Færslur: Rússland

Saka Rússa, Kínverja og Írana um afskipti af kosningum
Rússar, Kínverjar og Íranar freista þess allir að hafa áhrif á úrslit bandarísku forsetakosninganna í haust og beita til þess óeðlilegum og ólöglegum meðulum. Þetta er mat forstjóra einnar fjölmargra bandarískra leyniþjónustustofnana, Gagnnjósna- og öryggisstofnunarinnar, sem hefur meðal annars það hlutverk að fylgjast grannt með öllum ógnum sem steðja að forsetakosningunum erlendis frá.
Ríflega 19 milljónir Covid-19 smita á heimsvísu
Yfir nítján milljónir hafa greinst með COVID-19 í heiminum öllum og rúmlega 712 þúsund látist úr sjúkdómnum svo vitað sé.
Lukashenko sakar Rússa um lygar
Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað rússnesk stjórnvöld um lygar vegna hóps „málaliða“ sem voru handteknir í Hvíta Rússandi í síðustu viku. Fullyrðir Luashenko að annar slíkur hópur hafi laumað sér inn í landið.
04.08.2020 - 14:09
Róstur í rússneskri borg
Mótmælendur hafa haft sig verulega frammi um þriggja vikna skeið í borginni Khabarovsk í austurhluta Rússlands, skammt frá landamærum Kína.
01.08.2020 - 02:49
Nýtt vopnahlé í Úkraínu
Nýtt vopnahlé hófst í austurhluta Úkraínu í gærkvöld. Það er í samræmi við samkomulag sem náðist í viðræðum milli Úkraínumanna og Rússa í síðustu viku sem Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hafði milligöngu í.
27.07.2020 - 09:16
Pútín boðar öflugri og fullkomnari kjarnavopn flotans
Rússneski flotinn verður brátt vopnaður fullkomnari og hraðfleygari kjarnorkuflaugum en hingað til og kafbátar flotans verða búnir kjarnorkudrónum. Vladimír Pútín greindi frá þessu þegar hann ávarpaði árlega hersýningu flotans í Sankti Pétursborg, þar sem öflugustu herskip, kjarnorkukafbátar og herþotur flotans eru í öndvegi. Þá sagði forsetinn að flotinn fengi 40 ný skip til umráða á þessu ári.
27.07.2020 - 05:32
Þúsundir íbúa Khabarovsk krefjast enn afsagnar Pútíns
Þúsundir borgarbúa fylktu liði rússnesku borginni Khabarovsk í gær og mótmæltu handtöku héraðsstjórans í samnefndu héraði syðst í Austur-Rússlandi og innsetningu arftaka hans, sem aldrei hefur búið í héraðinu. Fyrri héraðsstjóri, Sergei Furgal, nýtur mikilla vinsælda og tugir þúsunda borgarbúa mótmæltu þegar hann var var handtekinn og færður í gæsluvarðhald í Moskvu fyrr í þessum mánuði, sakaður um að hafa fyrirskipað morð á þremur kaupsýslumönnum fyrir fimmtán árum.
26.07.2020 - 07:33
Rússar hefja millilandaflug á ný
Rússar ætla að hefja millilandaflug að nýju um næstu mánaðamót, eftir þriggja mánaða hlé vegna COVID-19 farsóttarinnar. Fyrst í stað verður einungis flogið til þriggja landa.
24.07.2020 - 17:48
Bretland eitt helsta skotmark Rússa
Trúverðugar upplýsingar benda til að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Skotlands árið 2014.
21.07.2020 - 10:08
Rússar hafna ásökunum um tölvuinnbrot
Andrei Kelin sendiherra Rússlands í Bretlandi segir útilokað að Rússar hafi liðsinnt tölvuþrjótum við innbrot í tölvukerfi rannsóknarstofa sem vinna að þróun bóluefnis gegn Covid-19.
19.07.2020 - 00:48
Myndskeið
Þúsundir berjast við elda í Síberíu
Íbúum Jakútíu og fleiri svæða í Síberíu hefur verið ráðlagt að halda sig innan dyra og reyna ekki á sig af óþörfu vegna reykjarkófs sem leggur frá kjarr- og skógareldum í landshlutanum. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru sagðar höfuðorsök eldanna.
16.07.2020 - 17:57
Segja Rússa hafa reynt að stela gögnum um bóluefni
Bretar saka rússneska tölvuþrjóta um að hafa reynt að komast yfir upplýsingar frá vestrænum rannsóknarstofum um þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. Stjórnvöld í Kreml segjast ekkert kannast við málið.
