Færslur: Perú

Castillo lýstur forseti Perú
Pedro Castillo var í kvöld lýstur réttkjörinn forseti Perú af kjörstjórn landsins. AFP fréttastofan greinir frá. Castillo er 51 árs gamall kennari og var frambjóðandi vinstri manna í kosningunum fyrir sex vikum. Keiko Fujimori, andstæðingur hans í forsetakjörinu, kærði kosningarnar þar sem hún taldi svik vera í tafli.
20.07.2021 - 01:35
Neyðarlög vegna COVID-19 framlengd í Perú
Stjórnvöld í Perú hafa framlengt neyðarlög vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar, sem heimila þeim að grípa til margvíslegra takmarkana og tilskipana til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19.
12.07.2021 - 00:52
Fujimori forsetaframbjóðandi sleppur við varðhald
Dómari í Perú hafnaði í gær kröfu saksóknara um að hneppa forsetaframbjóðandann Keiko Fujimori í varðhald. Krafan byggir á því að hún átti í samskiptum við vitni í spillingarmáli sem rekið hefur verið gegn henni. Það var henni ekki heimilt að gera samkvæmt ákvæðum reynslulausnar.
Minnst 27 námuverkamenn látnir í rútuslysi í Perú
Að minnsta kosti 27 létust þegar rúta með námuverkamenn ók fram af fjallvegi og ofan í snarbratt gil í suðurhluta Perú fyrr í dag að því er vinnuveitandi þeirra sagði. Þetta kemur fram í fréttaskeyti frá AFP fréttastofunni.
18.06.2021 - 21:38
„Jákvæðar og vel heppnaðar kosningar“ í Perú
Seinni umferð forsetakosninganna í Perú, sem fram fór næstliðinn sunnudag, voru „jákvæðar og vel heppnaðar kosningar," segir í umsögn kosningaeftirlits Samtaka Ameríkuríkja. Í kosningunum áttust þau við, kennarinn og sósíalistinn Pedro Castillo og frjálshyggju- og kaupsýslukonan Keiko Fujimori.
12.06.2021 - 03:16
Vill Fujimori í gæsluvarðhald á ný
Saksóknari í Perú fór í dag fram á að forsetaframbjóðandinn Keiko Fujimori yrði sett í gæsluvarðhald þar sem hún hefði brotið gegn skilyrðum um reynslulausn. Málaferli eru í gangi gegn henni fyrir fjármálamisferli. 
Castillo lýsir sig forseta en Fujimori ýjar að svindli
Vinstrimaðurinn Pedro Castillo hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum í Perú, þótt yfirkjörstjórn eigi eftir að tilkynna endanleg úrslit í hnífjöfnum forsetakosningunum sem þar fóru fram á sunnudag. Búið er að telja 99,8 prósent atkvæða og af þeim hefur Castillo fengið 50,19 prósent, en keppinautur hans, hægrikonan Keiko Fujimori, 49,8 prósent.
10.06.2021 - 03:32
Hnífjafnar forsetakosningar í Perú
Þegar aðeins á eftir að telja rétt rúmlega fimm prósent atkvæða í forsetakosningunum í Perú er engin leið að segja hvort Pedro Castillo eða Keiko Fujimori verði næsti forseti landsins. Castillo er vinstri sinnaður kennari og verkalýðsbaráttumaður, en Fujimori er að sögn AFP hægrisinnuð og popúlisti. 
08.06.2021 - 06:47
Dánartíðni vegna COVID-19 hvergi hærri en í Perú
Heilbrigðisyfirvöld í Perú gáfu í dag út endurskoðaða áætlun um fjölda dauðsfalla sem rekja má til COVID-19 þar í landi. Samkvæmt henni hafa ríflega tvöfalt fleiri dáið úr sjúkdómnum en áður var talið, eða 180.764 í stað 69.342. Því er dánartíðni vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar hvergi hærri en í Perú, þar sem 5.484 af hverjum milljón íbúum hafa dáið úr COVID-19 samkvæmt þessum nýju tölum.
Sextán myrtir á kókabúgarði í Perú
Tvö börn voru á meðal sextán fórnarlamba árásar skæruliðahreyfingar á kóka-búgarði í Perú í fyrradag. Búgarðurinn er í afskekktum dal. Lögreglu var gert viðvart af fólki á næsta bæ í gær. Þau fundu líkin við bakka lítillar ár í nágrenninu, og var búið að brenna sum þeirra, hefur AFP fréttastofan eftir Alejandro Atao, sveitarstjóra í héraðinu.
25.05.2021 - 05:58
Fréttaskýring
Umtalsverður munur á gengi bólusetninga í heiminum
Bólusetning gengur best í Norður-Ameríku og Evrópu en hægast í Asíu og Afríku. Í Suður-Ameríku, líkt og í hinum heimsálfunum, gengur bólusetning misvel milli landa. Tæplega helmingur íbúa Chile hefur verið bólusettur en kirkjugarðar í Perú eru yfirfullir þar sem önnur bylgja faraldursins stendur sem hæst.
08.05.2021 - 18:57
10 ára útilokun frá embættum vegna bólusetningarsvindls
Perúþing samþykkti í gær einróma að útiloka Martín Vizcarra, fyrrverandi forseta Perú, frá því að gegna opinberu embætti næstu tíu árin, vegna þess að hann svindlaði sér fram fyrir röðina fyrir bólusetningu gegn COVID-19. Vizcarra mun því ekki setjast á þing um helgina eins og til stóð, þrátt fyrir að hafa fengið flest atkvæði allra í þingkosningunum á sunnudaginn var.
