Færslur: reykjavíkurborg

Lækka hámarkshraða á götum Reykjavíkurborgar
Tillaga að hámarkshraðaáætlun Reykjavíkur var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag og vísað til borgarráðs. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að markmið áætlunarinnar sé að stuðla að bættu umferðaröryggi og að nauðsynlegt sé að draga úr umferðarhraða til að ná því. Ekki sé réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir minni tafir.
14.04.2021 - 16:53
Allt klárt fyrir kennslu í Korpuskóla
Búið er að gera við rakaskemmdir í Korpuskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Nemendur úr Fossvogsskóla hefja þar nám á morgun. Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir að finni börn fyrir myglueinkennum í Korpuskóla þurfi þau hugsanlega að skipta um skóla. 
06.04.2021 - 21:45
Tuttugu ár frá íbúakosningum um Reykjavíkurflugvöll
Í dag eru tuttugu ár síðan Reykvíkingar greiddu atkvæði um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Naumur meirihluti vildi flugvöllinn burt úr Vatnsmýri. Tuttugu árum og nokkrum starfshópum síðar er flugvöllurinn enn í Vatnsmýri en aðalskipulag Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir að hann víki þaðan í áföngum. 
„Flókið að færa skólastarf í bráðabirgðahúsnæði“
Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar hefur ekki borist svar frá Barnaspítala Hringsins um það hvort spítalinn geti veitt aðstoð við að meta heilsufar barna við Fossvogsskóla. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs, segir sviðið vonast eftir því að heilbrigðisstarfsfólk geti haft yfirsýn yfir þau einkenni sem nemendur skólans hafa kvartað yfir og kunna að tengjast myglugró í húsnæði skólans. Á næstu dögum standi til að starfshópur meti ástandið á húsinu. 
15.03.2021 - 17:49
Bætt upp fyrir að hætta í stjórnum dótturfélaga
Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur segir að einhugur hafi staðið um 370 þúsund króna launahækkun forstjóra fyrirtækisins. Launin voru leiðrétt tvö ár aftur í tímann auk þess sem sérstök hækkun kom til vegna þess að forstjóri situr ekki lengur í stjórnum dótturfyrirtækja.
Gallup: Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt
Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt milli kannana og myndi bæta við sig borgarfulltrúa, en núverandi minnihluti missa tvo ef kosið yrði nú. Þetta er meginniðurstaða skoðanakönnunar sem Gallup gerði og birt er í Fréttablaðinu í dag.
Myndskeið
Stór fyrirtæki verða flutt af Ártúnshöfða
Flytja þarf stór fyrirtæki á borð við Malbikunarstöðina, Steypustöðina og BM Vallá burt frá Ártúnshöfða, svo hægt sé að byggja þar íbúðir. Forstjóri BM Vallár segist hafa skilning á stöðunni. Borgarstjóri segir að fermetrum atvinnuhúsnæðis á svæðinu fækki nánast ekkert.
Enn finnast myglugró í Fossvogsskóla
Ný myglugró fundust við sýnatöku í Fossvogsskóla í desember. Á þessu skólaári hafa tíu börn glímt við einkenni sem hugsanlega má rekja til myglu í skólanum. Foreldrum og forsvarsmönnum skólans var kynnt ný skýrsla um stöðuna á fundi í gær. 
18.02.2021 - 12:35
Íslenskuver mögulega afturhvarf til móttökudeilda
Kennarar og skólastjórnendur fagna því að borgin veiti auknu fé til að bæta íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku. Formaður Félags grunnskólakennara setur þó spurningarmerki við hvort útfærslan sé afturhvarf til móttökudeilda.
Auka áherslu á íslenskukennslu barna með annað móðurmál
Skóla- og frístundaráð samþykkti í dag aðgerðaáætlun til að bæta íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku. Stefnt er að því að setja á fót íslenskuver þar sem börn sem eru nýflutt til Íslands fá íslenskukennslu í nokkra mánuði. Skúli Þór Helgason, formaður ráðsins, segir að á síðustu sex árum hafi um það bil þúsund börn með annað móðurmál en íslensku komið inn í grunnskólana.
09.02.2021 - 17:02
Eva Bergþóra ráðin teymisstjóri hjá Reykjavíkurborg
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir hefur verið ráðin í starf teymisstjóra samskiptateymis Reykjavíkurborgar. 45 umsækjendur sóttu um stöðuna sem var auglýst í desember í fyrra.
02.02.2021 - 10:53
Tilbúin til að skoða reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að yfirfara sérstaklega hvort tilefni sé til að endurskoða reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál.
Myndskeið
Byggja hátt í 800 íbúðir á Héðinsreit og í Gufunesi
Framkvæmdir við byggingu 330 íbúða á Héðinsreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur eru hafnar. Framkvæmdastjóri Spildu ehf. sem stendur að hluta verkefnisins segir að nú sé mun auðveldara að fjármagna slík verkefni en fyrir ári síðan. Sama félag hyggst byggja 600 til 700 íbúðir í Gufunesi á næstu fimm árum.
