Færslur: Rauði krossinn

Farsóttarhúsum á landsbyggðinni lokað
Farsóttarhúsin á Akureyri og Egilsstöðum hafa lítið verið nýtt og þeim verður lokað í dag. Umsjónarmaður húsanna segir mögulegt að fólk sem þurfi slíka þjónustu verði flutt til Reykjavíkur í einangrun.
30.09.2020 - 12:10
Kerfið vann ekki með skilvirkum og mannúðlegum hætti
„Færa má rök fyrir því að í máli því sem nú er til umfjöllunar hafi kerfið ekki unnið með skilvirkum og mannúðlegum hætti.“ Þetta kemur fram í svari Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða krossins, við fyrirspurn fréttastofu vegna ummæla Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um að það sé ekki við kerfið að sakast að egypsk barnafjölskylda verði send úr landi eftir að hafa dvalið á Íslandi í rúmlega tvö ár.
Margra mánaða bið eftir símavini
Um 25 bíða nú eftir að fá úthlutað símavini hjá Rauða krossinum. Verkefnisstjóri segir það geta tekið fólk langan tíma að stíga það skref að óska eftir símavini. Yngri notendum og einnig erlendum hefur fjölgað.
Kallað eftir djúpstæðum umbótum í Líbanon
Rauði krossinn í Líbanon fær eina milljón evra frá þýskum stjórnvöldum. Það jafngildir ríflega 160 milljónum íslenskra króna. Þessu hét Heiko Maas utanríkisráðherra Þýskalands í heimsókn sinni til Beirút í dag.
Óvissuástand eins og nú er getur valdið áhyggjum
Alma D Möller, landlæknir segir að óvissuástand eins og nú er valdi mörgum áhyggum. Hún bendir fólki á að á covid.is megi finna ráð til þeirra sem hafa áhyggjur og þurfa hjálp og einnig sé hægt að hringja í  síma Rauða krossins 1717 eða hafa sambandi við netspjallið. Þjónustan er ókeypis fyrir alla
04.08.2020 - 15:49
Enginn kemur til landsins vitandi að hann er sýktur
Dæmi eru um að fólk hafi þurft að dvelja allt að sex vikur í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Þetta sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnarhúsa í Morgunútvarpinu í morgun.
Myndskeið
Ungfrú Ragnheiður komin á nýjan bíl
Ungfrú Ragnheiður, skaðaminnkandi úrræði fyrir þá sem nota vímuefni í æð á Akureyri, tók nýverið nýjan bíl í notkun og fjölgaði vöktum. Hópstjórar segja tilkomu bílsins breyta miklu, og að aðsókn hafi aukist síðan verkefnið hófst.
15.07.2020 - 22:05
Rauði krossinn leggur niður þrjú störf á landsbyggðinni
Rauði kross Íslands hefur lagt niður þrjú störf svæðisfulltrúa á landsbyggðinni við endurskipulagningu vegna tekjusamdráttar í heimsfaraldrinum. Áfram starfa 39 deildir samtakanna víðs vegar um landið í sjálfboðaliðastarfi.
13.07.2020 - 09:59
Myndskeið
Umsækjendur um alþjóðlega vernd fylla sóttvarnarhúsið
Sóttvarnarhúsið í Reykjavík er nánast orðið yfirfullt vegna hælisleitenda sem komið hafa hingað til lands undanfarnar vikur. Til stendur að opna annað sóttvarnarhús til viðbótar á næstu dögum.
Sýrland
Tillaga Rússa um að takmarka neyðaraðstoð felld
Tillaga Rússa um að draga úr utanaðkomandi mannúðaraðstoð við stríðshrjáða Sýrlendinga var felld í Öryggisráðinu í gærkvöld með atkvæðum sjö ríkja gegn fjórum. Fulltrúar fjögurra ríkja sátu hjá. Á þriðjudag beittu Rússar og Kínverjar neitunarvaldi til að koma í veg fyrir framlengingu samkomulags um mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna við nauðstadda Sýrlendinga, í gegnum tvær landamærastöðvar á mörkum Tyrklands og Sýrlands.
Myndskeið
Aukin gæsla í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg
Gæsla í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík sem var opnað aftur í dag verður aukin frá því sem áður var. Einnig verða opnuð sóttvarnarhús á Akureyri og á Egilsstöðum til að ta ka við smituðum ferðamönnum.
14.06.2020 - 19:00
Nýir sjúkrabílar verða gulir
Íslenskir sjúkrabílar fá brátt alveg nýtt útlit. Tuttugu og fimm nýir sjúkrabílar verða fluttir til landsins síðar í sumar. Þeir eru fagurgulir og með svokallaðri Battenburg-merkingu.
Frú Ragnheiður komin til Suðurnesja
Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar hófu í síðustu viku að veita þjónustu á Suðurnesjum. Verkefnið er á vegum Rauða krossins og felur í sér að sjálfboðaliðar keyra um á sjúkrabíl og starfa eftir hugmyndafræði um skaðaminnkun og bjóða skjólstæðingum upp á margvíslega heilbrigðisþjónustu, svo sem nálaskiptiþjónustu og ráðgjöf.
01.06.2020 - 20:42
Myndskeið
Einangrun farin að íþyngja fólki, segir Rauði krossinn
Einangrun er farin að íþyngja fólki verulega, segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. Margir sem hringja í hjálparsímann eru mjög einmana og samtölin orðin erfiðari. Sóttvarnalæknir vill setja hömlur á komur ferðamanna hingað til lands, mögulega með sóttkví. Viðbúið er að á mörgum vinnustöðum vari breytt starfsemi mun lengur en til 4. maí. Áfram greinast fá ný kórónuveirutilfelli. 
