Færslur: Penny Mordaunt

Fjórir standa eftir í baráttunni um sæti Johnsons
Enn ein atkvæðagreiðsla breska íhaldsflokksins um hver verði arftaki fráfarandi forsætisráðherra landsins, Boris Johnsons, fór fram í kvöld. Tom Tugenhadt datt úr umferð að þessu sinni og standa því fjórir eftir í baráttunni um forsætisráðherrastólinn.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Eftirmenn Johnsons og lýðræðið í hættu
Sex eru eftir í baráttunni um að taka við af Boris Johnson sem leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Breta. Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Penny Mordaunt, fyrrverandi varnarmálaráðherra, fengu flest atkvæði í fyrstu umferð í kosningu þingmanna Íhaldsflokksins um nýjan leiðtoga. Þau fengu 88 og 67 atkvæði en 358 eru í þingflokknum. Athygli vekur að af þeim sex sem eru eftir eru fjórar konur og þrjú frambjóðenda eru ekki hvít á hörund.
Fækkaði um tvo í leiðtogaslagnum í Bretlandi
Í fyrstu umferð atkvæðagreiðslu almennra þingmanna breska Íhaldsflokksins um arftaka Borisar Johnsons forsætisráðherra féllu tvö leiðtogaefni úr leik, Jeremy Hunt og Nadhim Zahawi.