Færslur: Rússland

Sprengjum varpað á Kænugarð
Fjórar miklar sprengingar urðu í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu í rauðabítið. Fréttamenn AFP í borginni segja sprengju eða flugskeyti hafa hæft blokk í íbúðahverfi nærri miðborginni og reyk leggja frá eldi sem þar kviknaði. Vitali Klitsjko, borgarstjóri, segir líka frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að sprengjum hafi verið varpað á höfuðborgina og segir fólk í rústum tveggja íbúðarblokka.
26.06.2022 - 06:26
Pútín og Lukasjenko í Moskvu
Afhenda Hvítrússum fullkomið eldflaugakerfi innan tíðar
Rússar munu innan skamms afhenda Hvítrússum eldflaugar sem borið geta kjarnaodda. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti þessu yfir á fréttafundi við upphaf fundar þeirra Alexanders Lukasjenko, forseta Hvíta Rússlands, í Moskvu í gær.
Lofar að heimta Sjevjerodonetsk úr höndum Rússa á ný
Úkraínuforseti heitir því að allar þær borgir sem rússneski innrásarherinn hefur lagt undir sig verði heimtar aftur úr klóm Rússa, þar á meðal iðnaðarborgin Sjevjerodonetsk, sem Rússar lögðu endanlega undir sig í dag. Þetta kom fram í daglegu ávarpi Volodymyrs Zelenskys í kvöld. Þar greindi hann líka frá því að Rússar hefðu skotið eldflaugum og flugskeytum á 45 skotmörk í Úkraínu síðasta sólarhringinn.
Vikulokin
Mótmæli gegn stríðinu að fjara út í Moskvu
Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að myndin sem dregin sé upp af stríðinu í fjölmiðlum þar í landi sé mjög einsleit. Mótmælin sem blossuðu upp í upphafi innrásarinnar hafi að miklu leyti fjarað út.
Pistill
Fjórða valdið sem fékk ekki að lifa
Í þriðja pistli Victoriu Bakshinu í Víðsjá Rásar 1 um sögu Rússlands eftir fall Sovétríkjanna, er fjallað um blaðamennsku, eða fjórða valdið. Farið er gaumgæfilega yfir hvernig rússneskir fjölmiðlar blómstruðu á tíunda áratug síðustu aldar, samdráttarskeiðið í kjölfar þess og hvernig þeir eru nú, árið 2022, undir miklum þrýstingi.
25.06.2022 - 11:30
Falla frá neitunarvaldi vegna umsóknar Norður-Makedóníu
Búlgarska þingið samþykkti í morgun að hætta að beita neitunarvaldi gegn umsókn Norður-Makedóníu um aðild að Evrópusambandinu. Leiðtogaráð sambandsins samþykkti að veita Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkja í gær.
24.06.2022 - 12:55
Rússnesk herflutningavél hrapaði skammt frá Moskvu
Fjórir fórust og fimm slösuðust þegar rússnesk herflutningavél hrapaði í borginni Ryasan, suðaustur af Moskvu, í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu héraðsyfirvalda. TASS-fréttastofan greinir frá.
24.06.2022 - 07:04
Rússar nærri því að umkringja Lysjansk
Sprengjum hefur rignt yfir úkraínsku borgina Lysjansk, síðasta vígi Úkraínumanna í Luhanskhéraði í austanverðri Úkraínu, í nótt og morgun, auk þess sem rússneskir hermenn sóttu að borginni sunnanverðri á jörðu niðri. Í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram segir Sergei Haidai, héraðsstjóri í Luhansk, að Úkraínuher hafi tekist að verjast þeirri árás.
24.06.2022 - 06:16
Mögulegt að Rússar skrúfi fyrir gas til Evrópu í haust
Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar varar við að Rússar muni hugsanlega loka á allan gasútflutning til Evrópu í haust. Forstjórinn, Fatih Birol, segir í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC að algjör stöðvun á gasútflutningi sé ekki líklegasta niðurstaðan, en Evrópuríki verði að sýna fyrirhyggju og leggja á ráðin um möguleg viðbrögð ef jarðgasið hættir að streyma til þeirra frá Rússlandi.
Aldrei fleira flóttafólk komið til landsins
Aldrei hafa fleiri flóttamenn komið til landsins en á þessu ári. Frá áramótum hafa alls 1887 flóttamenn komið, þar af 1215 frá Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri vegna komu flóttamanna frá Úkraínu, segist eiga von á að flóttamönnum taki að fjölga með haustinu.
Pistill
Rússnesk menning er dauð, lengi lifi rússnesk menning
Í öðrum pistli sínum um Rússland eftir fall Sovétríkjanna fyrir Víðsjá Rásar 1, fjallar Victoria Bakshina um menningu og listir. Getur mögnuð menningararfleið rússnesku þjóðarinnar þvegið hendur hennar af ofstæki valdhafa hennar undanfarið, eða verður að endurreisa menningarhefðina og byggja hana frá grunni með hliðsjón af myrkri fortíð?
22.06.2022 - 09:19
Segja Gazprom brjóta lög með skertum gasflutningum
Úkraínumenn saka rússneska ríkisgasfyrirtækið Gazprom um að skera á gasflutninga til Evrópuríkja með ólöglegum hætti. Gassölu til nokkurra ríkja Evrópu hefur ýmist verið hætt eða dregið úr henni.
