Færslur: Pakistan

Minnst fjórir látnir í sprengingu í Pakistan
Að minnsta kosti fjórir nemendur fórust í morgun þegar sprengja sprakk í klerkaskóla í borginni Peshawar í Pakistan. Tugir til viðbótar særðust, þar á meðal tveir kennarar.
27.10.2020 - 06:15
Pakistanskt flugfélag í vanda
Flugáhöfnum pakistanska flugfélagsins Pakistan International Airways (PIA) er nú gert að undirgangast áfengispróf áður en þær fá að stíga um borð í flugvélar flugfélagsins.
02.08.2020 - 06:39
Pílagrímar létust í árekstri við lest
Að minnsta kosti tuttugu og tveir pílagrímar úr trúarsöfnuði sikha létust í dag þegar járnbrautarlest ók á litla rútu sem þeir voru farþegar í í austurhluta Pakistans. Nítján hinna látnu voru úr sömu fjölskyldunni.
03.07.2020 - 16:21
Þungvopnaðir menn réðust inn í kauphöll í Pakistan
Minnst sex létust og nokkrir til viðbótar særðust í skotárás á kauphöllina í Karachi í Pakistan. Árásarmennirnir sprengdu upp hliðið að byggingunni með handsprengju, ruddust svo inn á svæðið og skutu á allt sem á vegi þeirra varð.
29.06.2020 - 08:41
Erlent · Asía · Pakistan
Kyrrsetja 262 flugmenn
Yfirvöld í Pakistan hafa kyrrsett 262 flugmenn sem eru grunaðir um að hafa svindlað á flugprófum. Reuters fréttastofan greinir frá og segir leyfisveitingar til flugmanna nú vera til rannsóknar.
26.06.2020 - 18:45
Hreyflar snertu flugbraut í fyrri tilraun
Flugmenn farþegavélarinnar sem hrapaði í Karachi í Pakistan í síðustu viku voru búnir að gera tilraun til að lenda skömmu fyrir slysið en urðu að hætta við.
29.05.2020 - 08:52
Erlent · Asía · Pakistan
Indverjar beðnir um að skila „njósnadúfu“
Pakistanskur dúfnaeigandi biðlar nú til Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, um að fá aftur eina af dúfum sínum, sem þessa dagana er í varðhaldi á Indlandi eftir að hafa verið ákærð fyrir njósnir.
27.05.2020 - 14:22
Erlent · Indland · Pakistan · Dýr · Fuglar
Lýsir ópum og örvæntingu um borð
Annar þeirra sem komst lífs af úr flugslysinu í Pakistan í gær lýsir skelfingu og örvæntingu um borð í myndbandi sem gengur um samfélagsmiðla. Mohammad Zubair segist hafa verið umkringdur logum þegar hann komst til meðvitundar eftir hrapið. Eldurinn var allt um kring, og engin manneskja sjáanleg. Hann kveðst þó hafa heyrt grátur barna og fullorðinna.
23.05.2020 - 07:52
Erlent · Asía · Pakistan
Tveir komust lífs af úr flugslysinu í Pakistan
Allir nema tveir af þeim 99 sem voru um borð í farþegaflugvél sem hrapaði í Karachi í Pakistan í gær eru látnir. Búið er að finna alla sem voru um borð, og vinna yfirvöld nú að því að bera kennsl á líkin. 
23.05.2020 - 06:19
Erlent · Asía · Pakistan
Myndskeið
Segja tvo farþega hafa lifað flugslysið af
Óttast er að fáir hafi komist lífs af eftir að farþegaþota með um 100 manns um borð fórst í Karachi í Pakistan í morgun. Flugstjórinn sendi út neyðarkall skömmu áður en þotan hrapaði. Minnst 73 eru látin en heilbrigðisyfirvöld í Pakistan segja að tveir farþegar hafi komist lífs af.
22.05.2020 - 19:52
Erlent · Asía · Pakistan · flugslys · Airbus
Enginn komst lífs af í flugslysi í Pakistan
Enginn komst lífs af þegar farþegaþota frá Pakistan International Airlines fórst í dag í aðflugi við flugvöllinn í Karachi í Pakistan. Hún var að koma frá borginni Lahore. Þotan brotlenti í íbúðahverfi. Nokkur hús eyðilögðust.
22.05.2020 - 13:05
Erlent · Asía · flugslys · Pakistan
Farþegaflugvél fórst í Pakistan
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá pakistanska flugfélaginu Pakistan International Airlines fórst í dag skammt frá alþjóðaflugvellinum í Karachi. Hún var að koma frá borginni Lahore og brotlenti í íbúðahverfi.
22.05.2020 - 10:27
Fannst látinn í Fyrisá í Svíþjóð
Pakistanski blaðamaðurinn Sajid Hussain, sem saknað hafði verið síðan 2. mars síðastliðinn, fannst látinn í ánni Fyris í Uppsölum í síðustu viku. Sænska lögreglan greindi frá þessu í gær. Hussain hlaut pólitískt hæli í Svíþjóð í fyrra en hann flúði Pakistan árið 2012 eftir að hafa fjallað um mannréttindabrot í heimalandinu við litla ánægju stjórnvalda.
