Færslur: reykjavíkurborg

Segir að fjölgun starfa sé kostnaður fyrir borgina 
„Fyrirtækin glíma við að þurfa að segja upp fólki og ég er að benda á að borgin er að bólgna út frekar en hitt,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu um færslu sem hann birti á Facebook í gær.  
07.08.2020 - 13:22
Átta fyrirtæki vilja hanna fyrsta áfanga Borgarlínu
Átta fyrirtæki hafa sótt um að hafa yfirumsjón með for- og verkhönnun á fyrsta áfanga Borgarlínunnar. Sjö þeirra eru erlend, en öll eru þó með íslenska hönnuði eða verktaka á sínum snærum. Skilafrestur í útboði Ríkiskaupa um fyrsta áfanga verkefnisins rann út á hádegi í dag.
08.06.2020 - 19:33
30% fleiri fengu fjárhagsaðstoð
Samhliða auknu atvinnuleysi í vetur hefur umsóknum um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum fjölgað. Í Reykjanesbæ hefur þeim fjölgað um 30 prósent og segir Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs bæjarfélagsins, að aukninguna, enn sem komið er, sé ekki hægt að rekja beint til afleiðinga kórónuveirufaraldursins.
Fréttaskýring
Lög um neyslurými samþykkt en enn óvissa um framkvæmd
Lög um neyslurými voru samþykkt á Alþingi í dag að lokinni þriðju umræðu. Sveitarfélög geta, að fengnu leyfi frá Landlækni, sett á fót örugg rými fyrir fólk sem sprautar sig með vímuefnum. Ekki er þó víst að sveitarfélögin kæri sig um að nýta þetta tækifæri. Hlýða má á umfjöllunina í heild í spilaranum.
20.05.2020 - 18:55
Spegillinn
Vilja ávísun fyrir börnin
„Í lok mars var ég alveg úrræðalaus og ísskápurinn tómur.“ Þetta segir Hildur Oddsdóttir, einstæð, tveggja barna móðir. Kristín, önnur kona sem glímir við fátækt óttast að geta ekki boðið börnunum sínum á nein námskeið í sumar. Heimsfaraldurinn virðist hafa aukið á vanda þeirra sem búa við sárafátækt á Íslandi. 
Samþykkja smáhýsi í Hlíðunum fyrir heimilislausa
Borgarráð samþykkti í gær að tveimur smáhýsum fyrir heimilislausa verði komið fyrir á lóð á mörkum Skógarhlíðar og Hringbrautar. Í tilkynningu frá borginni segir að reiturinn sem húsin verði á sé við jaðar íbúabyggðar, þau verði skermuð af til að tryggja hljóðvist og að settur verði gróður í kring til að skapa skjól og betri ásýnd.
Spegillinn
„Heldur samfélagið að við séum ódrepandi?“
Fá kórónuveirusmit hafa komið upp á sambýlum og búsetukjörnum á Íslandi. Þetta leiddi eftirgrennslan Landssamtakanna Þroskahjálpar í ljós. Lokanir og skerðing þjónustu bitnuðu þó bæði á fötluðum og aðstandendum þeirra. Móðir fatlaðs unglingspilts segir að í tvær vikur hafi bæði skólinn og öll þjónusta dottið út, sá tími hafi verið nánast óyfirstíganlegur.
Viðtal
Innflytjendur hafi misst af nokkrum vikum
Síðustu daga hefur upplýsingagjöf til innflytjenda verið stórbætt en framan af var skortur á upplýsingum á öðrum tungumálum. Í Svíþjóð reyndist slíkur upplýsingaskortur afdrifaríkur. Sabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Samfylkingar, segir að vantraustið hverfi ekki með einni þýðingu. 
Foreldri líkir deilunni við rifrildi leikskólabarna
Formaður Eflingar setur skilyrði fyrir því að ræða við borgarstjóra, sem bauð til fundar í gær.  Sáttafundur hjá ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðaður og verkföll hafa staðið rúman hálfan mánuð. Formaður foreldrafélags biðlar til þeirra að ræða saman eins og fullorðið fólk en ekki eins og leikskólabörn í sandkassanum.
