Færslur: RÚV núll

Tónleikar
Ískaldar kveðjur frá Kælunni
Næstu sex föstudaga fylgja þáttaröðinni Undirtónum glænýjar tónleikaupptökur frá þeim hljómsveitum sem fjallað er um í þáttunum. Fyrsta sveit til að stíga á stokk er Kælan mikla.
30.10.2020 - 14:26
Gagnrýni
Skin og skúrir
Fyrstu breiðskífu Bríetar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Hér er hún komin, kallast Kveðja, Bríet og er plata vikunnar á Rás 2.
30.10.2020 - 11:13
„Erfitt að halda sönsum en maður gerir sitt besta“
Halldór Armand Ásgeirsson segir kynningarstarfið sem fylgir bókaútgáfu kvíðvænlegt og gerólíkt því að sitja einn við skriftir eins og hann er vanur. Hann er búsettur í Berlín en er kominn til Íslands til að fylgja eftir nýrri skáldsögu eins og hægt er í heimsfaraldri.
30.10.2020 - 09:07
Nýtt frá GusGus + Vök og Karitas Hörpu + Svavari Knúti
Í Undiröldunni að þessu sinni fáum við ný samstarf frá GusGus og Vök og Karitas Hörpu og Svavari Knúti auk nýrra laga frá hressu krökkunum í Mammút, nýliðunum í Greyskies, Rúnari Þóris, Hringfara og hinum mexíkóska Anderveil í samstarfi við Sóleyju.
29.10.2020 - 15:00
Undirtónar
Seldu dauðan fisk á fyrstu tónleikunum
Þær kynntust í Menntaskólanum við Hamrahlíð en eftir að hafa tekið þátt í ljóðaslammi Borgarbókasafnsins urðu þær að hljómsveit. Þær hafa á fjórum árum gefið út fjórar breiðskífur og vinna um þessar mundir að sinni fimmtu með Barða Jóhannssyni sem oft er kenndur við Bang Gang. Kælan mikla eru fyrstu gestir nýrrar þáttaraðar sem ber heitið Undirtónar.
29.10.2020 - 13:38
„Það er svo mikill hversdagsleiki núna“
Hversdagsathafnir verða að listrænum hátíðarviðburði í meðförum þátttakenda listahátíðarinnar Ég býð mig fram III.
Myndskeið
„Ég er kominn með kökk í hálsinn allavega“
Í sjöunda þætti Nýjustu tækni og vísinda var sýnt frá ferð Stjörnu-Sævars og Sigmars Guðmundssonar til Wyoming í Bandaríkjunum þar sem þeir fylgdust með almyrkva á sólu. „Vá, sérðu hvernig birtan breytist núna,“ segir Sævar þegar myrkvinn er að hefjast og kemst allsvakalega við þegar hann skellur á. Í tvær heilar mínútur er tunglið alveg fyrir sólinni.
27.10.2020 - 13:52
Lagalistinn
Í ræktarfötunum að syngja bakraddir fyrir Bubba
Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem GDRN, var mikill orkubolti sem þráði athygli á sínum yngri árum. Hún þorði þó ekki að syngja fyrir foreldra sína eftir að hún hóf söngnám.
26.10.2020 - 15:22
Bríet – Kveðja, Bríet
Frá því að fyrsta breiðskífa Bríetar, Kveðja, Bríet, kom út fyrir hálfum mánuði hafa lögin af henni raðað sér í efstu sætin á óobinberum vinsældalista Íslands, Iceland top 50, á streymisveitunni Spotify. Platan kemur í kjölfarið á Esjunni einu allra vinælasta lagi ársins.
26.10.2020 - 14:45
Fimm hress en krefjandi fyrir COVID-þreytta
Fleetwood Mac goðsögnin Stevie Nicks ríður á vaðið í fimmunni þennan föstudaginn og í kjölfarið koma góðmennið Sufjan Stevens, sænska poppprinsessan Lykke Li, hávaðameistarinn Daniel Lopatin og að lokum Blake, James Blake með einn hristann en ekki hrærðan.
Engin söngvakeppni - Daði keppir fyrir hönd Íslands
Ríkisútvarpið hefur tekið þá ákvörðun að velja Daða Frey og gagnamagnið til að taka þátt í Eurovision-keppninni í Rotterdam á næsta ári. Daði vann Söngvakeppnina hér heima með laginu Think About Things og fór myndbandið við lagið og ekki síður danssporin sem eldur í sinu um netheima. Daða var af mörgum talinn mjög sigurstranglegur fyrir Eurovision-keppnina sem síðan var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.
23.10.2020 - 10:51
Kristín Sesselja, Sniglabandið og Babies með nýtt
Það er Kristín Sesselja sem ríður á vaðið í Undiröldunni að þessu sinni með lag af væntanlegri plötu. Við kynnumst einnig nýju samstarf Babies og Unu Stef, heyrum hvernig Sniglabandið fagnaði 35 ára afmæli sínu og heyrum ný lög frá Thin Jim and The Castaways og fleirum.
