Færslur: Pólland

Pólska ríkið bætir við einni flugferð frá Íslandi
Yfir tvö hundruð manns hafa skráð sig á lista fyrir flugferð á vegum pólska ríkisins frá Íslandi til Varsjár 26. maí. Flugferðin er farin til að gera Pólverjum kleift að komast til heimalandsins vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins.
23.05.2020 - 08:46
Vill láta rannsaka misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar
Erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Póllandi hefur kallað eftir því að Vatíkanið rannsaki hvort hylmt hafi verið yfir barnaníð af hendi presta innan kirkjunnar. Þetta gerir hann í kjölfar útgáfu heimildamyndar um málefnið.
17.05.2020 - 16:30
Forsetaframbjóðandi dregur sig í hlé
Malgorzata Kidawa-Blonska, varaforseti neðri deildar pólska þingsins og forsetaframbjóðandi Borgaravettvangs, stærsta flokks stjórnarandstöðunnar í Póllandi, dró framboð sitt til baka í morgun og kvaðst sjálf bera ábyrgð á eigin fylgistapi eins og það hefði birst í könnunum að undanförnu.
15.05.2020 - 10:19
Póstkosning samþykkt í Póllandi
Neðri deild pólska þingsins samþykkti í morgun frumvarp til laga sem heimilar að forseti verði kjörinn með póstkosningu. Frumvarpið kom frá Laga- og réttlætisflokkurinn, stærsta stjórnarflokknum, sem kvað það nauðsynlegt í ljósi kórónuveirufaraldursins.
07.05.2020 - 08:42
Forsetakosningum í Póllandi frestað
Forsetakosningum sem fyrirhugaðar voru í Póllandi um helgina var frestað í gær. Vegna kórónuveirufaraldursins var stefnt að því að hafa póstkosningar. Stjórnvöld voru hins vegar gagnrýnd vegna skamms fyrirvara á breytingum á kosningafyrirkomulagi, og vegna þess að mótframbjóðendur forsetans Andrzej Duda geta illa kynnt framboð sín.
07.05.2020 - 01:42
Óvissa um forsetakosningar í Póllandi
Heitar umræður hafa átt sér stað í Póllandi um komandi forsetakosningar um næstu helgi og hvort þeim skuli frestað í ljósi kórónuveirufaraldursins í landinu. Forystumenn stjórnarflokksins, Laga- og réttlætisflokksins PiS, gefið í skyn að það kunni að verða niðurstaðan en kosið yrði samt í þessum mánuði.
04.05.2020 - 10:51
Pólverjar slaka á vörnum gegn veirunni
Heimilt verður að opna hótel og verslanamiðstöðvar í Póllandi frá og með næsta mánudegi, fjórða maí. Í næstu viku ætla stjórnvöld einnig að tilkynna hvenær leikskólar verða aftur opnaðir, að því er Mateusz Morawiecki forsætisráðherra tilkynnti í dag.
29.04.2020 - 14:38
Myndskeið
Miklir gróðureldar í stærsta þjóðgarði Póllands
Gróðureldar náðu yfir ríflega tíunda hluta stærsta þjóðgarðs Póllands í gær, alls um sex þúsund hektara. Yfir 120 slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðum til að hefta eldsvoðann. Biebrza þjóðgarðurinn í norðausturhluta Póllands nær yfir um 59 þúsund hektara votlendi. Elgir hafast við í þjóðgarðinum ásamt bjórum og einstökum fuglategundum. 
23.04.2020 - 06:46
Gagnrýna þungunarrofsfumvarp á tímum Covid 19
Pólska þingið ræðir nú umdeilda lagabreytingu sem myndi herða enn á ströngu banni við þungunarrofi þar í landi. Andstæðingar frumvarpsins segja stuðningsmenn þess nýta sér kórónuveirufaraldurinn til að koma málinu í gegn.
16.04.2020 - 21:16
Störf aganefndar í Póllandi stöðvuð
Evrópudómstóllinn skipaði Pólverjum í gær að leggja niður aganefnd sem ætlað er að fylgjast með störfum dómara í landinu. Gagnrýnendur nefndarinnar segja hana veita stjórnvöldum vald til þess að rannsaka og refsa dómurum fyrir úrskurði.
09.04.2020 - 04:49
Flogið frá Íslandi til Póllands á vegum pólska ríkisins
Flogið var með farþega á milli Íslands og Varsjár í Póllandi í dag og í gær á vegum pólska ríkisins. Það var pólska flugfélagið LOT sem sá um farþegaflutningana. Samkvæmt upplýsingum frá íslenska utanríkisráðuneytinu voru flugferðirnar farnar til að gera Pólverjum kleift að komast til heimalandsins. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur nær allt áætlunarflug verið fellt niður og er ekkert áætlunarflug til Póllands.
02.04.2020 - 17:59
Pólskir ráðherrar í sóttkví
Pólskir ráðherrar, sem sátu ríkisstjórnarfund fyrir viku eru nú í sóttkví eftir að umhverfisráðherra landsins, sem sat fundinn, greindist með COVID-19 kórónaveiruna. Fulltrúi pólska forsætisráðuneytisins greindi frá þessu í morgun.
17.03.2020 - 08:20
Pólska stjórnarandstaðan vill stuðning Norðurlanda
Forseti öldungadeildar pólska þingsins, Tomasz Grodzki, hefur óskað eftir stuðningi Norðurlandaráðs við baráttu gegn þróuninni sem hefur átt sér stað undanfarin ár í landinu, sem Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknar og forseti Norðurlandaráðs, segir að sé mikið áhyggjuefni.
