Færslur: plastbarkamálið

Macchiarini ákærður í Svíþjóð
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið ákærður í Svíþjóð fyrir að valda þremur sjúklingum sínum alvarlegum líkamlegum skaða með því að græða plastbarka í þá á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Allir sjúklingarnir eru látnir.
29.09.2020 - 09:49
Macchiarini dæmdur í 16 mánaða fangelsi á Ítalíu
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. Sænska ríkisútvarpið greinir frá.
13.11.2019 - 23:13
Frumgögnin um plastbarkamálið eru týnd
Frumgögnin sem lágu að baki skýrslu um plastbarkamálið og ítalska skurðlækninn Paolo Macchiarini finnast ekki hjá Karólínsku stofnuninni í Svíþjóð. Hvorki forsvarsmenn stofnunarinnar né Sten Heckscher, fyrrverandi ríkislögreglustjóri sem vann skýrsluna, vita hvar gögnin eru að finna.
29.01.2019 - 08:54
Kanna möguleika á bótarétt í plastbarkamálinu
Ekkja Andemariams Beyene, sem lést eftir að græddur var í hann plastbarki á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð, hefur fengið liðsinni lögfræðinga til að kanna mögulegan bótarétt vegna málsins. Þetta staðfestir Sigurður G. Guðjónsson, einn lögmanna ekkjunnar.
03.10.2018 - 17:35
Gáfu ranga mynd af plastbarkaígræðslu
Greinarnar sex sem Karolinska stofnunin hefur dregið til baka birta ranga mynd af árangri plastbarkaígræðsla ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarinis. Hann var aðalhöfundur greinanna sem voru birtar í fjórum þekktum vísindatímaritum.
25.06.2018 - 19:00
Aðfinnsluverð vinnubrögð en engin viðurlög
Vinnubrögð Tómasar Guðbjartssonar, læknis og prófessors við Háskóla Íslands, í plastbarkamálinu svokallaða voru aðfinnsluverð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Jóni Atla Benediktssyni, rektor háskólans.
05.04.2018 - 15:36
Sagðist einkalæknir páfa og leyniskytta CIA
Í nýrri heimildamynd sem frumsýnd verður í Svíþjóð í dag lýsir bandaríska blaðakonan Benita Alexander kynnum sínum af ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, sem hún var heitbundin um hríð. Í myndinni, sem heitir „He lied about everything“ eða „Hann laug öllu“, segir Alexander Macchiarini hafa lofað henni sannkölluðu ævintýrabrúðkaupi, þar sem páfinn átti að gefa þau saman og þeir Bill Clinton og Vladimír Pútín voru á meðal fjölmargra heimsfrægra gesta.
26.02.2018 - 05:46
Mál Macchiarini til rannsóknar á ný
Ríkissaksóknari Svíþjóðar ætlar að endurskoða mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini að nýju. Macchiarini skar upp og græddi plastbarka í sjúklinga þegar hann starfaði á Karolínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi.
20.12.2017 - 09:15
„Tók í örvæntingu þátt í ólögmætri tilraun“
Örlög Andemariam Taeklesebet Beyne eru það mikilvægasta í plastbarkamálinu en ekki þáttur Paolo Macchiarini, Karolinska, hvað þá hlutur Landspítala, Háskóla Íslands eða íslenskra meðferðaraðila. Þetta ritar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í pistli á vef spítalans.
10.11.2017 - 18:00
Fréttaskýring
Átti erfitt með að neita vegna vináttu
Andemariam Beyene átti erfitt með að neita því að koma fram í viðtölum og þátttöku í rannsóknum vegna vináttu sinnar við lækninn sinn Tómas Guðbjartsson, náms við Háskóla Íslands og áhyggja um að honum og fjölskyldu hans yrði ekki veitt landvistarleyfi áfram á Íslandi. Þetta má lesa í skýrslu sérfræðinganefndar Landspítala og Háskóla Íslands um plastbarkamálið og kynningu hennar í gær. Hér á landi hafði hann aðgang að sérhæfðri læknishjálp sem ekki var til staðar í heimalandinu Erítreu.
08.11.2017 - 09:23
Harmar að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu
Tómas Guðbjartsson læknir segir að hann hafi tekið ákvarðanir í máli Andemariam Beyene í góðri trú. Hann hafi fyrst fengið heildarmynd af því sem gerðist í aðdraganda aðgerðarinnar í skýrslu nefndar, undir forsæti Páls Hreinssonar, sem birt var í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Tómasi. Þar harmar hann að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum við Karolinska sjúkrahúsið og Paolo Macchiarini sem hann hafi lagt of mikið traust á.
07.11.2017 - 16:05
Landspítali sendir Tómas í leyfi frá störfum
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur verið í sendur í leyfi frá störfum á Landspítalanum. Ákvörðun um það var tekin í gær eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar um plastbarkamálið svonefnda. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala hefur slík ákvörðun ekki verið tekin um Óskar Einarsson, en hann var einnig viðriðinn málið.
07.11.2017 - 13:21
„Svona stöðu mega læknar ekki lenda í“
„Svona stöðu mega læknar ekki lenda í.“ Þetta segir formaður óháðrar nefndar Landspítala og Háskóla Íslands um plastbarkamálið. Það er niðurstaða nefndarinnar að íslenskir læknar og vísindamenn hafi brotið lög og dregið plastbarkaþegann, Andemariam Beyene, í fjölmiðla til að auglýsa aðgerðina. Þeir beri þó ekki ábyrgð á því að Beyene gekkst undir aðgerðina. Læknir sem situr í siðaráði Læknafélags Íslands segist efast um að Íslendingur hefði hlotið sömu örlög og Beyene.
