Færslur: Rússland

Mun fleiri létust í Moskvu en skýrt var frá
Heilbrigðisyfirvöld í Moskvu upplýstu í dag að meira en tvöfalt fleiri hefðu dáið af völdum COVID-19 farsóttarinnar í borginni í apríl en áður hafði verið greint frá. Til stendur að aflétta útgöngubanni borgarbúa frá næsta mánudegi.
29.05.2020 - 17:44
Hersýning boðuð í Rússlandi í júní
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að hersýning verði í Moskvu 24. júní til að fagna því að 75 ár eru liðin frá sigri herja bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni. Forsetinn tilkynnti þetta í dag. Hann hefur falið Sergei Shoigu varnarmálaráðherra að undirbúa sýninguna.
26.05.2020 - 17:03
Yfir 5,5 milljónir hafa greinst með smit
Fleiri en 5,5 milljónir manna hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni þar af meira en tveir þriðju í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í samantekt  fréttastofunnar AFP sem birt var í morgun. Ríflega 346.000 hafi látist úr COVID-19 á heimsvísu.
26.05.2020 - 08:48
Paul Whelan á 18 ára fangelsi yfir höfði sér
Ákæruvaldið í Rússlandi krefst þess að Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan verði dæmdur í átján ára fangelsi fyrir njósnir. Hann var tekinn höndum í Moskvu í desember 2018 sakaður um að hafa komist yfir ríkisleyndarmál. Þar hefur hann setið í varðhaldi síðan.
25.05.2020 - 16:20
Krókódíll sem sagður er hafa verið í eigu Hitlers allur
Krókódíll sem slapp úr dýragarði í Berlín þegar bandamenn gerðu loftárásir á borgina í nóvember árið 1943 er nú allur, 84 ára gamall. Samkvæmt sögusögnum átti Adolf Hitler, leiðtogi nasista í Þýskalandi, krókódílinn á sínum tíma.
25.05.2020 - 06:56
COVID-19 aðeins í rénun - varar við öðrum faraldri
Aðeins virðist hafa hægst á útbreiðslu kórónuveirunnar í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum. Valdimír Pútín, forseti landsins, varar við því að faraldurinn gæti blossað aftur upp í haust.
24.05.2020 - 14:43
Covid-19: Rómanska Ameríka áhyggjuefni
Á föstudag létust 1260 manns af völdum Kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Heildarfjöldi látinna er á kominn upp í tæp 96 þúsund frá því að faraldurinn skall á. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum í Baltimore.
23.05.2020 - 02:04
Leiðtogi Téténíu veikur af COVID-19
Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu, hefur verið fluttur á sjúkrahús í Moskvu, þar sem talið er hann hafi veikst af COVID-19 sjúkdómnum. Rússneskar fréttastofur greina frá þessu í dag. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um líðan hans.
22.05.2020 - 09:39
Draga sig úr þriðja stóra hernaðarsamningnum
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Bandaríkin myndu draga sig úr samningi við Rússa um opna lofthelgi. Sá samningur var gerður skömmu eftir fall Sovétríkjanna fyrir tæpum þrjátíu árum og felur í sér að þjóðirnar mega fara í lofthelgi hvor annarrar til að fullvissa sig um að enginn vígbúnaður sé í undirbúningi.
21.05.2020 - 20:24
Mishustin kominn aftur til starfa
Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa veikst af COVID-19. Stjórnvöld í Kreml greindu frá þessu í morgun. 
19.05.2020 - 10:14
Um 300.000 greinst með smit í Rússlandi
Ríflega 9.200 greindust smitaðir af kórónuveirunni í Rússlandi síðasta sólarhring samkvæmt upplýsingum heilbrigðisyfirvalda í morgun. Næstum því 300.000 hefðu því greinst smitaðir í landinu síðan faraldurinn braust út.
19.05.2020 - 08:19
Ríflega 250.000 greinst smitaðir í Rússlandi
Níu þúsund níu hundruð sjötíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í Rússlandi síðasta sólarhring. Þetta er í fyrsta skipti í meira en viku sem smitaðir eru færri en tíu þúsund.
14.05.2020 - 11:59
Áfram yfir 10.000 smit í Rússlandi
Fleiri en 10.000 greindust smitaðir af kórónuveirunni í Rússlandi síðasta sólarhring eða svipaður fjöldi og daglega hefur greinst í meira en viku.
