Færslur: Pakistan

Hitinn um og yfir 50 stig í Pakistan og Indlandi
Feiknarmikil og langvinn hitabylgja heldur Indlandsskaganum enn í heljargreipum. Hiti fór yfir 50 stig á nokkrum stöðum í Pakistan á föstudag og stjórnvöld vara við vatnsskorti og ógn við líf og heilsu fólks. Hitabylgja hefur geisað víða á Indlandi og Pakistan síðan snemma í apríl með litlum hléum. Sérfræðingar Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, sem heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar, segja hitabylgjuna í takt við hlýnun Jarðar og þau fyriséðu áhrif sem hún hefur, segir í frétt AFP.
14.05.2022 - 04:29
Skæð og snemmbær hitabylgja á Indlandi og Pakistan
Skæð og óvenju snemmbúin hitabylgja gengur nú yfir nær allt Indland og stóran hluta Pakistans og hitastig fer enn hækkandi. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, varar við vaxandi hættu á gróðureldum vegna hitans. „Hitinn hækkar hratt í landinu og mun fyrr en venjulega,“ sagði forsætisráðherrann á fjarfundi með ríkisstjórum landsins á miðvikudag.
29.04.2022 - 02:30
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Pakistan · hitabylgja · Narendra Modi
Minnst 47 fórust í loftárásum Pakistana á Afganistan
Minnst 47 fórust í loftárásum pakistanska hersins á skotmörk í afgönsku landamærahéruðunum Khost og Kunar á laugardag. Þetta segja embættismenn í héruðunum tveimur. „Fjörutíu og einn óbreyttur borgari, aðallega konur og börn, létust í loftárásum pakistanska hersins nærri landamærunum í Khost-héraði,“ sagði Shabir Ahmad Osmani, upplýsinga- og menningarfulltrúi Khosthéraðs í samtali við AFP-fréttastofuna á sunnudag.
18.04.2022 - 05:29
Afganistan
Fimm börn og ein kona fórust í eldflaugaárás
Fimm börn og ein kona, öll afgönsk, fórust í eldflaugaárás nærri pakistönsku landamærunum snemma í gærmorgun. Stjórn talibana í Kabúl sakar pakistanska herinn um að bera ábyrgð á árásinni. „Fimm börn og ein kona dóu og einn karlmaður særðist í pakistanskri eldflaugaárás,“ sagði Hassan Abdaal, talsmaður héraðsstjórnarinnar í landamærahéraðinu Kunar.
17.04.2022 - 05:40
Fjögur börn fórust í eldflaugaárás
Sex fórust, þar af fimm börn, í eldflaugaárás pakistanska hersins á Afganistan í morgun. AFP greinir frá þessu og hefur eftir afgönsku embættismönnum.
16.04.2022 - 15:57
Nýr forsætisráðherra í Pakistan
Þingmenn á pakistanska þinginu kusu í dag Shehbaz Sharif í embætti forsætisráðherra landsins. Imran Khan forsætisráðherra frá árinu 2018 missti á laugardag stuðning meirihluta þingsins þegar menn í hans eigin flokki snerust á sveif með stjórnarandstöðunni. 
11.04.2022 - 12:41
Forsætisráðherra Pakistans víkur vegna vantrausts
Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, hefur verið vikið úr embætti vegna vantrausts innan þingsins í ríkinu.
09.04.2022 - 21:05
Valdatíð Imran Khan í Pakistan senn á enda
Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, missti meirihlutastuðning á þingi landsins eftir að þingmenn úr flokki hans snerust á sveif með stjórnarandstöðunni. Khan þarf að stíga til hliðar en ekki sér fyrir endann á stjórnmálakreppu í þessu fimmta fjölmennsta ríki heims.
09.04.2022 - 06:00
Að minnsta kosti 30 látin eftir sprengju í Pakistan
Öflug sprengja sprakk í mosku sjía-múslima í borginni Peshawar í norðvesturhluta Pakistans í morgun.
04.03.2022 - 09:53
Afganistan
Minnst 19 fórust á mörkum Afganistans og Pakistans
Minnst nítján manns fórust í snjóflóði við landamæri Pakistans og Afganistans í gær. Björgunarlið leitar enn allt að 20 manns sem enn er saknað. Þetta hefur Ritzau-fréttastofan eftir Mawlawi Najibullah, talsmanni talibana. Snjóflóðið féll í Dangam-sýslu í Kunar-héraði í austanverðu Afganistan, rétt við pakistönsku landamærin.
08.02.2022 - 04:13
21 látinn eftir umferðarteppu í Pakistan
Að minnsta kosti 21 lést í mikilli umferðarteppu af völdum mikillar snjókomu í Pakistan í morgun. Um þúsund bílar voru fastir í teppunni. Ásókn ferðamanna í að sjá mikla snjókomu í fjallabæ reyndist meiri en vegakerfið réði við.
