Færslur: Panama-skjölin

Hæstiréttur mildar dóm yfir Júlíusi Vífli
Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fyrir peningaþvætti. Júlíus var í héraði og Landsrétti dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi en Hæstiréttur mildar refsinguna niður í sex mánuði. Hann staðfesti engu að síður peningaþvættisbrot borgarfulltrúans fyrrverandi. Einn dómari vildi sýkna Júlíus.
25.03.2021 - 14:43
Hæstiréttur tekur fyrir mál Júlíusar Vífils
Hæstiréttur hefur veitt Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, leyfi til að áfrýja dómi sínum. Júlíus Vífill var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Landsréttur staðfesti þann dóm í maí.
04.08.2020 - 13:28
Mynd af Sigurði Inga klippt úr úr mynd um Panamaskjölin
Framleiðslufyrirtæki kvikmyndarinnar Laundromat hefur fjarlægt mynd af Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra, úr myndinni. Þetta gerði fyrirtækið eftir að Sigurður Ingi fékk lögmann til að hafa samband við Netflix. Mynd af Sigurði Inga birtist í kvikmyndinni þar sem fjallað var um afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra vegna uppljóstrana í Panamaskjölunum.
07.06.2020 - 17:55
Ákærður fyrir félög úr Panamaskjölunum
Karlmaður á sjötugsaldri, sem er með lögheimili á Íslandi en býr í Danmörku, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot og peningaþvætti. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að gera grein fyrir eignarhaldi sínu á fjórum félögum á skattframtölum sínum fyrir árin 2011 til 2014.
30.10.2019 - 10:42
Mynd með færslu
Kvikmynd um Panamaskjölin frumsýnd um helgina
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, verður í forgrunni væntanlegrar kvikmyndar sem verður frumsýnd í næsta mánuði.
29.08.2019 - 04:03
Systurnar í Sjólaskipum sakaðar um skattsvik
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært tvær systur, sem oft eru kenndar við útgerðarfélagið Sjólaskip, fyrir meiri háttar skattalagabrot. Þær hafi skilað efnislega röngum skattframtölum. 
29.07.2019 - 12:06
Saksóknari ákærir systkinin í Sjólaskipum
Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur í tengslum við rannsókn embættisins á systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tvær systur og tveir bræður, eru ákærð í sitthvoru lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir í einu málinu saman.
18.07.2019 - 16:30
Hafa innheimt milljarða vegna Panamaskjalanna
Panamaskjölin svonefndu hafa gert skattayfirvöldum í 22 löndum víðs vegar um heiminn kleift að innheimta á annað hundrað milljarða króna í sektir og vangoldna skatta vegna fjármuna sem komið hafði verið fyrir í skattaskjólum. Víðs vegar er enn verið að rannsaka undanskotin þannig að upphæðin á eftir að hækka.
03.04.2019 - 17:56
Heldur ágóðanum – fátt um svör hjá saksóknara
Júlíus Vífill Ingvarsson þarf ekki að endurgreiða tugmilljóna ávinning af skattsvikum sínum, sem framin voru fyrir þremur áratugum, þrátt fyrir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi í dag fundið hann sekan um peningaþvætti og dæmt hann í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Saksóknari gerði ekki kröfu um upptöku fjárins þótt slíkt sé heimilt.
18.12.2018 - 14:53
Myndskeið
Segir fallist á öll sjónarmið saksóknara
Björn Þorvaldsson saksóknari segir að dómarinn í peningaþvættismáli Júlíusar Vífils Ingvarssonar hafi fallist á öll sjónarmið ákæruvaldsins. „Já, mér sýnist það,“ segir Björn. Júlíus Vífill var dæmdur í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Björn segir að niðurstaðan sé í nokkurn veginn í takti við það sem hann hafi búist við.
18.12.2018 - 13:08
Júlíus í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var nú fyrir stundu dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir peningaþvætti. Dómurinn er skilorðsbundinn í tvö ár. Júlíus Vífill var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna.
18.12.2018 - 11:37
Ákærur í Bandaríkjunum vegna Panama-skjala
Bandaríkjastjórn ákærði í dag fjóra menn fyrir peningaþvætti og skattaundanskot í gegnu aflandsfyrirtæki í Panama. Þetta eru fyrstu málin sem fara fyrir dómstóla í Bandaríkjunum í tengslum við Panamaskjölin svonefndu.
05.12.2018 - 01:16
Fyrrum forsætisráðherra dæmdur í fangelsi
Nawaz Sharif fyrrum forsætisráðherra Pakistan og formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins hefur verið dæmdur til 10 ára fangelsisvistar og greiðslu 8 milljóna punda sektar af sérstökum spillingardómstól.
07.07.2018 - 01:49
Kári fær 23 milljónir vegna vangoldinna launa
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þar sem lífeyrissjóðnum Stapa er gert að greiða Kára Arnóri Kárasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, rúmar 23 milljónir vegna vangoldinna launa. Kári sagði starfi sínu lausu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kastljóss um Panamaskjölin.
