Færslur: rúv

Kastljós
Broddi Broddason kveður hlustendur í hinsta sinn
Rödd Brodda Broddasonar þekkja allir landsmenn. Í tæpa fjóra áratugi hefur hann lýst atburðum líðandi stundar fyrir hlustendum Ríkisútvarpsins í útvarspfréttum, en í dag setur hann punktinn aftan við síðasta fréttaflutninginn og farsælan feril, og flytur hádegisfréttir í síðasta sinn.
01.04.2022 - 11:42
Hættir sem fréttastjóri um áramót
Rakel Þorbergsdóttir hefur ákveðið að segja starfi sínu sem fréttastjóri RÚV lausu um áramótin. Hún hefur gegnt stöðunni í tæp átta ár og unnið á fréttastofum RÚV í 22 ár. Heiðar Örn Sigurfinnsson verður starfandi fréttastjóri frá og með 1. janúar og þar til nýr fréttastjóri verður ráðinn.
09.11.2021 - 13:20
Myndskeið
Sprengdu festingar til að fella langbylgjumöstur
Kaflaskil urðu í sögu Ríkissútvarpsins í dag þegar tvö langbylgjumöstur voru felld. Starfsemi Ríkisútvarpsins er því formlega lokið að Vatnsenda eftir ríflega níutíu ár.
11.08.2021 - 18:59
Maður handtekinn vegna sprengjuhótunar
Rétt eftir klukkan sjö í gærkvöld barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um sprengjuhótun við Útvarpshúsið. Í dagbók lögreglu segir að starfsmaður RÚV hafi tekið við símtali þar sem sagt var að sprengja ætti að springa síðar í gærkvöld fyrir utan Útvarpshúsið.
Þrír stjórnarþingmenn rýna í RÚV
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur falið þremur fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna; Kolbeini Óttarssyni Proppé þingmanni Vinstri grænna, Silju Dögg Gunnarsdóttur þingmanni Framsóknarflokksins og Páli Magnússyni fyrrverandi útvarpsstjóra og þingmanni Sjálfstæðisflokks að rýna lög um Ríkisútvarpið ohf. og gera tillögur að breytingum sem líklegar eru til að sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk þess.
Áhersla á fræðslu í nýjum þjónustusamningi við RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið ohf. sem var undirritaður í dag. Samkvæmt samningnum verður lögð aukin áhersla á fræðsluhlutverk Ríkisútvarpsins og rækt við íslenska tungu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að það sé í takti við áherslu Ríkisútvarpsins síðustu mánuði þegar skólastarf hefur verið takmarkað vegna COVID-19.
28.12.2020 - 17:55
Fjármagn rennur til fjölmiðlafyrirtækja
Tvö af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum landsins hafa síðustu daga fengið viðbótarfjármagn, hvort úr sinni áttinni. Ríkisútvarpið fær meira á fjárlögum en til stóð og aðaleigandi Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar fjárfesti fyrir hundruð milljóna.
12.12.2020 - 12:22
Aðalútvarpssendir RÚV á höfuðborgarsvæðinu bilaði
Bilun varð í aðalútvaprssendi Ríkisútvarpsins í Reykjavík á Vatnsenda um fimm leytið í dag. Útsendingar Rásar 1 og Rásar 2 heyrðust þess vegna ekki á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesskaga. Um 20 mínútur yfir fimm voru sendarnir komnir inn á ný.
19.11.2020 - 17:18
Þjóðskjalasafn óskar eftir svörum frá Verðlagsstofu
„Þetta sýnir mikilvægi þess að vista skjöl á réttan hátt,“ segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, um afdrif gagna hjá Verðlagsstofu skiptaverðs sem komu í leitirnar fyrir helgi. Þjóðskjalasafn undirbýr nú erindi til Verðlagsstofu skiptaverðs vegna málsins.
Verðlagsstofa skiptaverðs staðfestir tilvist gagnanna
Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman upplýsingar um karfaútflutning áranna 2010 og 2011 og sendi úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna vegna athugunar á máli sem var til umfjöllunar hjá nefndinni.
12.08.2020 - 15:24
Segir of algengt að auðkýfingar skipti sér af umfjöllun
„Mér finnst fyrir neðan allar hellur að auðkýfingar reyni að koma í veg fyrir eðlilega og sjálfsagða umfjöllun um þá og þeirra starfsemi,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um myndskeið sem Samherji gaf út í dag.
11.08.2020 - 18:30
Norsku útrásarvíkingarnir reyndust frekir á fóðrum
Fjölmiðlanefnd hefur lagt 1,2 milljóna króna stjórnvaldssekt á RÚV fyrir að hafa haft norsku þættina Exit aðgengilega fyrir alla í spilara á vefnum ruv.is. Síminn kvartaði vegna málsins til nefndarinnar, óskaði eftir inngripi hennar og hvatti til hámarkssekta. RÚV hefur verið gert að fjarlægja þættina af vefnum fyrir 5. júní.
01.06.2020 - 16:44
Rannsókn á meintum leka hefur tafist vegna faraldursins
Rannsókn Lögreglunnar á Vestfjörðum á meintum leka frá Seðlabankanum til RÚV hefur lítið þokast áfram. Ástæðan er COVID-19 faraldurinn, að sögn Karls Inga Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum. Hann segir að faraldurinn hafi haft áhrif á rannsóknir fleiri mála en þessa. Nú horfi hins vegar til betri vegar. Það sé þó ekkert hægt að segja til um það hvenær rannsókninni ljúki.
