Færslur: Rúmenía

Sjónvarpsfrétt
Skæð COVID bylgja í Austur-Evrópu
Yfirstandandi bylgja COVID-19 faraldursins stefnir í að vera sú skæðasta víða í Austur-Evrópu. Ráðstafanir eru ýmiss konar, frá því að fresta læknismeðferðum sem mega bíða yfir í að skipa fólki yfir sextugu að halda sig heima í fjóra mánuði.
25.10.2021 - 19:17
Fyrrverandi hershöfðingi reynir stjórnarmyndun
Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, fól í dag Nicolae Ciuca, fyrrverandi hershöfðingja, að mynda ríkisstjórn og binda þannig enda á stjórnarkreppu sem hefur varað í landinu í meira en mánuð. Ciuca hefur að undanförnu gegnt embætti varnarmálaráðherra til bráðabirgða. Hann stýrði rúmenska herliðinu þegar það tók þátt í aðgerðum í Írak og Afganistan ásamt Bandaríkjamönnum og fleiri þjóðum á árunum 2001 til 2004.
21.10.2021 - 15:09
Forseti Lettlands smitaður af COVID-19
Egils Levits, forseti Lettlands er smitaður af COVID-19. Smitum hefur fjölgað svo mjög í landinu undanfarið að stjórnvöld ákváðu að lýsa fyrir neyðarástandi af þeim sökum.
Íhuga að flytja sjúklinga með COVID-19 úr landi
Heilbrigðiskerfið í Rúmeníu riðar til falls nú í fjórðu bylgju heimsfaraldurs COVID-19. Um 1.600 manns eru sagðir vera á bið eftir gjörgæsluplássum og heilbrigðisstarfsfólk segir að pláss losni aðallega á spítölum vegna dauðsfalla. Á föstudag létust 385 manns vegna faraldursins í landinu, sem er mesti fjöldi til þessa. Yfirvöld í landinu segjast í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins vera að leita leiða til þess að flytja sjúklinga úr landi svo þeir hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu.
10.10.2021 - 10:54
Vantraust samþykkt á rúmensku stjórnina
Rúmenska ríkisstjórnin er fallin. 281 þingmaður á þingi landsins greiddi í dag atkvæði með tillögu um vantraust. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni, þar sem stjórnarliðar og ríkisstjórn Florins Citus forsætisráðherra ákváðu að sniðganga atkvæðagreiðsluna. Citu tók við embætti í desember síðastliðnum. Hann og stjórn hans hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við fjórðu bylgju COVID-19 faraldursins og margvíslegum efnahagserfiðleikum sem að steðja.
05.10.2021 - 12:42
Tregða til bólusetninga
Yfirvöld í fjölmörgum ríkjum hafa áhyggjur af því að hægar gangi að bólusetja gegn COVID-19 eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir. Víða hefur verið gripið til ráðstafana til að hvetja fólk til láta bólusetja sig. Bólusetningatregða er misjafnlega útbreidd, töluverður hluti Bandaríkjamanna, Frakka og Rússa, svo dæmi séu tekin, er tortrygginn eða andvígur bólusetningum. Hið sama gildir í mörgum ríkjum í Austur-Evrópu.
Könnun sýnir að spilling hefur aukist í faraldrinum
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur aukið spillingu í ríkjum Evrópusambandsins. Um þriðjungur íbúa þess telur að spilling hafi aukist í faraldrinum.
Þýfi flutt frá Rúmeníu aftur til Danmerkur
Danska lögreglan auglýsir nú að íbúar á Sjálandi sem hafa lent í innbrotum eða vasaþjófnaði á síðustu árum geti mögulega endurheimt það sem frá þeim var stolið. Óhemjumagn þýfis fannst í Rúmeníu og talið er að mikið af því komi frá Danmörku. Eftir langa rannsókn tók lögreglan í Kaupmannahöfn í vor á móti vörubíl fullum af góssi sem flutt hafði verið til Rúmeníu en stolið á Sjálandi.
09.06.2021 - 13:47
Þota einræðisherra Rúmeníu boðin upp
Einkaþota Nicolaes Ceausescus, fyrrverandi einræðisherra í Rúmeníu, var í dag seld á uppboði fyrir 120 þúsund evrur, um það bil 17,6 milljónir króna. Á annað hundrað safnarar og áhugamenn um flug og allt sem því við kemur tóku þátt í uppboðinu, ýmist á vefnum eða í síma. Lágmarksboð í þotuna var 25 þúsund evrur eða 3,7 milljónir króna.
28.05.2021 - 16:56
MDE: Sóttvarnarreglur jafngilda ekki stofufangelsi
Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í gær einróma máli Cristian Terhes, þingmanni Rúmena á Evrópuþinginu, um að útgöngubann vegna COVID-19 í heimalandi hans hafi jafngilt stofufangelsi. Útgöngubannið var í gildi í sjö vikur.
Rúmenar bólusetja í Drakúla-kastala
Í kastalanum sem talið er að Bram Stoker hafi fengið innblástur sinn af fylgsni vampírunnar blóðþyrstu, Drakúla, geta vegfarendur nú fengið bólusetningu við kórónuveirunni. Heilbrigðisstarfsfólk með vígtennur í klæðum sínum tekur á móti gestum í Bran-kastalanum í miðri Rúmeníu. Er þetta liður í aðgerðum stjórnvalda þar í landi til að hvetja fólk til láta bólusetja sig. 