04.03.2020 - 12:11
Efling gerir borgarstjóra tilboð
Efling hefur boðist til að fresta verkfallsaðgerðum í tvo sólarhringa gegn því að borgin samþykki hækkun grunnlauna Eflingarfélaga hækki á bilinu 100 til 110 þúsund krónur á mánuði.
03.03.2020 - 11:42
Spegillinn
„Eru til neyðarpakkar hjá ykkur í Krónunni?“
Framkvæmdastjóri Rekstrarvara segir það árvekni Íslendinga að þakka að hér sé til nóg af grímum og hlífðarbúnaði, nú sé mánaða bið eftir slíkum varningi að utan og Ísland ekki efst á lista. Skrifstofustjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir innviðina þar sterkari nú en fyrir komu svínaflensunnar 2009. Framkvæmdastjóri Krónunnar var spurður hvort verslunin byði upp á neyðarpakka. Spegillinn heyrði í forsvarsmönnum nokkurra fyrirtækja og stofnana og spurði út í viðbrögð við veirunni. 
Boðað til fundar í fyrramálið
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í fyrramálið.
17.02.2020 - 17:14
Verkfall hefst í hádeginu
Verkfall um 1.850 félaga stéttarfélagsins Eflingar sem starfa á nær 130 starfsstöðvum hjá hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og stendur til miðnættis á fimmtudag að óbreyttu. Verkfallið hefur áhrif á skólagöngu um 3.500 leikskólabarna í borginni og 1.650 notendur velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þá hefur verkfallið lamandi áhrif á matarþjónustu einhverra grunnskóla Reykjavíkur og þurfa nemendur þeirra að taka með sér nesti.
11.02.2020 - 06:39
Fráleitt að vinnumarkaðurinn springi í loft upp
Í kröfum Eflingar í kjaraviðræðunum við Reykjavíkurborg er gert ráð fyrir sömu krónutöluhækkunum og í lífskjarasamningnum frá því í vor. Að auki er krafa um breytingar á starfsmati sem gæti skilað þeim sem eru á lægstu laununum rúmlega 50 þúsund króna hækkun á samningstímanum. Óvíst er hvenær næsti sáttafundur verður. Nýr aðstoðarsáttasemjari hefur tekið að sér að stjórna fundum í kjaradeilu Reykjavíkurborgar og Eflingar eftir að annar aðstoðsrsáttasemjari sagði sig fá verkinu í síðustu viku.
22.01.2020 - 18:05
Viðtal
„Afbrotum fækkar eftir því sem innflytjendum fjölgar“
Embætti ríkislögreglustjóra telur hátt hlutfall innflytjenda í ákveðnum hverfum auka hættuna á því að hér verði til viðkvæm svæði eða gettó þar sem glæpagengi vaða uppi. Þetta má ráða af nýrri skýrslu um hugsanlegar áskoranir sem lögregla gæti staðið frammi fyrir í náinni framtíð. Það er vísað í ákveðin hverfi í Svíþjóð og Danmörku og staðan í þeim á ekki við þann veruleika sem við erum með í dag,“ segir Óskar Dýrmundur Ólafsson. Hverfisstjóri í Breiðholti.
Svifryk vegna flugelda varasamt og heilsuspillandi
Afar mikið svifryk mældist í loftinu um síðustu áramót og svifryksmengun jókst verulega þá. Ljóst er að aukningin er af völdum flugelda. „Mengun frá flugeldum er raunverulegt vandamál hér á landi. Flugeldar eru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir,“ segir í skýrslu Umhverfisstofnunar. Björgunarsveitirnar selja nú svokölluð rótarskot auk flugelda.
23.12.2019 - 12:10
Loftgæði slæm í borginni
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs, sem kemur frá útblæstri bifreiða, er hár í Reykjavík í dag að því er fram kemur á vefsíðu heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Umtalsverðar líkur eru því á að styrkur köfnunarefnisdíoxíðs fari yfir sólarhringsheilsuverndarmörk, sjötíu og fimm míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg, líkt og gerðist í gær.
