Færslur: Pólland

Forseti Póllands með COVID og staðan erfið í landinu
Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta var tilkynnt í morgun, en fjöldi tilfella í landinu hefur aukist mjög undanfarnar vikur og aðgerðir verið hertar.
24.10.2020 - 08:26
Glíman við COVID-19 gæti staðið fram á mitt næsta ár
Frakkar gætu þurft að glíma við Covid-19 fram á mitt næsta ár, að minnsta kosti segir Emmanuel Macron forseti landsins. Þetta hafði hann eftir vísindamönnum í heimsókn sinni á sjúkrahús í París í gær.
myndskeið
Mótmæli við sendiráð Póllands vegna laga um þungunarrof
Hópur fólks kom saman við pólska sendiráðið í Reykjavík síðdegis og mótmælti niðurstöðu stjórnarskrárdómstóls í Póllandi í gær um að ekki verði heimilt að rjúfa þungun ef fóstur þykir ekki lífvænlegt.
23.10.2020 - 19:45
Herða fóstureyðingalöggjöf enn frekar í Póllandi
Stjórnarskrárdómstóll Póllands hefur úrskurðað að fóstureyðingar á grundvelli fósturgalla samræmist ekki stjórnarskrá landsins. Fóstureyðingar eru því nú nánast með öllu ólöglegar í landinu. Aðeins verður hægt að fara í fóstureyðingu stafi móðurinni heilsufarsleg hætta af meðgöngu eða ef um þungun vegna nauðgunar eða sifjaspells sé að ræða.
23.10.2020 - 00:25
Yfir 30.000 smit í Frakklandi á fimmtudag
Kórónaveirusmitum í Frakklandi fjölgaði mikið milli daga og voru yfir 30.000 ný tilfelli staðfest þar í gær. Hafa þau aldrei verið fleiri á einum sólarhring frá því að farsóttin hóf innreið sína í landið í vetur sem leið. 30.621 smit greindist í gær, en 22.591 daginn þar á undan.
16.10.2020 - 01:20
Sóttvarnarreglur hertar í Póllandi
Stjórnvöld í Póllandi boða hertar reglur frá næsta laugardegi vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu. Höfuðborgin Varsjá og nokkrar borgir til viðbótar verða skilgreindar rautt hættusvæði. 
15.10.2020 - 17:53
Myndband
Engan sakaði er gömul sprengja sprakk í Póllandi
Öflug sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni sprakk í pólsku borginni Swinoujscie í gær á meðan verið var að undirbúa að gera hana óvirka. Engan sakaði í sprengingunni.
14.10.2020 - 19:45
Frakkar setja á útgöngubann um nætur
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í ávarpi nú rétt í þessu að frá og með næsta laugardegi verði í gildi útgöngubann í París og átta öðrum borgum, frá klukkan níu að kvöldi til sex að morgni. Bannið verður í gildi í fjórar vikur og tilgangurinn með því er að stemma stigu við mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19.
14.10.2020 - 18:34
Skylt að vera með grímur í Póllandi
Öllum verður gert skylt að vera með hlífðargrímur utan dyra í Póllandi frá og með næsta laugardegi, að því er Mateusz Morawiecki forsætisráðherra tilkynnti í dag. Stjórnvöld hafa gefið út gula viðvörun um allt Pólland vegna fjölgunar veirutilfella að undanförnu.
08.10.2020 - 14:09
Selur í Play fyrir rúma 70 milljarða króna
Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur samþykkt kauptilboð í pólska fjarskiptafyrirtækið Play. Kaupandinn er franska fjarskiptafyrirtækið Iliad Group, sem í kjölfarið gerir öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Í tilkynningu frá Novator segir að markaðsvirði hlutafjár Play sé metið á 2,2 milljarða evra. Novator átti 20% í félaginu og hlutur félagsins er því metinn á 440 milljónir evra, eða rúma 70 milljarða íslenskra króna.
21.09.2020 - 14:45
Stjórnarsamstarf í uppnámi í Póllandi
Óvissa er um stjórnarsamstarf í Póllandi eftir að samstarfsflokkar Laga- og réttlætisflokksins í ríkisstjórn greiddu í gær atkvæði gegn frumvarpi flokksins. Talsmaður Laga- og réttlætisflokksins sagði í morgun að kosningum kynni að verða flýtt eða að flokkurinn myndaði minnihlutastjórn.
18.09.2020 - 08:42
Þúsundir Þjóðverja mótmæla Covid stefnu stjórnvalda
Þúsundir hafa safnast saman í þýskum borgum í dag til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Hundruð gengu um götur Varsjár í Póllandi í sama tilgangi.
12.09.2020 - 16:41
Myndskeið
Upplifði kvíða og niðurlægingu í pólska sendiráðinu
Margrét Adamsdóttir, fyrrverandi starfsmaður pólska sendiráðsins hér á landi, hefur kvartað til Utanríkisráðuneytis Póllands undan einelti sendiherrans. Hún segir það hafa byrjað þegar hún birti myndir af sér í gleðigöngunni í Reykjavík fyrir rúmu ári. Pólska utanríkisráðuneytið rannsakar nú málið og sendiráðið vill ekki tjá sig um það fyrr en rannsókninni lýkur.
