Færslur: Pólland

Pólsk stjórnvöld krefja Þjóðverja um stríðsskaðabætur
Stjórnvöld í Póllandi hafa formlega krafið þýska ríkið um greiðslu 1300 milljarða bandaríkjadala stríðsskaðabóta vegna afleiðinga hernáms Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni.
04.10.2022 - 18:04
Waters aflýsir tónleikum vegna afstöðu til innrásinnar
Breski tónlistarmaðurinn Roger Waters hefur aflýst tvennum tónleikum sem hann hugðist halda í Póllandi á næsta ári. Ástæðuna má, að sögn pólskra fjölmiðla, rekja til afstöðu tónlistarmannsins til innrásar Rússa í Úkraínu.
Pólverjar hyggjast auka orkukaup af Úkraínumönnum
Pólverjar ætla að auka umtalsvert orkukaup af úkraínskum kjarnorkuverum. Þetta sagði forsætisráðherra Póllands meðan á heimsókn hans til Kyiv, höfuðborgar Úkraínu, stóð.
Krefja Þjóðverja um stríðsskaðabætur
Ríkisstjórn Póllands ætlar að fara fram á að Þjóðverjar greiði stríðsskaðabætur vegna innrásar þeirra í Pólland í seinni heimsstyrjöldinni. 
01.09.2022 - 13:32
Girðing lokar landamærum Litáens og Hvíta-Rússlands
Stjórnvöld í Litáen sögðust í dag hafa lokið uppsetningu hárrar gaddavírsgirðingar við landamærin að Hvíta-Rússlandi. Ætlunin er að verjast ásókn flóttamanna sem ríki Evrópusambandsins saka Hvítrússa um að senda að landamærunum.
Pólverjar kaupa skriðdreka og sprengjuvörpur
Pólska ríkið hefur náð samkomulagi um kaup á hundruðum skriðdreka og sprengjuvarpa af Suður-Kóreumönnum. Auk þess fylgja skotfæri, skipulagning og þjálfun herliðs með í kaupunum.
Undirbúa sérstaka saksókn gegn Pútín og fylgismönnum
Úkraínskir embættismenn eru í óðaönn að undirbúa saksókn á hendur Vladimír Pútín forseta Rússlands, æðstu yfirmönnum rússneska hersins og fjölda annarra fyrir að efna til innrásar í Úkraínu.
Rússar auka enn vígbúnað sinn í Kalíníngrad
Rússneska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í gær að herþotur búnar ofurhljóðfráum eldflaugum hafi verið sendar til rússnesku hólmlendunnar Kalíníngrad og séu þar í viðbragðsstöðu. Kalíníngrad liggur að Eystrasalti og á landamæri að ESB- og NATO-ríkjunum Litáen og Póllandi. Ofurhljóðfráar eldflaugar ferðast á fimmföldum hraða hljóðsins eða þaðan af hraðar og eru því erfiðari viðfangs fyrir eldflaugavarnakerfi hvers konar.
19.08.2022 - 04:31
Aðfluttir aldrei fleiri frá því mælingar hófust
Á öðrum ársfjórðungi þessa árs fluttu 3.600 fleiri hingað til lands en fluttu af landi brott. Það er mestur fjöldi frá því mælingar Hagstofunnar hófust árið 2009. Alls fluttust 5.050 manns hingað til lands á öðrum ársfjórðungi 2022 en 1.450 fluttu af landi brott. 
28.07.2022 - 10:03
Rússar segjast hafa náð stóru orkuveri í Donetsk
Rússnesk yfirvöld segja að hersveitir þeirra hafi náð stærsta kolaknúna orkuveri Úkraínu á sitt vald. Verið er nærri borginni Svitlodarsk í Donetsk-héraði.
27.07.2022 - 04:35
Hvetja ESB til að berjast gegn sögufölsunum Rússa
Stjórnvöld í Eystrasaltslöndunum þremur, Póllandi og Rúmeníu, brýna Evrópusambandið til að leggja sig meira fram um að hindra Rússa í því að umskrifa söguna sér í hag. Í opnu bréfi leiðtoga þessara fimm ríkja sem birt var í gær hvetja þeir Evrópusambandið til að beita sér fyrir því að verja sögulegar minjar og vinna markvisst og ákveðið gegn viðvarandi tilraunum Rússa til að hagræða og afneita sögulegum staðreyndum.
24.07.2022 - 07:39
3,7 milljónir Úkraínumanna með stöðu hælisleitenda
Rúmlega 3,7 milljónir úkraínsks flóttafólks hafa fengið formlegt hæli og alþjóðlega vernd í Evrópu frá því að Rússlandsher réðst inn í Úkraínu í lok febrúar. Í allt er talið að hátt í sex milljónir Úkraínumanna séu á flótta undan stríðsátökunum utan Úkraínu, þar á meðal töluverður fjöldi í Rússlandi. Langflest, eða um 1,2 milljónir flóttafólks, eru í Póllandi. Enn fleiri eru í hrakningum innan Úkraínu vegna stríðsins.
