Færslur: Rúmenía

Leiðrétta þarf afurðaverð til bænda
Afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda er það lægsta í Evrópu og hefur lækkað talsvert að raungildi undanfarin ár.
Skólar í Rúmeníu lokaðir til hausts
Skólahald í leikskólum, grunn- og framhaldsskólum og háskólum í Rúmeníu fellur niður þar til í september vegna COVID-19 farsóttarinar. Eina undantekningin er tíu dagar í júní þegar nemendur í áttunda til tíunda bekk í grunnskólum mæta í vorpróf.
27.04.2020 - 16:21
Forsætisráðherra Rúmeníu endurheimtir traust
Rúmenski forsætisráðherrann Ludovic Orban var kosinn aftur til valda með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í traustsyfirlýsingu þingmanna í gær. Hann hefur verið starfandi forsætisráðherra síðan ríkisstjórn hans var hrakin frá völdum eftir að vantraustsyfirlýsing var samþykkt í síðasta mánuði. Orban er því aftur kominn með full völd til þess að hefja aðgerðir gegn útbreiðslu COVID-19 veikinnar í landinu.
15.03.2020 - 06:11
Rúmenska stjórnin fallin
Meirihluti rúmenska þingsins samþykkti í dag tillögu um vantraust á minnihlutastjórn Ludovic Orbans forsætisráðherra. Stjórnin hafði einungis verið við völd í þrjá mánuði. Alls greiddi 261 þingmaður tillögunni atkvæði, en 233 atkvæði þurfti til að fella stjórnina. 
05.02.2020 - 14:41
Myndskeið
Sauðfé bjargað úr skipi sem hvolfdi á Svartahafi
Björgunarmenn vinna að því að ná nærri 15 þúsund kindum úr flutningaskipi sem hvolfdi á Svartahafi við strendur Rúmeníu í gær. Skipið var á leið til Sádi Arabíu, en var skammt frá höfninni í Midia þegar slysið varð. Þeim 21 sem var í áhöfn skipsins var öllum komið til bjargar, auk 32 kinda. Þar af var tveimur ám bjargað upp úr sjónum að sögn talskonu björgunarhópsins.
25.11.2019 - 04:06
Fjöldamótmæli í Búkarest
Tugir þúsunda söfnuðust saman í miðborg Búkarest í kvöld og mótmæltu stjórnarháttum Vioriva Dancila, forsætisráðherra, og ríkisstjórnar hennar. Hrópuðu mótmælendur slagorð á borð við „Niður með ríkisstjórnina!“ og „Þjófar!“ samkvæmt frétt rúmenska vefmiðilsins hotnews. Beindu mótmælendur spjótum sínum einkum að „getuleysi og spillingu“ valdhafa og viðvarandi tilraunum þeirra til að grafa undan rannsóknum lögreglu og saksóknara á spillingu í þeirra röðum, segir í frétt vefritsins.
11.08.2019 - 01:18
Hörð mótmæli eftir morð á táningsstúlku
Þúsundir söfnuðust saman í Búkarest í gærkvöld til að mótmæla slælegum vinnubrögðum rúmensku lögreglunnar, sem kostuðu 15 ára stúlku lífið í vikunni. Ríkislögreglustjóri Rúmeníu var rekinn vegna málsins en mótmælendur segja að það dugi skammt og krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar og allsherjar uppstokkunar í lögreglunni.
28.07.2019 - 05:27
Formaður stjórnarflokks Rúmeníu í fangelsi
Liviu Dragnea, formaður Sósíaldemókrata í Rúmeníu og þingforseti, var stungið í fangelsi í dag vegna spillingarmáls. BBC greinir frá. Hæstiréttur Rúmeníu staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir honum.
28.05.2019 - 01:17
Rúmenar kjósa um spillingu og Evrópuþingmenn
Auk kosninga til Evrópuþings á sunnudag fá kjósendur í Rúmeníu að greiða atkvæði vegna spillingar. Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, segir kjósendur geta lýst reiði sinni með atkvæðagreiðslunni.