06.11.2017 - 19:05
Skýrsla um plastbarkamálið kynnt í dag
Nefnd sem skipuð var af Landspítala og Háskóla Íslands kynnir í dag niðurstöðu sína í plastbarkamálinu svokallaða; hvaða þátt þessar tvær stofnanir áttu í málinu, sem og aðkomu tveggja íslenskra lækna að því. Sænsk siðanefnd hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að íslensku læknarnir hefðu gerst sekir um vísindalegt misferli. 
06.11.2017 - 11:51
Fjalla um plastbarkamálið í næstu viku
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekur plastbarkamálið til umfjöllunar í næstu viku. Áttundi sjúklingurinn, af níu, sem ítalski læknirinn Paolo Macchirarini græddi í plastbarka er nú látinn. Tveir íslenskir læknar aðstoðuðu við fyrstu plastbarkaígræðsluna. Ígræðslur Macchiarinis eru til rannsóknar í nokkrum löndum og í Svíþjóð er opinber rannsókn á því hvort læknirinn hafi gerst sekur um manndráp af gáleysi. Gert er ráð fyrir að þeirri rannsókn ljúki í sumar.
20.03.2017 - 11:54
Enn einn plastbarkaþeginn látinn
Áttundi plastbarkaþeginn er látinn. Alls græddi ítalski læknirinn Paolo Macchiarini plastbarka í níu sjúklinga og eru átta þeirra látnir. Macchiarini sætir rannsóknum í nokkrum löndum. Hann græddi plastbarka í menn án þess að prófa aðferðina fyrst á dýrum eða hafa til þess öll tilskilin leyfi. Fyrsta plastbarkaígræðsla var gerð með aðstoð tveggja íslenskra lækna.
20.03.2017 - 10:21
Plastbarkamálið: Þöggunarmenning og hræðsla
Þöggunarmenning og hræðsla við að gagnrýna yfirmenn voru á meðal ástæðna þess að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini komst upp með að framkvæma þrjár plastbarkaaðgerðir á Karolinska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Kjell Asplund, formaður siðaráðs lækninga í Svíþjóð og fyrrum landlæknir þar er höfundur skýrslu um þátt sjúkrahússins í málinu. Hann er afar gagnrýninn og segir það hneyksli út frá bæði læknisfræðilegum og siðferðislegum ástæðum.
26.01.2017 - 11:32
Mikilvægt að rannsaka plastbarkamálið
Heilbrigðisráðherra segir að draga verði lærdóm af plastbarkamálinu og afar mikilvægt sé að rannsaka það til fulls. Hann vill að ný stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis beiti sér fyrir áframhaldandi rannsókn málsins. Hann telur fullkomlega eðlilegt að bæði Háskóli Íslands og Landspítali komi að þeirri rannsókn. 
24.01.2017 - 13:06
Rannsaka þurfi plastbarkamálið af óháðri nefnd
Ekki er nóg að Landspítalinn og Háskóli Íslands setji á laggirnar rannsóknarnefnd til að skoða aðkomu sína að umdeildri plastbarkaígræðslu. Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fráfarandi varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Óháð rannsókn verði að fara fram.
22.01.2017 - 12:37
Óháð nefnd hér rannsakar Macchiarini-málið
Háskóli Íslands og Landspítalinn ætla að skipa óháða og sjálfstæða nefnd til að fara yfir niðurstöður tveggja viðamikilla rannsókna í Svíþjóð á svokölluðu plastbarkamáli ítalska læknisins Paolo Macchiarini. Hún á einnig að rannsaka hvort aðkoma íslenskra stofnana eða starfsmanna hafi verið athugaverð.
08.09.2016 - 19:03
Enginn þorði að gagnrýna plastbarkaígræðslu
Aldrei hefði átt að ráða ítalska skurðlækninn Paolo Macchiarini til starfa á Karolinska-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Starfsemi hans hefur skaðað tiltrú fólks á sænskum læknavísindum. Þetta kemur fram í óháðri rannsókn sem kynnt var í Svíþjóð í morgun.
31.08.2016 - 12:31
Plastbarkalæknir rannsakaður í fjórum löndum
Störf ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarinis eru til rannsóknar í Svíþjóð, Rússlandi, Bandaríkjunum og Ítalíu. Hann græddi plastbarka í menn án þess að prófa aðferðina fyrst á dýrum eða hafa til þess öll tilskilin leyfi. Málið teygir anga sína til Íslands, en íslenskur læknir tók þátt í fyrstu slíku aðgerðinni, og tók ásamt öðrum íslenskum lækni þátt í að skrifa fyrstu vísindagreinina um aðferðina. Síðar hefur komið í ljós að fullyrðingar í greininni eiga ekki við rök að styðjast.
05.03.2016 - 07:44
„Einhverjar mestu lygar læknasögunnar“
Belgískur skurðlæknir segir að barkaígræðslur sem grunur leikur á að hafi leitt til dauða sjúklinga séu einhverjar mestu lygar læknasögunnar. Sænska lögreglan hefur tekið málið til rannsóknar. Íslenskir læknar eru á meðal höfunda greinar þar sem slík aðgerð var sögð hafa heppnast vel.
27.05.2015 - 19:36