Færslur: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Komum til móts við þá sem minnst hafa, segir Katrín
Ríkisstjórnin ætlar að reyna að milda áhrif verðbólgu á þau tekjulægstu með hækkun bóta. Forsætisráðherra segir þannig sé komið til móts við þau sem minnst hafi milli handanna en að jafnframt verði ríkisstjórnin með aðgerðum sínum að styðja við aðgerðir Seðlabankans til að ná tökum á verðbólgunni. 
Almenn óánægja með hvernig til tókst með bankasöluna
Um það bil 83 af hundraði landsmanna eru óánægð með fyrirkomulagið á sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. Tæplega sjötíu prósent eru mjög óánægð en aðeins þrjú prósent mjög ánægð. Um sjö prósent segjast ánægð með hvernig til tókst.
Þekkt aðferð til að stýra umræðunni að neita viðtölum
Ráðherrar hafa lítið eða ekkert gefið kost á viðbrögðum við stórum málum sem dynja á ríkisstjórninni þessa dagana. Stjórnmálafræðingur segir að það sé þekkt aðferð til að reyna að stýra umræðunni. Ljóst sé að ekki ríki sama sátt á stjórnarheimilinu og áður. 
Sjónvarpsfrétt
Þúsundir losna úr sóttkví á miðnætti
Þúsundir skólabarna sem verið í sóttkví undanfarna daga snúa aftur í skóla á morgun eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um tilslakanir á reglum um sóttkví. Afléttingaráætlun stjórnvalda verður kynnt á föstudaginn.
Guðlaugur Þór greindist með COVID-19 á landamærunum
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur greinst með COVID-19. Smitið var greint á landamærunum.
Sjö manna stjórn verður sett yfir Landspítala
Sjö manna stjórn verður skipuð yfir Landspítala, samkvæmt drögum að frumvarpi sem heilbrigðisráðherra hefur birt. Stjórninni er ætlað að marka spítalanum langtímastefnu og taka ákvörðun um veigamikil atriði er varða rekstur hans.
Helstu breytingar sem tóku gildi á miðnætti
Ekki verður lengur heimilt að hleypa fleirum inn á viðburði en fjöldatakmarkanir leyfa með því að framvísa hraðprófi. Það er samkvæmt reglugerð um sóttvarnaaðgerðir innanlands sem tóku gildi á miðnætti. Reglurnar gilda til og með miðvikudeginum 2. febrúar næstkomandi.
Ögmundur segir VG hafa fjarlægst eigin stefnu
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, telur að hans gamlir flokkur, Vinstri græn, hafi fjarlægst þær hugsjónir sem urðu kveikjan að stofnun hans.
Söguleg frestun ríkisráðsfundar á gamlársdag
Ríkisráð, skipað ríkisstjórn og forseta Íslands, mun ekki halda sinn árvissa fund á gamlársdag. Það aðeins í fjórða sinn sem fundinum er frestað, frá því Kristján Eldjárn tók við embætti forseta og festi þá fundina í sessi, árið 1968.
Þingmenn muni gera athugasemdir við hertar aðgerðir
Verði tillögur sóttvarnalæknis samþykktar á ríkisstjórnarfundi í dag munu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera athugasemdir við það. Þetta segir Vilhjálmur Árnason þingmaður flokksins. Hann segir að tími sé til kominn að gera langtímaáætlanir í sóttvörnum, standa við fullyrðingar um að lifa með veirunni og að fleiri komi að borðinu við ákvarðanatöku.
Segir fólk óttast aðgerðir meira en veikindin sjálf
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kveðst fullur efasemda um að grípa beri til harðari aðgerða vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum. Hann segir ótta fólks við aðgerðir sóttvarnayfirvalda meiri en við veikindi af völdum veirunnar.
22 Afganir væntanlegir til landsins á þriðjudag
Næstkomandi þriðjudag eru 22 Afganir væntanlegir til Íslands en þeir eru hluti þess 120 manna hóps sem ríkisstjórnin ákvað að taka á móti í kjölfar valdatöku Talibana í ágúst.
Mest traust borið til Ásmundar Einars
Ásmundur Einar Daðason, skóla og barnamálaráðherra nýtur mests trausts ráðherra nýrrar ríkisstjórnar en traustið er minnst í garð Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra.
