Færslur: RÚV núll

Hugaðu að andlegri heilsu í samskiptafjarlægðinni
Hertar aðgerðir vegna Covid-19 geta nú, eins og áður, haft mikil áhrif á andlega líðan. Í samkomubanninu í vor komu fulltrúar frá Geðfræðslufélaginu Hugrúnu í heimsókn í Núllstillinguna og gáfu góð ráð sem tilvalið er að rifja upp núna þegar viðhalda þarf samskiptafjarlægð og margir stærri viðburðir hafa verið blásnir af.
05.08.2020 - 11:37
Músíktilraunum aflýst
Músíktilraunir 2020 munu falla niður vegna COVID-19. Keppnin fer vanalega fram að vori til en í ár var henni frestað til hausts. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af tónlistarhátíðinni í ár.
04.08.2020 - 17:34
Sjónræn plata Beyoncé upphefur sögu og menningu svartra
Sjónræn plata söngkonunnar Beyoncé, Black is King, var frumsýnd á Disney+ 31. júlí. Myndin er heilmikið sjónarspil sem fagnar afrískri menningu, kynnir sögu og hefðir svartra og er þannig vel tímasett inn í mótmæli og réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum sem hefur verið fyrirferðamikil síðustu mánuði eftir morðið á George Floyd.
04.08.2020 - 16:26
Októ­ber­fest SHÍ frestað um óákveðinn tíma
Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara átti fram í september hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni.
04.08.2020 - 15:42
Stjórn Hinsegin daga segir stöðuna vonbrigði
Ráðgert var að hefja hátíðarhöld hinsegin daga í dag og átti veislan að standa fram á mánudag með þéttri dagskrá fræðsluviðburða og litríkri skemmtun. Hátíðin er í raun hafin en vegna samkomutakmarkanna hafa flestir viðburðir hennar verið blásnir af.
04.08.2020 - 14:41
Franskar í öll mál þegar hann túrar um heiminn
Jón Már Ásbjörnsson er 29 ára Akureyringur sem flutti til Reykjavíkur með stóra drauma. Í dag starfar hann sem útvarpsmaður á X-inu og er söngvari í hljómsveitinni Une Misere. Gunnar Ingi Jones spjallaði við Jón í hlaðvarpinu Þungarokk og þungar lyftur, um hvernig maður á að halda sér í formi þegar maður er að túra, vegan mataræði, stöðuna á þungarokki á Íslandi og andlegt jafnvægi.
04.08.2020 - 14:02
Gagnrýni
Alinn upp á malbiki
Sjötta breiðskífa Emmsjé Gauta kallast Bleikt ský og er hin áhlýðilegasta, sterkt „íslenskt“ hipphopp frá manni sem hefur verið leiðarljós í þeim efnum um árabil.
04.08.2020 - 09:59
Notuðu skilríkin sem innbrotsmaðurinn skildi eftir
„Ef allir hefðu sömu skoðanir og við Snorri bróðir minn þá væri heimurinn versti staður sem hægt er að hugsa sér,“ segir Bergþór Másson, annar hlaðvarpsstjóri hinna vinsælu Skoðanabræðra sem senda vikulega frá sér nýjan viðtalsþátt. Þættirnir hafa meðal annars vakið eftirtekt fyrir hispurslausar meiningar bræðranna sem láta allt flakka. Snorri og Bergþór voru gestir Jakobs Birgissonar í Sumarsögum á Rás 2.
Myndband
Okkur fannst þetta vera næsta skref fyrir okkur
Tvíeykið Ra:tio gaf út plötuna DANS í gær. DANS er fyrsta poppplata sinnar tegundar, sem gefin er út hér á landi, með pródúsera og lagahöfunda í forgrunni.
01.08.2020 - 09:02
 · rúv núll efni · RÚV núll · Ra:tio · Dans
Emmy-hátíðin með óvenjulegu sniði í ár
Emmy-verðlaunahátíðin sem er nokkurs konar Óskarsverðlaunahátíð sjónvarpsiðnaðarins verður haldin á netinu í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Aðgengilegri tónlist en fólk heldur
Kammersveitin Elja, sem skipuð er ungu fólki á milli tvítugs og þrítugs, er um þessar mundir á flakki og stefna á að spila hringinn í kringum landið næstu vikuna. Sveitin spilar nýlega klassíska tónlist sem einn stofnandi sveitarinnar, Bjarni Frímann Bjarnason, segir aðgengilegri en fólk haldi.
Rannsaka vinnuumhverfið í þætti Ellen DeGeneres
Fjölmiðlafyrirtækið Warner Media hefur hafið rannsókn á vinnuumhverfinu á tökustað spjallþáttar Ellenar DeGeneres, The Ellen DeGeneres Show. Rannsóknin er gerð í kjölfar frásagna af slæmri reynslu starfsfólks af vinnustaðnum og meintu eitruðu andrúmslofti.
28.07.2020 - 13:55
Mér fannst ég ekki vera undir miklu álagi
Sonja Ólafsdóttir er stofnandi Crossfit Austur á Egilsstöðum en starfar í dag sem þjálfari hjá Granda 101. Í fyrra upplifði Sonja kulnun í starfi en einkenni þess var meðal annars að hún missti sjónina við akstur. Gunnar Ingi Jones spjallaði við Sonju í hlaðvarpinu Þungarokk og þungar lyftur, um funcional fitness, kulnun í starfi, erfiðleikana við að hægja á sér og Gregg Glassman fyrrum eiganda Crossfit.
