Færslur: Rishi Sunak

Spegillinn
Bresk bjartsýnisfjárlög í verðbólguskugga
Bresku fjárlögin sem voru lögð fram í dag, lofa meiri útgjöldum í opinbera þjónustu sem á að fjármagna með skattahækkunum. Rishi Sunak fjármálaráðherra heldur þó fast í fyrri loforð um að minnka ríkisumsvif og lækka skatta síðar á kjörtímabilinu. En á tímum vaxandi verðbólgu og minni hagvaxtar á næstu árum gæti raunin þó orðið önnur en loforð fjármálaráðherra benda til.
27.10.2021 - 17:00
Vilja herða reglur að nýju á Englandi
Þingmenn Verkamannaflokksins knýja á bresku ríkisstjórnina að grípa til varaáætlunar í glímunni við útbreiðslu kórónuveirunnar á Englandi. Hún innifelur meðal annars hvöt til fólks að vinna heima og að gripið verði til grímuskyldu.
Bretland: stuðningur til endurmenntunar starfsfólks
Breska ríkisstjórnin hyggst á morgun kynna aukinn stuðning til endurmenntunar starfsfólks sem þarf að halda sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórn íhaldsmanna er gagnrýnd fyrir ákvarðanir sínar, bæði af andstæðingum og innanflokksfólki.
Cameron í kröppum dansi
David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, liggur nú undir þungu ámæli fyrir að hafa farið fram á opinberan fjárhagsstuðning við gjaldþrota fjármálafyrirtæki sem hann var í forsvari fyrir.
11.04.2021 - 21:27