Færslur: reykjavíkurborg

Tiltölulega lítill munur á afstöðu kynja - en munur þó
Hlutfall karla og kvenna sem segjast ætla að kjósa Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningunum í dag er jafnt, og það á líka við kynjahlutfall þeirra sem ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn og Flokk fólksins. Fleiri karlar en konur ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Miðflokkinn, en Framsóknarflokkurinn, Píratar og Vinstri græn njóta meiri hylli meðal kvenna en karla.
Viðtal
Býst við að þjóðarhöllin verði risin 2025 eða 2026
Formaður Körfuknattleikssambandsins fagnar því að ríki og borg hafi náð samkomulagi um Þjóðarhöll. Hann vonast til þess að framkvæmdir hefjist í ár og höllin verði tilbúin til notkunar innan fjögurra ára. „Þetta breytir því líka að við eignumst heimili fyrir landsliðin okkar, því að það er ekki bara að þetta sé fyrir einstaka landsleiki. Þetta er einnig til æfinga fyrir yngri landsliðin og karla- og kvennalandsliðin,“ segir Hannes.
Leikskólinn Furuskógur óstarfhæfur vegna myglu
Foreldrum barna í leikskólanum í Furuskógi í Reykjavík var tilkynnt í morgun að mygla hefði greinst í húsnæði skólans. Skólastarfið mun fara fram í gamla Safamýrarskóla á meðan framkvæmdir standa yfir, en foreldrar hafa kallað eftir að einnig fari fram myglu rannsókn á því rými.
29.04.2022 - 17:37
Einarsgarður: falin perla í Reykjavík
Falda perlu sem þó er fyrir allra augum er að finna í Einarsgarði. Garður er einn elsti almenningsgarður í Reykjavík og hófst ræktun þar 1899. Þar er unnið hörðum höndum að því að snyrta gróður eftir veturinn og krókusar og túlipanar hafa skotið upp kollinum.
Vegalokanir í borginni um helgina vegna kvikmyndatöku
Nokkrar götur í Reykjavík verða lokaðar um helgina, þegar fara fram tökur á kvikmyndinni Heart of Stone. Í dag verður Sæbraut lokuð frá Snorrabraut að Hörpu, frá því klukkan sjö að morgni og til eitt
Sjónvarpsfrétt
Fyrstu sumarblómin gróðursett í borginni fyrir páska
Sumarið er komið í gróðurhúsum Reykjavíkurborgar. Gular og bláar fjólur verða brátt færðar út þar sem þær verða geymdar undir hálfgerðri sæng og þannig undirbúnar undir gróðursetningu í borgarlandinu. Fjólurnar verða svo gróðursettar í borgarlandinu fyrir páska.
30.03.2022 - 06:27
Hildur: Það eru breyttir tímar í Sjálfstæðisflokknum
Hildur Björnsdóttir nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eftir prófkjörið í gær segist ganga óbundin til kosninga. Greiða þurfi úr samgöngum og endurskoða þurfi ýmis atriði sem varði uppbyggingu Borgarlínu. Hún segir nýja tíma runna upp í Sjálfstæðisflokknum.
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og mun leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor í stað Eyþórs Arnalds, sem ekki bauð sig fram að nýju. Hún lenti i fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í borginni, sem fram fór um helgina. Hildur hlaut 2.603 atkvæði í 1. sætið, eða 47 prósent greiddra atkvæða.
Ekkert handrit uppfyllti kröfur dómnefndar
Ekkert þeirra handrita sem barst dómnefnd Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur uppfyllti kröfur nefndarinnar og verða verðlaunin því ekki afhent í ár.
Sjónvarpsfrétt
Margt fatlað fólk innlyksa dögum saman vegna snjóa
Í þrjár vikur hið minnsta hefur snjór og klaki hulið gangséttir á höfuðborgarsvæðinu. Fatlað fólk hefur margt hætt við læknisheimsóknir og fleira þar sem þau komast vart út úr húsi fyrir fannfergi. Víða er ógjörningur að komast í hjólastól eftir gangstéttum.
Sorphirðu seinkar vegna snjóþyngsla
Sorphirða í Reykjavík er á eftir áætlun vegna mikils snjóþunga í borginni. Reykjavíkurborg biður íbúa að moka snjó frá tunnum, geymslum og skýlum og gæta að því að gönguleið sé greið og hálkuvarin. Þá þarf að gæta að því að hægt sé að opna hlið og hurðir sem liggja að tunnunum.
10.02.2022 - 14:43
Mikil uppbygging fyrirhuguð á KR-svæðinu
Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á KR-svæðinu í Vesturbænum á næstu árum. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær að auglýsa tillögu um endurskoðað deiliskipulag, þar sem gert er ráð fyrir mikilli uppbyggingu.