24.05.2019 - 05:11
Iliescu ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni
Ion Iliescu, fyrrverandi forseti Rúmeníu, var í gær ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni fyrir þátt hans í eftirleik byltingarinnar í Rúmeníu árið 1989, þar sem Nicolae Ceaușescu og stjórn hans var steypt af stóli. Iliescu er sakaður um að hafa nýtt sér ríkisfjölmiðla landsins til að dreifa, vísvitandi, röngum upplýsingum og kynda undir ótta við hryðjuverk, sem leiddi til „frændvíga, stjórnlausrar skothríðar og misvísandi hernaðarfyrirmæla," segir í tilkynningu saksóknara.
09.04.2019 - 02:59
Deila um flutning sendiráðs til Jerúsalem
Forsætisráðherra Rúmeníu tilkynnti í gær að rúmenska sendiráðið í Ísrael verði innan tíðar flutt frá Tel Aviv til Jerúsalem. Forsætisráðherrann, Viorica Dăncilă, tilkynnti þetta þegar hún ávarpaði samkomu bandarísk-ísraelskra hagsmunagæslusamtaka í Washington. Forseti Rúmeníu vísar þessu á bug og sakar forsætisráðherrann um mikla vanþekkingu á alþjóðamálum.
25.03.2019 - 02:18
Inflúensan leggst þungt á Rúmena
Fimmtán hafa dáið í Rúmeníu frá áramótum af völdum inflúensu. Enginn þeirra hafði látið bólusetja sig gegn veirunni. Hátt í eitt hundrað þúsund hafa látið bólusetja sig það sem af er ári. Ókeypis bóluefni er gengið til þurrðar á sjúkrahúsum landsins, en enn er hægt að fá það í apótekum.
20.01.2019 - 16:53
Telur Rúmena lítt til forystu fallna í ESB
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, efast um að Rúmenar séu til þess hæfir að fara með formennsku ráðherraráði Evrópusambandsins á fyrri helmingi næsta árs, eins og til stendur. Stirt hefur verið milli stjórnvalda í Rúmeníu og stjórnenda ESB að undanförnu.
30.12.2018 - 11:51
Rúmenar vilja ekki banna samkynja hjónaband
Rúmenskir kjósendur höfðu greinilega lítinn áhuga á að binda það í stjórnarskrá, að banna skyldi hjónaband milli fólks af sama kyni, því afar fáir mættu á kjörstað til að greiða atkvæði um tillögu þess efnis um helgina. Svo fáir, að atkvæðagreiðslan hefur ekkert gildi, hvernig sem úrslitin eru.
07.10.2018 - 23:27
Rúmenar kjósa um skilgreiningu á hjónabandi
Stjórnvöld í Rúmeníu vilja að fest verði í stjórnarskrá á hjónaband sé gjörningur á milli konu og karlmanns. Rúmenar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Kjörstaðir voru opnaðir snemma í morgun og atkvæðagreiðsla stendur yfir í tvo daga.
06.10.2018 - 12:49
Fjölmenn mótmæli í Rúmeníu annan daginn í röð
Tugir þúsunda hafa mótmælt rúmensku ríkisstjórninni í dag og kvöld, annan daginn í röð. Mannfjöldinn fyllir götur og torg umhverfis helstu stjórnarbyggingar í Búkarest og krefst afsagnar ríkisstjórnar Sósíaldemókrata, sem sökuð er um spillingu og dugleysi. Mótmælendur halda á spjöldum og kyrja frasa á borð við „Niður með ríkisstjórnina!“ og „Réttlæti, ekki spillingu!“
11.08.2018 - 23:15
Fjölmenn mótmæli í Rúmeníu
Tugir þúsunda söfnuðust saman í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, í dag og kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar og kosninga sem fyrst. Mótmælendur kyrjuðu slagorð á borð við „Þjófar!", „Burt með ríkisstjórnina!" og „Réttlæti, ekki spilling!" Samkvæmt rúmenskum fjölmiðlum hópuðust á bilinu 30 - 50.000 manns saman utan við stjórnarráðsbygginguna í Búkarest til að mótmæla spillingu, bágum kjörum launafólks og tilraunum ríkisstjórnarinnar til að grafa undan dómstólum landsins.
