Færslur: rafmagn

Sjónvarpsfrétt
Helsta verkefni tjaldsvæða er að tryggja rafmagn
Tjaldsvæðið að Hömrum við Akureyri er eitt stærsta tjaldsvæði landsins og í sífelldum vexti. Forstöðumaður Hamra segir að stærsta verkefnið fyrir komandi sumar sé að tryggja gestum aðgang að rafmagnstenglum. 
10.05.2022 - 10:58
Rafmagn komið á í Kópavogi
Rafmagn er komið á í Kórahverfi og Hvörfum í Kópavogi en bilun í háspennukerfi olli því að rafmagn fór þar af á öðrum tímanum í nótt.
Eþíópíumenn vígja umdeilda vatnsaflsvirkjun í Bláu Níl
Gríðarmikil vatnaflsvirkjun Eþíópíumanna í Bláu Níl var vígð við hátíðlega athöfn í gær, sunnudag. Kveikt var á einum hverfli af þrettán og þar með hófst framleiðsla rafmagns en nokkur styr hefur staðið um byggingu stíflunnar.
21.02.2022 - 09:30
Biðst afsökunar á verðlagningunni
Framkvæmdastjóri N1 rafmagns segir orðspor fyrirtækisins hafa beðið hnekki og biður hann viðskiptavini afsökunar vegna verðlagningar fyrirtækisins á þrautavararafmagni.
07.02.2022 - 22:05
Játa mistök og ætla að endurgreiða mismun á rafmagni
N1 rafmagn hefur ákveðið að endurgreiða þeim viðskiptavinum sem fluttir voru sjálfkrafa í viðskipti við fyrirtækið í gegnum þrautavaraleið þann mismun sem var á auglýstum taxta og þrautavarataxta frá upphafi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 
07.02.2022 - 09:09
Innlent · N1 · rafmagn · Raforkusala
Metfjöldi skipti um raforkusala
Formaður Neytendasamtakanna segir einsýnt að N1 rafmagn eigi að greiða oftekið gjald fyrir þrautavararafmagn fyrir allan tímann en ekki aðeins eftir 1. nóvember. Miklu fleiri skiptu um orkusala nú í janúar í en nokkrum stökum mánuði í fyrra.
02.02.2022 - 22:20
Sjónvarpsfrétt
Reyna að útvega raforku til íbúa á köldum svæðum
Umhverfis- og auðlindaráðherra segir mikilvægt að vernda heimili og lítil fyrirtæki og tryggja að þau geti tekið þátt í orkuskiptum. Stjórnvöld reyna nú að koma í veg fyrir að samfélög á köldum svæðum þurfi að grípa til olíukyndingar vegna skorts á raforku.  
Sendu raforkuframleiðendum neyðarkall
Raforkuframleiðendum hér á landi barst í vikunni neyðarkall frá Orkustofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, vegna yfirvofandi orkuskorts og mögulegri afhendingu raforku frá fyrsta febrúar til fyrsta júní.
20.01.2022 - 06:37
Segir N1 hafa beitt blekkingum
Formaður Neytendasamtakanna sakar N1 um blekkingar en fyrirtækið hefur selt viðskiptavinum rafmagn í gegnum svokallaða þrautavaraleið á mun hærra verði en því sem er auglýst. Orkumálastjóri segir unnið að því að koma í veg fyrir vankanta sem þessa.
19.01.2022 - 22:05
Forstjóri Norðurorku biður fólk að sóa ekki orku
Norðurorka hefur kynnt hækkanir á allri verðskrá sinni og tóku þær gildi nú um áramótin. Sífellt er kallað eftir aukinni orku og forstjóri fyrirtækisins segir mikilvægt að almenningur líti ekki á vatn og rafmagn sem óþrjótandi auðlind.
05.01.2022 - 15:59
Vill sjá virkjun í Vatnsfirði tekna til umfjöllunar
Ný virkjun í Vatnsfirði myndi valda straumhvörfum í afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum samkvæmt nýrri skýrslu Landsnets. Orkubússtjóri vill að orkukosturinn verði tekinn til umfjöllunar.
29.12.2021 - 09:24
Sjónvarpsfrétt
Rafmagn fyrir 100.000 heimili í súginn árlega
Árlega fellur til ónýtt raforka sem samsvarar afkastagetu Kröfluvirkjunar vegna annmarka flutningskerfisins og það var fyrirsjáanlegt að Landsvirkjun þurfi nú að skerða afhendingu raforku til stórnotenda. Framkvæmdastjóri hjá Landsneti áætlar að á hverju ári tapist tíu milljarðar vegna ónægrar flutningsgetu raforku.
07.12.2021 - 19:38
Telur að mistekist hafi að byggja upp raforkukerfið
Vilhjálmur Árnason, formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis, segir að bregðast þurfi hratt við tíðindum Landsvirkjunar um raforkuskort og ónæga flutningsgetu raforkukerfa. Ljúka þurfi rammaáætlun og einfalda kerfið.
