Færslur: rúv núll efni

Tónleikar
Ískaldar kveðjur frá Kælunni
Næstu sex föstudaga fylgja þáttaröðinni Undirtónum glænýjar tónleikaupptökur frá þeim hljómsveitum sem fjallað er um í þáttunum. Fyrsta sveit til að stíga á stokk er Kælan mikla.
30.10.2020 - 14:26
Undirtónar
Seldu dauðan fisk á fyrstu tónleikunum
Þær kynntust í Menntaskólanum við Hamrahlíð en eftir að hafa tekið þátt í ljóðaslammi Borgarbókasafnsins urðu þær að hljómsveit. Þær hafa á fjórum árum gefið út fjórar breiðskífur og vinna um þessar mundir að sinni fimmtu með Barða Jóhannssyni sem oft er kenndur við Bang Gang. Kælan mikla eru fyrstu gestir nýrrar þáttaraðar sem ber heitið Undirtónar.
29.10.2020 - 13:38
Daði á sér uppáhald í breskum raunveruleikaþætti
Lag Daða og Gagnamagnsins hefur heldur betur slegið í gegn út um allan heim. Á laugardaginn hefst ný þáttaröð af raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing á BBC og eitt dansparið dansar við lagið Think About Things í fyrsta þætti.
22.10.2020 - 10:51
Sjálfsfróun mikilvæg til að læra á sjálft sig
Fólki getur fundist vandræðalegt að tala um kynlíf. Sumum finnst betra að ræða það við foreldra sína en öðrum betra að læra um það í skólanum. Í þessu innslagi fjalla Katrín og Unnsteinn um kynlíf, sjálfsfróun og kynsjúkdóma.
22.10.2020 - 09:03
Fólk er rosalega fljótt að dæma
Öll eigum við okkur leyndarmál. Við erum ein manneskja á Laugaveginum, önnur á Facebook og svo kannski enn önnur manneskja í svefnherberginu.
21.10.2020 - 14:43
Kynlíf er bara kynlíf ef báðir vilja taka þátt
Þættirnir Hæpið hófu göngu sína árið 2014. Í fyrstu seríu var kafað ofan í tilhugalíf ungs fólks. Umsjónarmenn þáttana eru þau Unnsteinn Manuel Stefánsson og Katrín Ásmundsdóttir. Í þessu innslagi er rætt um klám, það skoðað og talað um samþykki.
21.10.2020 - 09:27
Fólk við ýmis störf þegar jarðskjálftinn reið yfir
Flestir á höfuðborgarsvæðinu fundu fyrir stóra jarðskjálftanum á öðrum tímanum í dag sem talinn er hafa verið 5,6 að stærð. Myndbandsupptökur náðust af nokkrum þegar jarðskjálftinn reið yfir.
20.10.2020 - 15:32
Lagið um það sem er samkomubannað
Í fyrstu bylgju faraldursins flutti Sigurður Guðmundsson nýjan texta Braga Valdimars Skúlasonar við lagið um það sem er bannað í umræðuþætti um COVID-19 þar sem lögð var áhersla á börn og ungmenni. Textinn á jafn vel við núna og þá.
20.10.2020 - 09:18
Djúpfalsanir svo fullkomnar að erfitt er að sjá muninn
Í myndböndum á Youtube má sjá Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta tala um hvað djúpfalsanir eru hættulegar. Aldrei hafa þó verið gerðar slíkar upptökur af honum. Guðmundur Jóhannsson útskýrir djúpfalsanir í Nýjustu tækni og vísindum.
19.10.2020 - 14:33
39 er fjöldi sjálfsvíga á síðasta ári
Landssamtökin Geðhjálp skora á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Geðhjálp hefur hafið undirskriftasöfnun í samstarfi við Píeta samtökin. Átakið kallast 39 sem vísar til fjölda sjálfsvíga á síðasta ári. Það er einnig meðaltal sjálfsvíga á ári síðustu tíu ár.
16.10.2020 - 13:35
Fram á við
Maður er alltaf að eltast við þessa sömu tilfinningu
Viktor Thulin Margeirsson stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki þegar hann var aðeins 17 ára. Í dag vinnur hann að fyrirtækinu Mynto sem hann stofnaði ásamt vinum sínum. Jafet Máni spjallaði við Viktor Thulin í hlaðvarpinu Fram á við.
15.10.2020 - 14:09
4 atriði í Ráðherranum sem gátu orðið kynlífsatriði
Þetta er ekki rétti tíminn til að afneita tilfinningum sínum og löngunum. Það er hellingur af kynlífi í Ráðherranum en það gæti verið meira.
15.10.2020 - 12:07
Fókusa á trans og kynsegin fólk í kvikmyndagerð
RVK Feminist Film Festival verður haldin í annað sinn 14.-17. janúar 2021. Lögð verður áhersla á hinsegin málefni og hinsegin fólk í kvikmyndagerð. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í stuttmyndakeppni hátíðarinnar og allar konur geta sótt um að taka þátt.
