Færslur: Rauði krossinn

Nokkuð góð staða á Sóttkvíarhótelum um helgina
Staðan á sóttkvíarhótelunum er mjög vel viðráðanleg núna um helgina, að sögn Aðalheiðar Jónsdóttur starfsmanns Rauða krossins. Margir gesta séu að ljúka sóttkví og þá losni nokkuð um.
Sóttkvíarhótelin sex ættu að duga út vikuna
Sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að slaka mikið á sóttvarnareglum. Hann skilaði minnisblaði til ráðherra um helgina. Ekki er útlit fyrir að sóttkvíarhótel fyllist í þessari viku en nú hafa sex slík verið tekin í gagnið. Umsjónarmaður sóttvarnahúsa segir að ný hótel verði opnuð eftir þörfum á meðan ríkið vill borga.
03.05.2021 - 12:14
Danir leggja Indverjum lið í baráttunni við faraldurinn
Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að styrkja Rauða Krossinn á Indlandi um eina milljón evra ásamt því sem 53 öndunarvélar verða sendar til landsins.
02.05.2021 - 16:49
Geta aðeins uppfyllt útivistarákvæðið að hluta
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir ekki hægt að leyfa öllum gestum sóttvarnahúsa að njóta útivistar þegar þeir vilja. Nýtt sóttvarnahótel verður líklega opnað í Reykjavík í dag því Fosshótelið stóra við Þórunnartún er að fyllast.  
Tillögur um útivist komnar til heilbrigðisráðherra
Rauði krossinn skilaði í gær tillögum til sóttvarnalæknis um hvernig hægt væri bregðast við kröfum nýrrar sóttvarnareglugerðar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnir sér aðstæður í sóttvarnahúsinu við Þórunnartún í Reykjavík í dag .
Trudeau hvetur til hertra sóttvarnaraðgerða
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hvetur til þess að sóttvarnaraðgerðir verði hertar í öllum fylkjum landsins þar sem bólusetningar ná ekki að halda í við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins þar í landi.
Geta ekki tryggt gestum útivist að sinni
Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands segjast ekki geta tryggt rétt gesta sóttvarnahúsa til útivistar, enn sem komið er og biðja um skilning gesta.  Unnið sé að því að uppfylla reglugerðina en það krefjist breytts verklags og aukins mannafla. Umsjónarmaður sóttvarnahúsa segir óljóst hvort hægt verði að vinna eftir reglugerðinni. Nýja reglugerðin einfaldar aftur á móti störf lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli.
122 gistu sóttkvíarhótelið í nótt
122 farþegar þriggja flugvéla sem komu í gær frá þremur skilgreindum há-áhættusvæðum, Hollandi, Svíþjóð og Póllandi, gista nú sóttkvíarhótelið í Reykjavík. Þetta eru töluvert færri en búist var við.
Færri í sóttkvíarhóteli en við var búist
Móttaka fólks í sóttkvíarhótel hefur gengið vonum framar en töluvert færri gista þar en við var búist, að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, forstöðumanns farsóttarhúsa Rauða Krossins. Ekki er vitað hversu mörg munu þurfa að nýta sér þjónustu sóttkvíarhótelsins yfir páskana.
Tilbúin að taka á móti farþegum frá áhættusvæðum
Nýjar sóttvarnareglur á landamærunum tóku gildi á miðnætti og samkvæmt þeim þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara í farsóttarhús á milli fyrri og seinni sýnatöku. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, segir um það bil hundrað starfsmenn koma að móttöku fólksins á Fosshótel Reykjavík í dag.
01.04.2021 - 08:44
Öll fórnarlömb mansals eiga rétt á aðstoð
Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og fulltrúi í framkvæmdateymi um mansal í Bjarkarhlíð fagnar breytingatillögu dómsmálaráðherra varðandi mansalsákvæði almennra hegningarlaga.
Þingmaður vill að velferðarnefnd fjalli um spilakassa
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, hefur farið fram á það að velferðarnefnd Alþingis fundi um spilafíkn og spilakassa. Búist er við að málið verði tekið upp í nefndinni á næstunni.
Rauði krossinn kallar eftir innleiðingu spilakorta
Rauði krossinn á Íslandi hefur um árabil kallað eftir stefnu stjórnvalda um innleiðingu spilakorta, líkt og Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa lagt til. Það sé skref í átt til aðstoðar hópi fólks með spilafíkn og að norrænni fyrirmynd.
