Færslur: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Þingmenn og ráðherrar hækka í launum
Laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hækkuðu um síðustu mánaðamót um 6,2%.
Óttast um stöðu viðkvæmra hópa fari smitum fjölgandi
Fjörutíu og fjögur kórónuveirusmit greindust í gær innanlands og á landamærum. Flest voru smitin utan sóttkvíar og dreifð um land allt. Sóttvarnarlæknir óttast að veiran nái til veikari hópa samfélagsins haldi smitum áfram að fjölga.
Viðbrögð og aðgerðir gegn COVID-19 metin
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu RÚV að hún hefði í morgun kynnt fyrir ríkisstjórn Íslands tillögu um að ráðist yrði í úttekt á aðgerðum yfirvalda hér á landi á því hvernig til tókst með viðbrögð og aðgerðir gegn COVID-19 faraldrinum og margvíslegum áhrifum hans.
Kemur til greina að halda stjórnarsamstarfinu áfram
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að halda núverandi stjórnarsamstarfi áfram ef ríkisstjórnarmeirihlutinn heldur velli í næstu alþingiskosningum.
Mörgum stjórnarmálum fórnað til að ná samkomulagi
Forystumenn þingflokka náðu samkomulagi í gærkvöld um afgreiðslu mála og þinglok. Búist er við að Alþingi ljúki störfum seint í kvöld en stefnt er að því að afgreiða um fjörutíu mál. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna segir að mörgum málum hafi verið ýtt út af borðinu til að ná samkomulagi.
Sannfærð um að hálendisþjóðgarður verði að veruleika
Þingmenn stjórnarandstöðunnar þráspurðu forsætisráðherra á Alþingi í dag hvort enn væri stefnt að því að afgreiða frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð á yfirstandandi þingi. Engin sátt hefur ríkt um málið innan stjórnar og stjórnarandstöðu.
Myndskeið
Logi: Verðlauna ber ósérhlífni heilbrigðisstarfsfólks
Fjármagna ber heilbrigðiskerfið með fullnægjandi hætti og verðlauna þannig ósérhlífni heilbrigðisstarfsfólks og samstöðu almennings, var meðal þess sem Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann kvaðst þó horfa björtum augum til framtíðar.
Segir ekki hægt að afgreiða óbreytt hálendisfrumvarp
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir útilokað að hægt verði að afgreiða frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð í núverandi mynd.
Óvissa um afgreiðslu umdeildra stjórnarfrumvarpa
Rúmlega 70 stjórnarfrumvörp bíða enn afgreiðslu Alþingis þegar sex þingfundadagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun þingsins. Enn ríkir mikil óvissa um hvort hægt verður að afgreiða umdeild mál á borð við hálendisþjóðgarð umhverfisráðherra og frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta.
Fjármálaáætlun samþykkt á Alþingi
Forsætisráðherra segist hafa fulla trú á að atvinnulífið nái kröftugri viðspyrnu þegar Covid-faraldrinum lýkur. Alþingi samþykkti í dag fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir íhaldssemi og metnaðarleysi.
Myndskeið
Vilji Katrínar stýrir stjórnarmynstrinu
Tvenns konar stjórnarmynstur er á borðinu eftir næstu þingkosningar. Útkoman ræðst að miklu leyti af því með hverjum Katrín Jakobsdóttir vill starfa með í næstu ríkisstjórn, segir prófessor í stjórnmálafræði.
Viðtal
Hallgrímur veltir fyrir sér að kæra eftirlit
Hallgrími Helgasyni rithöfundi var brugðið við fréttir Kjarnans og Stundarinnar síðustu daga sem leiddu í ljós að svonefnd skæruliðadeild Samherja hafði hann í sigtinu og fletti honum meðal annars upp í opinberum skrám. Hallgrímur er harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og ekki síst sjávarútvegsráðherra.