Dagur B. Eggertsson verður í Silfri dagsins
Fyrsti gestur Sigmars Guðmundssonar í Silfri dagsins er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Þá mætast þeir Friðjón Friðjónsson almannatengill og Brynjar Níelson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Notuðu Heimlich og töng til að bjarga lífi konu
Snör handtök lögreglu- og sjúkraflutningamanna björguðu konu úr bráðum lífsháska á veitingastað í miðborg Reykjavíkur á tíunda tímanum í gærkvöld. Matur stóð í konunni svo hún náði ekki að anda, og hringdu aðstandendur eftir aðstoð lögreglu. Konan náði aftur andanum eftir að hún var beitt Heimlich-tökunum, en matarbitinn stóð enn fastur í hálsinum. Sjúkraflutningamenn urðu að nota töng til að sækja bitann í hálsinn.
Síðdegisútvarpið
Stjórnmálamenn fá alveg ótrúlega holskeflu af viðbjóði
Skotárásir á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og á skrifstofur stjórnmálaflokka eru ein birtingarmynd stjórnmálamenningar sem hefur þróast undanfarin misseri. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari þróun; farið hefur verið yfir mörk sem hingað til hafa verið virt. Áreitni í garð stjórnmálafólks hefur verið falinn vandi sem tímabært er að ræða. Þetta segja þær Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar.
Segir árásina setja öryggismálin í nýtt samhengi
„Um leið og þetta mál kom upp um síðustu helgi þá var farið í miklar öryggisráðstafanir. Aðallega sem tengjast borgarstjóra og einnig hér í ráðhúsinu,“ segir Þorsteinn Gunnarsson borgarritari í samtali við fréttastofu. Dómsmálaráðherra segist eiga í samtali við ríkislögreglustjóra um hertar öryggisráðstafanir í kringum kjörna fulltrúa.
29.01.2021 - 14:31
Myndskeið
Stóð til að ljúka framkvæmdum fyrir 14 mánuðum
Óljóst er að hve miklu leyti tryggingar Veitna bæta tjónið vegna vatnslekans í Háskóla Íslands. Framkvæmdum þar sem lögn fór í sundur átti upprunalega að ljúka fyrir fjórtán mánuðum.
23.01.2021 - 19:55
Skila greinargerð um Arnarholt fyrir mánaðarmót
Forsætisráðuneytið ætlar að skila velferðarnefnd Alþingis greinargerð um væntanlega rannsókn á vistheimilinu Arnarholti og öðrum vistheimilum fyrir 1. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.
Viðtal
Viðhaldsverkefni tekin út úr hugmyndasamkeppni
Yfir eitt þúsund hugmyndir hafa borist í hugmyndasöfnun Reykjavíkur, Hverfið mitt. Nú er kosið um hugmyndir á tveggja ára fresti, meira fjármagn er í framkvæmdasjóðinum og því stærri hugmyndir framkvæmanlegar. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að viðhaldsverkefnum hafi verið fundinn annar farvegur innan borgarkerfisins.  
18.01.2021 - 10:43
Sorphirðugjald hækkar um allt að 123%
Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka meira en önnur gjöld borgarinnar um áramótin. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg, segir það vera vegna hækkunar á móttökugjaldi og launakostnaði. Dæmi eru um að hækkunin nemi rúmum 123 prósentum.
Leikskólagjöld í Reykjavík hækka um áramót
Þann 1. janúar hækka leikskólagjöld í Reykjavík um 2,4 prósent. Giftir foreldrar, foreldrar í sambúð eða þar sem annað foreldri er í námi borga á mánuði rúmar tíu þúsund krónur fyrir fjögurra tíma leikskóladvöl og rúmar 27 þúsund krónur fyrir 8 tíma dvöl barns á leikskóla.
18.12.2020 - 07:00
„Það eru gestir sem eru með derring“
Starfsfólk sundlauga Reykjavíkuborgar hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af því þegar of margir eru í einu í heitum pottum. Flestir bregðast vel við tilmælunum en þó eru mörg dæmi um að fólk bregðist illa við. Skrifstofustjóri hjá ÍTR  hvetur sundlaugagesti til að láta það vera að troða sér ofan í smekkfulla potta svo ekki komi til þess að loka þurfi pottunum.
15.12.2020 - 14:53
Viðtal
Verja 150 milljónum í að kynna Reykjavík sem áfangastað
Reykjavíkurborg ætlar að ráðast í 150 milljóna króna herferð til þess að kynna borgina sem áfangastað fyrir ferðamenn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að svo miklu fé hafi ekki verið varið í markaðsherferð fyrir borgina árum saman.
Myndskeið
„Skattar verða ekki hækkaðir“
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir að ekki standi til að hækka skatta. Þá verði gjaldskrár almennt ekki hækkaðar. Hann segir að það sé aldrei fyrsti kostur að ráðast í lántökur, en það sé þó nauðsynlegt til þess að bregðast við samdrætti vegna faraldursins. Þjónusta borgarinnar verði varin og gert sé ráð fyrir að borgin skili jákvæðri niðurstöðu eftir tvö ár.