Miðla upplýsingum um veiruna á nokkrum tungumálum
Rauði krossinn sér um að miðla nýjustu upplýsingum um kórónuveirufaraldurinn á hverjum tíma til umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Í samvinnu við Landlæknisembættið hefur Rauði krossinn þýtt helstu leiðbeiningar um það hvernig hægt er að forðast smit og hefur verið settur upp sérstakur vefur, virtualvolunteer.org, þar sem upplýsingum er miðlað. Þetta eru bæði upplýsingar frá Landlækni og Rauða krossinum.
Fjöldi símtala í Hjálparsímann margfaldast
Fjöldi símtala í Hjálparsíma Rauða krossins hefur margfaldast frá því kórónuveirufaraldurinn braust út. Áhyggjur fólks snúa ekki síður að efnahagslegum áhrifum faraldursins en sjúkdómnum sjálfum. Þetta segir Sandra Björk Birgissdóttir, verkefnisstjóri í Hjálparsíma Rauða krossins.
30.03.2020 - 12:30
Fjölmargir bjóða fram aðstoð á óvissutímum
Rauði krossinn hefur fundið fyrir miklum velvilja meðal fólks undanfarnar vikur og margir vilja gefa af sér í óvissuástandinu sem nú ríkir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Fjölmargir hafa sett sig í samband við Rauða krossinn til þess að bjóða fram aðstoð og því hefur verið opnað skráningarform þar sem hægt er að skrá sig sem tímabundinn sjálfboðaliða sem Rauði krossinn getur leitað til ef á þarf að halda.
Leita að sérfræðingi sem getur aldursgreint tennur
Útlendingastofnun auglýsir eftir samstarfsaðila til að aldursgreina tennur þeirra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. Háskólaráð Háskóla Íslands tilkynnti í gær að samningur tannlæknadeildar og Útlendingastofnunar um tanngreiningar yrði ekki endurnýjaður vegna óánægju með fyrirkomulag aldursgreininga hér á landi.
12.03.2020 - 10:34
Svekktir ferðalangar misstu af flugi vegna ófærðar
„Fólkinu líður að mestu leyti vel. Það eru einhverjir svolítið svekktir. Þeir eru að missa af flugi sennilega núna í morgunsárið,“ segir Árni Jóhannsson, formaður Víkurdeildar Rauða krossins. Vonast er til að hægt verði að opna veginn upp úr ellefu. 104 ferðalangar frá frá tuttugu löndum dvelja nú í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Vík í Mýrdal, þar sem þjóðvegur 1 er lokaður til vesturs, frá Vík að Steinum, vegna óveðurs.
10.03.2020 - 08:08
104 af 20 þjóðernum gista fjöldahjálparstöð í Vík
104 ferðalangar frá frá 20 löndum dvelja nú í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Vík í Mýrdal, þar sem þjóðvegur 1 er lokaður til vesturs, frá Vík að Steinum, vegna óveðurs. Árni Jóhannsson, formaður Víkurdeildar Rauða krossins, segir að beiðni hafi borist frá lögreglu upp úr tíu í kvöld og stöðin verið opnuð í íþróttahúsinu í Vík stundarfjórðungi fyrir ellefu.
10.03.2020 - 02:33
Viðtal
Eru tilbúin ef veirufaraldur og gos verða samtímis
Mikið hefur mætt á sjálfboðaliðum björgunarsveitanna og Rauða krossins síðustu vikur, enda hefur veður verið með eindæmum slæmt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á að Wuhan-kórónaveiran berist hingað til lands og sömuleiðis vegna landriss og tíðra jarðskjálfta við Grindavík. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins og Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar, segja sitt fólk í viðbragðsstöðu og tilbúið verði gos og veirufaraldur á sama tíma. Rætt var við þau í Kastljósi í kvöld.
Undirbúa opnun á setri fyrir heimilislausar konur
Kirkjuráð þjóðkirkjunnar samþykkti á fundi sínum 11. desember síðastliðinn að koma upp dagsetri fyrir heimilislausar konur. Fjárveiting er í fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar fyrir þetta ár. Hugmyndin er að setrið verði opið alla daga ársins frá klukkan 11 til 17.
Þúsund manns á fjöldahjálparstöðvum á einum mánuði
Á einum mánuði hafa um þúsund manns nýtt sér fjöldahjálparmiðstöðvar sem Rauði krossinn hefur sett upp víða um land. Hjálparmiðstöðvarnar eru alls átján talsins og hafa um tvö hundruð manns veitt þar aðstoð.
13.01.2020 - 22:23
Myndskeið
Sjúkrabíll hálftíma að flugstöðinni vegna örtraðar
Ferðamenn sem fréttastofa tók tali í dag voru sumir innlyksa í Leifsstöð í 13 tíma. Örtröð bíla að flugstöðinni olli því að sjúkrabíll komst ekki að vegna manns í hjartastoppi.
13.01.2020 - 20:04
Frú Ragnheiður verður á vaktinni yfir hátíðirnar
Sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins keyra um á bílnum Frú Ragnheiði um höfuðborgarsvæðið yfir hátíðirnar og þjónusta skjólstæðinga sína ásamt því að koma til þeirra jólagjöfum og jólamat. Bíllinn er sérinnréttaður til að veita heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi skjólstæðinga.