Færslur: Pólland

Stjórnarandstaðan í regnbogalitum við embættistöku Duda
Hópur pólskra þingmanna í stjórnarandstöðu klæddist regnbogalitum til stuðnings hinsegin fólks við innsetningarathöfn Andrzej Duda forseta landsins í morgun. Þingmenn stjórnarflokksins Laga og réttlætis fögnuðu forsetanum ákaft.
06.08.2020 - 12:07
Handtekin fyrir að sveipa styttur hinsegin fánum
Tvær manneskjur voru í vikunni handteknar í Varsjá í Póllandi og gefið að sök að hafa vanhelgað styttur með því að sveipa þær regnbogalitum hinsegin fánum. Fólkið hefur verið látið laust úr haldi.
05.08.2020 - 17:05
Mála homma og lesbíur upp sem brjálæðinga
Nýafstaðnar forsetakosningar í Póllandi ollu hinsegin samfélaginu vonbrigðum. Jacob Volsky, sem er búsettur hér á landi, segir að stjórnmálamenn, sem þurfi óvin til að berjast gegn, geri aðför að hinsegin fólki sem taktík í kosningabaráttunni. Samkynhneigðir séu látnir líta út sem hættulegt fólk sem hafni pólskum hefðum og gildum.
Pólland segir sig frá sáttmála gegn kynbundnu ofbeldi
Pólland hyggst segja sig frá sáttmála Evrópuráðsins, sem miðar að því að draga úr heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum. Dómsmálaráðherra Póllands tilkynnti þetta á laugardag. Ráðherrann, Zbigniew Ziobro, sagði sáttmálann, sem oftast er kenndur við Istanbúl, vera „skaðlegan" þar sem hann brjóti gegn réttindum foreldra með því að skikka skóla til að kenna börnum eitt og annað um málefni kynjanna, kynvitund og kynhneigð.
26.07.2020 - 01:52
Ósáttur við umfjöllun RÚV um stöðu hinsegin fólks
Sendiherra Póllands á Íslandi er ósáttur við að fjallað sé um versnandi stöðu hinsegin fólks í Póllandi í íslenskum fjölmiðlum. Hann sendi fréttastofu yfirlýsingu þess efnis. Staða hinsegin fólks er verst í Póllandi, af öllum löndum ESB.
23.07.2020 - 17:53
Dómur fellur yfir fyrrverandi fangaverði nasista
Fyrrverandi fangavörður Nasista var í dag dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðkomu að fjöldamorðum í seinni heimsstyrjöldinni.  
Málamiðlun í Brussel
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð málamiðlun í þeim þætti umræðnanna um bjargráðasjóð vegna Covid-19 sem snýr að því hvort neita megi þeim ríkjum um aðstoð af hálfu sambandsins sem talin eru fara á svig við regluverk þess.
21.07.2020 - 02:21
Myndskeið
Lokatölur komnar í Póllandi - Andrzej Duda fékk 51,03%
Andrzej Duda fékk 51,03% atkvæða samkvæmt lokatölum forsetakosninganna í Póllandi. Aldrei hefur munurinn verið minni í forsetakosningum þar í landi frá falli kommúnismans en mótframbjóðandinn Rafal Trzaskowski hefur viðurkennt ósigur.
13.07.2020 - 20:05
Niðurstöðurnar sýna að stjórnarandstaðan á fullt erindi
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir að niðurstöður forsetakosninganna í Póllandi sýni meðal annars að það sé enn eldur í glæðum hjá stjórnarandstöðunni þrátt fyrir að ekki sé útlit fyrir miklar breytingar á næstunni. Andrzej Duda var í gær endurkjörinn forseti Póllands.
13.07.2020 - 12:45
Pólverjar á Íslandi vildu ekki Duda sem forseta
Pólverjar á Íslandi vildu frekar fá Rafal Trzaskowski, borgarstjóra í Varsjá, sem nýjan forseta Póllands í forsetakosningum þar í landi í gær. Andrezej Duda var kjörinn forseti með rétt rúmlega meirihluta atkvæða.
13.07.2020 - 11:08
Duda verður áfram forseti Póllands
Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur svo gott sem tryggt sér annað kjörtímabil á forsetastóli. Tölur frá flestum kjördæmum gefa til kynna að Duda hafi sigrað með ríflega tveggja prósentustiga mun.
13.07.2020 - 09:04
Forskot Dudas vex lítið eitt í annarri útgönguspá
Forskot Andrzejs Dudas, Póllandsforseta, í forsetakosningunum eystra, vex lítið eitt á milli fyrstu útgönguspár og þeirra næstu, sem birt var á miðnætti að pólskum tíma. Samkvæmt nýju könnuninni hefur Duda fengið 50,8 prósent atkvæða, en Rafal Trzakowski, borgarstjóri Varsjárborgar, 49,2 prósent. Skekkjumörk í könnuninni, sem unnin eru af fyrirtækinu Ipsos, eru tvö prósentustig.
