Færslur: rafmagn

Næstu hús hristust þegar strengur fór í sundur
Næstu hús hristust og hár hvellur varð í morgun er skurðgrafa tók í sundur rafmagnsstreng á Snorrabraut í Reykjavík. Það sáust blossi og reykur, samkvæmt sjónarvottum. Rafmagnslaust varð í miðbænum, Skerjafirði og á Hlíðarenda í um hálftíma.
21.10.2021 - 11:44
Rafmagnslaust eftir að strengur var grafinn í sundur
Rafmagn fór af í miðbæ Reykjavíkur, í Skerjafirði og á Hlíðarenda rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Strengur var óvart grafinn í sundur með þessum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu heyrðist mikill hvellur og nærliggjandi hús hristust. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, þá er vitað nákvæmlega hvar þetta gerðist og ekki er búist við að viðgerð taki langan tíma.
21.10.2021 - 10:17
Silfrið
Skoða ætti möguleika á lagningu sæstrengs til Evrópu
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og forsvarsmaður þingsins Hringborðs Norðurslóða, segir að Íslendingar ættu að skoða þann möguleika að leggja sæstreng til Evrópu og selja rafmagn á þann hátt. Svo gæti farið að Grænlendingar yrðu fyrri til og myndu óska eftir því við íslensk stjórnvöld að fá að leiða streng til Evrópu, um Ísland.
17.10.2021 - 13:15
Gagnaver gæti risið við Akureyri
Akureyrarbær hefur vinnu að deiliskipulagi með það fyrir augum að hægt verði að úthluta lóðum fyrir byggingu gagnavers. Tilkoma Hólasandslínu 3 mun breyta stöðu mála varðandi raforku á Akureyri og að gera orkufrekan iðnað fýsilegri á Eyjafjarðarsvæðinu og víðar.
21.09.2021 - 13:42
Rafmagn komið á í Bláskógabyggð
Rafmagn er komið á sumarbústaðabyggðina í Brekkuskógi. Rafmagnslaust varð víða um Bláskógabyggð þegar eldingum laust niður í spenna síðdegis í gær.
Sjónvarpsfrétt
Stórir ferðavagnar fylla tjaldstæði
Íslendingar hafa flykkst norður og austur síðustu tvær vikur til að njóta veðurblíðunnar. Margir eru með stóra ferðavagna í eftirdragi sem fylla tjaldstæðin fljótt. Þau taka nú orðið færri gesti en þau voru upphaflega hönnuð fyrir. 
13.07.2021 - 15:53
Rafmagn komið á í Kelduhverfi
Rafmagn er nú komið komið aftur á alls staðar á Norðausturlandi, nú síðast með varaafli í Kelduhverfi á áttunda tímanum. Rafmagni sló út í Kelduhverfi, Öxarfirði, Kópaskeri, Raufarhöfn, Þistilfirði, Þórshöfn og Bakkafirðium klukkan ellefu í gærkvöld þegar aflspennir í aðveitustöðinni í Lindarbrekku eyðilagðist.
09.06.2021 - 07:59
Landsnet kærir synjun Voga á leyfi fyrir loftlínu
Landsnet hefur ákveðið að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 með loftlínu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vogar höfnuðu umsókninni í lok mars en þá höfðu Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær samþykkt hana. Landsnet heldur því fram að öll skilyrði laga fyrir veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt auk þess sem hún veki upp mörg álitamál sem nauðsynlegt sé að fá skorið úr um.
Slökkviliðsmenn á bát slökktu eld í Lagarfljótsbrú
Eldur kviknaði í Lagarfljótsbrú, milli Egilsstaða og Fellabæjar, eftir hádegi í dag. Brúnni var lokað en opnað hefur verið fyrir umferð yfir hana að nýju.
14.04.2021 - 14:14
Myndskeið
Mega nýta 125 þúsund rúmmetra kalkþörunga úr Djúpinu
Íslenska kalkþörungafélagið hefur nú fengið leyfi til að vinna kalkþörunga úr Ísafjarðardjúpi. Þetta er einn stærsti áfanginn í því að koma nýrri verksmiðju fyrirtækisins í Súðavík af stað.
Rafmagn komið á að nýju í Hafnarfirði
Rafmagn á að vera komið á að nýju eftir að það fór af hluta Hafnarfjarðar laust fyrir klukkan átta í morgun. Að sögn HS Veitna var allt komið í samt lag rétt eftir klukkan tíu.
14.03.2021 - 08:14
Þrjú sveitarfélög hafa samþykkt Suðurnesjalínu tvö
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, milli Hafnarfjarðar og Rauðamels í landi Grindavíkur, í gær. Nú er beðið eftir því að Vogar ljúki umfjöllun sinni en þegar hefur borist samþykki frá bæjarstjórnum Hafnarfjarðar og Grindavíkur.
Viðgerð lokið og rafmagn komið á
Viðgerð er lokið vegna bilunar sem olli rafmagnsleysi um nánast allt Vesturland og norður í Húnaþing vestra. Rafmagn er alls staðar komið á að nýju.
03.01.2021 - 23:52
Rafmagnslaust á vestanverðu landinu
Rafmagnslaust er á öllu vestanverðu landinu. Rafmagn er komið á að nýju í Húnaþingi vestra samkvæmt upplýsingum frá Rarik. Háspenna er á landskerfinu, en um leið og dregur úr álagi ætti rafmagn að komast á að nýju.
03.01.2021 - 21:58
Myndskeið
„Fólk verður reitt og það verður mikill hiti“
Tilvist Árbæjarlóns er orðið að miklu hitamáli á meðal íbúa í Árbæ. Þetta segir formaður íbúaráðsins. Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík telur að ákvörðun Orkuveitunnar um að tæma lónið sé ekki í samræmi við deiliskipulag. Forstjóri Orkuveitunnar segir að fyrirtækinu sé ekki lengur heimilt að stöðva náttúrulegt rennsli Elliðaáa.
07.12.2020 - 19:25
Telur of margar stórar „smávirkjanir“ á teikniborðinu
Umhverfisráðherra telur að verið sé að undirbúa of margar virkjanir í flokki svokallaðra smávirkjana sem hafi umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif. Nauðsynlegt sé að endurskoða lög um smávirkjanir og meta áhrifin af þeim frekar er uppsett afl.
Myndskeið
Starfsmaður Landsnets gleðst yfir að vera heill heilsu
Starfsmaður Landsnets sem var inni í tengivirkinu á Rangárvöllum þegar skammhlaup varð þar á miðvikudaginn slapp ómeiddur. Hann segist ekki vera reiður þótt mannleg mistök hafi verið gerð, einungis glaður yfir að vera heill.
07.08.2020 - 20:46
Möguleiki á 883 smávirkjunum á Austurlandi
883 kostir eru fyrir smávirkjanir á Austurlandi. Heildarafl þeirra er 1.603 MWe og verði fleiri slíkar reistar myndi raforkuöryggi aukast og minna álag yrði á flutningskerfið. Þetta kemur fram í úttekt sem gerð var fyrir Orkustofnun.
09.07.2020 - 17:42
Sparnaðurinn nemur útblæstri 36 þúsund bíla á ári
Fiskimjölsverksmiðjur hafa aukið rafmagnsnotkun sína á kostnað olíu undanfarin þrjú ár og hafa með því sparað sér brennslu á rúmlega 56 milljón lítrum af olíu. Það jafngildir útblæstri 36 þúsund fólksbíla á hverju ári.