Færslur: Pólland

Þúsundir mótmæla nýjum lögum um þungunarrof
Þúsundir streymdu út á götur í Póllandi í gærkvöld til þess að mótmæla nýjum lögum um þungunarrof sem tóku gildi í gær. Fyrir voru lögin með þeim strangari í Evrópu, en nú er þungunarrof alveg bannað nema þegar konur verða þungaðar eftir nauðgun eða sifjaspell, eða ef líf eða heilsa móður er í hættu.
28.01.2021 - 00:38
Úlfar hverfa sporlaust í Danmörku
Á árabilinu 2012 til 2020 hurfu tíu úlfar sporlaust í Danmörku. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu á vef sínum og hefur eftir Peter Sunde við Háskólann í Árósum að hefðu þeir drepist af náttúrulegum ástæðum hefðu þeir átt að finnast.
06.01.2021 - 02:17
Erlent · Danmörk · Náttúra · Dýralíf · Þýskaland · Pólland · Árósar · Dýr · Villt dýr
Enn er mótmælt í Varsjá
Þúsundir söfnuðust saman í Varsjá, höfuðborg Póllands, í dag til að mótmæla yfirvofandi lagabreytingu, sem þrengir enn frekar að takmörkuðum rétti pólskra kvenna til að ráða eigin líkama og undirgangast þungunarrof. Mótmælendur fylktu liði og tókst að komast giska nærri heimili Jaraoslaws Kaczynskis, varaforsætisráðherra og formanns stjórnarflokksins Laga og Réttlætis þrátt fyrir að fjölmennt lögreglulið reyndi að hamla för þeirra.
14.12.2020 - 00:16
Heimskviður
Kolabrennsla á undanhaldi
Notkun kola til orkuframleiðslu fer minnkandi og því er fagnað því enginn af orkugjöfum mannkyns mengar jafn mikið og kol. Það skiptir því miklu máli í baráttunni við hamfarahlýnun að draga úr og helst hætta brennslu kola. Miklar fjárfestingar þarf til að heimurinn geti orðið kolefnishlutlaus, en dýrasta aðgerðin er aðgerðarleysi, segir Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.
Á sjöunda hundrað létust í Póllandi
Fleiri létust síðastliðinn sólarhring úr COVID-19 í Póllandi en nokkru sinni frá því að farsóttin braust út, eða 674. Staðfest kórónuveirusmit í landinu fóru í gær yfir níu hundruð þúsund, þar af um fimmtán þúsund í gær.
25.11.2020 - 13:59
Mótmæli og handtökur við menntamálaráðuneytið í Varsjá
Fjöldi fólks safnaðist saman við menntamálaráðuneyti Póllands í Varsjá í kvöld eftir að kennurum landsins var hótað viðurlögum fyrir að styðja kröfur mótmælenda opinberlega. 
23.11.2020 - 21:24
Sló í brýnu með Þorgerði Katrínu og Bjarna
Nokkuð sló í brýnu með þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.
Myndskeið
Ryskingar í göngu þjóðernissinna í Póllandi
Þjóðernissinnar í Póllandi söfnuðust saman í Varsjá í dag, á þjóðhátíðardegi Pólverja, í árlega göngu sína þrátt fyrir bann í sóttvarnaskyni og kom til ryskinga. Mótmælendur laga um þungunarrof ákváðu að halda sig fjarri, en þeir hafa mótmælt kröftuglega síðustu vikur.
11.11.2020 - 19:21
Spegillinn
Kröftug mótmæli í Póllandi
Fjöldi fólks hefur undanfarið flykkst út á götur borga Póllands til að sýna hvað hug það ber til nýlegs úrskurðar stjórnlagadómstóls landsins um þungunarrof þegar fóstur þykir ekki lífvænlegt samræmist ekki stjórnarskrá. Þetta þýðir að öll þungunarrof nema ef líf móður er í hættu eða eftir nauðgun eru bönnuð. Pólsk kona sem býr hér segir að þetta sýni óþol og pirringi almennings í Póllandi gagnvart banninu og stjórnvöldum.
Myndskeið
Vill að þingið taki skýra afstöðu með réttindum kvenna
Heilbrigðisráðherra verður falið að tryggja að konum sem ferðast hingað til lands til að gangast undir þungunarrof fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu, verði tillaga Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, óháðs þingmanns, samþykkt. Hún vill að þingið taki afstöðu með réttindum kvenna í Evrópu og sýni það í verki.
04.11.2020 - 22:30
COVID-19-smitum fjölgar hratt í Póllandi
COVID-19 tilfellum fer hratt fjölgandi í Póllandi um þessar mundir, á sama tíma og fjöldi fólks safnast saman til mótmælaaðgerða á götum Varsjár og fleiri pólskra borga þrátt fyrir samkomubann. Metfjöldi smita greindist í gær, fimmta sólarhringinn í röð, þegar hátt í 22.000 manns greindust með veiruna og 280 dauðsföll voru rakin til COVID-19 síðasta sólarhring.
Þungunarrofsdómur klýfur pólsku þjóðina
Fyrir rúmri viku síðan úrskurðaði stjórnarskrárdómstóll í Póllandi að það væri óheimilt að leyfa konum að gangast undir þungunarrof þó að fósturgallar séu fyrir hendi. Úrskurðurinn hefur vakið mikla reiði, í Póllandi og mun víðar. Honum hefur meðal annars verið mótmælt fyrir framan pólska sendiráðið hér á landi, en með þessari ákvörðun verður þungunarrof svo gott sem algjörlega óheimilt.
