Færslur: Rússland

Boeing Starliner skotið í átt að geimstöðinni í dag
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst senda ómannað Starliner far að alþjóðlegu geimstöðinni á morgun, þriðjudag. Farinu verður skotið frá Canaveral höfða í Florida klukkan ríflega fimm síðdegis að íslenskum tíma.
Heimsminjum á skrá fjölgar um 34
Um það bil sexhundruð kílómetra langur kafli meðfram Dóná var settur á heimsminjaskrá Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO. Alls fjölgaði um 34 minjar á skránni þetta árið.
31.07.2021 - 23:56
Óhapp við tengingu við geimstöðina olli nokkru uppnámi
Rússum tókst að tengja Nauka rannsóknarferjuna við alþjóðlegu geimstöðina í dag. Áhöfn geimstöðvarinnar þurfti að bregðast skjótt við þegar óvænt kviknaði á brennurum ferjunnar eftir teninguna.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Spenna í Túnis
Mikil spenna ríkir í Túnis eftir að Kais Saied, forseti, rak forsætisráðherrann og sendi þingið í leyfi. Andstæðingar forsetans saka hann um valdarán og einræðistilburði. Forsetinn, sem var prófessor í stjórnlagarétti, vísar því á bug að hann hafi rænt völdum og segir þá sem haldi því fram þurfa að læra lögfræði sína betur.
Sakar Rússa um vélabrögð fyrir þingkosningarnar 2022
Joe Biden Bandaríkjaforseti sakar Vladimir Pútín forseta Rússland um að hyggjast dreifa röngum eða villandi upplýsingum til að hafa áhrif á þingkosningarnar vestra á næsta ári.
Sektuð fyrir að fara með höndina inn í Rússland
Norsk kona hefur verið sektuð um 8.000 norskar krónur, um 115.000 íslenskar, fyrir þær sakir að hafa farið með vinstri höndina yfir landamærin að Rússlandi.
23.07.2021 - 23:02
Fjölmiðill sem rannsakaði eitrun á svartan lista
Rússnesk yfirvöld tilkynntu í dag að fjölmiðillinn The Insider væri kominn á lista yfir erlenda erindreka þar í landi. Það setur ýmsar hömlur á starfsemina. Blaðamenn The Insider rannsökuðu eitrun á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny, í samstarfi við breska fjölmiðilinn Bellingcat, og líka mál tengt feðginunum Sergei og Yuliu Skripal, sem eitrað var fyrir í Salisbury á Englandi árið 2018. Yfirvöld margra Evrópuríkja telja Rússa ábyrga fyrir ódæðinu.
23.07.2021 - 16:39
Fólk haldi sig heima vegna skógarelda í Síberíu
Íbúar í borginni Jakutsk í Síberíu eru beðnir um að halda sig innandyra og loka gluggum vegna mikils reyks sem leggur yfir borgina frá skógareldum í Síberíu. Yfir tvö þúsund slökkviliðsmenn reyna að ná tökum á þeim 187 skógareldum sem loga í Sakha-Yakutia héraði í norðaustanverðir Síberíu. Flugsamgöngur lágu niðri í Jakutsk í gær vegna eldanna.
19.07.2021 - 01:57
Rússnesk farþegaflugvél hvarf af ratsjám í Síberíu
Rússnesk farþegaflugvél með sautján um borð hvarf af ratsjám nærri borginni Tomsk í Síberíu í morgun. Vélin er sögð hafa sent út neyðarkall og var leit þegar hafin.
16.07.2021 - 11:21
Síður tölvuþrjóta óaðgengilegar
Vefsíður tölvuþrjótahópsins REvil eru ekki lengur aðgengilegar. Hópurinn er sakaður um stórfelldar gagnagíslaárásir gegn mörg hundruð fyrirtækjum á heimsvísu. Ekkert er vitað um tildrög þess að vefsíðurnar eru nú lokaðar.
14.07.2021 - 04:10
Þingkosningar í Moldóvu í dag
Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Moldóvu, þar sem kosið verður til þings í dag. Vonast er eftir góðri kjörsókn í þessu fátækasta landi Evrópu og í frétt AFP segir að kjósendur séu ákafir í að kjósa sér fulltrúa á nýtt löggjafarþing eftir að nýkjorinn forseti, Maia Sandu, rauf þing og boðaði til kosninganna.
11.07.2021 - 07:23
Metfjöldi COVID-19 dauðsfalla í Rússlandi
Fleiri létust úr COVID-19 í Rússlandi í gær en nokkru sinni fyrr á einum sólarhring, svo vitað sé, eða 752. Ríflega 25.000 manns greindust með sjúkdóminn þennan sama dag. Kórónaveiran sem veldur COVID-19 hefur breiðst út um Rússland af síauknum krafti upp á síðakastið. Í byrjun júní greindust að meðaltali um 9.000 manns með COVID-19 á sólarhring en það sem af er þessum mánuði hafa um 23.000 manns greinst með sjúkdóminn á degi hverjum.
10.07.2021 - 23:36
Lýsti yfir áhyggum af stöðunni í austur-Úkraínu
Utanríkisráðherra lýsti yfir áhyggjum af stöðu mannréttinda á átakasvæðum í austanverðri Úkraínu í yfirlýsingu NB8-ríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna í dag.