11.03.2020 - 20:59
Dómarar færðir niður um dómstig fyrir gagnrýni
Tugir dómara og saksóknara hafa sætt refsingum fyrir að gagnrýna stefnu pólskra stjórnvalda varðandi dómskerfið. Í skýrslu pólska dómarafélagsins Iustitia segir að yfir 30 dómurum hafi verið refsað harkalega og 36 saksóknarar hafi að auki hlotið refsingu. Stjórnvöld hafa fært dómara og saksóknara niður um dómsstig, svipt þá stöðuhækkun, tekið mál frá þeim og beðið þá um að mæta fyrir refsinefndir.
01.03.2020 - 06:56
Lestin
Pólverjar áhyggjufullir um örlög Bíó Paradísar
Frá því að Bíó Paradís hóf reglulegar sýningar á nýjum pólskum kvikmyndum hefur bíóið orðið að samkomustað og hálfgerðri menningarmiðstöð Pólverja á höfuðborgarsvæðinu og víðar.
Pólskukennsla ekki til að troða á tám íslenskunnar
Kennurum og öðru starfsfólki skóla á Suðurnesjum býðst að sækja námskeið í pólsku til að skilja nemendur og foreldra frá Póllandi. Verkefnastjóri miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum segir það ekki gert til að draga úr íslenskukennslu, heldur til að bæta skilning.
06.02.2020 - 17:45
Myndskeið
Pólskur kór söng íslenskt jólalag í Hallgrímskirkju
Flutningur pólska þjóðlagakórsins Mazowsze á Nóttin var sú ágæt ein í Hallgrímskirkju á laugardaginn vakti mikla athygli. Kórinn og hljómsveit hans hélt jólatónleika í Hallgrímskirkju um helgina. Það voru síðustu tónleikar kórsins í tónleikaferð hingað til lands.
23.12.2019 - 15:15
Umdeildar dómskerfisbreytingar samþykktar í Póllandi
Lög sem auðvelda pólskum stjórnvöldum við að losa sig við dómara sem gagnrýna umbætur þeirra á dómskerfinu voru samþykkt í neðri deild pólska þingsins í gær. Lögin voru samþykkt skömmu eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hvatti pólsku stjórnina til að endurskoða umbæturnar. Lögin fara næst á borð öldungadeildarinnar. Hún getur ekki hafnað lögunum, en hún getur tafið gildistöku þeirra.
21.12.2019 - 04:31
Myndskeið
Í engum sérstökum félagsskap við Pólverja
Dómsmálaráðherra lítur ekki svo á að Ísland sé í félagsskap með pólskum stjórnvöldum þótt þau hafi lýst yfir stuðningi við málstað Íslands í Landsréttarmálinu. Stuðningsyfirlýsingin breyti engu um hvernig Ísland reki málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.
Fundu tvö tonn af kókaíni í vörugámi
Sjö eru í haldi pólsku lögreglunnar eftir að tollverðir fundu tvö tonn af kókaíni í vörugámi í hafnarborginni Gdynia. Mateusz Morawiecki forsætisráðherra greindi fréttamönnum í Varsjá frá málinu. Að hans sögn er þetta að líkindum stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp í Póllandi síðastliðin þrjátíu ár.
06.12.2019 - 08:46
Manntjón í gassprengingu í Póllandi
Sex fórust í gassprengingu í íbúðarhúsi í bænum Szczyrk í suðurhluta Póllands í gærkvöld. Tveggja er saknað. Húsið eyðilagðist í sprengingunni og eru þar nú um eitt hundrað slökkviliðsmenn við leit í rústunum.
05.12.2019 - 08:55
Pólverjar ósáttir við heimildamynd á Netflix
Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sent Neflix bréf þar sem farið er fram á að heimildamyndinni The Devil Next Door verði breytt. Kvikmyndin fjallar um útrýmingarbúðir Nasista í seinni heimsstyrjöld og réttarhöld yfir Úkraínumanninum John Demjanjuk sem var fangavörður í útrýmingarbúðum Nasista.
12.11.2019 - 11:06
Myndskeið
Furðar sig á áhyggjum af Pólverjum
Lög og réttur, stjórnarflokkurinn í Póllandi, hefur ítrekað legið undir ámæli frá Evrópusambandinu vegna ýmissa lagabreytinga. Evrópuþingmaður flokksins furðar sig á áhyggjum annarra og segir að Pólverjar geti vel séð um sig sjálfir.
27.10.2019 - 21:20
Viðtal
Segir stjórnvöld ógna tilvist blaðmanna
Pólland hefur hrapað niður á lista yfir fjölmiðlafrelsi frá því Lög og réttur tók við völdum. Ritstjóri á einu stærsta dagblaði Póllands segir stjórnvöld beita ýmsum ráðum til þess að gera fjölmiðlum erfitt fyrir eins og að höfða ítrekað mál gegn blaðamönnum
26.10.2019 - 20:00
Viðtal
„Hitler vissi hvað ætti að gera við ykkur“
Það er hægt að lifa við hatursorðræðu og svívirðingar en ekki líkamlegt ofbeldi, segir Julia Maciocha formaður samtaka sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks í Póllandi. Hún segir stöðu hinsegin fólks í Póllandi alltaf hafa verið slæma en hún hafi versnað til muna síðustu ár.
26.10.2019 - 11:36