Tugir þúsunda mótmæltu Pútín og handtöku héraðsstjóra
Tugir þúsunda fylktu liði á götum rússnesku borgarinnar Khabarovsk í gær til að mótmæla handtöku héraðsstjóra samnefnds héraðs syðst í Austur-Rússlandi. Héraðsstjórinn, Sergei Furgal, var handtekinn á fimmtudag, sakaður um að hafa fyrirskipað morð á minnst þremur kaupsýslumönnum fyrir fimmtán árum. Mótmælendur gengu að höfuðstöðvum héraðsstjórnarinnar í Khabarovsk-borg og hrópuðu meðal annars slagorð gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
12.07.2020 - 03:46
Rússar höfðu sitt fram: Aðeins ein leið til Sýrlands
Öryggsiráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að heimila flutninga hjálpargagna til Sýrlands í gegnum eina landamærastöð á landamærum þess að Tyrklandi í eitt ár.
Kæra Rússa til Mannréttindadómstólsins
Stjórnvöld í Hollandi hafa ákveðið að kæra Rússa til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir þátt þeirra í að malasísk farþegaþota var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014. Með henni fórust hátt í þrjú hundruð manns.
Hvaldimír er slasaður 
Mjaldurinn Hvaldimír er illa slasaður og talið er að hann hafi orðið fyrir fiskveiðibáti. Mjaldurinn mannblendni hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og myndböndum af honum í samskiptum við mannfólk er deilt nær daglega.
07.07.2020 - 16:28
Rússar fylgjast með múrmeldýraveiðum vegna kýlapestar
Rússnesk yfirvöld hafa komið upp eftirlitsstöðvum til að stöðva veiðar á múrmeldýrum nærri landamærunum að Kína og Mongólíu. Guardian greinir frá þessu. Líkur eru á að kýlapest, sem einnig nefnist svarti dauði, hafi greinst í nágrannalöndunum.
07.07.2020 - 05:37
Bretar beita viðskiptaþvingunum við mannréttindabrotum
Bresk stjórnvöld beittu í gær viðskiptarefsingum gegn nærri fimmtíu einstaklingum og stofnunum vegna mannréttindabrota. Þetta er í fyrsta sinn sem Bretar gera slíkt án samstarfs við Sameinuðu þjóðirnar eða Evrópusambandið. 
07.07.2020 - 04:46
Tsjetsjeni myrtur af samlöndum í Austurríki
Tveir Rússar frá sjálfsstjórnarhéraðinu Tsjetsjeníu voru handteknir í Austurríki í gær eftir að tsjetsjenskur andófsmaður var skotinn til bana í Gerasdorf, nærri Vín, á laugardag. Annar hinna handteknu er á fimmtugsaldri og hinn á fertugsaldri. Lögreglan rannsakar nú hvað árásarmönnunum gekk til. 
06.07.2020 - 01:30
Rússneskar herflugvélar á eftirlitssvæðinu við Ísland
Óþekktar flugvélar flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlandshafsbandalagsins (NATO) hér við land í fyrrinótt. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni höfðu flugvélarnar hvorki tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjárvara í gangi.
04.07.2020 - 16:39
Krefjast sex ára fangelsis vegna ummæla um hryðjuverk
Rússneskir saksóknarar krefjast þess að blaðamaðurinn Svetlana Prokopyeva verði dæmd í sex ára fangelsi. Hún er sökuð um að hafa réttlætt hryðjuverk með fréttaflutningi sínum af sjálfsmorðsárás á skrifstofu rússnesku leyniþjónustunnar FSB árið 2018.
04.07.2020 - 03:38
Trump fékk upplýsingar um verðlaunagreiðslur Rússa
Á sama tíma og bandarískir embættismenn reyna að gera lítið úr fregnum af því að Rússar hafi heitið Talíbönum verðlaunum til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan, birtir New York Times nýja grein um málið. Þar er sagt frá því að milliliðurinn sé fyrrverandi fíkinefnasmyglari, Rahmatullah Azizi að nafni.
Myndband
Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti breytingar Pútíns
Yfirgnæfandi meirihluti Rússa samþykkti stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands, segir að með breytingunum færist stjórnskipun landsins í íhaldssama og þjóðernissinnaða átt. 
01.07.2020 - 22:51
Viðtal
Rannsakar stöðu pólitískra fanga í Rússlandi
Evrópuráðsþingið hefur falið Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, að vinna skýrslu og þingsályktun um málefni pólitískra fanga í Rússlandi. Mannréttindasamtök telja að þar séu landi séu um þrjú hundruð manns í haldi vegna skoðana sinna.
01.07.2020 - 22:11
Myndband
Leikföng, ávextir og grænmeti í stað mótmælenda
Rússar greiða þessa dagana atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. Andstæðingar stjórnvalda hafa ekki boðað til mótmæla á götum úti vegna kórónuveirufaraldursins en nýta leikföng og grænmeti sem staðgengla sína.
30.06.2020 - 13:50