Færslur: ritskoðun

Viðtal
Breyttu mynd af Bubba eftir ábendingar
Eftir að auglýsingar um leiksýninguna Níu líf, sem fjallar um ævi Bubba Morthens, voru birtar fyrst, barst Borgarleikhúsinu nokkur fjöldi af athugasemdum því að hann var með sígarettu í munnvikinu á myndinni. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir að það og sú staðreynd að Facebook, leyfi ekki myndir af sígarettum hafi orðið til þess að ákveðið var að fjarlægja sígarettuna af hluta af auglýsingaefninu.
07.05.2020 - 17:02
Bubbi um rettuna: „Auðvitað er þetta ritskoðun“
Sígaretta var fjarlægð af öllu helsta markaðsefni söngleiksins Níu líf í Borgarleikhúsinu sem fjallar um ævi Bubba Morthens. Bubbi segir þetta vera hundsbit sem hann verði að sætta sig við.
Kínversk kvikmyndahátíð lögð niður vegna ritskoðunar
Kvikmyndahátíð í Kína hefur lagt upp laupana vegna ritskoðunar stjórnvalda, að sögn aðstandenda hátíðarinnar. Tilkynning þess efnis var birt á WeChat samfélagsmiðlinum á fimmtudag. Þar segir meðal annars að aðstandendur hátíðarinnar sjái sér ekki fært að halda sjálfstæða kvikmyndahátíð í núverandi aðstæðum. Ekki var farið nánar út í það í tilkynningunni en yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að forseti Kína, Xi Jinping, herti verulega ritskoðun á kínversku fjölmiðla- og afþreyingarefni.
11.01.2020 - 18:20
Erlent · Asía · Kína · ritskoðun
Facebook neitar ritskoðun á Uppruna heimsins
Fimmtudaginn síðastliðinn mætti samfélagsmiðillinn Facebook frönskum kennara á miðjum aldri, Frédéric Durand, í réttarsal í Frakklandi. Sjö árum fyrr hafði Durand kært Facebook fyrir að hafa lokað Facebook-reikningi sínum án skýringa. Daginn sem reikningnum var lokað, í febrúar árið 2011, hafði Durand birt mynd af málverkinu Uppruna heimsins eftir Gustaf Courbet.
08.02.2018 - 10:20