Færslur: Pakistan

Minntust Johns Snorra, Alis og Juans í Skardu
Minningarathöfn var haldin um John Snorra Sigurjónsson, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í borginni Skardu í Pakistan í dag, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar er þeir reyndu að klífa fjallið K2. Fólkið lagði kerti á götu í borginni og þar höfðu myndir af fjallgöngumönnunum þremur verið settar upp.
19.02.2021 - 23:00
Heiðra minningu Alis göngufélaga Johns Snorra
Yfirvöld í Pakistan hafa ákveðið að heiðra minningu Alis Sadpara, göngufélaga Johns Snorra Sigurjónssonar á fjallinu K2. Pakistönsk stjórnvöld tilkynntu fyrr í dag að þau teldu mennina af. Þeirra hefur verið saknað í tæpar tvær vikur. Ali er þjóðhetja í heimalandinu Pakistan og hafði klifið 8 af 14 hæstu fjöllum heims. Hann verður sæmdur heiðursorðu, fjölskylda hans verður styrkt fjárhagslega, börnin verða studd til náms og flugvöllur í borginni Skardu verður nefndur eftir honum.
18.02.2021 - 17:12
Sannfærð um að John Snorri hafi komist á tindinn á K2
Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar er sannfærð um að hann hafi náð að komast á tind K2. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona hans, birtir á Facebook. Þetta byggir fjölskyldan á því hvenær sími Johns Snorra gaf síðast frá sér merki. Fram hefur komið að John Snorri hafi ætlað sér að hringja úr gervihnattasíma sínum í Línu Móeyju þegar hann kæmist á tind fjallsins. Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í dag að þau telji mennina af.
18.02.2021 - 14:29
John Snorri og félagar taldir af
Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og tveir félagar hans sem hefur verið saknað í tæpar tvær vikur eru nú taldir af. Þetta kom fram á blaðamananfundi í Pakistan í morgun. Viðamikil leit var gerð að mönnunum en síðast sást til þeirra föstudaginn 5. febrúar þegar þeir voru að klífa erfiðasta hlutann á fjallinu K2.
18.02.2021 - 12:41
Viðtal
Rannsókn hafin á því hvað fór úrskeiðis hjá John Snorra
Hvorki hafa fundist ummerki né búnaður frá John Snorra Sigurjónssyni og tveimur göngufélögum hans við viðamikla leit á fjallinu K2 í Pakistan. Leitað hefur verið útfrá GPS-punktum um síðustu þekktu staðsetningu þremenninganna. Yfirvöld í Pakistan hafa hafið rannsókn á því hvað fór úrskeiðis í leiðangrinum.
13.02.2021 - 18:32
Yfirvöld í Pakistan banna ferðir á K2
Pakistönsk yfirvöld lögðu í dag bann við því að klífa K2 yfir vetrartímann. Ekki hefur verið leitað að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 í dag vegna veðurs. Ekkert hefur spurst til fjallgöngumannanna í rúma fimm sólarhringa eftir að þeir héldu á tindinn á fimmtudaginn.
10.02.2021 - 14:39
Ekkert leitarflug að John Snorra næstu sjö daga
Verulega hefur verið dregið úr leitinni að John Snorra Sigurjónssyni og tveimur göngufélögum hans sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan frá því á föstudagsmorgun. Veðurspá er slæm næstu sjö daga og því verður ekki unnt að fljúga yfir svæðið. Þó eru enn fáeinir göngumenn í búðum á fjallinu og starfsfólk ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferð þremenninganna. Ferðamálaráðherra á svæðinu segir hverfandi líkur á að þeir finnist á lífi. Hafin verði leit úr lofti um leið og veður leyfi.
09.02.2021 - 15:04
Allt verður gert til að finna fjallgöngumennina
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þakkaði Qureshi Makhdoom Shah Mahmood, utanríkisráðherra Pakistans, í dag fyrir framgöngu pakistanskra stjórnvalda í leitinni að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2.
06.02.2021 - 20:37
Leit með þyrlum hefur ekki borið árangur
Leitað hefur verið á þyrlum pakistanska hersins að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpara á fjallinu K2 í Pakistan í morgun. Samkvæmt ferðaáætlun hefðu þeir átt að vera á toppi fjallsins klukkan sjö að morgni, að íslenskum tíma, í gær. Áætlað var að ferðin niður í búðir tvö myndi taka um fimm til sex klukkutíma.
06.02.2021 - 11:31
Bærilegt veður næstu fimm tíma til að komast í skjól
Ekki er enn vitað um staðsetningu fjallgöngumannsins John Snorra Sigurjónssonar og tveggja félaga hans á fjallinu K2 í Pakistan. Tvær þyrlur eru farnar af stað í leit að þeim. Önnur er komin í grunnbúðir og önnur er á leiðinni.
06.02.2021 - 08:35
Ekkert hefur heyrst frá John Snorra á K2
Ekkert hefur spurst til fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans sem ætluðu að freista þess að ná á tind K2 í dag. Síðast heyrðist frá þeim um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. Fimbulkuldi er á fjallinu og aðstæður erfiðar, til að mynda endast rafhlöður í samskiptabúnaði stutt við slíkar aðstæður. 