22.10.2020 - 14:35
Fæst við dauðann fyrri part dags og lífið á kvöldin
„Það sem er falið og sussað niður af samfélaginu hefur mér alltaf fundist spennandi,“ segir Þórsteinn Sigurðsson listamaður.
22.10.2020 - 11:00
Daði á sér uppáhald í breskum raunveruleikaþætti
Lag Daða og Gagnamagnsins hefur heldur betur slegið í gegn út um allan heim. Á laugardaginn hefst ný þáttaröð af raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing á BBC og eitt dansparið dansar við lagið Think About Things í fyrsta þætti.
22.10.2020 - 10:51
Sjálfsfróun mikilvæg til að læra á sjálft sig
Fólki getur fundist vandræðalegt að tala um kynlíf. Sumum finnst betra að ræða það við foreldra sína en öðrum betra að læra um það í skólanum. Í þessu innslagi fjalla Katrín og Unnsteinn um kynlíf, sjálfsfróun og kynsjúkdóma.
22.10.2020 - 09:03
Fólk er rosalega fljótt að dæma
Öll eigum við okkur leyndarmál. Við erum ein manneskja á Laugaveginum, önnur á Facebook og svo kannski enn önnur manneskja í svefnherberginu.
21.10.2020 - 14:43
Ný stjórnarskrá ratar á Alþingi í dag
Mælt verður fyrir frumvarpi um nýja stjórnarskrá á Alþingi í dag, í fjórða sinn. Þingmenn Pírata og Samfylkingar og tveir þingmenn utan flokka leggja frumvarpið fram. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, flutningsmaður frumvarpsins og þingmaður Pírata, er hóflega bjartsýn um að það nái fram að ganga í þetta sinn.
Ný tónlist frá Barða og Betu Ey, Dr. Spock og fleirum
Það er fullur gangur í tónlistinni þrátt fyrir alls konar vesen og íslensk útgáfa er með miklum blóma. Helst með nýja tónlist í þessari viku eru Popparoft og Zöe með poppaða slagara, Barði og Beta Ey í samstarfi, Gunnar the Fifth og Ásgeir auk þess sem nostalgía og kántrí fá að fljóta með.
21.10.2020 - 12:35
Kynlíf er bara kynlíf ef báðir vilja taka þátt
Þættirnir Hæpið hófu göngu sína árið 2014. Í fyrstu seríu var kafað ofan í tilhugalíf ungs fólks. Umsjónarmenn þáttana eru þau Unnsteinn Manuel Stefánsson og Katrín Ásmundsdóttir. Í þessu innslagi er rætt um klám, það skoðað og talað um samþykki.
21.10.2020 - 09:27
Fólk við ýmis störf þegar jarðskjálftinn reið yfir
Flestir á höfuðborgarsvæðinu fundu fyrir stóra jarðskjálftanum á öðrum tímanum í dag sem talinn er hafa verið 5,6 að stærð. Myndbandsupptökur náðust af nokkrum þegar jarðskjálftinn reið yfir.
20.10.2020 - 15:32
Lagið um það sem er samkomubannað
Í fyrstu bylgju faraldursins flutti Sigurður Guðmundsson nýjan texta Braga Valdimars Skúlasonar við lagið um það sem er bannað í umræðuþætti um COVID-19 þar sem lögð var áhersla á börn og ungmenni. Textinn á jafn vel við núna og þá.
20.10.2020 - 09:18
Djúpfalsanir svo fullkomnar að erfitt er að sjá muninn
Í myndböndum á Youtube má sjá Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta tala um hvað djúpfalsanir eru hættulegar. Aldrei hafa þó verið gerðar slíkar upptökur af honum. Guðmundur Jóhannsson útskýrir djúpfalsanir í Nýjustu tækni og vísindum.
19.10.2020 - 14:33
Myndskeið
Vissi að hún myndi senda fjölda fólks í sóttkví
Það er óhætt að segja að árið hafi verið viðburðarríkt fyrir fótboltakonuna Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur. Hún bar með sér kórónuveiruna til Íslands í júní sem setti Íslandsmótið í fótbolta í uppnám.
18.10.2020 - 17:11
Landinn
Hótelstjóri á daginn, dragdrottning á kvöldin
„Ég man bara þegar ég var krakki að þetta var einn af uppáhalds leikjunum mínum, fara í fermingarkjóla af frænkum mínum. Ég fann mér alltaf tilefni til að vera með leikrit, stelast í brjóstahaldara og eitthvað svona,“ segir Hákon Guðröðarson, oftast kallaður Hákon Hildibrand.
18.10.2020 - 08:58
39 er fjöldi sjálfsvíga á síðasta ári
Landssamtökin Geðhjálp skora á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Geðhjálp hefur hafið undirskriftasöfnun í samstarfi við Píeta samtökin. Átakið kallast 39 sem vísar til fjölda sjálfsvíga á síðasta ári. Það er einnig meðaltal sjálfsvíga á ári síðustu tíu ár.
16.10.2020 - 13:35