28.10.2019 - 15:53
Myndskeið
Stöðva framkvæmdir við Bústaðaveg
Framkvæmdir við breikkun Bústaðavegar hafa verið stöðvaðar þar sem Reykjavíkurborg fór ekki í grenndarkynningu. Fulltrúi í skipulags- og samgönguráði borgarinnar segir að verklagi verði breytt.
23.10.2019 - 19:54
Myndir
Rólur fortíðar gleymdar í bakgarði
Þetta hangir þarna af gömlum vana og enginn spáir í þetta. Þetta sagði formaður húsfélags fjölbýlishúss í Breiðholti þegar Spegillinn spurði hann um tvær rólur í bakgarðinum sem mega muna sinn fífil fegurri. Líklega séu rólurnar orðnar fjörutíu ára gamlar.  Það er strangt eftirlit með leiktækjum á leikvöllum borgarinnar og á skólalóðum en öðru máli gegnir um leiktæki við fjölbýlishús sem víða eru að grotna niður.
22.10.2019 - 15:50
Opnunartímum verði breytt til að minnka umferð
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins, um að minnka álagstoppa í umferð með því að auka sveigjanleika opnunartíma stofnana og fyrirtækja borgarinnar, til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs. Í bókun meirihlutans kom fram að þegar væri verið að vinna í anda tillögunnar inn á sviðinu.
18.09.2019 - 14:51
Allmörg dæmi um ófullnægjandi viðhald
Fjármagn í viðhald á grunnskólum borgarinnar er svo naumt skammtað að ómögulegt er að verða við öllum beiðnum. Skólastjórnendur eru langeygðir eftir því að viðhaldi á skólahúsnæði verði sinnt. Allmörg dæmi eru um ófullnægjandi viðhald og ókláruð verkefni. Tryggja þarf að viðhald á skólabyggingunum og öðrum búnaði sé fullnægjandi til að búa börnum og starfsfólki sem best starfsumhverfi.
09.09.2019 - 14:05
Hagræðingarmöguleikar í sameiningu skóla
Rekstur Kelduskóla í Grafarvogi er dýrastur af grunnskólum borgarinnar. Breytingar á rekstri skólans hafa verið til skoðunar hjá borgaryfirvöldum að undanförnu og lagt til að Korpuhluta skólans verði lokað þar til nemendafjöldinn nái 150. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs segir að líklega verði þetta síðasti veturinn sem skólinn er starfræktur í núverandi mynd. Íbúar hafa nú safnað um 1.500 undirskriftum gegn hugmyndum borgarinnar.
06.09.2019 - 18:44
Mikilvægt að heyra íslenskt mál sem mest
Börnum af erlendum uppruna fjölgar stöðugt í grunnskólum borgarinnar og í fyrra voru töluð 63 tungumál í skólunum. Börn sem fæðast hér á landi, en hafa annað móðurmál en íslensku, koma ekki nægilega vel út úr prófi sem mælir færni þeirra í íslensku, segir áheyrnarfulltrúi frá Flokki fólksins. „Það er sláandi hvað mörg börn sem fædd eru á Íslandi og hafa alist upp í leik- og grunnskólakerfinu séu engu að síður svo illa stödd í íslensku.“
Secret Solstice með sambærilegu sniði að ári
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í kvöld að tónleikar Secret Solstice verði haldnir með sambærilegu sniði og í ár 26. til 28. júní á næsta ári í Laugardal, náist samningar um tónleikahaldið.
06.09.2019 - 03:55
Innri endurskoðun geri úttekt á málefnum Sorpu
Á fundi borgarráðs í gærkvöldi var lagt fram bréf Sorpu þar sem óskað er eftir heimild ráðsins fyrir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Lántakan er upp á 990 milljónir króna og er lánið tekið til að fjármagna viðbótarkostnað við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Beiðninni var vísað til borgarstjórnar og sátu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðslu málsins.
06.09.2019 - 03:20