02.05.2020 - 05:46
Dómi vegna morðsins á Pearl snúið við
Dómstóll í Pakistan sneri við dómi yfir Ahmed Omar Saeed Sheikh, sem dæmdur var til dauða fyrir morðið á bandaríska blaðamanninum Daniel Pearl árið 2002.
02.04.2020 - 08:51
Asia Bibi boðið að búa í Frakklandi
Asia Bibi frá Pakistan hefur fengið boð frönsku stjórnarinnar um að dvelja þar í landi. Bibi greindi frá þessu í gær eftir fund með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Bibi, sem er kristin, var dæmd til dauða fyrir guðlas. Fyrir það sat hún inni í átta ár áður en hún var sýknuð.
29.02.2020 - 08:15
„Fólkið í landinu er ítrekað að bjarga flóttafólki“
Mál hins sjö ára gamla Muhammeds Khan og fjölskyldu hans vakti mikla athygli um helgina. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra frestaði brottvísun þeirra í gær og stytti hámarkstíma málsmeðferðar úr 18 mánuðum í 16.
03.02.2020 - 10:56
Myndskeið
Yfir 100 látin í snjóflóðum í Pakistan
Að minnsta kosti eitt hundrað eru látin eftir snjóflóð í pakistanska hlutanum í Kasmírhéraði og víðar í Pakistan. Björgunarmönnum hefur tekist að finna fjórtán lík í snjónum.
15.01.2020 - 17:29
Pakistan fær aftur að æfa með Bandaríkjaher
Pakistan fær að taka þátt í heræfingum með Bandaríkjunum að nýju eftir tveggja ára hlé. AFP fréttastofan greinr frá. Æfingunum var hætt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði alla varnaraðstoð við ríkið. Æfingarnar gefa til kynna að þíða sé komin í samskipti stjórnvalda ríkjanna.
24.12.2019 - 05:12
Musharraf dæmdur til dauða
Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti í Pakistan, var í morgun dæmdur til dauða fyrir landráð. Musharraf var ákærður fyrir landráð árið 2014 fyrir að setja neyðarlög árið 2007 og fella stjórnarskrá Pakistans úr gildi.
17.12.2019 - 07:52
Erlent · Asía · Pakistan
Kjarnorkustríð drepur 125 milljónir
Kjarnorkustríð Indverja og Pakistana yrði meiriháttar hamfarir fyrir heimsbyggðina. Hundrað tuttugu og fimm milljónir gætu farist, hiti á jörðinni myndi snarlækka og hungursneyð fylgdi í kjölfarið. Þetta er niðurstaða rannsóknarhóps við háskólann í Colorado í Bandaríkjunum. Afleiðingarnar verða svipaðir og eftir Skaftárelda, bara miklu alvarlegri.
06.10.2019 - 15:12
Herða takmarkanir íbúa á ný eftir ræðu forseta
Yfirvöld í indverska hluta Kasmír-héraðs hafa hert takmarkanir íbúa á svæðinu til þess að koma í veg fyrir að mótmæli brjótist þar út. Er það gert í kjölfarið á ræðu Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.
28.09.2019 - 14:16
Myndskeið
Nítján látnir í jarðskjálfta í Pakistan
Að minnsta kosti nítján eru látnir og þrjú hundruð slasaðir eftir að jarðskjálfti, 5,8 að stærð, reið yfir í austurhluta Pakistans í dag. Fólk þusti út úr húsum sínum við skjálftann í borgum og bæjum í austurhlutanum.
24.09.2019 - 13:59
Indverjum mótmælt í Pakistan og Bangladess
Tugir þúsunda sóttu útifundi víðs vegar um Pakistan í dag til þess að mótmæla aðgerðum indversku stjórnarinnar í indverska hluta Kasmír. Imran Khan, forseti Pakistans, ávarpaði mannfjöldann í höfuðborginni Islamabad.
30.08.2019 - 15:36
Mótmælendur og lögregla tókust á í Kasmír
Hundruð mótmælenda tókust á við indversku lögregluna í dag í borginni Srinagar í Kasmír og beitti lögregla táragasi og gúmmíkúlum gegn þeim. Mörg þúsund manna mótmæli fóru fram í borginni þar sem útgöngubann hefur verið í gildi í tólf daga.
16.08.2019 - 14:30
Fjarskiptabann og herinn sendur til Kasmír
Yfirvöld í indverska hluta Kasmír-héraðs hafa lokað fyrir farsímaþjónustu, internetið og landlínur og þúsundir indverskra hermanna verið sendir til héraðsins. Skömmu fyrir fjarskiptabannið greindu núverandi og fyrrverandi stjórnmálaleiðtogar héraðsins frá því að þeir væru í stofufangelsi.
05.08.2019 - 07:28