Færslur: Rússland

Landamærum Hvíta Rússlands lokað
Stjórnvöld í Hvíta Rússlandi fyrirskipuðu í gær lokun allra landamæra landsins, nema landamærin að Rússlandi. Í tilkynningu frá landamærayfirvöldum segir að þetta sé gert vegna útbreiðslu COVID-19 í nágrannalöndunum Úkraínu, Póllandi, Lettlandi og Litháen. Ekkert þessara landa kemst þó í hálfkvisti við Rússland þegar horft er til útbreiðslu kórónaveirunnar.
30.10.2020 - 06:25
Glíman við COVID-19 gæti staðið fram á mitt næsta ár
Frakkar gætu þurft að glíma við Covid-19 fram á mitt næsta ár, að minnsta kosti segir Emmanuel Macron forseti landsins. Þetta hafði hann eftir vísindamönnum í heimsókn sinni á sjúkrahús í París í gær.
Giftusamleg heimkoma þriggja geimfara í nótt
Tveir rússneskir geimfarar og einn bandarískur lentu geimfari sínu á gresju í Kasakstan, rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma.
Yfir 30.000 smit í Frakklandi á fimmtudag
Kórónaveirusmitum í Frakklandi fjölgaði mikið milli daga og voru yfir 30.000 ný tilfelli staðfest þar í gær. Hafa þau aldrei verið fleiri á einum sólarhring frá því að farsóttin hóf innreið sína í landið í vetur sem leið. 30.621 smit greindist í gær, en 22.591 daginn þar á undan.
16.10.2020 - 01:20
Frakkar setja á útgöngubann um nætur
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í ávarpi nú rétt í þessu að frá og með næsta laugardegi verði í gildi útgöngubann í París og átta öðrum borgum, frá klukkan níu að kvöldi til sex að morgni. Bannið verður í gildi í fjórar vikur og tilgangurinn með því er að stemma stigu við mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19.
14.10.2020 - 18:34
Deilendur hvattir til að virða vopnahlé
Stjórnvöld í Rússlandi ítrekuðu í morgun tilmæli til Armena og Asera um að halda að sér höndum og virða gildandi vopnahlé. 
14.10.2020 - 10:17
Geimfarar komnir til geimstöðvar
Rússneskt geimfar var í morgun tengt alþjóðlegu geimstöðinni sem er á braut umhverfis jörðu eftir einungis þriggja klukkustunda og þriggja mínútna för frá því farinu skotið var á loft frá Baikonur í Kasakstan. 
14.10.2020 - 09:52
Geimfarar sendir til geimstöðvarinnar
Rússnesku geimfari var skotið í loft í morgun frá geimvísindastofnuninni í Baikonur í Kasakstan áleiðis til alþjóðlegu geimstöðvarinnar sem er á braut umhverfis jörðu. Um borð er bandaríski geimfarinn Kathleen Rubins og Rússarnir Sergei Ryzhikov og Sergei Kud-Sverskov.
14.10.2020 - 08:03
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
Saka Rússa um innbrot í tölvukerfi norska þingsins
Árás á tölvukerfi norska Stórþingsins í ágúst er rakin til Rússlands, að því er utanríkisráðuneytið í Ósló greindi frá í dag. Formlegum mótmælum var komið á framfæri við sendiherra Rússa í Noregi. Þeir segjast ekki tengjast málinu.
13.10.2020 - 17:55
Metfjöldi smita í Rússlandi
Nærri 13.900 greindust með kórónuveirusmit í Rússlandi síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi sem þar hefur greinst á einum sólarhring síðan faraldurinn barst þangað.
13.10.2020 - 08:32
Neyðarástand enn í Kirgistan
Stjórnvöld í Kirgistan hafa komið Almazbek Atambayev fyrrverandi forseta landsins bak við lás og slá að nýju. Mótmælendur Þingið kaus nýjan forsætisráðherra í dag.
10.10.2020 - 18:00
Rússar vilja ræðismann á Grænlandi
Rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov greindi danska starfsbróður sínum Jeppe Kofod frá því í gær að hann hefði áhuga á að skipa kjörræðismann í Grænlandi. Danska ríkisútvarpið hefur þetta eftir fréttamanni sínum í Rússlandi, Matilde Kimer. Hún segir Lavrov hafa komið út af fundi þeirra Kofod í Moskvu í gær og lýst þessu yfir. Kvaðst Lavrov jafnframt hafa fengið jákvæðar viðtökur við ósk sinni.
10.10.2020 - 03:38
Vopnahlé samþykkt í Nagorno-Karabakh
Armenar og Aserar samþykktu vopnahlé og eru reiðubúnir að hefja efnislegar viðræður um Nagorno-Karabakh. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, greindi frá þessu í kvöld. 
