Færslur: reykjavíkurborg

Borgin segir spítalann aðstoða við lögheimilisflutninga
„Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem búa í húsnæði fyrir fatlað fólk í Reykjavík hafa haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild og hafa með aðstoð Landspítalans breytt um lögheimili, í von um að fá viðeigandi húsnæði og þjónustu sem fyrst.” Svo segir í yfirlýsingu frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem send var fjölmiðlum í dag. Allri gagnrýni um úrræðaskort á vegum borgarinnar er vísað á bug. Sviðsstjóri velferðarsviðs vill engu bæta við yfirlýsinguna.
Orka náttúrunnar telur forsendur kærunefndar rangar
Enn eru hátt í hundrað og sextíu götuhleðslur eða rafhleðslustaurar óvirkir í borginni eftir að Kærunefnd útboðsmála gerði athugasemdir við útboð Reykjavíkurborgar á starfseminni.
Myndskeið
Stafsetningarvilla kallar á nýtt skilti
Stafsetningarvilla er á nýju götuskilti við Grensásveg í Reykjavík. Á skiltinu stendur „Grensársvegur“ og er þar einu r-i ofaukið.
29.06.2021 - 17:50
Slökkt á 150 hleðslustöðvum á morgun - unnið að lausn
Slökkt verður á eitt hundrað og fimmtíu hleðslustöðvum fyrir rafbíla víðs vegar um borgina á morgun. Borgarstjóri segir ekkert annað í stöðunni - annars sæti Reykjavíkurborg dagsektum. Ekki var rétt staðið að útboðinu. Verkefnið verði væntanlega boðið út að nýju.
27.06.2021 - 17:35
Telur fráleitt að skella skuldinni á Ísorku
Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku, segir fyrirtækið ekki hafa gert kröfu um að Reykjavíkurborg yrði beitt dagsektum fyrir að halda áfram að leyfa Orku náttúrunnar (ON) að nýta hleðslustöðvar í borginni, þrátt fyrir úrskurð kærunefndar útboðsmála um að samningur ON og borgarinnar falli úr gildi. Reykjavíkurborg óskaði eftir frestun réttaráhrifa úrskurðarins sem féll 11. júní.
25.06.2021 - 23:06
Myndskeið
125 götur fá endurnýjun og COVID hjálpaði til
125 götur eða gatnahlutar í Reykjavík, um 23 kílómetrar, verða endurnýjaðir í sumar. Markmiðið er að vinna upp þann halla á viðhaldi sem varð til eftir hrun. Minni umferð vegna faraldursins hjálpar þar til.
Reykjavíkurflugvöllur á skipulagi til 2032
Íbúðamagn er aukið á ýmsum reitum í borginni og nýr stokkur fyrir bílaumferð um Sæbraut er settur inn í skipulag. Þá er landnotkun vegna flugvallar framlengd til ársins 2032.
Morgunvaktin
Vill fækka götum og hætta hringakstri um Hagatorg
Borgaryfirvöld kalla nú eftir hugmyndum um hvernig megi breyta Hagatorgi í Vesturbænum í almenningsrými, meðal annars í þágu skólanna í grenndinni. Arkitektinn Hilmar Þór Björnsson telur að með því að fækka götunum í kring um torgið og hætta hringakstri um það verði hverfið sjálfbærara.
25.05.2021 - 09:55
Myndskeið
„Ég lofa því að gera mitt besta“
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, tók í kvöld við embætti forseta borgarstjórnar Reykjavíkurhún hlaut 22 atkvæði, en einn fulltrúi skilaði auðu.  Pawel Bartoszek, forveri Alexöndru í starfi, þakkaði fyrir sig og fól henni fundarstjórnina formlega, að kjörinu loknu.
18.05.2021 - 21:37
Alexandra verður forseti borgarstjórnar
Alexandra Briem, sem verið hefur varaborgarfulltrúi Pírata á kjörtímabilinu, verður næsti forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og fyrsta trans konan til að gegna því embætti. Hún tekur við embættinu á þriðjudag. Alexandra skipaði þriðja sætið á lista Pírata fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Pírötum.
14.05.2021 - 14:52
Myndskeið
Meiri háttar mál að afgylla Brautryðjandann
Deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur segir að það sé meiri háttar mál að laga skemmdarverk sem unnin voru á Brautryðjandanum, lágmynd úr bronsi á stalli styttunnar af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli, sem Einar Jónsson mótaði árið 1911. Myndin er nú gulllituð en gert er ráð fyrir að hreinsun hefjist í síðasta lagi á morgun.
03.05.2021 - 13:35
„Útgjaldavandi, ekki tekjuvandi“
„Það er ekki bara tap heldur hafa skuldirnar vaxið í góðærinu og halda áfram að vaxa. Þær uxu um 41 milljarð á síðasta ári sem eru 112 milljónir á dag,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um hallarekstur borgarinnar. „Þetta er stórt vandamál. Það er ekki tekið á rekstrarvandanum og það þarf að gera það,“ segir hann.
29.04.2021 - 17:30
Afkoman um 14,8 milljörðum undir áætlun
Reykjavíkurborg var rekin með tæplega 2,8 milljarða króna halla á síðasta ári en áætlanir borgarinnar gerðu ráð fyrir tæplega 12 milljarða króna hagnaði. „Hröð kólnun í hagkerfinu á fyrri hluta ársins og lokanir vegna COVID-19 leiddu til þess að vöxtur tekna sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2020 skilaði sér ekki hvort sem litið er til útsvarstekna eða annarra tekna,“ segir í tilkynningu frá borginni.