11.08.2018 - 02:35
Helsti rannsakandi spillingarmála rekinn
Laura Codruta Kövesi saksóknari, sem stýrt hefur rannsókn á spillingarmálum í Rúmeníu, var í dag rekin úr starfi. Klaus Iohannis forseti veitti henni lausn frá störfum að kröfu Tudorels Toaders dómsmálaráðherra.
09.07.2018 - 08:30
Umdeild spillingarlög samþykkt
Forseti Rúmeníu gagnrýnir ný lög sem neðri deild rúmenska þingsins samþykkti í gær. Lögin taka vægar á spillingu og afglæpavæða brot í embætti. Samkvæmt nýju lögunum er ekki lengur glæpur að misnota aðstöðu sína í embætti undir ákveðnum kringumstæðum, að sögn Deutsche Welle. Þá verða saksóknarar að færa sönnur á því að embættismaður hafi sjálfur hagnast, eða náin skyldmenni, af misnotkun hans á embættinu.
05.07.2018 - 05:09
Ruglaðist á íslenska og breska fánanum
Starfsfólki borgarstjórnarinnar í rúmensku borginni Buzau varð heldur betur á í messunni þegar sendiherra Bretlands heimsótti borgarstjóra borgarinnar á dögunum. Borðfánar Rúmeníu og Íslands stóðu á borðinu þar sem mennirnir hittust.
04.07.2018 - 10:36
Samkynja hjón hafa sama rétt
Makar ríkisborgara innan Evrópusambandsins hafa rétt á búsetu með mökum sínum innan ESB-ríkja óháð kyni, samkvæmt úrskurði Evrópudómstólsins. Adrian Coman höfðaði mál eftir að bandarískum eiginmanni hans var neitað um búsetu í Rúmeníu.
05.06.2018 - 18:54
Fær dánarúrskurði sínum ekki hnekkt
Rúmenskur karlmaður á sjötugsaldri gekk út úr dómsal í gær, hvaðan hann var úrskurðaður látinn. Þótti dómstólnum það ekki næg sönnun að hann stæði ljóslifandi fyrir framan hann. Lög eru lög, og hann var of seinn að áfrýja dánarvottorði sem eiginkona hans útvegaði eftir að hann lét ekkert vita af sér í fjölda ára.
17.03.2018 - 05:07
Óvæntur sigur glysrokksins í Rúmeníu
Rokksveitin The Humans bar sigur úr býtum þvert á allar spár í einni stærstu undankeppni Eurovision vertíðarinnar í ár. Sextíu lög tóku þátt í 5 undanriðlum rúmensku keppninnar sem haldin var víðsvegar um landið, þar á meðal í þekktri saltnámu sem er vinsæll ferðamannastaður í Rúmeníu.
28.02.2018 - 09:43
Ný rúmensk lög sögð afglæpavæða spillingu
Tugir þúsunda mótmæltu í gær fyrirhuguðum lögum sem talin eru gera stjórnmálamönnum í Rúmeníu auðveldara að komast upp með spillingu. Tilraun til að afglæpavæða ýmis konar misnotkun í embætti ráðherra leiddi til mótmælaöldu í landinu í ársbyrjun í fyrra. Stjórnvöld hættu þá við fyrirhugaðar lagabreytingar.
21.01.2018 - 05:27
Þúsundir mótmæltu í Rúmeníu
Þúsundir Rúmena þustu út á götur Búkarest og annarra borga í Rúmeníu til þess að mótmæla fyrirhuguðum lagabreytingum stjórnvalda. Nýju lögin draga úr lögum gegn spillingu og afglæpavæða pólitískt misferli.
27.11.2017 - 03:50