10.10.2020 - 00:51
Viðræður að hefjast um Nagorno-Karabakh
Stjórnvöld í Armeníu og Aserbaísjan hafa fallist á að hefja viðræður um vopnahlé í héraðinu Nagorno-Karabakh. Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Moskvu, staðfesti þetta í dag í viðtali við AFP fréttastofuna. Að hennar sögn er undirbúningur í fullum gangi. Líkast til geti sendinefndir ríkjanna sest á rökstóla síðar í dag. Zakharova gerir ráð fyrir að utanríkisráðherrar beggja landa taki þátt í viðræðunum.
09.10.2020 - 07:48
Pútín boðar Armena og Asera til friðarviðræðna
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, boðar utanríkisráðherra Armeníu og Aserbaísjans til friðarviðræðna í dag. AFP fréttastofan greinir frá. Átökum ríkjanna í héraðinu Nagorno-Karabakh verði að lynna af mannúðarástæðum, segir forsetinn.
09.10.2020 - 02:09
Frægasta rokkstjarna sem þú hefur aldrei heyrt á minnst
Um þessar mundir eru 30 ár frá því að ein stærsta rokkstjarna heims lést sviplega í bílslysi, 28 ára að aldri. Victor Tsoi úr hljómsveitinni Kino var vinsælasti rokktónlistarmaðurinn á síðustu árum Sovétríkjanna, rödd sinnar kynslóðar, en nánast óþekktur á Vesturlöndum.
Segir Rússa tryggja valdajafnvægi
Rússar veita viðnám gegn vestrænum áhrifum í Austurlöndum nær með herstöðvum sínum í Sýrlandi. Þetta sagði Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, í viðtali á Zvezda, sjónvarpsstöð rússneska varnarmálaráðuneytisins, í tilefni þess að fimm ár eru síðan hernaðaríhlutun Rússa hófst í landinu. 
05.10.2020 - 08:36
Sakar Navalny um að vinna með CIA
Talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar sakar stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalny um að starfa með bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Ásökunin er svar Kremlar við þeirri yfirlýsingu Navalnys, að hann gruni Pútín Rússlandsforseta um að vera ábyrgan fyrir því að honum var byrlað eitur á dögunum.
02.10.2020 - 05:39
Segir Pútín á bak við tilræðið
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny sakar Vladimir Pútín um að hafa staðið á bak við tilræðið við sig í ágúst þegar eitrað hafi verið fyrir honum. Hann segist í viðtali við þýska vikuritið Der Spiegel ekki sjá neina aðra skýringu. 
01.10.2020 - 08:38
Eldri borgarar í Moskvu eiga að halda sig heima
Sergei Sobyanin, borgarstjóri í Moskvu, fyrirskipaði í dag að borgarbúar, sem orðnir eru sextíu og fimm ára og eldri, haldi sig sem mest heima frá og með næsta mánudegi. Einnig mæltist hann til þess að þeir sem geta sinnt vinnu sinni heima geri það.
25.09.2020 - 14:30
Maður sem kveðst Kristur endurborinn handtekinn
Rússneski sértrúarleiðtoginn Sergey Torop var handtekinn af rússneskum yfirvöldum á mánudag. Tveir aðstoðarmanna hans voru jafnframt handteknir. Torop kveðst vera sjálfur Jesús Kristur endurfæddur, og stýrði nokkur þúsund manna söfnuði í Síberíu.
24.09.2020 - 06:49
Navalny útskrifaður af sjúkrahúsi
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Frá þessu var greint í tilkynningu frá Charite-sjúkrahúsinu í Berlín í Þýskalandi í morgun.
23.09.2020 - 07:45
Biður Navalny afsökunar á að hafa þróað novichok
Vil Mirzayanov, einn þeirra efnafræðinga sem fann upp taugaeitrið novichok, hefur beðið rússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalny afsökunar. Navalny liggur á sjúkrahúsi í Berlín í Þýskalandi og jafnar sig eftir alvarleg veikindi. Þýskir læknar segja öruggar sannanir um að eitrað hafi verið fyrir honum með novichok.
20.09.2020 - 13:15
Fréttaskýring
Navalny, Novichok og Nord Stream 2
Eitt stærsta pólitíska deilumál síðari tíma á alþjóðavísu varð enn stærra eftir að rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny var byrlað taugaeitrið Novichok í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu. Hann liggur nú á sjúkrahúsi í Berlín í Þýskalandi þar sem hann vaknaði til meðvitundar í gær. Þjóðverjar kalla eftir ítarlegri rannsókn yfirvalda í Moskvu á því hver eitraði fyrir Navalny.
17.09.2020 - 07:00