Færslur: Rússland

Viðskiptabann á rússneskt skip vegna Nord Stream 2
Bandaríkjastjórn ætlar að leggja viðskiptabann á rússneska skipið Fortuna. Skipið leggur lokahönd á lagningu Nord Stream 2 gasleiðsluna frá Rússlandi til Þýskalands. Þýskir embættismenn staðfestu þetta við AFP fréttastofuna í gær.
19.01.2021 - 04:49
Navalny í fjögurra vikna gæsluvarðhald
Dómari í Moskvu úrskurðaði rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Hann á að koma aftur fyrir rétt 29. janúar þar sem til stendur að ákveða hvort hann verði látinn afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn fangelsisdóm, sem hann hlaut fyrir fjárdrátt.
18.01.2021 - 15:42
Þjóðverjar vilja að Navalny verði sleppt
Stjórnvöld í Þýskalandi krefjast þess að Rússar láti stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny lausan þegar í stað. Hann var handtekinn þegar hann kom til Moskvu í gær eftir að hann hafði dvalið í Þýskalandi í fimm mánuði. Þar naut hann læknisaðstoðar eftir að eitrað var fyrir honum heima fyrir.
18.01.2021 - 08:01
Pompeo fordæmir aðgerðir Rússa gegn Navalny
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjastjórn fordæma handtöku rússneska andófsmannsins Alexei Navalny í gær. Navalny var handtekinn við komuna til Rússlands frá Þýskalandi, þar sem hann fékk læknisaðstoð eftir að eitrað var fyrir honum.
18.01.2021 - 00:57
Hart lagt að Rússum að láta Navalny lausan
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir sér mjög brugðið yfir handtöku rússneska andófsmannsins Alexei Navalnys í dag. Guðlaugur hvetur rússnesk yfirvöld til að láta hann umsvifalaust lausan og láta allt uppi sem þau vita um eiturárásina á andófsmanninn.
Navalny handtekinn við komuna til Moskvu
Lögregla handtók rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny skömmu eftir að hann lenti í Moskvu í dag.
Navalny væntanlegur til Moskvu í dag
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny heldur aftur heim til Moskvu í dag og svo gæti farið að hann verði handtekinn við komuna þangað. Hann hefur dvalið í Þýskalandi síðustu fimm mánuði eftir að eitrað var fyrir honum í Síberíu í ágúst. 
17.01.2021 - 12:28
Vilja koma Sputnik V bóluefninu til ESB ríkja
Rússar áforma í næsta mánuði að sækja um leyfi fyrir Sputnik V bóluefninu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Notkun þess hefur þegar verið heimiluð í nokkrum löndum. 
14.01.2021 - 16:31
Navalny gætt átt yfir höfði sér 3,5 ára fangelsisdóm
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny gæti átt yfir höfði sér þriggja og hálfs árs fangelsisdóm við komuna til Rússlands. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir lögfræðingi hans. Navalny, sem tilkynnti í gærmorgun að hann ætlaði að snúa aftur til Rússlands á sunnudag, er sakaður um að hafa rofið skilorð með dvöl í útlöndum.
14.01.2021 - 10:57
Fjöldabólusetning að hefjast í Rússlandi
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fyrirskipaði í dag að fjöldabólusetning skuli hefjast í landinu frá næstu viku. Hann sagði á fjarfundi með æðstu embættismönnum að ekkert væri því til fyrirstöðu að bólusetja alla þjóðina.
Navalny kveðst ætla heim á sunnudag
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny tilkynnti í morgun að hann ætlaði að halda heim til Rússlands á sunnudag. Hann ætti bókað flug frá Berlín þann dag. 
13.01.2021 - 09:53
Brasilíumenn hefja framleiðslu á Sputnik V
Lyfjafyrirtæki í Brasilíu ætlar 15. þessa mánaðar að hefja framleiðslu á rússneska bóluefninu við kórónuveirunni, Sputnik V. Rússneska fréttastofan Tass greindi frá þessu í morgun. 
