Færslur: RÚV núll

Fimm fyrir bændur og búalið
Hún er ekkert sérstaklega sveitó, fimman, að þessu sinni þó sumt gæti bent til þess. Sei, sei, nei, það er sko boðið upp á risa næntís smell sem allir kunna dansinn við í frábærri útgáfu Death Cab For Cutie, eineltisslagara skosku skóglápsglópana í Mogwai, Bicep virðast vera með hugann í Austurlöndum fjær, meðan Altın Gün er með hann í Austurlöndum nær og að lokum bjóða BadBadNotGood & Mf Doom upp á hlýlegan súkkulaði-jazz.
Er Emilíana Torrini úlfur?
Meðal þess sem íslenskt tónlistarfólk veltir fyrir sér núna seinni hluta vikunnar eru geðhvörf, hvort lífið verði betra í mars, svo kemur myrkrið og móðurhlutverkið við sögu. Flytjendur með spriklandi ferskt í Undiröldunni eru Emilíana Torrini með lag úr nýju leikriti auk þess sem Funk Harmony Park, EinarIndra og Abbey, Teitur, Arianna Ferro og Konsulat kitla eyrun.
21.01.2021 - 17:05
Birnir og Páll Óskar vs Jón Jónsson og GDRN
Það er heldur betur poppað í Undiröldu kvöldsins og óhætt að segja að margar af stærstu poppstjörnum landsins hafi sent frá sér lög síðustu daga. Birnir og Páll Óskar eru með grípandi popplag meðan Jón Jónsson og GDRN, Bubbi, Pétur Örn hugsa um ástina og lífið, Stebbi Hilmars er í hláturskasti, Sverrir Bergmann á hestbaki í Skagafirði og mæðgurnar Ragga og Dísa á þorrablóti með blöðmör í annarri og lifrarpylsu í hinni.
19.01.2021 - 16:30
Fimm alls konar lög fyrir helgina
Blandan er að þessu sinni í fjölbreyttari kantinum. Fyrst til leiks er Celeste sem vann besta nýliðann á Brit-verðlaununum og BBC á síðasta ári. Þaðan förum við í samstarf Slowthai við kærastann hennar Rihönnu. Næstir eru takta- og teknókóngarnir Madlib og Four Tet með huggulega sálarneglu. Og síðastar en ekki sístar eru síðan indie-folk-prinsessurnar Phoebe Bridgers og Taylor Swift sem er með Haim-systur með sér.
Nýtt íslenskt vélbyssudiskó, ógæfupönk og þungarokk
Það er daðrað við undirheimatónlist í Undiröldu kvöldsins og boðið upp á suðrænt vélbyssudiskó frá Hermigervli og Villa Neto, framsækið popp frá Russian.Girls, ógæfupönk frá Pínu Litlum Peysum og svo er það bara þungarokk og harðkjarna helvíti frá Sorg, Alchemia, Kötlu og Hvata.
14.01.2021 - 16:20
Sígild tónverk blökkukvenna á 20. öld í brennidepli
Tónverk svartra kvenna frá fyrri hluta og miðbiki 20. aldar eru nú farin að vekja athygli vegna viðhorfsbreytinga á seinni árum. Þar má nefna þrjú bandarísk tónskáld: Florence Price (1887-1953), Undine Smith Moore (1904-1989) og Margaret Bonds (1913-1972).
14.01.2021 - 00:18
Mynd með færslu
Í BEINNI
Getur betur í kvöld - 16 liða úrslitin klárast
16 liða úrslit í Gettu betur klárast í kvöld með fjórum viðureignum. Allar keppnirnar verða sendar út á vefnum og á Rás 2.
13.01.2021 - 19:07
Unnsteinn, Inspector Spacetime og Bomars ásamt GDRN
Tónlistarárið 2021 fer heldur betur af stað með látum eins og heyrist í Undiröldu kvöldsins. Við fáum nýja ábreiðu Unnsteins af Páli Óskari auk nýrra laga frá Inspector Spacetime, Inga Bauer, Bomarz og GDRN, Moskvít, Hildi og Margréti Eir.
12.01.2021 - 16:30
Fimm fyrir gleðilegt nýtt ár
Það er kominn tími til að keyra þetta 2021 ár í gang og fyrsta fimma ársins heilsar nýju ári með stælgæjaköntrí frá graðfolunum í Viagra Boys, smá smjörsýru frá Dry Cleaning, rafrænni ábreiðu af írsku Corrs-fjölskyldunni frá Caroline Polachek, áhyggjum Avalon Emerson af umhverfismálum og vinnusama teknófolanum Four Tet.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Gettu betur í kvöld
Þrjár viðureignir fara fram í 1. umferð Gettu betur í kvöld. Hægt er að fylgjast með í streyminu hér að ofan.
07.01.2021 - 18:37
Hjálmar, Villi Neto og Sigrún Stella með nýtt
Fyrsta heila vika árins er langt komin og ekki seinna vænna að fara að einbeita sér að nýrri tónlist á árinu 2021. Það er hellingur að frétta og meðal þess helsta er nýr söngull frá Hjálmum og vinsælt áramótalag með Villa Neto auk þess sem Annalísa, Sigrún Stella, Hugrún, Heró, Thor Wolf og Mosi frændi koma í heimsókn.
07.01.2021 - 16:40
ML, FSu, Borgó og ME áfram í Gettu betur
Fjórar viðureignir fóru fram í Gettu betur í gær. Menntaskólinn að Laugarvatni, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Borgarholtsskóli og Menntaskólinn á Egilsstöðum sigruðu sínar viðueignir og lið skólanna eru því öll komin áfram í næstu umferð.
