Færslur: Rúmenía

Hjón sem tóku upp nöfn látinna barna grunuð um njósnir
Hjón sem höfðu verið búsett í Bandaríkjunum um áratugaskeið hafa verið ákærð fyrir auðkennisþjófnað og samsæri gegn ríkisstjórninni. Hjónin tóku upp nöfn látinna barna en þau eru sterklega grunuð um njósnir.
Hvetja ESB til að berjast gegn sögufölsunum Rússa
Stjórnvöld í Eystrasaltslöndunum þremur, Póllandi og Rúmeníu, brýna Evrópusambandið til að leggja sig meira fram um að hindra Rússa í því að umskrifa söguna sér í hag. Í opnu bréfi leiðtoga þessara fimm ríkja sem birt var í gær hvetja þeir Evrópusambandið til að beita sér fyrir því að verja sögulegar minjar og vinna markvisst og ákveðið gegn viðvarandi tilraunum Rússa til að hagræða og afneita sögulegum staðreyndum.
24.07.2022 - 07:39
Lýstu stuðningi við aðildarumsókn Úkraínu
Leiðtogar Þýskalands, Ítalíu, Frakklands og Rúmeníu eru allir hlynntir því að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu án tafar. Þetta kom fram á blaðamannafundi þeirra fjögurra með Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í Kænugarði.
Þrettán milljónir Úkraínumanna á flótta
Alls er talið að þrettán milljónir Úkraínumanna hafi flúið heimili sín frá innrás Rússa í landið 24. febrúar. Samkvæmt því sem fram kemur á tölfræðivefnum Worldometer voru Úkraínumenn ríflega 43 milljónir um miðjan maí.
Hvetur til fjölgunar hermanna í Austur-Evrópu
Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, hvetur til þess að Bandaríkin fjölgi í herafla sínum í Austur- Evrópu. Með því segir hann verða mögulegt að halda aftur af yfirgangi Rússa á svæðinu.
Úkraínumenn finna leiðir til vöruútflutnings
Úkraínumenn hyggjast reyna að flytja ýmsar landbúnaðarvörur um rúmensku hafnarborgina Constanta. Með því er vonast til að efnahagur Úkraínu styrkist auk þess sem mætt er þörf fjölmargra ríkja í brýnni þörf fyrir vörur þaðan.
Leiðtogafundur vegna Úkraínu hefst í dag
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins eiga fund í Brussel í dag þegar réttur mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu. Ætlunin er að senda Vladimír Pútín Rússlandsforseta skýr skilaboð um alvarlegar afleiðingar innrásarinnar í Úkraínu.
1,5 milljónir barna á flótta
Um 1,5 milljónir barna hafa flúið Úkraínu frá því að Rússar réðust inn í landið hinn 24. febrúar. Þetta er mat sérfræðinga Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem óttast að fjölmörg úr þeirra hópi kunni að lenda í klóm glæpamanna sem stunda mansal.
Flóttinn frá Úkraínu
Svíar taka upp landamæraeftirlit að nýju
Ríkisstjórn Svíþjóðar áformar að innleiða vegabréfaeftirlit á landamærum sínum að nýju, eins og tíðkaðist þegar flóttamannastraumurinn vegna Sýrlandsstríðsins var hvað mestur árið 2015. Ástæðan er sá mikli flótti sem brostinn er á eftir innrás Rússa í Úkraínu, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst sem mesta fólksflótta í Evrópu frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sænska innviðaráðuneytinu.
Yfir 1.700.000 hafa flúið Úkraínu
Ríflega 1.700.000 manns hafa flúið frá Úkraínu til grannríkja í vestri og suðri, síðan Rússar réðust inn í landið hinn 24. febrúar og minnst 1.200 almennir borgarar hafa farist og særst í átökunum. Flóttamannastofnun og Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna greina frá þessu. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, telur ekki óvarlegt að áætla að um fimm milljónir flýi Úkraínu á næstu mánuðum ef stríðinu linnir ekki.
Mesti fólksflótti í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir fólksflóttann frá Úkraínu síðustu daga þann mesta sem sést hefur í Evrópu síðan í heimsstyrjöldinni síðari. Aldrei hafa jafn margir flúið eitt og sama landið á jafn skömmum tíma og nú.
1.200.000 hafa flúið stríðið í Úkraínu
Yfir 1.200.000 manns hafa flúið frá Úkraínu til nágrannaríkja frá því að Rússar réðust inn í landið hinn 24. febrúar. Langflest fara þau til Póllands, þar sem yfir helmingur flóttafólksins hefur leitað skjóls samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
05.03.2022 - 07:42
Evrópusambandið boðar viðamiklar refsiaðgerðir
Evrópusambandið kynnti í nótt viðamiklar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Forseti framkvæmdastjórnar sambandsins segir að vatnaskil hafi orðið í Evrópu en forseti Frakklands útilokar ekki að enn megi semja við Rússlandsforseta.
Biden hyggst bæta við herlið í Austur-Evrópu
Bandaríkjamenn hyggjast á næstunni auka við herafla sinn í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem ríkir við landamæri Rússlands og Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá þessu í dag með þeim orðum að ekki væri ætlunin að senda mjög marga hermenn á svæðið.
