Færslur: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nokkur vinstri sveifla í nýrri skoðanakönnun
Fylgi eykst við vinstri flokkana samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR í samvinnu við Morgunblaðið og mbl.is. Útilokað yrði að mynda þriggja flokka stjórn sem þýðir að núverandi stjórn er fallin. Sjálfstæðisflokkur missir fylgi en er þó í kjörstöðu við stjórnarmyndun samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.
Segir Sigurð Inga í dauðafæri að leiða ríkisstjórn
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er í dauðafæri að leiða næstu ríkisstjórn að sögn Lilju Alfreðsdóttur, varaformanns og mennta- og menningarmálaráðherra.
Fréttaskýring
Létu stjórnvöld moka ofan í nógu marga skurði?
Ríkisstjórnin lofaði að moka ofan í skurði og planta trjám til að binda kolefni og taka á stærsta losunarþætti landsins, þeirri urmull af gróðurhúsalofttegundum sem stígur upp úr mýrunum sem voru framræstar, margar fyrir ríkisstyrk, breytt í tún. Athæfi sem Halldór Laxness hneykslaðist á í ritgerð sinni „Hernaðurinn gegn landinu.“ En hvernig gekk? Náðu stjórnvöld að tvöfalda umfang skógræktar, er nú tífalt meira endurheimt af votlendi en árið 2018?
Fréttaskýring
Lítið má út af bregða ef orkuskiptamarkmið eiga að nást
Lítið má út af bregða eigi loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar um orkuskipti í vegasamgöngum að nást og Orkusjóð vantar fjármagn til að hægt sé að ná skipum, flugvélum og trukkum á núllið. Rúmlega hundrað hleðslustöðvar fyrir rafbíla hafa bæst við í tíð núverandi ríkisstjórnar. Mikil tækifæri eru til að tengja fleiri skip við rafmagn úr landi.
Fréttaskýring
Skilaði loftslagsstjórnin mikla raunverulegum árangri?
Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á loftslagsmál en hverju hefur sú áhersla skilað? Lét stjórnin verkin tala eða talaði hún aðallega um þau? Hafa aðgerðir hennar þegar skilað samdrætti í losun? Fréttastofa fór yfir þau gögn sem fyrir liggja, ræddi við ráðherra sem og forsvarsmenn umhverfissamtaka og stofnana sem ekki eru á einu máli um loftslagsarfleifð stjórnarinnar.
Loforðin sem stjórninni tókst ekki að standa við
Hálendisþjóðgarður, innleiðing keðjuábyrgðar og ráðstafanir til afnáms verðtryggingar á lánum eru meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin lofaði í stjórnarsáttmála sínum haustið 2017 en lauk ekki við. Stjórnin segist hafa lokið þremur fjórða hluta aðgerða sem getið var í stjórnarsáttmála hennar. Mat á stöðu aðgerðanna byggir á huglægu mati.
Ríkisstjórnin fundar á Suðurnesjum
Ríkisstjórnin hefur boðað til fundar í Salthúsinu í Grindavík á morgun, þriðjudag, og hefst hann klukkan tíu. Ráðherrar funda þar með fulltrúum sveitarfélaga á Suðurnesjum. Í kjölfarið verður haldinn hefðbundinn ríkisstjórnarfundur.
Viðtal
Ekki tímabært að greina frá sóttvarnaráðstöfunum
„Ég held að það sé ekki tímabært að úttala sig nákvæmlega hvernig við ættum að haga ráðstöfunum“, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um áform ríkisstjórnarinnar um sóttvarnaaðgerðir. Bjarni segir það koma til greina að fara að skima bólusetta farþega sem hingað koma.
Hafa ekki áhyggjur af mótmælum gegn bólusetningu
Mótmæli fyrir utan bólusetningastöðina við Suðurlandsbraut vöktu mikla athygli í síðustu viku. Mótmælin voru fámenn en hávær og fóru fram þegar þungaðar konur á höfuðborgarsvæðinu höfðu verið boðaðar í bólusetningu.
Þingmenn og ráðherrar hækka í launum
Laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hækkuðu um síðustu mánaðamót um 6,2%.
Óttast um stöðu viðkvæmra hópa fari smitum fjölgandi
Fjörutíu og fjögur kórónuveirusmit greindust í gær innanlands og á landamærum. Flest voru smitin utan sóttkvíar og dreifð um land allt. Sóttvarnarlæknir óttast að veiran nái til veikari hópa samfélagsins haldi smitum áfram að fjölga.
