Færslur: Pólland

Segir flugstjórann hafa neyðst til að lenda í Minsk
Flugstjóri farþegaþotu Ryanair sem gert var að lenda í Minsk höfuðborg Hvíta-Rússlands 23. maí síðastliðinn átti ekki annars úrkosta að sögn forstjóra flugfélagsins. 
16.06.2021 - 02:24
Könnun sýnir að spilling hefur aukist í faraldrinum
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur aukið spillingu í ríkjum Evrópusambandsins. Um þriðjungur íbúa þess telur að spilling hafi aukist í faraldrinum.
Vél Ryanair nauðlent í Berlín vegna sprengjuhótunar
Farþegaþotu Ryanair, sem var á leið frá Dyflinni til Kraká í Póllandi, var lent í Berlín um átta leytið í gærkvöld. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að sprengjuhótun hafi leitt til þess að flugstjórinn lýsti yfir neyðarástandi um borð og fór fram á tafarlaust lendingarleyfi, sem hann fékk. Gekk lendingin snurðulaust fyrir sig. Um 160 voru um borð í Boeing 737-vélinni, sem var ekið á öryggissvæði vallarins og rýmd þar.
31.05.2021 - 03:42
Ferðafólki fjölgar og sóttkvíarhóteli bætt við á morgun
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnarhúsa, segir að bætt verði við sóttkvíarhótelum vegna fjölgunar flugferða til landsins. Fjórar farþegaþotur eru þegar komnar til landsins í dag og fjórar væntanlegar. Búist er við átta vélum á morgun en ferðum frá Osló og Munchen hefur verið aflýst. 
Umboðsmanni mannréttinda í Póllandi gert að hætta
Stjórnlagadómstóllinn í Póllandi hefur úrskurðað að Adam Bodnar, umboðsmaður mannréttindamála í Póllandi, skuli láta af embætti. Framkvæmdastjórn ESB segist hafa áhyggjur af málinu og fylgjast grannt með.
15.04.2021 - 16:45
Yfir 900 dauðsföll í Póllandi síðasta sólarhring
Yfir níu hundruð manns létust úr COVID-19 í Póllandi síðasta sólarhringinn. Þar hefur þriðja bylgja faraldursins verið mjög skæð og segir talsmaður heilbrigðisráðuneytis Póllands að staðan sé mjög alvarleg, bæði fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið.
08.04.2021 - 14:37
Erfið staða á sjúkrahúsum í Póllandi vegna faraldursins
Staðan á sjúkrahúsum í Póllandi var erfið um páskahelgina vegna mikillar útbreiðslu COVID-19. Sjúklingar hafa verið útskrifaðir þrátt fyrir að vera ekki orðnir frískir, til að hleypa öðrum að. 
05.04.2021 - 12:24
Ráðherra vill tryggja leitarhundum í Póllandi eftirlaun
Leitarhundar í Póllandi eiga oft ekki sjö dagana sæla eftir að starfsævinni lýkur og því hefur innanríkisráðherra landsins kynnt frumvarp sem á að tryggja dýrunum áhyggjulaust ævikvöld.
27.03.2021 - 14:58
Metfjöldi smita í Póllandi
Tæplega þrjátíu þúsund COVID-smit voru greind í Póllandi í gær og hafa aldrei jafn mörg smit verið greind þar í landi á einum degi. 575 manns létust úr sjúkdómnum í Póllandi í gær.
24.03.2021 - 10:50
Hertar sóttvarnaráðstafanir í Póllandi
Pólsk stjórnvöld boða hertar aðgerðir frá næsta laugardegi vegna mikillar fjölgunar COVID-19 tilfella upp á síðkastið. Heilbrigðisráðherra landsins segir að stemma verði stigu við útbreiðslunni, annars sé hætta á að heilbrigðiskerfið ráði ekki við ástandið.
17.03.2021 - 16:16
Þriðja bylgjan versnar í Póllandi
Þriðja bylgja COVID-19 farsóttarinnar hefur færst í aukana í Póllandi að undanförnu. Um sautján þúsund smit hafa greinst síðustu daga. Í gær voru þau 17.260, að sögn heilbrigðisráðuneytisins í Varsjá.
10.03.2021 - 15:30
Hærri dánartíðni í Evrópu árið 2020
Rúmlega 40 prósentum fleiri létust í ESB- og EFTA-ríkjum í nóvember í fyrra en fjögur árin á undan. Þá náði önnur bylgja COVID-19 hámarki. Andlát umfram meðaltal er 1,6 prósent á Íslandi samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, hefur birt um andlát í ríkjum sambandsins og EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi, Liechtensten og Sviss árið 2020. Þar má glöggt sjá áhrif COVID-19 faraldursins. Dánartíðni í Evrópulöndum 25 prósentum hærri í apríl er fyrsta bylgjan var í hámarki.
22.02.2021 - 12:04
Skipuleggjandi mótmæla ákærður í Póllandi
Marta Lempart, einn skipuleggjenda mótmæla gegn hertum lögum um þungunarrof í Póllandi, var ákærð í gær. Hún á yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi verði hún dæmd. Lempart er sökuð um að hafa skipulagt mótmæli í trássi við hömlur vegna kórónuveirunnar, auk þess að hafa móðgað lögreglu og stutt árásir á kirkjur.
