Færslur: Sala Íslandsbanka

Skýrslu Ríkisendurskoðanda um bankasölu seinkar
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður ekki tilbúin fyrir lok þessa mánaðar, eins og upphaflega var áætlað.
Býst við skýrslu Ríkisendurskoðanda í lok mánaðar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti á Alþingi í kvöld samkvæmt hefðinni fyrir tillögu sinni um frestun á fundum Alþingis fram í september. Forsætisráðherra minnti þó þingheim á að hún muni leita atbeina forseta Íslands til að kalla þing saman þegar úttekt Ríkisendurskoðanda á bankasölunni verði kynnt en skýrslan sé áætluð í lok júní.
Myndskeið
„Mun bara halda áfram að selja undan okkur eigur okkar“
Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til þess að mótmæla sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka.
30.04.2022 - 15:50
Sigurður Ingi svekktur út í sjálfan sig vegna bankasölu
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra segir framkvæmdina við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafa mistekist og hann sé svekktur út í sjálfan sig að hafa ekki áttað sig á því fyrr.
29.04.2022 - 11:00
Bjarni mætir á fund fjárlaganefndar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mætir á fund fjárlaganefndar Alþingis á föstudag. Þangað kemur hann ásamt fjórum starfsmönnum ráðuneytisins til að ræða sölu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka.
Bankasýslan: Hefði mátt kynna fyrirkomulagið betur
Bankasýsla ríkisins telur að betur hefði mátt standa að kynningu til almennings á sölufyrirkomulaginu á Íslandsbanka, miðað við umræður virðist ekki hafa ríkt skilningur á því hjá almenningi. Þá sé öll umræða um litla fjárfesta órökrétt.
26.04.2022 - 21:52
Mynd með færslu
Í BEINNI
Katrín svarar fyrir bankasöluna í sérstakri umræðu
Umræðu um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka er hvergi nærri lokið og stjórnarandstaðan á Alþingi kallar enn eftir skýrum svörum. Þingfundur stóð á Alþingi til klukkan rúmlega hálfþrjú í nótt og við upphaf þingfundar klukkan hálf tvö í dag héldu þingmenn stjórnarandstöðunnar áfram að minna á kröfur sínar um rannsóknarnefnd Alþingis um Íslandsbankasöluna.
26.04.2022 - 16:05
Ráðherrar „hlustuðu á viðvaranir en aðhöfðust ekkert“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra varaði forsætis- og fjármálaráðherra við útboðsleiðinni í sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka en ekki almenning, sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar á Alþingi í dag.
26.04.2022 - 15:50
Ræddu bankasöluna í þingsal til hálf þrjú í nótt
Þingfundur stóð á Alþingi til klukkan rúmlega hálf þrjú í nótt þegar umræðu um munnlega skýrslu fjármálaráðherra um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk. Fundur hófst klukkan þrjú í gær.
26.04.2022 - 08:24
Mynd með færslu
Í BEINNI
Bjarni flytur skýrslu um söluna á Íslandsbanka
Fundur hófst á Alþingi núna klukkan þrjú og verður að teljast afar líklegt að fátt annað komist að en salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
25.04.2022 - 15:22
Ríkisstjórnin stödd í miðjum hvirfilbyl
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir að sú gagnrýni sem komið hefur fram vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka muni reyna enn frekar á stjórnarsamstarfið. Ríkisstjórnin sé nú stödd í miðjum hvirfilbyl og að lítið þurfi til að slitni upp úr. 
24.04.2022 - 13:32
„Algjörlega fyrirséð“ að einhverjir myndu selja strax
Það kom fjármálaráðherra á óvart hversu lítinn hlut sumir aðilar keyptu í lokuðu útboði á bréfum ríkisins í Íslandsbanka. Aftur á móti hafi verið fyrirséð að hluti kaupenda myndu selja bréfin strax.
Bjarni hefur litlar áhyggjur af mótmælum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að ráðamenn hlusti á þjóðina. Fámennur hópur mótmælti sölu ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbankakom fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun, þar sem ríkisstjórnin sat á fundi.