31.10.2020 - 10:11
Allt að 400.000 mótmæltu í Varsjá og víðar í Póllandi
Allt að 400.000 manns mótmæltu breytingum á pólskum lögum um þungunarrof í dag. Fjölmennust voru mótmælin í höfuðborginni Varsjá, þar sem mótmælendur voru um 180.000 talsins samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna, en lögregla segir þá hafa verið um 50.000.
31.10.2020 - 01:38
Landamærum Hvíta Rússlands lokað
Stjórnvöld í Hvíta Rússlandi fyrirskipuðu í gær lokun allra landamæra landsins, nema landamærin að Rússlandi. Í tilkynningu frá landamærayfirvöldum segir að þetta sé gert vegna útbreiðslu COVID-19 í nágrannalöndunum Úkraínu, Póllandi, Lettlandi og Litháen. Ekkert þessara landa kemst þó í hálfkvisti við Rússland þegar horft er til útbreiðslu kórónaveirunnar.
30.10.2020 - 06:25
Myndskeið
Fjöldi fólks mótmælti fyrir utan pólska sendiráðið
Fjöldi fólks mótmælti nýjum lögum um þungunarrof í Póllandi fyrir utan pólska sendiráðið í Reykjavík í kvöld. Stjórnarskrárdómsstóll í Póllandi samþykkti í síðustu viku að aðeins væri heimilt að rjúfa þungun ef líf móður væri í hættu eða ef kona verður barnshafandi eftir nauðgun.
26.10.2020 - 23:57
Forseti Póllands með COVID og staðan erfið í landinu
Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta var tilkynnt í morgun, en fjöldi tilfella í landinu hefur aukist mjög undanfarnar vikur og aðgerðir verið hertar.
24.10.2020 - 08:26
Glíman við COVID-19 gæti staðið fram á mitt næsta ár
Frakkar gætu þurft að glíma við Covid-19 fram á mitt næsta ár, að minnsta kosti segir Emmanuel Macron forseti landsins. Þetta hafði hann eftir vísindamönnum í heimsókn sinni á sjúkrahús í París í gær.
myndskeið
Mótmæli við sendiráð Póllands vegna laga um þungunarrof
Hópur fólks kom saman við pólska sendiráðið í Reykjavík síðdegis og mótmælti niðurstöðu stjórnarskrárdómstóls í Póllandi í gær um að ekki verði heimilt að rjúfa þungun ef fóstur þykir ekki lífvænlegt.
23.10.2020 - 19:45
Herða fóstureyðingalöggjöf enn frekar í Póllandi
Stjórnarskrárdómstóll Póllands hefur úrskurðað að fóstureyðingar á grundvelli fósturgalla samræmist ekki stjórnarskrá landsins. Fóstureyðingar eru því nú nánast með öllu ólöglegar í landinu. Aðeins verður hægt að fara í fóstureyðingu stafi móðurinni heilsufarsleg hætta af meðgöngu eða ef um þungun vegna nauðgunar eða sifjaspells sé að ræða.
23.10.2020 - 00:25
Yfir 30.000 smit í Frakklandi á fimmtudag
Kórónaveirusmitum í Frakklandi fjölgaði mikið milli daga og voru yfir 30.000 ný tilfelli staðfest þar í gær. Hafa þau aldrei verið fleiri á einum sólarhring frá því að farsóttin hóf innreið sína í landið í vetur sem leið. 30.621 smit greindist í gær, en 22.591 daginn þar á undan.
16.10.2020 - 01:20
Sóttvarnarreglur hertar í Póllandi
Stjórnvöld í Póllandi boða hertar reglur frá næsta laugardegi vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu. Höfuðborgin Varsjá og nokkrar borgir til viðbótar verða skilgreindar rautt hættusvæði. 
15.10.2020 - 17:53
Myndband
Engan sakaði er gömul sprengja sprakk í Póllandi
Öflug sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni sprakk í pólsku borginni Swinoujscie í gær á meðan verið var að undirbúa að gera hana óvirka. Engan sakaði í sprengingunni.
14.10.2020 - 19:45
Frakkar setja á útgöngubann um nætur
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í ávarpi nú rétt í þessu að frá og með næsta laugardegi verði í gildi útgöngubann í París og átta öðrum borgum, frá klukkan níu að kvöldi til sex að morgni. Bannið verður í gildi í fjórar vikur og tilgangurinn með því er að stemma stigu við mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19.
14.10.2020 - 18:34
Skylt að vera með grímur í Póllandi
Öllum verður gert skylt að vera með hlífðargrímur utan dyra í Póllandi frá og með næsta laugardegi, að því er Mateusz Morawiecki forsætisráðherra tilkynnti í dag. Stjórnvöld hafa gefið út gula viðvörun um allt Pólland vegna fjölgunar veirutilfella að undanförnu.
08.10.2020 - 14:09
Selur í Play fyrir rúma 70 milljarða króna
Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur samþykkt kauptilboð í pólska fjarskiptafyrirtækið Play. Kaupandinn er franska fjarskiptafyrirtækið Iliad Group, sem í kjölfarið gerir öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Í tilkynningu frá Novator segir að markaðsvirði hlutafjár Play sé metið á 2,2 milljarða evra. Novator átti 20% í félaginu og hlutur félagsins er því metinn á 440 milljónir evra, eða rúma 70 milljarða íslenskra króna.
21.09.2020 - 14:45