13.05.2020 - 09:41
Talsmaður Pútíns forseta veirusmitaður
Dmitry Peskov, talsmaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, er smitaður af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 og hefur verið lagður inn á sjúkrahús. Fréttastofurnar TASS og Interfax hafa eftir honum að hann sé veikur og fái meðhöndlun lækna.
12.05.2020 - 13:21
Fimm fórust í eldsvoða á sjúkrahúsi
Að minnsta kosti fimm fórust þegar eldur blossaði upp á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Ráðuneyti almannavarna í Rússlandi greindi frá þessu í morgun og sagði að flytja hefði um 150 sjúklinga brott.
12.05.2020 - 08:20
Vladimír Pútín boðar tilslakanir í Rússlandi
Á morgun verður byrjað að slaka á takmörkunum sem settar voru til þess að hefta útbreiðslu COVID-19 í Rússlandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti þetta í dag þrátt fyrir að metfjöldi smita hafi greinst í landinu síðasta sólarhringinn.
11.05.2020 - 21:27
Níu létust í eldsvoða á elliheimili
Að minnsta kosti níu létust og annar eins fjöldi er á gjörgæslu eftir að eldur kom upp á elliheimili í borginni Krasnogorsk í Rússlandi um miðnætti að staðartíma. Að sögn rússneskra fjölmiðla voru 37 í húsinu þegar eldurinn kom upp. Margir í hópnum eru hreyfihamlaðir og veittist starfsfólki heimilisins erfitt að forða þeim úr reyknum. Slökkvistarfi var lokið á innan við klukkustund.
11.05.2020 - 15:37
Einn lést í eldsvoða á rússnesku sjúkrahúsi
Einn lét lífið eftir að eldur braust út á sjúkrahúsi í Moskvu þar sem COVID-19 sjúklingar eru til meðferðar. Rýma þurfti hluta sjúkrahússins. Alls voru 700 sjúklingar þar þegar eldurinn kviknaði, og þurfti að koma 200 þeirra á brott.
10.05.2020 - 00:52
Veirusmituðum fjölgar ört í Rússlandi
Yfir tíu þúsund kórónuveiurusmit voru greind í Rússlandi í gær, sjötta daginn í röð. Sólarhringinn á undan voru þau rúmlega ellefu þúsund. Hátt í 188 þúsund smit hafa verið greind í landinu. COVID-19 sjúkdómurinn hefur dregið 1.723 til dauða, þar af 98 síðastliðinn sólarhring. Fleiri veirusmit hafa greinst í þremur löndum í Evrópu en í Rússlandi, það er Bretlandi, Ítalíu og Spáni.
08.05.2020 - 11:00
Smituðum fjölgar hratt í Rússlandi
Yfir 10.000 manns greindust með kórónuveiruna í Rússlandi síðasta sólarhring, fjórða daginn í röð. Rússland er komið upp fyrir Þýskaland í sjötta sæti yfir fjölda smitaðra.
06.05.2020 - 08:44
Heimilisofbeldi eykst verulega í Rússlandi
Kærur vegna heimilisofbeldis í Rússlandi hafa meira en tvöfaldast síðustu vikur. Mannréttindasamtök þar í landi hafa alvarlegar áhyggjur af ástandinu.
05.05.2020 - 16:28
Aldrei fleiri smit greind í Rússlandi
Nærri átta þúsund greindust með kórónuveirusmit í Rússlandi síðasta sólarhringinn. Það er mesti fjöldi greindra tilfella þar í landi frá því farsóttin barst þangað.
01.05.2020 - 10:47
Forsætisráðherra Rússlands er smitaður
Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, er smitaður af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Rússneska fréttastofan RIA Novosti greindi frá þessu í dag. Hann er í einangrun til þess að smita ekki aðra ráðherra. Andrej Belousov, aðstoðar-forsætisráðherra, hefur tekið við embættinu til bráðabirgða.
30.04.2020 - 17:10
Yfir 100.000 greinst með smit í Rússlandi
Yfir 100.000 hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Rússlandi. Heilbrigðisyfirvöld í landinu greindu frá þessu í morgun.
30.04.2020 - 08:28
Rússum líst illa á framlag Bandaríkjanna til Grænlands
Sendiherra Rússlands í Danmörku sakar Bandaríkjamenn um að reyna að ná völdum á norðurslóðum með útspili sínu í Grænlandi. „Miðað við yfirlýsingar sendiherrans Carla Sands reiða Bandaríkin sig alfarið á átakastjórnmál í stað viðræðna og samstarfs," skrifar Vladimir Barbin, sendiherra Rússa í Danmörku í danska blaðið Politiken.
27.04.2020 - 03:07