08.09.2020 - 19:41
Evrópusambandið viðurkennir ekki niðurstöður kosninga
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa haldið neyðarfund vegna ástandsins í Hvíta Rússlandi. Niðurstaða fundarins er sú að ríki sambandsins viðurkenna ekki niðurstöðu forsetakosninganna 9. ágúst síðastliðinn.
Pólverjar vilja neyðarfund í ESB vegna Hvíta-Rússlands
Pólverjar vilja að ríki Evrópusambandsins komi saman á neyðarráðstefnu vegna stöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Þar hefur úrslitum forsetakosninganna um helgina verið mótmælt.
10.08.2020 - 09:30
Stjórnarandstaðan í regnbogalitum við embættistöku Duda
Hópur pólskra þingmanna í stjórnarandstöðu klæddist regnbogalitum til stuðnings hinsegin fólks við innsetningarathöfn Andrzej Duda forseta landsins í morgun. Þingmenn stjórnarflokksins Laga og réttlætis fögnuðu forsetanum ákaft.
06.08.2020 - 12:07
Handtekin fyrir að sveipa styttur hinsegin fánum
Tvær manneskjur voru í vikunni handteknar í Varsjá í Póllandi og gefið að sök að hafa vanhelgað styttur með því að sveipa þær regnbogalitum hinsegin fánum. Fólkið hefur verið látið laust úr haldi.
05.08.2020 - 17:05
Mála homma og lesbíur upp sem brjálæðinga
Nýafstaðnar forsetakosningar í Póllandi ollu hinsegin samfélaginu vonbrigðum. Jacob Volsky, sem er búsettur hér á landi, segir að stjórnmálamenn, sem þurfi óvin til að berjast gegn, geri aðför að hinsegin fólki sem taktík í kosningabaráttunni. Samkynhneigðir séu látnir líta út sem hættulegt fólk sem hafni pólskum hefðum og gildum.
Pólland segir sig frá sáttmála gegn kynbundnu ofbeldi
Pólland hyggst segja sig frá sáttmála Evrópuráðsins, sem miðar að því að draga úr heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum. Dómsmálaráðherra Póllands tilkynnti þetta á laugardag. Ráðherrann, Zbigniew Ziobro, sagði sáttmálann, sem oftast er kenndur við Istanbúl, vera „skaðlegan" þar sem hann brjóti gegn réttindum foreldra með því að skikka skóla til að kenna börnum eitt og annað um málefni kynjanna, kynvitund og kynhneigð.
26.07.2020 - 01:52
Ósáttur við umfjöllun RÚV um stöðu hinsegin fólks
Sendiherra Póllands á Íslandi er ósáttur við að fjallað sé um versnandi stöðu hinsegin fólks í Póllandi í íslenskum fjölmiðlum. Hann sendi fréttastofu yfirlýsingu þess efnis. Staða hinsegin fólks er verst í Póllandi, af öllum löndum ESB.
23.07.2020 - 17:53
Dómur fellur yfir fyrrverandi fangaverði nasista
Fyrrverandi fangavörður Nasista var í dag dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðkomu að fjöldamorðum í seinni heimsstyrjöldinni.  
Málamiðlun í Brussel
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð málamiðlun í þeim þætti umræðnanna um bjargráðasjóð vegna Covid-19 sem snýr að því hvort neita megi þeim ríkjum um aðstoð af hálfu sambandsins sem talin eru fara á svig við regluverk þess.
21.07.2020 - 02:21
Myndskeið
Lokatölur komnar í Póllandi - Andrzej Duda fékk 51,03%
Andrzej Duda fékk 51,03% atkvæða samkvæmt lokatölum forsetakosninganna í Póllandi. Aldrei hefur munurinn verið minni í forsetakosningum þar í landi frá falli kommúnismans en mótframbjóðandinn Rafal Trzaskowski hefur viðurkennt ósigur.
13.07.2020 - 20:05
Niðurstöðurnar sýna að stjórnarandstaðan á fullt erindi
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir að niðurstöður forsetakosninganna í Póllandi sýni meðal annars að það sé enn eldur í glæðum hjá stjórnarandstöðunni þrátt fyrir að ekki sé útlit fyrir miklar breytingar á næstunni. Andrzej Duda var í gær endurkjörinn forseti Póllands.
13.07.2020 - 12:45
Pólverjar á Íslandi vildu ekki Duda sem forseta
Pólverjar á Íslandi vildu frekar fá Rafal Trzaskowski, borgarstjóra í Varsjá, sem nýjan forseta Póllands í forsetakosningum þar í landi í gær. Andrezej Duda var kjörinn forseti með rétt rúmlega meirihluta atkvæða.
13.07.2020 - 11:08