Færslur: reykjavíkurborg

Myndskeið
Ungt fólk hlynntara þéttingu byggðar við Bústaðaveg
Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur, segir ungt fólk frekar styðja þéttingu byggðar við Bústaðaveg en þau sem eldri eru. Ljóst sé að íbúar brenni fyrir hverfið sitt.
21.10.2021 - 20:21
Vinna hafin við að breyta Adam & Evu í leikskóla
Framkvæmdir við nýjan sex deilda leikskóla við Kleppsveg 150 til 152 í Reykjavík eru hafnar. Þar var áður arkitektastofa og kynlífstækjabúðin Adam & Eva.
19.10.2021 - 15:45
„Laugardalurinn fái að vera í friði fyrir íbúðaáformum“
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík leggjast eindregið gegn áformum um að byggja smáhýsi fyrir heimilislausa í austurhluta Laugardals, milli Húsdýra- og fjölskyldugarðsins og Suðurlandsbrautar. Á stórum hluta svæðisins er nú auðn og bílastæði. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi hefur verið samþykkt af borgarfulltrúum Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, og Vinstri grænna, sem telja svæðið henta vel íbúum smáhýsa.
07.10.2021 - 15:37
Velferðarsvið leigir stærra húsnæði af Landsbankanum
Borgarráð hefur samþykkt að leigja stærra húsnæði af Landsbankanum fyrir þjónustumiðstöð Breiðholts í Mjódd. Þjónustumiðstöðin er á annarri hæð í sama húsi og Landsbankinn er með útibú en samkvæmt nýjum leigusamningi bætast við rúmlega 390 fermetrar á fyrstu hæð í sama húsi. Leiguverðið hækkar um rúmar 700 þúsund krónur á mánuði.
„Búið að vera klúður frá upphafi til enda“
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, á vart orð yfir því hvernig eitt klúðrast á fætur öðru eins og hann orðar það í tengslum við rekstur gas- og jarðgerðarstöðvarinnar Gaju Jarðgerð var stöðvuð í stöðinni eftir að myglugró fannst.í þaki og burðarvirki.
16.09.2021 - 08:42
„Hálfgerð uppgjöf“ að skerða opnunartíma leikskólanna
Meirihluti borgarráðs samþykkti á fundi sínum í morgun að leikskólar borgarinnar verði áfram opnir til klukkan hálf fimm, í stað fimm eins og var fyrir faraldurinn. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir breytinguna fela í sér þjónustuskerðingu en Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir að með styttri opnunartíma sé verið að standa vörð um gæði leikskólastarfsins.
02.09.2021 - 21:28
Loftslagsskógarnir munu binda 1000 tonn af CO2
Gróðursetning Loftslagsskóga Reykjavíkurborgar hófst í sumar og er búið að gróðursetja um 2.500 plöntur. Skógarnir, sem eiga að þekja um 150 hektara í hlíðum Úlfarsfells, munu binda yfir þúsund tonn af koltvísýringi á ári þegar gróðursetningu verður lokið. Samningur um skógana var undirritaður á 70 ára afmæli Heiðmerkur síðasta sumar.
Nemendum Fossvogsskóla kennt í anddyri og kjallara
Foreldrafélag Fossvogsskóla sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í morgun þar sem það segir viðbrögð borgaryfirvalda við húsnæðisvanda skólans hafa einkennst af dómgreindarleysi, seinagangi og úrræðaleysi. Nú hafa skólastjórnendur tilkynnt að nemendur í 2.-4. bekk muni hefja skólaárið í rými Víkingsheimilisins, sem börnin kalla yfirleitt „klósettganginn.“
Morgunvaktin
Enginn verði útundan í nýrri menningarstefnu
Drög að nýrri menningarstefnu Reykjavíkurborgar liggja fyrir og hafa borgarbúar haft möguleika á að hafa áhrif á stefnuna. „Það er mikil áhersla lögð á að það sé aðgengi fyrir alla og að sé enginn útilokaður,“ segir Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. „Það er enginn skilinn útundan og það eiga allir jafnan rétt á að taka þátt í listsköpun og njóta hennar.“
Myndskeið
Reynt við Reykjavíkurborg í þrjú ár
Múlalundur hefur í þrjú ár reynt að fá Reykjavíkurborg til að kaupa námsgögn af fyrirtækinu án árangurs. Framkvæmdastjórinn furðar sig á afstöðu borgarinnar enda yfirlýst markmið hennar að auka atvinnutækifæri fólks með skerta starfsgetu.
12.08.2021 - 22:18
Borgin segir spítalann aðstoða við lögheimilisflutninga
„Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem búa í húsnæði fyrir fatlað fólk í Reykjavík hafa haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild og hafa með aðstoð Landspítalans breytt um lögheimili, í von um að fá viðeigandi húsnæði og þjónustu sem fyrst.” Svo segir í yfirlýsingu frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem send var fjölmiðlum í dag. Allri gagnrýni um úrræðaskort á vegum borgarinnar er vísað á bug. Sviðsstjóri velferðarsviðs vill engu bæta við yfirlýsinguna.
Orka náttúrunnar telur forsendur kærunefndar rangar
Enn eru hátt í hundrað og sextíu götuhleðslur eða rafhleðslustaurar óvirkir í borginni eftir að Kærunefnd útboðsmála gerði athugasemdir við útboð Reykjavíkurborgar á starfseminni.
Myndskeið
Stafsetningarvilla kallar á nýtt skilti
Stafsetningarvilla er á nýju götuskilti við Grensásveg í Reykjavík. Á skiltinu stendur „Grensársvegur“ og er þar einu r-i ofaukið.