Myndskeið
Mjótt á munum samkvæmt útgönguspám en Duda leiðir
Samkvæmt fyrstu útgönguspám í Póllandi leiðir Andrzej Duda með 50,4 prósent atkvæða. Fylgi Rafal Trzaskowski mælist 49,6 prósent.
12.07.2020 - 20:22
Staða hinsegin fólks í Póllandi fer versnandi
Staða hinsegin fólks í Póllandi hefur hríðversnað síðustu mánuði, segir formaður pólskra baráttusamtaka. Samlandar hennar séu farnir að hvetja til þess að útrýmingarbúðir nasista verði opnaðar aftur.
Tæplega 25 prósent þegar búin að kjósa
Nýtt met var slegið í hádeginu í kjörsókn í forsetakosningunum í Póllandi þegar tæplega 25 prósent kjósenda höfðu þegar skilað sér á kjörstað. Síðari umferð forsetakosninganna er í dag. Kórónuveirufaraldurinn virðist því ekki hafa komið í veg fyrir að fólk mætti til að kjósa.
12.07.2020 - 14:13
Spenna í loftinu á kjördag í Póllandi
Pólverjar kjósa sér forseta í dag þegar önnur umferð kosninganna fer fram. Samkvæmt skoðanakönnunum virðist fylgi frambjóðendanna tveggja vera hnífjafnt og því er töluverð spenna í loftinu.
12.07.2020 - 12:29
Pólverjar kjósa sér forseta í dag
Kjörstaðir voru opnaðir í Póllandi fyrir stundu, þar sem seinni umferð forsetakosninga fer fram í dag. Valið stendur á milli sitjandi forseta, þjóðernissinnaðs íhaldsmanns sem er afar tortrygginn á allt sem frá Brussel kemur og fer ekki dult með aðdáun sína á Donald Trump, og svo borgarstjórans í Varsjá, sem er frjálslyndur hægrimaður sem fer ekki leynt með aðdáun sína á Evrópusambandinu og vill efla og bæta samskiptin við það og stofnanir þess í Brussel.
12.07.2020 - 06:48
Mjótt á munum í Póllandi
Mjótt verður á munum í forsetakosningunum í Póllandi á sunnudag ef marka má kannanir og stjórnmálaskýrendur segja útilokað að spá fyrir um niðurstöðu þeirra.
10.07.2020 - 11:56
Myndskeið
Dagur blandar sér kosningabaráttuna í Póllandi
Aðeins einu til tveimur prósentustigum munar á fylgi frambjóðendanna tveggja sem etja kappi í annarri umferð forsetakosninganna í Póllandi, samkvæmt skoðanakönnunum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur lýst yfir stuðningi við kollega sinn Rafal Trzaskowski.
08.07.2020 - 19:45
Vill að stjórnarskrá meini samkynhneigðum að ættleiða
Andrzej Duda, forseti Póllands sem nú sækist eftir endurkjöri, tilkynnti í dag að hann hygðist leggja fram breytingu á stjórnarskrá landsins á þá vegu að samkynja pör geti ekki ættleitt börn. 
Duda fékk tæp 44% atkvæða – önnur umferð 12. júlí
Búið er að telja 99,78% atkvæða í forsetakosningunum í Póllandi í gær. Andrzej Duda forseti fékk flest atkvæði, tæp 44%, sem þýðir að halda þarf aðra umferð kosninga.
29.06.2020 - 10:39
Útlit fyrir að Duda fái 42 prósent atkvæða
Andrzej Duda, forseti Póllands, fékk 42 prósent atkvæða í forsetakosningum í dag, samkvæmt útgönguspám. Rafal Trzaskowski, borgarstjóri í Varsjá og frambjóðandi frjálslyndra, er með 30 prósent atkvæða. Allt bendir því til þess að kosið verði á milli þeirra tveggja í seinni umferð kosninganna 12. júlí.
28.06.2020 - 20:13
Raðir mynduðust við kjörstaði í Póllandi
Pólverjar ganga að kjörborðinu í dag og velja sér forseta. Kosningarnar áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Kjörsókn fór mjög vel af stað og höfðu 24,08% greitt atkvæði á hádegi, en á sama tíma í forsetakosningunum 2015 voru 14,61% búin að kjósa.
Forsetakosningar í Póllandi
Í dag verður gengið til kosninga í Póllandi. Kosningarnar áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.
Myndskeið
Andrzej Duda spáð endurkjöri í Póllandi
Andrzej Duda, núverandi forseta Póllands, er spáð sigri í forsetakosningum þar í landi á morgun. Búist er við að mikil flóð og kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif á kjörsókn.
27.06.2020 - 19:51