Færslur: Pakistan

Sprengjuárásir í Jalalabad í Afganistan
Að minnsta kosti þrír fórust og yfir átján særðust í þremur sprengingum í borginni Jalalabad í austurhluta Afganistan í gær. Grunur leikur á að Talibanar hafi verið skotmörk tilræðismannana.
19.09.2021 - 05:48
Afganskt unglingalandslið kvenna komið til Pakistan
Stúlkur úr unglingalandsliði Afganistan í knattspyrnu eru komnar til Pakistan ásamt fjölskyldum sínum. Fjöldi kvenna sem hefur staðið framarlega í menningarlífi og íþróttum yfirgaf Afganistan eftir valdatöku Talibana í síðasta mánuði.
16.09.2021 - 01:39
Minnst þrír látnir eftir sjálfsvígsárás í Pakistan
Minnst þrír létust og fimmtán særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Pakistan í morgun. Sprengjan sprakk í útjarðri borgarinnar Quetta, nærri landamærum Afganistan. Árásarmaðurinn, sem bar utan á sér um sex kíló af sprengiefni, keyrði á mótorhjóli á bíl á vegum Pakistanska hersins, þar sem sprengjan sprakk.
05.09.2021 - 12:30
Mannúðarflug til Afganistan hafið að nýju
Mannúðarflug á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna til norður- og suðurhluta Afganistan er hafið að nýju.
Mannfall við trúarhátíð í Pakistan
Að minnsta kosti þrennt fórst og fimmtíu særðust í sprengjutilræði í borginni Bahawalnagar í Punjab-héraði í Pakistan í morgun. Í dag er sorgardagur Sjíta og undanfarna áratugi hefur komið til blóðugra átaka milli þeirra og Súnníta vegna ólíkrar túlkunar á gildi dagsins.
Fréttaskýring
Hverjir eru þeir þessir talibanar?
Uppgangur afgönsku talibanahreyfingarinnar hófst á tíunda áratugnum og lyktaði með því að stærstur hluti Afganistan féll undir stjórn hennar. Talibanar voru hraktir frá völdum í aldarbyrjun en sækja nú mjög í sig veðrið að nýju.
Sjónvarpsfrétt
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 200%
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 200 prósent í Pakistan eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Talið er að hið minnsta þúsund konur verði á ári hverju fórnarlömb svokallaðra heiðursmorða þar í landi.
31.07.2021 - 19:30
Blinken ræðir við indverska ráðamenn í dag
Búist er við að indverskir stjórnmálamenn leggi áherslu á að ræða mögulega landvinninga Talíbana í Afganistan við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og krefjast frekari stuðnings í deilum við Kínverja.
Á hendi yfirvalda hvort lík Johns Snorra verði sótt
Leitin að John Snorra Sigurjónssyni, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í hlíðum K2 bar árangur í gær þegar lík þeirra fundust. Í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra segir að nú sé það alfarið á hendi pakistanskra yfirvalda hvort reynt verði að ná líkum þeirra niður af fjallinu.
27.07.2021 - 08:31
Sendiherradóttur rænt í Pakistan
Sisila Alikhil, dóttir sendiherra Afganistans í Pakistan, var rænt og haldið fanginni í nokkrar klukkustundir um helgina. Afganska utanríkisráðuneytið segir að hún hafi sætti talsverðum pyntingum og sendiherrann og aðrir diplómatar í Islamabad hafi verið kallaðir heim. 
19.07.2021 - 05:57
Hefur leit að John Snorra og föður sínum
Leit mun brátt hefjast að fjallgöngumanninum John Snorra Sigurjónssyni og félaga hans Ali Sadpara, og Juan Pablo Mohr í fjallshlíðum K2. Sonur Ali Sadpara greindi frá fyrirætlunum sínum á Instagram og Twitter í dag. Þar kom fram að kvikmyndagerðarmaðurinn Elia Saikaly frá Kanada muni taka þátt í leitinni.
24.06.2021 - 17:46
Myndskeið
Tugir látnir eftir lestarslys í Pakistan
Tugir létust og á annað hundrað slösuðust þegar tvær hraðlestir rákust á í Pakistan í nótt. Það tók björgunarmenn margar klukkustundir að ná öllum farþegunum úr lestarflökunum. Sá hluti brautarinnar þar sem slysið varð var lagður á nítjándu öld.
07.06.2021 - 16:16
Tugir létust í lestarslysi í Pakistan
Minnst 30 eru látnir eftir árekstur tveggja fareþegalesta í Pakistan í morgun. Slysið varð í Sindh-héraði á sunnanverðu landinu. Um fimmtíu til viðbótar eru slasaðir.
07.06.2021 - 05:51
Fjórir látnir í sprengjuárás í Pakistan
Minnst fjórir eru látnir og ellefu særðir eftir að sprengja sprakk á lúxus-hóteli í pakistönsku borginni Quetta í gærkvöld. Fréttastofa BBC segir líklegast að árásinni hafi verið beint gegn sendiherra Kína í Pakistan. Talið er að hann sé í Quetta, höfuðborg héraðsins Balokistan.
22.04.2021 - 06:07
Erlent · Asía · Pakistan
Pakistönsk tengdafjölskylda fær ekki vegabréfsáritun
Umsókn pakistanskrar tengdafjölskyldu íslenskrar konu um vegabréfsáritun til Schengen og þar með til Íslands var hafnað í dag. Ástæðan sem gefin er, er að álitið sé að mikil hætta er talin á að fólkið gerðist ólöglegir innflytjendur og ákvæði að snúa ekki til heimalandsins.
