Færslur: rúv núll efni

Hugaðu að andlegri heilsu í samskiptafjarlægðinni
Hertar aðgerðir vegna Covid-19 geta nú, eins og áður, haft mikil áhrif á andlega líðan. Í samkomubanninu í vor komu fulltrúar frá Geðfræðslufélaginu Hugrúnu í heimsókn í Núllstillinguna og gáfu góð ráð sem tilvalið er að rifja upp núna þegar viðhalda þarf samskiptafjarlægð og margir stærri viðburðir hafa verið blásnir af.
05.08.2020 - 11:37
Sjónræn plata Beyoncé upphefur sögu og menningu svartra
Sjónræn plata söngkonunnar Beyoncé, Black is King, var frumsýnd á Disney+ 31. júlí. Myndin er heilmikið sjónarspil sem fagnar afrískri menningu, kynnir sögu og hefðir svartra og er þannig vel tímasett inn í mótmæli og réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum sem hefur verið fyrirferðamikil síðustu mánuði eftir morðið á George Floyd.
04.08.2020 - 16:26
Franskar í öll mál þegar hann túrar um heiminn
Jón Már Ásbjörnsson er 29 ára Akureyringur sem flutti til Reykjavíkur með stóra drauma. Í dag starfar hann sem útvarpsmaður á X-inu og er söngvari í hljómsveitinni Une Misere. Gunnar Ingi Jones spjallaði við Jón í hlaðvarpinu Þungarokk og þungar lyftur, um hvernig maður á að halda sér í formi þegar maður er að túra, vegan mataræði, stöðuna á þungarokki á Íslandi og andlegt jafnvægi.
04.08.2020 - 14:02
Myndband
Okkur fannst þetta vera næsta skref fyrir okkur
Tvíeykið Ra:tio gaf út plötuna DANS í gær. DANS er fyrsta poppplata sinnar tegundar, sem gefin er út hér á landi, með pródúsera og lagahöfunda í forgrunni.
01.08.2020 - 09:02
 · rúv núll efni · RÚV núll · Ra:tio · Dans
Aðgengilegri tónlist en fólk heldur
Kammersveitin Elja, sem skipuð er ungu fólki á milli tvítugs og þrítugs, er um þessar mundir á flakki og stefna á að spila hringinn í kringum landið næstu vikuna. Sveitin spilar nýlega klassíska tónlist sem einn stofnandi sveitarinnar, Bjarni Frímann Bjarnason, segir aðgengilegri en fólk haldi.
Rannsaka vinnuumhverfið í þætti Ellen DeGeneres
Fjölmiðlafyrirtækið Warner Media hefur hafið rannsókn á vinnuumhverfinu á tökustað spjallþáttar Ellenar DeGeneres, The Ellen DeGeneres Show. Rannsóknin er gerð í kjölfar frásagna af slæmri reynslu starfsfólks af vinnustaðnum og meintu eitruðu andrúmslofti.
28.07.2020 - 13:55
Mér fannst ég ekki vera undir miklu álagi
Sonja Ólafsdóttir er stofnandi Crossfit Austur á Egilsstöðum en starfar í dag sem þjálfari hjá Granda 101. Í fyrra upplifði Sonja kulnun í starfi en einkenni þess var meðal annars að hún missti sjónina við akstur. Gunnar Ingi Jones spjallaði við Sonju í hlaðvarpinu Þungarokk og þungar lyftur, um funcional fitness, kulnun í starfi, erfiðleikana við að hægja á sér og Gregg Glassman fyrrum eiganda Crossfit.
28.07.2020 - 11:45
Óvænt plata Taylor Swift fljót að setja met
Síðastliðinn föstudag gaf söngkonan Taylor Swift óvænt út plötuna folklore. Platan er áttunda stúdíó plata söngkonunnar og var ekki lengi að setja nokkur met og fá aðdáendur til að velta fyrir sér földum skilaboðum.
27.07.2020 - 14:30
Myndband
Eins sorglegt og þetta lag er þá er það mjög fallegt
Anya Shaddock, sem er átján ára, kom fram á Tónaflóði um landið í Neskaupstað síðasta föstudag. Anya kemur frá Fáskrúðsfirði og þótti gaman að koma fram og syngja á sínum heimaslóðum.
27.07.2020 - 10:43
10 ár frá því að hljómsveitin One Direction var stofnuð
Þann 25. mars 2015 tilkynnti strákahljómsveitin One Direction á Facebook-síðu sinni að þeir væru hættir. Í dag eru þó liðin 10 ár frá að hljómsveitin var stofnuð þegar þeir sungu lagið Torn í raunveruleikaþáttunum X Factor í Bretlandi.
23.07.2020 - 12:45
Stærsti hópur Skapandi sumarstarfa frá upphafi
Á morgun er lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Kópavogi. Þetta er fimtánda starfssumar Skapandi sumarstarfa. Á dagskránni er farandgallerý í bleikum ísskáp, útvarpsleikrit, tónlistargjörningar, myndlistarsýningar og margt fleira.
22.07.2020 - 12:37
Taylor Swift á tvífara í heimabæ sínum
Hjúkrunarfræðingur að nafni Ashley setti myndband á samfélagsmiðilinn Tiktok í vikunni. Þar segir hún að margir haldi að hún sé Taylor Swift. Þær eru virkilega líka og eru báðar búsettar í Nashville.