Viðbrögð og aðgerðir gegn COVID-19 metin
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu RÚV að hún hefði í morgun kynnt fyrir ríkisstjórn Íslands tillögu um að ráðist yrði í úttekt á aðgerðum yfirvalda hér á landi á því hvernig til tókst með viðbrögð og aðgerðir gegn COVID-19 faraldrinum og margvíslegum áhrifum hans.
Kemur til greina að halda stjórnarsamstarfinu áfram
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að halda núverandi stjórnarsamstarfi áfram ef ríkisstjórnarmeirihlutinn heldur velli í næstu alþingiskosningum.
Mörgum stjórnarmálum fórnað til að ná samkomulagi
Forystumenn þingflokka náðu samkomulagi í gærkvöld um afgreiðslu mála og þinglok. Búist er við að Alþingi ljúki störfum seint í kvöld en stefnt er að því að afgreiða um fjörutíu mál. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna segir að mörgum málum hafi verið ýtt út af borðinu til að ná samkomulagi.
Sannfærð um að hálendisþjóðgarður verði að veruleika
Þingmenn stjórnarandstöðunnar þráspurðu forsætisráðherra á Alþingi í dag hvort enn væri stefnt að því að afgreiða frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð á yfirstandandi þingi. Engin sátt hefur ríkt um málið innan stjórnar og stjórnarandstöðu.
Myndskeið
Logi: Verðlauna ber ósérhlífni heilbrigðisstarfsfólks
Fjármagna ber heilbrigðiskerfið með fullnægjandi hætti og verðlauna þannig ósérhlífni heilbrigðisstarfsfólks og samstöðu almennings, var meðal þess sem Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann kvaðst þó horfa björtum augum til framtíðar.
Segir ekki hægt að afgreiða óbreytt hálendisfrumvarp
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir útilokað að hægt verði að afgreiða frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð í núverandi mynd.
Óvissa um afgreiðslu umdeildra stjórnarfrumvarpa
Rúmlega 70 stjórnarfrumvörp bíða enn afgreiðslu Alþingis þegar sex þingfundadagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun þingsins. Enn ríkir mikil óvissa um hvort hægt verður að afgreiða umdeild mál á borð við hálendisþjóðgarð umhverfisráðherra og frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta.
Fjármálaáætlun samþykkt á Alþingi
Forsætisráðherra segist hafa fulla trú á að atvinnulífið nái kröftugri viðspyrnu þegar Covid-faraldrinum lýkur. Alþingi samþykkti í dag fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir íhaldssemi og metnaðarleysi.
Myndskeið
Vilji Katrínar stýrir stjórnarmynstrinu
Tvenns konar stjórnarmynstur er á borðinu eftir næstu þingkosningar. Útkoman ræðst að miklu leyti af því með hverjum Katrín Jakobsdóttir vill starfa með í næstu ríkisstjórn, segir prófessor í stjórnmálafræði.
Viðtal
Hallgrímur veltir fyrir sér að kæra eftirlit
Hallgrími Helgasyni rithöfundi var brugðið við fréttir Kjarnans og Stundarinnar síðustu daga sem leiddu í ljós að svonefnd skæruliðadeild Samherja hafði hann í sigtinu og fletti honum meðal annars upp í opinberum skrám. Hallgrímur er harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og ekki síst sjávarútvegsráðherra.
Hátt í hundrað stjórnarfrumvörp bíða afgreiðslu
Áttatíu stjórnarfrumvörp bíða afgreiðslu Alþingis og ólíklegt þykir að hægt verði að klára þau öll áður en þingi verður frestað í byrjun næsta mánaðar. Einungis ellefu þingfundadagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun Alþingis.
Katrín: Líðandi kjörtímabil lærdómsríkt og óvenjulegt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í formannsávarpi sínu á rafrænum landsfundi Vinstri grænna sem hófst sídegis að kjörtímabilið hafi verið óvenjulegt og lærdómsríkt. Það sé ekki síst vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Merkilegt að vinsældir Katrínar aukist í faraldrinum
Prófessor í stjórnmálafræði segir að mikil ánægja með störf Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra sýni að almenningur sé ánægður með forystu ríkisstjórnarinnar í kóvid faraldrinum.
Segja mat AGS á stuðningsaðgerðum „skekkt“
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir að mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á beinum stuðningsaðgerðum stjórnvalda hér á landi vegna COVID-19 sé skekkt. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá ráðuneytinu.