AstraZeneca: Ný rannsókn lofar góðu
Virkni bóluefnis AstraZeneca gagnvart COVID-19 eru 79 prósent samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum, Chile og Perú. Þetta sagði í tilkynningu frá AstraZeneca í morgun.
22.03.2021 - 10:30
Myndskeið
Klæddu sig upp sem gamlar konur og fengu bóluefni
Víða hefur komist upp um fólk nýlega sem svindlar sér fram fyrir forgangshópa í bólusetningaröðinni. Í flestum tilfellum eru það ráðamenn sem eiga sökina en þó ekki alltaf. Tvær konur Flórída klæddu sig upp sem gamlar konur og fengu fyrri sprautuna en voru nappaðar þegar þær ætluðu að fá þá seinni.
Var bólusett - varð að segja af sér
Elizabeth Astete, utanríkisráðherra Perú , sagði af sér í gær eftir að upp komst að hún hefði verið bólusett fyrir kórónuveirunni á undan fólki í áhættuhópum. Hún sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún viðurkenndi að hafa gert alvarleg mistök.
Sóttvarnir hertar í Perú
Stjórnvöld í Perú kynntu í gærkvöld hertar aðgerðir vegna verulegrar fjölgunar kórónuveirusmita undanfarnar vikur. Aðgerðirnar taka gildi á sunnudag og standa í hálfan mánuð.
27.01.2021 - 08:07
Machu Picchu opnuð ferðamönnum að nýju
Ferðamenn geta aftur tekið til við að heimsækja virkisborg Inkaveldisins, Machu Picchu í Perú. Borgin verður opnuð aftur í dag eftir að yfirvöld náðu samkomulagi við mótmælendur sem höfðu komið sér fyrir á lestarteinum einu leiðarinnar að borginni.
19.12.2020 - 06:40
Sagasti kjörinn forseti Perú
Perúska þingið kaus í gær hinn 76 ára iðnverkfræðing Francisco Sagasti í embætti forseta landsins, með 97 atkvæðum gegn 26. Sagasti er þriðji maðurinn til að bera forsetatitilinn í Perú á rúmri viku. Hann starfaði um árabil við Alþjóðabankann og er nýkjörinn þingmaður miðjuflokksins Morado. Honum er ætlað að gegna embættinu út júlí 2021, en þá hefði kjörtímabil fyrrverandi forseta, Martins Vizcarra, runnið á enda.
17.11.2020 - 06:19
Enginn forseti í Perú
Perú er án forseta eftir að Manuel Merino, sem á dögunum var skipaður forseti til bráðabirgða, sagði af sér í gær í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. Tilraun til að ná sátt um nýjan forseta fóru út um þúfur í gærkvöld.
16.11.2020 - 09:44
Þingið ákærir forseta Perú fyrir mútuþægni
Þjóðþing Perú samþykkti í kvöld að ákæra forsetann martin Vizcarra vegna gruns um að hann hafi þegið mútur frá verktökum sem héraðsstjóri. Forseti þingsins, Manuel Marino, tekur við embætti forseta og situr þar til kjörtímabilinu lýkur í júlí á næsta ári.
10.11.2020 - 04:42
Yfir 400.000 dáin af völdum COVID-19 í rómönsku Ameríku
Yfir 400.000 manns hafa nú dáið af völdum COVID-19 í rómönsku Ameríku, allt frá Mexíkó og Karíbahafsríkjum í norðri til suðurodda Argentínu og Chile í suðri. Klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma voru dauðsföllin orðin 400.524 samkvæmt frétt AFP, sem byggð er á opinberum gögnum frá öllum ríkjum þessa heimshluta.
31.10.2020 - 06:17
Forseti Perú verður ekki sviptur embætti
Þing Perú hefur komist að þeirri niðurstöðu að Martin Vizcarra forseti landsins verður ekki sviptur embætti.
19.09.2020 - 03:22
Húsleitir hjá aðstoðarmönnum forseta Perú
Lögreglan í Perú leitaði sönnunargagna á heimilum embættismanna í tengslum við rannsókn á forsetanum Martin Vizcarra. Þingmenn í Perú samþykktu á föstudag að ákæra forestann vegna gruns um að hann hafi hindrað framgang rannsóknar á spillingu embættismanna.
13.09.2020 - 05:40
Forseti Perú ákærður fyrir embættisglöp
Ríkisþing Perú samþykkti í gærkvöld að ákæra forsetann Martin Vizcarra fyrir afbrot í embætti. Hann er sakaður um að hafa hindra framgang rannsóknar á spillingu embættismanna í ríkisstjórn hans. Vizcarra fær að verja sig í þingsal á föstudag. Eftir það fara fram umræður og atkvæðagreiðsla um hvort hann sé sekur eða saklaus. Minnst 87 af 130 þingmönnum verða að telja hann sekan til þess að hann verði sviptur embætti.
12.09.2020 - 08:12
Bóluefni gegn Covid-19 gefið framlínustarfsfólki í Kína
Kínverjar segjast hafa gefið fólki í áhættustörfum bóluefni gegn Covid-19 síðan í júlí.