Rússar vísa ræðismanni úr landi
Mart Latte, ræðismanni Eistlands í Sankti Pétursborg, var í dag vísað frá Rússlandi. Leyniþjónusta landsins tilkynnti í gær að hann hefði verið handtekinn þegar hann tók við leyniskjölum af rússneskum ríkisborgara. Ræðismaðurinn hefur tvo sólarhringa til að fara á brott.
07.07.2021 - 15:07
Brotlenti skömmu fyrir lendingu
Leitarsveitir hafa fundið brak úr rússneskri farþegaflugvél sem samband rofnaði við skömmu áður en hún var væntanleg til lendingar. Tuttugu og átta voru um borð. Ólíklegt þykir að nokkur hafi lifað slysið af.
06.07.2021 - 12:10
Samband rofnaði við rússneska farþegaflugvél
Samband rofnaði við farþegaflugvél á Kamchatka skaga í Rússlandi í morgun. 29 eru um borð í flugvélinni hefur AFP fréttatsofan eftir Valentinu Glazovu, talskonu samgöngustofu Rússlands. Sex eru í áhöfn flugvélarinnar og 23 farþegar. Eitt eða tvö börn eru meðal farþeganna samkvæmt upplýsingum fjölmiðla.
06.07.2021 - 06:20
Ein stærsta gagnagíslataka sögunnar
Tölvuárás, sem gerð var á bandarískt upplýsingatæknifyritæki í gærkvöldi, hefur lamað starfsemi fjölmargra fyrirtækja í Bandaríkjunum og um heim allan.
Metfjöldi dauðsfalla og Rússar bjóða þriðju sprautuna
Metfjöldi dauðsfalla af völdum COVID-19 var skráður í Rússlandi í gær, fimmta daginn í röð. 697 létust og hafa aldrei verið fleiri á einum degi síðan faraldurinn hófst.
03.07.2021 - 09:56
Segir þingforseta ekki hafa umboð til að banna heimsókn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að henni hafi ekki verið formlega meinað að heimsækja Rússland. For­seti rúss­neska þjóð­þingsins vill að það verði gert vegna skýrslu hennar um stöðu Krím­tatara og al­var­leg mann­réttinda­brot á Krím­skaga.
Pútín biður Rússa að hlusta á sérfræðinga
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skorar á landsmenn að hlusta á sérfræðinga í heilbrigðismálum og láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Í árlegum maraþon-símatíma forsetans þar sem hann svaraði spurningum almennra borgara bað hann fólk að taka ekki mark á þeim sem dreifa óstaðfestum sögusögnum og vita lítið um faraldurinn, en hlusta frekar á þá sem þekkinguna hafa. 
151 þúsund COVID-sjúklingar á sjúkrahúsum í Rússlandi
151 þúsund sjúklingar liggja á sjúkrahúsum í Rússlandi um þessar mundir, smitaðir af COVID-19. Mikhail Murashko heilbrigðisráðherra greindi frá þessu á ríkisstjórnarfundi sem sent var frá í beinni útsendingu í dag. Þriðja bylgja faraldursins ríður yfir landið og er sérlega slæm vegna hins svonefnda delta-afbrigðis. Ráðherrann sagði að 182 þúsund pláss hefðu verið tekin frá á sjúkrahúsum vegna COVID-19 sjúklinga. Hann sagði að ástandið væri erfitt um þessar mundir, einkum í stórborgum landsins.
Rússar þjarma að fjölmiðlum fyrir kosningar
Rússneska lögreglan leitaði á þriðjudag í íbúðum nokkurra rannsóknarblaðamanna og aðstandenda þeirra. Yfirvöld í Rússlandi þjarma í auknum mæli að óháðum fjölmiðlum í aðdraganda þingkosninga í haust.
29.06.2021 - 08:11
Bresk leyniskjöl fundust í strætóskýli
Bresk yfirvöld rannsaka hvernig á því standi að skjöl um varnarmál, sem algjör leynd á að ríkja um, hafi fundist í strætóskýli á Suður-Englandi. Í skjölunum er fjallað um skipulag siglingar tundurspillis við Krímskaga í síðustu viku en málið olli deilum milli Rússa og Breta. 
27.06.2021 - 11:56
Metfjöldi COVID-dauðsfalla í Sankti Pétursborg
Heilbrigðisyfirvöld í Sankti Pétursborg í Rússlandi greindu frá því í dag að þar hefðu fleiri dáið úr COVID-19 í gær en nokkru sinni á einum sólarhring, eða 107 manns. Í rússneskum fjölmiðlum segir að fleiri hafi ekki dáið á einum degi í nokkurri rússneskri borg frá upphafi faraldursins. Sankti Pétursborg er á meðal þeirra borga sem hýsa Evrópumótið í knattspyrnu.
27.06.2021 - 01:12
Finnar óttast COVID-bylgju í kjölfar fótboltafárs
Finnar hafa áhyggjur af því að ný bylgja kórónaveirusmita sé í þann mund að ríða yfir landið eftir að fjöldi fótboltaáhugafólks sneri aftur frá Pétursborg með Delta-afbrigði COVID-19 í farteskinu. Finnar kepptu við Rússa í Pétursborg á Evrópumótinu í fótbolta á dögunum.
26.06.2021 - 07:43