Færslur: Repúblikanar

Segir Bandaríkin styðja Úkraínu staðfastlega áfram
Bandaríkin halda staðföst áfram að styðja Úkraínumenn í baráttu þeirra gegn innrásarliði Rússa. Þannig verður málum háttað þótt svo kunni að fara að Repúblikanar hafi sigur í þingkosningum á morgun.
Kosningar í Bandaríkjunum
Umslag með hvítu dufti barst á skrifstofu frambjóðanda
Umslag með dularfullu innihaldi var sent á kosningaskrifstofu öldungadeildarframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Arizona á laugardag. Málið er litið mjög alvarlegum augum.
Þingkosningar í Bandaríkjunum
Varar við tilhneigingu til að ala á sundrungu og ótta
Fyrrverandi Bandaríkjaforseti varar við þeirri tilhneigingu stjórnmálamanna að ala á sundrungu og ótta í samfélaginu. Þrjá forseta þurfti í gær til að ræða stjórnmál og hvetja kjósendur til stuðnings við frambjóðendur í einu lykilríkjanna í yfirstandandi baráttu um Bandaríkjaþing.
Kosningar í Bandaríkjunum
Segir atlögu að sér til marks um óttann sem ríkir
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að ofbeldisfull atlaga að eiginmanni hennar á heimili þeirra varpi ljósi á þann ótta sem ríkir í landinu í aðdraganda kosninganna á þriðjudag. Repúblikanar eru sigurvissir en Bandaríkjaforseti kveðst líka vera það.
Tveir forsetar reyna að sannfæra kjósendur vestra
Tveir Bandaríkjaforsetar, núverandi og fyrrverandi, hyggjast á næstu dögum fara sem stormsveipir um landið með það að leiðarljósi að tryggja stuðning kjósenda á þriðjudaginn.
Þingkosningar í Bandaríkjunum
Bandaríkjaforseti segir lýðræðið sjálft í húfi
Bandaríkjaforseti segir lýðræðið sjálft í húfi þegar kemur að þingkosningum í næstu viku. Hann beindi spjótum sínum mjög ákveðið að Repúblikönum í sjónvarpsávarpi í gær.
Áætlun um niðurfellingu námslána stöðvuð tímabundið
Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur tímabundið stöðvað áætlanir Biden-stjórnarinnar um niðurfellingu hluta námslána hjá tekjulægri landsmönnum. Á þriðja tug milljóna hefur þegar sótt um niðurfellingu.
Segir Repúblikana ekki skilja utanríkisstefnuna
Bandaríkjaforseti er harðorður í garð Repúblikana vegna fyrirætlana þeirra um að dregið verði úr styrkjum til Úkraínu eftir þingkosningar vestra í næsta mánuði. Hann segir þá ekki skilja utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Fimmtán milljón olíutunnur úr varabirgðum á markað
Bandaríkjaforseti tilkynnir í dag miðvikudag um að 15 milljónir olíutunna úr varabirgðum verði settar á markað. Stjórnvöld útiloka ekki að losað verði um frekari birgðir haldi orkuverð áfram að hækka.
Þúsundir mótmæltu skerðingu réttar til þungunarrofs
Þúsundir bandarískra kvenna flykktust út á götur helstu borga landsins í gær til að mótmæla þeim úrskurði Hæstaréttar frá í sumar að fella úr gildi óskoraðan rétt til þungunarrofs. Víða mátti sjá sterkar vísbendingar um stuðning við Demókrataflokkinn í komandi kosningum.
Segir stuðningsmenn Trump ógna lýðræði í Bandaríkjunum
Joe Biden, bandaríkjaforseti, fór hörðum orðum um stuðningsmenn forvera síns, Donalds Trumps, í ávarpi til þjóðar sinnar í nótt. Hann sagði að í röðum stuðningsmannanna væru öfgamenn sem ógnuðu lýðræði í Bandaríkjunum. Hann hvatti Bandaríkjamenn til þess að streitast á móti þeim öflum sem beri út lygar og neiti að horfast í augu við ósigur í lýðræðislegum kosningum.
02.09.2022 - 02:39
Sarah Palin tapaði baráttunni um þingsætið í Alaska
Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska, tapaði í gær kjöri um eina sæti Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Palin varð að lúta í lægra haldi fyrir Demókratanum Mary Peltola, en fulltrúi Alaska í fulltrúadeildinni hefur komið úr röðum Repúblíkana í nærri hálfa öld.