Napalm-stúlkan liðsinnir úkraínsku flóttafólki
Phan Thị Kim Phúc, sem margir kannast við sem Napalm-stúlkuna, aðstoðaði við að koma 236 flóttamönnum frá Úkraínu til Kanada í gær. Á búk flugvélarinnar var myndin heimsfræga af Phúc, þar sem hún hljóp nakin og skaðbrennd í átt að ljósmyndaranum Nick Ut eftir eldsprengjuárás í Víetnam árið 1972.
Svæði án hinsegin fólks metin ólögleg í Póllandi
Hæstiréttur stjórnsýslulaga í Póllandi hefur staðfest ógildingu svokallaðra svæða án hinsegin fólks í fjórum sveitarfélögum. Baráttusamtök fyrir málefnum hinsegin fólks fagna sigri mannréttinda í Póllandi. 
30.06.2022 - 13:06
Ítreka ákall eftir öflugri vopnum til Úkraínu
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, segir Úkraínuher þurfa á mun fleiri og öflugri þungavopnum að halda og brýnir Vesturlönd til að svara kalli Úkraínumanna eftir slíkum búnaði. Forsætisráðherra Póllands tekur í sama streng og Úkraínuforseti ítrekaði í gærkvöldi ákall sitt eftir fleiri og öflugri vopnum.
Innrás í Úkraínu
Stríðið í Úkraínu eykur enn á flóttamannavanda heimsins
Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að fjöldi fólks á flótta í heiminum er kominn yfir hundrað milljónir og hefur aldrei verið meiri að mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Rússar segjast tilbúnir til friðarviðræðna við Úkraínumenn.
Póllandsforseti styður aðildarumsókn Úkraínu
Forseti Póllands heitir Úkraínu fullum stuðningi við umsóknarferlið að inngöngu í Evrópusambandið. Hann segir að virða beri vilja þess fólks sem lætur lífið í þágu Evrópu.
Þrettán milljónir Úkraínumanna á flótta
Alls er talið að þrettán milljónir Úkraínumanna hafi flúið heimili sín frá innrás Rússa í landið 24. febrúar. Samkvæmt því sem fram kemur á tölfræðivefnum Worldometer voru Úkraínumenn ríflega 43 milljónir um miðjan maí.
Gazprom skrúfar fyrir stóra gasleiðslu til Evrópu
Rússneska orkufyrirtækið Gazprom tilkynnti í gær að það gæti ekki lengur flutt gas til viðskiptavina sinna í Evrópu í gegnum Yamal-gasleiðsluna, sem liggur í gegnum Pólland. Nýinnleiddar refsiaðgerðir og viðskiptabann gegn fyrirtækinu sem á og rekur pólska hluta gasleiðslunnar valda þessu.
Pólland og Eystrasaltsríkin vígja nýja gastengistöð
Pólland og Eystrasaltsríkin vígðu í gær nýja tengistöð við gasleiðslu sem tengir ríkin í norðaustanverðum hluta Evrópusambandsins við aðra hluta þess. Það er mikilvægur liður í að draga úr þörfinni fyrir rússneskt jarðgas.
Rússar æfðu notkun eldflauga sem borið geta kjarnavopn
Rússnesk stjórnvöld segja hersveitir sínar hafa gert rafrænar æfingar með eldflaugar sem borið geta kjarnavopn í Kalíníngrad, rússnesku landsvæði sem liggur á milli Litháens og Póllands.
Pólverjar skulda Evrópusambandinu 160 milljónir evra
Pólland skuldar Evrópusambandinu 160 milljónir evra í sektir vegna tregðu þarlendra stjórnvalda við að fella úr gildi umdeild lög um breytingar á dómskerfinu. Sektarfjárhæðin verður dregin frá greiðslum sambandsins til Póllands.
Lavrov segir að snúið hafi verið útúr viðvörunum hans
Utanríkisráðherra Rússlands segir vestræna fjölmiðla og stjórnmálamenn hafa snúið út úr varnaðarorðum hans um að þriðja heimsstyrjöldin gæti verið yfirvofandi.
Sovéskir og bandarískir skriðdrekar til Úkraínu
Pólverjar hafa gefið Úkraínumönnum 200 rússneska T-72 skriðdreka, sem framleiddir voru á Sovéttímanum. Pólska fréttastofan IAR greinir frá þessu og segir flesta skriðdrekana þegar komna til Úkraínu. Norski herinn hefur líka kannað eldri hluta vopnabúrs síns og dregið fram skriðdreka með langdrægum fallbyssum og prófað í þaula. Ekki hefur verið staðfest að til standi að senda skriðdrekana til Úkraínu en þeir eru sagðir tilbúnir til notkunar.
30.04.2022 - 07:42
Búið að skrúfa fyrir gasið til Póllands og Búlgaríu
Rússneski orkurisinn Gazprom hefur skrúfað fyrir allt gasflæði til Póllands og Búlgaríu, þar sem þarlendir kaupendur neituðu að fara að kröfu fyrirtækisins um að greiða fyrir gasið með rússneskum rúblum.
27.04.2022 - 07:10