Færslur: Palestína

Ísrael og Hamas-liðar takast á
Ísraelskar orrustuþotur gerðu í dag árás á neðanjarðaraðsetur Hamas-liða á Gaza-svæðinu eftir að eldflaug var skotið þaðan að Ísrael.
03.08.2020 - 01:26
Mynd af palestínsku vegabréfi fjarlægð af Instagram
Fyrirsætan Bella Hadid hefur látið samfélagsmiðilinn Instagram heyra það eftir að miðillinn ritskoðaði og fjarlægði mynd af palestínsku vegabréfi föður hennar sem hún birti fyrr í vikunni.
08.07.2020 - 15:02
Johnson biður Ísraela að hætta við innlimun
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, biður Ísraela að hætta við að innlima landtökubyggðir á Vesturbakkanum. Ísraelsk stjórnvöld ætluðu að hefja innlimun á hluta Vesturbakkans í dag.
01.07.2020 - 12:09
Hamas segja innlimun jafngilda stríðsyfirlýsingu
Undanfarnar vikur hefur friðaráætlun Donalds Trump í deilunni milli Ísrael og Palestínu verið mótmælt harðlega á Gaza-svæðinu.
28.06.2020 - 08:19
Heimskviður
Ísrael og kaldhæðni stjórnmálanna
 Eftir þrennar kosningar á innan við ári, er loks komin ný ríkisstjórn í Ísrael. Í forsetisráðherrastólnum situr þó áfram gamall refur, Benjamín Netanyahu. Að minnsta kosti næsta hálfa árið eða svo, þar til Benny Gantz tekur við stjórnartaumunum. Gantz hefur verið harður andstæðingur Netanyahus en loks hefur þá tekist að sættast á að mynda saman ríkisstjórn. En hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma?
Landtökumaður sakfelldur fyrir morð
Ísraelskur landtökumaður var í morgun sakfelldur fyrir morð á palestínskum hjónum, Saad og Riham Dawabsheh, og átján mánaða barni þeirra þegar hann kveikti í húsi þeirra í þorpinu Duma á vesturbakka Jórdanar árið 2015.
18.05.2020 - 08:38
Erlent · Asía · Ísrael · Palestína
Stjórn Netanjahús og Gantz tekur við í dag
Ný ríkisstjórn Benjamíns Netanhajús og Benny Gantz tekur við völdum í Ísrael í dag. Ríkisstjórnin var ekki auðmynduð en kosið var í Ísrael fjórum sinnum síðastliðið ár eftir að stjórnarmyndunartilraunir misheppnuðust endurtekið. Netanjahú tekur fyrst við forsætisráðherrastóli, en samkvæmt samkomulagi tekur Gantz síðan við því embætti eftir hálft annað ár.
14.05.2020 - 03:18
Pompeo kominn til Ísrael til að ræða landtökubyggðir
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn til Ísrael til þess að ræða öryggismál og fyrirætlanir Ísraels um innlimun landtökubyggða á Vesturbakkanum.
13.05.2020 - 04:48
Myndskeið
Ísraelsher reif niður heimili tveggja kvenna
Ísraelski herinn reif niður heimili tveggja kvenna nærri Ramallah í Palestínu í morgun eftir að dómstóll hafnaði beiðni um það yrði ekki rifið. Húsið var rifið vegna þess að sonur annars eigenda þess er sakaður um hafa myrt ísraelska stúlku.
Bandaríkin styðja innlimun landtökubyggða
Bandaríkjastjórn er reiðubúin að samþykkja innlimun Ísraels á stórum hluta Vesturbakkans. Talsmaður utanríkisráðuneytisins greindi frá þessu. Þó er þess óskað að ný ríkisstjórn Ísraels hefji samningaviðræður við Palestínu.
Netanyahu forsætisráðherra næstu 18 mánuði
Benjamín Netanyahu verður forsætisráðherra í þjóðstjórn Líkúdflokksins og Bláhvíta bandalagsins næstu átján mánuði, samkvæmt samkomulagi þeirra Benny Gantz, leiðtoga síðarnefnda flokksins. Eftir þann tíma segir hann af sér og Gantz tekur við forsætisráðherraembættinu í aðra átján mánuði, fram að næstu kosningum. Leiðtogar Palestínu fordæma stjórnina og kalla hana innlimunarstjórn.
21.04.2020 - 06:43
Ísraelar loka skimunarstöð Palestínumanna í Jerúsalem
Ísraelska lögreglan lokaði í vikunni palestínskri skimunarstöð fyrir kórónuveiru í Austur-Jerúsalem og handtók fólkið sem þar starfaði, þar sem stöðin var rekin í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í Palestínu. Ísraelska blaðið Haaretz greinir frá þessu.
Fyrstu COVID-19 tilfellin greind á Gazasvæðinu
Heilbrigðisyfirvöld á Gazasvæðinu staðfestu í morgun fyrstu kórónaveirusmitin þar og sögðu tvo menn hafa greinst með COVID-19. Báðir eru Palestínumenn sem sneru nýlega heim frá Pakistan. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að afleiðingar COVID-19 faraldurs á Gaza geti orðið hörmulegar. Svæðið er afar þéttbýlt, fátækt er þar mikil og heilbrigðiskerfið í molum eftir að Ísraelar hafa haldið svæðinu í herkví síðan 2007.
