Færslur: Rjúpnaveiðar

Vilja fá aukaveiðihelgi í desember
Stjórn Skotvís, félags skotveiðimanna, fundaði með Umhverfisstofnun í dag þar sem tillögur félagsins um að aukaveiðihelgi fyrir rjúpnaveiðimenn verði bætt við í desember vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 faraldurinn hefur haft á veiðihegðun fólks. Félagið fer einnig fram á að friðun á Suðvesturlandi verði aflétt síðustu tvær helgarnar í desember.
18.11.2020 - 22:30
Skotveiðifélagið segir skyttur ekki geta snúið við
Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag en þetta árið beina sóttvarnalæknir og almannavarnadeild því til allra að vera heima og taka þátt í baráttunni gegn COVID-19 á meðan farið er yfir erfiðasta hjallann. Í tilkynningu segir að þótt rjúpnaveiðar séu holl hreyfing séu ferðir milli landshluta ekki í anda þess sem núverandi reglur í baráttunni við Covid-19 standa fyrir. Staða heilbrigðiskerfisins sé erfið og álag vegna ýmissa mála, ekki bara Covid-19, valdi því að ekki er á það bætandi.
01.11.2020 - 08:42
Biðla til rjúpnaveiðifólks að bíða með veiði
Rjúpnaveiðifólk er hvatt til að bíða með veiði á Austurlandi og halda sig frekar í heimabyggð vegna viðkvæmrar stöðu faraldursins á höfuðborgarsvæðinu. Veiðitímabilið hefst á sunnudaginn.
28.10.2020 - 13:01
Minna veiðimenn á reglur og tilmæli fyrir rjúpnaveiðar
Rjúpnaveiðitímabil ársins hefst á sunnudaginn og stendur til 30. nóvember, en eins og í fyrra verður leyfilegt að veiða frá föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili. Umhverfisstofnun hefur gefið út tilmæli til veiðimanna og hvetur þá til að gæta hófs í veiðum.
28.10.2020 - 11:13
Myndskeið
„Kannski treysta menn sér ekki í þessa rökræðu“
Skotveiðifélag Íslands er afar ósátt við að rjúpnaveiðidögum hafi ekki verið fjölgað frá í fyrra. Formaðurinn óttast slys þegar veiðimenn ana út í hvers kyns veður til þess að nýta dagana. Hann segir að faraldurinn ætti ekki að hafa mikil áhrif á veiðarnar.
Spegillinn
5 rjúpur á mann
Náttúrufræðistofnun metur að rjúpnastofninn þoli að veiddar verði 25 þúsund rjúpur í haust. Í fyrra hljóðaði ráðgjöfin upp á rúmlega 70 þúsund fugla. Ef þessi ráðgjöf gengur eftir þýðir hún að ráðlögð veiði nemi fimm fuglum á hvern veiðimann.
Rjúpum fjölgar í flestum landshlutum
Rjúpum hefur fækkað á Norðurlandi en fjölgað í öðrum landshlutum. Þetta leiðir rjúpnatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 í ljós. Í fyrra fækkaði rjúpum víðast hvar, nema í lágsveitum á Norðausturlandi.
Telur að breytingar á rjúpnaveiðum hafi gefist vel
Góð reynsla er af þeim breytingum sem gerðar voru á tilhögun rjúpnaveiða í haust að mati talsmanns skotveiðimanna. Hann vill að gerði verði langtímaáætlun um tilhögun rjúpnaveiða og veiðidögum fjölgað frekar.
27.11.2019 - 12:32
Lögðu hald á afla og skotvopn rjúpnaveiðimanna
Tveir rjúpnaveiðimenn voru gripnir við veiðar án gildra veiðileyfakorta á Norðurlandi vestra síðustu helgi. Lögreglan, sem hefur eftirlit með veiðunum líkt og jafnan, lagði hald á afla veiðimannanna og skotvopn.  Lögreglan á Norðurlandi vestra hvetur veiðimenn til þess að gæta þess að öll leyfi, hver sem þau eru, séu í lagi. 
20.11.2019 - 06:26
Þokkaleg rjúpnaveiði um helgina
Rjúpnaveiðin gekk misvel um helgina, en veiðitímabilið hófst fyrsta nóvember. Veiðin á Suðurlandi virðist betri en til dæmis fyrir norðan og austan.
04.11.2019 - 12:21
Veiðitímabil rjúpu hefst í dag
Veiðitímabil rjúpu hefst í dag og stendur til 30. nóvember, samkvæmt ákvörðun umhverfis-og auðlindaráðherra. Leyft verður að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags í hverri viku og veiðar bannaðar á miðvikudögum og fimmtudögum. Veiðiverndarsvæði verður áfram á suðvesturlandi líkt og undanfarin ár. 
01.11.2019 - 07:56
Spegillinn
Stóru rjúpnatopparnir koma ekki aftur
Arne Sólmundsson segir að óháð veiðum séu ekki forsendur í náttúrunni til að byggja upp stóra rjúpnastofna eins og þekktust hér áður fyrr. Hann segir að fjöldi veiðidaga skipti ekki máli heldur hvenær árs sé veitt. Hann hefur rýnt í gögn um rjúpuna sem staðfesti að viðkoma hennar hafi minnkað um fimmtung frá árinu 2004.
30.10.2019 - 17:00
Veiðidögum fjölgað í 22
Talsverðar breytingar verða á rjúpnaveiðitímabilinu í haust. Veiðidögum fjölgar úr 15 í 22 frá því í fyrra. Aðeins verður bannað að veiða miðvikudaga og fimmtudaga í nóvember.
29.08.2019 - 16:35
Undirbúa nýjar reglur um rjúpnaveiði
Formaður Skotveiðifélags Íslands sér fram á betri tíma með nýjum reglum um rjúpnaveiðar, sem hann vonar að taki gildi næsta haust. Núverandi kerfi sé úr sér gengið. Veiðin sé orðin sjálfbær og nauðsynlegt að taka hér upp kerfi til framtíðar í stað þess að byggja á sífelldum skyndilausnum.
21.11.2018 - 08:40
Rjúpnavertíðin valdið vonbrigðum
Rjúpnaveiðin hefur almennt valdið vonbrigðum það sem af er vertíðinni og tíðarfar sett strik í reikninginn. Veiðimenn sjá talsvert af rjúpu en hafa almennt lítið veitt. Þetta er þó misjafnt eftir landshlutum.
16.11.2018 - 13:54
Viðtal
Rjúpnaveiðar hefjast um helgina
Rjúpnaveiðar hefjast næstu helgi. Rjúpnaskyttur geta, sjötta árið í röð, skotið rjúpu tólf daga sem skiptast á fjórar helgar. Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, segir að félagið vilji að veiðitímabilið verði 18 dagar í ár. Þannig geti veiðimenn haft úr fleiri veiðidögum að velja.
24.10.2018 - 11:46