Færslur: Sádí-Arabía

Bandaríkjastjórn vill tryggja krónprins friðhelgi
Bandaríkjaforseti lítur svo á að krónprins Sádi-Arabíu skuli njóta friðhelgi fyrir málsóknum vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi í Tyrklandi fyrir fjórum árum.
Óduldar hótanir Írana í garð nágrannaríkjanna
Írönsk stjórnvöld hafa í hótunum við nágrannaríki sín og vara við alvarlegum afleiðingum hvers kyns athafna sem veiki og dragi úr stöðugleika landsins. Ekkert útlit er fyrir endalok umfangsmikilla mótmæla gegn klerkastjórninni.
10.11.2022 - 16:00
Pyntaður og fangelsaður vegna gagnrýni á stjórnvöld
Bandarískur ríkisborgari var handtekinn í Sádí-Arabíu, pyntaður og dæmdur til 16 ára fangelsis. Ástæðan er gagnrýnið innihald nokkurra tísta á Twitter, sem hann skrifaði meðan hann var enn í Bandaríkjunum.
Vopnahléi lokið í Jemen
Sex mánaða vopnahléi í Jemen er lokið, án framlengingar. Sameinuðu Þjóðirnar hvetja fólk til þess að halda ró sinni; samningaviðræður haldi áfram. 
Kanslari og prins ræddu orkuviðskipti og mannréttindi
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, er á ferð um miðausturlönd þar sem hann vonast til að komast að samkomulagi um kaup á jarðgasi. Hann ræddi hvort tveggja viðskipti og mannréttindi við leiðtoga Sádí-Arabíu í gær.
Ráðamenn Tyrklands og Ísraels ræða saman
Yair Lapid, forsætisáðherra Ísraels, leitaði í gær fulltingis Receps Tayyips Erdogans, forseta Tyrklands, við að fá ísraelska borgara leysta úr haldi palestínskra vígasveita Hamas. Heldur hefur dregið úr spennu milli ríkjanna undanfarið. Leiðtogarnir hittust í tenglsum við fund Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Truss þótti standa sig vel
Liz Truss þykir hafa staðið sig vel er hún stóð fyrir svörum í fyrsta sinn sem forsætisráðherra í neðri-málstofu breska þingsins. Skemmtanagildi fyrirspurnartímans þótti þó minna en þegar Boris Johnsons var forsætisráðherra. Þau Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, tókust mest á um skattamál en Truss staðfesti það sem hún sagði í kosningabaráttunni í Íhaldsflokknum að hún ætlaði að lækka skatta og örva efnahagslífið þannig.
Heimsglugginn
34 ára fangelsi fyrir tíst í Sádi-Arabíu
Ung sádiarabísk kona, Salma al-Shehab, hefur verið dæmd í 34 ára fangelsi í fyrir að endurtísta umfjöllun um mannréttindamál í Sádi-Arabíu. Al-Shebab var handtekin við komuna til landsins frá Bretlandi þar sem hún var í doktorsnámi við háskólann í Leeds. Al-Shebab, sem er 34 ára, gift og tveggja barna móðir, var fyrst dæmd í þriggja ára fangelsi en áfrýjunarréttur þyngdi dóminn mjög verulega.
Biden segist hafa rætt morð Kashoggis við Salman
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, er nú staddur í opinberri heimsókn í Jeddah Sádí-Arabíu, en honum hefur verið tíðrætt undanfarið um að bæta þurfti milliríkjasamskipti við Sáda. Hann hefur þó einnig í forsetatíð sinni farið hörðum orðum um að stjórnvöld í landinu hylmi yfir mannréttindabrot.
16.07.2022 - 01:14
Sádar opna lofthelgi sína fyrir Ísraelsmönnum
Stjórnvöld í Sádí-Arabíu tilkynntu í dag afléttingu á nær öllum takmörkunum í lofthelgi þeirra. Með því verður Ísraelsmönnum kleift að fljúga yfir landið á ný.
15.07.2022 - 02:40
Aftökum fjölgaði frá 2020 til 2021
Aftökum í löndum heims fjölgaði á síðasta ári um tuttugu prósent frá árinu áður. Þrátt fyrir það hafa skráðar aftökur ekki verið færri en þessi tvö ár frá árinu 2010. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International.
Eingöngu konur við stjórnvöl sádíarabískrar farþegaþotu
Fyrsta flugferð sádíarabísks flugfélags þar sem eingöngu konur eru við stjórnvölinn er að baki. Yfirvöld greindu frá þessu í dag og sögðu ferðina merkan áfanga til valdeflingar kvenna í konungdæminu sem þekkt er fyrir íhaldssemi.