05.02.2021 - 22:21
Stefnir á toppinn á K2 í vikunni
Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson stefnir að því að komast á topp fjallsins K2 á föstudag. Hann hefur verið á fjallinu í nær tvo mánuði, ásamt feðgum frá Pakistan. Frostið er 15 til 25 stig og segir hann kuldann venjast ótrúlega vel, það sé þó kalt að fara ofan í svefnpokann á kvöldin.
01.02.2021 - 11:14
Pakistan rafmagnslaust
Hátt á annað hundrað milljóna manna voru án rafmagns í Pakistan í gær, þegar rafmagnslaust varð í nær öllu landinu um miðnæturbil að staðartíma, þar á meðal í öllum helstu borgum.
10.01.2021 - 03:57
Bandaríkin vilja réttlæti fyrir Daniel Pearl
Jeffrey Rosen settur dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segist viðbúinn því að meintur morðingi bandaríska blaðamannsins Daniels Pearl verði dreginn fyrir dómara í Bandaríkjunum.
Minnst fjórir látnir í sprengingu í Pakistan
Að minnsta kosti fjórir nemendur fórust í morgun þegar sprengja sprakk í klerkaskóla í borginni Peshawar í Pakistan. Tugir til viðbótar særðust, þar á meðal tveir kennarar.
27.10.2020 - 06:15
Pakistanskt flugfélag í vanda
Flugáhöfnum pakistanska flugfélagsins Pakistan International Airways (PIA) er nú gert að undirgangast áfengispróf áður en þær fá að stíga um borð í flugvélar flugfélagsins.
02.08.2020 - 06:39
Pílagrímar létust í árekstri við lest
Að minnsta kosti tuttugu og tveir pílagrímar úr trúarsöfnuði sikha létust í dag þegar járnbrautarlest ók á litla rútu sem þeir voru farþegar í í austurhluta Pakistans. Nítján hinna látnu voru úr sömu fjölskyldunni.
03.07.2020 - 16:21
Þungvopnaðir menn réðust inn í kauphöll í Pakistan
Minnst sex létust og nokkrir til viðbótar særðust í skotárás á kauphöllina í Karachi í Pakistan. Árásarmennirnir sprengdu upp hliðið að byggingunni með handsprengju, ruddust svo inn á svæðið og skutu á allt sem á vegi þeirra varð.
29.06.2020 - 08:41
Erlent · Asía · Pakistan
Kyrrsetja 262 flugmenn
Yfirvöld í Pakistan hafa kyrrsett 262 flugmenn sem eru grunaðir um að hafa svindlað á flugprófum. Reuters fréttastofan greinir frá og segir leyfisveitingar til flugmanna nú vera til rannsóknar.
26.06.2020 - 18:45
Hreyflar snertu flugbraut í fyrri tilraun
Flugmenn farþegavélarinnar sem hrapaði í Karachi í Pakistan í síðustu viku voru búnir að gera tilraun til að lenda skömmu fyrir slysið en urðu að hætta við.
29.05.2020 - 08:52
Erlent · Asía · Pakistan
Indverjar beðnir um að skila „njósnadúfu“
Pakistanskur dúfnaeigandi biðlar nú til Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, um að fá aftur eina af dúfum sínum, sem þessa dagana er í varðhaldi á Indlandi eftir að hafa verið ákærð fyrir njósnir.
27.05.2020 - 14:22
Erlent · Indland · Pakistan · Dýr · Fuglar
Lýsir ópum og örvæntingu um borð
Annar þeirra sem komst lífs af úr flugslysinu í Pakistan í gær lýsir skelfingu og örvæntingu um borð í myndbandi sem gengur um samfélagsmiðla. Mohammad Zubair segist hafa verið umkringdur logum þegar hann komst til meðvitundar eftir hrapið. Eldurinn var allt um kring, og engin manneskja sjáanleg. Hann kveðst þó hafa heyrt grátur barna og fullorðinna.
23.05.2020 - 07:52
Erlent · Asía · Pakistan
Tveir komust lífs af úr flugslysinu í Pakistan
Allir nema tveir af þeim 99 sem voru um borð í farþegaflugvél sem hrapaði í Karachi í Pakistan í gær eru látnir. Búið er að finna alla sem voru um borð, og vinna yfirvöld nú að því að bera kennsl á líkin. 
23.05.2020 - 06:19
Erlent · Asía · Pakistan
Myndskeið
Segja tvo farþega hafa lifað flugslysið af
Óttast er að fáir hafi komist lífs af eftir að farþegaþota með um 100 manns um borð fórst í Karachi í Pakistan í morgun. Flugstjórinn sendi út neyðarkall skömmu áður en þotan hrapaði. Minnst 73 eru látin en heilbrigðisyfirvöld í Pakistan segja að tveir farþegar hafi komist lífs af.
22.05.2020 - 19:52
Erlent · Asía · Pakistan · flugslys · Airbus
Enginn komst lífs af í flugslysi í Pakistan
Enginn komst lífs af þegar farþegaþota frá Pakistan International Airlines fórst í dag í aðflugi við flugvöllinn í Karachi í Pakistan. Hún var að koma frá borginni Lahore. Þotan brotlenti í íbúðahverfi. Nokkur hús eyðilögðust.
22.05.2020 - 13:05
Erlent · Asía · flugslys · Pakistan