Færslur: Rússland

Kórónuveiran gefur Rússum engin grið
Ekkert lát er á heimsfaraldri kórónuveirunnar í Rússlandi, þar sem farsóttin geisar af miklum þunga og færist í aukana fremur en hitt. 986 dauðsföll voru rakin til COVID-19 í Rússlandi í gær, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum sólarhring. Á sama tíma greindust 31.299 með sjúkdóminn, sem líka er met.
15.10.2021 - 04:12
Leikari lést á sýningu í Bolshoi-leikhúsinu
Leikari lést af slysförum á sviði í rússneska Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu í kvöld. Slysið varð þegar verið var að breyta sviðinu á milli atriða í óperunni Sadko eftir rússneska tónskáldið Nikolai Rimsky-Korsakov. AFP fréttastofan hefur eftir tilkynningu leikhússins að sýningin hafi þegar í stað verið stöðvuð og áhorfendur beðnir um að yfirgefa salinn.
09.10.2021 - 23:13
Átta Rússum vísað frá NATO
Átta nefndarmenn úr rússnesku sendinefndinni í Atlantshafsbandalaginu, NATO, voru í gær reknir. Þeir eru grunaðir um að hafa í raun verið að stunda njósnir að sögn Deutsche Welle.
07.10.2021 - 05:31
Rússland
Myndböndum af ofbeldi gegn föngum lekið
Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa vikið fimm yfirmönnum í fangelsum frá störfum eftir að mannréttindasamtök birtu í vikunni myndbönd sem þau segja tekin á fangelsisspítala. Á þeim má sjá grimmilegt ofbeldi.
06.10.2021 - 15:10
Erlent · Rússland · ofbeldi · fangar · fangelsi · Evrópa
Yfir 900 létust úr covid á síðasta sólarhring
Rúmlega 900 létust vegna Covid-19 í Rússlandi í gær en það er í fyrsta sinn sem svo margir deyja vegna sjúkdómsins í landinu á einum sólarhring. Rússar, eins og mörg önnur ríki, glíma nú við Delta-afbrigði veirunnar en það hefur dreift sér hratt meðal Rússa og valdið miklu álagi á heilbrigðiskerfið, meira en víðast hvar annars staðar.
06.10.2021 - 09:40
Kvikmyndatökur í Alþjóðageimstöðinni
Þó fjöldi kvikmynda eigi að gerast í geimnum hefur engin þeirra verið tekin upp þar. Breyting verður á því á næstunni, því rússneski leikstjórinn Klim Shipenko ætlar að taka upp atriði með lekkonunni Yuliu Peresild um borð í Alþjóðageimstöðinni, ISS. 
06.10.2021 - 06:05
Hátt í 900 COVID-19 dauðsföll í Rússlandi
Alls létust 887 COVID-19 sjúklingar í Rússlandi í gær. Þetta er mesti fjöldi á einum sólarhring frá því að farsóttin braust út í fyrravetur. Flest voru þau í Moskvu, þá Sankti Pétursborg og Sverdlovsk.
01.10.2021 - 16:47
Rússar hóta að loka fyrir YouTube
Fjarskiptaeftirlit Rússlands, Roskomnadzor hefur hótað að hindra aðgang að YouTube í landinu. Ástæðan er sú að YouTube hefur lokað fyrir tvær rásir rússnesku sjónvarpsstöðvarinnar RT (áður Russia Today) á þýsku. YouTube gaf þær skýringar á lokuninni að á rásunum hafi verið fluttar villandi fréttir um heimsfaraldurinn.
29.09.2021 - 09:12
Aldrei fleiri COVID-dauðsföll í Rússlandi
Alls létu 852 lífið af völdum COVID-19 í Rússlandi á síðasta sólarhringnum, og ekki hefur verið tilkynnt um svo mörg COVID-dauðsföll á einum sólarhring þar í landi frá upphafi faraldursins. Smitum hefur fjölgað hratt í Rússlandi á síðustu vikum og bólusetning gengið hægar en vonast var til. Rússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um að gera lítið úr alvarleika faraldursins.
28.09.2021 - 13:14
Niðurstöðum þingkosninga mótmælt í Moskvu í dag
Þúsundir fylgismanna rússneska kommúnistaflokksins og fleiri stjórnarandstöðuflokka söfnuðust saman í miðborg Moskvu í dag. Tilgangurinn var að andmæla því sem Kommúnistar kalla grafalvarlegt svindl í þingkosningum.
Fimm fórust í stórhríð á fjallinu Elbrus
Fimm fjallgöngumenn létust í stórhríð í gær á fjallinu Elbrus í Rússlandi. Óveðrið skall á þegar um tuttugu manna hópur var á niðurleið, í fimm þúsund metra hæð.
24.09.2021 - 11:55
Ásakanir um eitt mesta kosningasvindl síðari tíma
Stjórnarandstæðingar í Rússlandi segja kosningar um síðustu helgi þær óheiðarlegustu þar í landi í síðari tíð. Sameinað Rússland, flokkur Vladimírs Pútíns forseta, hlaut um helming atkvæða, samkvæmt talningu yfirvalda, og 324 af 450 sætum í Dúmunni, neðri deild þingsins. Stjórnarandstæðingar voru með kosningaeftirlit og tilkynntu fjölda brota til yfirvalda.