07.12.2021 - 13:33
Slæmt að fiskimjölsiðnaðurinn þurfi að nota olíu
Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það sé slæmt fyrir þjóðina að skerða þurfi raforkuafhendingu til fiskimjölsverksmiðja landsins þegar mikil orkunotkun er framundan hjá þeim. Jafnframt þurfi að meta orkuþörfina til að ná settum loftslagsmarkmiðum fyrir árið 2030.
Hörgull á rafmagni leiðir til olíunotkunar verksmiðja
Fiskimjölsverksmiðjur í landinu gætu þurft að grípa til olíu í stað rafmagns við vinnslu sína í vetur en Landsvirkjun hefur ákveðið að láta þeim nægja 25 megawött í janúar. Á fullum afköstum geta verksmiðjurnar nýtt um 100 megawött.
Næstu hús hristust þegar strengur fór í sundur
Næstu hús hristust og hár hvellur varð í morgun er skurðgrafa tók í sundur rafmagnsstreng á Snorrabraut í Reykjavík. Það sáust blossi og reykur, samkvæmt sjónarvottum. Rafmagnslaust varð í miðbænum, Skerjafirði og á Hlíðarenda í um hálftíma.
21.10.2021 - 11:44
Rafmagnslaust eftir að strengur var grafinn í sundur
Rafmagn fór af í miðbæ Reykjavíkur, í Skerjafirði og á Hlíðarenda rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Strengur var óvart grafinn í sundur með þessum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu heyrðist mikill hvellur og nærliggjandi hús hristust. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, þá er vitað nákvæmlega hvar þetta gerðist og ekki er búist við að viðgerð taki langan tíma.
21.10.2021 - 10:17
Silfrið
Skoða ætti möguleika á lagningu sæstrengs til Evrópu
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og forsvarsmaður þingsins Hringborðs Norðurslóða, segir að Íslendingar ættu að skoða þann möguleika að leggja sæstreng til Evrópu og selja rafmagn á þann hátt. Svo gæti farið að Grænlendingar yrðu fyrri til og myndu óska eftir því við íslensk stjórnvöld að fá að leiða streng til Evrópu, um Ísland.
17.10.2021 - 13:15
Gagnaver gæti risið við Akureyri
Akureyrarbær hefur vinnu að deiliskipulagi með það fyrir augum að hægt verði að úthluta lóðum fyrir byggingu gagnavers. Tilkoma Hólasandslínu 3 mun breyta stöðu mála varðandi raforku á Akureyri og að gera orkufrekan iðnað fýsilegri á Eyjafjarðarsvæðinu og víðar.
21.09.2021 - 13:42
Rafmagn komið á í Bláskógabyggð
Rafmagn er komið á sumarbústaðabyggðina í Brekkuskógi. Rafmagnslaust varð víða um Bláskógabyggð þegar eldingum laust niður í spenna síðdegis í gær.
Sjónvarpsfrétt
Stórir ferðavagnar fylla tjaldstæði
Íslendingar hafa flykkst norður og austur síðustu tvær vikur til að njóta veðurblíðunnar. Margir eru með stóra ferðavagna í eftirdragi sem fylla tjaldstæðin fljótt. Þau taka nú orðið færri gesti en þau voru upphaflega hönnuð fyrir. 
13.07.2021 - 15:53
Rafmagn komið á í Kelduhverfi
Rafmagn er nú komið komið aftur á alls staðar á Norðausturlandi, nú síðast með varaafli í Kelduhverfi á áttunda tímanum. Rafmagni sló út í Kelduhverfi, Öxarfirði, Kópaskeri, Raufarhöfn, Þistilfirði, Þórshöfn og Bakkafirðium klukkan ellefu í gærkvöld þegar aflspennir í aðveitustöðinni í Lindarbrekku eyðilagðist.
09.06.2021 - 07:59
Landsnet kærir synjun Voga á leyfi fyrir loftlínu
Landsnet hefur ákveðið að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 með loftlínu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vogar höfnuðu umsókninni í lok mars en þá höfðu Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær samþykkt hana. Landsnet heldur því fram að öll skilyrði laga fyrir veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt auk þess sem hún veki upp mörg álitamál sem nauðsynlegt sé að fá skorið úr um.
Slökkviliðsmenn á bát slökktu eld í Lagarfljótsbrú
Eldur kviknaði í Lagarfljótsbrú, milli Egilsstaða og Fellabæjar, eftir hádegi í dag. Brúnni var lokað en opnað hefur verið fyrir umferð yfir hana að nýju.
14.04.2021 - 14:14
Myndskeið
Mega nýta 125 þúsund rúmmetra kalkþörunga úr Djúpinu
Íslenska kalkþörungafélagið hefur nú fengið leyfi til að vinna kalkþörunga úr Ísafjarðardjúpi. Þetta er einn stærsti áfanginn í því að koma nýrri verksmiðju fyrirtækisins í Súðavík af stað.