Færslur: Rishi Sunak

Heimsglugginn
Heimsglugginn: Flugskeyti breyta stöðunni í Úkraínu
Svo virðist sem Úkraínumönnum hafi víða tekist að stöðva sókn Rússa með HIMARS-flugskeytum sem þeir hafa fengið frá Bandaríkjunum. Hernaðaraðferðir Rússa hafa hingað til verið að skjóta með fallbyssum og flugskeytum og leggja nánast allt í rúst áður en þeir senda hermenn til að leggja rústirnar undir sig. Nú geta Úkraínumenn hins vegar svarað stórskotaliði Rússa og eyðilagt fallbyssur og skotpalla þeirra.langdrægu og nákvæmu flugskeyti frá Bandaríkjamönnum.
Skera upp herör gegn verkalýðsfélögum
Leiðtogaefni Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa skorið upp herör gegn verkalýðsfélögum í landinu. Verkföll hafa sett svip sinn á breskt efnahagslíf síðustu mánuði, í skugga mikillar verðbólgu og rýrnandi kaupmáttar. Verkföll lestarstarfsmanna hafa sett almenningssamgöngur í uppnám síðustu vikur, lögmenn hjá hinu opinbera hafa staðið fyrir skæruverkföllum og slíkt hið sama er fyrirhugað hjá starfsmönnum Royal Mail.
27.07.2022 - 14:07
Myndskeið
Kappræður enduðu skyndilega þegar leið yfir spyrilinn
Aðrar sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins enduðu skyndilega þegar það leið yfir spyrilinn.
26.07.2022 - 21:19
Sjónvarpsfrétt
Harður tónn í kappræðum Truss og Sunak
Leiðtogaefni breska Íhaldsflokksins tókust á í sjónvarpskappræðum í gærkvöld. Þau gripu ítrekað fram í hvort fyrir öðru, svo sumum flokkssystkinum þeirra þótti nóg um.
26.07.2022 - 21:00
Svarar gagnrýni og steytir hnefann í átt að Kínverjum
Rishi Sunak, frambjóðandi til leiðtogasætis breska Íhaldsflokksins, hét því í gær að hann tæki einarða afstöðu gegn Kína ef hann yrði næsti forsætisráðherra Bretlands.
25.07.2022 - 08:34
Sunak og Truss heyja einvígi um leiðtogasætið
Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands og Liz Truss utanríkisráðherra takast á um hvort þeirra verður næsti leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Þau tvö hlutu flest atkvæði í fimmtu og síðustu umferð atkvæðagreiðslu meðal þingmanna flokksins, sem lauk fyrir stundu.
Fjórir standa eftir í baráttunni um sæti Johnsons
Enn ein atkvæðagreiðsla breska íhaldsflokksins um hver verði arftaki fráfarandi forsætisráðherra landsins, Boris Johnsons, fór fram í kvöld. Tom Tugenhadt datt úr umferð að þessu sinni og standa því fjórir eftir í baráttunni um forsætisráðherrastólinn.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Eftirmenn Johnsons og lýðræðið í hættu
Sex eru eftir í baráttunni um að taka við af Boris Johnson sem leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Breta. Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Penny Mordaunt, fyrrverandi varnarmálaráðherra, fengu flest atkvæði í fyrstu umferð í kosningu þingmanna Íhaldsflokksins um nýjan leiðtoga. Þau fengu 88 og 67 atkvæði en 358 eru í þingflokknum. Athygli vekur að af þeim sex sem eru eftir eru fjórar konur og þrjú frambjóðenda eru ekki hvít á hörund.
Fækkaði um tvo í leiðtogaslagnum í Bretlandi
Í fyrstu umferð atkvæðagreiðslu almennra þingmanna breska Íhaldsflokksins um arftaka Borisar Johnsons forsætisráðherra féllu tvö leiðtogaefni úr leik, Jeremy Hunt og Nadhim Zahawi.
Bretar auka enn á þvingunaraðgerðir gegn Rússum
Breska ríkisstjórnin hefur enn bætt í þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Tilgangurinn með aðgerðunum er að draga úr getu rússneskra stjórnvalda til að fjármagna innrásina í Úkraínu.
Fréttaskýring
Framtíð Johnsons hangir á bláþræði
Ný skoðanakönnun Yougov fyrir The Times bendir til þess að að 60 prósent kjósenda í Bretlandi vilji að Boris Johnson, forsætisráðherra, segi af sér. Óánægjuna má rekja til margra hneykslismála undanfarna mánuði. Síðast var upplýst á mánudag að garðveisla hefði verið haldin í embættisbústað forsætisráðherra í maí árið 2020 þegar afar strangar sóttvarnareglur voru í gildi og allar samkomur bannaðar, innan- sem utanhúss.
Spegillinn
Bresk bjartsýnisfjárlög í verðbólguskugga
Bresku fjárlögin sem voru lögð fram í dag, lofa meiri útgjöldum í opinbera þjónustu sem á að fjármagna með skattahækkunum. Rishi Sunak fjármálaráðherra heldur þó fast í fyrri loforð um að minnka ríkisumsvif og lækka skatta síðar á kjörtímabilinu. En á tímum vaxandi verðbólgu og minni hagvaxtar á næstu árum gæti raunin þó orðið önnur en loforð fjármálaráðherra benda til.
27.10.2021 - 17:00
Vilja herða reglur að nýju á Englandi
Þingmenn Verkamannaflokksins knýja á bresku ríkisstjórnina að grípa til varaáætlunar í glímunni við útbreiðslu kórónuveirunnar á Englandi. Hún innifelur meðal annars hvöt til fólks að vinna heima og að gripið verði til grímuskyldu.
Bretland: stuðningur til endurmenntunar starfsfólks
Breska ríkisstjórnin hyggst á morgun kynna aukinn stuðning til endurmenntunar starfsfólks sem þarf að halda sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórn íhaldsmanna er gagnrýnd fyrir ákvarðanir sínar, bæði af andstæðingum og innanflokksfólki.
Cameron í kröppum dansi
David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, liggur nú undir þungu ámæli fyrir að hafa farið fram á opinberan fjárhagsstuðning við gjaldþrota fjármálafyrirtæki sem hann var í forsvari fyrir.
11.04.2021 - 21:27