Færslur: Pólland

Ráðgjafar forsætisráðherra Póllands gáfust upp
Þrettán af sautján læknum sem hafa verið forsætisráðherra Póllands til ráðgjafar í heilbrigðismálum hafa sagt upp störfum. Þeir segjast vera orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins. Þá hafi ráðleggingar þeirra verið hafðar að engu.
14.01.2022 - 17:28
Sendiherra kallaður heim í deilu Pólverja og Tékka
Pólska ríkisstjórnin hefur kallað nýskipaðan sendiherra sinn í Tékklandi heim frá Prag vegna gagnrýninna ummæla hans um framgöngu pólskra stjórnvalda í deilu þeirra við Tékka um mikla kolanámu við landamæri ríkjanna.
Forseti Póllands beitti neitunarvaldi
Andrzej Duda, forseti Póllands, synjaði í dag umdeildum fjölmiðlalögum staðfestingar. Gagnrýnendur þeirra töldu að með þeim hefði pólska þingið ætlað að þagga niður í sjónvarpsfréttastöðinni TVN24, sem er í bandarískri eigu.
27.12.2021 - 15:56
Carlsen byrjar með látum á HM í atskák
Norðmaðurinn Magnus Carlsen, nýkrýndur og fimmfaldur heimsmeistari í skák, fór vel af stað á heimsmeistaramótinu í atskák, sem hófst í Varsjá í Póllandi í gær. Carlsen, sem er líka ríkjandi heimsmeistari í atskák, vann fjórar skákir og gerði eitt jafntefli á fyrsta degi mótsins og er því efstur með fjóran og hálfan vinning, ásamt heimamanninum Jan-Krzysztof Duda og Georgíumanninum Baadur Jobava.
27.12.2021 - 06:39
Pólverjar mótmæla nýjum fjölmiðlalögum í landinu
Þúsundir söfnuðust saman við forsetahöllina í Varsjá höfuðborg Póllands í dag til að mótmæla nýjum fjölmiðlalögum. Gagnrýnendur staðhæfa að lögunum sé beint gegn helsta frjálsa fjölmiðli landsins.
Írakar fljúga sínu fólki heim frá Hvíta Rússlandi
Írakar hafa sótt þúsundir írakskra flóttamanna til Hvíta Rússlands og flogið þeim aftur heim til Íraks. Rússneska fréttastofan Tass greinir frá þessu og vísar í upplýsingar frá írakska utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið upplýsir að íröksk yfirvöld hafi notað níu farþegaþotur til að sækja rúmlega 3.500 Íraka, sem safnast höfðu saman við landamæri Hvíta Rússlands að Póllandi, Lettlandi og Litáen.
Hóta að hætta við Nord Stream 2 ráðist Rússar á Úkraínu
Hin mikilvæga en umdeilda gasleiðsla frá Rússlandi til Þýskalands, Nord Stream 2, verður ekki tekin í notkun ef Rússar valda frekari stigmögnun Úkraínudeilunnar, samkvæmt samkomulagi þýskra og bandarískra stjórnvalda. Annalena Baerbock, leiðtogi Græningja og nýr utanríkisráðherra Þýskalands, greindi frá þessu í sjónvarpsviðtali í dag.
12.12.2021 - 23:38
Ræddi Úkraínumálið við leiðtoga Austur-Evrópuríkja
Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi í dag símleiðis við forseta Úkraínu og leiðtoga níu NATÓ-ríkja í Austur-Evrópu. Hann hét Úkraínumönnum stuðningi ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið.
Biden ræðir við leiðtoga níu Austur-Evrópuríkja
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hyggst funda með leiðtogum níu NATO-ríkja í Austur-Evrópu til að fara yfir stöðu mála í Úkraínu og það sem þeim Vladimír Pútín Rússlandsforseta fór á milli á fjarfundi þeirra á þriðjudag.
09.12.2021 - 01:22
Pólsk stjórnvöld vilja skrásetja þunganir
Pólsk stjórnvöld hyggjast leggja til að læknar skrásetji allar þunganir og fósturlát í gagnagrunn sem stjórnvöld fá aðgang að. Til stendur að þessi skrásetning hefjist um áramótin. Kvenréttindahópar eru æfir yfir tillögunni, sérstaklega í ljósi hertra laga um þungunarrof sem tóku gildi í ársbyrjun. 
03.12.2021 - 21:33
Írakar sækja flóttafólk að landamærum Evrópusambandsins
Stjórnvöld í Írak senda tvær flugvélar til að sækja flóttamenn sem eru í sjálfheldu á landamærum Hvíta Rússlands og Póllands. Önnur hefur þegar lent í Írak með nokkurn fjölda innanborðs. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu samgöngu- og utanríkisráðherra Íraks.
26.11.2021 - 02:09
Pólverjar og Hvítrússar brjóta á flóttafólki
Mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, fullyrða í nýrri skýrslu sinni að brotið sé á mannréttindum þúsunda flótta- og förufólks við landamæri Hvíta Rússlands að Póllandi þar sem þau búa við illan kost og komast hvergi. Bæði ríki eru harðlega gagnrýnd í skýrslunni.
