Færslur: Sala Íslandsbanka

Eignarhlutur ríkisins 20 milljörðum verðmætari
Hlutur ríkisins í Íslandsbanka er 20 milljörðum verðmætari eftir mikla verðhækkun á markaði í gær. Hlutabréf hækkuðu lítillega í morgun en of snemmt er að segja til um hvort verðlagning í hlutafjárútboði var of lág. Íslandsbanki birti í morgun lista yfir stærstu hluthafa bankans.
Íslandsbanki birtir hluthafalistann
Erlendir sjóðir og íslenskir lífeyrissjóðir eru áberandi á lista yfir stærstu hluthafa í Íslandsbanka. Viðskipti með bréf í bankanum hófust í gær og hækkuðu bréfin um 20 prósent frá útboðsgengi.
Frábær þátttaka segir stjórnarformaður Bankasýslunnar
Íslenska ríkið fær rúma 55 milljarða króna fyrir sölu á 35 prósenta hlut í Íslandsbanka í útboðinu sem lauk í gær. Margföld umframeftirspurn var í útboðinu eða 486 milljarðar króna.
Erlendir sjóðir skuldbinda sig til kaupa í Íslandsbanka
Hlutafjárútboð Íslandsbanka hófst klukkan níu í morgun, en það nær að hámarki til 35% af hlutafé bankans. Í tilkynningu á vef bankans segir að áætlað markaðsvirði hans í kjölfar útboðsins sé 150 milljarðar króna.
Áform um hlutafjárútboð og Kauphallarskráningu staðfest
Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð bankans fyrir lok júní. Útboðið nær til að lágmarki 25% af útgefnu og útistandandi hlutafé bankans og í kjölfarið verða öll hlutabréf Íslandsbanka skráð í Kauphöllina. 
JP Morgan, Citi og Íslandsbanki annast söluna
Bankasýsla ríkisins hefur ráðið þrjá leiðandi umsjónaraðila og söluráðgjafa vegna alþjóðlegs frumútboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka hf.
19.03.2021 - 14:05
24 fyrirtæki sækjast eftir að koma að sölu Íslandsbanka
Alls 24 bankar eða fjármálafyrirtæki sóttu um að vera sjálfstæður fjármálaráðgjafi eða söluráðgjafi Bankasýslu ríkisins við alþjóðlegt frumútboð á eignarhlutum í Íslandsbanka. Frestur til þess að skila inn yfirlýsingu um áhuga á þátttöku rann út í dag. 14 erlend fyrirtæki eru meðal bjóðenda.
12.02.2021 - 19:17
ASÍ: Innan við fjórðungur landsmanna styður bankasölu
Innan við fjórðungur landsmanna er hlynntur sölu Íslandsbanka og stuðningurinn er langmestur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Rúmlega helmingur landsmanna er andvígur sölunni. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir ASÍ. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að könnunin sýni skýrt að almenningur sé ekki hlynntur sölunni.