Kjósendur VG síst ánægðir með skiptingu ráðuneyta
Vel innan við helmingur kjósenda Vinstri grænna er ánægður með skiptingu ráðuneyta á milli flokka í núverandi ríkisstjórn. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Um 83 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru ánægðir með ráðherravalið og um 70 prósent kjósenda Framsóknarflokks.
Velþóknun með ráðherraval vex með hækkandi tekjum
Ánægja almennings með val á ráðherrum í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eykst eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri. Sömuleiðis er nokkur munur á velþóknun með ríkisstjórnina eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk kýs.
Kjósendur Sjálfstæðisflokks ánægðir með nýju stjórnina
Um það bil 16% landsmanna líst vel á nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Um tuttugu og þrjú prósent segja að sér lítist frekar vel á hana. Ánægjan er mest meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins.
Sóknarfæri felist í uppstokkun Stjórnarráðsins
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir uppstokkun Stjórnarráðsins gefa sóknarfæri til að sækja fram í þeim málaflokkum sem séu undir. Kjör og réttindi starfsfólks séu tryggð við breytingarnar. Hún segist nokkuð viss um að ráðherrar séu almennt ánægðir með sína málaflokka.
Fjölgun ráðuneyta mikil áherslubreyting
Tillaga forsætisráðherra til þingsályktunartillögu um breytta skipan ráðuneyta var birt á vef Alþingis í gærkvöldi. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir fjölgun ráðuneyta viðsnúning frá þeirri áherslu sem var eftir hrun.
„Tæplega hægt að tala um mikið átak“
Hagfræðideild Landsbankans leiðir að því líkum að fjárfestingaátak stjórnvalda, sem ætlað var að bregðast við falli WOW og kórónuveirufaraldrinum, hafi í raun ekki verið fjárfestingaátak, í sögulegum skilningi þess hugtaks.
Kastljós
Miðjustefna og íhaldssemi einkenni sáttmálann
Stjórnmálafræðingarnir Ólafur Þ. Harðarson og Eiríkur Bergmann voru gestir Kastljóss í kvöld þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var krufinn.
Þjóðarleikvangar á oddinum hjá nýjum ráðherra
Nýir þjóðarleikvangar verða á oddinum hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu að sögn Arnars Þórs Sævarssonar, aðstoðarmanns mennta- og menningarmálaráðherra. Farið verður í saumana á stöðu mála á næstu vikum.
Óljós kostnaður við fjölgun ráðuneyta
Kostnaður við fjölgun ráðuneyta í Stjórnarráðinu liggur ekki fyrir. Einhver störf eiga eftir að flytjast á milli ráðuneyta, en allar líkur eru á því að starfsfólki hins opinbera eigi eftir að fjölga með fjölgun ráðuneyta, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu. Verkefnisstjóri hefur verið ráðinn til að skipuleggja aðalskrifstofu nýs ráðuneytis.
Spegillinn
Afdrif gömlu loforðanna: Sum óbreytt, önnur horfin
Hluti þeirra aðgerða sem ríkisstjórninni tókst ekki að ljúka á síðasta kjörtímabili ratar óbreyttur inn í nýjan stjórnarsáttmála, sum loforðanna eru þar í breyttri mynd, sum hafa tekið þónokkrum breytingum. Önnur virðast hafa gufað upp. Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga sýtir gistináttagjaldið sem ekki skilaði sér og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu vonar að það komi ekki að sök þó ekki sé minnst á hjúkrunarheimili í sáttmálanum.
Myndbönd
Stjórnarandstaðan: Draumsýnir, kjarkleysi og ójöfnuður
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Í kjölfarið fóru fram umræður þar sem tóku til máls þrír fulltrúar hvers þingflokks. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sögðu stefnu ríkisstjórnar uppfulla af draumsýnum. Þá sögðu aðrir hana skorta kjark og boða samfélagslegan ójöfnuð.
Kastljós
Ekkert sérstök ánægja með formennsku stjórnarandstöðu
„Það var svona ekkert sérstök ánægja með formennskuna í öllum þeim nefndum,“ segir Katrín Jakobsdóttir í Kastljósi í kvöld um þær nefndir sem stjórnarandstaðan fékk formennsku í á síðasta kjörtímabili. Það sé meðal ástæðna fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir fá aðeins formann í einni nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.