Biden leggur áherslu á að halda Pennsylvaníuríki
Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst ávarpa þjóð sína á besta tíma í sjónvarpi á fimmtudag. Hann ætlar að vara Bandaríkjamenn við þeirri atlögu að lýðfrelsi og réttindum sem hann segir blasa við, samkvæmt fréttum þarlendra miðla. Forsetinn telur brýnt að Demókratar haldi öldungadeildarþingmanni Pennsylvaníu.
Biden segir hugmyndafræði Trumps hálf-fasíska
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að hugmyndafræði Repúblikanaflokksins á stjórnartíð Donalds Trump hafi verið hálf-fasísk. Biden lét þessi orð falla í móttöku með stuðningsfólki Demókrataflokksins í gær, rétt utan höfuðborgina Washington.
Fulltrúadeildin samþykkir verðbólguminnkunarfrumvarpið
Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp Joes Biden forseta þar sem meðal annars er kveðið á um milljarða dala fjárveitingar til verkefna í loftslags- og heilbrigðismálum. Frumvarpið hefur gengið undir heitinu verðbólguminnkunarfrumvarpið.
Pólítískir eldar loga vegna húsleitar á heimili Trumps
Háttsettir Repúblikanar flykktu sér að baki Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta eftir að alríkislögreglan gerði húsleit á heimili hans í Florída. Leiðtogar Repúblikana og Demókrata takast harkalega á um málið.
Samþykktu risafrumvarp Bidens um loftslagsvána
Bandaríska öldungadeildin samþykkti í kvöld risafrumvarp Joes Bidens Bandaríkjaforseta og þar með aðgerðaáætlun til að ná niður himinhárri verðbólgu í landinu. Með frumvarpinu bæta bandarísk stjórnvöld einnig verulega í fjármögnun til að sporna gegn loftslagsbreytingum.
07.08.2022 - 23:28
Atkvæðagreiðsla um tilhögun þungunarrofs í Kansas
Kjósendur í Kansas, einu miðvesturríkja Bandaríkjanna, ganga í dag til atkvæðagreiðslu um hvernig haga skuli reglum um þungunarrof í ríkinu. Það er því í höndum Kansasbúa sjálfra að ákveða hvort rétturinn til þungunarrofs verði afnuminn úr stjórnarskrá ríkisins.
Nær algert bann við þungunarrofi í Indiana
Öldungadeild ríkisþingsins í Indiana í Bandaríkjunum samþykkti lagafrumvarp í gær sem bannar þungunarrof nær alfarið. Frumvarpið fer nú fyrir fulltrúadeildina en hart var tekist á um hvort veita ætti undanþágu frá banni vegna sifjaspells eða nauðgunar.
Fulltrúadeildin bannar hálfsjálfvirk vopn í einkaeigu
Meirihluti þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi í dag atkvæði með frumvarpi sem bannar einstaklingum að eiga hálfsjálfvirk vopn. Ólíklegt þykir að frumvarpið hljóti brautargengi í öldungadeild þingsins.
Nýr stjórnmálaflokkur orðinn til í Bandaríkjunum
Nokkur fjöldi stjórnmálamanna úr Repúblikana- og Demókrataflokknum í Bandaríkjunum tilkynnti um stofnun nýs stjórnmálaflokks í dag. Flokkurinn hlaut nafnið Forward eða Áfram.
Trump ýjar sterklega að því hann hyggi á framboð 2024
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætli að bjóða sig aftur fram til forseta í kosningum í landinu 2024.
Trump á kosningafundi með Palin í Alaska
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fór til Anchorage í Alaska á laugardag til að taka þátt í kosningafundi Söru Palin, fyrrverandi ríkisstjóra Alaska og varaforsetaframbjóðanda, sem býður sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Andstæðingur Trumps vann stórsigur í Georgíu
Frambjóðandi sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, studdi í forkosningum Repúblikana fyrir komandi ríkisstjórakosningar í Georgíuríki tapaði illa fyrir sitjandi ríkisstjóra, sem Trump er mjög í nöp við. Forkosningar Repúblikanaflokksins í Georgíu voru haldnar í gær.
25.05.2022 - 03:45
Fréttaskýring
Misjafnt gengi manna Trumps
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við töluverðan fjölda frambjóðenda í forkosningum Repúblikanaflokksins vítt og breitt um landið á síðustu vikum.

Mest lesið