.2020 - 16:21
Drekabyggð á meðal sex tillagna um nafn fyrir austan
Austurþing, Austurþinghá, Múlabyggð, Múlaþing, Múlaþinghá og Drekabyggð eru þau nöfn sem íbúar í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi munu velja á milli 18. apríl. Undirbúningsstjórn sameiningar bætti við heitinu Drekabyggð en Örnefnanefnd lagðist gegn því.
Framboðslisti Austurlistans í nýju sveitarfélagi
Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, leiðir Austurlistann í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps. Kosið verður til sveitarstjórnar 18. apríl.
VG birtir framboðslista í sameinuðu sveitarfélagi
Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og sérfræðingur í loftslagsmálum, leiðir framboðslista Vinstri grænna í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Drekabyggð, Austurþing og Múlaþinghá meðal tillagna
Austur- eða Drekabyggð, Eystraþing eða Múlaþinghá og sveitarfélagið Austri eru meðal tillagna nafnanefndar að nýju nafni sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. 17 tillögur hafa verið sendar til örnefnanefndar til umsagnar. Íbúar kjósa um þrjár til fimm samhliða sveitarstjórnarkosningum í apríl sem verður leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn. 
Listi Sjálfstæðisflokks í sameinuðu sveitarfélagi
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, leiðir framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Kosið verður til sveitarstjórnar 18. apríl.
Myndskeið
Eitt af tólf sveitarfélögum undirbýr sameiningu
Aðeins eitt af tólf sveitarfélögum sem uppfylla ekki skilyrði um lágmarksíbúafjölda innan tveggja ára hefur hafið undirbúning sameiningar en Alþingi samþykkti í gær að lágmarksíbúafjöldi verði 250 innan tveggja ára Tilvist minnstu sveitarfélaganna á eftir að ganga út á sameiningar, að sögn Braga Þórs Thoroddssen, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. 
30.01.2020 - 20:03
Sumir þingmenn misskilja málið
Sumir þingmenn virðast hafa misskilið málið að nokkru leyti, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórarráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun þegar hann var spurður út í þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Tillagan var samþykkt á Alþingi í gær en þrír stjórnarþingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Einn þeirra kallar tillöguna ofbeldi.
Hvernig yrðu sameinaðir Vestfirðir?
Á Vestfjörðum eru níu sveitarfélög, þar af er einungis Ísafjarðarbær með yfir þúsund íbúa. Ef þingsályktunartillaga sveitarstjórnarráðherra um málefni sveitarfélaga sem gerir ráð fyrir þúsund íbúa lágmarki er samþykkt verða öll hin sveitarfélögin á kjálkanum að leita til sameininga. Þar af eru þrjú sveitarfélög sem ná ekki 250 íbúum og yrðu því að sameinast fyrir næstu almennu sveitarstjórnarkosningar 2022. Það eru Súðavíkurhreppur, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur.
Fréttaskýring
Um hvað er kosið á Austurlandi um helgina?
Kosið verður um sam­ein­ingu Fljóts­dals­hér­aðs, Seyð­is­fjarð­ar, Borg­ar­fjarðar eystri og Djúpa­vogs á laugardag. Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi og með tæplega fimm þúsund íbúa. Rúmlega 3.500 eru á kjörskrá í sveitarfélögunum fjórum. En hver eru stóru málin í kosningunum?
Vill austfirska samstöðu á Vestfirði
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði, kallar eftir aukinni samstöðu meðal íbúa á Vestfjörðum um sameiningar sveitarfélaga.
Sameining á Austurlandi
Bjartsýnn á að Öxi verði boðin út á næsta ári
Aðeins rúmar tvær vikur eru þar til íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi kjósa um sameiningu. Fram kom á íbúafundi á Djúpavogi í vikunni að áform um þvingaðar sameiningar gætu hvatt sveitarfélög til viðræðna. Minni sveitarfélög séu mögulega í betri stöðu ef kosið er um sameininguna. Þá telja sveitarstjórnarmenn að sameiningin hjálpi til við að ná fram samgöngubótum.
Tilgangurinn að efla sjálfbærni sveitarfélaga
Umdeildasta aðgerðin í þingsályktunartillögu um áætlun í málefnum sveitarfélaga er ákvæðið um lágmarksfjölda íbúa, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem mætti nokkurri mótstöðu þegar hann mælti fyrir þingsályktunartillögu um sveitarfélög á Alþingi í morgun.
Segir sameiningu óumflýjanlega
Oddviti Tjörneshrepps telur að sveitarfélagið geti staðið á eigin fótum án þess að sameinast öðru sveitarfélagi. Það séu hlunnindi fólgin í því að búa í litlu samfélagi en örlög hreppsins séu ráðin, sameining sé óumflýjanleg.
26.09.2019 - 06:29
Tjörneshreppur segir sig úr SÍS og Eyþingi
Tjörneshreppur hefur sagt sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Eyþingi. Hreppurinn er þar með eina sveitarfélag landsins sem stendur utan Sambands sveitarfélaga. Varaoddviti Tjörneshrepps segir úrsögnina mótmæli við þingsályktun um þúsund manna lágmark í hverju sveitarfélagi.
Akranes vill sameinast Hvalfjarðarsveit
Ólafur Adolfsson, fulltrúi í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar, bauð Hvalfjarðarsveit til sameiningarviðræðna á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir helgi. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri, segir samband sveitarfélaganna mjög gott og að Akranes sé jákvætt fyrir sameiningu. Þó standa engar sameiningarviðræður yfir.
10.09.2019 - 14:48
Sameining ekki allstaðar galdralausn
Sveitarstjórinn í Grýtubakkahreppi segir að stærri sveitarfélög séu að ákveða hvað sé þeim minni fyrir bestu með þingsályktunartillögu sem samþykkt var á aukalandsþingi Sambands sveitarfélaga fyrir helgi. Jaðarsvæði eigi undir högg að sækja. Sameining muni ekki breyta því.
Sameiningarstyrkur ofáætlaður um 140 milljónir
Áætlaður sameiningarstyrkur til fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi var ofáætlaður um 140 milljónir í sameiningarskýrslu. Formaður sameiningarnefndar segir þetta ekki ráða úrslitum og endanleg upphæð ráðist af stöðu sveitarfélaganna um næstu áramót.
09.09.2019 - 13:01
Ætla að fjölga íbúum í stað þess að sameinast
Bolungarvík stefnir að því að fjölga íbúðum til þess að ná lágmarksíbúafjölda, í stað í þess að sameinast öðrum sveitarfélögum. Sveitarstjórnarráðherra ætlar að leggja til að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi verði þúsund árið 2026. Í Bolungarvík búa nú um 950 manns.
Tækifæri í víðfeðmasta sveitarfélagi landsins
Oddvitar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps segja fjölda tækifæra felast í sameiningu sveitarfélaganna. Það verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins. Íbúar fá að kjósa um sameiningu að loknum viðræðum.