21.07.2020 - 14:16
Lagði skóna á hilluna og fór á fullt í lyftingar
Böðvar Tandri Reynisson er yfirþjálfari víkingaþreks í Mjölni. Hann hefur mikinn áhuga á heilsu og hreyfingu og er lúmskur þungarokkari. Gunnar Ingi Jones spjallaði við Böðvar í hlaðvarpinu Þungarokk og þungar lyftur, um vellíðan í líkamsrækt, hvernig hann byrjaði að lyfta og þegar hann fékk æxli.
Tískubransinn færist nær stafrænni framtíð
Tískusýningar í sýndarveruleika og módel sem eru bara til á netinu gætu verið framtíðin í tískubransanum. Heimsfaraldur og reglur um samskiptafjarlægð hafa opnað nýjar dyr og nýja möguleika þegar kemur að tískusýningum, sem hafa haldist að mestu leyti óbreyttar í nær fimmtíu ár.
16.07.2020 - 12:51
Rivera notaði síðustu kraftana til að bjarga syni sínum
Leikkonan Naya Rivera, sem þekktust er fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum Glee, fannst látin í gær. Hún drukknaði í Piru-vatni í Kaliforníu. Leit hafði staðið yfir í sex daga eða eftir að sonur hennar fannst einn á báti úti á vatninu. Samstarfsfólk og meðleikarar Riveru hafa minnst hennar á samfélagsmiðlum í dag.
14.07.2020 - 14:48
Líkaminn eins og tyggjóklessa með nokkrum beinum í
Sunna Ben er plötusnúður, ljósmyndari, heilsugúrú, einkaþjálfari, myndlistarkona og margt fleira. Sunna ræðir um að byrja aftur í ræktinni eftir meðgöngu, veganisma, Marilyn Manson og plötusnúðarferilinn í hlaðvarpinu Þungarokk og þungar lyftur þar sem Gunnar Ingi Jones fjallar um mörkin milli rokktónlistar og kraftlyftinga.
Morgunútvarpið
Veitir útrás fyrir sterkar skoðanir á Instagram
Egg og beikon er versti morgunmaturinn, það nennir enginn að heyra hvað þig dreymdi og það er ekkert nema sýndarmennska að borða ostrur, eru meðal þeirra skoðana sem er að finna á Instagramreikningnum Sterkar skoðanir sem hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið.
13.07.2020 - 11:33
Myndband
Fyrsta íslenska konan sem fær svarta beltið í jiu-jitsu
Inga Birna Ársælsdóttir varð á dögunum fyrst kvenna á Íslandi til að hljóta svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. Hún byrjaði að æfa íþróttina fyrir níu árum síðan og starfar við hana í dag.
11.07.2020 - 08:58
Myrku hliðar gleðiþáttanna Glee
Sjónvarpsþættirnir Glee nutu mikilla vinsælda á árunum 2009-2015. Þættirnir fjalla um söngelska unglinga í sýningarkór (e. show choir) Willam McKinley menntaskólans. Þættirnir voru lofaðir fyrir fjölbreytni, tóku á málefnum hinsegin fólks, svartra og litaðra auk allra þeirra vandamála sem ungt fólk þarf að takast á við á unglingsárunum. Það virðist hins vegar hvíla bölvun á þáttunum, eða í það minnsta þeim leikurum sem tóku þátt í þeim.
10.07.2020 - 10:52
Harry Styles svæfir þig með sögu fyrir svefninn
Nú getur þú hlustað á ljúfa rödd söngvarans Harry Styles lesa sögu fyrir svefninn. Söguna les Styles í samvinnu við hugleiðsluforritið Calm, sem margir nýta til að slaka á og róa sig fyrir svefninn.
09.07.2020 - 10:57
Viðtal
Vilja að komandi kynslóðir þekki Góðar fréttir
Bjarki Steinn Pétursson og Saga Ýr Nazari eru stofnendur fréttamiðilsins, Góðar fréttir. Þau ætla einungis að einblína á jákvæðar fréttir bæði innan- og utanlands. Þau hafa fengið mikið af góðu fólki með sér í lið sem vinnur nú að fyrsta tölublaði sem von er á í september.
08.07.2020 - 16:06
Mynd af palestínsku vegabréfi fjarlægð af Instagram
Fyrirsætan Bella Hadid hefur látið samfélagsmiðilinn Instagram heyra það eftir að miðillinn ritskoðaði og fjarlægði mynd af palestínsku vegabréfi föður hennar sem hún birti fyrr í vikunni.
08.07.2020 - 15:02
Stjörnum prýtt hlaðvarp fer yfir sögu The Office
Hlaðvarpsþættir um gamanþættina The Office eru væntanlegir á Spotify 14. júlí. Brian Baumgartner, betur þekktur sem Kevin Malone, er stjórnandi hlaðvarpsins og fær til sín gamla vinnufélaga til að rifja upp sögu og gerð þáttanna auk þess sem hann mun ræða við ofuraðdáandann Billie Eilish.
08.07.2020 - 10:27
Engin sæluvíma eftir sigur á heimsmeistaramóti
Rúnar Geirmundsson, kraftlyftingarmaður, segir heimsmeistaratitilinn árið 2017 ekki hafa fært honum þá sæluvímu sem hann hafði búist við. Rúnar ræddi þetta og fleira í hlaðvarpinu Þungarokk og þungar lyftur þar sem Gunnar Ingi Jones fjallar um mörkin milli rokktónlistar og kraftlyftinga.
Myndband
Hafa gert ís úr ýmsum bragðtegundum en ekki kokteilsósu
Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto umsjónarmenn hlaðvarpsins Já OK! gerðu kokteilsósuís á dögunum. Hugmyndin kviknaði eftir að þeir gerðu þátt sem ber heitið Kokteilsósuís.
07.07.2020 - 13:41