29.04.2021 - 16:05
„Óþægilegt“ að fá hópsmit í hverfið
Forsvarsmenn grunnskóla í grennd við leikskólann Jörfa og Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendu tölvupóst í gær og óskuðu eftir því að nemendur sem ættu systkini á Jörfa héldu sig heima. Þá var skerpt á því að allir sem fyndu fyrir minnstu einkennum kæmu ekki í skólann í dag. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segist ánægður með viðbrögð yfirvalda við hópsýkingunni í hverfinu en að hann vildi sjá meiri áherslu á loftræstingu á fjölmennum stöðum. 
Lækka hámarkshraða á götum Reykjavíkurborgar
Tillaga að hámarkshraðaáætlun Reykjavíkur var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag og vísað til borgarráðs. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að markmið áætlunarinnar sé að stuðla að bættu umferðaröryggi og að nauðsynlegt sé að draga úr umferðarhraða til að ná því. Ekki sé réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir minni tafir.
14.04.2021 - 16:53
Allt klárt fyrir kennslu í Korpuskóla
Búið er að gera við rakaskemmdir í Korpuskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Nemendur úr Fossvogsskóla hefja þar nám á morgun. Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir að finni börn fyrir myglueinkennum í Korpuskóla þurfi þau hugsanlega að skipta um skóla. 
06.04.2021 - 21:45
Tuttugu ár frá íbúakosningum um Reykjavíkurflugvöll
Í dag eru tuttugu ár síðan Reykvíkingar greiddu atkvæði um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Naumur meirihluti vildi flugvöllinn burt úr Vatnsmýri. Tuttugu árum og nokkrum starfshópum síðar er flugvöllurinn enn í Vatnsmýri en aðalskipulag Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir að hann víki þaðan í áföngum. 
„Flókið að færa skólastarf í bráðabirgðahúsnæði“
Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar hefur ekki borist svar frá Barnaspítala Hringsins um það hvort spítalinn geti veitt aðstoð við að meta heilsufar barna við Fossvogsskóla. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs, segir sviðið vonast eftir því að heilbrigðisstarfsfólk geti haft yfirsýn yfir þau einkenni sem nemendur skólans hafa kvartað yfir og kunna að tengjast myglugró í húsnæði skólans. Á næstu dögum standi til að starfshópur meti ástandið á húsinu. 
15.03.2021 - 17:49
Bætt upp fyrir að hætta í stjórnum dótturfélaga
Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur segir að einhugur hafi staðið um 370 þúsund króna launahækkun forstjóra fyrirtækisins. Launin voru leiðrétt tvö ár aftur í tímann auk þess sem sérstök hækkun kom til vegna þess að forstjóri situr ekki lengur í stjórnum dótturfyrirtækja.
Gallup: Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt
Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt milli kannana og myndi bæta við sig borgarfulltrúa, en núverandi minnihluti missa tvo ef kosið yrði nú. Þetta er meginniðurstaða skoðanakönnunar sem Gallup gerði og birt er í Fréttablaðinu í dag.
Myndskeið
Stór fyrirtæki verða flutt af Ártúnshöfða
Flytja þarf stór fyrirtæki á borð við Malbikunarstöðina, Steypustöðina og BM Vallá burt frá Ártúnshöfða, svo hægt sé að byggja þar íbúðir. Forstjóri BM Vallár segist hafa skilning á stöðunni. Borgarstjóri segir að fermetrum atvinnuhúsnæðis á svæðinu fækki nánast ekkert.
Enn finnast myglugró í Fossvogsskóla
Ný myglugró fundust við sýnatöku í Fossvogsskóla í desember. Á þessu skólaári hafa tíu börn glímt við einkenni sem hugsanlega má rekja til myglu í skólanum. Foreldrum og forsvarsmönnum skólans var kynnt ný skýrsla um stöðuna á fundi í gær. 
18.02.2021 - 12:35
Íslenskuver mögulega afturhvarf til móttökudeilda
Kennarar og skólastjórnendur fagna því að borgin veiti auknu fé til að bæta íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku. Formaður Félags grunnskólakennara setur þó spurningarmerki við hvort útfærslan sé afturhvarf til móttökudeilda.
Auka áherslu á íslenskukennslu barna með annað móðurmál
Skóla- og frístundaráð samþykkti í dag aðgerðaáætlun til að bæta íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku. Stefnt er að því að setja á fót íslenskuver þar sem börn sem eru nýflutt til Íslands fá íslenskukennslu í nokkra mánuði. Skúli Þór Helgason, formaður ráðsins, segir að á síðustu sex árum hafi um það bil þúsund börn með annað móðurmál en íslensku komið inn í grunnskólana.
09.02.2021 - 17:02
Eva Bergþóra ráðin teymisstjóri hjá Reykjavíkurborg
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir hefur verið ráðin í starf teymisstjóra samskiptateymis Reykjavíkurborgar. 45 umsækjendur sóttu um stöðuna sem var auglýst í desember í fyrra.
02.02.2021 - 10:53