Færslur: Perú

Milljón tonn af sjávarafla á land árið 2020
Íslensk fiskiskip lönduðu rúmlega einni milljón tonna af sjávarafla árið 2020 en Ísland var það ár í sautjánda sæti yfir aflahæstu ríki heims. Kínverjar veiða manna mest úr sjó en skráður sjávarafli þeirra nam tæpum 12 milljón tonnum árið 2020.
Perúmenn krefjast afsagnar forsetans
Hundruð gengu um götur Líma höfuðborgar Perú í gær og kröfðust afsagnar Pedro Castillo forseta landsins. Stöðugt hækkandi eldsneytisverð er meginástæða mótmælanna.
Neyðarástand í Perú vegna stöðu ferðaþjónustunnar
Stjórnvöld í Suður-Ameríkuríkinu Perú lýstu í dag yfir neyðarástandi vegna mjög bágborins ástands ferðaþjónustunnar í landinu. Ráðherra ferðamála vinnur að leiðum til að leysa vandann.
Perú
Ásakanir um heimilisofbeldi felldu forsætisráðherra
Pedro Castillo, forseti Perú, hefur rekið forsætisráherra sinn, aðeins þremur dögum eftir að hann skipaði hann í embættið. Ástæðan er sú að forsætisráðherrann, Héctor Valer, var ásakaður um alvarlegt heimilisofbeldi árið 2016.
05.02.2022 - 06:21
Sjónvarpsfrétt
Safna hárlokkum í þágu olíuhreinsunar í Perú
Mikil hráolía fór í sjóinn við Perú á dögunum með tilheyrandi mengun, eftir flóðbylgjuna sem fylgdi neðansjávareldgosinu við Tonga. Olíugildrur úr mannshárum hafa reynst vel til að ná olíunni og hafa hundruð Perúmanna gefið lokka sína til að leggja hreinsuninni lið. 
25.01.2022 - 09:41
Úrhelli og flóð loka öllum leiðum að Machu Pichu
Stórrigningar í sunnanverðu Perú orsökuðu flóð sem á endanum skoluðu í burtu járnbrautarteinum og brúm í gær og rufu meðal annars allar samgöngur við bæinn Machu Picchu og samnefnt borgvirki sem Inkar reistu á 15. öld. Virkið er vinsælasti áfangastaður ferðafólks í Perú, og gildir það jafnt um innfædda ferðamenn sem erlenda.
22.01.2022 - 03:26
Sjónvarpsfrétt
90.000 börn í Perú hafa misst foreldra í faraldrinum
Talið er að um 90.000 börn í Perú hafi misst foreldra vegna covid-faraldursins. Þar er dánartíðni af völdum veirunnar hæst í heimi.
01.01.2022 - 19:03
Verður ekki lögsóttur vegna þvingaðra ófrjósemisaðgerða
Dómari í Suður-Ameríkuríkinu Perú úrskurðaði á föstudag að ekki mætti lögsækja Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins vegna þvingaðra ófrjósemisaðgerða sem talið er að gerðar hafi verið í stjórnartíð hans.
Sjónvarpsfrétt
Tíu slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta í Perú
Að minnsta kosti tíu manns slösuðust þegar jarðskjálfti að stærðinni 7,5 reið yfir norðurhluta Perú í morgun. Upptök skjálftans voru í Amazon-héraðinu, skammt frá landamærunum að Ekvador, en hann fannst víða, meðal annars í höfuðborginni Líma.
28.11.2021 - 21:24
Fundu tvöþúsund ára gamla gröf í höfuðborg Perú
Starfsmenn við lagningu gasleiðslu í Líma höfuðborg Suður-Ameríkuríkisins Perú fundu óvænt fornan grafreit neðanjarðar. Slíkar uppgötvanir eru ekki óvenjulegar í landinu og mörg stórfyrirtæki hafa því fornleifafræðinga í starfsliði sínu.
05.11.2021 - 00:34
Öll lönd fjarlægð af rauðum lista breskra stjórnvalda
Næstkomandi mánudag verða þau sjö lönd sem enn eru á rauðum ferðalagalista bresku ríkisstjórnarinnar fjarlægð þaðan. Samgönguráðherra Bretlands segir kerfið í sífelldu endurmati en listinn verður reglulega uppfærður.
Hæsta dánartíðni heims af völdum COVID-19 í Perú
Yfir 200 þúsund eru nú látin af völdum kórónuveirunnar í Suður-Ameríkuríkinu Perú. Hvergi í heiminum er dánartíðni af völdum COVID-19 hærri en þar í landi.
Forsætisráðherra hættir að beiðni forseta
Pedro Castillo, forseti Perú, tilkynnti í gær að forsætisráðherra landsins hafi sagt af sér. Guido Bellido Ugarte var aðeins í tvo mánuði í embætti, og afsögn hans þýðir að stjórn hans verður öll leyst frá störfum. 
07.10.2021 - 03:51
Leiðtogi Skínandi stígs látinn
Abimael Guzman, leiðtogi perúvísku skæruliðahreyfingarinnar Skínandi stígs lést í dag í herfangelsi skammt frá höfuðborginni Lima. Hann var 86 ára.