21.09.2021 - 15:24
Þúsundir ábendinga um kosningasvik
Rússnesk samtök, sem höfðu eftirlit með þingkosningunum í Rússlandi, segja að borist hafi þúsundir ábendinga um kosningasvik og skort á skipulagi. Þegar talningu atkvæða er nánast lokið hefur flokkur Pútíns forseta afgerandi fylgi sem tryggir honum meira en tvo þriðju þingmanna.
20.09.2021 - 15:45
Rússneskt snjallkosningaforrit ekki lengur aðgengilegt
Bandaríski tæknirisinn Google er sagður hafa verið beittur miklum þrýstingi til að fjarlægja snjallkosninga-smáforrit sem bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalny buðu upp á í smáforritaverslun fyrirtækisins.
18.09.2021 - 00:26
Erlent · Stjórnmál · google · Smáforrit · app · Alexei Navalny · Rússland · Dúman · þingkosningar · Apple · Kreml · ritskoðun
Fjórir létust eftir nauðlendingu í Síberíu
Fjórir létu lífið þegar farþegaflugvél með 14 farþegum og tveimur í áhöfn nauðlenti í skóglendi í suðaustanverðri Síberíu í gær. Flugvélin, sem er af gerðinni L-140, var á leið frá borginni Irkutsk til þorpsins Kazachinkoye.
13.09.2021 - 04:43
Úkraínskir hermenn féllu í átökum við aðskilnaðarsinna
Tveir úkraínskir hermenn féllu og tíu særðust í átökum við aðskilnaðarsinna í austanverðu landinu um helgina. Al Jazeera hefur eftir úkraínska hernum að skotið hafi verið á hermennina með skórskotaliðsbúnaði, sprengjuvörpum og úr drónum. Flestar voru árásirnar gerðar í héraðinu Donetsk.
13.09.2021 - 03:28
Rússneskur ráðherra lést á björgunaræfingu
Rússneskur ráðherra, Jevgení Zinitsjev, lést af slysförum á æfingu viðbragðsaðila á Norðurslóðum í gær. Fréttastofa CNN hefur eftir rússneskum fjölmiðlum að Zinitsjev, sem var ráðherra almannavarnarmála, hafi verið að reyna að bjarga lífi annars manns þegar slysið varð. 
09.09.2021 - 03:19
Segir ótímabært fyrir Úkraínu að ganga í NATÓ
Joe Biden Bandaríkjaforseti fullvissaði Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu um andstöðu Bandaríkjanna við yfirgang Rússlands á fundi þeirra í dag. Hins vegar sýndi hann engan áhuga á stuðningi við inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið.
02.09.2021 - 01:12
Forseti Úkraínu biður um aukinn stuðning Bandaríkjanna
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fer fram á stuðning Bandaríkjamanna við að efla her landsins og færa hann í nútímahorf. Forsetinn, sem er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum óttast að hernaðarþrýstingur Rússa aukist mjög á næstunni.
Gekk í viku til að gefa sig fram
Rússneskur maður í ölæði myrti þrjá eftir rifrildi á hreindýrabúgarði í Khabarovsk-héraðinu í austurhluta Rússlands.
31.08.2021 - 14:21
Pútín gefur hermönnum og lögreglu peningagjöf
Forseti Rússlands, Vladímír Pútín, hefur ákveðið að gefa öllum lögreglu-, og hermönnum landsins 15.000 rúblna eingreiðslu, tæplega 26 þúsund krónur.
31.08.2021 - 10:49
Kveðst neyddur til að horfa á ríkisáróður tímunum saman
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexey Navalny kveðst vera neyddur til að horfa á rússneskar ríkissjónvarpsstöðvar í allt að átta tíma á dag í fangelsinu þar sem hann er vistaður. Hann veitti New York Times viðtal á dögunum og er það fyrsta viðtalið við hann eftir að hann var tekinn fastur við komuna til Rússlands frá Þýskalandi 17. janúar síðastliðinn.
26.08.2021 - 16:30
Eingreiðsla til hermanna og eldri borgara
Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur boðað að ellilífeyrisþegar og hermenn fái eingreiðslu síðar á árinu til að hjálpa þeim að takast á við verðbólgu, sem er hærri en spáð hafði verið.
22.08.2021 - 18:41
Pútín varar við algeru hruni í Afganistan
Vladimir Pútín Rússlandsforseti hvetur alþjóðasamfélagið til að koma í veg fyrir að algert hrun í Afganistan eftir valdatöku Talibana. Þetta kom fram á fundi hans með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í dag þar sem þau ræddu málefni Afganistan í þaula. 
Merkel: Samtal milli Rússlands og Þýskalands mikilvægt
Þrátt fyrir andstæð viðhorf þurfa Þjóðverjar og Rússar halda áfram að ræða saman. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í heimsókn sinni til Rússlands, þeirrar síðustu á valdatíð hennar.