Færslur: Reykjanesbær

Sjónvarpsfrétt
Misstu allt í eldsvoða: „Ég á bara þetta sem ég er í“
Fjögurra manna fjölskylda í Reykjanesbæ stendur uppi allslaus eftir eldsvoða á heimilinu í morgun. Móðirin segir hræðilegt að horfa inn í sótsvört herbergi barnanna, sem misstu öll leikföng og föt í brunanum. Hún veit ekki hvað tekur nú við. 
05.09.2022 - 19:17
Myndskeið
Íbúð á Ásbrú stórskemmdist í eldsvoða
Eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi á Ásbrú í Reykjanesbæ í morgun. Íbúðin skemmdist mikið en engin slys urðu á fólki, að sögn Eyþórs Rúnars Þórarinssonar varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja.
05.09.2022 - 13:42
Innlent · Eldur · Bruni · Ásbrú · Reykjanesbær
Myndskeið
Þyrla og björgunarsveitir kallaðar út vegna fiskibáts
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kallaðar út eftir að neyðarkall barst frá fiskibáti við Reykjanesbæ upp úr klukkan níu.
Eldur í heitum potti við hús í Vogum
Eldur kom upp í vatnshitapotti á verönd við einbýlishús í Leirdal í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Samkvæmt upplýsingum varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja var eldurinn mjög staðbundinn og stutta stund tók að slökkva hann.
Segja vinnubrögð ríkisstofnana forkastanleg
Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar lýsir furðu á skorti á samráði við ákvarðanatöku ríkisstofnana um móttöku flóttafólks. Í yfirlýsingu frá meirihlutanum segir að Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun hafi ýtt á sveitarfélagið að taka við fleira fólki og stækka samning sem er í gildi um móttöku fólks í leit að alþjóðlegri vernd.
Leikskólastaðan einna verst í Reykjanesbæ
Ekkert barn fætt árið 2021 kemst inn í leikskóla í Reykjanesbæ á þessu ári. Sveitarfélaginu tókst með naumindum að koma árgangi 2020 inn í haust. Hvergi annars staðar er staðan jafn slæm og þar.
17.08.2022 - 13:23
Alls 30 skjálftar í jarðskjálftahrinu í morgun
Alls voru um þrjátíu jarðskjálftar í skjálftahrinu í morgun norðaustur af Reykjanestá. Hrinan byrjaði rétt fyrir klukkan átta í morgun. Tveir skjálftar í hrinunni mældust yfir þrír að stærð og fannst annar þeirra í byggð.
Varðskipin til Njarðvíkur
Stefnt er að því að Landhelgisgæslan flytji hafnaraðstöðu sína fyrir varðskipin til Njarðvíkur eftir þrjú ár. Enn á eftir að ganga frá samkomulagi milli ríkisins og Reykjanesbæjar en dómsmálaráðherra og bæjarstjórinn í Reykjanesbæ eru vongóðir um að samkomulag takist. Kostnaðurinn við framkvæmdirnar er um 2 milljarðar króna.
Formlegar meirihlutaviðræður í Reykjanesbæ
Formlegar viðræður eru hafnar milli Framsóknarflokks, Samfylkingar og Beinnar leiðar um meirihlutasamstarf í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur oddvita Framsóknarflokksins í kvöld.
Gæti dregið til tíðinda í Reykjanesbæ annað kvöld
Í Reykjanesbæ eru formlegar viðræður um myndun meirihluta ekki hafnar. Flokkarnir sem sátu í síðustu bæjarstjórn, Framsóknarflokkur, Samfylking og Bein leið hafa verið að þreifa fyrir sér með áframhaldandi samstarf.
21.05.2022 - 15:58
Vaknaði við að heimilið stóð í ljósum logum
Ellert Grétarsson, íbúi í Reykjanesbæ, vaknaði í fyrranótt upp við það að heimili hans stóð í ljósum logum. Í færslu á Facebook-síðu sinni lýsir Ellert atvikinu líkt og hann hafi verið fastur í martröð sem hann gat ekki vaknað upp af.
01.05.2022 - 16:18
X-22 Reykjanesbær
Frambjóðendur einhuga um að ekki opni aftur í Helguvík
Atvinnumál eru frambjóðendum í Reykjanesbæ hugleikin. Atvinnuleysi var þar í kringum 25% þegar mest varð í faraldrinum en er nú um 9%. Flugvöllurinn í Keflavík er ein helsta stoð atvinnulífsins suður frá en allir eru sammála um að skjóta þurfi fleiri stoðum undir það og að mengandi stóriðja eigi ekki heima í Helguvík. Oddvitar þeirra sjö lista sem bjóða fram í Reykjanesbæ ræddu helstu áherslur fyrir kosningarnar í vor.
