Færslur: RÚV núll

Vandamál að Ísland telji sig fullkomið en sé það ekki
Samstöðufundur fer fram á Austurvelli nú klukkan 16:30 vegna ástandsins sem ríkir í Bandaríkjunum. Derek T. Allen, einn skipuleggjanda fundarins, segir að þó aðallega sé verið að mótmæla lögregluofbeldi í Bandaríkjunum sé þetta líka tækifæri til að koma því á framfæri að rasismi sé líka vandamál á Íslandi.
03.06.2020 - 16:27
Segir mótmælin í Bandaríkjunum upphafið að byltingu
„Maður heyrir bara í sírenum og þyrlum úti á kvöldin,“ segir Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir íbúi í New York sem hefur undanfarna daga tekið þátt í mótmælum undir formerkjum Black Lives Matter. Mótmælin hafa, að hennar sögn, farið friðsamlega fram að mestu en ólíkar fylkingar mótmælenda viðhafa ólíkar aðferðir.
03.06.2020 - 11:19
RÚV núll
Bækur og myndir til að kynna þér hvítu forréttindin þín
Mótmæli gegn kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi gagnvart svörtum hafa verið hávær síðan George Floyd kafnaði í haldi lögreglunnar í Minneapolis fyrir viku. Myllumerkið #BlackLivesMatter hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum og á sama tíma hefur verið kallað eftir því að hvítt fólk sem taki þátt í baráttunni verði að kynna sér og vera meðvitað um sögu svarts fólks og sína eigin forréttindastöðu.
Skoffín - Skoffín hentar íslenskum aðstæðum
Hljómsveitin Skoffín byrjaði sem eins manns verkefni Jóhannesar Bjarka en fljótlega eftir útgáfu á plötunni Skoffín bjargar heiminum varð verkefnið að hljómsveit. Skoffín hentar íslenskum aðstæðum er önnur plata þeirra en hún var tekin upp í Reykjavík og London af Árna Hjörvari Árnasyni sem hljóðblandaði einnig plötuna og spilar á hljóðgervla og slagverk.
02.06.2020 - 18:30
Síðustu orð Floyds svífa yfir borgum Bandaríkjanna
Jammie Holmes, listamaður, mótmælti morðinu á George Floyd í háloftunum um helgina.
02.06.2020 - 14:01
Myndband
Það verður engin hótel mamma á Hótel Sögu
Í haust stendur háskólastúdentum til boða að leigja herbergi á Hótel Sögu. Við hittum á Ingibjörgu Ólafsdóttur, hótelstjóra og skoðuðum hvernig herbergið lítur út og hve mikil þjónusta fylgir herberginu.
02.06.2020 - 10:45
Myrkvun hjá tónlistarfólki á samfélagsmiðlum
Dagurinn í dag er myrkvaður á samfélagsmiðlum hjá listamönnum, tónlistarfólki, plötuútgefendum og fleirum. Myrkvuninni er ætlað að vekja athygli á framlagi svarts fólks til tónlistar í kjölfar á því að George Floyd var myrtur og vekja fólk til umhugsunar um ofbeldi sem lögregla beitir svarta Bandaríkjamenn. Mótmælaalda hefur riðið yfir Bandaríkin og heiminn allan síðustu vikuna.
02.06.2020 - 10:11
Daði Freyr á topp 40 í Bretlandi
Lag Daða Freys og Gagnamagnsins Think About Things fór beint í 34. sæti breska vinsældalistans þegar hann var kynntur í gær.
30.05.2020 - 22:25
Gagnrýni
Rapp í krafti kvenna
Soft Spot er ný plata Reykjavíkurdætra sem kalla sig nú Daughters of Reykjavik á alþjóðavísu. Soft Spot er plata vikunnar á Rás 2.
Skarsgård-bróðir, Ingvar E. og GDRN leika í Kötlu
Tökur á íslensku Netflix-þáttaröðinni Kötlu eru hafnar en meðal leikara í henni eru Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, Íris Tanja Flygerning, Ingvar Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir og Svíarnir Aliette Opheim og Valter Skarsgård.
29.05.2020 - 14:24
Bömmer
Getur upplifað kvíðakast eins og hjartaáfall
Í öðrum þætti Bömmer, sem er úr smiðju Tatsi í samstarfi við RÚV núll, höldum við áfram að fylgjast með vinunum Kristjáni og Fannari sem eiga sér þann draum um að gefa út tónlist saman. Klara, skólasystir þeirra kemur inn í myndina og hlutirnir byrja flækjast.
29.05.2020 - 11:54
RÚV núll
Samfélagsmiðlar loga eftir lögregluofbeldi í Ameríku
Mikil reiði hefur blossað upp á samfélagmiðlum í Bandaríkjunum undanfarna daga vegna manns sem lést við handtöku á mánudag í Minneapolis. Maðurinn, George Floyd, er einn fjölmargra blökkumanna sem látið hafa lífið eftir samskipti við lögregluna en almenningur, og stórstjörnur, berjast fyrir breyttum vinnubrögðum lögreglu þegar kemur að afskiptum af þeldökku fólki.
29.05.2020 - 10:19
Sturla Atlas valinn í hlutverk Rómeós í Þjóðleikhúsinu
Sigurbjartur Sturla Atlason, eða Sturla Atlas eins og hann er eflaust betur þekktur, hefur verið valinn úr hópi 100 umsækjenda í hlutverk Rómeós. Leikrit Williams Shakespeare um Rómeó og Júlíu, í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vor. Ebba Katrín Finnsdóttir verður í hlutverki Júlíu.
