Færslur: Rauði krossinn

Myndskeið
Svona kemstu hjá því að kaupa föt sem enda á ruslahaug
Með því að lesa á miða, skoða sauma, þukla og máta, ætti fólk að geta keypt sér gæðaflíkur sem ekki enda í fatafjöllum í Afríku íbúum þar til ama. Náttúruleg efni eins og ull eru best. Flíspeysur úr polyester er hægt að endurvinna en málið vandast þegar kemur að efnum sem eru úr blöndu af náttúrulegum og niðurbrjótanlegum efnum - og svo gerviefnum. Slík efni er erfitt að endurvinna.
Kennsl borin á lík sex argentínskra hermanna
Borin hafa verið kennsl á líkamsleifar sex argentínskra hermanna sem féllu í Falklandseyjastríðinu árið 1982. Fjöldi hermanna var lagður til hinstu hvílu í ómerktum gröfum að stríðinu loknu.
Myndskeið
„Við komum hingað til að geta átt líf“
Við komum hingað til að geta átt líf. Þetta sagði einn úr hópi 18 sýrlenskra flóttamanna sem komu til landsins síðdegis í dag. Fólkið er hluti af stærri hóp sýrlenskra kvótaflóttamanna sem áttu að koma til landsins í fyrra, en förin tafðist vegna kórónuveirufaraldursins.
„Hér á Haítí ríkir mikil örvænting"
Hjördís Kristinsdóttir hélt til Haíti í lok ágúst starfar með neyðarteymi Rauða krossins. Hún er hagvön hjálparstarfi, fyrir 6 árum vann hún á vettvangssjúkrahúsi í Nepal og 2017 starfaði hún í tjaldsjúkrahúsi í Bangladess.
Þurfa fleiri sjálfboðaliða vegna Afgana á flótta
Rauði Krossinn þarf á fleiri sjálfboðaliðum að halda til að aðstoða væntanlega flóttamenn við aðlögun að íslensku samfélagi. Líklegt er að flóttafólkið dreifist vítt og breitt um landið.
27.08.2021 - 15:15
Óvissa, örvænting og erfiðar tilfinningar
Annað kvöld verður Rauði krossinn með opið hús milli kl. 20-22 í Árskógum 4 fyrir Afgani búsetta á Íslandi. Margir hafa leitað til Rauða krossins vegna ástandsins í Afganistan og örvænta um ástvini sem þar eru.
Neyðarsöfnun fyrir Afganistan fer vel af stað
Neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir Afganistan fer vel af stað og fjármagnið verður fyrst og fremst notað til þess að hlúa að særðum, sporna gegn útbreiðslu COVID-19 í Afganistan og tryggja fæðuöryggi. Þetta segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri Hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, sem var í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
18.08.2021 - 09:21
Hjálparsamtök senda út ákall fyrir Afganistan
Í ljósi leiftursóknar Talibana og óvæntrar valdatöku þeirra í Afganistan hafa hjálparsamtök sent út ákall vegna neyðarsöfnunar fyrir börn og fjölskyldur í landinu.
17.08.2021 - 15:49
Heilbrigðiskerfið í Afganistan riðar til falls
Hátt í tuttugu þúsund manns hafa leitað til Rauða krossins og Rauða hálfmánans síðustu vikur vegna sára af völdum sprenginga í stríðsátökum í Afganistan. Heilbrigðiskerfið þar er að falli komið. Aðeins hálft prósent Afgana er fullbólusett. Þriðja bylgja heimsfaraldurs geisar í landinu til viðbótar við stríðsátök og þurrka.
13.08.2021 - 18:45
Undirrita trúnaðaryfirlýsingu vegna starfa við rakningu
Allir sem starfa fyrir smitrakningarteymi almannavarna undirrita sérstaka trúnaðaryfirlýsingu, þar sem þagnarskylda er áréttuð, áður en þeir hefja störf. Þetta kemur fram í skriflegu svari Almannavarna við fyrirspurn fréttastofu. Í gær var greint frá því að sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins aðstoðuðu rakningarteymið þessa dagana.
12.08.2021 - 09:55
Minnst fimm féllu í árás á líkfylgd í Líbanon
Að minnsta kosti fimm féllu í árás súnní-múslíma á líkfylgd í strandborginni Khalde rétt sunnan við Beirút í Líbanon í gær. Skothríð stóð tímunum saman og almenningur þurfti að leita sér skjóls.
02.08.2021 - 00:52
Rauði krossinn norski leitar að leifum loftsteins
Rauði krossinn í Noregi leitar að brotum úr loftsteini sem talið er að geti legið einhvers staðar í Finnmörku. Hópur fólks fer nú um í skóglendinu þar í von um að finna hann.
31.07.2021 - 01:12
Sjónvarpsfrétt
Þau allra-heppnustu fá svalir í einangruninni
Um 400 manns dvelja nú í farsóttarhúsum í Reykjavík, meirihluti með covid. Forstöðumaðurinn segir einkenni geta versnað mjög hratt. Sumir bjarga sér í ísskápalausum herbergjum með því að hengja plastpoka út um glugga og geyma kælivörur þar. Tugir nýrra gesta koma inn á hótelin á hverjum degi.