Hátt í hundrað stjórnarfrumvörp bíða afgreiðslu
Áttatíu stjórnarfrumvörp bíða afgreiðslu Alþingis og ólíklegt þykir að hægt verði að klára þau öll áður en þingi verður frestað í byrjun næsta mánaðar. Einungis ellefu þingfundadagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun Alþingis.
Katrín: Líðandi kjörtímabil lærdómsríkt og óvenjulegt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í formannsávarpi sínu á rafrænum landsfundi Vinstri grænna sem hófst sídegis að kjörtímabilið hafi verið óvenjulegt og lærdómsríkt. Það sé ekki síst vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Merkilegt að vinsældir Katrínar aukist í faraldrinum
Prófessor í stjórnmálafræði segir að mikil ánægja með störf Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra sýni að almenningur sé ánægður með forystu ríkisstjórnarinnar í kóvid faraldrinum.
Segja mat AGS á stuðningsaðgerðum „skekkt“
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir að mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á beinum stuðningsaðgerðum stjórnvalda hér á landi vegna COVID-19 sé skekkt. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá ráðuneytinu.
Hafa gert athugasemd við mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Íslensk stjórnvöld hafa gert athugasemd við alþjóðlegan samanburð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á umfangi beinna stuðningsaðgerða ríkja til að stemma stigu við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins. Fréttastofa greindi frá því í gær að beinn stuðningur væri einna minnstur hér á landi, samkvæmt nýju mati sjóðsins.
Ísland vel búið að mæta markmiðum gervigreindarstefnu
Ísland er talið vera í góðri aðstöðu til að uppfylla forsendur nefndar um ritun gervigreindarstefnu. Nefndin hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra tillögum að stefnunni sem hún kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.
Viðtal
Segir gildandi sóttvarnaaðgerðir gera Ísland fátækara
„Engu ríki hefur tekist að vernda heilsu, hvað þá líf, borgara sinna með því að verða fátækara. Og Ísland er að verða fátækara með hverjum deginum sem líður í aðgerðum sem þessum.“ Þetta segir Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokkins í samtali við fréttastofu. 
Þetta eru nýju reglurnar sem taka gildi á miðnætti
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til stórhertra sóttvarnaaðgerða í ljósi aukinnar útbreiðslu smita af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Ákvörðun heilbrigðisráðherra byggist á tillögum sóttvarnalæknis.
Sigríður spyr hvort fórna eigi öllu vegna þriggja smita
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að fara að tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra gerir athugasemdir við það að herða eigi sóttvarnaaðgerðir vegna þriggja smita utan sóttkvíar. Loforð um eðlilegt líf sé þar með fokið.
Þingmenn hvetja til aukins framboðs grænkerafæðis
Þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna um aukningu framboðs og neyslu grænkærafæðis var lögð fyrir Alþingi í morgun undir forystu Samfylkingarþingmannanna fráfarandi, Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.
Gervigreind verði beitt við lækningu á mænuskaða
Auður Guðjónsdóttir stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands leggur til að taugakerfinu verði gert hátt undir höfði í gervigreindarstefnu Íslands. Fjórar umsagnir hafa borist inn á samráðsgátt stjórnvalda vegna spurninga nefndar um stefnuna. Umsagnarfrestur rennur út á morgun 15. mars.
Velsældarvísum ætlað að greina lífsgæði Íslendinga
Undanfarin ár hefur jafnvægi milli vinnu og einkalífs aukist á Íslandi. Hlutfall þeirra sem skortir efnis- og félagsleg gæði minnkaði úr 5,8% árið 2014 niður í 2,9% árið 2018 en hlutfall lágra tekna hefur haldist stöðugt um 10% frá 2004 til 2018.
Um 12 milljarða lán með ríkisábyrgð vegna rekstrarvanda
Fyrirtæki í ferðaþjónustu nýttu sér helst að taka lán með ríkisábyrgð vegna rekstrarvanda vegna COVID-19 á árinu 2020. Stuðnings- og viðbótarlán eru hluti efnahagsaðgerða stjórnvalda vegna heimsfaraldursins, sem viðskiptabankar geta veitt til 31. maí næstkomandi.