Færslur: Pólland

Þúsundir heilbrigðisstarfsfólks mótmæla í Varsjá
Mörg þúsund heilbrigðisstarfsmenn flykktust út á götur Varsjár í Póllandi í dag og mótmæltu lágum launum og slæmum starfskjörum.
11.09.2021 - 15:40
Neyðarástandi lýst yfir á landamærum Póllands
Andrzej Duda, forseti Póllands, staðfesti í dag tilskipun um neyðarástand á landamærunum við Hvíta-Rússland vegna straums farandfólks og flóttamanna, en þúsundir hafa komið þaðan á undanförnum mánuðum. Flest er fólkið frá Mið-Austurlöndum.
Fimm ára afganskur drengur lést í Varsjá
Fimm ára afganskur drengur sem yfirgaf Kabúl í ágúst eftir valdatöku Talibana lést á sjúkrahúsi í Varsjá í Póllandi í morgun eftir að hafa borðað eitraðan svepp, og sex ára gamall bróðir hans er í bráðri lífshættu. AFP fréttastofan greinir frá.
02.09.2021 - 10:47
Erlent · Afganistan · Pólland · Kabúl · Varsjá
Pólverjar reisa landamæragirðingu og fjölga vörðum
Pólverjar hyggjast auka varnir og herða gæslu til muna á landamærunum að Hvíta Rússlandi til að stöðva sívaxandi flæði flótta- og förufólks sem þaðan kemur til Póllands. Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, segir 2,5 metra háa víggirðingu verða reista meðfram endilöngum landamærunum, auk þess sem landamæravörðum verði fjölgað verulega.
24.08.2021 - 03:19
Líkja aðgerðum Hvítrússa við árás á Evrópusambandið
Forsætisráðherrar Eystrasaltsríkjanna og Póllands hvöttu í dag til þess að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér gegn Hvíta-Rússlandi fyrir það hvernig ríkið stendur að flóttamannamálum.
23.08.2021 - 09:38
Saka Hvítrússa um kúgunartilburði vegna flóttafólks
Forsætisráðherra Póllands sakar hvítrússnesk stjórnvöld um kúgunartilburði vegna hóps flóttafólks sem situr fast á landamærum ríkjanna. Ekkert fjögurra ríkja sem deila landamærum vill taka á móti fólkinu.
Kalla ræðismanninn í Póllandi heim til Ísrael
Ísraelsstjórn kallaði ræðismann sinn í Póllandi heim eftir að forseti Póllands undirritaði lög sem skerða rétt á endurheimt eigna sem gerðar voru upptækar. Ísraelsmenn segja nýju lögin lýsa gyðingaandúð.
15.08.2021 - 00:28
Ísraelar æfir vegna pólskra laga
Neðri deild pólska þingsins samþykkti á miðvikudagskvöld frumvarp sem setur þrjátíu ára fyrningarfrest á kröfu á endurheimt á eignum sem gerðar hafa verið upptækar. Þar með er í raun komið í veg fyrir að gyðingar sem misstu eignir í hendur kommúnistastjórnarinnar í Póllandi eftir síðari heimsstyrjöld geti krafist þeirra til baka. Forsetinn Andrzej Duda á eftir að staðfesta lögin.
13.08.2021 - 02:36
Ríkisstjórn Póllands sprungin
Sambandsflokkurinn í Póllandi sagði í dag skilið við ríkisstjórnina eftir að forsætisráðherrann rak leiðtoga flokksins úr embætti varaforsætisráðherra. Bitbeinið voru efnahagsumbætur og umdeild lög um eignarhald fjölmiðla.
10.08.2021 - 21:37
Spennuþrungið ár frá forsetakosningum í Hvíta Rússlandi
Ár er liðið frá því að Alexander Lúkasjenka var endurkjörinn forseti Hvíta Rússlands. Nánast umsvifalaust hófust mikil mótmæli í landinu en helsti keppinautur forsetans Svetlana Tíkanovskaja flúði land og stofnaði andófshóp sem ætlað er að skipuleggja friðsamleg valdaumskipti í landinu.
Hvítrússneskir þjálfarar reknir frá ólympíuþorpinu
Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið sviptir ólympíupassa sínum og þurftu því að yfirgefa ólympíuþorpið í Tókíó. Ástæðan er meint tilraun þeirra til að þvinga hvítrússnesku hlaupakonuna Krystinu Tsimanoskaju til að snúa aftur til Hvíta Rússlands áður en hún hafði lokið keppni á Ólympíuleikunum, vegna þess að hún gagnrýndi frammistöðu þeirra opinberlega.
06.08.2021 - 03:42
Hvítrússnesk hlaupakona fær hæli í Póllandi
Hvítrússneska hlaupakonan Krystina Tsimanouskaya flaug í nótt frá Tókíó til Vínarborgar og heldur þaðan áfram til Póllands, þar sem hún hefur fengið pólitískt hæli. Tsimanouskaya, sem keppti í 4 X 400 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum og átti að hlaupa 200 metrana líka, neitaði að hlýða fyrirmælum um að snúa aftur til Hvíta Rússlands. Þess í stað leitaði hún hælis í pólska sendiráðinu í Tókíó, af ótta við harða refsingu þegar heim kæmi.