Byltingarbarnið í Pakistan
Iqbal Masih flúði nauðungarvinnu í teppaverksmiðju í heimalandi sínu Pakistan aðeins tíu ára gamall. Á sinni stuttu ævi gerðist hann áhrifamikill aðgerðarsinni gegn barnaþrælkun víða um heim áður en hann var skotinn til bana á páskadag 1995.
30.03.2021 - 12:58
Leita að John Snorra og félögum í júní
Hópur háfjallagöngumanna stefnir að því að leita að John Snorra Sigurjónssyni og tveimur félögum hans sem fórust á fjallinu K2 í byrjun febrúar. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Þar segir háfjallagöngumaðurinn Noel Hanna frá að hann ætli að taka þátt í leiðangri sem sonur félaga Johns Snorra hyggst leiða. Hann verði einhvern tímann á tímabilinu frá miðjum júní til júlíloka.
18.03.2021 - 11:09
Nýja Delhi mengaðasta höfuðborg heims þriðja árið í röð
Nýja Delhi, höfuðborg Indlands, heldur þeim lítt eftirsóknarverða titli að teljast mengaðasta höfuðborg heims, þrijða árið í röð. Þetta er niðurstaða árlegrar rannsóknar á vegum svissneska tæknifyrirtækisins IQAir, sem sérhæfir sig í mælingum á og vörnum gegn loftmengun. Árið 2020 var meðalgildi af fínu svifryki 84,1 míkrógrömm á rúmmetra lofts þar í borg.
17.03.2021 - 05:19
Minntust Johns Snorra, Alis og Juans í Skardu
Minningarathöfn var haldin um John Snorra Sigurjónsson, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í borginni Skardu í Pakistan í dag, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar er þeir reyndu að klífa fjallið K2. Fólkið lagði kerti á götu í borginni og þar höfðu myndir af fjallgöngumönnunum þremur verið settar upp.
19.02.2021 - 23:00
Heiðra minningu Alis göngufélaga Johns Snorra
Yfirvöld í Pakistan hafa ákveðið að heiðra minningu Alis Sadpara, göngufélaga Johns Snorra Sigurjónssonar á fjallinu K2. Pakistönsk stjórnvöld tilkynntu fyrr í dag að þau teldu mennina af. Þeirra hefur verið saknað í tæpar tvær vikur. Ali er þjóðhetja í heimalandinu Pakistan og hafði klifið 8 af 14 hæstu fjöllum heims. Hann verður sæmdur heiðursorðu, fjölskylda hans verður styrkt fjárhagslega, börnin verða studd til náms og flugvöllur í borginni Skardu verður nefndur eftir honum.
18.02.2021 - 17:12
Sannfærð um að John Snorri hafi komist á tindinn á K2
Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar er sannfærð um að hann hafi náð að komast á tind K2. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona hans, birtir á Facebook. Þetta byggir fjölskyldan á því hvenær sími Johns Snorra gaf síðast frá sér merki. Fram hefur komið að John Snorri hafi ætlað sér að hringja úr gervihnattasíma sínum í Línu Móeyju þegar hann kæmist á tind fjallsins. Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í dag að þau telji mennina af.
18.02.2021 - 14:29
John Snorri og félagar taldir af
Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og tveir félagar hans sem hefur verið saknað í tæpar tvær vikur eru nú taldir af. Þetta kom fram á blaðamananfundi í Pakistan í morgun. Viðamikil leit var gerð að mönnunum en síðast sást til þeirra föstudaginn 5. febrúar þegar þeir voru að klífa erfiðasta hlutann á fjallinu K2.
18.02.2021 - 12:41
Viðtal
Rannsókn hafin á því hvað fór úrskeiðis hjá John Snorra
Hvorki hafa fundist ummerki né búnaður frá John Snorra Sigurjónssyni og tveimur göngufélögum hans við viðamikla leit á fjallinu K2 í Pakistan. Leitað hefur verið útfrá GPS-punktum um síðustu þekktu staðsetningu þremenninganna. Yfirvöld í Pakistan hafa hafið rannsókn á því hvað fór úrskeiðis í leiðangrinum.
13.02.2021 - 18:32
Yfirvöld í Pakistan banna ferðir á K2
Pakistönsk yfirvöld lögðu í dag bann við því að klífa K2 yfir vetrartímann. Ekki hefur verið leitað að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 í dag vegna veðurs. Ekkert hefur spurst til fjallgöngumannanna í rúma fimm sólarhringa eftir að þeir héldu á tindinn á fimmtudaginn.
10.02.2021 - 14:39
Ekkert leitarflug að John Snorra næstu sjö daga
Verulega hefur verið dregið úr leitinni að John Snorra Sigurjónssyni og tveimur göngufélögum hans sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan frá því á föstudagsmorgun. Veðurspá er slæm næstu sjö daga og því verður ekki unnt að fljúga yfir svæðið. Þó eru enn fáeinir göngumenn í búðum á fjallinu og starfsfólk ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferð þremenninganna. Ferðamálaráðherra á svæðinu segir hverfandi líkur á að þeir finnist á lífi. Hafin verði leit úr lofti um leið og veður leyfi.
09.02.2021 - 15:04