Færslur: Rússland

Myndskeið
Rússar að ítreka að Úkraína sé á þeirra áhrifasvæði
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja lýsa þungum áhyggjum af deilu Rússa og Úkraínumanna. 150.000 rússneskir hermenn séu nú við landamæri ríkjanna. Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum og fyrrverandi sendiherra, segir að Rússar vilji með herflutningunum minna á að Úkraína sé á þeirra áhrifasvæði. Ólíklegt sé að átök brjótist út. 
19.04.2021 - 19:50
Alexei Navalny fluttur á sjúkradeild
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur verið fluttur úr fangelsi á sjúkradeild. Hann hefur verið í mótmælasvelti í tuttugu daga og læknar segja hættu á að hann fái hjartaáfall eða nýrnabilun.
19.04.2021 - 12:37
Kalla eftir mótmælum til stuðnings Navalny
Stuðningsmenn rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans Alexeis Navalnys kalla nú eftir mótmælum til stuðnings honum víðs vegar í Rússlandi á miðvikudagskvöld, á sama tíma og Vladimir Pútín Rússlandsforseti flytur þjóðinni árlegt ávarp.
18.04.2021 - 17:01
Tékkar reka 18 Rússa úr landi vegna sprenginga 2014
Tékknesk stjórnvöld saka Rússa og rússnesku leyniþjónustuna um að hafa átt aðild að mannskæðum sprengingum í skotfæra- og sprengiefnageymslum í Tékklandi árið 2014. Því hafi verið ákveðið að vísa úr landi 18 starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Prag, sem sannað þykir að allir séu þar á vegum rússneskra leyniþjónustustofnana. Tveir menn sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal í Bretlandi 2018 eru á meðal grunaðra. Rússnesk stjórnvöld segja þetta fráleitar ásakanir.
18.04.2021 - 03:35
Læknar segja Navalny við dauðans dyr
Læknar rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans Alexeis Navalnys segja heilsu hans hafa hrakað bæði hratt og mikið síðustu daga og telja hann í bráðri lífshættu. Navalny, sem dæmdur var til fangelsisvistar í febrúar, hefur verið í mótmælasvelti síðustu tvær vikur. Læknarnir segja að fái Navalny ekki nauðsynlega aðhlynningu, helst á gjörgæsludeild sjúkrahúss, séu dagar hans að líkindum taldir.
17.04.2021 - 23:31
Alla leið
„Virðist vera góð auglýsing fyrir Sputnik bóluefnið“
„Það er gaman að sjá að þetta sé ekki áferðarfallegur karlmaður í hvítum gallabuxum á skautum með allt of dýran led skjá sem hann flytur inn,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson um rússneska framlagið í Eurovision í ár.
17.04.2021 - 15:14
Viðskiptaþvinganir og handtaka vegna Úkraínu
Bandaríkjamenn og Rússar hafa beitt þvingunum og brottvísunum utanríkisþjónustustarfsmanna hvor á annan undanfarna daga vegna deilna um hernað Rússa við Úkraínu. Spennan fer vaxandi, en þó er áfram stefnt að leiðtogafundi milli forseta landanna um samskipti þeirra á milli.
17.04.2021 - 12:37
Ekkert sem bendir til að leiðtogfundur verði hér
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ekkert benda til þess að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hittist á leiðtogafundi hér á landi í sumar. Þeim standi það þó vissulega til boða.
16.04.2021 - 18:12
Boða nýjar refsiaðgerðir gegn Rússum
Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í dag um nýjar refsiaðgerðir á hendur Rússum. Þetta eru þær fyrstu síðan Joe Biden tók við forsetaembætti í janúar. Í tilkynningu bandarískra yfirvalda segir að verið sé að refsa fyrir netárásir, afskipti af kosningum, innlimun Krímskaga og fyrir versnandi heilsufarsástand stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny. 
15.04.2021 - 18:26
Lavrov kemur til Reykjavíkur og tekur við af Íslandi
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ætlar að mæta á ráðherrafund Norðurskautsráðsins í eigin persónu í maí. Rússar taka þá við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Frá þessu greindi Maria Zakharóva, upplýsingafulltrúi Lavrov, á vikulegum blaðamannafundi rússneska utanríkisráðuneytisins í dag.
15.04.2021 - 15:58
Bandaríkjastjórn hætti við að senda herskip á Svartahaf
Stjórnvöld í Washington hafa hætt við að senda tvö bandarísk herskip inn á Svartahaf. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa þetta eftir starfsmönnum tyrkneska utanríkisráðuneytisins. Annað herskipanna, sem koma átti í gær, miðvikudag, lét ekki sjá sig.
15.04.2021 - 01:23
Pútín fékk seinni bólusetningu við COVID í dag
Þrátt fyrir að þrjár tegundir af bóluefni við COVID-19 séu framleiddar í Rússlandi, þar á meðal Sputnik, eru aðeins um sex prósent landsmanna fullbólusettir. Forseti landsins var bólusettur í dag og hvatti fólk til gera það sama.