22.04.2022 - 12:33
Mótmæltu fyrir utan Ráðherrabústaðinn
Fólk sem er ósátt við söluna á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði mótmælti við Ráðherrabústaðinn í Reykjavík í morgun meðan á ríkisstjórnarfundi stóð.
Sjónvarpsfrétt
Þurfum öll að líta í eigin barm
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir ríkisstjórnina sýna pólitíska ábyrgð með því að fela Ríkisendurskoðun gera úttekt á sölu Íslandsbanka. Ríkisstjórnin þurfi að líta í eigin barm og læra af málinu.
Morgunútvarpið
Í besta falli ósanngjarnt og í versta falli mjög rangt
Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir óskiljanlegt að Bankasýsla ríkisins hafi ekki viljað birta lista yfir kaupendur sem tóku þátt í útboði á sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka. Fjármálaráðherra fór síðan gegn ráðleggingum Bankasýslunnar og birti listann.
Segja ráðherra ekki geta skotið sér undan ábyrgð
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að ráðamenn geti ekki skotið sér undan ábyrgð á sölu Íslandsbanka með því að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Enn sé margt óljóst í því ferli.
Viðtal
Ekki tilefni til stjórnarslita né að ráðherra víki
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, vill bíða niðurstöðu úttektar Ríkisendurskoðunar á sölu Íslandsbanka, áður en ráðist verður í frekari rannsókn á söluferlinu. Hún segir ekki tilefni til þess að fjármálaráðherra víki vegna málsins.
19.04.2022 - 12:48
Bankasýslan heldur eftir söluþóknun vegna rannsóknar
Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart þeim sem falið var að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stofnunin mun að óbreyttu ekki greiða umsamda söluþóknum í tilvikum þar sem ágallar voru við söluna. Fram hefur komið að Fjármálaeftirlitið hafi það til skoðunar og er niðurstöðu að vænta innan fárra vikna.
19.04.2022 - 12:37
Bankasýslan verður lögð niður
Ríkisstjórnin mun leggja til að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og nýtt fyrirkomulag innleitt til að halda utan um eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Frumvarp þess efnis verður lagt fram á Alþingi á næstunni.
Enginn ríkisstjórnarfundur í dag
Ríkisstjórnin fundar ekki í dag, en alla jafna eru ríkisstjórnarfundir haldnir þriðjudaga og föstudaga. Síðast var ríkisstjórnarfundur fyrir ellefu dögum, þann 8. apríl. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, veitir fréttastofu viðtal fyrir hádegið í dag.
19.04.2022 - 09:58
Þekkt aðferð til að stýra umræðunni að neita viðtölum
Ráðherrar hafa lítið eða ekkert gefið kost á viðbrögðum við stórum málum sem dynja á ríkisstjórninni þessa dagana. Stjórnmálafræðingur segir að það sé þekkt aðferð til að reyna að stýra umræðunni. Ljóst sé að ekki ríki sama sátt á stjórnarheimilinu og áður. 
Um 15 af 60 sem ekki eru á hluthafalista búnir að selja
60 fjárfestar sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka í lokuðu útboði eru ekki á hluthafalistanum í dag. Af gögnum Bankasýslu ríkisins má ráða að um fjórðungur þeirra hafi selt sinn hlut. Auk þess hafa 34 selt hluta af bréfunum sem þeir keyptu.
14.04.2022 - 12:39
Ekki ætlunin að skammtímafjárfestar hagnist á ríkiseign
Lífeyrissjóðir hafa keypt hlutabréf í Íslandsbanka fyrir marga milljarða króna síðustu daga. Flestir erlendu sjóðirnir sem fengu að kaupa hlutabréf á tilboðsverði hafa þegar selt þau öll, með gróða, hugsanlega til lífeyrissjóða.
13.04.2022 - 19:17
Ríkisendurskoðun tekin til við könnun
Starfsmenn Ríkisendurskoðunar eru teknir til við að safna saman gögnum og upplýsingum um útboðið á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Guðmundur Björgvin Helgason, starfandi ríkisendurskoðandi, segir að í fyrstu snúi skoðunin fyrst og fremst að hlutverki og framkvæmd ríkisaðila.