04.08.2021 - 04:45
Aðgerðasinni horfinn sporlaust í Kiev
Hvítrússneski aðgerðasinninn Vitali Shishov er horfinn í Kiev, höfuðborg Úkraínu. Hann er sagður hafa farið út að skokka í gærmorgun en ekki skilað sér til baka. Hans er nú leitað dyrum og dyngjum.
03.08.2021 - 03:16
ESB í hart við Ungverja og Pólverja
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins höfðaði í gær mál gegn Ungerjalandi og Póllandi til varnar réttindum hinsegin fólks í ríkjunum tveimur. Stjórnvöld í Ungverjalandi og Póllandi hafa nýverið samþykkt lög sem þrengja verulega að réttindum hinsegin fólks.
Ekki sátt um formennsku Slóvena í ESB
Janez Janša, forsætisráðherra Slóveníu, verður í forystu fyrir Evrópusambandinu næsta hálfa árið en efasemdir ríkja um hæfi hans til að sinna formennskunni. Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitaði að láta taka mynd af sér með Janša er Slóvenar tóku við formennskunni um mánaðamótin. Þeim lenti harkalega saman á fundi ríkisstjórnar Slóveníu með framkvæmdastjórn ESB í Ljublana. Fundurinn var til að undirbúa formennsku Slóvena.
Tusk í fremstu víglínu pólskra stjórnmála á ný
Donald Tusk hefur tekið við sem starfandi flokksformaður Borgaravettvangs í Póllandi, í kjölfar þess að formaðurinn Borys Budka sagði af sér.
03.07.2021 - 11:08
Morgunútvarpið
Andstaða virðist aukast gegn hinsegin fólki í Evrópu
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að aukning sé á andstöðu gagnvart sýnileika hinsegin fólks víða í Evrópu. Hún var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar fram kom að transfólk finni sérstaklega fyrir mótbyr.
Umdeild lög samþykkt í Póllandi
Neðri deild Pólska þingsins samþykkti lög seint á fimmtudag sem sérfræðingar segja að gætu hindrað kröfur um endurheimt, þar með talið eignir gyðinga sem töpuðust við hernám Nasista í Seinni heimsstyrjöldinni. Fulltrúar Ísrael kalla lögin siðlaus.
25.06.2021 - 13:42
Sjónvarpsfrétt
Óttast að enn verði saumað að réttindum hinsegin fólks
Fjölmennustu mótmæli hinsegin fólks í sögu Póllands fóru fram í Varsjá um helgina. Mótmælendur óttast að enn verði saumað að réttindum hinsegin fólks í landinu.
20.06.2021 - 19:20
Segir flugstjórann hafa neyðst til að lenda í Minsk
Flugstjóri farþegaþotu Ryanair sem gert var að lenda í Minsk höfuðborg Hvíta-Rússlands 23. maí síðastliðinn átti ekki annars úrkosta að sögn forstjóra flugfélagsins. 
16.06.2021 - 02:24
Könnun sýnir að spilling hefur aukist í faraldrinum
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur aukið spillingu í ríkjum Evrópusambandsins. Um þriðjungur íbúa þess telur að spilling hafi aukist í faraldrinum.
Vél Ryanair nauðlent í Berlín vegna sprengjuhótunar
Farþegaþotu Ryanair, sem var á leið frá Dyflinni til Kraká í Póllandi, var lent í Berlín um átta leytið í gærkvöld. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að sprengjuhótun hafi leitt til þess að flugstjórinn lýsti yfir neyðarástandi um borð og fór fram á tafarlaust lendingarleyfi, sem hann fékk. Gekk lendingin snurðulaust fyrir sig. Um 160 voru um borð í Boeing 737-vélinni, sem var ekið á öryggissvæði vallarins og rýmd þar.
31.05.2021 - 03:42
Ferðafólki fjölgar og sóttkvíarhóteli bætt við á morgun
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnarhúsa, segir að bætt verði við sóttkvíarhótelum vegna fjölgunar flugferða til landsins. Fjórar farþegaþotur eru þegar komnar til landsins í dag og fjórar væntanlegar. Búist er við átta vélum á morgun en ferðum frá Osló og Munchen hefur verið aflýst. 
Umboðsmanni mannréttinda í Póllandi gert að hætta
Stjórnlagadómstóllinn í Póllandi hefur úrskurðað að Adam Bodnar, umboðsmaður mannréttindamála í Póllandi, skuli láta af embætti. Framkvæmdastjórn ESB segist hafa áhyggjur af málinu og fylgjast grannt með.
15.04.2021 - 16:45
Yfir 900 dauðsföll í Póllandi síðasta sólarhring
Yfir níu hundruð manns létust úr COVID-19 í Póllandi síðasta sólarhringinn. Þar hefur þriðja bylgja faraldursins verið mjög skæð og segir talsmaður heilbrigðisráðuneytis Póllands að staðan sé mjög alvarleg, bæði fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið.
08.04.2021 - 14:37