„Erum að dæla Powerade í gesti"
Áfram fjölgar í farsóttarhúsum Rauða krossins en 95 manns eru nú þar í einangrun með COVID-19. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, segir starfsfólk búast við töluverðri fjölgun gesta næstu daga. Gestirnir komi víða að og breyttur andi sé í húsunum frá fyrri bylgjum faraldursins. Gylfi Þór segir niðurgang vera leiðinlegan fylgikvilla Delta-afbrigðisins sem töluvert sé af meðal smitaðra.
23.07.2021 - 17:00
Um 80 í einangrun í farsóttarhúsum
Gestum farsóttarhúsa Rauða krossins heldur áfram að fjölga í takt við fjölgun smita. Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður farsóttarhúsa segist gera ráð fyrir að sú þróun haldi áfram næstu daga segir starfsfólk sitt vera farið að lýjast.
22.07.2021 - 08:26
„Við bara setjum undir okkur hausinn“
Um sjötíu dvelja nú í einangrun í farsóttarhúsum og von á fleirum í kvöld að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns farsóttarhúsa. Nýju hraðprófin hafa aðeins þyngt róðurinn þar í dag. Gylfi segist vera orðinn leiður á kórónuveirunni en að nú þurfi að setja undir sig hausinn. 
Myndskeið
Ítrekað reynt að komast inn í fatagáma Rauða krossins
Nokkuð er um að fólk reyni að komast inn í fatasöfnunargáma Rauða krossins og taka úr þeim föt og ítrekaðar skemmdir eru unnar á þeim. Til stendur að skipta út hluta þeirra fyrir gáma sem erfiðara er að komast inn í.  Um helgina voru fatasöfnunarbílar Rauða krossins skemmdir og föt tekin úr þeim.     
21.06.2021 - 20:00
1,2 milljarðar vegna sóttkvíarhótela - mest í leigu
Ríkið þarf að greiða einn komma tvo milljarða króna vegna sóttkvíarhótela. Langstærsti útgaldaliðurinn er leigan á hótelunum eða níu hundruð milljónir króna. Rúmlega þrjú hundruð manns dvelja núna á sóttkvíarhótelum. Matur fyrir hótelgesti hefur kostað 164 milljónir króna.
Sýrlensku fjölskyldurnar ánægðar á Hvammstanga
Nú er lokið formlegri aðstoð við Sýrlendinga sem komu sem flóttamenn til Hvammstanga fyrir tveimur árum. Fjórar af fimm fjölskyldum búa enn á staðnum og ekkert fararsnið virðist á þeim.
05.06.2021 - 13:01
Spegillinn
Stefnir í alvarlega mannúðarkrísu
Það stefnir í alvarlega mannúðarkrísu hér á landi ef haldið er áfram að vísa flóttamönnum á götuna, segir Áshilldur Linnet, teymisstjóri Rauða krossins í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Lögfræðingar samtakanna telja að það standist ekki lög að vísa fólki úr húsnæði og hafa kært málið til kærunefndar útlendingamála.
Ferðafólki fjölgar og sóttkvíarhóteli bætt við á morgun
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnarhúsa, segir að bætt verði við sóttkvíarhótelum vegna fjölgunar flugferða til landsins. Fjórar farþegaþotur eru þegar komnar til landsins í dag og fjórar væntanlegar. Búist er við átta vélum á morgun en ferðum frá Osló og Munchen hefur verið aflýst. 
Nokkuð góð staða á Sóttkvíarhótelum um helgina
Staðan á sóttkvíarhótelunum er mjög vel viðráðanleg núna um helgina, að sögn Aðalheiðar Jónsdóttur starfsmanns Rauða krossins. Margir gesta séu að ljúka sóttkví og þá losni nokkuð um.
Sóttkvíarhótelin sex ættu að duga út vikuna
Sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að slaka mikið á sóttvarnareglum. Hann skilaði minnisblaði til ráðherra um helgina. Ekki er útlit fyrir að sóttkvíarhótel fyllist í þessari viku en nú hafa sex slík verið tekin í gagnið. Umsjónarmaður sóttvarnahúsa segir að ný hótel verði opnuð eftir þörfum á meðan ríkið vill borga.
03.05.2021 - 12:14
Danir leggja Indverjum lið í baráttunni við faraldurinn
Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að styrkja Rauða Krossinn á Indlandi um eina milljón evra ásamt því sem 53 öndunarvélar verða sendar til landsins.
02.05.2021 - 16:49
Geta aðeins uppfyllt útivistarákvæðið að hluta
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir ekki hægt að leyfa öllum gestum sóttvarnahúsa að njóta útivistar þegar þeir vilja. Nýtt sóttvarnahótel verður líklega opnað í Reykjavík í dag því Fosshótelið stóra við Þórunnartún er að fyllast.