Færslur: rafrettur

Bandaríkin reyna að fá Griner látna lausa frá Rússlandi
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti á þriðjudag eftir langa þögn það mat sitt að Brittney Griner, einni fremstu körfuboltakonu Bandaríkjanna, væri haldið ólöglega í Rússlandi. Bandarísk stjórnvöld hafa opinberlega lítið haft sig í frammi gegn Rússum en hálfur mánuður er uns réttarhöld hefjast yfir Griner.
Um það bil sjö prósent Íslendinga reykja
Um það bil sjö prósent landsmanna reykja sem er næstlægsta hlutfall í Evrópu. Svíar einir reykja minna en Íslendingar en þar er snúsnotkun algeng. Undanfarna áratugi hafa reykingar snarminnkað á Íslandi.
26.11.2021 - 06:33
Andleg heilsa versnaði hjá ungmennum
Andleg líðan ungmenna versnaði í kórónuveirufaraldrinum og þunglyndiseinkenni jukust frá því sem var. Þetta sýnir fyrsta rannsókn á heimsvísu sem birt var í Lancet í gær og gerð á Íslandi. Einn höfunda greinarinnar segir að andleg heilsa næstu kynslóðar gæti orðið verri en fyrri kynslóða verði ekki spornað við. Þetta segir einn höfunda vísindagreinar, sem birt var í Lancet, um líðan 59 þúsund íslenskra ungmenna á aldrinum þrettán til átján ára. 
Tóbakskaupaaldur hækkar í 21 ár í Bandaríkjunum
Ný löggjöf sem bannar sölu á hvers kyns tóbaksvörum til fólks undir 21 árs aldri hefur tekið gildi í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, staðfesti löggjöfina með undirskrift sinni í síðustu viku.
28.12.2019 - 02:15
Walmart hættir sölu á rafrettum og veipvökva
Stjórnendur bandaríska smásölurisans Walmart hafa ákveðið að hætta sölu á rafrettum og tilheyrandi varningi í verslanakeðju sinni, sem er sú stærsta í heimi. Ákvörðun um þetta var tekin í framhaldi af fréttum um ríflega 530 tilfelli af alvarlegum öndunarfærasýkingum í Bandaríkjunum, flestum hjá ungu fólki, sem rakin eru til rafrettureykinga eða veips. Walmart rekur ríflega 11.000 verslanir í 27 löndum, langflestar þó í Bandaríkjunum.
21.09.2019 - 02:10
Indverjar banna rafrettur og veip
Indversk stjórnvöld hyggjast banna framleiðslu, innflutning og sölu á rafsígarettum og tilheyrandi veipvökva vegna heilsuspillandi áhrifa þeirra. Tilskipun þessa efnis hefur þegar verið samþykkt af ríkisstjórninni, segir fjármálaráðherrann Nirmala Sitharaman. Áhyggjur ráðamanna beinast einkum að áhrifum veipsins á ungt fólk.
19.09.2019 - 02:48
Bragðbættur veipvökvi bannaður í New York
New York-ríki varð í dag annað ríki Bandaríkjanna til að banna sölu á bragðbættum veip-vökva í rafrettur. Bannið var lagt til og samþykkt í kjölfar nokkurra dauðsfalla vestra, sem talið er að rekja megi til rafrettureykinga. Þá hafa hátt í fimm hundruð tilfelli alvarlegrar öndunarfærasýkingar verið raktar til sömu rótar.
18.09.2019 - 03:19
Rafrettunotkun hætt að aukast
Konur nota rafrettur nú í meira mæli en karlar sem hafa dregið úr notkuninni. Sjö prósent kvenna og fimm prósent karla veipa og hefur notkunin í fyrsta sinn ekki aukist milli ára. Fleiri nota munntóbak.
28.08.2019 - 09:46
Ætti ekki að selja rafrettur eins og sælgæti
Rafrettur geta hjálpað fólki að hætta að reykja og eru ekki eins skaðlegar og hefðbundnar sígarettur, segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor á Landspítalanum. Þær eru þó langt frá því að vera saklausar og eiga ekki að vera seldar í sjoppum til ungmenna eins og sælgæti, segir hann. Langtímaáhrif þeirra séu enn óljós og þörf á frekari rannsóknum.
