Færslur: Rússar

Johnson útnefndur heiðursborgari í Odesa
Henady Trukhanov, borgarstjóri úkraínsku hafnarborgarinnar Odesa, hefur útnefnt Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sem heiðursborgara.
02.07.2022 - 05:15
Innrás í Úkraínu
„Frelsun“ Donbas óumsemjanlegt forgangsmál Rússa
Utanríkisráðherra Rússlands segir að það sé óumsemjanlegt forgangsmál að „frelsa“ héruðin Luhansk og Donetsk undan yfirráðum Úkraínu. Þjóðverjar hafa ákveðið að hækka framlög sín til varnarmála vegna stríðsins og ríki heims halda uppteknum hætti við afhendingu vopna til Úkraínumanna.
Ný atlaga að Kyiv gæti verið yfirvofandi
Ráðamenn í Kreml eru sagðir ráðgera nýja atlögu gegn Kyiv, höfuðborg Úkraínu, þrátt fyrir að sú fyrsta hafi runnið algerlega út í sandinn. Háttsettir menn innan stjórnarflokks Rússlands eru sigurvissir.
Sóknin þyngist sífellt í Donbas
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir gríðarlegan vanda blasa við í Donbas. Hann segir rússneska innrásarliðið einbeita sér að árásum á landsvæði með ströndinni og beita til þess hámarksþunga stórskotaliðs síns.
Zelensky sakar Rússa um þjóðarmorð í Donbas
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sakar Rússa að fyrirhuga skipulagt þjóðarmorð í Donbas-héraði austanvert í Úkraínu. Hann sagði atlögum rússneskra hersveita geta lyktað með því að enginn verði þar eftir á lífi.
Danskir ráðamenn verjast frétta af vopnasendingum
Hvorki Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, né varnarmálaráðherrann Morten Bødskov vilja greina nákvæmlega frá því hvers konar vopn danska ríkisstjórnin hefur útvegað Úkraínumönnum.
Costa heitir aðstoð við endurbyggingu skóla í Úkraínu
Forseti Úkraínu segir að hátt í tvö þúsund skólar hafi eyðilagst í hernaðaraðgerðum Rússa í landinu. Forsætisráðherra Portúgals heitir aðstoð við endurreisn skólanna.
Utanríkisráðherra Bretlands vill tryggja Moldóvu vopn
Utanríkisráðherra Bretlands segir afar brýnt að tryggja Moldóvu, einum næsta nágranna Úkraínu nútímavopn. Hún óttast yfirgang Rússa á svæðinu. Leiðtogi Bosníu-Serba vill ekki taka þátt í þvingunaraðgerðum vesturlanda.
Zelensky krefst þess að Rússar bæti allt tjón í Úkraínu
Rússnesk stjórnvöld þurfa að taka fjárhagslega ábyrgð á þeirri eyðileggingu sem herir þeirra hafa valdið í Úkraínu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta í kvöld. Hann segir að lokastig stríðsins verði afar blóðugt.
21.05.2022 - 03:20
Guterres hvetur Rússa til að opna hafnir Úkraínu
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við hættu á að hungur kunni að steðja að stórum hluta mannkyns verði ekki þegar brugðist við. Hann hvetur Rússa til að heimila kornflutning frá Úkraínu.
Talsverður efnahagssamdráttur í Úkraínu
Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu spáir að efnahagur Úkraínu skreppi saman um næstum þriðjung á þessu ári vegna innrásar Rússa í landið. Bankinn gerir þó ráð fyrir að efnahagurinn styrkist að nýju um 25 af hundraði á næsta ári.
Leggja kapp á að koma hermönnum brott úr verksmiðjunni
Enn hefst nokkur fjöldi hermanna við í Azov-stálverksmiðjunni og verst tilraunum Rússa við að ná svæðinu á sitt vald. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir hermennina einnig hafa lagt sitt af mörkum við að koma almennum borgurum á brott. Kapp verði lagt á að koma hermönnunum burt.
Rússnesk herþyrla rauf lofthelgi Finnlands í gær
Rússnesk herþyrla rauf lofthelgi Finnlands í gær. Finnska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu en þarlend stjórnvöld velta nú fyrir sér umsókn að Atlantshafsbandalaginu. Það gera Svíar sömuleiðis en skammt er síðan rússnesk herflugvél fór í óleyfi inn í lofthelgi þeirra.
Mikið mannfall í loftárásum austanvert í Úkraínu
Loftárásir Rússa í austanverðri Úkraínu urðu 21 almennum borgara að bana í dag og hið minnsta 27 særðust. Um það bil mánuður er síðan jafnmargir almennir borgarar fórust á einum degi. Brottflutningur fólks úr Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol hélt áfram í dag.
Óttast að innrásin tefji kjarnorkusamning við Írani
Frakklandsstjórn hefur lýst yfir áhyggjum um að innrás Rússa í Úkraínu verði til þess að hindra eða tefja endurlífgun kjarnorkusamnings við Íran. Rússar eru aðilar að samningaviðræðunum ásamt Bretum, Kínverjum, Þjóðverjum og Frökkum.
Fordæma framkomu rússneskra málaliða
Frakkar og Bandaríkjamenn fullyrtu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær að rússneska málaliðaþjónustan Wagner bæri ábyrgð á dauða tuga almennra borgara í Mið-Afríkulýðveldinu. Rússnesk yfirvöld segjast ekkert hafa með málaliðana að gera.