10.05.2021 - 11:53
Prins sakaður um að hafa fellt stærsta björn Evrópu
Emanuel, prins af Liechtenstein, er sakaður um að hafa drepið stærsta skógarbjörn Rúmeníu. Prinsinn var með leyfi fyrir því að skjóta birnu sem hafði valdið miklum skemmdum á sveitabæjum í Ojdula, en er sagður hafa farið djúpt inn í skóginn og drepið björninn Arthur. 
06.05.2021 - 06:23
Stórtækir peningafalsarar stöðvaðir
Umfangsmikil peningafölsun hefur verið afhjúpuð í Búlgaríu. Karl og kona á miðjum aldri eru í haldi lögreglu, grunuð um að hafa prentað falsaðar evrur og dollara í prentsmiðju í einum af háskólum landsins. 
16.03.2021 - 17:37
Drykkja Thomasar Vinterbergs er mynd ársins í Evrópu
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru afhent við fámenna en hátíðlega athöfn í Berlín í kvöld. Ótvíræður sigurvegari hátíðarinnar er danska kvikmyndin Druk, eða Drykkja, eftir Thomas Vinterberg.
Enn finnast dularfullar gljáandi súlur
Enn ein dularfull gljáandi, þriggja metra há súla hefur fundist, nú á strönd Wighteyju undan suðurströnd Englands. Fyrsta súlan fannst í eyðimörk i Utah í nóvember, önnur á fjallstindi í Kaliforníu og enn önnur í Rúmeníu.
08.12.2020 - 01:06
Stjórnarandstæðingar sigruðu í Rúmeníu
Jafnaðarmannaflokkurinn PSD sigraði í þingkosningum í Rúmeníu í gær. Flokkurinn, sem hefur verið í stjórnarandstöðu, var með þrjátíu prósenta fylgi þegar meira en níu af hverjum tíu atkvæðum höfðu verið talin. 
07.12.2020 - 16:02
Kosningaþátttaka í Rúmeníu í sögulegu lágmarki
Mjótt virðist á munum með Frjálslyndum, stjórnarflokki Ludovics Orbans í Rúmeníu og Sósíaldemókrötum eftir þingkosningarnar í dag. Þetta sýna útgönguspár sem birtar voru skömmu eftir að kjörstöðum lokaði þar í kvöld.
06.12.2020 - 22:23
Kosið til þings í Rúmeníu
Kosið verður til þings í Rúmeníu í dag. Búist er við að Frjálslyndi flokkur Ludovics Orbans forsætisráðherra fari með sigur af hólmi þrátt fyrir að hafa legið undir ámæli vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum.
06.12.2020 - 04:30
Sakamálarannsókn hafin á bruna í sjúkrahúsi í Rúmeníu
Sakamálarannsókn er hafin vegna bruna á sjúkrahúsi í Rúmeníu, þar sem tíu Covid 19 sjúklingar létust. Einn læknanna er með alvarleg brunasár eftir að hafa lagt líf sitt í hættu við að reyna að bjarga sjúklingum.
15.11.2020 - 11:43
Tíu COVID-sjúklingar létust í eldsvoða á gjörgæsludeild
Tíu sjúklingar sem voru á gjörgæslu vegna COVID-19 létust þegar eldur braust út á gjörgæsludeild sjúkrahúss í bænum Piatra Neamt í norðausturhluta Rúmeníu í kvöld.
14.11.2020 - 20:54
Leiðrétta þarf afurðaverð til bænda
Afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda er það lægsta í Evrópu og hefur lækkað talsvert að raungildi undanfarin ár.
Skólar í Rúmeníu lokaðir til hausts
Skólahald í leikskólum, grunn- og framhaldsskólum og háskólum í Rúmeníu fellur niður þar til í september vegna COVID-19 farsóttarinar. Eina undantekningin er tíu dagar í júní þegar nemendur í áttunda til tíunda bekk í grunnskólum mæta í vorpróf.
27.04.2020 - 16:21
Forsætisráðherra Rúmeníu endurheimtir traust
Rúmenski forsætisráðherrann Ludovic Orban var kosinn aftur til valda með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í traustsyfirlýsingu þingmanna í gær. Hann hefur verið starfandi forsætisráðherra síðan ríkisstjórn hans var hrakin frá völdum eftir að vantraustsyfirlýsing var samþykkt í síðasta mánuði. Orban er því aftur kominn með full völd til þess að hefja aðgerðir gegn útbreiðslu COVID-19 veikinnar í landinu.
15.03.2020 - 06:11
Rúmenska stjórnin fallin
Meirihluti rúmenska þingsins samþykkti í dag tillögu um vantraust á minnihlutastjórn Ludovic Orbans forsætisráðherra. Stjórnin hafði einungis verið við völd í þrjá mánuði. Alls greiddi 261 þingmaður tillögunni atkvæði, en 233 atkvæði þurfti til að fella stjórnina. 
05.02.2020 - 14:41
Myndskeið
Sauðfé bjargað úr skipi sem hvolfdi á Svartahafi
Björgunarmenn vinna að því að ná nærri 15 þúsund kindum úr flutningaskipi sem hvolfdi á Svartahafi við strendur Rúmeníu í gær. Skipið var á leið til Sádi Arabíu, en var skammt frá höfninni í Midia þegar slysið varð. Þeim 21 sem var í áhöfn skipsins var öllum komið til bjargar, auk 32 kinda. Þar af var tveimur ám bjargað upp úr sjónum að sögn talskonu björgunarhópsins.
25.11.2019 - 04:06