22.03.2020 - 05:29
Níu fórust í eldsvoða á Gasa
Minnst níu létu lífið og yfir 60 slösuðust þegar eldur braust út í bakaríi á Gasasvæðinu í gær. Sex börn eru á meðal hinna látnu og fjórtán hinna slösuðu eru í lífshættu, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Palestínu.
06.03.2020 - 02:51
Ísrael svarar árásum með loftárásum á Gaza og Damaskus
Tveir menn féllu í loftárásum Ísraelshers á skotmörk á Gaza og í Sýrlandi í kvöld. Árásirnar voru gerðar til að hefna flugskeytaárása á Ísrael í dag. Um 20 flugskeytum var skotið frá Gaza yfir til Ísrael. Ollu þau takmörkuðu tjóni og engu mannfalli. Samtökin Heilagt stríð lýstu flugskeytaárásinni á hendur sér og brást Ísraelsher við með loftárásum á valin skotmörk í Sýrlandi og á Gazasvæðinu.
Okkar á milli
„Leið eins og ég væri svikarinn sem skildi þau eftir“
Fyrstu árin eftir að Falasteen Abu Libdeh flutti til landsins árið 1995, þá 16 ára, voru viðbrögð hennar við áramótaflugeldum að leita skjóls undir borði enda minntu hvellirnir hana á hrikalegt ástandið í heimalandinu. Hún heimsótti Palestínu fyrst aftur fyrir fjórum árum og hryllti við að sjá það sem blasti við henni á æskuslóðunum.
13.02.2020 - 10:25
Segjast rjúfa samskipti við Ísrael og Bandaríkin
Mahmud Abbas, forseti Palestínu, sagði á fundi Arababandalagsins í dag að Palestínumenn hyggist rjúfa öll tengsl við Ísrael og Bandaríkin. Þar á meðal séu samskipti um öryggismál. Þetta sagði hann gert vegna óánægju með nýja tillögu Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, að lausn á deilum Ísraela og Palestínumanna.
01.02.2020 - 16:39
Palestínumenn fordæma áætlun Trumps
Palestínumenn fordæma nýja áætlun Donalds Trumps Bandaríkjamanna um frið milli Ísraels- og Palestínumanna. Þeir segja áætlunina treysta í sessi hernám Ísraelsmanna og brjóta gegn réttindum palestínsku þjóðarinnar.
Gagnkvæmar árásir halda áfram í Ísrael og Gasa
Gagnkvæmar árásir Ísraela og Palestínumanna á Gasaströndinni halda áfram þrátt fyrir vopnahléssamkomulag. Ísraelsher gerði loftárásir á skotmörk í Gasaborg um lágnættið og segist með því hafa verið að svara eldflaugaárásum Palestínumanna í gærkvöld. „Tveimur eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni að ísraelsku yfirráðasvæði" segir í tilkynningu frá hernum, og voru þær báðar skotnar niður áður en þær náðu að gera usla.
Vopnahlé milli Ísraela og Palestínumanna þegar rofið
Vopnahléið sem samið var um milli Ísraelsmanna og Palestínumanna á Gasa reyndist skammlíft, því fimm eldflaugum var skotið frá Gasaströnd í gærkvöld og svarað með loftárás Ísraela á fyrsta tímanum í nótt að staðartíma. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í þessum nýjustu átökum enn sem komið er.
Vopnahlé á Gasa - 32 Palestínumenn dóu í árásum Ísraela
Samkomulag tókst í nótt um vopnahlé milli Ísraelsstjórnar og vopnaðra sveita Palestínumanna á Gasa, þar á meðal samtakanna Heilags stríðs. Talsmaður Egyptalandsstjórnar og háttsettur foringi í Heilögu stríði staðfestu þetta við tíðindamann AFP-fréttastofunnar. Vopnahléið gekk í gildi klukkan hálffjögur í nótt að íslenskum tíma. Þá höfðu 32 Palestínumenn, margir þeirra óbreyttir borgarar, fallið í eldflauga- og loftárásum Ísraelshers á skotmörk á Gasa.
Tveir Palestínumenn féllu í árásum Ísraela í morgun
Tveir Palestínumenn féllu í loft- og eldflaugaárásum Ísraelshers á Gaza í morgunsárið. Heilbrigðisráðuneyti Gaza greinir frá þessu. Þar með hafa tólf Palestínumenn dáið í tveggja daga árásum Ísraela.
Heimili skæruliðaforingja sprengt í Palestínu
Ísraelsher réðist að heimili foringja palestínsku skæruliðahreyfingarinnar heilagt stríð íslams á Gazaströndinni í nótt. AFP fréttastofan hefur eftir heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu að tveir hafi fallið í árásinni. Skæruliðahreyfingin staðfesti í morgun að foringinn væri annar þeirra.
12.11.2019 - 04:45
Yfirlýsing Netanyahus víða fordæmd
Margir hafa fordæmt yfirlýsingu Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sem í gær lýsti því yfir að hann ætlaði að innlima hluta vesturbakka Jórdanar í Ísrael færi hann með sigur af hólmi í þingkosningunum í landinu í næstu viku. 
Þingkona ætlar ekki til Ísrael
Bandaríska þingkonan Rashid Tlaib ætlar ekki sækja Ísrael heim þar sem það gangi gegn sannfæringu sinni um baráttu gegn kynþáttafordómum, kúgun og óréttlæti. Áður höfðu Ísraelar meinað henni að koma til landsins en skiptu síðan um skoðun.
16.08.2019 - 14:41