07.01.2021 - 10:54
Mynd með færslu
Í BEINNI
Gettur betur í kvöld
Fjórar viðureignir fara fram í 1. umferð Gettu betur í kvöld. Hægt er að fylgjast með í streyminu hér að ofan.
06.01.2021 - 18:37
Árið 2020 í erlendri tónlist
Þrátt fyrir allt sem gekk á á árinu sem var að líða hefur tónlistarárið verið nokkuð gott þrátt fyrir tónleika og viðburðaleysi. Það hefur að minnsta kosti komið út meira magn af tónlist en nokkurn tíma áður, hefur maður á tilfinningunni. Gæðin virðast líka vera til staðar og popparar hafa eitt og annað að segja. Þátturinn um tónlistarárið 2020 var á dagskrá á nýársdag á Rás 2.
06.01.2021 - 15:50
MH, FÁ og MK áfram í næstu umferð Gettu betur
Fyrsta umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hélt áfram í gærkvöldi. Þrjár viðureignir voru háðar og lið Menntaskólans við Hamrahlíð, Fjölbrautaskólans við Ármúla og Menntaskólans í Kópavogi eru komin áfram í næstu umferð.
06.01.2021 - 09:44
Mynd með færslu
Í BEINNI
Gettu betur í kvöld
Þrjár viðureignir fara fram í 1. umferð Gettu betur í kvöld. Hægt er að fylgjast með í streyminu hér að ofan.
05.01.2021 - 18:37
Nýtt frá Daða Frey og Ásdísi, Hebba G. og Oscari Leone
Nýtt tónlistarár er gengið í garð og íslenskt tónlistarfólkið virðist löngu komið í vinnuna ef marka má útgáfuna á fyrstu dögum ársins. Í boði er nýtt lag frá Daða Frey sem hann vinnur með Ásdísi auk laga frá MGT, Herberti Guðmundssyni, Oscari Leone, Gillon, nýrri endurhljóðblöndun af Jack Magnet og áramótaslagara Frikka Dór.
05.01.2021 - 16:10
Tækniskólinn, MA og Kvennó unnu í Gettu betur kvöldsins
Fyrsta umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, var í kvöld. Þrjár viðureignir voru háðar og fóru leikar þannig að Tækniskólinn vann Verkmenntaskóla Austurlands 29-11, Menntaskólinn á Akureyri vann Menntaskóla í tónlist 23-6 og Kvennaskólinn í Reykjavík vann Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 24-12.
04.01.2021 - 21:02
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fyrsta umferð í Gettu betur
Gettu betur hefst í kvöld með þremur viðureignum. Hægt er að fylgjast með í streyminu hér að ofan.
04.01.2021 - 18:42
Gettu betur hefst í kvöld
Gettu betur hefst í kvöld með þremur viðureignum. Í fyrstu keppni ársins mætir lið Tækniskólans liði Verkmenntaskólans á Austurlandi. Aðrar viðureignir kvöldsins eru Menntaskóli í tónlist gegn Menntaskólanum á Akureyri og svo Kvennaskólinn í Reykjavík gegn Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
04.01.2021 - 13:55
Rólegheit frá Bríeti og Ólafi Arnalds, stuð frá hinum
Síðasta Undiralda ársins er ágætisblanda af huggulegum rólegheitum og brjáluðu stuði. Með lög í þættinum að þessu sinni eru auk Bríetar og Óla, hressandi slagarar frá Skoffín, Ryba, Inspector Spacetime, Ultraflex og Jói það er síminn til þín.
29.12.2020 - 17:05
Nú eru að koma jól
Það hefur verið mikið líf í útgáfu jólatónlistar í ár og lagalistar Undiröldunnar hafa svo sannarlega endurspeglað það. Nú er hátíðin alveg að skella á og síðasti skammtur ársins (ég lofa) af brakandi ferskum jólalögum inniheldur meðal annars Björgvin Halldórsson ásamt Margréti Eir. Sölku og Stórsveitina, Einar Ágúst, Björgvin Franz og fleiri góð jólabörn.
22.12.2020 - 16:30
Fimm falleg ójólalög fyrir helgina
Það eru engir litlir trommuleikarar að spila á jólabjöllur í fimmunni frekar en venjulega enda eru jólin ekki alls staðar. Það sem er í boði eru neglur frá; írsku tónlistarkonunni Biig Piig, nýju skerfurunum af Nottingham, Sleaford Mods, kólumbísku skvísunni Ela Minus, skosku þunglyndispésunum í Arab Strap og síðasta orðið á enska tónlistarkonan Anaïs Oluwatoyin Estelle Marinho eða bara Arlo Parks.
Jólamolar frá Sinfó, Elísabet Ormslev og fleirum
Þá er það síðasta Jólaundiraldan í bili og í tilefni af því er dúndrað í jólahlaðborð frá Sinfó og leikurum Þjóló og ýmislegt annað jólalegt kemur í kjölfarið, þar sem tónlistarfólkið tekur á flestum hliðum jólahalds á tímum pestarinnar á íslensku og útlensku.
17.12.2020 - 17:30
Meiri jól, lítil ljós og ýmislegt fleira jólalegt
Það er heldur betur jólastemmning í Undiröldunni að þessu sinni og flest tónlistarfólkið í geggjuðu jólaskapi - nema hún Stella Ellerts sem syngur um strákana hans Emmsjé Gauta.
16.12.2020 - 09:15