21.06.2022 - 16:21
Segja að Litáar muni finna vel fyrir gagnaðgerðum
Formaður þjóðaröryggisráðs Rússlands hefur hótað Litáum að bann þeirra, við vöruflutningum með lestum til hólmlendunnar Kalíníngrad, hafi alvarlegar afleiðingar. Litáar segja að bannið sé í takt við refsiaðgerðir sem Evrópusambandið hefur samþykkt.
21.06.2022 - 13:10
Segir Vesturlönd ábyrg fyrir fæðuóöryggi, ekki Rússa
Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir yfirvofandi hungursneyð og fæðuóöryggi í heiminum ekki stafa af innrásinni í Úkraínu, heldur af viðskiptaþvingunum Vesturlanda gegn Rússum. Hún sagði sífellt fleiri sérfræðinga vera á sama máli um að Vesturveldin ögruðu með aðgerðum sínum og bæru ábyrgð á eyðileggingu.
Sjónvarpsfrétt
Selur Nóbelsverðlaunin og styrkir börn í Úkraínu
Yfir hundrað milljónir manna eru á flótta og hafa aldrei verið fleiri. Friðarverðlaun Nóbels, sem rússneskur ritstjóri hlaut í fyrra, verða boðin upp í dag og rennur ágóðinn til barna á flótta.
Rússar sagðir herða sókn sína á ögurstundu
Úkraínumenn segja að Rússar hafi hert sókn sína í Karkív og Donetsk. Rússar eru sagðir varpa sprengjum í gríð og erg á svo gott sem öllum vígstöðvum.
Enn hart barist um yfirráð í Sjevjerodonetsk
Enn er hart barist í Sjevjerodonetsk í Austur-Úkraínu. Talsmenn úkraínska hersins segja að þeir geti enn varist árásum Rússa í nokkrum hverfum borgarinnar. Rússar umkringdu borgina fyrir tæpum mánuði og hafa átök um yfirráð hennar staðið nær linnulaust síðan.
20.06.2022 - 04:26
Hert sókn Rússa þegar Úkraína færist nær ESB-aðild
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segist búa sig undir harðnandi átök í heimalandi sínu í vikunni. Hann telji það mjög líkleg viðbrögð rússneskra stjórnvalda við því að Úkraínumenn færist nær inngöngu í Evrópusambandið.
Viðtalið
Uffe Ellemann-Jensen í Viðtalinu
Uffe Ellemann-Jensen er látinn, áttræður að aldri. Hann var einn áhrifamesti stjórnmálamaður Danmerkur á síðaasta hluta síðustu aldar. Hann var utanríkisráðherra frá 1982 til 93 og formaður Venstre frá 1984-98. Ellemann-Jensen hafði lengi barist við krabbamein og var lagður inn á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn á mánudag. Ellemann-Jensen var vinsæll og vel liðinn og í dag hafa danskir stjórnmálamenn bæði til hægri og vinstri minnst hans með hlýju.
19.06.2022 - 19:55
Stoltenberg: „Úkraínustríðið gæti varað í mörg ár“
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að stríðið í Úkraínu geti varað í mörg ár. Frá þessu greinir þýska dagblaðið Bild.
„Óásættanlegt“ að Rússar sigli inn í danska landhelgi
Rússneskt herskip fór tvisvar sinnum inn í danska landhelgi í gær. Varnarmálaráðherra Dana segir þessar heræfingar Rússa óásættanlegar, en ítrekar þó að þær ógni ekki landsmönnum.
Sjónvarpsfrétt
Pútín segir leiðtoga Vesturlanda lifa í blekkingu
Forseti Rússlands segir engan vafa á að Rússland muni ná öllum sínum markmiðum í stríðinu í Úkraínu og leiðtogar Vesturlanda lifi í blekkingu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti í dag formlegum stuðningi við aðildarumsókn Úkraínu.
Stöðvuðu rússneskan njósnara á leið til Hollands
Hollenska leyniþjónustan segist hafa komið í veg fyrir að rússneskur njósnari fengi aðgang að Alþjóðasakamáladómstólnum. Maðurinn er sagður útsendari GRU, rússnesku leyniþjónustunnar, í gervi Brasilíumanns sem sækist eftir starfsnámi.
Segir brýnt að Úkraína vinni stríðið
Leiðtogar Þýskalands, Frakklands og Ítalíu heimsóttu bæinn Irpin, nærri Kænugarði, í dag. Lík um 290 óbreyttra borgara fundust í bænum eftir að rússneski herinn hörfaði þaðan og hafa Rússar verið sakaðir um að fremja stríðsglæpi í bænum.
16.06.2022 - 10:23
Ítreka ákall eftir öflugri vopnum til Úkraínu
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, segir Úkraínuher þurfa á mun fleiri og öflugri þungavopnum að halda og brýnir Vesturlönd til að svara kalli Úkraínumanna eftir slíkum búnaði. Forsætisráðherra Póllands tekur í sama streng og Úkraínuforseti ítrekaði í gærkvöldi ákall sitt eftir fleiri og öflugri vopnum.