Heimilt að nota bíl Frú Ragnheiðar sem neyslurými
Með bráðabirgðaákvæði í nýstaðfestri reglugerð heilbrigðisráðherra verður heimilt að nota annan bíla Frúar Ragnheiðar tímabundið sem neyslurými. Á síðasta ári var lögum breytt þannig að sveitarfélögum er heimilt að reka neyslurými með skaðaminnkun að leiðarljósi.
Spegillinn
Skjólstæðingum Frú Ragnheiðar fjölgar
Skjólstæðingum Frú Ragnheiðar, hjálparúrræðis Rauða krossins fyrir sprautufíkla og/eða heimilislausa á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 50 prósent á síðustu fjórum árum. Um 600 manns leituðu til Frú Ragnheiðar í fyrra.
„Lokun spilakassa er ekki lækning á spilafíkn“
Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar, segist í samtali við fréttastofu á margan hátt geta tekið undir málstað Samtaka áhugafólks um spilafíkn en segir erfitt að mæta tilfinningaherferð með rökum.
Segja Rauða krossinn hafa verið í slagtogi við nasista
Þýskir sagnfræðingar og heilbrigðisstarfsmenn kalla eftir því að Rauði krossinn í Þýskalandi viðurkenni samkrull við nasista á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Fjöldi gagna bendir til þess að yfirmenn Rauða krossins hafi á þeim árum verið vel innundir hjá nasistum þriðja ríkisins. 
16.01.2021 - 04:21
Léttir að fá bólusetningu
Það er ákveðinn léttir að fá bólusetningu segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúss Rauða krossins. Starfsmenn hússins og fleiri framlínustarfsmenn verða bólusettir í dag með efninu sem kom frá Moderna í gær.
„Veröldin ekki styrkari en veikasta heilbrigðiskerfið“
Skráð dauðsföll í Brasilíu af völdum kórónuveirufaraldursins fóru yfir 200 þúsund í gær. Þar geisar önnur bylgja faraldursins af miklum þunga og heilbrigðisyfirvöld eru vonlítil um að sjái fyrir endann á faraldrinum þar á næstunni.
Mannlegi þátturinn
Heimilislausum hefur fjölgað gífurlega
Sjálfboðaliðar frú Ragnheiðar hafa tekið eftir að minnsta kosti 200 nýjum andlitum meðal skjólstæðinga sinna. Þetta segir Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri hjá frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins. Ekki er búið að gefa út tölur um fjölda þeirra sem leituðu til frú Ragnheiðar á árinu sem er að líða.
30.12.2020 - 11:00
Nærri 30 hringdu í neyðarsíma Píeta um jólin
Tæplega þrjátíu manns hringdu í neyðarsíma Píeta-samtakanna yfir jólin. Kynningarstjóri samtakanna segir hátíðarnar erfiðan tíma fyrir marga. Ljóst sé að brýn þörf sé á þjónustu fyrir þennan hóp allan sólarhringinn, allan ársins hring. 
Rúmar þrjár milljónir safnast fyrir Seyðisfjörð
Tæplega 3,3 milljónir hafa safnast í sérstakri neyðarsöfnun fyrir íbúa Seyðisfjarðar. Ljóst er að Seyðisfjörður á sess í hjarta margra.
21.12.2020 - 10:57
Umsóknum um aðstoð fyrir jól fjölgar um 30% í Eyjafirði
Aldrei hafa fleiri óskað eftir mataraðstoð hjá Velferðarsjóði sem þjónar Akureyri og nærsveitum. Umsóknir bárust frá 400 heimilum í Eyjafirði að þessu sinni, samanborið við 309 á síðasta ári. Formaður sjóðsins segir yngra fólk vera sækja meira í sjóðinn en áður.
02.12.2020 - 14:10
Halda að hægt sé að panta gistingu í Farsóttarhúsi
Talsvert er um að fólk telji sig geta pantað gistingu í Farsóttarhúsi fyrir vini og ættingja sem von er á frá útlöndum og þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður hússins segir að vonir hafi staðið til um að hægt yrði að loka húsinu fyrir jól, en svo verði líklega ekki.
myndskeið
Hamfarir af völdum loftslagsbreytinga 35% tíðari
Hamfarir af völdum loftslagsbreytinga hafa aukist um 35 prósent síðustu þrjá áratugi. Áhrifin eru mest í fátækustu ríkjum heims. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóða Rauða krossins.
20.11.2020 - 19:25