Ræddi Úkraínumálið við leiðtoga Austur-Evrópuríkja
Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi í dag símleiðis við forseta Úkraínu og leiðtoga níu NATÓ-ríkja í Austur-Evrópu. Hann hét Úkraínumönnum stuðningi ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið.
Biden ræðir við leiðtoga níu Austur-Evrópuríkja
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hyggst funda með leiðtogum níu NATO-ríkja í Austur-Evrópu til að fara yfir stöðu mála í Úkraínu og það sem þeim Vladimír Pútín Rússlandsforseta fór á milli á fjarfundi þeirra á þriðjudag.
09.12.2021 - 01:22
Sjónvarpsfrétt
Skæð COVID bylgja í Austur-Evrópu
Yfirstandandi bylgja COVID-19 faraldursins stefnir í að vera sú skæðasta víða í Austur-Evrópu. Ráðstafanir eru ýmiss konar, frá því að fresta læknismeðferðum sem mega bíða yfir í að skipa fólki yfir sextugu að halda sig heima í fjóra mánuði.
25.10.2021 - 19:17
Fyrrverandi hershöfðingi reynir stjórnarmyndun
Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, fól í dag Nicolae Ciuca, fyrrverandi hershöfðingja, að mynda ríkisstjórn og binda þannig enda á stjórnarkreppu sem hefur varað í landinu í meira en mánuð. Ciuca hefur að undanförnu gegnt embætti varnarmálaráðherra til bráðabirgða. Hann stýrði rúmenska herliðinu þegar það tók þátt í aðgerðum í Írak og Afganistan ásamt Bandaríkjamönnum og fleiri þjóðum á árunum 2001 til 2004.
21.10.2021 - 15:09
Forseti Lettlands smitaður af COVID-19
Egils Levits, forseti Lettlands er smitaður af COVID-19. Smitum hefur fjölgað svo mjög í landinu undanfarið að stjórnvöld ákváðu að lýsa fyrir neyðarástandi af þeim sökum.
Íhuga að flytja sjúklinga með COVID-19 úr landi
Heilbrigðiskerfið í Rúmeníu riðar til falls nú í fjórðu bylgju heimsfaraldurs COVID-19. Um 1.600 manns eru sagðir vera á bið eftir gjörgæsluplássum og heilbrigðisstarfsfólk segir að pláss losni aðallega á spítölum vegna dauðsfalla. Á föstudag létust 385 manns vegna faraldursins í landinu, sem er mesti fjöldi til þessa. Yfirvöld í landinu segjast í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins vera að leita leiða til þess að flytja sjúklinga úr landi svo þeir hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu.
10.10.2021 - 10:54
Vantraust samþykkt á rúmensku stjórnina
Rúmenska ríkisstjórnin er fallin. 281 þingmaður á þingi landsins greiddi í dag atkvæði með tillögu um vantraust. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni, þar sem stjórnarliðar og ríkisstjórn Florins Citus forsætisráðherra ákváðu að sniðganga atkvæðagreiðsluna. Citu tók við embætti í desember síðastliðnum. Hann og stjórn hans hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við fjórðu bylgju COVID-19 faraldursins og margvíslegum efnahagserfiðleikum sem að steðja.
05.10.2021 - 12:42
Tregða til bólusetninga
Yfirvöld í fjölmörgum ríkjum hafa áhyggjur af því að hægar gangi að bólusetja gegn COVID-19 eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir. Víða hefur verið gripið til ráðstafana til að hvetja fólk til láta bólusetja sig. Bólusetningatregða er misjafnlega útbreidd, töluverður hluti Bandaríkjamanna, Frakka og Rússa, svo dæmi séu tekin, er tortrygginn eða andvígur bólusetningum. Hið sama gildir í mörgum ríkjum í Austur-Evrópu.
Könnun sýnir að spilling hefur aukist í faraldrinum
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur aukið spillingu í ríkjum Evrópusambandsins. Um þriðjungur íbúa þess telur að spilling hafi aukist í faraldrinum.
Þýfi flutt frá Rúmeníu aftur til Danmerkur
Danska lögreglan auglýsir nú að íbúar á Sjálandi sem hafa lent í innbrotum eða vasaþjófnaði á síðustu árum geti mögulega endurheimt það sem frá þeim var stolið. Óhemjumagn þýfis fannst í Rúmeníu og talið er að mikið af því komi frá Danmörku. Eftir langa rannsókn tók lögreglan í Kaupmannahöfn í vor á móti vörubíl fullum af góssi sem flutt hafði verið til Rúmeníu en stolið á Sjálandi.
09.06.2021 - 13:47
Þota einræðisherra Rúmeníu boðin upp
Einkaþota Nicolaes Ceausescus, fyrrverandi einræðisherra í Rúmeníu, var í dag seld á uppboði fyrir 120 þúsund evrur, um það bil 17,6 milljónir króna. Á annað hundrað safnarar og áhugamenn um flug og allt sem því við kemur tóku þátt í uppboðinu, ýmist á vefnum eða í síma. Lágmarksboð í þotuna var 25 þúsund evrur eða 3,7 milljónir króna.
28.05.2021 - 16:56