29.05.2020 - 15:04
Páskadagskráin á RÚV
Að vanda er boðið upp á fjölbreytta og vandaða dagskrá á öllum miðlum RÚV yfir hátíðisdagana. Nýtt íslenskt efni og skemmtun fyrir alla fjölskylduna verður í öndvegi.
08.04.2020 - 09:54
Síminn kvartar undan norsku útrásarvíkingunum í Exit
Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Símanum, hefur sent fjölmiðlanefnd kvörtun vegna norsku þáttanna Exit. Þættirnir, sem eru ekki sýndir í sjónvarpi heldur eru eingöngu aðgengilegir á vef RÚV og í RÚV-appinu, eru stranglega bannaðir innan 16 ára.
04.02.2020 - 11:39
Fjölmiðlar · Innlent · Exit · Síminn · rúv
Almenningur þarf að geta veitt aðhald við ráðningar
Upplýsingaréttur almennings og aðhald að hinu opinbera vegur þyngra en það sjónarmið að færri sæki hugsanlega um stöðu útvarpsstjóra, segir ráðgjafi um upplýsingarétt hjá forsætisráðuneytinu. Stjórn RÚV sé ekki skylt að birta nöfn umsækjenda því RÚV sé ekki opinber stofnun.
03.12.2019 - 19:24
Myndband
Magnús Geir skipaður Þjóðleikhússtjóri
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Magnús Geir Þórðarson í embætti Þjóðleikhússtjóra, frá og með fyrsta janúar á næsta ári.
01.11.2019 - 17:10
Spegillinn
Varð skyndilega pólitísk eftir 67 ára afmælið
„Ég var aldrei pólitísk, fyrr en eftir að ég komst á lífeyrisaldur,“ þetta segir Auður Dóra Haraldsdóttir. Hún var þjónustufulltrúi í Íslandsbanka í aldarfjórðung og hætti þar 65 ára. Nú undirbýr hún mótmælaaðgerðir með fleirum úr Gráa hernum, vill berjast, hvort sem það er fyrir réttindum sinnar kynslóðar eða þeirrar sem á eftir kemur. Um níu þúsund eldri borgarar búa við fátækt og margir eru ósáttir við kjör sín.
Sjónvarp næst ekki um loftnet í Grindavík
Eitt af útsendingamöstrum á fjallinu Þorbirni fauk niður í gærkvöld og því næst ekki sjónvarp í gegnum loftnet í Grindavík sem stendur. Hægt er að nálgast útsendingar RÚV í gegnum RÚV appið og vefinn ruv.is.
03.10.2019 - 16:46
„Gettu betur-bjallan“ verður tölvustýrð
Í dag voru hljóðrituð hljóð gömlu dyrabjallanna sem fylgt hafa Gettu betur í áratugi. Þessi einkennandi hljóð þegar liðin hringja til að ná svarrétti hafa í gegnum tíðina orðið einskonar rödd þáttarins. Nú er unnið að tölvustýringu sem leysir af hólmi gamla kerfið.
25.01.2019 - 14:49
Mikið úrval í spilara RÚV um jólin
RÚV býður landsmönnum til sjónvarpsveislu um jól og áramót. Spilari RÚV fyllist af sjónvarpsþáttaröðum og kvikmyndum um hátíðirnar og leikið íslenskt efni, erlendar þáttaraðir í heild sinni og vandað heimildaefni er meðal þess sem áhorfendur geta notið yfir hátíðirnar.
20.12.2018 - 13:48
Hver er uppáhalds íslenska tónsmíðin þín?
Í þriðja sinn fer samkvæmisleikur Sinfóníuhljómsveitar Íslands og RÚV, Klassíkin okkar, í gang. Og nú er þema leiksins Uppáhalds íslenskt. Með þátttöku velja hlustendur efnisskrá á sjónvarpstónleikum hljómsveitarinnnar í lok ágúst.
Jólakveðjur í útvarpi vinsælar á internetöld
Í hugum margra landsmanna er lestur jólakveðja á Þorláksmessu órjúfanlegur hluti af undirbúningi jólanna. Sigvaldi Júlíusson er einn af reyndustu þulum landsins en hann fagnar þrjátíu ára starfsafmæli á árinu. Hann segir jólakveðjur í útvarpi sækja í sig veðrið, en lesturinn stendur frá kvöldi 22. desember til miðnættis á Þorláksmessu.
23.12.2017 - 15:59
Jól í lífi þjóðar
Í kjölfar heimildamyndarinnar Dagur í lífi þjóðar - þar sem fjölmargir Íslendingar sögðu frá venjulegum degi í lífi sínu – býður RÚV öllum sem vilja að segja frá því sem fram fer um jólin 2017. Úr þessu efni verður gerð heimildamynd, Jól í lífi þjóðar, sem sýnd verður á RÚV að ári.
19.12.2017 - 13:16
Hugmyndadagar RÚV í fyrsta sinn í haust
Hugmyndadagar RÚV verða haldnir í fyrsta sinn í október en þar geta hugmyndasmiðir, höfundar, framleiðendur og aðrir kynnt tillögur að efni fyrir dagskrárstjórum Ríkisútvarpsins.
29.08.2017 - 09:55
 · rúv