28.07.2020 - 11:45
Óvænt plata Taylor Swift fljót að setja met
Síðastliðinn föstudag gaf söngkonan Taylor Swift óvænt út plötuna folklore. Platan er áttunda stúdíó plata söngkonunnar og var ekki lengi að setja nokkur met og fá aðdáendur til að velta fyrir sér földum skilaboðum.
27.07.2020 - 14:30
Senua þverar Ísland í leiknum Hellblade II
Leikjaheimur Hellblade II, frá tölvuleikjaframleiðandanum Ninja Theory, er byggður á Íslandi. Hönnuður leiksins fékk hugmyndina eftir ferð til landsins, sem hann lýsir sem fallegu, framandi og hættulegu, allt í senn.
27.07.2020 - 11:08
Myndband
Eins sorglegt og þetta lag er þá er það mjög fallegt
Anya Shaddock, sem er átján ára, kom fram á Tónaflóði um landið í Neskaupstað síðasta föstudag. Anya kemur frá Fáskrúðsfirði og þótti gaman að koma fram og syngja á sínum heimaslóðum.
27.07.2020 - 10:43
Myndskeið
Kanye West og glíman við geðhvörfin
Tónlistarmaðurinn Kanye West bað í dag eiginkonu sína, Kim Kardashian, afsökunar á ummælum sem hann lét falla í oflætiskasti. Formaður Geðhjálpar telur hann sækja sköpunarkraft sinn í geðhvörfin, en geðlæknir segir mikilvægt að fólk taki lyf til að halda sjúkdómnum í skefjum.
26.07.2020 - 18:29
Nýtt frá Warmland, Elín Ey, Ouse ft Auður og Hreimi
Blússandi sumarútgáfa í gangi sem þýðir að Undiraldan að þessu sinni er samsett af geggjuðum og glimrandi ferskum stuðslögurum annars vegar og hins vegar rólegum og rómantískum vangalögum sem fá jafnvel hörðustu sambandsafneitunarsinna í eldheitan skemmtistaðasleik.
25.07.2020 - 14:00
Fimm frísk fyrir klúbbinn
Nú verður dansað inn í helgina því fimman er sérstaklega dansvæn að þessu sinni - þrátt fyrir að flestir klúbbar séu lokaðir. Nú verður boðið upp á brjálað stuð, suðræna stemningu, sand á milli tánna, sól í sinni, aukalag og ólgandi kynorku.
10 ár frá því að hljómsveitin One Direction var stofnuð
Þann 25. mars 2015 tilkynnti strákahljómsveitin One Direction á Facebook-síðu sinni að þeir væru hættir. Í dag eru þó liðin 10 ár frá að hljómsveitin var stofnuð þegar þeir sungu lagið Torn í raunveruleikaþáttunum X Factor í Bretlandi.
23.07.2020 - 12:45
Stærsti hópur Skapandi sumarstarfa frá upphafi
Á morgun er lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Kópavogi. Þetta er fimtánda starfssumar Skapandi sumarstarfa. Á dagskránni er farandgallerý í bleikum ísskáp, útvarpsleikrit, tónlistargjörningar, myndlistarsýningar og margt fleira.
22.07.2020 - 12:37
Margar leyna kyni sínu til að forðast áreitni
Jana Sól Ísleifsdóttir stefnir á atvinnumennsku í tölvuleikjum. Að undanförnu hefur hún vakið athygli á kynferðislegri áreitni innan tölvuleikjaheimsins sem hún segir vera daglegt brauð. Margar konur fari leynt með kyn sitt í leikjunum til að forðast áreitnina, sem er sumum ofviða, segir Jana Sól. Hún hefur fengið nóg og vill að leikir verði aðgengilegir fyrir allt fólk, óháð kyni.
Taylor Swift á tvífara í heimabæ sínum
Hjúkrunarfræðingur að nafni Ashley setti myndband á samfélagsmiðilinn Tiktok í vikunni. Þar segir hún að margir haldi að hún sé Taylor Swift. Þær eru virkilega líka og eru báðar búsettar í Nashville.
21.07.2020 - 14:16
Lagði skóna á hilluna og fór á fullt í lyftingar
Böðvar Tandri Reynisson er yfirþjálfari víkingaþreks í Mjölni. Hann hefur mikinn áhuga á heilsu og hreyfingu og er lúmskur þungarokkari. Gunnar Ingi Jones spjallaði við Böðvar í hlaðvarpinu Þungarokk og þungar lyftur, um vellíðan í líkamsrækt, hvernig hann byrjaði að lyfta og þegar hann fékk æxli.
Spurð hvort kærastinn hafi samið lögin
Elín Hall gaf nýlega út sína fyrstu sólóplötu, Með öðrum orðum. Platan er persónuleg og það var Elínu hjartans mál að fólk fyndi að platan kæmi alfarið frá henni sjálfri og „að þú skynjir að þetta sé bara einhver menntaskólastelpa uppi í rúmi að semja lög á gítar,“ eins og hún segir sjálf.
20.07.2020 - 14:35