„Er kallinn bara kominn úr skápnum?“
Árið 2018 deildu 365 strákar persónulegri reynslu sinni á Twitter undir myllumerkinu #karlmennskan og sögðu frá því hvernig staðalímyndir um karlmennsku komu í veg fyrir tækifæri í lífinu og hamingju. Þorsteinn V. Einarsson, forsprakki byltingarinnar, segist hann sjálfur hafa verið hluti af vandamálinu þar til hann setti á sig naglalakk og fékk hugljómun.
05.10.2020 - 15:15
Fram á við
Voru þolinmóð og eru því á þessum stað í dag
Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir stofnaði fyrirtækið Maikai Reykjavík ásamt Ágústi Frey Halldórssyni, kærasta sínum. Jafet Máni spjallaði við Elísabetu Mettu í hlaðvarpinu Fram á við.
01.10.2020 - 13:56
Dans stór partur í myndbandinu hjá Kristínu Sesselju
Tónlistarkonan Kristín Sesselja birti í gærkvöldi tónlistarmyndband við nýjasta lagið sitt, sem ber heitið FUCKBOYS. Margt hæfileikafólk kom að gerð myndbandsins. Erlendur Sveinsson leikstýrði því, Anton Smári Gunnarsson tók upp og Hanna Björk Valsdóttir framleiddi.
25.09.2020 - 14:34
Til að jörðin lifi af verður að draga úr losun kolefnis
Hvað hefur heimurinn mikinn tíma til að bregðast við áður en óafturkræft loftslagsneyðarástand breytir tilveru manna eins og við þekkjum hana? Ný stafræn klukka var afhjúpuð á Union Square á Manhattan um helgina, sem segir okkur upp á sekúndu hvað við höfum langan tíma.
23.09.2020 - 10:45
Zendaya yngsti Emmy-verðlaunahafinn
Bandaríska leikkonan Zendaya er yngsti Emmy-verðlaunahafinn í ár, aðeins 24 ára gömul. Hún fékk verðlaun sem besta leikkona í dramahlutverk. Hún leikur Rue í þáttunum Euphoria.
21.09.2020 - 11:27
Handrit SKAM-þáttanna gefin út á bók
Norsku unglingaþættirnir SKAM vöktu mikla athygli þegar þeir voru frumsýndir árið 2015. Þættirnir fjölluðu um líf ungmenna sem voru að byrja í framhaldsskóla og fylgdu þeim út framhaldsskólagönguna. Nú hafa verið gefnar út bækur eftir þáttunum og þar má meðal annars lesa um atriði sem hætt var við að hafa í þáttunum.
18.09.2020 - 14:32
Krump og gleði sem margir munu tengja við
Um helgina fara hjólin aftur að snúast í leikhúsunum og þá verður sýningin Upphaf frumsýnd í Þjóðleikhúsinu. Sögusviðið er eftirpartý í Vesturbænum í Reykjavík. Fylgst er með Guðrúnu og Daníel, sem Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hilmar Guðjónsson leika, sem reyna að nálgast hvort annað eftir að síðustu gestirnir eru farnir.
17.09.2020 - 11:32
Leituðu eiginmanns Carole Baskin í auglýsingahléi
Kattakonan Carole Baskin, sem flestir kannast við úr heimildarþáttunum Tiger King, steig sinn fyrsta dans í raunveruleikaþáttinum Dancing with the Stars í gærkvöldi. Í auglýsingahléi eftir dansinn birtist auglýsing þar sem stjúpdætur Baskin óskuðu eftir aðstoð almennings við að finna fyrrverandi mann hennar sem þær grunar að hún hafi komið fyrir kattarnef.
Samfélagsmiðillinn Tiktok heldur sinn eigin tískumánuð
Í september eru venjulega haldar tískuvikur víða um heim en vegna COVID-19 hafa þær verið blásnar af. Samfélagsmiðillinn Tiktok ætlar að bregðast við því með því að halda tískusýningu á miðlinum allan september. Þannig geta fleiri fylgst með því hvað er nýjast í tískuheiminum.
14.09.2020 - 13:33
Próf: Hvernig morguntýpa ert þú?
Fólk er oft flokkað sem annað hvort A- eða B-týpa. Mikið hefur verið rætt um svefn undanfarið og einnig hvort breyta ætti klukkunni. Margir eru B-týpur en vilja vera A-týpur og öfugt. Taktu könnun og sjáðu hvaða týpa þú ert.
10.09.2020 - 14:28
Snyrtivörulína Selenu Gomez styður við andlega heilsu
Nýjasta útspil tónlistarkonunnar Selenu Gomez er snyrtivörulínan Rare Beauty. Markmiðið með línunni er að skora á fegurðarviðmið og reglur í samfélaginu en Gomez hefur tjáð sig opinskátt um áhrif slíkra viðmiða á andlega heilsu sína í gegnum tíðina.
09.09.2020 - 14:34
Stelpur filma miðar að því að rétta af kynjahlutfallið
Sjötíu stelpur í 8. og 9. bekk spreyta sig á kvikmyndagerð í kvikmyndasmiðjunni Stelpur filma! sem nú stendur yfir á vegum RIFF í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Smiðjan var fyrst haldin árið 2015 í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna á Íslandi.
09.09.2020 - 12:48