Færslur: Reykjanesbær

Myndskeið
Skútan vélavana og dráttarbáturinn með í skrúfunni
Björgunarsveitin Suðurnes í Reykjanesbæ var kölluð út um miðjan dag til að aðstoða tvo báta sem lentu í vandræðum við Njarðvíkurhöfn. Verið var að sjósetja skútu og fékk dráttarbátur sem var að aðstoða við sjósetninguna taug í skrúfuna.
24.10.2020 - 17:24
Myndskeið
Sorg vegna atvinnuleysis — 160 umsóknir á viku
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir deyfð yfir samfélaginu þar og fulltrúi Vinnumálastofnunar segir að staðan fari versnandi; um 160 umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist á einni viku. Forstjóri Isavia býst við einni til þremur flugferðum á dag fram á næsta vor.
08.09.2020 - 22:02
72% samdráttur í flugi um íslenska flugstjórnarsvæðið
Mikill samdráttur hefur orðið í flugi um íslenska flugstjórnarsvæðið að undanförnu, hvort sem litið er til flugs til og frá landinu eða flugvéla sem fljúga um svæðið án þess að lenda á Íslandi. Sem dæmi má nefna að 5.248 flug voru skráð á svæðinu í júlí í sumar, en 18.774 í júlí í fyrra. Það er fækkun um 72%. 
Þetta er áskorun, segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ
Eitt af hverjum tíu ungmennum á Suðurnesjum var hvorki í vinnu né skóla árið 2018 og mældist það hæsta hlutfallið á landinu. Þetta kom fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir að gripið hafi verið til fjölbreyttra aðgerða til að efla stöðu ungs fólks á svæðinu og er bjartsýnn á árangurinn.
06.08.2020 - 17:41
Líklegt að sárafátækt muni aukast á Suðurnesjum
Allar líkur eru á að fjölga muni í hópi þeirra íbúa á Suðurnesjum sem teljast sem sárafátækir. Brýnt er að stjórnvöld og samfélagið allt komi til aðstoðar. Þetta segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sem er í Velferðarvaktinni.
Maður hjólaði yfir hringtorg og hafnaði á bíl
Umferðaróhapp varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum fyrr í vikunni þegar maður hjólaði yfir hringtorg og hafnaði á bifreið. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.
30% fleiri fengu fjárhagsaðstoð
Samhliða auknu atvinnuleysi í vetur hefur umsóknum um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum fjölgað. Í Reykjanesbæ hefur þeim fjölgað um 30 prósent og segir Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs bæjarfélagsins, að aukninguna, enn sem komið er, sé ekki hægt að rekja beint til afleiðinga kórónuveirufaraldursins.
Áætla að lagfæringar kosti 4,5 til 5 milljarða
Framkvæmdir við lagfæringar á kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík í Reykjanesbæ eiga eftir að kosta fjóran og hálfan til fimm milljarða króna, að því er fram kemur í fraummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum af endurbótum á verksmiðjunni, sem birt var á vef Skipulagsstofnunar fyrir helgi. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og að þær taki um 14 mánuði.
11.05.2020 - 23:40
Atvinnuleysið mældist 28% í lok apríl
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ mældist í 28 prósent í lok apríl, þar af eru rúm sextán prósent skráð í hlutabótaleið. Hlutfallið á Suðurnesjum öllum er örlítið lægra og mældist atvinnuleysi 25,2 prósent í lok apríl. Þar af eru 14,4 prósent á hlutabótaleiðinni.
Viðtal
Atvinnuleysi slær öll met í Reykjanesbæ
Horfur eru á að fjórði hver maður í Reykjanesbæ verði atvinnulaus þegar líður á apríl. Bæjarstjórinn segir slíkt atvinnuleysi einsdæmi á síðari tímum. Þingmaður kjördæmisins segir að innspýting stjórnvalda í atvinnulífið miðist nær eingöngu við karlastörf.
14% atvinnuleysi - óttast frekari uppsagnir strax í dag
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ er komið um eða yfir 14%. Þetta segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri. Isavia sagði í gær rúmlega hundrað manns upp störfum, vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á flugsamgöngur. Flestar uppsagnirnar eru á Keflavíkurflugvelli. Um tíu þúsund manns hafa unnið á flugvellinum þangað til núna í mars, en fjölmargir hafa misst vinnu sína að hluta eða öllu leyti á undanförnum dögum og vikum. Kjartan Már óttast fleiri slæmar fréttir strax í dag.
Uppsagnirnar mikið áfall
Uppsagnir á Suðurnesjum síðustu daga eru mikið áfall, að sögn Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra Suðurnesjabæjar. Sveitarfélögin á Suðurnesjum vinna saman að mótvægisaðgerðum og ætla áfram að þrýsta á ríkið um að auka fjárframlög til landshlutans.
30.03.2020 - 17:05
Eitt smit í Holtaskóla og 46 í sóttkví
Nemandi við Holtaskóla í Reykjanesbæ var í vikunni greindur með COVID-19 og hefur allur árgangurinn verið sendur í sóttkví, 40 manns. Að auki eru sjö starfsmenn skólans í sóttkví.