12.02.2021 - 02:38
Vísa rússneskum diplómötum á brott
Þremur rússneskum diplómötum hefur verið gert að yfirgefa Svíþjóð, Þýskaland og Pólland eftir að stjórnvöld í Rússlandi vísuðu evrópskum diplómötum úr landi fyrir að hafa tekið þátt í mótmælum til stuðnings rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny.
09.02.2021 - 00:10
Mótmælt í Póllandi þriðja kvöldið í röð
Þúsundir þustu út á götur pólskra borga þriðja kvöldið í röð í gærkvöld til þess að mótmæla innleiðingu hertra laga um þungunarrof í landinu. Mótmælendur létu takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins ekki stöðva sig, og því síður kuldann.
30.01.2021 - 06:42
Þúsundir mótmæla nýjum lögum um þungunarrof
Þúsundir streymdu út á götur í Póllandi í gærkvöld til þess að mótmæla nýjum lögum um þungunarrof sem tóku gildi í gær. Fyrir voru lögin með þeim strangari í Evrópu, en nú er þungunarrof alveg bannað nema þegar konur verða þungaðar eftir nauðgun eða sifjaspell, eða ef líf eða heilsa móður er í hættu.
28.01.2021 - 00:38
Úlfar hverfa sporlaust í Danmörku
Á árabilinu 2012 til 2020 hurfu tíu úlfar sporlaust í Danmörku. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu á vef sínum og hefur eftir Peter Sunde við Háskólann í Árósum að hefðu þeir drepist af náttúrulegum ástæðum hefðu þeir átt að finnast.
06.01.2021 - 02:17
Erlent · Danmörk · Náttúra · Dýralíf · Þýskaland · Pólland · Árósar · Dýr · Villt dýr
Enn er mótmælt í Varsjá
Þúsundir söfnuðust saman í Varsjá, höfuðborg Póllands, í dag til að mótmæla yfirvofandi lagabreytingu, sem þrengir enn frekar að takmörkuðum rétti pólskra kvenna til að ráða eigin líkama og undirgangast þungunarrof. Mótmælendur fylktu liði og tókst að komast giska nærri heimili Jaraoslaws Kaczynskis, varaforsætisráðherra og formanns stjórnarflokksins Laga og Réttlætis þrátt fyrir að fjölmennt lögreglulið reyndi að hamla för þeirra.
14.12.2020 - 00:16
Heimskviður
Kolabrennsla á undanhaldi
Notkun kola til orkuframleiðslu fer minnkandi og því er fagnað því enginn af orkugjöfum mannkyns mengar jafn mikið og kol. Það skiptir því miklu máli í baráttunni við hamfarahlýnun að draga úr og helst hætta brennslu kola. Miklar fjárfestingar þarf til að heimurinn geti orðið kolefnishlutlaus, en dýrasta aðgerðin er aðgerðarleysi, segir Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.
Á sjöunda hundrað létust í Póllandi
Fleiri létust síðastliðinn sólarhring úr COVID-19 í Póllandi en nokkru sinni frá því að farsóttin braust út, eða 674. Staðfest kórónuveirusmit í landinu fóru í gær yfir níu hundruð þúsund, þar af um fimmtán þúsund í gær.
25.11.2020 - 13:59
Mótmæli og handtökur við menntamálaráðuneytið í Varsjá
Fjöldi fólks safnaðist saman við menntamálaráðuneyti Póllands í Varsjá í kvöld eftir að kennurum landsins var hótað viðurlögum fyrir að styðja kröfur mótmælenda opinberlega. 
23.11.2020 - 21:24
Sló í brýnu með Þorgerði Katrínu og Bjarna
Nokkuð sló í brýnu með þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.
Myndskeið
Ryskingar í göngu þjóðernissinna í Póllandi
Þjóðernissinnar í Póllandi söfnuðust saman í Varsjá í dag, á þjóðhátíðardegi Pólverja, í árlega göngu sína þrátt fyrir bann í sóttvarnaskyni og kom til ryskinga. Mótmælendur laga um þungunarrof ákváðu að halda sig fjarri, en þeir hafa mótmælt kröftuglega síðustu vikur.
11.11.2020 - 19:21
Spegillinn
Kröftug mótmæli í Póllandi
Fjöldi fólks hefur undanfarið flykkst út á götur borga Póllands til að sýna hvað hug það ber til nýlegs úrskurðar stjórnlagadómstóls landsins um þungunarrof þegar fóstur þykir ekki lífvænlegt samræmist ekki stjórnarskrá. Þetta þýðir að öll þungunarrof nema ef líf móður er í hættu eða eftir nauðgun eru bönnuð. Pólsk kona sem býr hér segir að þetta sýni óþol og pirringi almennings í Póllandi gagnvart banninu og stjórnvöldum.
Myndskeið
Vill að þingið taki skýra afstöðu með réttindum kvenna
Heilbrigðisráðherra verður falið að tryggja að konum sem ferðast hingað til lands til að gangast undir þungunarrof fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu, verði tillaga Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, óháðs þingmanns, samþykkt. Hún vill að þingið taki afstöðu með réttindum kvenna í Evrópu og sýni það í verki.
04.11.2020 - 22:30