23.08.2019 - 08:30
Vill rökstuðning vegna eftirlitsgjalda
Umboðsmaður Alþingis hefur farið fram á að heilbrigðisráðuneytið rökstyðji eftirlitsgjald sem innflytjendur og seljendur rafrettna þurfa að greiða þegar þeir tilkynna Neytendastofu að þeir ætli að setja rafrettur eða áfyllingar á markað.
01.08.2019 - 12:36
Myndband
Umdeildu nafni á ís- og veipsjoppu breytt
Eigandi fyrirtækis á Reyðarfirði sem hyggst selja bæði ís og rafrettur ætlar að breyta fyrirhuguðu nafni og merki starfseminnar. Það fór mjög fyrir brjóstið á foreldrum í bænum.
31.03.2019 - 09:43
Rafrettulög taka gildi í dag
Ný lög um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur taka gildi í dag. Í lögunum er kveðið á um innflutning, markaðssetningu, notkun og öryggi vörunnar og ráðstafanir til að sporna við notkun barna á rafrettum. Engin sérlög hafa gilt um rafrettur fyrr en nú.
01.03.2019 - 09:05
Rafrettur árangursríkari en plástrar og tyggjó
Þeir sem nota rafrettur eru tvöfalt líklegri til að hætta að reykja sígarettur en þeir sem nota nikótínplástra eða -tyggjó. Þetta kemur fram í nýrri breskri rannsókn.
31.01.2019 - 05:51
Myndskeið
Rafrettur tíska meðal ungmenna
Flestir sem ég þekki veipa, segja ungmenni sem fréttastofa ræddi við í dag. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, segir óvíst hvaða áhrif rafrettur geti haft á heila ungmenna, sem séu enn að þroskast.
18.01.2019 - 20:55
Þurfa að tilkynna markaðssetningu á rafrettum
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um rafrettur tekur gildi á morgun. Samkvæmt henni ber að tilkynna markaðssetningu á rafrettum og áfyllingum sem innihalda nikótín til Neytendastofu.
01.09.2018 - 08:41
Uppnám á Alþingi vegna ásakana Miðflokksins
Frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur var samþykkt á Alþingi í dag með 54 samhljóða atkvæðum. Töluvert uppnám hefur verið á Alþingi það sem af er degi vegna ásakana þingflokks Miðflokksins um að hann hafi verið svikinn um að fá mál sitt til atkvæðagreiðslu.
12.06.2018 - 15:50
Fréttaskýring
Rafrettuóhöpp vel þekkt í flugheiminum
Flugóhöppum sem tengjast svokölluðum liþíum-rafhlöðum hefur fjölgað á síðastliðnum árum. Rafhlöðurnar eiga það til að ofhitna og við það kviknar í þeim. Þær eru orkumeiri en venjulegar rafhlöður og er meðal annars að finna í fartölvum, símum og rafrettum. Á vef Alþjóðasambands flugfélaga segir að á síðastliðnum árum hafi orðið nokkrir alvarlegir eldsvoðar í háloftunum af völdum rafhlaðnanna, sem hefðu getað leitt til stórslyss.
14.09.2017 - 17:40
Hvetja fólk til að veipa frekar en að reykja
Bresk stjórnvöld hafa sett sér þá stefnu að „hámarka“ aðgengi að nikótíngjöfum sem teljast öruggari en sígarettur, svo sem rafsígarettum, til þess að fá fólk til að hætta að reykja. Þannig er hvatt til þess að rafsígarettan verði leyfð á vinnustöðum og í opinberum rýmum, segir í frétt The Telegraph, enda sé stefnan að ryðja brautina fyrir reyklausa kynslóð.
19.07.2017 - 12:20
14 ára pantaði nikótín með eigin korti
Fjórtán ára stúlka gat pantað sér rafrettu og nikótínvökva inni á vefsíðunni rafrettur.is með því að nota eigið kort. Þetta segir móðir stúlkunnar í samtali við fréttastofu. Hún segir það fáránlegt og ógnvekjandi að unglingar geti keypt sér nikótín svo auðveldlega á landinu. Verkefnisstjóri í tóbaksvörnum hjá Embætti landlæknis hefur áhyggjur af því að ungt fólk, sem ekki hefur nokkurn tíma reykt, verði háð nikótíni með því að nota rafrettur. Engin lög fjalla sérstaklega um rafrettur í landinu.
03.07.2017 - 17:41