Færslur: reykjavíkurborg

Viðtal
Viðhaldsverkefni tekin út úr hugmyndasamkeppni
Yfir eitt þúsund hugmyndir hafa borist í hugmyndasöfnun Reykjavíkur, Hverfið mitt. Nú er kosið um hugmyndir á tveggja ára fresti, meira fjármagn er í framkvæmdasjóðinum og því stærri hugmyndir framkvæmanlegar. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að viðhaldsverkefnum hafi verið fundinn annar farvegur innan borgarkerfisins.  
18.01.2021 - 10:43
Sorphirðugjald hækkar um allt að 123%
Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka meira en önnur gjöld borgarinnar um áramótin. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg, segir það vera vegna hækkunar á móttökugjaldi og launakostnaði. Dæmi eru um að hækkunin nemi rúmum 123 prósentum.
Leikskólagjöld í Reykjavík hækka um áramót
Þann 1. janúar hækka leikskólagjöld í Reykjavík um 2,4 prósent. Giftir foreldrar, foreldrar í sambúð eða þar sem annað foreldri er í námi borga á mánuði rúmar tíu þúsund krónur fyrir fjögurra tíma leikskóladvöl og rúmar 27 þúsund krónur fyrir 8 tíma dvöl barns á leikskóla.
18.12.2020 - 07:00
„Það eru gestir sem eru með derring“
Starfsfólk sundlauga Reykjavíkuborgar hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af því þegar of margir eru í einu í heitum pottum. Flestir bregðast vel við tilmælunum en þó eru mörg dæmi um að fólk bregðist illa við. Skrifstofustjóri hjá ÍTR  hvetur sundlaugagesti til að láta það vera að troða sér ofan í smekkfulla potta svo ekki komi til þess að loka þurfi pottunum.
15.12.2020 - 14:53
Viðtal
Verja 150 milljónum í að kynna Reykjavík sem áfangastað
Reykjavíkurborg ætlar að ráðast í 150 milljóna króna herferð til þess að kynna borgina sem áfangastað fyrir ferðamenn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að svo miklu fé hafi ekki verið varið í markaðsherferð fyrir borgina árum saman.
Myndskeið
„Skattar verða ekki hækkaðir“
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir að ekki standi til að hækka skatta. Þá verði gjaldskrár almennt ekki hækkaðar. Hann segir að það sé aldrei fyrsti kostur að ráðast í lántökur, en það sé þó nauðsynlegt til þess að bregðast við samdrætti vegna faraldursins. Þjónusta borgarinnar verði varin og gert sé ráð fyrir að borgin skili jákvæðri niðurstöðu eftir tvö ár.
Skólabyggingar líklega nýttar fyrir bólusetningu
Skólabyggingar og íþróttahús verða líklega nýtt til þess að bólusetja marga á skömmum tíma þegar bóluefni við kórónuveirunni berst til landsins. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og borgarstjórinn í Reykjavík ræddu saman í gær um húsnæði fyrir bólusetningu. Starfsfólk heilsugæslunnar býr sig nú undir að geta með skömmum fyrirvara hafið bólusetningu.
Borgin leggst gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn
Borgarlögmaður segir þingsályktunartillögu um að efnt skuli til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar í andstöðu við stjórnarskrárvarinn sjálfsstjórnarrétt og skipulagsvald sveitarfélaga og þá stefnu sem Reykjavíkurborg hefur markað um flugvöllinn í skipulagsáætlunum sínum. Þjóðaratkvæðagreiðslan geti ekki bundið borgina til að ráðast í aðgerðir og því leggist Reykjavíkurborg eindregið gegn því að tillagan verði samþykkt.
20.11.2020 - 11:40
Höfnuðu tillögum um borgargjöf og ráðgjafartorg
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lögðu til á fundi borgarstjórnar í dag að Reykjavíkurborg réðist í aðgerðir í fimm liðum til að spyrna við áhrifum COVID-19 faraldursins. Tillögunum var hafnað og Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir þá sem þurfi á stuðningi að halda hafa fengið kalda kveðju úr Ráðhúsinu í dag.
17.11.2020 - 21:55
Allir íbúar Foldabæjar í Reykjavík í sóttkví
Einn íbúi og einn starfsmaður á Foldabæ, heimili fyrir konur með heilabilun í Reykjavík, greindust með COVID-19 í síðustu viku. Allir hinir íbúarnir sjö og sjö starfsmenn eru í sóttkví. Jórunn Frímannsdóttir, forstöðukona Droplaugarstaða, segir í samtali við fréttastofu að þótt íbúarnir séu í sóttkví nálgist starfsfólkið þá eins og þeir séu sýktir. 
04.11.2020 - 14:49
Heiðra hlut Reykjavíkur í orrustunni um Atlantshafið
Hún heitir Spirit of Reykjavík eða Kjarkur Reykjavíkur. Ný eftirlitsflugvél breska hersins var nefnd þessu nafni í heiðursskyni við það hlutverk sem íbúar Reykjavíkur gegndu í sigri bandamanna í orrustunni um Atlantshafið í heimsstyrjöldinni síðari.