21.06.2018 - 16:27
Sjö eftir á svarta listanum
Evrópusambandið fjarlægði í dag Bahamaeyjar og Sankti Kitts og Nevis af svörtum lista yfir skattaskjól. Nú eru sjö eftir á listanum sem í upphafi innihélt 17 ríki og umdæmi. Listinn var gerður opinber í desember 2017. Hann var settur upp í kjölfar hneykslismála tengdum skattaskjólum á borð við Panama-skjölin. 
25.05.2018 - 18:02
Fagnar hugmyndum um fyrirtækjaskrá á Tortóla
„Þetta eru góðar fréttir,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri um fyrirhugaðar aðgerðir breskra stjórnvalda um að gera stjórnvöldum á breskum yfirráðasvæðum skylt að birta opinbera skráningu um eignarhald fyrirtækja.
03.05.2018 - 16:26
Panamaskjölin stuðla að réttari skattskilum
Tvö ár eru síðan að ljóstrað var upp um geysilegar eignir fólks og fyrirtækja í skattaskjólum í gögnum frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama. Enginn vafi er á varnaðaráhrifum lekans til lengri tíma, segir skattrannsóknarstjóri. Undanskotin í skattaskjólsmálum sem rannsókn er lokið á hjá skattrannsóknarstjóra nema 15 milljörðum króna.
05.04.2018 - 18:47
Mossack Fonseca hættir starfsemi
Ákveðið hefur verið að loka lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama í lok mánaðar. Forsvarsmenn stofunnar tilkynntu um þetta í kvöld og kenndu um neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar lekans á Panamaskjölunum árið 2016 og óréttmætum aðgerðum yfirvalda.
14.03.2018 - 23:26
Ætlar að kæra ákvörðun um niðurfellingu
Ekki er útséð um hvort skattsvikamálin, sem héraðssaksóknari hefur fellt niður, fari ekki fyrir dómstóla því skattrannsóknarstjóra ætlar að kæra ákvörðunina er varða nokkur málanna. Héraðssaksóknari á eftir að taka ákvörðun um 90 skattsvikamál til viðbótar sem varða samtals 20 milljarða króna.
Frá hálfri milljón upp í rúma tvo milljarða
Upphæðirnar í skattalagabrotum sem héraðssaksóknari ákvað að fella niður frekar en að gefa út ákæru nema allt frá hálfri milljón króna upp í rúma 2,2 milljarða. Héraðssaksóknari hefur fellt niður 62 mál sem skattrannsóknarstjóri vísaði til embættisins á árunum 2012 til 2016. Málin felldi héraðssaksóknari niður á grundvelli dóms Hæstaréttar í september síðastliðnum og dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í maí. Samkvæmt því er ekki hægt að refsa fólki tvisvar fyrir sama mál.
15.11.2017 - 15:35
Milljarða skattsvikamál felld niður vegna tafa
Um 60 mál gegn grunuðum skattsvikurum hafa verið felld niður hjá embætti héraðssaksóknara vegna þess að rof varð í málsmeðferð á meðan beðið var niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Mál einstaklinga sem komu fyrir í Panamaskjölunum eru þar á meðal og stór hluti hinna niðurfelldu mála snýst um fólk sem geymdi fé í skattaskjólum erlendis. Kjarninn greinir frá þessu. Í frétt Fréttablaðsins af þessum málum segir að flest tilfellin snúist um íslenska sjómenn sem starfa erlendis.
15.11.2017 - 03:09
Nýr gagnaleki í anda Panama-skjalanna
Upplýsingar um viðskiptahætti og eignir margra ríkustu manneskja heims verða gerðar opinberar á næstunni. Brotist var inn í tölvukerfi lögmannsstofunnar Appleby og þaðan stolið gögnum. Appleby er með aðsetur á Bermúdaeyjum.
25.10.2017 - 01:36
Ákærður vegna Panamaskjalanna
Dómstóll í Pakistan ákærði í dag Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dóttur hans og tengdason fyrir spillingu. Þau eru sökuð um að hafa átt innistæður á leynireikningum í skattaskjólum. Féð notuðu þau til fasteignakaupa í Lundúnum. Þetta kom í ljós þegar Panamaskjölin svonefndu voru gerð opinber.
19.10.2017 - 10:38
Enn ekkert nýtt í gögnunum frá Þýskalandi
Þær upplýsingar upp úr Panama-skjölunum sem íslensk yfirvöld hafa fengið í hendur frá þýsku alríkislögreglunni hafa enn ekki varpað neinu nýju ljósi á mál sem varða Íslendinga og íslensk félög. Þetta segir í svari Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra við fyrirspurn fréttastofu.
11.10.2017 - 11:22
Þýsk yfirvöld upplýsa íslensk um Sigmund Davíð
Þýska alríkislögreglan hefur miðlað til Íslands upplýsingum um málefni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem byggja á rannsóknum hennar á Panama-skjölunum. Þetta kemur fram í grein Süddeutsche Zeitung, sem fjallar um lögregluaðgerðir á grundvelli upplýsinga úr skjölunum, sem þýsk yfirvöld ákváðu í sumar að kaupa á fimm milljónir evra, jafnvirði um 625 milljóna íslenskra króna.
11.10.2017 - 07:31