08.01.2022 - 12:42
Sendimenn ræða mannúðarógnina sem blasir við Afganistan
Sendinefndir 57 múslímaríkja ræða saman í höfuðborg Pakistan í dag til að finna sameiginlega lausn á mannúðarógninni sem blasir við í nágrannaríkinu Afganistan.
22 Afganir væntanlegir til landsins á þriðjudag
Næstkomandi þriðjudag eru 22 Afganir væntanlegir til Íslands en þeir eru hluti þess 120 manna hóps sem ríkisstjórnin ákvað að taka á móti í kjölfar valdatöku Talibana í ágúst.
88 af 100 menguðustu borgum heims í Indlandi og Kína
88 af 100 menguðustu borgum heims eru í tveimur löndum; Indlandi og Kína. 46 þeirra eru á Indlandi en 42 í Kína. Allar 100 mengunarhöfuðborgir heimsins eru í Asíu.
28.11.2021 - 07:29
Tólf almennir borgarar fallnir í Kasmír-héraði
Almennur borgari lét lífið í kúlnahríð milli indverskra öryggissveita og uppreisnarmanna í Kasmír-héraði í morgun. Átök hafa færst í aukana þar undanfarna mánuði en tólf óbreyttir borgarar hafa fallið frá mánaðamótum.
24.10.2021 - 12:03
Hröktu indverskan kafbát frá landhelgi Pakistans
Pakistanski sjóherinn segist hafa komið í veg fyrir að indverskur kafbátur færi inn í landhelgi Pakistans um helgina. Al Jazeera hefur eftir yfirlýsingu hersins að eftirlitsflugvél hafi orðið vör við kafbátinn. Indverska varnarmálaráðuneytið hefur ekki svarað yfirlýsingunni.
20.10.2021 - 04:51
Minnst 20 látnir í snörpum jarðskjálfta í Pakistan
Talið er að um tuttugu séu látnir eftir að jarðskjálfti skók Balokistan hérað í sunnanverðu Pakistan í nótt. AFP fréttastofan hefur eftir yfirmanni almannavarna í héraðinu að hann óttist að fleiri eigi eftir að finnast látnir. Tugir eru slasaðir.
07.10.2021 - 00:48
Sprengjuárásir í Jalalabad í Afganistan
Að minnsta kosti þrír fórust og yfir átján særðust í þremur sprengingum í borginni Jalalabad í austurhluta Afganistan í gær. Grunur leikur á að Talibanar hafi verið skotmörk tilræðismannana.
19.09.2021 - 05:48
Afganskt unglingalandslið kvenna komið til Pakistan
Stúlkur úr unglingalandsliði Afganistan í knattspyrnu eru komnar til Pakistan ásamt fjölskyldum sínum. Fjöldi kvenna sem hefur staðið framarlega í menningarlífi og íþróttum yfirgaf Afganistan eftir valdatöku Talibana í síðasta mánuði.
16.09.2021 - 01:39
Minnst þrír látnir eftir sjálfsvígsárás í Pakistan
Minnst þrír létust og fimmtán særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Pakistan í morgun. Sprengjan sprakk í útjarðri borgarinnar Quetta, nærri landamærum Afganistan. Árásarmaðurinn, sem bar utan á sér um sex kíló af sprengiefni, keyrði á mótorhjóli á bíl á vegum Pakistanska hersins, þar sem sprengjan sprakk.
05.09.2021 - 12:30
Mannúðarflug til Afganistan hafið að nýju
Mannúðarflug á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna til norður- og suðurhluta Afganistan er hafið að nýju.
Mannfall við trúarhátíð í Pakistan
Að minnsta kosti þrennt fórst og fimmtíu særðust í sprengjutilræði í borginni Bahawalnagar í Punjab-héraði í Pakistan í morgun. Í dag er sorgardagur Sjíta og undanfarna áratugi hefur komið til blóðugra átaka milli þeirra og Súnníta vegna ólíkrar túlkunar á gildi dagsins.
Fréttaskýring
Hverjir eru þeir þessir talibanar?
Uppgangur afgönsku talibanahreyfingarinnar hófst á tíunda áratugnum og lyktaði með því að stærstur hluti Afganistan féll undir stjórn hennar. Talibanar voru hraktir frá völdum í aldarbyrjun en sækja nú mjög í sig veðrið að nýju.
Sjónvarpsfrétt
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 200%
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 200 prósent í Pakistan eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Talið er að hið minnsta þúsund konur verði á ári hverju fórnarlömb svokallaðra heiðursmorða þar í landi.
31.07.2021 - 19:30
Blinken ræðir við indverska ráðamenn í dag
Búist er við að indverskir stjórnmálamenn leggi áherslu á að ræða mögulega landvinninga Talíbana í Afganistan við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og krefjast frekari stuðnings í deilum við Kínverja.