20.03.2020 - 13:41
Vara við grunsamlegum mannaferðum í Reykjanesbæ
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum biður íbúa í Reykjanesbæ að tilkynna til lögreglu ef þeir verða varir við grunsamlegar mannaferðir að næturlagi, en tilkynningar hafa borist um að farið sé inn í heimahús og bílskúra á svæðinu.
25.02.2020 - 11:09
Gerði tilraun til ráns vopnaður öxi
Karlmaður var handtekinn í Úra- og skartgripabúð Georgs V. Hannah í Reykjanesbæ um hádegisbil í dag. Hann var vopnaður öxi, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum.
20.02.2020 - 15:50
Betur gengur að manna stöður hjúkrunarfræðinga og lækna
Allar hjúkrunarstöður á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru fullmannaðar og betur hefur gengið að manna stöður bæði lækna og hjúkrunarfræðinga, að því er fram kemur í skýrslu embættis landlæknis.
Hljóð
Nágranni sá eldtungur fyrir utan gluggann
Fjórir voru í fjölbýlishúsinu við Framnesveg í Reykjanesbæ þar sem eldur kom upp í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það íbúi í húsinu sem varð eldsins fyrst var og hafði samband við Neyðarlínu, klukkan 04:17. Íbúinn sá eldtungur fyrir utan gluggann hjá sér.
27.10.2019 - 12:47
Ráðist á björgunarsveitarmann á Ljósanótt
Björgunarsveitarmaður var fluttur slasaður á sjúkrahús eftir að hafa haft afskipti af manni sem ákvað að stinga sér til sunds undir Berginu í miðri flugeldasýningu Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, í gærkvöldi.
08.09.2019 - 03:11
Ætla að minnka mengun með 52 metra skorsteini
Áætlað er að reisa 52 metra háan skorstein við kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík í Reykjanesbæ. Bygging hans er meðal endurbóta sem ætlað er að minnka mengun frá verksmiðjunni. Stakksberg, sem er dótturfélag Arion banka, ætlar í september að gera drög að umhverfismatsskýrslu vegna kísilverksmiðjunnar, opinber. Þá verður opnað fyrir athugasemdir. Áætlað er að framkvæmdir við endurbætur verksmiðjunnar hefjist eftir áramót.
23.08.2019 - 14:10
Kísilverksmiðja eykur losun Íslands um 10%
Losun á gróðurhúsalofttegundum hér á landi eykst um rúm 10 prósent ef starfsemi verður hafin á ný í kísilverksmiðjunni í Helguvík, sem áður hét United Silicon. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Dótturfélag Arion banka, Stakksberg, vinnur nú að endurbótum á verksmiðjunni og ætlar að selja hana.
Reykjanesbær kominn undir skuldaviðmið
Reykjanesbær komst undir skuldaviðmið ríkisins í lok síðasta árs. Samkvæmt viðmiðinu er sveitarfélögum ekki heimilt að skulda meira en sem nemur 150 prósentum af tekjum. Hlutfallið hjá Reykjanesbæ var rúm 137 prósent í lok síðasta árs.
24.04.2019 - 13:32
Krefst mats á áhrifum verksmiðju á heilsu
Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Stakksbergs ehf. að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum kísilverksmiðjunnar í Helguvík í Reykjanesbæ. Stofnunin gerir þó nokkrar athugasemdir við matsáætlunina og tekur undir með Embætti landlæknis um að æskilegt sé að meta hvaða áhrif starfsemin hafi á heilsu íbúa.
17.04.2019 - 06:02
Hafa varið 20 milljörðum í kísilverksmiðjuna
Rúmum 20 milljörðum króna hefur þegar verið varið í uppbyggingu kísilverksmiðju í Helguvík og því hefur sá möguleiki ekki verið skoðaður innan Arion banka að leggja verksmiðjuna niður. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn fréttastofu um umhverfisstefnu bankans. Aðild bankans að samtökum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar, UN PRI, kemur ekki í veg fyrir fjárfestingar í stóriðju.
26.02.2019 - 06:51
Reykjanesbær tekur fram úr Akureyri
Reykjanesbær er orðinn fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins. Íbúarnir eru orðnir 18.698, fjörutíu fleiri en íbúar Akureyrar, höfuðstaðs Norðurlands. Íbúum Reykjanesbæjar fjölgaði um 86 frá 1. desember í fyrra til 1. febrúar í ár á sama tíma og Akureyringum fjölgaði um 28. Reykjavík er sem fyrr langfjölmennasta sveitarfélag landsins með 129.119 íbúa en Árneshreppur er fámennastur með 38 íbúa. Því má segja að fyrir hvern íbúa Árneshreppar séu 3.398 Reykvíkingar.
04.02.2019 - 17:37
Viðtal
Ná skuldaviðmiði líklega fyrr en áætlað var
Allt stefnir í að Reykjanesbær nái skuldaviðmiði ríkisins tveimur árum fyrr en áætlað var. Íbúum hefur fjölgað um fjórðung og því hafa tekjur aukist. Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar var mjög slæm á árunum eftir hrun. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum sem sett voru 2012 mega sveitarfélög ekki skulda meira en sem nemur 150 prósentum af tekjum.
03.02.2019 - 07:00