Nærri tveggja sólarhringa baráttu við eldinn lokið
Allur eldur hefur verið slökktur í timburhrúgu nærri flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins á Reykjanesi.
Slökkvistörf gætu staðið yfir fram á nótt
Brunavarnir Suðurnesja eru enn að reyna að slökkva í glæðum í timburhrúgum rétt hjá endurvinnslustöð Íslenska gámafélagsins í Reykjanesbæ, eftir að mikill eldur kom þar upp í gær.
10.04.2022 - 12:50
Sjá ekki fyrir endann á slökkvistörfum
Enn er unnið að því að slökkva í glæðum í timburhrúgum rétt hjá endurvinnslustöð Íslenska gámafélagsins í Reykjanesbæ, eftir að mikill eldur kom þar upp í gær.
10.04.2022 - 09:02
Skoða grænni framleiðslu í Helguvík
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í morgun að skoða möguleika á að setja upp umhverfisvæna endurvinnslu á áli í Helguvík í samvinnu við bandaríska fyrirtækið Almex USA Inc.
24.03.2022 - 18:28
Margrét Sanders leiðir áfram D-listann í Reykjanesbæ
Margrét Sanders leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Listinn var samþykktur á fulltrúaráðsfundi í Innri Njarðvík fyrr í dag. Prófkjör flokksins fór fram 26. febrúar þar sem 11 manns gáfu kost á sér og um 1350 kusu um sex efstu sætin. Það kom svo í hlut kjörnefndar að stilla upp restinni af listanum, sem nú hefur veirð samþykktur.
Yfir 200 verkefni hjá björgunarsveitum í dag
Björgunarsveitir sinntu yfir tvö hundruð útköllum á höfuðborgarsvæðinu í dag en mun færri á landsbyggðinni. Fyrr í dag var brugðist við vegna þakplatna sem fuku af stað í Þorklákshöfn, Reykjanesbæ og á Akranesi.
Hefði viljað sjá kísilverið selt úr landi
Oddviti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ segist ekki vilja kísilverksmiðjuna í Helguvík og þykir leitt að hún hafi ekki verið seld úr landi eins og til stóð um tíma.
13.01.2022 - 12:24
Ákærður fyrir að kveikja í eigin veitingastað
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa lagt eld að veitingastað sínum í Keflavík í fyrra og freistað þess að svíkja bætur út úr tryggingafélagi sínu í framhaldinu. Fréttablaðið greinir frá þessu.
12.11.2021 - 05:51
Sjávarklasi í viðræðum um kaup á álveri í Helguvík
Íslenski sjávarklasinn, í samstarfi við fyrirtæki á Suðurnesjum, á í viðræðum við Norðurál um að kaupa byggingar í Helguvík í Reykjanesbæ sem byggðar voru fyrir álver á sínum tíma. Hugmyndin er að koma á stofn grænum sprotagarði þar sem fyrirtæki geta samnýtt auðlindir. Það sem fellur til hjá einu fyrirtæki gæti orðið að nýtanlegri auðlind hjá öðru.
29.10.2021 - 06:51
Landinn
Það sem stríðið skildi eftir
„Það er ótrúlega mikill áhugi hér á landi á að safna munum tengdum heimsstyrjöldinni síðari, miðað við að við höfum kannski minna úr að moða en safnarar annars staðar í Evrópu,“ segir Sigurður Már Grétarsson, safnari.
22.10.2021 - 07:50
Leita líklega að öðru húsnæði fyrir Myllubakkaskóla
Skólastjórnendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ telja líklegt að skólahald verði flutt annað á næstunni vegna myglu í skólanum. Illa hefur gengið að uppræta mygluna, sem greindist fyrst í skólanum fyrir tæpum tveimur árum, og eru starfsmenn, þar á meðal skólastjórinn, komnir í veikindaleyfi.
21.10.2021 - 17:32
Landinn
„Eina sem þarf er band og bolti“
Blaksamband Íslands, UMFÍ og ÍSÍ standa í október fyrir átakinu „Skólablak“ fyrir 9-11 grunnskólabörn um allt land. Markmiðið er að fjölga ungum iðkendum í greininni.
21.10.2021 - 09:15
Myndskeið
Íbúar í Suðurkjördæmi vilja betri heilbrigðisþjónustu
Bætt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og öflugar samgöngur eru efst á óskalista íbúa í Suðurkjördæmi. Þá eru málefni eldri borgara og öryrkja og hálendisþjóðgarður einnig fólki hugleikin.