29.06.2021 - 17:50
Slökkt á 150 hleðslustöðvum á morgun - unnið að lausn
Slökkt verður á eitt hundrað og fimmtíu hleðslustöðvum fyrir rafbíla víðs vegar um borgina á morgun. Borgarstjóri segir ekkert annað í stöðunni - annars sæti Reykjavíkurborg dagsektum. Ekki var rétt staðið að útboðinu. Verkefnið verði væntanlega boðið út að nýju.
27.06.2021 - 17:35
Telur fráleitt að skella skuldinni á Ísorku
Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku, segir fyrirtækið ekki hafa gert kröfu um að Reykjavíkurborg yrði beitt dagsektum fyrir að halda áfram að leyfa Orku náttúrunnar (ON) að nýta hleðslustöðvar í borginni, þrátt fyrir úrskurð kærunefndar útboðsmála um að samningur ON og borgarinnar falli úr gildi. Reykjavíkurborg óskaði eftir frestun réttaráhrifa úrskurðarins sem féll 11. júní.
25.06.2021 - 23:06
Myndskeið
125 götur fá endurnýjun og COVID hjálpaði til
125 götur eða gatnahlutar í Reykjavík, um 23 kílómetrar, verða endurnýjaðir í sumar. Markmiðið er að vinna upp þann halla á viðhaldi sem varð til eftir hrun. Minni umferð vegna faraldursins hjálpar þar til.
Reykjavíkurflugvöllur á skipulagi til 2032
Íbúðamagn er aukið á ýmsum reitum í borginni og nýr stokkur fyrir bílaumferð um Sæbraut er settur inn í skipulag. Þá er landnotkun vegna flugvallar framlengd til ársins 2032.
Morgunvaktin
Vill fækka götum og hætta hringakstri um Hagatorg
Borgaryfirvöld kalla nú eftir hugmyndum um hvernig megi breyta Hagatorgi í Vesturbænum í almenningsrými, meðal annars í þágu skólanna í grenndinni. Arkitektinn Hilmar Þór Björnsson telur að með því að fækka götunum í kring um torgið og hætta hringakstri um það verði hverfið sjálfbærara.
25.05.2021 - 09:55
Myndskeið
„Ég lofa því að gera mitt besta“
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, tók í kvöld við embætti forseta borgarstjórnar Reykjavíkurhún hlaut 22 atkvæði, en einn fulltrúi skilaði auðu.  Pawel Bartoszek, forveri Alexöndru í starfi, þakkaði fyrir sig og fól henni fundarstjórnina formlega, að kjörinu loknu.
18.05.2021 - 21:37
Alexandra verður forseti borgarstjórnar
Alexandra Briem, sem verið hefur varaborgarfulltrúi Pírata á kjörtímabilinu, verður næsti forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og fyrsta trans konan til að gegna því embætti. Hún tekur við embættinu á þriðjudag. Alexandra skipaði þriðja sætið á lista Pírata fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Pírötum.
14.05.2021 - 14:52
Myndskeið
Meiri háttar mál að afgylla Brautryðjandann
Deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur segir að það sé meiri háttar mál að laga skemmdarverk sem unnin voru á Brautryðjandanum, lágmynd úr bronsi á stalli styttunnar af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli, sem Einar Jónsson mótaði árið 1911. Myndin er nú gulllituð en gert er ráð fyrir að hreinsun hefjist í síðasta lagi á morgun.
03.05.2021 - 13:35
„Útgjaldavandi, ekki tekjuvandi“
„Það er ekki bara tap heldur hafa skuldirnar vaxið í góðærinu og halda áfram að vaxa. Þær uxu um 41 milljarð á síðasta ári sem eru 112 milljónir á dag,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um hallarekstur borgarinnar. „Þetta er stórt vandamál. Það er ekki tekið á rekstrarvandanum og það þarf að gera það,“ segir hann.
29.04.2021 - 17:30
Afkoman um 14,8 milljörðum undir áætlun
Reykjavíkurborg var rekin með tæplega 2,8 milljarða króna halla á síðasta ári en áætlanir borgarinnar gerðu ráð fyrir tæplega 12 milljarða króna hagnaði. „Hröð kólnun í hagkerfinu á fyrri hluta ársins og lokanir vegna COVID-19 leiddu til þess að vöxtur tekna sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2020 skilaði sér ekki hvort sem litið er til útsvarstekna eða annarra tekna,“ segir í tilkynningu frá borginni.
29.04.2021 - 16:05
„Óþægilegt“ að fá hópsmit í hverfið
Forsvarsmenn grunnskóla í grennd við leikskólann Jörfa og Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendu tölvupóst í gær og óskuðu eftir því að nemendur sem ættu systkini á Jörfa héldu sig heima. Þá var skerpt á því að allir sem fyndu fyrir minnstu einkennum kæmu ekki í skólann í dag. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segist ánægður með viðbrögð yfirvalda við hópsýkingunni í hverfinu en að hann vildi sjá meiri áherslu á loftræstingu á fjölmennum stöðum. 
Lækka hámarkshraða á götum Reykjavíkurborgar
Tillaga að hámarkshraðaáætlun Reykjavíkur var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag og vísað til borgarráðs. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að markmið áætlunarinnar sé að stuðla að bættu umferðaröryggi og að nauðsynlegt sé að draga úr umferðarhraða til að ná því. Ekki sé réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir minni tafir.
14.04.2021 - 16:53