Segja hluta mannréttindasáttmála andstæða stjórnarskrá
Stjórnlagadómstóllinn í Póllandi segir hluta mannréttindasáttmála Evrópu stangast á við pólsku stjórnarskrána. Sebastian Kaleta, aðstoðardómsmálaráðherra Póllands, segir úrskurðinn varpa fyrri úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir róða.
Lúkasjenka þvertekur fyrir að hafa boðið flóttafólkinu
Alexander Lúkasjenka forseti Hvíta Rússlands útilokar ekki að hersveitir hans hafi aðstoðað flóttafólk við að komast yfir til Póllands. Hann þvertekur fyrir að því hafi verið boðið að koma.
Flóttamenn fluttir úr bráðabirgðabúðum í flugskýli
Landamærasveitir Hvíta Rússlands fluttu um tvöþúsund flóttamenn úr bráðabirgðabúðum við landamæri Póllands í flugskýli skammt frá landamærunum.
Myndskeið
Hvít-Rússar gagnrýna framferði Pólverja
Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi saka Pólverja um að æsa til ófriðar á landamærum ríkjanna með því að beita táragasi og háþrýstidælum á hælisleitendur. Talið er að um fjögur þúsund manns séu þar og bíði færis að komast til Póllands og þaðan til annarra Evrópuríkja.
16.11.2021 - 17:26
Myndskeið
Hvít-Rússar vilja lægja öldurnar
Forseti Hvíta-Rússlands vill koma í veg fyrir að samskiptin við Evrópusambandið versni enn frekar vegna hælisleitenda sem vilja komast yfir til Póllands og þaðan til annarra ESB-ríkja. Átök brutust út í dag milli hælisleitenda og pólskra hermanna og lögreglumanna sem gæta landamæranna.
16.11.2021 - 12:40
Myndskeið
Ræða hertar aðgerðir gegn Hvít-Rússum
Hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi eru aðal umræðuefnið á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsríkja í dag. Þúsundir hælisleitenda hafast við á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands við slæmar aðstæður.
15.11.2021 - 12:10
Búa sig undir áhlaup flóttafólks á pólsku landamærin
Pólska landamæragæslan býr sig undir mögulegt áhlaup föru- og flóttafólks á pólsku landamærin og sakar yfirvöld og öryggissveitir Hvítrússa um að standa á bak við það. Fullyrt er að fjöldi tjalda sem fólkið hafðist við í rétt við landamærastöðina Kuznica hafi verið fjarlægður af þessum ástæðum. „Útlendingarnir fá fyrirmæli, búnað og táragas frá hvítrússneskum yfirvöldum,“ segir í Twitterfærslu pólsku landamæragæslunnar sem birt var í gærkvöld.
15.11.2021 - 03:12
Segir Breta þurfa að vera viðbúna stríði við Rússa
Breski herinn verður að vera viðbúinn stríði við Rússa segir hershöfðinginn Nick Carter. Hann hefur þó ekki trú á því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vilji heitt stríð við vesturveldin.
14.11.2021 - 18:41
Sýrlendingur lést við landamærin
Ungur sýrlenskur karlmaður fannst látinn í skóglendi í Póllandi á föstudag, nærri landamærunum að Hvíta-Rússlandi. Lögreglan segir verkamann hafa fundið líkið nærri þorpinu Wolka Terechowska. Engin leið var að komast að dánarorsök á vettvangi að sögn Tomasz Krupa, talsmanns lögreglu í Podlaska.
14.11.2021 - 16:19
Rússneskir hermenn fórust á heræfingu í Hvíta Rússlandi
Tveir rússneskir fallhlífahermenn fórust við æfingar í Hvíta Rússlandi í gær, þegar snarpar vindhviður urðu til þess að fallhlífar þeirra opnuðust ekki almennilega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu. Mennirnir tóku þátt í sameiginlegri heræfingu Rússa og Hvítrússa nærri landamærum Póllands og Litáens.
Rússar með heræfingu nærri landamærum Póllands
Rússar sendu í dag sveit fallhlífahermanna til Hvíta-Rússlands þar sem þeir taka þátt í heræfingu með heimamönnum nálægt landamærum Póllands.
12.11.2021 - 15:31
Gasdæling frá Rússlandi með óbreyttu sniði
Talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar segir að Rússar ætli að standa við samninga um gasviðskipti við aðrar Evrópuþjóðir. Forseti Hvíta-Rússlands hótaði í gær að skrúfa fyrir gas frá Rússlandi ef Evrópusambandið herðir refsiaðgerðir gegn landi hans.
12.11.2021 - 12:01
Meinað að fljúga frá Tyrklandi til Hvíta-Rússlands
Ríkisflugfélag Hvíta-Rússlands tilkynnti í morgun að Sýrlendingar, Írakar og Jemenar fái ekki að koma til landsins í flugi frá Tyrklandi. Þetta er gert að beiðni tyrkneskra stjórnvalda hefur AFP fréttastofan eftir tilkynningunni.
12.11.2021 - 10:01