Samræma tilhögun skólahalds á höfuðborgarsvæðinu
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar bíður þess nú að heilbrigðisráðherra birti sérstaka reglugerð um takmarkanir í skólastarfi seinna í dag. Samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir mega aðeins tíu koma saman og grímuskylda gildir um alla eldri en fimm ára.
Leggja til að borgin rukki fyrir rafbílahleðslur
Til skoðunar er að hefja gjaldtöku fyrir hleðslu rafbíla á hleðslustöðvum sem Reykjavíkurborg rekur í miðborginni. Ekki liggur fyrir hversu mikið það myndi kosta, en ástæðan er meðal annars sú að hingað til hefur borgin verið að bjóða gjaldfría þjónustu sem þarf að greiða fyrir hjá ýmsum fyrirtækjum.
29.10.2020 - 13:41
Myndskeið
Eigandinn fær mánuð til að rífa húsið
Eiganda hússins við Bræðraborgarstíg 1 sem brann í sumar verður gert að rífa það innan þrjátíu daga eða gera Reykjavíkurborg grein fyrir því af hverju það sé ekki hægt. Byggingafulltrúi borgarinnar segir óboðlegt að húsið standi enn og að það geti fokið í næstu lægð.
27.10.2020 - 20:42
Kvartar til umboðsmanns vegna „yfirgangs“ borgarinnar
Mosfellsbær hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan stjórnsýslu Reykjavíkurborgar á Esjumelum. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum bókun þar sem þeim „yfirgangi sem Reykjavíkurborg hefur sýnt Mosfellingum,“ er harðlega mótmælt. Bærinn hefur einnig kært þá ákvörðun borgarinnar að breyta deiliskipulagi á Kjalarnesi vegna lóðar fyrir Malbikunarstöðina Höfða.
17.10.2020 - 14:17
21 starfsmaður velferðarsviðs með COVID-19
Alls er 21 starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í einangrun vegna smits og 45 í sóttkví. Þrír íbúar á tveimur íbúðakjörnum eru í einangrun. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, segir í samtali við fréttastofu að vöxtur faraldursins hafi haft mikil áhrif á starfsemi sviðsins.
06.10.2020 - 17:46
Segir friðun engin áhrif hafa á Sundabraut
Fyrirhuguð friðlýsing svæðis við Álfsnes og Þerneyjarsund mun ekki skerða vegstæði Sundabrautar. Þetta segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar sem segir að varðveisla minja og lagning brautarinnar geti vel farið saman.
Silfrið
Sundabraut verði með 50 km hámarkshraða
Verði Sundabraut lögð sem hraðbraut mun það kosta mörg mislæg gatnamót og hún mun skera hverfi í sundur. Þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir Sundabraut ekki vera einkamál borgarinnar.
13.09.2020 - 13:43
Verkferlum breytt eftir kynferðisbrot í skammtímavistun
Verkferlum á skammtímavistuninni að Holtavegi í Reykjavík var breytt eftir að grunur vaknaði um að starfsmaður þar hefði brotið kynferðislega gegn þroskahamlaðri konu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Starfsmaðurinn var á dögunum verið sakfelldur fyrir brotin.
Fjárhagsaðstoðin kostar borgina milljarði meira
Reykjavíkurborg ver milljarði meira í fjárhagsaðstoð í ár en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þeim sem fá slíka aðstoð hefur fjölgað mikið milli ára. Atvinnulaust fólk án bótaréttar er stór hluti hópsins.
Þriðjungi fleiri fá fjárhagsaðstoð frá borginni
Hátt í 1.500 fengu fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjavíkurborg í júlí. Það er um þriðjungs fjölgun frá sama mánuði í fyrra og gangi spár Velferðarsviðs borgarinnar eftir, mun þeim sem þiggja slíka aðstoð halda áfram að fjölga. Flestir þeirra sem fá aðstoðina eru einhleypir karlar.
Lagfæra gjöfula borholu með risabor
Dregið hefur úr afköstum borholu við Bolholt 5 í Reykjavík og því hefst viðgerð á morgun. Á vef Reykjavíkurborgar segir að við verkið verði notaður stærri jarðbor en notaður hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í áratugi. Röskun verður á umferð hjólandi og gangandi vegfarenda vegna framkvæmdanna.
31.08.2020 - 21:01
Gagnrýnir ummæli Seðlabankastjóra um Sundabraut
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, gagnrýndi ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, um að það væri „stórundarlegt og ámælisvert“ að ekki hafi verið ráðist í uppbyggingu Sundabrautar, í færslu á Facebook í gær.
Átta starfsmenn leikskóla í sóttkví
Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar við Ægisíðu í Reykjavík eru komnir í tveggja vikna sóttkví. Ekkert smit hefur enn verið greint í leikskólanum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er fyrirsjáanlegt að nokkur röskun verði á starfsemi skólans á meðan starfsmenn eru í sóttkví.
25.08.2020 - 14:35
Opna áfangaheimili fyrir konur í miðborginni
Borgarráð samþykkti í dag þá tillögu velferðarráðs að opna nýtt áfangaheimili fyrir konur í miðborginni. Fjórtán einstaklingsíbúðir verða á heimilinu, sem verður ætlað fyrir konur sem hafa hætt neyslu. Brátt verða hafnar viðræður við félagið Rótina um rekstur Konukots.