14.04.2021 - 21:54
Biden vill fund með Pútín
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hvatti Rússa í dag til að minnka spennu við landamæri Rússlands að Úkraínu. Biden ræddi við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og lagði til að þeir myndu hittast á fundi á næstunni. 
13.04.2021 - 17:08
G7 ríkin biðja Rússa um að hætta að ögra Úkraínu
Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna kalla eftir því að Rússar hætti að ögra Úkraínu og dragi úr spennu á milli ríkjanna. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Rússneski herinn hefur fjölgað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu undanfarið. 
13.04.2021 - 02:58
Myndskeið
60 ár frá því sá fyrsti fór út í heiminn
Sextíu ár eru í dag síðan Rússinn Júrí Gagarín fór fyrstur manna út í geim. Forseti Rússlands segir landið þurfa að viðhalda stöðu sinni sem leiðandi kjarnorku- og geimvísindaþjóð.
12.04.2021 - 22:18
FSB gerir húsleit á heimili ritstjóra vefmiðils
Rússneskir leyniþjónustumenn gerðu húsleit á heimili rússneska blaðamannsins Roman Anine. Hann er ritstjóri rannsóknar-vefmiðilsins Vajnie historie og vann áður hjá dagblaðinu Novaya Gazeta. Nýverið voru birtar greinar á vefmiðlinum um tengsl leyniþjónustunnar við skipulagða glæpastarfsemi.
10.04.2021 - 06:06
Bandaríkin íhuga að senda herskip á Svartahaf
Bandaríkjastjórn íhugar að senda herskip á Svartahaf á næstu vikum. Fréttastofa CNN hefur þetta eftir hátt settum starfsmanni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Skipin yrðu send til að sýna Úkraínu stuðning vegna aukinna hernaðarumsvifa Rússa nærri landamærum Úkraínu.
09.04.2021 - 04:33
Merkel hvetur Pútín til að minnka umsvif við Úkraínu
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til þess í dag að minnka hernaðarumsvif við landamæri Rússlands að austurhluta Úkraínu. Spennan hefur aukist á svæðinu að undanförnu og aukin harka hefur færst í bardaga úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna.
08.04.2021 - 15:27
Heilsu Navalny hrakar hratt í fangelsi
Heilsu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny hrakar skart í fanganýlendunni að sögn Vadim Kobzev, lögmanns hans. Fréttastofa BBC hefur eftir Kobzev að Navalny sé byrjaður að missa tilfinningu í höndum og fótum. 
08.04.2021 - 04:37
Navalny segir samfanga sýkta af berklum
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny, sem afplánar nú fangelsisdóm í afskekktu fangelsi í Rússlandi, hefur átt við þrálátan hita og hósta að stríða. Lögmaður hans segir að hann sé við bága heilsu.
06.04.2021 - 13:35
Aukin spenna á landamærum Rússlands og Úkraínu
Aukin spenna hefur færst í samskipti Rússlands og Úkraínu eftir að Volodmymir Zelensky, forseti Úkraínu, hélt því fram í gær að rússneski herinn yki nú viðbúnað sinn við landamæri ríkjanna. 
02.04.2021 - 17:14
Navalny í hungurverkfalli
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny tilkynnti í dag að hann yrði í hungurverkfalli þar til hann fengi læknisaðstoð vegna bakverkja og máttleysis í fótum. 
31.03.2021 - 20:29
38 gervitunglum skotið út í geim
Rússneskri Soyuz-eldflaug var skotið á loft frá Baikonur í Kasakstan í morgun. Um borð eru þrjátíu og átta gervitungl sem senda verða á braut um hverfis jörðu. Gervitunglin eru frá átján löndum, en þar á meðal er fyrsta gervitunglið sem framleitt er fyrir stjórnvöld í Túnis.
22.03.2021 - 09:07
Fréttaskýring
Kuldaleg vika í samskiptum stórvelda
Samskipti Rússlands og Bandaríkjanna eru með verra móti þessa dagana og allt stefnir í að þau eigi eftir að versna enn frekar. Þetta hefur BBC, breska ríkisútvarpið, eftir talsmanni rússneskra stjórnvalda, eftir að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, svaraði því játandi í viðtali að forseti Rússlands væri morðingi. Pútín svaraði Biden í gær og sótti í visku úr eigin æsku, að eigin sögn, og sagði: margur þekkir mann af sér.
19.03.2021 - 11:25
G7-ríki hafna innlimun Krímskaga í Rússland
G7-ríkin viðurkenna ekki innlimun Krímskaga í Rússland. Þetta sagði yfirlýsingu sem ríkin sendu frá sér í morgun í tilefni þess að sjö ár eru síðan Rússar lögðu undir Krímskaga sem tilheyrt hafði Úkraínu.
18.03.2021 - 10:35
Erlent · Evrópa · Rússland · Úkraína · G7 · Krímskagi