Færslur: Ríkisstjórn Liz Truss

Heimsglugginn
Heimsglugginn: Pólitískur glundroði í Bretlandi
Glundroði, óstjórn og óreiða eru orð sem eru mikið notuð í Bretlandi um ríkisstjórn Liz Truss. Hvert áfallið af öðru hefur dunið yfir og svo er komið að fæstir búast við því að Truss sitji mikið lengur í stóli forsætisráðherra. Hún geti þakkað áframhaldandi setu að Íhaldsflokkurinn getur ekki komið sér saman um eftirmann og að flokkurinn vilji forðast kosningar því kannanir benda til þess að flokkurinn yrði fyrir þungu áfalli.
Milljónir Breta teknar að sleppa úr máltíðum
Milljónir Breta hafa gripið til þess ráðs að sleppa máltíðum vegna sífellt hækkandi framfærslukostnaðar. Þetta er niðurstaða könnunar neytendasamtaka sem spá enn versnandi afkomu vegna hás orkuverðs.
Hart sótt að Truss í þingsal: „Ég gefst ekki upp“
Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segist ætla að halda ótrauð áfram sínum störfum þrátt fyrir þá miklu gagnrýni sem hún hefur fengið á hennar skamma tíma í embætti. Truss sat fyrir svörum í fyrirspurnartíma á breska þinginu í morgun, og hart var sótt að henni.
19.10.2022 - 15:36
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Sjálfstæðismál Skota fyrir hæstarétti
Hæstiréttur Breta hefur til meðferðar kröfu skosku stjórnarinnar að fá að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í trássi við vilja bresku stjórnarinnar. Meirihluti skoska þingsins vill halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu en breska stjórnin harðneitar, segir að allir hafi skilið málið svo að langur tími yrði að líða frá síðustu atkvæðagreiðslu uns efnt yrði til nýrrar. Skotar felldu tillögu um að lýsa yfir sjálfstæði 2014, 55% vildu halda sambandinu óbreyttu.
Hæstiréttur metur lögmæti þjóðaratkvæðagreiðslu
Hæstiréttur Bretlands tekur í dag til við að vega og meta lögmæti þess hvort efna megi til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands án samþykkis bresku ríkisstjórnarinnar.
Truss ver efnahagsstefnu á landsfundi
Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, varði umdeilda efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar á landsfundi Íhaldsflokkinn í dag og gerði tilraun til að ná samflokksmönnum á sitt band eftir ólgusamar fyrstu vikur í embætti.
Hætta við að afnema hátekjuskatt
Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta við að afnema 45 prósent skattþrepið í Bretlandi. Þrepið er það hæsta þar í landi og gildir um þá sem þéna meira en 150 þúsund pund (rúmlega 24 milljónir króna) á ári
03.10.2022 - 08:08
Verkamannaflokkurinn í hæstu hæðum í nýrri könnun
Breski Verkamannaflokkurinn nýtur rúmlega helmings fylgis í landinu samkvæmt nýrri könnun YouGov í Bretlandi. Flokkurinn mælist þrjátíu og þremur prósentustigum hærri en Íhaldsflokkurinn, og hefur ekki mælst með svo mikið forskot í nærri þrjá áratugi.
Heimsglugginn
Liz Truss í ólgusjó
Ný ríkisstjórn Liz Truss í Bretlandi stendur í stórræðum. Breyttri efnahagsstefnu hefur verið illa tekið, pundið hefur snarfallið og verðgildi ríkisskuldabréfa sömuleiðis. Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, þurfti í gær að grípa til neyðaraðgerða og kaupa ríkisskuldabréf til að halda uppi verði þeirra. Ella voru horfur á að sumir lífeyrissjóðir færu í þrot. Truss hefur verið sökuð um að vera í felum og dagblaðið Independent auglýsti eftir henni á forsíðunni í morgun.
Pundið heldur áfram að veikjast
Breska pundið heldur áfram að veikjast gagnvart dollaranum. Í morgun féll það í virði um meira en eitt prósent í kjölfar inngripsaðgerða Englandsbanka, seðlabanka Bretlands.

Mest lesið