Castillo lýstur forseti Perú
Pedro Castillo var í kvöld lýstur réttkjörinn forseti Perú af kjörstjórn landsins. AFP fréttastofan greinir frá. Castillo er 51 árs gamall kennari og var frambjóðandi vinstri manna í kosningunum fyrir sex vikum. Keiko Fujimori, andstæðingur hans í forsetakjörinu, kærði kosningarnar þar sem hún taldi svik vera í tafli.
20.07.2021 - 01:35
Neyðarlög vegna COVID-19 framlengd í Perú
Stjórnvöld í Perú hafa framlengt neyðarlög vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar, sem heimila þeim að grípa til margvíslegra takmarkana og tilskipana til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19.
12.07.2021 - 00:52
Fujimori forsetaframbjóðandi sleppur við varðhald
Dómari í Perú hafnaði í gær kröfu saksóknara um að hneppa forsetaframbjóðandann Keiko Fujimori í varðhald. Krafan byggir á því að hún átti í samskiptum við vitni í spillingarmáli sem rekið hefur verið gegn henni. Það var henni ekki heimilt að gera samkvæmt ákvæðum reynslulausnar.
Minnst 27 námuverkamenn látnir í rútuslysi í Perú
Að minnsta kosti 27 létust þegar rúta með námuverkamenn ók fram af fjallvegi og ofan í snarbratt gil í suðurhluta Perú fyrr í dag að því er vinnuveitandi þeirra sagði. Þetta kemur fram í fréttaskeyti frá AFP fréttastofunni.
18.06.2021 - 21:38
„Jákvæðar og vel heppnaðar kosningar“ í Perú
Seinni umferð forsetakosninganna í Perú, sem fram fór næstliðinn sunnudag, voru „jákvæðar og vel heppnaðar kosningar," segir í umsögn kosningaeftirlits Samtaka Ameríkuríkja. Í kosningunum áttust þau við, kennarinn og sósíalistinn Pedro Castillo og frjálshyggju- og kaupsýslukonan Keiko Fujimori.
12.06.2021 - 03:16
Vill Fujimori í gæsluvarðhald á ný
Saksóknari í Perú fór í dag fram á að forsetaframbjóðandinn Keiko Fujimori yrði sett í gæsluvarðhald þar sem hún hefði brotið gegn skilyrðum um reynslulausn. Málaferli eru í gangi gegn henni fyrir fjármálamisferli. 
Castillo lýsir sig forseta en Fujimori ýjar að svindli
Vinstrimaðurinn Pedro Castillo hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum í Perú, þótt yfirkjörstjórn eigi eftir að tilkynna endanleg úrslit í hnífjöfnum forsetakosningunum sem þar fóru fram á sunnudag. Búið er að telja 99,8 prósent atkvæða og af þeim hefur Castillo fengið 50,19 prósent, en keppinautur hans, hægrikonan Keiko Fujimori, 49,8 prósent.
10.06.2021 - 03:32
Hnífjafnar forsetakosningar í Perú
Þegar aðeins á eftir að telja rétt rúmlega fimm prósent atkvæða í forsetakosningunum í Perú er engin leið að segja hvort Pedro Castillo eða Keiko Fujimori verði næsti forseti landsins. Castillo er vinstri sinnaður kennari og verkalýðsbaráttumaður, en Fujimori er að sögn AFP hægrisinnuð og popúlisti. 
08.06.2021 - 06:47
Dánartíðni vegna COVID-19 hvergi hærri en í Perú
Heilbrigðisyfirvöld í Perú gáfu í dag út endurskoðaða áætlun um fjölda dauðsfalla sem rekja má til COVID-19 þar í landi. Samkvæmt henni hafa ríflega tvöfalt fleiri dáið úr sjúkdómnum en áður var talið, eða 180.764 í stað 69.342. Því er dánartíðni vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar hvergi hærri en í Perú, þar sem 5.484 af hverjum milljón íbúum hafa dáið úr COVID-19 samkvæmt þessum nýju tölum.
Sextán myrtir á kókabúgarði í Perú
Tvö börn voru á meðal sextán fórnarlamba árásar skæruliðahreyfingar á kóka-búgarði í Perú í fyrradag. Búgarðurinn er í afskekktum dal. Lögreglu var gert viðvart af fólki á næsta bæ í gær. Þau fundu líkin við bakka lítillar ár í nágrenninu, og var búið að brenna sum þeirra, hefur AFP fréttastofan eftir Alejandro Atao, sveitarstjóra í héraðinu.
25.05.2021 - 05:58
Fréttaskýring
Umtalsverður munur á gengi bólusetninga í heiminum
Bólusetning gengur best í Norður-Ameríku og Evrópu en hægast í Asíu og Afríku. Í Suður-Ameríku, líkt og í hinum heimsálfunum, gengur bólusetning misvel milli landa. Tæplega helmingur íbúa Chile hefur verið bólusettur en kirkjugarðar í Perú eru yfirfullir þar sem önnur bylgja faraldursins stendur sem hæst.
08.05.2021 - 18:57