22.05.2022 - 01:10
Hútar í Jemen íhuga framlengingu vopnahléssamnings
Uppreisnarmenn Húta í Jemen íhuga nú hvort þeir séu tilbúnir að framlengja vopnahléssamning þann sem Sameinuðu þjóðirnar komu á við stjórnvöld í landinu. Samningurinn tók gildi í byrjun apríl og var ætlað að gilda í tvo mánuði eða til 2. júní.
Olíufyrirtæki sádí-arabíska ríkisins malar gull
Hagnaður olíufyrirtækisins Saudi Aramco, sem er nær alfarið í eigu sádí-arabíska ríkisins, jókst um 82% á fyrsta ársfjórðungi yfirstandandi árs ef miðað er við sama ársfjórðung í fyrra.
15.05.2022 - 10:18
Salman konungur Sádí Arabíu á sjúkrahúsi
Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungur Sádi-Arabíu var lagður inn á sjúkrahús í gær af ótilgreindum ástæðum. Ríkisfréttamiðill konungdæmisins greindi frá þessu í morgun en allt kapp hefur verið lagt að þagga niður vangaveltur um bága heilsu konungsins sem tekinn er að reskjast.
08.05.2022 - 08:07
Leyfa milljón pílagríma til Mekka þetta árið
Stjórnvöld í Sádí Arabíu hyggjast leyfa milljón gestum að heimsækja Mekka á hadsjí, árlegri pílagrímshátið múslima. Pílagrímsferð til Mekka er einn af fimm meginstólpum Íslamstrúar. Hadsjí hefst 7. júlí og stendur til 12. júlí í ár.
09.04.2022 - 02:40
Réttarhöld vegna morðs Khashoggis flutt til Sádi-Arabíu
Málflutningi lýkur senn í Tyrklandi yfir 26 mönnum sem grunaðir eru um að hafa banað blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Enginn sakborninga er viðstaddur réttarhöldin sem verða færð til Riyadh, höfuðborgar Sádi-Arabíu.
Tveggja mánaða vopnahlé boðað í Jemen
Stríðandi fylkingar borgarastyrjaldarinnar í Jemen hafa sæst á tveggja mánaða vopnahlé sem tekur gildi á morgun, laugardag. Vonir standa til að nú sjái fyrir endann á langvinnri og blóðugri borgarastyrjöld í landinu.
01.04.2022 - 17:25
Fimm starfsmönnum Sameinuðu Þjóðanna rænt í Jemen
Fimm starfsmenn Sameinuðu þjóðanna voru numdir á brott í suðurhluta Jemen á föstudaginn. Ekki er vitað hverjir standa að baki mannráninu en fólkið var statt í sjálfsstjórnarhéraðinu Abyan á leið til hafnarborgarinnar Aden.
14.02.2022 - 01:10
Prinsessu sleppt úr haldi eftir nærri 3 ára fangelsi
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sleppt prinsessunni Basmah bint Saud og dóttur hennar úr haldi. Prinsessan hefur verið talsmaður kvenréttinda og takmörkunar á valdi konungsfjölskyldunnar.
08.01.2022 - 22:07
Heimskviður
Bin Salman, blóð, peningar og Newcastle United
Ímyndaðu þér tilfinninguna. Þú hefur haldið með einu ákveðnu fótboltaliði, alla ævi. Ár eftir ár kaupirðu ársmiða á alla heimaleikina, og ferðast hundruð kílómetra í útileiki, og jafnvel til útlanda, til að horfa á liðið þitt spila. Liðið, sem hefur allan þennan tíma, alla þína hunds- og kattartíð, ekki getað neitt. Allavega ekki unnið neina titla, þótt inn á milli eigi það góða spretti. En þrátt fyrir vonbrigðin elskarðu ekkert heitar.
19.10.2021 - 08:30
Ríki kaupir fótboltalið
Félag tengt krónprinsi Sádí-Arabíu og einum auðugasti maður veraldar, Mohammed bin Salman, er við það að festa kaup á hinu fornfræga knattspyrnuliði Newcastle United á Englandi.
Fréttaskýring
Hverjir eru þeir þessir talibanar?
Uppgangur afgönsku talibanahreyfingarinnar hófst á tíunda áratugnum og lyktaði með því að stærstur hluti Afganistan féll undir stjórn hennar. Talibanar voru hraktir frá völdum í aldarbyrjun en sækja nú mjög í sig veðrið að nýju.
200 milljarðar í „íþróttaþvott“ Sádí-Araba
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa varið andvirði hátt í tvö hundruð milljarða króna í íþróttaviðburði og auglýsingasamninga til að bæta ímynd sína og draga athyglina frá mannréttindabrotum. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum mannréttindasamtakanna Grant Liberty.
28.03.2021 - 18:11

Mest lesið