Þjónusta skerðist enn frekar verði ekkert að gert
Starfsemi grunn- og leikskóla er skert víða um landið í dag. Minnst fjórir grunnskólar eru lokaðir vegna smita, en 2.621 barn er skráð í eftirliti hjá covid-göngudeild Landspítala í dag. Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri, almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir aldrei hafa verið eins snúið að halda úti skóla- og frístundastarfi og óttast að þjónustan skerðist enn frekar, verði ekkert að gert.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur en meirihlutinn stendur
Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn í Reykjavík en núverandi meirihluti heldur þó enn velli þótt naumlega sé.
Fréttaskýring
Borgin býst við einu andláti á ári, þau eru orðin þrjú
Á árinu hafa fjórir gangandi eða hjólandi vegfarendur látist í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu, þar af þrír í Reykjavík og langtum fleiri en undanfarin ár. Reykjavíkurborg stefnir að því að fækka slysum um fjórðung fyrir árið 2023. Sérfræðingur segir að nú þurfi meira til en áður til að fækka slysum. Spegillinn fjallar um stöðu og þróun umferðaröryggis í Reykjavík.
Meira einmana og lengri skjátími
Skjátími barna jókst og einnig vanlíðan framhaldsskólanema. Daglegt líf fatlaðs fólks raskaðist töluvert og eldra fólk varð meira einmana Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu um niðurstöður lýðheilsumats á óbeinum áhrifum COVID-19 á heilsu og líðan Reykvíkinga.
09.12.2021 - 17:53
301 heimilislaus í borginni
Um 300 eru heimilislausir í Reykjavík, sem er fækkun frá fyrri árum og meira en tveir af hverjum þremur eru karlar. Flestir nýta sér þau úrræði sem borgin býður, en átta eru á víðavangi við slæmar aðstæður. Formaður Velferðarráðs segir að finna þurfi lausn fyrir þann hóp.
Margt í rekstrinum minni á skuldsettan vogunarsjóð
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, gagnrýnir fjárhagsáætlun borgarinnar sem samþykkt var seint í gærkvöld eftir maraþonfund. Í umræðum um áætlunina sagði Eyþór hana gera „ráð fyrir viðstöðulausri skuldasöfnun allt næsta kjörtímabil“ og að ljóst væri að reksturinn yrði ekki sjálfbær.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt skömmu fyrir miðnætti í gær eftir maraþonfund í borgarstjórn, sem hófst á hádegi. Á sama fundi var fimm ára áætlun fyrir tímabilið 2022 - 2026 samþykkt.
Komast 29 mánaða inn á leikskóla borgarinnar
Í Reykjavík hefur meðalaldur þeirra barna sem hefja nám í leikskóla hækkað um þrjá mánuði undanfarin þrjú ár. Fulltrúi meirihlutans í skóla- og frístundaráði segir þetta ekki ásættanlegt en tíma taki að bæta úr. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í ráðinu segir að borgin hafi dregist verulega aftur úr nágrannasveitarfélögunum í leikskólamálum.
Mygla í fleiri rýmum Hagaskóla
Nemendur 9. bekkjar í Hagaskóla fá ekki kennslu í skólanum á morgun eftir að mygla fannst í rýminu sem bekkurinn stundar sitt nám. Þetta kemur fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra nemenda í Hagaskóla. Kennsla í 8. bekk Hagaskóla fer nú fram á Hótel Sögu eftir að mygla fannst í þeirra rými.
29.11.2021 - 22:30
Vilja létta álagi af heimilum fólks með heilabilun
Nýju þróunarverkefni Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er ætlað að létta álagi af heimilum fólks með heilabilun og bæta lífsgæði þess og aðstandenda sömuleiðis. Vonir standa til að fljótlega verði hægt að fjölga þeim sem njóta þjónustunnar. Tilgangurinn er að fólk geti búið á heimilum sínum sem lengst.
Borgin eignast Hafnarhúsið að fullu
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær drög að kaupsamningi á eignarhluta Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu. Faxaflóahafnir ætla að leigja hluta húsnæðisins áfram. Reykjavíkurborg átti áður 39 prósent af húsinu, en eignast það nú að fullu.
Viðtöl
850 bíða eftir húsnæði á vegum borgarinnar
Ekki er gert nóg til að sporna við fátækt í nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, segir fulltrúi Sósíalista. Þá telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins að skuldsetning borgarinnar sé of mikil. Reykjavíkurborg verður rekin með ríflega þriggja milljarða króna halla á næsta ári og verður það þriðja hallaárið í röð.
Myndskeið
Ungt fólk hlynntara þéttingu byggðar við Bústaðaveg
Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur, segir ungt fólk frekar styðja þéttingu byggðar við Bústaðaveg en þau sem eldri eru. Ljóst sé að íbúar brenni fyrir hverfið sitt.
21.10.2021 - 20:21