29.05.2020 - 07:49
Nýtt frá Páli Óskari, Stebba Hilmars og Regínu Ósk
Það eru gamlir hundar í bransanum sem eru í aðalhlutverki í Undiröldunni að þessu sinni og boðið upp á ný lög frá stuðkallinum Páli Óskari, Stefán í Sálinni og Regínu Ósk sem öll eru senda frá sér sín fyrstu lög í töluverðan tíma.
28.05.2020 - 15:48
Undiraldan
Nýtt frá Elízu Newman, Febrúar og fleirum
Enn heldur íslenska útgáfan áfram að blómstra og að þessu sinni er boðið upp á ágætis blöndu í Undiröldunni af nýliðum og lengra komnum með fjölbreytta tónlist úr flestum landsfjórðungum.
28.05.2020 - 15:20
Léttara að brjóta reglurnar þegar maður þekkir þær
Steinunn Jónsdóttir, Reykjavíkurdóttir og söngkona í Amabadama og Atli Sigþórsson, sem flestir þekkja betur sem rappskáldið Kött Grá Pjé, standa fyrir smiðju í Kramhúsinu í sumar. Þar ætla þau að aðstoða unga rappara við að koma rímum sínum og meiningum á blað og flytja þær í hipphopp-stíl.
28.05.2020 - 09:38
Billie Eilish birtir opinberlega stuttmyndina sem lak
Tónlistarkonan Billie Eilish hefur nú opinberlega birt stuttmyndina Not My Responsibility. Myndin var fyrst sýnd í upphafi tónleikaferðalags hennar en lak í kjölfarið á netið, nú hefur Eilish sjálf hins vegar birt myndina á YouTube og á samfélagsmiðlum.
27.05.2020 - 11:16
Nýtt ævintýri úr smiðju J.K. Rowling kemur óvænt út
Rithöfundurinn J.K. Rowling tilkynnti á Twitter í dag að hún væri að vinna að nýrri bók. Bókin ber heitið The Ickabog. Hún hefur ákveðið að gefa út einn kafla á hverjum virka degi þangað til 10. júlí.
26.05.2020 - 14:00
Leyndur „tvíburabróðir“ Kendall Jenner stígur fram
Allt lítur út fyrir það að Kardashian-Jenner fjölskyldunni hafi tekist að halda stórum hluta lífs síns leyndu öll þau ár sem hún hefur verið í sviðsljósinu. Nýir raunveruleikaþættir sem fjalla um meintan tvíburabróður Kendall Jenner, Kirby, hófu göngu sína um helgina en þar er leyndarmálið stóra afhjúpað.
26.05.2020 - 11:25
Stormasamur ferill TikTok drottningarinnar Doja Cat
Ferill tónlistarkonunnar Doja Cat hefur einkennst af hæðum og lægðum síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2013. Hún hefur gert afdrifarík mistök á ferlinum, gömul tíst hafa verið grafin upp og hún hefur verið sökuð um kynþáttahatur og fordóma gagnvart samkynhneigðum. Þrátt fyrir það hefur henni alltaf tekist að koma aftur og hefur nú komið lagi á efsta sæti vinsældalistanna með aðstoð samfélagsmiðilsins TikTok.
25.05.2020 - 16:22
Reykjavíkurdætur - Soft Spot
Soft Spot er önnur breiðskífa Reykjavíkurdætra þar sem þær velta fyrir sér kostum og göllum þess að vera ung kona. Á plötunni rappa þær um samfélagsmiðlakvíða, peninga, vinasambönd og barneignir. Soft Spot segja dæturnar að sé langpersónulegasta útgáfa sveitarinnar. Þær kafi meira inn á við í textagerð, auk þess sem megin þorri plötunnar er taktsmíðaður og útsettur af Sölku Valsdóttur.
25.05.2020 - 14:55
Bjóða upp á tónlistarhátíð í tölvuheimi Minecraft
Framleiðslufyrirtækið Rave Family tilkynnti í dag fyrstu Minecraft tónlistarhátíðina, Electric Blockaloo, sem fer fram dagana 25. - 28. júní, með yfir 300 listamönnum.
25.05.2020 - 11:22
Vikan
Auður flytur ljós í lokaþætti Vikunnar
Tónlistarmaðurinn Auður sá um lokaatriði Vikunnar með Gísla Marteini á föstudag. Hann fór þar um býsna víðan völl í tilkomumiklu atriði þar sem segja mætti að hann varpi af sér hlekkjum hljóðversins.
24.05.2020 - 17:15
Lestin
Dragdrottningin og olíuveldið
Hún er leikkona, söngkona, sjónvarpsþáttafrömuður og fyrirsæta. Hún er sköllóttur karlmaður og hárprúð drottning: dragmóðir heimsins sem berst ötullega fyrir réttindum hinsegin fólks og annarra undirokaðra hópa. En hún er líka olíubarón.
24.05.2020 - 16:50
Menningarefni · Vökvabrot · drag · dragmenning · RuPaul · Olía · Gas · RÚV núll
Veifa stúdentshúfum í átt að dróna í beinni útsendingu
Það verður söguleg brautskráning stúdenta Verzlunarskóla Íslands á morgun en athöfnin verður í beinni útsendingu. Aðstandendur útskriftarnema geta verið staddir hvar sem er í veröldinni og fylgst náið með hverjum nemanda taka við skírteininu og setja upp hvíta kollinn.
22.05.2020 - 15:32