11.01.2021 - 08:12
Japarov tilkynnir sigur í forsetakosningnum í Kirgistan
Sadyr Japarov hefur lýst yfir sigri í forsetakosningum í Miðasíulýðveldinu Kirgistan í dag. Hann er með nærri áttatíu prósent atkvæða þegar nær öll atkvæði hafa verið talin.
Árið 2021 gengur í garð um heimsbyggð alla
Árið 2021 gekk fyrst í garð í eyríkjunum Kiribati og Samoa í Kyrrahafi. Næst hófst nýja árið á Nýja-Sjálandi þar sem fjölmenni safnaðist saman í miðborg höfuðborgarinnar Auckland og fylgdist með flugeldasýningu.
01.01.2021 - 06:28
Alvarlegra ástand í Rússlandi en fyrr var talið
Yfir 186 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 í Rússlandi frá því að heimsfaraldurinn braust út. Þetta eru mun fleiri dauðsföll en yfirvöld höfðu áður greint frá.
28.12.2020 - 17:58
Sautján sjómenn drukknuðu á Barentshafi
Sautján sjómenn eru taldir af eftir að rússneska togveiðiskipinu Onega hvolfdi í aftakaveðri á Barentshafi snemma í morgun. Tveir úr áhöfninni fundust á lífi.
28.12.2020 - 14:38
Sautján skipverjar týndir í Barentshafi
Sautján er saknað en tveimur var bjargað eftir að rússneska fiskiskipið Onega sökk í Barentshafi, norðan ströndum Rússlands, í morgun.
28.12.2020 - 07:54
Um 30.000 greindust með smit í Rússlandi í gær
Nærri 30.000 greindust smitaðir af kórónuveirunni í Rússlandi í gær, sem er mesti fjöldi á einum degi frá upphafi faraldursins. Þar af greindust ríflega 8.200 í höfuðborginni Moskvu.
24.12.2020 - 09:39
Tveggja ára dómur fyrir mótmæli í Rússlandi
Rússneskur stjórnarandstæðingur, Yulia Galyamina, fékk í dag tveggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa ítrekað skipulagt mótmæli, meðal annars gegn stjórnarskrárbreytingum sem heimila Vladimír Pútín, forseta Rússlands, að bjóða sig fram á ný árið 2024, þegar núverandi kjörtímabili lýkur.
23.12.2020 - 22:12
Býst ekki við breytingum á samskiptum við Bandaríkin
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, býst ekki við miklum breytingum á samskiptum Bandaríkjamanna og Rússa eftir að Joe Biden tekur við forsetaembættinu af Donald Trump í næsta mánuði. Þetta kom fram á fundi hans með þingmönnum og embættismönnum rússnesku stjórnarinnar í Moskvu í dag.
23.12.2020 - 16:35
Pútín tryggir sjálfum sér friðhelgi til æviloka
Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, undirritaði í gær löggjöf sem tryggir fyrrverandi Rússlandsforsetum ævilanga friðhelgi gagnvart ákæruvaldinu og sæti í öldungadeild rússneska þingsins frá þeim degi sem þeir láta af embætti allt til æviloka.
23.12.2020 - 04:13
Navalny gabbaði FSB og segist hafa sannað eitrunina
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur birt gögn sem hann segir sanna það að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum í sumar. Rússar svöruðu í dag og boða refsiaðgerðir.
22.12.2020 - 22:03
Staðhæft að Rússar standi að baki tölvuárásum
Bandarískir stjórnmálamenn staðhæfa að Rússar standi að baki netárásum sem hafa undanfarið valdið miklum usla hjá bandarískum stjórnarstofnunum. Demókratar furða sig á þögn forsetans.
Bandaríski sjóherinn boðar aukinn sýnileika og hörku
Bandarísk hernaðaryfirvöld vara við því að herskipum þeirra verði beitt enn ákveðnar gegn brotum á alþjóðalögum. Einkum er spjótum beint að stjórnvöldum í Kína sem hafa aukið umsvif sín í Suður-Kínahafi verulega undanfarin ár.
18.12.2020 - 02:29
Pútín ætlar í bólusetningu
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er ekki búinn að láta bólusetja sig, en kveðst ætla að gera það þegar kemur að hans aldursflokki.
17.12.2020 - 12:13